Allar þriðjudagsæfinga frá október út desember 2018
í öfugri tímaröð

Úlfarsfell 18. desember.
Lágafell féll niður vegna forfalla þjálfara 11. desember.
Búrfellsgjá 4. desember.
Esjan upp að steini  27. nóvember.
Vífilsstaðahlíð um Vífilsstaðavatn 20. nóvember.
Helgafell Mosó 13. nóvember.
Reykjaborg og Lali 6. nóvember.
Helgafell Hafnarfirði 30. október.
Geldinganes 23. október.
Fjallið eina og Sandfell 16. október.
Þríhnúkar Bláfjöllum 9. október.
Hringleið um Reynisvatn og Langavatn 2. október.

Jólaganga á Úlfarsfell

Ellefu mættu í hefðbundna jólagöngu á Úlfarsfell
en að þessu sinni voru engin börn með í för... og enginn snjór... enginn kuldi... og engin hálka...

Úr því staðan var þessi var afráðið að fara upp bröttu leiðina og alla leið yfir á hæsta tind
sem lengdi gönguna nokkuð og jók erfiðleikastigið
en var kærkomið fyrir þá sem mættu og vildu ná góðri æfingu fyrir jólahátíðina...

Sjö stiga hiti, logn og auð jörð...
þetta var friðsælt og fallegt og borgin skartaði sínu fegursta í jólaljósunum fyrir neðan...

Jólalegt nesti og nánast allir með jólahúfur eins og vera ber en Örninn gleymdi sér aldrei þessu vant
eigandi sérstakar jólafjallgönguhúfur sem oft hafa komið sér vel í þessum göngum...

Katrín að mæta í sína fyrstu göngu með nýja hnéð og var knúsuð í bak og fyrir...
kærleikur stafar af henni til okkar allra og við fórum ekki varhluta af því
þó hún væri fjarri öllu gamni á fjöllum síðustu mánuði...
vonandi er hún aftur komin til að vera og kemst með okkur í tindferðirnar á nýju ári...

Alls 4,3 km á 1:53 klst. upp í 309 m hæð með alls 297 m hækkun úr 51 m.

Gleðileg jól elskurnar !

Sjáumst í spennandi göngunni á Fragafell ofan við Seljalandsfoss í byrjun janúar
og hugsanlega í árlegu nýársgöngunni á
Esjunni á nýársdag sem Gylfi og Björn Matt hafa haldið svo vel utan um síðustu ár
en annars er það
Meðalfellið þriðjudaginn 8. janúar sem næsta formlega æfing

... nú svo er þjálfari búinn að bjóða mönnum á Strút eins rösklega og við getum á gamlársdag....
ekki leiðinlegt að enda árið í þeim anda sem maður vill hafa næsta ár...
á fjöllum að ögra sjálfum sér og bæta nýjum sigrum í safnið...
 

 

Heill þér sjötugri !
Gerður Jensdóttir ofurkona

Við gengum til heiðurs Gerði Jensdóttur þriðjudagskvöldið 4. desember
sem varð sjötug miðvikudaginn 28. nóvember

... og nú lá nýfallinn snjór yfir öllu
og landslagið um Búrfellsgjá var töfrandi fagurt og hátíðlegt með meiru...

Búið að malarleggja stíginn alla leið að gjánni sjálfri
frá nýja og glæsilegu bílastæði rétt ofan við staðinn þar sem áður var alltaf lagt í vegakantinum...
og gott skilti á miðri leið með fróðleik um svæðið...
virkilega vel gert þó alltaf sé svolítil synd manngerðu umhverfi "í óbyggðunum"
en það var sannarlega þörf á þessu þarna...

Höfuðljósin sem við njótum nú árið 2018 eru margfalt lélegri en þau sem við notuðum fyrstu árin í sögu Toppfara...
nú eru okkur allir vegir færir með þennan búnað og erfitt að villast
í þessari nokkur hundruða langri flóðlýsingu sem þau gefa...

Sem betur fer nær malarstígurinn ekki upp með gjánni þar sem hún þrengist upp í mót á Búrfellið sjálft...

... þar tekur við gamli stígurinn sem þrengist smám saman með klettaveggjunum
og við fengum því gott brölt út úr kvöldinu um Búrfellið og gígbarminn allan...

Við minntumst þess að hafa hörfað úr skarðinu í Búrfellinu í fyrra á svipuðum tíma vegna mikils vinds og skafrennings
en nú var engu slíku fyrir að fara þegar komið var upp í skarðið og við lögðum á gígbarminn norðurleiðina...

Töfrar svona kvölds... með snjóinn yfir öllu...
skýin lituð af borgarljósunum og léttan andvara allt í kring í myrkrinu
eru engum líkir...

Aldrei myndum við vilja vera án þessarar kyngimögnuðu upplifunar á dimmasta tíma ársins...

Gígbarmur Búrfellsgjár gefur heilmikið brölt og bætir upp sléttlendisarkið til og frá um gjánna...

Borgarljósin í fjarska og myrkrið fjallsmegin...
ef myrkur skyldi kalla... því snjórinn gaf okkur góða sýn á Helgafellið og Húsfellið í uppljómandi hvítri snjóbirtunni...

Gerður keyrði óvart Í Kaldárselið frekar en í Heiðmörkina þetta kvöld og var því sein á æfinguna
en Ágúst var í símasambandi við hana og Birgir var svo almennilegur að fara á móti henni þegar ljóst var að hún yrði sein...
og á meðan lögðum við af stað þar sem of kalt var að bíða og gengum við hringinn um gíginn til að nýta tímann
svo þegar við vorum að enda þann hring mætti hún galvösk upp brekkurnar með Birgi
og fékk afmælissönginn í fangið upp brekkuna...

Þrettán mættir... það var góð ára yfir kvöldinu og sérlega góður andi...

Örn, Birgir, Súsanna, Guðmundur Jón, Njóla, Doddi, ?, Gerður Jens., Katrín Blöndal,
Ágúst, Lilja Bj., Jóhannes og Bára tók mynd en Batman og ? tíkin hennar Katrínar eða Lilju ?

Það var engins purnign að taka mynd af Kilimanjaró-förunum...
Katrínu Blöndal, Gerðir Jens og Ágústi :-)
því miður gleymdi þjálfari því á Esjunni viku áður en þá voru Bjarni og Ingi mættir ásamt Gerði :-)

Þjálfari las upp þessa vísu í skarðinu...
en vísan sú átti að vera lesin upp í afmælisveislu sem fjölskylda Gerðar hélt henni til heiðurs síðustu helgi
og var send á dóttur hennar Signýju...
sem hafði samt sem betur fer vit á að vera bara í núinu og að njóta... og hvergi á símanum...
og því var ekkert annað í boði en að lesa þetta upp í skarðinu á Búrfellsgjánni
þrátt fyrir vind og skafrenning sem þarna skall á okkur...
en við létum það ekkert á okkur fá og fögnuðum Gerði ofurkonu...

Gjöfin frá Toppförum sem afhent var Gerði í afmælisveislunni sem fjölskyldan hélt henni liðna helgi...
inni í umslaginu var dágóð upphæð sem fer í ferðasjóðinn hennar...
hún er nefnilega hvergi hætt að sigra lönd, fjöll og leiðir...

Takk ! Sigga Sig og Jóhanna Fríða fyrir algera snilld í gjafamálum !

Hún og Ágúst sem einnig átti afmæli þennan dag
vildu hins vegar bjóða okkur upp á freyðivín og súkkulaði í aðeins meira skjóli
svo við skelltum okkur niður Búrfellið og að veggnum góða þar sem vel gafst til veisluhalda...

Þar var skálað í nokkrum svona glösum... með toblerone súkkulaði í meðlæti...
virkilega notalegt í myrkrinu og snjónum... svona á að njóta lífsins...

Alls 6,1 km á 1:56 klst. upp í 169 m hæð með 137 m hækkun miðað við 94 m upphafshæð sem er ekki lægsta hæð leiðarinnar.

Takk ! elsku Gerður og aðrir félagar Toppfara...
fyrir að vera til... og vera alltaf til í allt...
við erum hvergi hætt...
mörg spennandi ævintýri framundan og bara gaman að eiga þau svona mörg ennþá eftir :-)
 

 

Esjan í myrkri
en góðu veðri og auðu færi

Þriðjudagskvöldið 27. nóvember gaf dásamlega æfingu á Esjunni hefðbundna leið upp að steini
þar sem lognið ríkti og hiti var rétt undir frostmarki...

Auð jörð og frosin og engin hálka nema stöku svell á slóðinni sem nú er ansi troðinn
en vel þeginn í stað Einarsmýrarinnar sem áður var...

Við buðum Gerði, Bjarna og Inga hjartanlega velkomin úr ævintýralegri Afríkuferð Ágústar Rúnarssonar
þar sem þau toppuðu hæsta fjall álfunnar og voru ennþá í skýjunum...

Gerður Jensdóttir hér fremst á mynd... en hún verður sjötug á morgun... miðvikudaginn 28. nóvember
og er því Toppfari númer tvö sem sigrar Kilimanjaro á 70 ára afmælisárinu sínu
og veldur því að fleiri klúbbmeðlimir afa gert þetta að markmiði sínu...
að sigra hæsta fjall Afríku á 70 ára afmælisári sínu
en Örn þjálfari er fyrir löngu búinn að ákveða að feta í fótspor þeirra
og því er Kilimanjaroferð á dagskránni árið 2031 og nokkrir skráðir í þá ferð nú þegar :-)

Þegar ekki er snjór yfir öllu... þá er myrkrið afgerandi og eina leiðin að hafa gott höfuðljós...
munurinn er ótrúlegur á auðri jörð og þó ekki væri nema smá snjóföl...
sem ekki var fyrir að skipta þetta kvöldið...

Alls 6,6 km á 2:15 - 2:30 klst. upp í 611 m hæð með 609 m hækkun úr nánast sjávarmáli eða 4 m hæð.

Yndi og ekkert annað... og alvöru æfing eins og alltaf upp Esjuna :-)

 

 

Á slóðum berklasjúklinga
um Vífilsstaðahlíð
"Ef menn komust upp án þess að hósta blóði var þeim batnað..."


Það var ansi notalegt að mæta á fjallgönguæfingu innan borgarmarkanna við Vífilsstaðavatn
þriðjudaginn 20. nóvember og taka þaðan rúmlega 5 km æfingu í myrkrinu...

Enn í sumarveðri eins og síðustu vikurnar með auða jörð og milt loftslag...

Við gengum fyrst með Vífilsstaðavatni upp að austurendanum
og snerum þar við upp á hæsta hlutann á Vífilsstaðahlíð sem erfitt er þó að finna...

Mikið spjallað og spáð í næstu utanlandsferð Toppfara
en þjálfarar eru að hallast að því að ganga á eldfjöllin á Sikiley
í stað þess að vera í jöklaleiðangri um Monte Rosa eins og upphaflega var planið...
einhvern veginn hljóma stuttbuxur og strönd betur en ísbroddar og jöklalínur þessa stundina...

Þrátt fyrir myrkrið og auðu jörðina...
og hversdagslega hlíðina sem var verkefni dagsins var fegurðin engu að síður alltumlykjandi þetta kvöld...

Nú er bara flett upp í símanum þegar menn eru að spá í hlutina...
Örn að sýna mönnum nýjustu utanvegahlaupaskóna... kallaða HOKA...
þá sömu og Elísabet Margeirs hljóp í ofurhlaupið um daginn...

Á leiðinni niður að Vífilsstaðavatni aftur komum við við í Gun Hill eða Gunnhildarbrekku (eða -heiði)
þar sem talið er að breskir hermenn hafi verið með vélbyssuvirki enda bar formið á virkinu öll merki þess...

Þarna niðri mátti lesa... "láttu þér batna"...
og Súsanna sagði okkur söguna af því þegar berklasjúklingarnir fóru í heilsubætandi göngurnar sínar
frá Vífilsstaðaspítala að þá var það merki um bata ef þeir gátu gengið upp Gunnhildarbrekku án þess að hósta blóði...

Fjórtán manns mættir..

Guðmundur Jón, Arnar, Georg með Gutta, Guðrún Helga, Karen Rut, Súsanna og Steinunn Snj.
Örn, Birgir, Arna með Skugga, Jóhanna Ísfeld með Bónó, Halldóra Þ. og Björn Matt.
en Bára tók mynd og Batman og Moli voru allt of uppteknir til að vera með á mynd...
reyndar fór Batman aldrei niður í byrgið... eitthvað innibyggt í honum að fara ekki ofan í svona holur...

Dásamlegt að fara svo niður stíginn að vatninu og í bílana eftir þvælinginn í "torfærunum" austan megin
og við vorum sammála því að þetta gæfi litlu fjöllunum við borgina lítið eftir í útiverugöngugæðum...

Alls 5,4 km á 1.35 klst. upp í 155 m hæð með alls hækkun upp á 135 miðað við 55 m upphafshæð.

Esjan næst en ganga upp að steini gefur hörkugóða æfingu og svo er það Háihnúkur í Akrafjalli...
Búrfellsgjá og loks Úlfarsfellið fyrir jólin...
 

 

Í kvöldsólarroða
um Helgafell í Mosó

Sólsetrið skreytti gönguna á Helgafell í Mosfellsbæ þriðjudaginn 13. nóvember
í blíðskaparveðri og sumarfæri og heilandi útiveru...

Stundum er veturinn svona ljúfur við okkur...
jafnvel fram að jólum og meira að segja í janúar og febrúar...
að unnt er að ganga á fjöllin við borgina í sumarfæri eins og þetta kvöld
og við nutum þess að vera úti í friðsældinni...

Frábær mæting eða 17 manns og þar af Birgir að koma í sína aðra göngu eftir Grunnbúðir Everest
sem segir allt um ástríðuna því það er frekar algengt að menn sjáist lítið fyrstu vikuna, jafnvel mánuðina
eftir svona krefjandi gönguferð...

Kilimanjaro-sigur félaganna í umræðunni þar sem heldur er ekki sjálfgefið að allir komist á tindinn þann í hópferð
sem og kyngimagnaða Nepalferðin og Jakobsstígurinn hans Björns Matt
en Afríkufaranir njóta núna lífsins á Zansibar meðan við berjumst við myrkrið hér á fallega Íslandi...

Snjóleysið og sumarfærið þýðir auð jörð og mun meira myrkur en ef snjóföl væri yfir öllu
með töfrum sínum og einstöku birtu...
en með þessum öflugu höfuðljósin sem sífellt verða sterkari
er myrkrið ekki vandamál á fjöllum lengur...

Við gengum eins stóran hring og unnt er á Helgafellinu og horfðum niður á Þingvallaveginn norðan megin,
Mosfellssveitina sjálfa austan megin og borgina sunnan og vestan megin...

Birtu nýtur ótúlega lengi eftir að sólin er sest en þessi ljúfa og milda birta sem skiptir stöðugt litum
fer framhjá manni þegar maður er í borginni
því borgarljósin eru fyrir löngu búin að ýta henni burt og framkalla enn meira myrkur en ella...

Þetta... nákvæmlega þetta er það einstaklega mikilvæga við þriðjudagsgöngurnar um háveturinn...
að njóta þessarar birtu sem er svo sérstök og gefur alltaf ákveðið heimskautayfirbragð óháð snjóalögum
og nærir mann á sinn sérstaka máta mitt í myrkrum vetrinum...

Dásamlegt að ganga með félögunum og fá gefandi samræðum um alls kyns spennandi hluti...
meðal annars fyrirhugaða ferð Toppfara á næsta ári til Zermatt að rótum Matterhorn
þar sem gaman væri að ganga á spennandi tinda og virða þetta magnaða fjall fyrir sér frá fleiri en einu sjónarhorni...

Flókin og frekar dýr ferð þar sem leiðsögn þarf að vera 1:2 eða 1:3 í Monte Rosa tindunum
nema við ákveðum að fara léttari göngur um svæðið...
en svo er Sikiley að toga þjálfara líka þessa dagana... ferð sem er búin að vera lengi á listanum...
en við viljum halda plani og þjálfari er í samskiptum við leiðsögumenn úti í Zermatt þessa dagana...

Halldóra Þ., Guðmundur Jón, Arnar, Lilja Sesselja, Súsanna, Örn, Davíð, Guðrún Helga, Herdís, Svavar.
Arna, Njáll með Skugga. Þórunn með Nölu, Helga Björk, Birgir, Agnar
og Bára tók mynd en Batman gat ekki verið kjur hér fremst á mynd hægra megin.

Alls 4,4 km á 1:35 klst. upp í 231 m hæð með alls 309 m hækkun miðað við 59 m upphafshæð.

Slagveðurspá um helgina... en þjálfarar skora á alla Toppfara að skella sér út að ganga, halupa, hjóla, synda...
rok og rigning er engin hindrun... það er hlýtt, bjart og autt færi... og engin ástæða til að æfa afsakanir :-)
 

 

Smá fréttainnslag 6. nóvember:

Jakobsvegurinn
Grunnbúðir Everest
Kilimanjaro

Elsti höfðingi Toppfara, Björn Matthíasson gekk allan Jakobsveginn
í 31 dag alls tæpa 800 km í september og október.
Við bíðum eftir ferðasögu frá honum sem fæst vonandi birt hér á vefsíðunni...

Birgir, Ester, Sigríður Lár og Olgeir gengu upp í Grunnbúðir Everest ásamt fleirum
 undir leiðsögn Guðmundar Egils
í 3ja vikna ferð í október...
vonandi skrifar einhver þeirra ferðasögu
en meldingar þeirra og myndir á fasbókinni voru hrein veisla...

Anton, Ágúst, Bjarni, Gerður Jens, Ingi, Katrín Blöndal og Kolbrún Ýr sigruðu Kilimanjaro þann 6. nóvember
í mjög flottri 4ra vikna Afríkuferð þar sem makar ofangreindra mættu svo til leiks eftir fjallið...
við skorum á eitthvurt þeirra að skrifa ferðasögu um þessa ævintýralegu ferð...

Þetta var óvenju flott haust árið 2018...
klúbbmeðlimir eru sífellt á ferð og flugi og farandi alls kyns flottar gönguferðir um allan heim síðustu ár...
þjálfari stóðst samt ekki mátið að taka þetta sérstaklega fram núna
þar sem þrjár stórar ferðir voru farnar á stuttum tíma
og elsti karlkyns meðlimurinn, Björn Matt
og elsti kvenkyns meðlimurinn, Gerður Jens voru meðal ofarngreindra !!!

Ferðasögu
úr öllum þessum þremur ferðum takk !

 

Illviðri á Reykjaborg

Þriðjudaginn 6. nóvember geysaði illvirði á landinu en skást átti ástandið að vera á suðvesturhorninu og vesturlandi...

Reykjaborg og Hafrahlíð voru á dagskrá þetta kvöld
og Örn ákvað að byrja á Reykjaborginni og sjá til með Hafrahlíðina þaðan...

Eingöngu sjö manns mættir í grenjandi rigninguna og hávaðarokið sem var slíkt að hvorki var hægt að tala né slaka á...

Eina leiðin var að berjast gegn veðrinu og fara fetið eins og hviðurnar leyfðu...

Hundarnir geta allt að manni finnst... en í slagviðri með mikilli úrkomu og vindi reynir meira á þá...

Úrkoman hætti fljótlega og þá var það bara vindurinn sem var verkefni kvöldsins...
en fegurðin náðist engu að síður á mynd þrátt fyrir barninginn við að halda sér kjurrum á meðan smellt var af...

Ekki sjens að ná góðum myndum í þessu roki...

Farið var yfir á Lala á leiðinni til baka en brúnunum sleppt á sjálfri Hafrahlíðinni
en við teljum Lala ekki sem sér fjall þó vel megi gera það
en nafnið er gott sem kennileiti um norðaustustu bunguna/tindinn á Hafrahlíðinni ef svo má segja..

Snjóskaflar á leiðinni en auð jörð neðar þar sem vindurinn var ekki eins slæmur...
ekki svo mikið rok í bænum.. en miklar vindhviður úti á vegum
og greinilegt að það þurfti ekki að fara hátt upp á fjall við borgina til að fá snefil af þessu óveðri
sem geysaði um aðra hluta landsins þennan sólarhring...

Erfitt að taka hópmynd en það var samt á það reynandi...

Skínandi góð mynd.. Davíð, Guðmundur Jón, Birgir Hlíðar, Helga Björg, Jóhann Ísfeld og Steinunn Snorra.
og ofurhundarnir þrír, Batman, Bónó og Moli...
sem hafa aldeilis allir þrír oft lent í honum kröppum með hópnum í gegnum árin...

Birgir að mæta í sína fyrstu göngu frá því hann gekk upp í Grunnbúðir Everest í október
í mergjaðri ferð þar sem myndir og meldingar voru heil veisla að sjá og skoða...
og verður gaman að heyra ferðalýsingar hans næstu vikurnar...
en þjálfari vonast til að hann eða aðrir sem fóru í þá ferð skrifi ferðasögu
sem gæti birst hér undir Ferðasögur félaganna og er þannig lesanleg öllum sem fara á veraldarvefinn...
og varðveitist þar um ókomna tíð... mjög dýrmætt !

Alls 4,7 km á 1:39 klst. upp í 289 m hæð með alls hækkun upp á 282 m miðað við 78 m upphafshæð.

Allar göngur Toppfara á Reykjaborg frá upphafi:

Nafn Hæð
m.
Hækkun
m.
Upphafshæð
m.
bætt við síðar
Vegalengd
km.
Dagsetning Tímalengd
göngu
klst.
Fjöldi
manns
Ganga
Reykjaborg 288 253 8,3
með Reykjafelli
11. mars 2008 3:12 21 Æfing 39
2. 302 226 7,5
með Þverfelli
17. mars 2009 2:26 18 Æfing 84
3. 258 197 5
með Hafrahlíð
26. janúar 2010 2:04 51 Æfing 122
4. 290 356 98 5,1
með Hafrahlíð
2. nóvember 2010 1:39 37 Æfing 159
5. 302 319 90 4,8
með Lala ogHafrahlíð
9. október 2012 2:00 32 Æfing 241
6. 291 360 87 5,2
með Lala og Hafrahlíð
4. nóvember 2014 2:05 18 Æfing 334
7. 289 282 78 4,7
með Lala
6. nóvember 2018 1:39 7 Æfing 533

Því miður ekki spennandi veður næstu helgi fyrir dagsgöngu... nema við séum til í að fara þó það blási aðeins eða rigni eða snjói... einu sinni gerðum við það og uppskárum margar sögulegar ferðir... já, það er spurning... við megum ekki verða of lin... ekki gefa of mikið eftir... þá hættum við að geta svona lagað... að mæta og taka hressandi kvöldgöngu í brjáluðu veðri... sem einmitt styrkir mann og eflir fyrir átök sem aldrei er hægt að vita hvenær berast á borð fyrir mann í lífinu... þessar erfiðu ferðir... barningurinn við veðrið... eru einmitt þær ferðir sem við rifjum langtum oftar upp en þessar með góða veðrinu...
svo eitthvað er það sem þær gefa manni...
 

 

 

Snjór á Helgafelli
um nýja leið sem lengist upp í 7 km

Þriðjudaginn 30. október rak okkur í rogastans þegar mætt var til göngu á Helgafell í Hafnarfirði
þar sem búið er að breyta gönguleiðinni og færa upphafsstað hennar fjær um tæpan kílómetra...

 

Vegurinn hér með lokaður síðasta spölinn að Kaldárseli og komið nýtt malarstæði
þar sem búið er að gera stíg sem kemur inn á gamla stíginn nær fjallinu
en þessi breyting þýðir að 4,8 - 5 km ganga lengist upp í 6,5 - 6,9 km
eftir því hvaða leið menn velja upp og niður...

Blíðskaparveður þetta kvöld og gullið kvöldhúmið allsráðandi... snjóföl yfir og hvítt í fjallinu sjálfu... hreinir töfrar...

Sólin sest og myrkrið mætt á þriðjudagsæfingar hér með fram í febrúar...

Örn fór upp Gvendarselshæðina í smá hjáleið áður en farið var á Helgafellið sjálft
en þessi útúrdúr var fastur liður hjá okkur fyrstu árin í stað þess að freistast hefðbundna leið
og auðvitað lengdi þetta gönguna eitthvað...
í samhengi við það að spá í hversu mikið nýja leiðin lengist á Helgafellið...

Gotti mætti óvænt í göngu með Dagbjörtu sem kom í kærkomna heimsókn með Steinunni
en vonandi skellir hún sér bara með okkur aftur reglulega :-)

Ellefu manns mættir... Doddi, Guðrún Helga, Arnar, Súsanna, Guðmundur Jón, Björn Matt.,
Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Dagbjört og Lilja Sesselja en Örn tók mynd og Bára var því miður að vinna...

Batman, Bónó og Moli og Gotti voru og með...
fjórir hundar sem fengu kvöldfjallgöngu á þessum árstíma og voru án efa mjög þakklátir...

Gatið í klettinum neðan við Gvendarselshæð er skemmtilegt fyrirbæri...

Á fjallinu var snjór yfir öllu...
Örn ákvað að fara öxlina upp og gilið niður sem var skemmtileg tilbreyting
þar sem flestir eru farnir að fara gilið upp og niður...

Rökkrið skollið á en sólroðinn enn sjáanlegur í vestri með borgarljósunum...

Fínasta skyggni í þessu heiðskíra veðri með snjófölina yfir öllu...
töfrar kvöldvetrargangnanna eru einstakar á þessum tíma...

Aldrei myndi maður vilja vera án þessara töfra...
ganga í brakandi snjó í myrkri með stjörnubjart himinhvolfið ofan okkar...
stundum tunglið og stundum norðurljós... engu líkt...

Sjá tindinn framundan og ljós af öðrum hóp að ganga upp fjallið
en við mættum Jóni Gauta og hópnum hans, Útiverum sem fóru giljaleiðina upp og niður...

Sjá troðinn snjóinn undan göngumönnum sem treðst og festist og fýkur ekki svo glatt...
breytist í svell þegar hitastig sveiflast... og getur verið kostur og ókostur...
stundum er verst að ganga troðnar slóðir og betra að fara ótroðnar... og öfugt...

Ægifegurð á toppnum...
lygnt í golunni og kyrrlátt að horfa yfir borgina með síðasta roðann á himni áður en nóttin tók við...

Sýnin á borgina í fjarska ofan af fjallstindi er heilun á sál og líkama
sem veturinn gefur... undirstaðan fyrir allt þakklætið sem svo streymir inn
þegar dagsbirtan mætir aftur með hækkandi sól í janúar...

Súsanna er trygg sínu Helgafelli eins og fleiri Hafnfirðingar í hópnum
og líklega eru Hafnfirðingar duglegri að ganga á fjallið sitt en þau sem búa nær Úlfarsfelli eða Esjunni...
en það þarf samt ekki að vera... væri gaman að skoða það betur...

Flottur hópur á ferð... mætingin er alltaf léleg á þessum árstíma....
þegar orkan frá sumrinu gefur ekki lengur kröftugan haustkraftinn...
og myrkrið fælir menn inn í hús... undir teppi... í notalegheitin... í rauninni eðlileg viðbrögð...
en það er dýrmætt að halda áfram hreyfingunni og útiverunni sama hvað...
svona útivera um miðjan aldimman veturinn gefur aðra upplifun en sumarið, vorið og haustið...

Niðurleiðin var um gilið sem er fallegasta leiðin á Helgafellinu
og allt annars lags töfrar með snjóinn yfir öllu...

Klöngrið í gilinu ennþá skemmtilegra að vetri til í myrkri en að sumri...

Höfuðljós og keðjubroddar.. þökk sé þessu tvennu eru svona kvöldgöngur tær snilld allt árið um kring...
og þessi leið mjög gott dæmi um hvernig keðjubroddarnir nýtast vel
og voru bylting fyrir þá sem vilja ganga á fjall allt árið um kring
án þess að þurfa alltaf að nota ísbrodda í svelluðu færi á saklausum leiðum...

Alls 6,9 km 2:22 klst. upp í 342 m hæð með alls hækkun upp á 407 m miðað við 88 m upphafshæð.

Nafn Hæð
m.
Hækkun
m.
Upphafshæð
m.
bætt við síðar
Vegalengd
km.
Dagsetning Tímalengd
göngu
klst.
Fjöldi
manns
Ganga
Helgafell Hf 338 260 8,4 11. sept. 2007 2:19 15 Æfing 12
2. 340 250 6,3 18. mars 2008 2:10 21 Æfing 40
3. 344 257 6,1 3. mars 2009 2:00 13 Æfing 82
4. 353 268 7,5 16. mars 2010 2:18 36 Æfing 129
5. 150 62 92 3,3
(Gvendarselshæð)
8. febrúar 2011 1:15 19 Æfing 172
6. 349 495 91 6,9 21. febrúar 2012 2:25 35 Æfing 217
7. 343 423 89 5,2 5. febrúar 2013 2:00 43 Æfing 256
8. 345 430 90 5,0 11. mars 2014 2:00 15 Æfing 300
9. 345 472 90 8,1 12. maí 2015 2:40 16 Æfing 359
10. 345 472 90 4,8 8. september 2015 1:24 11 Æfing376
11. 345 472 90 4,8 27. október 2015 1:24 16 Æfing 383
12. 348 307 89 7,4 8. mars 2016 2:18 28 Æfing 401
13.
með Jóhönnu Fríðu
348 28. júní 2016 20 Æfing 417
14.
Minningaganga
348 5,0 21. febrúar 2017 2:05 24 Æfing 450
15. 349 452 4,8 7. nóvember 2017 1:44 15 Æfing 484
16. 342 407 88 6,9 30. október 2018 2:22 11 Æfing 532

Sjá allar göngur Toppfara á Helgafellið í Hafnarfirði frá upphafi...
vegalengdir breytilegar þar sem við förum oft aðrar leiðir...

Þjálfarar freista þess að grípa góðan veðurdag til að ná nóvembertindferð
úr því við stálum Klukkutindum viku fyrr þann 27. október...
en óveður geysaði á landinu komandi laugardag og vikuna á eftir
svo við máttum vera fegin að hafa gripið þessa síðustu helgi október...
en vonandi náum við þó ekki sé nema Súlufelli eða álíka í nóvember...
annars er það bara Akrafjallið í desember...
 

 

Slagveður rökkur og myrkur
á Geldinganesi
með fjöldann allan af lexíum fyrir þá sem ekki mættu vel búnir...

Í viðleitni til þess að bjóða upp á léttari göngur annan hvern þriðjudag síðustu tvö ár
var Geldinganes aftur á dagskrá árið 2018 og að þessu sinni átti að njóta þessarar ævintýralegu "eyju"
í sólsetrinu sem oft gyllir sjóinn allan kringum Grafarvog og Reykjavíkurborg...
og töfrar mann svo gjörsamlega upp úr skónum að aldrei gleymist...

Þriðjudaginn 23. október var því hins vegar ekki að heilsa...
skýjað og svalt veður sem endaði í rigningu og vindi hálfa leiðina
og þá var myrkrið skollið á svo "sólgullna æfingin í Geldinanesi" endaði sem svaðilför hin mesta...

og það mitt í höfuðborginni sem var ágætis áminning um að séu menn ekki vel búnir
getur saklaus ganga innan borgarinnar endað illa...

Við ákváðum að fara öfuga leið miðað við síðast og byrja á suðurströndinni
þar sem malarnáman sker sig inn í þetta fallega nes og er mikið lýti á þessari náttúruperlu..

Svalt en þurrt og lygnt til að byrja með... friðsælt veður...
og dagsbirtan gaf okkur dásamlega byrjun á æfingunni allt til vesturenda nesins...

Með Viðey hinum megin hafsins fundum við þessa fallegu syllu skagandi út úr berginu og ákváðum að taka hópmynd...

Átján manns mættir... mun fleiri en síðustu þriðjudaga...
sem segir okkur skýrt og greinilega að þó við séum fjallgönguklúbbur virðast göngur sem eru í léttari kantinum
og með litlum akstri í eða við borgina laða mun fleiri að en ef keyrt er lengri veg og farið á krefjandi fjöll...

Með vesturbrúnunum tók að rökkva og töfrar ljósaskiptanna nutu sín vel á þessum kafla...
myrkrið er þrátt fyrir allt töfrandi hluti af þriðjudagsgöngunum yfir vetrarmánuðina...

...og þó það sé alltaf svolítið sjokk að fá það skríðandi inn á veturna...
þá er það alltaf líka hulið ákveðnum ævintýrablæ sem við myndum ekki vilja fara á mis við...

Hringleiðin um Geldinganes er ævintýri líkust ef menn hafa á annað borð ánægju af því að ganga úti við
og leiðin er mjög fjölbreytt allan tímann...

Sjórinn talar við mann allan tímann og fylgir manni eins og skugginn...

Í norðvesturendanum var áð og hópurinn þéttur enn einu sinni í smá skjóli
en þarna breyttust aðstæður snarlega til hins verra... skollin á rigning...  myrkrið nánast alveg komið...
og vindurinn í fangið framundan næstu kílómetrana...

Þrír af nokkrum áhættuþáttum þegar við metum aðstæður í göngunum... en það var tiltölulega hlýtt... autt færi... rötun auðveld... nálægðin við borgina mjög góð... þjálfarar þekktu leiðina mjög vel... hvergi hættulegur kafli yfirferðar...
svo það var ennþá mjög margt með okkur...

Nú reyndi á að vera með höfuðljós því í þessu skyggni.. þungskýjuðu, rigningu og auðu færi er ekkert sem lýsir leiðina nema höfuðljósin... ekki snjór á jörðinni, tunglsljós né stjörnubjartur himinn...

Öll norðuströndin var nú gengin í myrkri með rigninguna og vindinn beint í fangið svo allir blotnuðu að einhverju leyti
og þeir sem ekki voru vel klæddir lentu í vandræðum á þessum kafla og áttu á hættu að ofkælast...
 svo Örn fylgdi þeim fremst og því var farið frekar hratt yfir...
því það var eina leiðin fyrir þá að halda sér heitum...

Hópurinn var því þéttur mjög vel fyrri hluta göngunnar en frá norðausturendanum og alla leið að suðurströndinni var gengið í einni beit... og því reyndi líka vel á þá sem ekki voru með höfuðljós og gátu ekki haldið í við hópinn... því ef þeir fylgdu ekki hópnum var myrkrið allt um lykjandi og erfitt að sjá niður til að fóta sig í blautu berginu og margbreytilega gróðrinum... leiðin um Geldinganesið er nefnilega ágætlega krefjandi yfirferðar þó misgreinanlegur slóði sé alla leiðina og auðvelt að týna slóðinni þegar stórgrýttast er norðan megin... hvað þá misstíga sig í hrjúfri yfirferð og margbreytilegu færinu...

Saklaust æfing innan borgarmarkanna endaði því sem hörkuæfing með fjöldann allan af lexíum,
sérstaklega  fyrir þá sem ekki mættu nægilega vel búnir...

Alls 7,6 km á 2:10 klst. upp í 28 m hæð með alls hækkun upp á 138 m miðað við 3 m upphafshæð.

Geldinganesið er komið til að vera sem árleg æfingaleið í þessum klúbbi... sannarlega flott leið sem vert er að upplifa á öllum árstímum í öllum veðrum og birtuskilyrðum... og ekki verra að þurfa ekki að keyra í klukkutíma til og frá borginni :-)

Lexíur kvöldsins:

* Höfuðljós eiga alltaf að vera í bakpokanum
sama hvar eða hvenær árs er gengið... alltaf...

* Regn- og vindheldur hlífðarfatnaður á alltaf að vera í bakpokanum
sama hvar eða hvenær árs er gengið... alltaf...

Vinsamlegast ekki taka þennan búnað úr bakpokanum ykkar...
hafið þetta með... sem og gott höfuðfat, ullarvettllinga, og vindhelda belgvettlinga, vatnsflösku, orku og vararafhlöður...
já, alltaf í bakpokanum... sama hvað... alltaf elskurnar mínar ! :-)
 

 


Haustlitadýrð
á Fjallinu eina og Sandfelli

Grrenjandi rigningin allan þriðjudaginn 16. október... og í raun dagana á eftir og helgina á eftir...
var ekki spennandi til fjallgöngu... en þó létu nokkrir sig hafa það og mættu vel gallaðir til leiks...
sumir minnugir slyddunnar viku fyrr á Þríhnúkum... þar sem allt blotnaði í slyddunni sem þá var...

Þegar á hólminn var komið var þurrt lengstum og fínasta veður...
og við fækkuðum dauðfegin fötum á uppleiðinni á Sandfellið sem við vorum að ganga á í fyrsta sinn...

Níu manns mættir... Sigga Sig. og Slaufa, Örn, Guðmundur Jón, Guðrún Helga, Ólafur Vignir,
Arnar, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Bónó og Moli
en Bára tók mynd og Batman var einnig með.

Sandfellið var napurt og þar dró vindurinn upp regnjakkana okkar aftur
því þarna tók að rigna léttum úða sem með vindinum varð hálf hráslög...
en það var hlýtt og gott skyggni... og gott færi svo þetta var ekkert til að tala um...

Leiðin var falleg milli fjallanna... skriður, hraun og mosi... og haustlitirnir skreyttu allt yndisfagurlega...

Við fórum upp snarpar og grýttar austurhlíðarnar á Fjallinu eina
og var gaman að fara aðra leið upp á það en aflíðandi leiðina norðan megin eins og síðast...

Þar uppi var veðrið skárra og enn var skyggni í stakasta lagi
en við stöldruðum ekki lengi þarna uppi heldur komum okkur niður úr stórgrýtinu svipaða leið og upp...

Nokkrir kaflar á niðurleiðinni brattir í hollu klöngri og þarna lagðist rökkrið hratt yfir...

... og þá komu höfuðljósin sér vel því í jafn þungbúnu veðri og var þennan þriðjudag... ekkert tunglsljós... engin snjóföl... lítið skyggni... þá er ekki möguleiki að sjá nokkuð af viti nema vera með alvöru ljós...

Alls 4,5 km á 1:38 klst. upp í 269 m hæð á Sandfelli og 232 m á Fjallinu eina
með alls 318 m hækkun miðað við 121 m upphafshæð.
 

 


Þríhnúkar
í snjó og vetri

Þriðjudagsæfingar í byrjun október hafa oftar en ekki verið í fyrsta snjó vetrarins...
sem svo hefur tekið upp síðar í vikunni... og auð verið jörðin þar til í nóvember eða desember og jafnvel janúar...

Þessi regla var ekki brotin þennan 9. október árið 2018
þegar hópurinn gekk í snjóþunga og slyddu upp á Þríhnúka við Bláfjöll...

Úrkomubeltin gengu yfir landið í fjarska og áttu eftir að mæta á svæðið þegar á leið...

... en það merkilega var hversu snjóþungt var á svæðinu miðað við auða jörð og milt haustið í bænum...

Engu að síður fallegt veður til að byrja með og birtan einstök...
en vetrarbirtan skartar alltaf sínu fegursta þegar snjórinn er mættur á svæðið...

Örninn gekk beint af augum frá malarstæðinu við Hafnarfjarðar-Bláfjalla-afleggjarann
og því var farið frekar bratt upp á Þríhnúkana til að byrja með og lent á þeim miðjum...

Rökkrið seig fljótlega á þegar upp var komið en hnúkurinn sem sjálfum Þríhnúkagígnum
var sá síðasti af þremur sem gengnir voru þetta kvöld...

Myndirnar orðnar loðnar ef ekki var notað flass... og ekki hjálpaði veðrið sem var slyddukennt og vindasamt...

Miklar breytingar hafa verið við gíginn frá því við gengum að honum fyrst árið 2009...
og í stað saklausra kaðla rétt við opið er nú komin allsherjar lyfta...
þar sem ferðamenn greiða heilar 40.000 isk fyrir að fara ofan í nú árið 2018...

Allt snævi þakið í kring og eins gott að renna ekki ofan í...

Sjö manns mættir... Helga Björk, Lilja Sesselja, Karen Rut, Guðmundur Jón, Sigga Sig. og Súsanna
og Slaufa og Batman í rómantíkinni og Örn tók mynd en Bára var að vinna...

Já... ferðamannalandið Ísland... komnir gámar neðan við gígana... og stígur alla leið niður á veg... í gámunum eru græjur til að bjóða upp á súpu þegar farið er í ferð niður í gíginn... og salernisaðstaða... ekkert af þessu var fyrir nokkrum árum síðan... svæðið er varanlega breytt... eins og svo margir aðrir staðir sem við komum reglulega á...

Já... keðjubroddar og höfuðljós... veturinn er mættur...
vonandi með fjöldann allan af fullkomnum kvöldgöngum í stjörnubjörtu, lygnu veðri með fnjó yfir öllu saman...
hvílíkur töfraárstími sem nú fer í hönd.. fögnum myrkrinu og gerum það besta úr skammdeginu...
það veitir ákveðna ró og frið sem ekki næst á bjartari tíma ársins...
aldrei myndum við vilja hafa þetta öðruvísi og verar að ganga allt árið um kring í björtu, hlýju veðri, sól og sumarfæri...
nei... einmitt þessar andstæður eru svo magnaðar og kærkomnar...
og alger forrétindi að fá að upplifa svona sterkt á eigin skinni með fjallgöngum allt árið um kring...

Alls 4,4 km á 2:09 klst. upp í 566 m hæð með alls hækkun upp á 346 m miðað við 313 m upphafshæð.
 

 

Gengið í spegilsléttu sólarlagi
og algjörum friði
kringum Reynisvatn og Langavatn

Heilunarganga var þriðjudaginn 2. október kringum tvö ólík vötn á höfuðborgarsvæðinu...

Reynisvatn sem markast af góðum göngustíg allan hringinn og er fjölfarið
og mikið heimsótt stöðuvatn við jaðar borgarinnar...

... og hins vegar Langavatn sem er mun fjær borginni... lengst uppi í sveit í raun...
með kindum í haga og hestum í girðingu... stórgrýtt og torfært allan hringinn...

Gengið var meðfram Reynisvatni til að byrja með og svo farið upp á heiðina í áttina að Langavatni
þar sem gengið var að hluta á gömlum vegaslóða...

Alger friður var við bæði vötnin...
og kvöldhúmið speglaðist í þeim báðum svo hver mínúta var annarri ólík þetta kvöld...

Enginn stígur er kringum Langavatn og meðfram því rísa nokkur sumarhús og fleiri en eitt var fyrir báta...

Fjara þess er torfær og mjög grýtt...
svo stórgrýtt á köflum að með ólíkindum er og minnti frekar á sjófjöru en saklaust vatn við höfuðborg...

Mættir nokkurn veginn þeir sömu og síðustu þriðjudaga:

Jóhann Ísfeld, Guðmundur Jón, Arnar, Guðrún Helga, Örn, Karen Rut, Guðlaug Ósk, Steinunn Sn., með Bónó, Ólafur Vignir, Gerður Jens og Lilja Sesselja og Bára tók mynd
... Batman náði að stilla sér upp fyrir mynd en Moli var aðeins of fljótur að skjótast út af henni...

Það þurfti að gæta hvers skrefs... til að misstíga sig ekki og detta eða brotna...

En við austurendann settist sólin á vatnsflötinn og við fylgdumst andaktug með...

Áþreifanleg fegurð og mikil heilun sem við drukkum inn...

Hlýjir litir sólarlagsins og mildir litir haustins skreyttu þetta kvöld hvert skref...

Dásamlega samvera og innihaldsríkar samræður einkenna svona kvöld...

... það er alltaf þess virði að skella sér í kvöldgöngu með þessum bestu göngufélögum í heimi
þó maður sé mis vel upplagður...

Við norðvesturenda vatnsins tók smám saman að rökkva og skyggnið minnkaði smátt og smátt...

Þarna var einhvurs lags stígur í landslaginu að byrja að mótast...

Sólin farin... og gráminn gaf birtu áður en myrkrið tók yfir...

Blankalogn og dásamlegur friður... Úlfarsfellið að speglast...

Hvítt til fjalla... Esjan, Hátindur og Móskarðahnúkar...

Þetta var löng ganga en mjög rösk og við áðum nokkrum sinnum á leiðinni...

Þegar komið var að Reynisvatni var nánast komið myrkur en fegurðin var enn alltumlykjandi...

Kyngimagnað alveg... og þess virði að ljúka hringleiðinni kringum Reynisvatnið líka...

Annað hefði verið algert stílbrot á þessari gullfallegu göngu...

Alls 8,6 km á 2:15 klst. upp í 129 m hæð hæst með alls hækkun upp á x m miðað við 91 m upphafshæð.

Stuttu eftir að heim var komið fékk Bára þjálfari símtal um skyndileg, alvarleg veikindi fatlaðs bróður síns
og rauk upp á bráðamóttöku Landspítalans... daginn eftir kvaddi hann þennan heim...
eftir innan við sólarhringslöng bráðaveikindi...

... lífsreynsla sem við lendum öll í einu sinni eða oftar á lífsleiðinni...
... daginn eftir hafði óralangur tími liðið frá því maður gekk grandalaus þessa fallegu kvöldgöngu hér að ofan...

Verum góð hvort við annað... alltaf...
maður veit aldrei hversu lengi maður hefur hvern og einn í lífi sínu
og hvenær samverustundin þessa stundina er sú síðasta sem maður fær með fólkinu sínu og félögum...
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir