Þetta er gamla vefsíðan:

T O P P F A R A R . I S
 F J A L L G Ö N G U R . I S
F j ö l l   o g   f i r n i n d i . . .   s ö f n u m   o g   n j ó t u m       
Fjallgönguklúbburinn Toppfarar var stofnaður 15. maí 2007
og er fyrir byrjendur í fjallgöngum og vana fjallgöngumenn á öllum getustigum
...sem vilja stunda líkamsrækt úti við með því að ganga í óbyggðum allan ársins hring...
og safna fjöllum og firnindum í leiðinni...

  FRÁBÆR FÉLAGSSKAPUR  -  dýrmæt reynsla   -  Mögnuð ævintýri 
Allir hjartanlega velkomnir 

Skráning í klúbbinn hér !

                                    

Nýliðinn

Skráning í klúbbinn
Búnaðarlistinn
 Dagskráin
Um klúbbinn
Þjálfun
 

Sagan

Fjallasafnið í stafrófsröð
Fjallasafnið eftir hæð
Þriðjudagsæfingarnar
Tindferðir
nar
 Tölfræðin
 
Lærdómurinn

Broddar og ísexi
Jöklagöngur
Námskeiðin
Reynslusögur
Heiðursfélagar
Gullmolarnir

  Vatnajökulstindarnir
  Fjöllin að Fjallabaki
Þingvallafjöllin

Topp10 listar
 Félagatalið
Jaðarinn

Fjallatímar

Óbyggðahlaup
Áskoranir
 Evrópulandasöfnunin
Fjallajólatrén
 

Þú ert kominn á gömlu vefsíðu fjallgönguklúbbsins  Toppfara
sem var notuð frá 15. maí 2007 - 12. maí 2021 !

Fjallgönguklúbburinn Toppfarar
notar vefsíðuna www.fjallgongur.is sem er á öðru forriti.

Þar sem gífurlegt efni var komið á vefsíðu klúbbsins
er þessi síða www.toppfarar.is ennþá á veraldarvefnum
svo hægt sé að flétta upp eldri ferðasögum og öðrum upplýsingum.

Smám saman verða allar upplýsingar á undirsíðum hér
komnar á nýrri vefinn www.fjallgongur.is

Hvort okkur mun takast að flytja allar ferðasögurnar yfir á nýju vefsíðuna mun tíminn leiða í ljós... en það mun taka 1-2 ár að lágmarki...
svo sjáum til síðar en það væri óskandi að það tækist.

Klúbbmeðlimir Toppfara... frá 12. maí árið 2021... vinsamlegast farið því á www.fjallgongur.is til að sjá upplýsingar um næstu göngur, ferðasögur frá því í apríl 2021 og allar upplýsingar um fjallgönguklúbbinn.

Takk www.premis.is fyrir mjög góða þjónustu.


Laugavegurinn á einni nóttu 26. júní 2020

 

Hvert er vinafjallið þitt ?


Óbyggðahlaup númer sex um Leggjabrjót þann 13. maí 2017.

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman...
 öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku
sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins...
líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins...
fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða...
finna væntumþykjubylgju ganga yfir brj
óstið þegar maður horfir á það úr borginni...
fá fiðring í magann fyrir næstu ferð...
vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

Nokkrir Toppfarar eiga augljóslega svona vinasamband við fjallið sitt...
Úlfarsfell, Helgafell í Hf, Esjan og Akrafjall eru án efa þau fjögur fjöll sem eiga í slíku sambandi við Toppfara...
ef marka má meldingar klúbbmeðlima fyrir
#Laugavegurinnáeinumdegi...
og hugsanlega eru þetta fleiri fjöll eins og Mosfell, Helgafell í Mosó, Ásfjall...

Við skorum á alla Toppfara og aðra áhugasama að mynda svona tilfinningalegt vinasamband við eitt fjall eða fleiri...
það er ómetanlegt fyrir bæði sál og líkama...
gefur einstaka andlega orku...
og dýrmætt líkamlegt form fyrir frekari sigra á alls kyns ókunn fjöll um allt land og allan heim...

Eina leiðin til að mynda þetta samband er að fara reglulega á fjallið...
helst allt árið um kring í öllum veðrum og aðstæðum... snjó og sól... blíðu og kulda...
helst oftar en einu sinni í mánuði, jafnvel einu sinni í viku eða oftar...
stundum þjótandi eins hratt og maður getur...
stundum njótandi í rólegheitunum andandi inn dýrðinni í hverju skrefi...
þá gerast nefnilega töfrar og ákveðin tengsl myndast með tímanum...

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring...
og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið líka... :-)
#Vinafjalliðmitt

https://www.facebook.com/Toppfarar.is/photos/a.256734734451322/
1770551843069596/?type=3&theater

 

 

Að tilmælum Landlæknis...

 ... skulu "fullorðnir einstaklingar hreyfa sig daglega að lágmarki 30 mín".
Æskilegast er að "fullorðnir stundi erfiða hreyfingu a.m.k. tvisvar í viku"...

https://www.landlaeknir.is/…/NM30399_hreyfiradleggingar_bae…

Af þessu tilefni skora þjálfarar á alla Toppfara að taka eina röska göngu á fjallið sitt í hverri viku
 
#vinafjalliðmitt
og ef menn eru í stuði til að mæla tímann sinn þá senda mér hann
svo ég geti skráð hann í skjalið hér neðar...

Þessi sjö eru formleg æfingafjöll fjallgönguklúbbsins frá og með 2019;
Akrafjall - Búrfellsgjá - Esjan - Helgafell Hf. - Helgafell Mosó - Mosfell - Úlfarsfell
og það er óskandi að sem flestir Toppfarar eigi mældan tíma á sér upp og niður þau öll sjö

Þetta er besta æfingin og besta leiðin til að bæta fjallgönguformið sitt og viðhalda því árum saman...
að fara rösklega upp og niður fjallið sitt reglulega... og ef menn stunda fjallgöngur áratugum saman
þá er mjög gefandi að líta til baka og sjá hvert formið var á manni árum saman aftur í tímann

#bætumfjallgonguþolið

Við sem förum vikulega eða svo á fjallið okkar þekkjum það vel að stundum er maður í stuði og nennir að fara hratt...
þá gerir maður það og mælir tímann... stundum er maður í slökunargír og vill bara njóta þess að heimsækja fjallið sitt...
þá gerir maður það þann daginn... hvorugt útilokar hitt... þetta er ekki spurning um að njóta eða þjóta heldur er bæði betra
og um að gera fyrir lungun að skjótast frekar á fjallið sitt en hanga inni í þungu, kyrrsetjandi lofti...

Sem fyrr ef mönnum hugnast ekki svona rösk hreyfing þá er það auðvitað
 
#yndisleiðinmín

 

 

Vöndum okkur...


Á göngu vestur á fjörðum í júní 2010... um eyðibýli Lokinhamra og Hrafnabjarga í ógleymanlegri tindferð frá Dýrafirði í Arnarfjörð ...

Við viljum eindregið halda því góða orðspori
sem þessi fjallgönguklúbbur hefur skapað sér varðandi góða umgengni:

  • Skiljum við allar slóðir sem við förum um án verksummerkja eins og hægt er.

  • Göngum vel um sjaldfarna bílslóða á akstri og á malarstæðum.

  • Ef bílarnir skilja eftir verksummerki á stæðum eða vegum, t. d. þegar þeir festast í aurbleytu og spóla upp jarðveginum þá lögum við það eftir á og skiljum ekki eftir ný hjólför.

  • Skiljum aldrei eftir rusl þar sem við förum um, hvorki á bílastæðum né á göngu.

  • Venjum okkur á að vera alltaf með ruslapoka í vasa eða bakpokanum og tína upp það sem við sjáum, þó við eigum ekkert í ruslinu... til að fegra umhverfið... margar hendur vinna létt verk... og allir njóta góðs af í hreinu landi.

  • Bananahýðin og annar lífrænn úrgangur verður líklega alltaf umdeilanlegt „rusl“ – þeir sem vilja skilja það eftir, komi því fyrir undir steini eða langt frá gönguslóðanum (ef þeir vita til að fuglar eða önnur dýr nýti úrganginn), en ekki á berangri við gönguslóðann, því þegar þetta eru orðin nokkur bananahýði á nokkrum vinsælum gönguslóðum frá nokkrum gönguhópum nokkrum sinnum á ári þá fer lífræni ljóminn af öllu saman.

  • Göngum mjúklega um mosann og annan gróður, veltum ekki hugsunarlaust upp heilu mosabreiðunum og gróðurlendunum með skónum, heldur göngum mjúklega yfir eða sneiðum framhjá eins og hægt er og verum meðvituð um hvað situr eftir okkur sem gönguhópur.

  • Það er hagur okkar allra að geta farið í óbyggðirnar að ganga án þess að finna fyrir því að stórir hópar hafi gengið þar um áður. Það felast forréttindi og verðmæti í óspjölluðu umhverfi :-)

 

Verum þakklát...


Við Steininn eftir göngu upp á Þverfellshorn  á þriðjudagskveldi 28. febrúar 2008

Hjartansþakkir fyrstu myrkurgöngumenn Toppfara... 

... þið sem fóruð með okkur í gegnum fyrsta veturinn í sögu klúbbsins árið 2007...
... þegar fyrsta myrkrið skall á og við vissum ekkert hvort það væri yfirleitt hægt að fara á fjall í myrkri að vetri til á Íslandi...
... þegar ekkert nema reynslan af því að ganga á tindinn á Kilimanjaro í myrkri með höfuðljós árið 2002 sagði okkur
að það væri jú hægt að fara á fjöll í myrkri ef höfuðljós væri meðferðis... en á Íslandi að vetri til í öllum veðrum ?

Takk fyrir að fara í gegnum fyrsta veturinn með okkur...

... þegar allur fjöldinn sem mætt hafði um vorið og sumarið hætti að mæta um leið og veturinn skall á...
... þegar margir hristu höfuðið og sögðu okkur að það væri galin hugmynd
að stunda fjallgöngur að kveldi til allt árið um kring...

... þegar við vorum stundum óskaplega fá mætt í göngu en lögðum samt í hann...
... þegar við þjálfarar keyrðum að Esjurótum í erfiðu veðri árið 2007 og vorum viss um að enginn myndi mæta
 en hittum þá fyrir fyrstu Toppfarana galvösk með bros á vör og mætt í göngu...
þó það væri myrkur... snjór... hálka... vindur... rigning... slagveður...

Án ykkar væru Toppfarar ekki til...

... án ykkar hefðum við ekki komist að því að það er yfirleitt alltaf veður til að fara á fjall á þriðjudegi...
... án ykkar hefðum við ekki komist að því að það er mun einfaldara mál að fara í fjallgöngu þó það sé myrkur...
... án ykkar hefðum við ekki komist að því hversu miklir töfrar bíða manns ef maður fer út úr borginni að vetri til í myrkri
með snjó yfir öllu og upplifir kyrrðina í brakandi snjónum... og birtuna sem stafar af tungli, stjörnum, snjó
og svo borgarljósunum í fjarska og síðar friðarsúlunni frá október til desember...

Af öllum öðrum ólöstuðum standa Halldóra Ásgeirs og Roar upp úr...

... af þeim Toppförum sem fórum í gegnum fyrsta veturinn með okkur...
þau mættu í nánast hverja einustu göngu sama hvernig veðrið var...
alltaf glöð, jákvæð, gefandi, hjálpsöm, brosandi, áræðin, þakklát og með þetta ævintýrablik í auga...
algerlega ómetanlegt og virkilega aðdáunarvert...
við munum alltaf meta ykkar þátt mikils í tilveru Toppfara almennt... 

#Takkfyrirokkur elsku sporgöngumenn Toppfara;
Alda, Alexander, Ásta Þórarins., Grétar Jón, Guðjón Pétur, Guðbrandur, Guðmundur Ólafur, Gylfi Þór, Halldóra Ásgeirs, Halldóra Þórarins., Heiða, Heiðrún, Helga Björns, Helga Sig., Herdís Dröfn, Hilma, Hjölli, Hrönn, Ingi, Íris Ósk, Jón Ingi, Jón Tryggvi, Ketill, Kristín Gunda, Páll, Rannveig,
Roar, Sigríður Einars., Soffía Rósa, Stefán Heimir, Þorbjörg, Þorleifur, Þuríður.

Þau ykkar sem ekki eruð lengur í þessari fjallgönguvitleysu með okkur....
eruð öll alltaf velkomin í göngu með okkur... bara í heimsókn... alltaf...  :-)

Færslan á fasbók:
https://www.facebook.com/Toppfarar.is/photos/a.256734734451322/1896284903829622/?type=3&av=256369974487798&eav=AfZ5xs2RbLDOX8EVR3VGUcqXoU5Y89vV-ItTlETKbsT6k1_U88LFRSfNaVhpejSUqoo&theater

Myndband af fyrsta árinu 2007 til 2008:
https://www.youtube.com/watch?v=6NaKxRPGUF0&t=2s
 

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: baraket(hjá)simnet.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir