Kerhólakambur 30. júní - þjálfarar í sumarfríi.
Tindastóll Skagafirði 27. júní í umsjón Steingríms og Pálínar
Óskar - aukaferð
Mælifellshnúkur Skagafirði 26. júní í umsjón Steingríms og
Pálínar Óskar - aukaferð
Eilífsdalur 23. júní í umsjón Hjölla, þjálfarar í sumarfríi.
Vörðuskeggi 20. júní í umsjón Björns Matt - aukaferð
Hafnarfjallsöxl syðri 16. júní
Keilisbörn, Hrafnafell og Keilir 2. júní
Stóragil og Glymsgljúfur Botnsdal 26. maí.
Krýsuvíkurmælifell, Sveifluhálstagl syðra og Drumbur 19.
maí.
Helgafell í Hafnarfirði 12. maí.
Bláfjallahryggur, Kerlingarhnúkur og Heiðartoppur 5. maí.
Borgarhöfðar, Skinnhúfuhöfði og Björgin við Úlfljótsvatn
og Þingvallavatn 28. apríl.
Þúfufjall 21. apríl.
Sýlingarfell, Stóra Skógfell, Sundhnúkur og Hagafell
Reykjanesi 14. apríl.
Miðfjall Flekkudal - Esjudalaganga nr. fjögur, 7. apríl.
Kerhólakambur
Flott
þriðjudagsganga á Kerhólakamb í fallegu
veðri. |
Mælifellshnúkur og Tindastóll
Frá Birni
Matt: Draumaferð nokkurra Toppfara á
Mælifell og Tindastól í Skagafirði. Himneskt
veður. Höfðinglegar móttökur. |
Eilífsdalur
með Hjölla
Afreksganga
enn og aftur í boði Hjölla nýja leið upp
Eilífsdalinn á Hábungu og niður
Þverfellshorn |
Vörðuskeggi
Flott ganga í
boði Björns Matt laugardaginn 20. júní á
Vörðuskeggja í Henglinum þar sem gengið var
frá Dyradal
Alls 8,2 km á
3:44 klst. upp í 808 m með alls hækkun upp á
um 400 m miðað við 422 m upphafshæð |
Upphitun fyrir
Skagafjörð
Það viðraði ekki nægilega vel fyrir glæsilega miðnæturgöngu á Hróarstinda þriðjudaginnn 16. júní sem var síðasta æfingin með þjálfurum fyrir sumarfrí þeirra... og það einmitt kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn sem hefði hentað svo vel fyrir langa kvöldgöngu... en þar sem við erum vön aflýsingum og breytingum á ferðaplani vegna veðurs þetta erfiða ár 2015... þá slógumst við ekkert út af laginu við þetta heldur skottuðumst bara full tilhlökkunar yrir því sem framundan er í sumar upp á þann tindinn sem okkur þótti skaplegastur þetta vindasama og þungbúna kvöld...
Við fórum nýja leið upp á öxlina... slóða sem við sáum upp vesturhlíðarnar... meðvituð um að staðarhaldarar í bústöðunum við dalsmynnið hafa fjarlægt tröppur yfir girðinguna ofan landsins og meinað smalamönnum útgang úr dalnum um þeirra land... og töldum að þetta hlyti að vera leiðin sem þau vildu að menn færu um... en sáum þegar gengið var til baka að líklegast er ráðlegast að fara sunnan megin árinnar næst (Ölversmegin), ganga yfir brúnna neðan við gljúfrin og ganga með gljúfrinu upp í dalinn... þurfum að fá staðfestingu næst frá staðarhöldurum um hvort þetta sé leiðin sem þeir vilja að menn fari frekar um.
Það var sumar í lofti, láði og legi þrátt fyrir hryssinginn og við nutum þess að ganga í laufguðú birkinu sem er merkilegt nokk nýsprungið út þessa dagana... grænum mosanum sem gefur ekkert eftir og spriklandi lækjarsprænunum sem fengu hugann á flug með komandi sumarævintýri...
Hróarstindarnri í skýjunum sem og Blákollur sem við hefðum helst viljað hafa sem varaleið... Hafnarfjallsöxlin var sú eina sem var skýlaus þetta kvöld og við vorum í of miklu hátíðarskapi til að vilja ganga um í þoku...
Þjóðhátíðardagurinn á miðnætti og íslenska grjótið er með þetta allt ef vel er að gáð...
Þungbúið til allra átta og ansi vindasamt þegar ofar dró en þetta var samt dásamlegt eins og alltaf...
Veltum því
alvarlega fyrir
okur að sleppa
efsta tindinum í
mesta rokinu
neðar...
Svala, Súsanna,
Guðmundur,
Gerður Jens.,
Björn, Svavar,
Ósk Einars.,
Steingrímur, Örn
og Bára tók
mynd...
Fljótt og vel vorum við komin í gott veður á leiðinni til baka... þar var sumarið...
... og orkan fór í vangaveltur um færi á hálendinu... útileguna í Skagafirði... hálendisævintýrið að Holuhrauni...
... enda nánast allir á leið í Skagafjörðinn sem mættu og dúndrandi stemning í hópnum...
Alls 5,3 km á 2:55 klst. upp í 589 m hæð með alls hækkun upp á 641 m miðað við 66 m upphafshæð.
Gleðilegt
sumarhlé
elskurnar
Gangi ykkur vel
í
klúbbmeðlimagöngunum
án okkar
þjálfaranna...
þær hafa alltaf
slegið í gegn... |
Gleymdu
börnin
Hvar eru þessi Keilisbörn... ha?... þarna hvar?... ekki nema von að menn spyrðu þegar bílum var lagt við gönguleiðina á Keili og allir búnir að upphugsa einhverja flotta tinda "norðan við Keili"... og ekkert sást nema Keilir sjálfur og sama gönguleiðin og allir hafa farið... sumir nokkrum sinnum eða jafnvel oft...
Jú, kvenþjálfarinn sem hafði upphugsað göngu kvöldsins reyndi að sannfæra menn um að það væru ansi smartir hnúkar þarna undir Keili... "það sést ekkert í þá héðan en þeir eru spennandi að ganga um og skoða..."
... og jú, þetta var bara ansi fallegt svona í tunglslegu landslagi Keilis og nágrennis... afskiptir móbergshnúkar sem láta lítið yfir sér en hafa eflaust lokkað fleiri forvitna til sín gegnum árin þó fáir séu og lítið hafi frést af því...
Bergmyndunin þarna
lokkandi falleg þegar niður var litið og vel hægt að gleyma sér í
því
Við byrjuðum á Austurbarninu sem mældist 221 m hátt og rennur úr Keili þar sem göngustígurinn liggur neðarlega norðaustan megin... og stefndum svo á Hrafnafell sem hér sést framundan ofan af fyrsta hnúknum...
... og reyndist Hrafnafellið 204 m hátt...
Sjá hér til baka hvernig austasta Keilisbarnið hefur ekki enn sleppt hendinni af Keili... ekkert frekar en miðbarnið sem við kölluðum svo hér hægra megin á mynd.... litli, dökki hnúkurinn þarna undir Keili... en við gengið ekki á hann sem er "dæmigert fyrir miðbörn" að sögn samsærisradda innan hópsins... "alltaf afskiptara en hin systkini sín" :-)
Landmælingar hér að skrásetja flekaskilin...
Við vorum frá okkur numin af berginu sem þarna var...
... hvílík snilld af náttúrunnar hendi eins og svo oft áður...
Vestasta Keilisbarnið kippir mest í kynið... ávalt og strítulaga
eins og Keilirinn...
...hvílík auðn þarna í kring...
Gulur, rauður, grænn og blár... svartur hvítur... vantaði bara fjólubláan... :-) Ólafur Vigniur, Ágúst, Irma, Ester, Guðmundur Jón, Jón Tryggvi, Katrín Kj., Gerður Jens, Örn, Svavar og Bjarki en Bára tók mynd... og enn og aftur eru karlmenn í meirihluta á æfingu :-)
Loks var komið að Keili... "það tók því ekki að ganga á Miðbarnið"... og fórum við óvissuferð upp suðvesturhlíðarnar...
... sem reyndist eiginlega besta leiðin sem við höfum farið á Keili... því stígurinn sem vanalegar er genginn er orðinn svo troðinn og sleipur... og suðurhlíðarnar sem við gengum gjarnan á fyrstu árin eru brattastar og lausagrýttastar... það er líka fín leið suðaustan megin sem gaman væri að ganga einhvern tíma upp um...
Gestabókin uppi á
Keili var slæpt og rök og löngu fullútfyllt...
Niður og til baka var farið geyst... leiðin sem manni fannst óskaplega löng að Keili hér áður fyrr... leið eins og fimm mínútna ganga bæði að honum í upphafi kvölds og frá honum í lokin... hvað þetta verður afstætt og breytist með stöðugum þrammi vikum, mánuðum, árum, jafnvel áratugum saman...
Bjarki og Ágúst á
einum af ansi mörgum skemmtilegur augnablikum þetta kvöld...
Þarna liggja þau
Keilisbörnin og Hrafnafell... það eina þeirra sem fær sérnafn...
Alls 9,2 km á 3:35
klst. upp í 221 m á Austurbarni, 204 m á Hrafnafelli, 202 m á
Vesturbarni og loks 393 m á Keili
Mjög skemmtileg og
einstaklega glöð ganga þar sem stemningin var spriklandi góð Sjá hér trúðsandlit á einum steininum sem Ester
tók eftir og tók mynd af fyrir Ágúst sem safnar andlitum ... eins og manni finnst að Ásta Henriks eigi að
gera með hjörtun sín... ... en gleði og kátínína sem einkenndi þessa ferð
sem og margar aðrar er klárlega mannbætandi, sálarbætandi,
heilsubætandi... Hláturinn einfaldlega lengir lífið :-) |
Litir og hiti
Þriðjudaginn 2. júní blés enn köldum norðanvindi eins og kaldasti
maímánuðurinn nýliðni ber vitni um
... og
því var það alger veisla að ganga inn Gufudalinn ofan Hveragerðis
Litríkur
með eindæmum eins og félagar sínir... rjúkandi heitur innst sem yst...
og formfagur með meiru
Við
vorum ansi fá á æfingu enn og aftur... eingöngu þrettán manns
... og
ekki hægt annað en skella skuld þessarar fáfæðar fyrst og fremst á
þennan endalausta kulda og vind sem ríkt hefur nánast í einni samfellu í
allan vetur og allt vor og fram á sumarið án þess að nokkur hlýindakafli
hafi komið... enda berast ansi naprar fréttir af bændum og búaliði um
allt land... þó við megum síst kvarta hér suðvestanlands þar sem
ástandið hefur þó verið snöggtum skást... enda góðu vön og kvartsár
kannski með eindæmum hérna megin landsins...
Það var hins vegar ekki hægt að kvarta yfir ævintýralegu landslagi Gufudals... sem svaraði vel fyrir sig eftir hálfgerðar úthúðanir þjálfara í fyrri upprifjunum á febrúartindferðinni í fyrra þar sem við gengum í roki og kulda allan hringinn kringum dalinn á tindana alla og vorum jú samt þrátt fyrir allt ánægð en veðurbarin eftir daginn þó ferðin sú fari kannski aldrei á topptíulista :-)
Nú var hins vegar ekki gengið á Tinda né á Klóarfjall heldur eingöngu upp með gljúfrinu og svo tekin bein stefna á Álút...
... sem rís keilulaga niður í dalinn fram af fjallgarðinu og kallar sterkt til manns að koma nær...
Spriklandi sumarið var þarna um allt þó stundum fyndist manni það vera
með veikum mætti...
Álútur
var brattur og laus í sér... rjúkandi mjúkar og ófrosnar grjótskriðurnar
voru okkur ansi framandi...
Uppi tók rokið aftur við og við ákváðum að finna skárri stað til að nesta okkur og njóta...
Gufudalurinn allur neðan okkar af þessum tindi sem lýtur yfir hann...
Botnahnúkur þarna hinum megin vinstra megin...
Svo við héldum áfram upp eftir og áttum eftir að sitja þarna í mosagrjótinu í skjóli og notalegheitum...
Þessir
nestisstaðir eru með ólíkindum flottir alltaf hreint... sitjandi inni í
miðju landslagsmálverki...
Hengillinn enn í talsverðum snjó... alltaf lengi að komast í sumarbúninginn...
Uppi var
napurt og kalt en útsýnið til norðurs magnað...
Eftir
Botnahnúk ákvað Örninn að fara óvissuferð niður
... og fann mjög bratta en fína leið með smá tæpigötu hér niður að mosanum...
Og bratt var það áfram niður af mosanum en dásamlega mjúkt og gott...
Teppalagt eins og Kirkjufellið og afskaplega notalegt að ganga í
ófrosinni jörð
Í bakaleiðinni komum við fram á einn af mörgum rjúkandi hverunum í Gufudalnum...
Og tókum
hópmyndina þar
Magnaðir litir og dásemdin ein að ganga þarna um...
Alls 8,1 km á 3:34 klst. upp í 509 m á Álút og 490 á Botnahnúk með alls hækkun upp á 543 m miðað við 88 m upphafshæð.
Kirkjufell í Grundarfirði á dagskrá um helgina og skinandi sumarveður í
kortunum... |
Baby
boom fréttir
Þær voru ansi
sérstakar gleðifréttirnar sem Björn flutti hópnum þriðjudaginn 26.
maí
... nefnilega að
Gylfi og Lilja Sesselja eiga
von á barni í október !
Eftir mikil
fagnaðarlæti yfir þessum fallegu fréttum... við eigum sko mikið í
þessu barni takk fyrir !...
Aldrei verið jafn miklir skaflar í Hvalfelli allar þessar maí-göngur okkar þarna um... og aldrei verið komið svona lítið vor öll þessi ár í Botnsdal eins og nú... birkið varla farið að grænka og enginn birkiilmur í lofti... við trúðum þessu varla...
En það var sko stuð
í hópnum... og allir til í alls kyns stiklanir á steinum yfir ár...
hopperí niður af klettum í skafla...
Gengið var upp með Botnsá að mótum Hvalskarðsár og Botnsár... þar sem stiklað var yfir Hvalskarðsá á svipuðum stað og við höfum áður farið yfir tvisvar gegnum tíðina... og gengið upp með ánni að neðsta fossi hennar...
...sem er einn af mörgum sem skreyta hana alla leið upp í
Hvalskarðið sjálft milli Hvalfells og Botnssúlna...
Við sniðgengum
birkikjarrið sem oft hefur flækt okkur í alls kyns ógöngur áður fyrr
og náðum að komast upp fyrir trjálínu
... sérlega glæsilegu gljúfri sem skartar þessum litríka fossi...
... sem fangaði aðdáun okkar drykklanga stund...
... og er heimili
múkkans (og ritunnar?) m. a. en hann lét ansi friðlega þessa stund
okkar þarna...
Já, það væri gaman
að rekja sig einhvern tíma upp með Botnsánni frá ármótunum og upp
gilið að fossinum...
En við ætluðum líka
að Glymsgljúfri... og þurftum því að sniðganga gljúfur og gil eins
og hægt var
... og lentum því í alls kyns snjósköflum og öðrum skemmtilegheitum...
... sem gáfu á köflum vetralegu landslaginu svolítinn lit í hlátrasköllum og fíflagangi...
Stundum þurftum við aftur að hækka okkur upp fyrir hin ýmsu gil...
... til að komast áfram norður að Glym og var sérlega áhugavert að sjá hversu stórskorið landslagið er utan í Hvalfelli...
Eitt gilið reyndist
torfærara en hin... og þar þurftum við að handlanga hvort annað
niður og yfir þrönga skoru...
... en þessi náðist af handlangaranum honum Inga sem allt getur vopnaður stafnum sínum góða...
Óvissuferðin um
giljatungurnar leyddi okkur beint að Glym sem skyndilega kom í ljós
stuttu eftir giljahoppið
Aldrei hefur
fossinn verið svona skaflaður né svona vatnsmikill eins og þetta
kvöld...
Hópmynd aftur neðan
við fossinn... virkilega fallegur þetta kvöld og dumbungurinn sem
var ofar
Nú var gengið niður með suðurslóðinni í stað upp eins og oft áður... og leiðin sú sveik ekki frekar en fyrri daginn... já það er svo sannarlega hægt að fara árlega þessa leið og verða alltaf jafn hugfanginn af þessari "útlensku" fegurð sem þarna er...
Veðrið með ágætu móti... dumbungur ofar en þurrt nánast alveg þar sem við vorum allan tímann...
Og auðvitað þurftum við að fara tæpistigurnar sem eru eiginlega úreltar þar sem búið er að gera betri leið ofar við gljúfrið...
...en það var gaman að fara gömlu slóðirnar enda greinilegt að menn fara þær áfram eitthvað líka...
Skyldi staurinn
vera kominn yfir ánna?
Búið að gera ansi mikið við stígana og setja reipi, tröppur og staura...
Staurinn sleipur í
bleytunni en gerði sitt gagn svo ekki þurftum við að fara að vaða
þarna yfir
Og menn fóru þetta
mishratt og örugglega eins og yfir stiklurnar fyrr um kvöldið...
Alls 7,8 km á 3:51 klst. upp í 367 m hæð með alls hækkun upp á 509 miðað við 66 m upphafshæð. Yndisleg kvöldstund
sem leið furðulega hratt miðað við að þetta voru fjórir tímar
Hrútsfjallstindarnir allir fjórir framundan um helgina en svo fór að
vegna forfalla varð að breyta ferðinni í hefðbundna Hrútsfjallsferð
sem var mjög miður en við eigum þessa fjórtinda þá bara eftir í
dúndurferð síðar.. og það verður sko megaflott ferð farin að ári til
að bæta þetta upp ! :-) |
"Unbroken"
Toppfarar eru Evróvisjónaðdáendur með eindæmum og flykktust að
sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpið þriðjudaginn 19. maí
...
en þó fyrirfinnast einstaka Toppfarar sem segjast ekki horfa á
Söngvakeppnina....
...
og mættu því að sjálfsögðu í göngu á hin ægifögru fjöll
Krýsuvíkurmælifell og Drumb...
...
og prísuðu sig alsæla með afrekið því annað eins hefur vart
upplifast á þriðjudagskveldi...
Engin orð né myndir geta lýst þeirri dýrð sem blasti við mönnum á þessari leið...
Tröllaukin björg og fleiri litir en nokkru sinni í sögunni...
... form og bergmyndarnir sem aldrei fyrr...
...
á ægifagurri leið upp Krýsuvíkurmælifellið og um Sveifluhálstaglið
syðra til norðurs sem hér sést vinstra megin á mynd
Á
tunglinu?... í teiknimynd?... í Hollywoodmynd?...
Þessari þriðjudagsgöngu gleyma menn aldrei... En að öllu ofarngreindu gamni slepptu...:-)... þetta var flott kvöld í fallegu landslagi og mun betra veðri en áhorfðist og allt of fáir á æfingu... en kvenþjálfarinn sem tafðist því miður í vinnu vegna verkfalla... verður að viðurkenna að hún var ponsolítið fegin að geta þá horft á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í staðinn... jebb, verandi ALGER Evróvisjón-nörd!... og skildi vel hvers vegna menn létu hana ekki framhjá sér fara... hhmmmha? :-) Alls
7,1 km á 2:43 klst. upp í 248 m á Krýsuvíkurmælifelli, 309 m á
Sveifluhálstagli syðra og loks 243 m á Drumbi með alls hækkun upp á
541 m miðað við 117 m upphafshæð við Borgarhól en farið var lægra en
það á gönguleiðinni. |
Sól
og blíða
Þriðjudaginn 12. maí fyrir jöklaferðina stóru
á Hrútsfjallstindana alla fjóra
Farið var upp um gilið góða sem var nánast snjólaust...
... enda verið sólríkt síðustu vikur
en kuldinn það mikill að ekkert hefur verið sjálfgefið
Dásamlegt veður þó svalt væri og kærkomið að fá blíðuna með sólinni sem fengið hefur að ráða síðustu vikur...
Fáir Hafnfirðingar í göngunni en
Vallý var að fara í sína fyrstu Helgafellsgöngu í ár sem þótti
ótrúlegt en greinilega brjálað að gera í ferðabransanum hennar enda
spennandi og mjög frumlegar ferðir sem hún býður upp á:
Mættir voru:
Efri: Olgeir, ?nafn?=gestur Olgeirs,
Hjölli, Ólafur Vignir, Bjarki, Ósk Sig., Ester, Gunnar, María E.
Niður var farið um gatið góða... í
þurru lausagrjóti
Alltaf jafn gaman að fara þarna niður um...
... og gott að æfa lausagrjótsgöngutæknina :-)
Hrútsfjallstindafarar í gírnum eftir
magnaða göngu á Rauðakúlur og félaga fyrir tveimur vikum...
Snjóþungt enn í fjöllum innar upp í
landi og enn er vetur í Skaftafelli sem dæmi...
Um láglendið til baka var farið um
skóginn svo þetta var orðin Jóhönnu-Fríðu-leiðin á Helgafellið
Sumarilmur og brakandi blíða milli
trjánna... sumarið er komið hægt og hljótt...
Alls 8,1 km á 2:40 klst. upp í 345 m með alls hækkun upp á 472 m miðað við 90 m upphafshæð... Yndislegt kvöld í alla staði :-)
Vonum það besta með
Hrútsfjallstinda... annar jarðskjálfti í Nepal og fleiri
væntanlegir... |
Á
slóðum skíðamanna
Skínandi góð æfing
og ágætis framhald af Rauðukúlum og félögum...
... þar sem gengið
var í mishörðum snjóbrekkum upp skíðaland höfuðborgarbúa
... í hálfgerðu stílbroti að manni fannsts að ganga svona efst í skíðalandinu...
... eiginlega
hróplegt stílbrot enda vöktum við bæði athygli og kannski hneykslun
einhvurra skíðamanna
Brakandi skíðablíða og frábært að sjá allan þennan fjölda í Bláfjöllum...
... varla hægt að trúa því að menn ætli að loka svæðinu í þessari viku með þessari mætingu?
Fjallaskíðamaður
Toppfara... einn af nokkrum sem hafa skíðað um jöklana síðustu ár..
Fyrir þau okkar sem
skíðað hafa í Bláfjöllum gegnum árin þá er það líklega enn skrítnara
en fyrir hlutlausa
... hvað þá með
hund í för... hana Slaufu sem er svo stillt og prúð... en líklegast
er þetta bannað enda klárlega skíðabraut...
...en veturinn er að herðast seinni árin
Fljótlega vorum við samt komin út af skíðasvæðinu...
... og vesenuðumst
við að fara í og úr broddunum...
... og við rifjuðum
upp gullna tindferð um
Bláfjallahrygginn
allan niður á Vífilsfell í byrjun febrúar á síðasta ári
Við fórum í raun of snemma niður af Bláfjallahryggnum... hefðum átt að fara alla leið á Hákoll... sem svo heitir hái hlutinn af Bláfjallahrygg norðar en við fórum... og Bláfjallahornið þá sunnar þar sem við gengum upp á... en skiptar skoðanir voru um þessi örnefni í hópnum þetta kvöld þar sem m. a. Njáll sem "ólst nánast upp í brekkunum" á svæðinu vildi meina að Bláfjallahorn væri norðar og Hákollur sunnar... þessi kort eru ekki alltaf rétt svo gaman væri að vita hvort er réttara...
Við vorum því allt
of snemma komin yfir á Kerlingarhnúk sem lét ekki mikið yfir sér
... með kristaltært
útsýni alla leið á Heklu
sem við gengum á í krefjandi ferð frá Næfurholti í fyrra í lok
apríl...
Ég vissi það... hefðum átt að taka mynd gegnum þennan stein sem skreytti tindinn á Kerlingarhnúk...
Ofan af
Kerlingarhnúk freistaði Heiðartoppur okkar svona fagurlega lágreristur
... og við skelltum okkur auðvitað yfir enda fínt að ná í þétta kílómetra fyrir jöklaferðina stóru í næstu viku... :-)
Einhver óspjölluð og skær fegurð einkenndi þetta kvöld...
Jú, við vorum stödd
í miðri gönguskíðabraut Bláfjallasvæðisins... nú veit maður hvað
gönguskíðamenn hafa verið að tala um..
Verðum að skoða
þessa tindaröð sem rís svona fagurlega og hringlaga í gömlum
gígbarmi
Litið til baka ofan af Heiðartoppnum á gönguleið kvöldsins um Bláfjallahrygg og Kerlingarhnúk...
Með skugga hópsins
ofan á Heiðartoppi í baksýn og Geitafellið enn fjær og svo
Eyjafjallajökull í beinni línu enn, enn fjær...
Jú, urðum að klára þennan þriðja tind á Heiðartoppsvæðinu úr því við vorum byrjuð...
... því þaðan gátum við horft niður að sjó...
... og enduðum á annarri hópmynd sem flæddi bara svona inn með öldunum...
Jæja, komum okkur niður... með þessum englum í för...
Gengum í beinustu línu til baka gegnum hjarnið og sólin skein til okkar í dásamlegri kyrrð og fegurð...
... þar sem
fjöllini öll blöstu við frá Grindaskörðum, Þríhnúkum, Stóra
Kóngsfelli og fjær til norðurs alla leið á Skjaldbreið og ég veit
ekki hvað...og upp á Skaga, að Esjunni og enn fjær um
Snæfellsnesið allt sem enn og aftur sannaði fyrir okkur um daginn
Sérkennilegar ísmyndanir við bílastæðið... minnti á Aconcagua og fleiri fjallgarða... Alls 8,2 km á 2:45
klst. upp í 706 m á Bláfjallahorni ef heitir svo, 657 m á
Kerlingarhnúk og loks 632 á Heiðartoppi Virkilega fallegt
og friðsælt kvöld |
Fallegt og friðsælt
Fjallganga var ekki á dagskrá þriðjudaginn 28. apríl...
... heldur falleg og notaleg ganga með ströndum vatnanna í Grafningnum...
... þar sem kaldur vindur hélt okkur við efnið til að byrja með...
... en svo lægði og við gengum síðari hluta göngunnar í logni og blíðu...
... í notalegri
samveru og endalausri glettni...
Gengið var meðfram ströndum... um þúfur og mýrar, möl og bala... með björgum og klettum...
... og farið fremur rólega yfir... svo sumum var nóg um... hvað var að gerast með Örninn ?
Fuglalífið að taka við sér á öllum vígstöðvum...
... lofandi sumri og betri tíð...
Fjöllin sem við gengum á fyrir rúmum tveimur vikum síðan trónuðu yfir okkur í suðri...
... og fjallahringurinn við Þingvallavatn sem við höfum gengið um allan...
Gengið var að Steingrímsstöð og upp brekkurnar þar...
... þar sem lognið kom loksins...
... og reyndist ekki bara skjól heldur hafði lygnt alveg og hélst sú blíða út kvöldið...
Það var því ráð að
nesta sig og sóla...
Skinnhúfuhöfði var endastöð dagsins þar sem sjá mátti stífluna sem skapaði Úlfljótsvatn...
... og þarna blasti svo Þingvallavatn við...
... í allri sinni dýrð...
Mættir voru: Ágúst, Lilja H.,
Lilja Bj., Svavar, Bjarki, Ósk S., Njáll, Alda, Arnar, Guðmundur
Jón, Hjölli, Ólafur Vignir, Olgeir,
Björgin... sem blöstu við okkur í fyrra af Gildruklettum... komu á óvart og stóðu undir mikilfengulegu nafni sínu...
... og þarna gerðum við ekki annað en staldra við og njóta...
Kuldinn enn það mikill að grjótið við vatnsyfirborðið var ísilagt í báðum vötnunum...
... en sumarið hefur vinninginn þó hægur sé...
Fjallasýnin kristaltær og við okkur blöstu öll fjöllin sem við höfum gengið á gegnum árin...
Ansi áhugavert að þræða sig með ströndinni þarna niðri einhvern daginn og horfa upp...
Dásamlegt að brölta upp og niður þúfurnar... sumarlegra gerist það ekki...
Ölfusvatnsfjöllin,
Einbúi, Gildruklettar og Lambhagi sem við gengum á í fyrra
Tunglið komið á loft er á leið með sitjandi sól...
Klöngrast upp á alla kletta úr því við fengum enga fjallgöngu út úr kvöldinu :-)
... og enn og aftur
var stundarinnar notið til hins ítrasta... Lýsuhyrna og
félagar á dagskrá á föstudaginn 1. maí og veðurspá dásamlega blíð...
|
Um
litríka króka og kima Loksins bættum við Þúfufjalli í Hvalfirði í safnið þriðjudaginn 21. apríl...
...þegar gengið var upp með gilinu
milli þess og Brekkukambs undir Smáhnúkum
Mættir voru 17 manns... Ágúst,
Svavar, Örn, Olgeir, Doddi, Kristján, Bjarki, Sjöfn,
Fremur aflíðandi og einfalt fjall að sjá en leynir á sér þegar nær er komið...
... sérstaklega ef farið er með krókum og kimum og tekinn góður hringur eins og við gerðum...
... til að ná sem flestum litum... eða reyndar mestri vegalengd út úr kvöldinu :-)
Jú, vorið hefur betur gegn vetrinum svona hægt og sígandi...
Þegar upp var komið og gilið orðið að
engu var ráð að koma sér yfir á Þúfufjall í skjól fyrir smá nesti
... og þarna inni á heiðinni reis svo
tindurinn eftir smá rölt upp og niður hóla og hæðir
... ótrúlegur munur oft á suðurhlíðum og norðurhlíðum... bara ekki sami heimurinn...
Önnur hópmynd og aftur smá
kynjaskiptingamynd þar sem karlmenn voru í annað sinn í meirihluta
Skyggni lítið á toppnum en þó birti öðru hvoru til svo sást niður í glæsilega Hvalfjörðinn...
... og niðurleiðin var farin nánast í
einum samfelldum rykk á dásamlegu spjalli
... enda ætluðum við aldrei að koma
okkur í bílana eftir gönguna... hölluðum okkur bara að réttarmúrunum Alls 7,5 km á 2:56 klst. upp í 555 m með alls hækkun upp á 573 m miðað við 89 m upphafshæð :-)
Fín kvöldganga þar sem við létum 7,5
km nægja eftir strembra síðustu viku |
Dásamlegt vor í lofti
Það var dásamlegt
vor í lofti þriðjudaginn 14. apríl
Kvenþjálfarinn
lagði upp með fremur langa göngu til að koma öllum í
Hrútsfjallstindagírinn...
Mættir voru 24 manns: Efri: Svavar,
Maggi, Jóhanna Fríða, Súsanna, Ólafur Vignir, Bjarki, Sjöfn,
Kristján, Ósk Sig., Arnar, Guðrún Helga,
Sýlingarfell var
fyrst... víðfeðmt fjall og mishæðótt... mældist 210 m á þessari leið
en var 217 m árið 2009...
... áður en haldið var óvissuferð yfir úfið hraunið alla leið á Stóra Skógfell...
... þar sem sólin tók að skína með klingjandi vorið í lofti...
... og það var ótrúlega langt yfir á þetta fjall númer tvö en ekkert gefið eftir..
Stóra Skógfell var
grýttara en þó fagurlega mótað, skriðurunnið og mosaslegið í ávölu
formi sínu...
... og fegurðin fór
mjúkum höndum um veðurbarnar sálir göngumannanna
... því var þetta ekkert annað en orkuhleðsla og sálarnæring í hæsta gæðaflokki...
Og... LOKSINS veður
til að hafa nesti...
Frá Stóra Skógfelli var stikuð leið yfir hraunið í átt að Sundhnúk...
...en svo lá stígurinn framhjá honum svo Örninn sneiddi yfir hraunið að hrauntröð hans...
... og það var vel
þess virði að taka þann krók yfir á gíginn sem þarna var...
...með fallegu útsýni og sólarlagi yfir Bláa lóninu...
... þar sem menn sáu yfir á Festarfjallsfjöllin sem við gengum á fyrr í vor í fallegu veðri...
Þá var bara eitt fjall eftir... Hagafell... sem hér rís framundan og Þorbjörn hærri hægra megin...
Hópmyndin sem Jóhanna Fríða birti svipaða á grúppunni í mun betri fókus :-)
... og Hagafellið
var tekið í nefið (159 m) áður en snúið var við í rökkri sem smám
saman lagðist á með setinni sól...
Alls 10, 8 km á 3:48 klst. upp í 210 m hæð hæst með alls hækkun upp á 583 m miðað við 56 m uppjhafshæð... Dúnduræfing fyrir
Hrútsfjallstindafara og ekki hægt annað en
taka ofan fyrir þeim sem mættu |
Æsispennandi skák
vors og vetrar
Það gekk á með
slæmum snjóhryðjum þegar við ókum inn
Hvalfjörðinn þriðjudaginn 7. apríl svo seinfært
varð á köflum...
Skíðagleraugun
fóru því upp í fyrsta skrefi þetta kvöld...
En... það var
ljós í myrkrinu... vorið var mætt á svæðið og
atti miklu kappi við veturinn...
Við gengum meðfram ánni upp dalinn... og fossarnir skreyttu reglulega leiðina...
Sandsfjallið hér
á vinstri hönd þar sem við gengum niður af
Flekkudalshringnum um árið...
Miðfjallið rís sér innarlega í dalsmynninu... og rennur smám saman saman við meginlandið þarna uppi...
Torfdalsáin ef svo má kalla ánna sem rennur þennan aukadal inni í Flekkudalnum.. rann í klakaböndum niður eftir...
... en Örninn fann góða snjóbrú yfir hana rétt ofan við þetta fagra tré sem við skulum nefna Torfdalstréð hér með
...og við lofuðum okkur því að skoða það að sumarlagi eitthvurt árið á þriðjudagsgöngu...
Ansi smart þessi
snjóbrú... hágæðahönnun að hætti náttúrunnar
... þar sem menn hikuðu við að stoppa og taka myndir en það var svolítið freistandi...
Litið til baka... mjög fallegt kvöld þrátt fyrir veðrið...
Upp á Miðfjallið
var farið um örugga brekku innarlega í dalnum...
brekku sem var ótrúlega löng og vel brött á
kafla...
Ósk er klárlega
með flottustu skíðagleraugun innan hópsins...
Já vorið var
alveg með þetta á köflum... blankalogn innarlega
og niðri í dalnum... en ofar réð veturinn ennþá
öllum ríkjum
... þar sem við tókum mynd í mun verra veðri en náðist á mynd...
Inga, maggi,
Ólafur Vignir, Svavar, Guðmundur, Örn, Bjarki,
Ósk, Alda, Steingrímur, Svala.
Þar af var Ágústa
að mæta í fyrsta sinn eftir hlé í rúmt ár...
Skíðagleraugun hennar Óskar taka sko líka hópmyndir ef þarf :-)
Nærmynd... ansi skemmtilegr sjónarhorn :-)
Við vorum ekki
fyrr lögð af stað niður eftir smá efasemdir
þjálfara
...þegar það gekk
á með þvílíkum hryðjum að menn feyktust um koll
sumir
Þetta var eins og
að vera á skákborði árstíðanna... þar sem logn
og blíða ríkti þegar vorið átti leik...
Alls 5,7 km á 2:32 klst. upp í 532 m hæð með alls hækkun upp á 497 m miðað við 70 m upphafshæð.
Sjá gulu slóð
kvöldsins og rauðu hringleiðina okkar kringum
Flekkudal 17. maí 2012.
Flott æfing í
mjög fallegu veðri þó krefjandi væri á köflum og
klárlega hægt að sjá einhverja von í þessu
Lýsuhyrna og
félagar áætlaðir um helgina en enn eitt
illviðrið á leiðinni að landinu sem útilokar
allavega laugardaginn...
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |