Falinn fjársjóður Geldinganess
Þriðjudaginn 28.
mars gengum við um slóðir kajarræðara og hundafólk
... eða réttara
sagt um slóðir fulga og fiska þar sem árstíðirnar birtast manni
skýrt á láði og legi
Vor í lofti þó
golan væri svöl... skýjað og úrkomulaust... þetta var yndislegt í
dásemdarfélagsskap
Gengin var
hringleið meðfram ströndum nessins þar sem kindagötur varða leiðina
allan hringinn
... en slitnar
einmitt hér... á grýtta kaflanum norðan megin...
Þetta átti að vera
rólegt og notalegt en við héldum samt vel áfram í golunni og
stöldruðum öðru hvoru við til að þétta hópinn
Nesið er misbratt niður að sjó og síbreytilegt á leiðinni...
... og við gamlan
veg er þessi heiti pottur sem i rennur stöðugt rjúkandi heitt vatrn
úr gamalli borholu norðan megin...
Sjá kajakræðarana hægra megin að fara fyrir tangann...
Norðaustan megin er smá tangi sem er perla leiðarinnar að mati þjálfara...
... þar teygja klettarnir sig á haf út og stuðlabergið er ægifagurt vestan megin...
Tjaldurinn mættur og söng hástöfum... sjá þá tvo saman á einu grjótinu hægra megin...
Við fengum nýtt sjónarhorn á fjöllin okkar öll kringum höfuðborgina og allir að koma á þessar slóðir í fyrsta sinn nema þjálfara og voru hæstánægðir með nýja sýn á borgarlandið...
Alls 23 mættir sedm
segir að þegar akstsurinn er stuttur og gangan í léttari kantinum þá
er mætingin betri
Sjórinn var
djúpblár og fagur þetta kvöld þó ekki nytum við sólar...
Krossinn norðvestan megin... verðum að vita meira um hann næst þegar við komum...
Kindagöturnar liggja vel úti í jaðrinum á nesinu á köflum sem fær mann til að missa ekki af fegur klettanna niður að sjó...
... sjá tærleika sjávarins... á björtum sumardegi er ekki leiðinlegt að leika sér hér...
Mikið spjallað og
spáð...
Sunnan megin var
bátsflakið marrandi í sjónum og ekki fært út í það eins og þar
síðasta laugardag
Steing´rimur var
ekki lengi að glöggva um flakið á veraldarvefnum:
Svona leit það út þegar það var heilt og starfandi...
Til baka fórum við um gamla bílslóðann sem heldur sér nokkkurn veginn gegnum háflóð en þá nær fjórinn yfir þennan veg að hluta svo hann er ansi grófur á köflum í grýtinu...
Sarah er búin að kaupa sér bíl og þarf ekki lengur að taka strætó í hverja einustu Toppfaragöngu... en það er hún búin að gera í eitt og hálft ár eða svo... eitthvað sem enginn Íslendingur hefðin leikið eftir... hvílík elja... mikið erum við flglöð fyrir hennar hönd að vera búin að fá sér bíl... og mikið erum við heppin að hún er búin að framlengja rannsóknarstyrk sínum við Háskólann þannig að hún mun búa á Íslandi líklega næstu tvö árin eða meira... og ganga með okkur áfram á fjöll og hlaupa og kenna okkur á kajak og skella sér í allar jaðaríþróttir því það er alveg hennar stíll :-)
kajarklúbbuirnn hennar Söruh æfir nefnilega héðan frá geldinganesi alla laugardaga og hér mátti sjá ýmsar siglingaleiðir og upplýsingar um klúbbinn.
Katrín og Guðmundur
hjóluðu á þessa æfingu frá heimili sínu í Grafarvogi sem var ansi
smart og þjálfarar gengu með hundinn... Alls 7,7 km á 2:09 klst. upp í 28 m hæð með alls hækkun upp á 65 m miðað við 1 m upphafshæð. Eyjafjallajökull vonandi um helgina í brakandi sól og blíðu... það yrði þá annar laugardagurinn í góðu veðri á þessu ári því það er eingöngu einn brakandi sólardagur búinn að vera á laugardegi það sem af er ári 2017... og hann var 4. mars þegar við gengum á Baulu svo það er eiginlega kominn tími á bongó... |
Skíðaganga í Bláfjöllum
Við vorum eingöngu
sex sem mættum á jaðaríþróttaæfingu númer þrjú á
brautina í Bláfjöllum Súsanna, Gerður, Sarah, Björn, Örn og Bára
Þjálfarar fóru nokkrum sinnum í fyrra á gönguskíði
en ekkert í vetur og nutu því góðs af Gerði
Gerður lét sig ekki
muna um að mæta með okkur eftir 2ja tíma svigskíði
fyrr um daginn
Við héldum hópinn til
að byrja með en svo fóru menn baa hver á sínum hraða
og við misstum hvert af öðru
Þjálfarar fylgdu bara
brautinni og vissu ekkert hvernig hún endaði þar sem
þeir voru ekki búnir að fara áður
Björn stytti og fór fyrr af brautinni en Gerður og Sarah komu stuttu á eftir þjálfurum en við sáum aldrei Súsönnu sem líklegasst hafði stytt eða bara notið þess að fara á sínum hraða stóra hringinn...
Já, það er geggjað
gaman að skella sér á brautina í Bláfjöllum og synd
að maður skuli ekki far oftar... Alls 8,5 km á 1:13 klst. upp í 552 m hæð með alls hækkun upp á 89 m miðað við 518 m upphafshæð. https://www.endomondo.com/users/6605264/workouts/892489633
|
Flúið af hólmi
Gráhnúka
Í fyrsta
sinn í sögunni snerum við við við fjallsrætur og völdum
annað fjall þriðjudaginn 14. mars... Hey, tókuð þið eftir þessu, orðið "við" þrisvar í röð í efstu setningunni hér ofar og það löglega og réttilega !
... og
snerum aftur til borgarinnar þar sem var sól og blíða...
En það voru blikur á lofti... og veðrið sem geysaði á Hellisheiði með hléum... (það kom nefnilega sól og blíða stuttu eftir að við snerum við frá Gráu hnúkum og þá fórum við strax að efast um réttmæti ákvörðunarinnar... og börðumst við þær vangaveltur allt kvöldið)... já, sem sú veðrið sem "geysað"i á Hellisheiði barðist hatrammlega við sólin í suðvestri...
... og við nutum góðs af hetjulegri baráttu sólarinnar lengstum upp og um Helgafellið...
... gengum það eins stóran hring og unnt er upp hóla og hæðir, þúfur og mýri...
Og náðum fínustu hópmynd í ágætis veðri og skyggni á norðausturendanum... Örn,
Súsanna, Guðlaug Ósk, Karen Rut, Rósa, Guðmundur Jón, Olga
og Svavar Já, Guðlaug að mæta í fyrsta sinn eftir hlé og frábært að fá hana aftur !
En þegar
við gengum til baka um norðurbrúnir kom veðrið ofan ef
heiði...
.. og það smám saman versnaði þegar leið á niðurleiðina í bílana, svo þá fyrst sættum við okkur við að hafa snúið við frá Gráu hnúkum... eða næstum því allavega... þetta nagaði okkur alveg fram eftir kveldi og næsta dag... eins gott að við förum nú ekki að leggja þetta í vana okkar... að snúa við, við fjallsrætur af því okkur hugnast ekki veðrið í smá snjóhríð og vindi :-) Alls 4,5 km á 1:44 klst. upp í 223 m með all shækkun upp á 284 m miðað við 54 m upphafshæð. Gönguskíðin komast vonandi að næsta þriðjudag... stefnum á Bláfjöllin þá með sólgleraugun og læti ! :-) |
Í dagsbirtu á
Ásfjalli
Þriðjudagsæfingin 7. mars átti að vera létt og laggóð um
Ásfjall og Vatnshlíðina
Veðrið yndislegt og snjór yfir öllu... logn og hlýtt veður...
Gengin var hefðbundin leið frá lauginni og yfir á Vatnshlíðina áður en farið var yfir á Ásfjallið...
Jóhanna Fríða hélt uppi orðspori Hafnfirðinga og bauð upp á kókoskúlur á tindinum...
... ekki slæmt enda margir sem kvörtuðu undan því að hin árlegaa þorrablótsveisla skyldi ekki vera á Ásfjallinu í janúar eins og vanalega en á þessu 10 ára afmælisári Toppfara þá erum við að brjóta upp hefðirnar og prófa að ganga í birtu þar sem við höfum áður gengið í myrkri og öfugt... að sumri þar sem áður var gengið að vetri...
Ennþá snjóþungt þó mikið hafi þetta minnkað á einni viku...
Arnar,
Guðrún Helga, Ólafur Vignir, Georg, Sarah, Sigríður Arna,
Jóhannes R., Guðmundur Jón, Súsanna, Katrín Kj., Lilja Bj. Alls 6,0 km á 2:16 klst. upp í 143 m hæð með alls hækkun upp á 222 m miðað við 29 m upphafshæð.
|
Snjóþyngdarmet
Aðfararnótt sunnudagsins 26. febrúar féll snjór upp á 51 m jafnfallinn í Reykajvík og hafði ekki gerst viðlíka magn í áratugi...
Þriðjudaginn
28. febrúar breyttum við því áætlunum okkar
til öryggis upp á færð bíla og gangandi...
Og það voru
engar ýkjur... snjódýptin var meiri en
margir hafa lent í áður í fjallgöngum...
Maður kom í humátt á eftir okkur... sem var ekki auðvelt að gera í þessu færi... og Jóhanna fríða giskaði á að þetta væri Hjölli en við vorum ekki viss og fannst þetta alveg eins geta verið Jóhannes eða einhver annar.... en hún hafði rétt fyrir sér... þetta var Hjölli sem gaf ekkert eftir og náði okkur á einum höfðanna í Lokufjallinu sjálfu...
Heiðskírt var í rúmlega viku eftir þessa miklu ofankomu... en það héngu einhver ský við sjónarrrönd þegar sólin settist þetta kvöld... en við kvörtuðum ekki... það var blankalogn og sólarlagið litaði himininn engu að síður...
Mættir voru 18 manns...
Steini P.,
Hjölli, Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Ingi,
Björn matt., Njóla, Örn, Heiðrún, Lilja H.,
Jónas Orri.
Prjónaksapur var jaðaríþrótt febrúarmánaðar... og nokkrir gtóku áskoruninni og prjónuðu vettlinga eða húfur og jafnvel pils var í vinnslu... Karen Rut kláraði fyrstu prjónavettlingana sína síðar í þessari viku og en hér er hún í prjónaðri mjög síðri peysu sem hún er oft í í fjallgöngunum og Heiðrún prjónameistari mætti og í einu af sínum nokkrum gullfalelgu prjónapilsum og Bára þjálfari í sínu eina Toppfarapilsi sem hún hefur prjónað tileinkað Nepal en þess skal getið að margar Toppfarakonur hafa prjónað pils í gegnum tíðina og oft verið þó nokkuð mörg pils í hverri göngu svo þetat var óvenju fátt ef eitthvað var... og þess skal og getið að þegar maður hefur einu sinni kynsnt því að ganga á fjöll í kulda í prjónuðu ullarpilsi, þá vill maður ekki vera án þess... það er ótrúlega hlýtt og um leið svo létt og frjálslegt að hafa fætur lausa undir pilsinum...
Prjónaðar húfur fengu sína mynd... Katrín Kjartans sem nú glimir við meiðsli hefur prjónað nokkrar húfur, peysur og vettlinga fyrir þau hjónin og Guðmundur skartaði einni... hin voru í prjónahúfum frá nepal og Perú... ómetanlegir minjagripir sem Perúfararnir hans Ágústar eiga eflaust eftir að koma sér upp í næsta mánuði...
Þá voru það heimaprjónuðu vettlingarnir... flestir voru í slíkum og það skal ekki minnt nægilega oft á að ullarbelgvettlingar eru hreinlega lífsnausðynlegir í fjallgöngum... þjálfarar myndu aldrei fara á fjall nema með slíka í bakpokanum... því sama hvernig veðrið er... þeir blíva alltaf og eru fljótir að ná upp hita í fingrum eftir alls kyns volk og vind og votheit...
Hnefi í Lokufjalli sést vel á þessari mynd... fallegt fjall sem við verðum að ganga að sumarlagi næst... já við þrjóskuðumsts upp á efsta punktinn þarna engst til vinstri hægra megin á myndinni...
En færið var krefjandi og þetta endaði á hörkupúli...
... veðrið svo óskaplega gott að það var ekki hægt annað en halda áætlun og fara allavega upp á Hnefa...
Melahnúkur var líka á dagskránni en það var of mikið í þessari færð...
Snjódýptin
var slík að stundum datt maður niður á mitt
læri eða lengra...
Brátt húmaði
að síðasta kaflann upp á Hnefa en við gáfum
þetta ekki eftir. Heiðrún, Ingi, Steini P.
og Hjölli sneru fyrr við
Eftir smá Kilimanjaro-pælingar á tindi Hnefa í 444 m hæð... þar sem þjálfari tilkynnti að Ágúst myndi sjá um mjög spennandi Afríkuferð fyrir Toppfara í október 2018 héldum við niður í myrkrinu og nú voru höfuðljósin komin á... og vá hvað við duttum og kúveltumst í snjónum... þetta voru alvöru átök...
Georg með mjög flotta gamaldags en samt nýja ísexi sem minnti á gömlu exina hans Björns...
Þessi mynd
slýsir snjómagninu vel en það var stundum
meira en þetta jafnvel...
Alls 7,2 km á 3:48 klst. upp í 444 m hæð með alls hækkun upp á 450 m miðað við 53 m upphafshæð.
Baula á
dagsrká á laugardaginn og veðurspá lofar
góðu... |
Kyrrðarganga á Helgafell Hf
Þriðjudaginn 21. febrúar...
... mættu 24 Toppfarar á Helgafell í Hafnarfirði ...
...og gengu í tvær klukkustundir með höfðingja klúbbsins, Birni Matthíassyni...
...til minningar um Heiðrúnu Huldu Guðmundsdóttur,
Óskaplega fallegt veður var þetta kvöld, bjart og
sólríkt en kaldur vindur upp á 7-10 m/sek
Kveikt var á kertum á tindinum og Björn hélt smá ræðu og einnar mínútu þögn var uppi...
... áður en hópurinn knúsaði félaga sinn og hélt aftur niður.
Mjög falleg og hjartnæm stund á tindinum að sögn viðstaddra...
Gangan tók um tvo tíma hefðbundna leið á fjallið...
Guð geymi Heiðrúnu
og gefi þér styrk elsku Björn okkar...
Myndir o.fl. frá
Ágústi Rúnarssyni af kvöldinu: Myndband Gylfa
Þórs af kvöldinu: Myndir frá Ágústi
Rúnarssyni (merktar) og Gylfa Þór Gylfasyni
(ómerktar). |
Sólgleraugnaganga
Á hverju ári síðan 2008 höfum við farið í sólgleraugnagöngu í febrúar...
... til að fagna því að þá er sólin ekki sest fyrr en eftir að æfing hefst klukkan 17:30...
... en slíkt er mikils virði þegar við höfum gengið alla þriðjudaga í myrkri frá því um miðjan nóvember fram í miðujan janúar...
... en svo kemur birtan síðari hluta janúar í upphafi æfingar...
... og
myrkrið læðist svo stuttu síðar inn í
kvöldið...
... þar til við náum heilli æfingu án þess að kveikja ljósin... og það telst einstök upplifun eftir allt myrkrið...
Átta stiga
hiti, algert logn, rigningarúði með
tilheyrandi dumbungsþoku og sumarfæri
þetta kvöld...
Alls 4,8 km á 1:55 - 2:00 klst. upp í 304 m hæð með alls hækkun upp á 295 m miðað við 126 m upphafshæð. Gula slóðin suðaustan megin upp á Litla hnúk og þaðan á Stóra hnúk og svo yfir á Vesturhnúk og frá honumn norður á hnúkana sem rísa ofan við Lágafellshamrana með flottu útsýni niður í Mosfellsbæ þar sem við furððuðum okkur á upplýstum húsalengjum í dalnum sem hafa ekki alltaf verið þarna...
Rauða slóðin
er hefðbundin ganga upp á Úlfarsfell um
Vesturöxlina á Vesturhnúk (NB þarf að taka
mynd af kortinu uppi sem er með annað nafn á
Vesturhnúk!), yfir á Stóra hnúk og svo Litla
hnúki og suðausstur niður hann með krækju
niður brekkurnar að vefinum og vegurinn til
baka... fjallatímamæling febrúar mánaðar er
nefnilega þessa leið: |
Afmælisganga
Súsönnu
Þriðjudaginn 7. febrúar var dásamlegt að ganga á Mosfellið í birtu og sumaryl...
... um sveitina sunnan megin á stígnum sem þar liggur eftir öllu fellinu...
... og upp þéttar brekkurnar á suðvesturhorninu...
... þar sem rökkrið tók við á tindinum en þar blés svolítið eftir lognið fyrri hluta göngunnar...
Örn,
Gerður,
Gylfi,
Geort,
Svavar,
Karen
Rut,
Sigríður
Arna
Guðmundur
Jón,
Magnús
og
Ólafur
Vignir
Súsanna
bauð upp
á
konfektmola
í
tilfeni
dagsins...
Niður
var
farið
heldur
lengra
en
vanlega
og ekki
hefðbundna
leið
en við
týndum
hana upp
síðasta
spölinn
og tókum
gljúfrið
til baka
í
myrkrinu
með
höfuðljósin
sem
Gylfi er
búinn að
gefa
okkur
svo
sterk að
við eru
nánst að
ganga í
dagsbirtu
Alls 4,5
km á
2:26
klst.
upp í
295 m
hæð með
alls
hækkun
upp á
258 m
mðað við
76 m
upphafshæð |
Á Þyrli
með
Venusi
og Mána
Sumarblíða ríkti þriðjudaginn 31. janúar þegar gengið var á Þyril í Hvalfirði...
Dagsbirta fyrsta hluta göngunnar og dulúðin lá yfir Hvalfirðinum...
Myrkrið kom fljótlega og í snjóleysinu var það algert... nema þegar stöku snjóskaflar urðu á vegi okkar...
... sem voru það eina sem gáfu birtu í göngunni...
... fyrir utan svo mánann og Venus sem tóku að skína á himni eins og útverðir himingeimsins að tjá sína velþóknun á göngumönnunum þarna niðri í myrkrinu...
Á efsta
tindi...
við
brúnirnar
vestan
megin...
Ellefu
manns
mættir...
Örn,
Steini
P.,
Karen
Rut,
Gylfi,
Ingi,
Rósa,
Guðmundur
Jón,
Gerður
Jens.,
Doddi,
Magnús
...miklu
færri en
vikuna á
undan
við
Hvaleyrarvatn...
Já, það
var
myrkur...
Við
lendingu
í bílana
eftir
7,5 km
göngu á
2:30
klst.
upp í
398 m
hæð með
alls
hækkun
upp á
375 m
Frábær
æfing en
já...
betra að
vera með
göngu
nær
borginni
á þessum
árstíma
! :-) |
Hvaleyrarvatn er staðurinn...
Fyrsta gangan
í smá dagsljósi í upphafi göngu var
þriðjudaginn 24. janúar þar sem ætlunin var
að ganga á alla fjóra höfðana
Dásamlegt að
byrja gönguna með því að sjá framan í
alla...
Þjálfarar voru ekki með gps-punkta af öllum fjórum höfðunum í tækjunum sínum... skildu ekkert í því en þeim hefur einhvern tímann verið hent út í tiltekt... og ekki voru þeir með gps-slóðiðna frá því ári 2014 þegar við fórumn þetta fyrst í viðleitni til að finna alla mögulega í ómögulega hóla og hæðir í nágrenni Hvaleyrarvatns... svo gengið var eftir minni... og stígum... og tillögum heimamanna sem voru mættir... og þá voru stígarnir enga stund að afvegaleiða okkur...
... sem þýddi að allir höfðarnir fóru framhjá okkur nema sá hæsti... Stórhöfði sem er greinilega mikið genginn með vel troðinn slóða um hann... en Húshöfðinn og Miðhöfðinn voru suðaustar en við gengum... og Selhöfðinn var of nálægt vatninu til að sjá hann í myrkrinu sem síðar varð...
Sumarblíða
þetta kvöld og autt færi...
Inn og út af stígum gengum við og nutum þess að vera til í mildinni afnáttúrunnar hendi...
Hvaleyrarvatn
og nágrenni er á óbyggða-hlaupa-dagskránni
síðar á árinu... á notalegum
laugardagsmorgni að sumri til... það verður
mjög gaman að skokka um alla þessa stíga og
malarvegi sem eru þarna um allt og fá
almennilega yfirsýn fyrir svæðið...
Margt að tala
um... spennandi ferðir framundan á árinu...
Þegar niður af Stórhöfða var komið fannst okkur sem vorum aftast að við ættum að beygja til vinstri en ekki hægri... en svo vorum við skyndilega komin að vesturenda vatnsins... já, það er auðvelt að tapa áttum ef maður gengur eingöngu eftir tilfinningu og hefur ekki augljós kennileiti í myrkrinu... og mjög gott að æfa sig í að reyna samt og æfa skilningarvitin... og ekki kíkja á gps nema í lengstu lög... til þess einmitt að sjá þegar maður kíkir loks á gps-tækið hversu fljótt maður fær ranga tilfinningu fyrir því hvar maður er staddur...
Alls 6,3 km á 1:47 klst. upp í 138 m hæð með alls hækkun upp á 222 m miðað við 42 m upphafshæð. Gula slóðin er ganga dagsins... sú bláa jómfrúarferðin árið 2014 en þá náðum við að finna fjóra góða hóla á leiðinni sem hafa allir nafn á korti... nú náðum við Stórhöfða og svipaðri vegalengd en styttri tíma :-)
Dásemdin ein og frábært að sjá alla sem ekki hafa komið í langan tíma... endilega nýtum vel léttu æfingarnar sem eru annan hvern þriðjudag... óháð formi er með þeim alltaf hægt að mæta og ná sér í góða útiveru og spjall í einn eða tvo tíma :-)
Næsta æfing
er 8 km en einföld leiðupp á Þyril...
vonandi í snjóföl og tunglbjörtu
Og svo er
glimrandi veðurspá fryir laugardaginn... |
Taekwondo
Taekwondo
var
jaðaríþrótt
janúarmánaðar...
Írunn er systir þjálfara og var beðin um að gefa okkur innsýn í íþróttina og spurði þegar þetta var pantað hvort hún ætti að láta okkur svitna aðeins eða bara horfa á... "jú, endilega láta okkur hreyfa okkur.. ekki bara standa og horfa á og hlusta í klukkutíma, fínt ef við náum smá hreyfingu út úr þessum klukkutíma..."... og já, við fengum það svo sannarlega... alvöru taekwondo-æfingu þar sem þættir eins og þol, snerpa, kraftur, liðleiki, jafnvægi og slökun voru teknir lið fyrir lið...
Strangur agi og virðing fyrir viðfangsefninu, tímanum og þjálfaranum gildir í þessari íþrótt eins og öðrum austurlenskum bardagalistum... sem einkenndi æfinguna og þýddi að óstundvísi, wc-ferðir, spjall, úrtölur, væl, að fá sér að drekka og kveðja án þess að taka í höndina á hverjum einasta manni á æfingunni er t. d. ekki í boði... heldur réttur undirbúningur, alger einbeiting, virðing fyrir stað stund og viðstöddum og sjálfsagi... menn eiga að mæta á æfingu af fullum hug og alvöru og ekki með hangandi hendi... við brutum líklega alla reglur en það var mjög fróðlegt að fá innsýn í hvernig nálgunin er á æfingunum... og maður fann hversru hollt þetta er fyrir alla... sérstaklega íslenska skólakerfið... og ræddum hvort við ættum ekki að tka upp sumt af því sem við lærðum í fjallgöngunum...
Eftir skemmtilegar golfæfingar þar sem okkur var liðskipt og við hlupum og skriðum og hoppuðum og það allt út frá röðum sem við fórum í á nákvæmlega ákveðnum stað á golfinu... var byrjað á spörkum af ýmsum gerðum... þar sem vel reyndi á kraft, snerpu, jafnvægi, liðleika og þol... og maður fann hversu hollt þetta er líkamanum... við vorum bara að vinna með eigin líkama sem er það besta...
Unnið var í tveggja manna liðum þar sem skipst var á að halda á spjaldi og hinn átti að sparka ákveðið oft og eins hratt og hægt var... þetta var virkilega erfitt... og samt bara í mjaðmarhæð til að byrja með... en við gátum þetta þó miðhratt við færum og þess vegna var það svo gaman...
Svo kom
að
spörkum
í
höfuðhæð...
það er
erfiðast...
og þá
rann
svitinn
í
stríðum
straumum...
báðir
fætur...
og ef
ekki var
farið
eftir
skipunum
þjálfara...
eins og
að raða
sér rétt
í raðir
milli
æfinga...
Tveir
ungir
menn
mættu á
þessa
æfingu...
Frábært
fjölskylduíþrótt
þar sem
margir
æfa með
börnunum
sínum
því
þetta er
hvorki
aldursskipt
né
kynjaskipt...
Sjá
myndband
af einni
sparkæfingunni:
Írunn
kenndi
okkur
góðar
æfingar
fyrir þá
se,m eru
aumir í
hnjánum
og sagði
okkur
lítillega
frá
heimspeki
og
andlegum
fræðum
taekwondo...
um
heilun
með
jákvæðum
hugsunum...
t. d.
þegar um
meiðsli
eða
eymsli
er að
ræða...
strjúka
viðkomandi
líkamshluta
vel og
vandlega
á
ákveðinn
hátt til
að auka
blóðflæði
og hugsa
jákvætt
og af
þakklæti
til
hans...
Í lok
æfingarinnar
mættu
Ármenningarnir
sem
Írunn
þjálfar
alla
þriðjudaga
frá kl.
18-21:30... ATH Fá nöfnin á þeim öllum - vantar !
Írunn
hefur
farið
með
landsliðið
mörgum
sinnum
erlendis
þar sem
þau hafa
keppt á
norðurlöndunum
og í
Evrópu..
en líka
í löndum
eins og
Perú og
Mexíkó...
og einu
sinni
fóru þau
í
æfingaferð
til
Suður-Kóreu....
í mekka
íþróttarinnar
taekwondo
Þar
lærðu
þau
margt í
kóreskum
varnarlistum
sem
byggja á
jin og
jang
sbr.
taekwondo
fánann...
Eftir að
hafa
farið í
gegnum
stöður
og
æfingar
og
teygjur
og
slökun...
Hvert og eitt þeirra best á sínu sviði og það var áhrifamikið að sjá þau sýna listir sínar...
Fróðleikurinn
á bak
við
íþróttina
er mjög
áhugaverður...
þeir sem
æfa
taekwondo
þurfa að
læra
heilmargt
í
kóresku...
Smá
hópmynd
hérna af
xxx sem
hefur
náð
lengst í
að
sparka
svona
upp..
þetta
kallast
xxx Afhverju í ósköpunum eru ekki svona einstaklingar í íþróttafréttunum... krakkar sem hafa æft árum saman... mæta alltaf hálftíma fyrir æfingu til að æfa meira... sem taka morgunæfingar á eigin vegum á hverjum degi eldsnemma... sem gefa hjarta sitt og sál í íþróttina sína og ná jafnvel alls kyns titlum hérlendis og erlendis en komast sjaldan eða aldrei í blöðin og þá bara smá klausa innan um tvær opnur um einn leik í einni umferð í íslenska fótboltanu... þjálfarar elskar fótbolta en þetta er samt ósanngjarnt!... Já, synd því þau eru án efa miklar fyrirmyndir og gætu smitað svo marga með sér ef þau fengju einhvern tíma smá sviðsljós sem nánast alltaf beinist að boltahópíþróttunum... og veldur m.a. því að meira að segja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fer að mestu til fjársterkustu íþróttasambandanna... þar sem úthlutinin upp á milljónir eru samt bara dropi í haf peningasjóða þeirra... á meðan álíka úthlutun myndi gjörbylta aðstæðum í íþróttum sem fá minna vægi og athygli fjölmiðlamanna...
Í Íslandi eru hundruðir ef ekki þúsundir þjálfara sem starfa eingöngu af einskærri hugsjón fyrir íþróttinni sinni... af óbilandi ástríðu þar sem þeir gefa hug sinn og hjarta í þjálfunina... einsog Írunn (þó ritari sé systir hennar og því ekki hlutlaus þá er þetta einfaldlega satt)... og uppskera ómetanlegu ánægjuna af því að já einstaklinga sigra sjálfan sig aftur og aftur.... og ná jafnvel árangri á heimsvísu... þrátt fyrir að komast aldrei í fréttirnar með afreksfólkið sitt... Hjartansþakkir Ármenningar og Írunn fyrir magnaða innsýn í taekwondo ! ------------
Klifurhúsið
var
janúarjaðaríþróttin
í fyrra
og það
var líka
geggjað
gaman...
|
Kyngimagnað
myrkur
Þriðjudagskvöldið
10. janúar fór
Örninn einsamall
með 18 Toppfara
... í brakandi
ferskum snjó...
bítandi
frosti... algeru
logni (nema
golan á
tindunum)
Gengin var hefðbundin leið upp á Eldborg fyrst og þrætt með gígbarmi hennar að Drottningu...
... en þar sem ísþokan var svo þétt var erfitt að sjá brekkuna sem liggur milli tveggja tinda Drottningarinnar...
... var farið
nokkurn veginn
upp hefðbundna
leið en endað
beint á nyrðri
tindinum
... og gekk bara vel en brekkan sú er ansi þétt og þéttari en sú sem liggur um skarðið...
Gengið var á báða tinda Drottningarinnar og farið niður hinum megin eða vestan megin...
... þar sem fara þurfti yfir úfið hraunið sem getur verið varasamt þar sem gjótur liggja þar þvers og kruss...
... og á
uppleiðinni
sunnan megin
komst hópurinn á
endanum á
stíginn sem
annars var
vandfundinn í
þessu færi og
veðri
Þetta var áttunda ganga Toppfara á þessi fjöll... aldrei farið áður í þetta miklu skammdegi... "víðsjárverðasta" vetrargangan á kóngafólkið var farin í mars árið... þar sem endað var í myrkri... en annars höfum við verið að þvælast þarna að sumri, vori og hausti...
Á Stóra Kóngsfelli var smá andvari eins og á Drottningunni... og þokan grúfði yfir öllu ennþá...
Höfuðljósin
orðin ótrúlega
sterk til
samanburðar við
þau sem við
gengum fyrst með
árið 2007...
Það er eitthvað við þessar myrkurgöngur.. dulúðin, töfrarnir, friðsældin, kyrrðin... ferskleikinn... orkan... við myndum aldrei vilja vera án þess að upplifa þetta í svartasta skammdeginu... og á án efa sinn þátt í því að maður tekur varla eftir því hvað skammdegið getur verið dimmt og drungalegt...
Mættir voru 19 manns: Arna, Björn Matt., Erna, Guðmundur Jón, Jóhann Ísfeld, Jóhannes, Jónas Orri, Karen Rut, Katrín Kj., Magnús, Olga, Ólafur Vignir, Rósa, Sóley, Steingrímur, Svavar og Örn... og svo mættu tvær nýjar sem vildu prófa göngu með kúbbnum... Anna og Hrafnhildur... og svo voru Batman, Bónó, Moli og Tara með !
... og spurðu eðlilega hvort þetta teldist "létt" hjá Toppförum... en, nei, þessi ganga var miðlungs erfið..., mitt á milli léttrar og krefjandi eins og við skilgreinum þriðjudagsgöngurnar hér með... sumar falla þarna á milli og eru stundum nær erfiða flokknum og stundum nær þeim létta og fá þá skilgreiningu.... nema við endum með að hafa líka "miðlungs"... en þá enda bara flestar þar höldum við og þess vegna vildum við hafa þetta aðskilið... spáum í þetta saman ! :-)
Þegar farið var niður af Stóra Kóngsfelli... sömu leið og farið var upp... því miður ekki hægt að fara bröttu brekkuna austan megin eins og við vorum farin að gera þar sem skyggni og færi var ekki gott... hvarf þokan og heiðskíran tók við með stjörnum sínum öllum, nánast fullu tungli og töfrum skammdegisgangnanna eins og þær gerast bestar...
... og er þá ónefnd samveran og spjallið sem einatt verður á fjöllum og er algerlega ómetanlegt...
Síðasta kaflann var haldið framhjá Drottningu þegar hópurinn var allur búinn að skila sér ofan af Kónginumog meðfram Eldborginni aftur í bílana... birtan ótrúlega mikil ef það er heiðskírt... snjór yfir öllu... tunglið á lofti... og stjörnurnar...
... og ljósin í fjarska í Bláfjöllum... sjá tunglið ofan við þau... en nokkrir náðu flottum myndum af litabaugnum sem umlukti það þetta kvöld... að hugsa sér alla fegurðina sem við missum af lokuð inni í borginni kvöld eftir kvöld...
Alls 5,6 km á
2:23 klst. upp í
521 m á
Drottningu og
605 á Stóra
kóngsfelli
Alger
forréttindi að
fá að upplifa
svona kvöld...
svo einfalt er
það ! Vonandi er slæmt veður næsta þriðjudag... því þá ætlum við í jaðaríþrótt nr. 14 og þá fyrstu af tólf á árinu... taekwondo í Ármannsheimilinu... það verður forvitnileg kynning á þessari kóresku bardagaíþrótt þar sem við verðum víst látin svitna og hreyfa okkur almennilega :-) |
í
seilingarfjarlægð
Þriðjudaginn 3.
janúar var
skyndilega spáð
frosti eftir
endalausra
rigningar
síðustu vikur...
Ljósaskiptim skreyttu leiðina út úr bænum... máninn rísandi og síðustu leifar af birtu sólar farnir þegar við lentum við fjallsrætur Blákolls... en ef rýnt er í þessa mynd má sjá móta fyrir mynni Hafnardals þar sem Blákollur rís brattur hægra megin og Hafnarfjallsöxl syðri vinstra megin... fjöll sem Toppfarar eiga nokkrar sögulega stundir á í fortíðinni... fyrir utan alla hina tindana sem þarna rísa innar í dalnum og geyma líka sögulegar slóðir klúbbsins...
Færið var gott til að byrja með í talsverðu klöngri upp fyrsta hlutann... slóðinn nokkuð skýr enda eflaust mikið nýtt fjall frá ungmennastarfinu í Ölveri þaðan sem við lögðum af stað... Jóhann Ísfeld og sonur hans Jónas Orri... sem báðir tóku tvö síðustu plássin á hæsta tind Mont Blanc í júní komandi... komu aðeins á eftir okkur en Bónó og Moli þefuðu uppi leiðina í myrkrinu... það var ekki einfalt að finna rétta leið í þessu algera myrkri sem þarna var... jarðvegurinn auður og ekki snjór ofan á... snjóskaflar smám saman eftir því sem ofar dró en ekki fyrr en við vorum að verða hálfnuð...
Gengið var meðfram brúnunum upp fjallið og bæjarljós sveitarinnar urðu sífellt fjarlægari eftir því sem ofar dró en kyrrðin var slík að þetta var áþreifanleg friðsæld og nálægir fjallstindar einhvern veginn svo nálægir í húminu... algerlega einstakt að upplifa þetta og etithvað sem eingöngu dimmasti tími ársins gefur manni... og maður hreinlega saknar ef maður upplifir ekki í einhvern tíma... og viknar yfir að fegurð þegar maður upplifir eftir svolítið hlé...
Þetta var mjög krefjandi ganga... eiginlega of mikið á dimmu janúar kveldi... já, líklega erfiðasta kvöldgangan á þessum árstíma í sögunni... við vildum greinilega gera vel á afmælisárinu við gerð dagskrárinnar... en þjálfarar voru sammála um það eftir á að þetta hefði kannski verið of aðeins of hátt skotið í dagskrárgerð... alveg á mörkunum að vera nægilega öruggt í efstu hlíðum þar sem fannbreiðurnar renna niður Hafnardalinn og það er nánast ekki pláss fyrir fleiri en tvo á tindinum...
... en þeir sem mættu voru himinlifandi með þetta og nutu hvers augnabliks... þetta var einmitt stemningin sem einkenndi fyrstu ár klúbbsins... þegar við vorum stanslaust að ögra okkur og öðrum... og komast að því að það væri alveg hægt að ganga í myrkri að vetri til með höfuðljós þó alls kyns "sérfræðingar" segðu okkur annað... reyndum að sannfæra efasemdarraddirnar um hversu magnað þetta væri... nálægðin við fjöllin í myrkrinu... töfrandi ljósin í byggð lengst niðri í dimmunni... og uppgötvuðum smám saman keðjubroddana sem ekki voru til á Íslandi þegar við byrjuðum... bara teygjugormarnir sem dugðu ekki nægilega vel og svo jöklabroddarnir sjálfir sem hentuðu alls ekki í saklausum hálkubreiðum innan um grjótið...
Þegar við vorum
hálfnuð sneru
Soffía Jóna og
Bára við enda of
mikið færst í
fang í fyrstu
göngu eftir
langt hlé hjá
Soffíu :-) En svo því sé haldið til haga þá kom reyndar gjólan þegar leið á úr suðaustri en það var á niðurleiðinni sem koma ekki að sök...
Arna, Bára,
Gerður Jens.,
Guðmundur Jón,
Gunnar, Jóhann
Ísfeld, Jónas
Orri, Karen Rut,
Katrín Kj.,
Magnús,
Á niðurleiðinni féll Rósa við þegar hún steig niður smá klettahjalla og rann til en lenti á grjóti og sakaði ekki... Örninn þá uggandi um færið sem var heldur varasamt því menn voru eingöngu á keðjubroddum og þó þetta væru stöku skaflar af og til þá voru þeir glerharðir og miserfitt að fóta sig á þeim... líklegast hefði Báran verið búin að draga úr því að fara alla leið upp í þessu færi... svo hvað það varðar voru menn heppnir ef svo má segja að ná tindinum :-)
Alls 6,1 km á 3:50 klst. upp í 728 m hæð með alls hækkun upp á 685 m miðað við 75 m upphafshæð.
Afrek að ná
þessu enda
hörkufólk á ferð
og flestir búnir
að mæta vel allt
síðasta árið
Mont Blanc
Tind-farar og
Hring-farar eru
flestir búnir að
vera duglegir að
æfa síðustu
vikur og mánuði
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |