Arnarfell og Bæjarfell Krýsuvík 29. september.
Bíóferð á Everest 24. september.
Drottning og Stóra Kóngsfell 22. september.
Háhryggur Dyrafjöllum 15. september.
Helgafell í Hafnarfirði 8. september.
Kerlingargil, Tindstaðafjallshnúkur og Dýjadalshnúkur
1. september.
Mávahlíðar 25. ágúst.
Reykjavíkurmaraþon 22. ágúst.
Akrafjall Háihnúkur og Geirmundartindur 18. ágúst.
Bláfjallahnúkar 11. ágúst.
Fíflavallafjall 4. ágúst
Þórnýjartindur Eilífsdal 28. júlí
Tungukollur, Þverfjall, Þverhnúkur, Katlaþúfa og
Klausturstunguhóll í Hafnarfjalli 21. júlí
Þríhnyrningur með Dodda og Njólu - aukaferð laugardaginn
18. júlí
Ásfjall, Vatnshlíð og umhverfis Hvaleyrarvatn 14. júlí
með Jóhönnu Fríðu í sumarfríi þjálfara
Móskarðahnúkar 7. júlí með Antoni í sumarfríi þjálfara
Lauflétt en stórskemmtilegt
Hún var sérlega létt en þeim mun
notalegri þriðjudagsæfingin á Bæjarfell og Arnarfell
Spáð var rigningu og vindi... en eingöngu vindurinn lét sjá sig og þá bara þegar við fórum úr skjóli sem einhvern veginn gafst meira og minna í þvælingnum um þessi lágu en fjölbreyttu fell...
Gengið var fyrst á Bæjarfellið og það hringað uppi eins og hægt var áður en snúið var yfir á Arnarfellið...
... sem þarna rís hægra megin við miðja mynd en vinstra megin sést í Geitahlíðinni sem við eigum eftir og við skildum ekkert í hví í ósköpunum við vorum ekki gangandi frekar þar en á þessum litlu hólum kvöldsins... en þessi æfing var liður í átaki þjálfara í dagskrá ársins 2015 með að hafa léttar göngur annan hvern þriðjudag til móts við erfiðari annan hvern þriðjudag, þar sem menn hafa gjarnan bent á að það sé erfitt að mæta alla þriðjudaga í langar erfiðar kvöldgöngur... en þar sem annar þjálfarinn var að vinna síðasta þriðjudag breyttist sú gangan í fremur létta einnig svo þetta var þriðja létta fjallgangan í röð... en það kom ekki að sök þar sem það var illviðri síðasta þriðjudag hvort eð er og lítið hægt að afreka í slíku veðri og alls ekki meira en menn gerðu þá á Drottningu og Stóra Kóngsfelli... og þetta kvöld stefndi í svipað veður... sem svo reyndist ekki vera og rættist vel úr...
Í klöngrinu upp á Arnarfellið fann Guðmundur Jón þessar ansi vel þvældu rifur af íslenska fánanum og reyndi að bjarga því sem bjarga mátti... en það var ósköp lítið eftir af honum greyinu svo hann var látinn standa á fjallinu fyrir sína lokadaga...
Uppi á Arnarfelli snæddum við og
ræddum Elbrus og dvínandi áhuga þjálfara á því fjalli.... jú, það
gefur hak við hæsta fjall Evrópu og eflaust forvitnilegt að koma til
Rússlands... en meira er það ekki... fjallgangan sjálf og fjallið
ekki nógu spennandi að mati þjálfara sem hreinlega fá sig ekki til
að ganga endanlega frá ferðinni þangað eins og ráðgert er innan
hópsins... svo við ræddum aðra möguleika... Mont Blanc, Toubkal í
Marokko, Pólland, Bandaríkin, evrópsku alparnir... en þjálfarar
myndu vilja fara í ferð sem er fremur ódýr og fyrst og fremst
skemmtileg en ekki eingöngu barningur við háfjallaloft og
erfiðleika... sem er jú mjög gaman að slást við í annarri hverri
fjallgönguferð... ekki hverri einustu... minnug þess að bæði
Perúferðin og Nepalferðin standa tvímælalaust upp úr sem algerlega
magnaðar ferðir sem gáfu báðar ólýsanlegar gönguleiðir og landslag,
menningu og framandleika sem aldrei gleymist meðfram krefjandi
göngum og háfjallaveikindum innan hópsins em var þess virði að
standa í sökum ævintýrisins allt um kring... á meðan Slóvenía og
Mont Bland fjallahringurinn gáfu jú líka magnað landslag þó ekki
væri það í sama gæðaflokki en enga erfiðleika... bara gaman allan
tímann og menn almennt ekki veikir meira og minna alla ferðina...
það er einhvern veginn nauðsynlegt að hafa þetta í bland :-) ... svo
ræðum þetta og spáum í þetta saman... og ákveðum þetta núna í
október
Það var varið að skyggja fljótlega í göngunni en þar sem það var ekki sérlega þungbúið slapp þetta vel með birtuna og engin höfuðljós voru notuð í göngunni...
Við gengum í skjóli við Arnarfellið til baka og skoppuðum um mýrina og þúfurnar og yfir lækinn til baka...
... og enduðum á bítlatakti í lokin þar sem það var í alvörunni gangbraut á veginum milli þessara fjalla sem forðum daga lá framhjá Krýsuvíkurkirkju áður en hún brann... höfum bara einu sinni gengið yfir gangbraut í miðri fjallgöngu... það var í Vestmannaeyjum þegar við röktum okkur eftir öllum fjöllunum þar... þetta gerist líklega ekki aftur... nema ef vera skyldi á Sigló ef við látum einhvern tíma þann draun rætast að ganga um fjöllin þar og ganga niður í bæinn og yfir á Hannesboy eftir göngu eins og við gerðum í MontBlandfjallahringnum þar sem hver göngudagur endaði á kránni í tómu kæruleysi og notaleguheitum :-)
Alls 4,0 km á 1:39 klst. upp í 230 m
og 205 m með alls hækkun upp á 250 m...
Kálfstindur hinn staki á dagskrá
næsta laugardag og veðurspá með ágætum en dræm þátttaka því miður
enn og aftur þrátt fyrir að nú sé um létta og stutta tindferð að
ræða svo ekki er það nú orsökin allavega... |
Hópferð á Everest ! Everest Alls fóru rúmlega 50 Toppfarar ásamt gestum saman á kvikmynd Baltasar Kormáks fimmtudaginn 24. september og skelltu nokrkir sér í hópmynd á eftir... en myndin var mjög áhrifamikil og sláandi fögur og hrikaleg í senn þar sem Nepalfararnir táruðust yfir slóðunum sem þeir fóru þarna fyrir rétt tæpu ári síðan í október 2014... og allir veltu fyrir sér hvernig í ósköpunum þessir sex Íslendingar |
Rok og rigning
Þriðjudaginn 22. september mættu 10 manns á æfingu... í ekta þvottavélarupplifun af náttúrunnar hendi... í mjög fallega göngu í eldfjallaumhverfi Bláfjalla þar sem gengið var á Eldborgargígnum og upp og niður Drottningu og upp og niður Stóra Kóngsfell í grenjandi frísklegri rigningu og roki...
Farið var hefðbundna leið að sinni þar sem veðrið réð för... en þetta var í sjötta sinn sem gengið er á þessi fjöll í klúbbnum sem hafa verið sigruð á öllum árstímum... sól og blíðu, roki og rigningu, þoku, kulda, snjóbyl og fleiri útgáfum veðurs...
Svavar, Helga Bj., Guðmundur Jón, Katrín, Erna, Sarah, Gunnar, Arnar, Guðrún Helga og Örn tók mynd þar sem Bára var í vinnuferð á norðurlandi... alls 5 km á 1.31 klst. upp í 604 m hæð með alls hækkun upp á 375 m miðað við 423 upphafshæð.
Það er eitthvað
við svona útiveru...
Síðar í vikunni
fengum við svo stóran skammt af fjallamennsku
gegnum kvikmynd Baltasar Kormáks Everest... |
Háhryggur
Dyrafjöllum
Töfrasalur
Dyrafjalla norðan Vörðuskeggja var litríkur
og formfagur þegar við gengum um þau
... með
haustlitina í hámarki og útsýnið himinblátt
í fjarska til fjallakransins sem Langjökull
skartar í norðri
Hnúkar og hryggir um allt... of fáir með nafn... Sköflungur í vestrinu og Jórutindur og Hátindur í suðrinu með nafn og höfum við gengið á öll þau fjöll tvisvar... Háhryggurinn bættist í safnið þetta kvöld.. en svo eru allir hinir nafnlausir eins og þessi hryggur hér...sem við ætlum að ganga um næsta haust...
Það er kominn tími til að ganga á tindana sunnan Langjökuls þarna í fjarska... Klukkutindar féllu niður um daginn en kálfstindur hinn staki við hliðina á Högnhöfða er á dagskrá í október og vonandi náum við honum í fallegu veðri :-)
Gullið sólarlag en svalur norðanvindur og suðvestanslagviðri á leiðinni um helgina svo endanlega er úti um hálendisferðina á Hágöngur og Tungnafellsjökul enda mætingin dræm eins og á Klukkutinda... en annasamt haustið hefur oft leikið okkur grátt í dræmri mætingu í magnaðar göngur á þessum árstíma sem gefur einmitt besta tækifærið til að ná til fjallanna í efri heiðum landsins... en við gefumst ekkert upp og stefnum á Kálfstind sem sleppur vonandi ekki úr sigtinu þó fáir mæti ef veður leyfir :-)
Yndisleg samvera og ljúf stemning í takt við dúnmjúkan mosann...
Efri: Njóla,
Ósk, Ester, Guðmundur Jón, Jón Tryggvi,
Erna, Hjölli og Örn.
Skjaldbreiður og félagar... já, við verðum að hundskast á þessa Klukkutinda einhvern tíma... og Tindaskaga sem liggur eiginlega beinna við að byrja á... og Hrútafjöll og Skefilsfjöll og Skriðutinda og Skriðu... eigum alveg þetta suðvesturhorn á fjallakransinum eftir fyrir utan Kálfstindanq (í fleirtölu) sem einhverra hluta vegna eru heimsfrægir á Íslandi og skyggja alveg á alla hina tindahryggina... hvers vegna í ósköpunum veit enginn :-)
Ágúst sá þennan hvíta mann og var ekki með myndavélina en ætlar sannarlega að finna hann aftur síðar :-)
Eftir
nestispásu þar sem þjálfarar sögðu
frægðarsögur af "Holland 0 - 1 Ísland" í
Amsterdam
Alls 6,2 km á 2:16 klst. upp í 463 m með alls hækkun upp á 415 m miðað við 363 m upphafshæð.
Ísland er
best og við erum lánsöm að eiga heima á
þessu landi... |
Stormganga
Meðan þjálfarar voru staddir í Amsterdam að horfa á íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigra Holland 0 - 1 í sögulegum sigri og þar með nánast tryggja Íslendingum þátttöku í Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016... og horfa á íslenska karlalandsliðið í körfubolta keppa á Evrópumeistaramótinu í Berlín... og tapa nánast öllum leikjum fremur tæpt í hatrammri baráttu en fagna engu að síður með 1000 íslenskum stuðningsmönnum eins og um sigur væri að ræða og enginn væri morgundagurinn... gengu ellefu Toppfarar á Helgafell í Hafnarfirði í umsjón Gylfa en vegna veðurs var áætlaðri göngu á Vífilsfell breytt í þetta fallega og viðráðanlega fjall sem stundum hefur fengið heimsókn þegar veður er válynd. Skemmst er frá því að segja að veðrið var vont... en þó meðvindur alla leið upp og niður að sögn viðstaddra, grínlaust, það rættist þvílíkt úr veðri og menn voru hæstánægðir með ferðina enda flott að ná svona göngu innan um storminn sem geysaði þessa vikuna á suðvesturlandinu.
Frá Gylfa:
Mættir voru Merle með Súsönnu sem fylgdi
okkur fyrstu 10 mín en snéri svo við, Njóla,
Sarah,Ólafur, Svavar, Guðrún, Guðmundur,
Katrín, Arnar og ég. Gsp áður en ég hef fært
inní garmin eru: 4,8km og tími 1klst og 24
mín.
Sjá myndir
hér: og fésbókarsíður göngumanna og
fararstjórans :-) |
Stórbrotið
Kerlingargil
Það væri spennandi að ganga einhvern tíma inn eftir öllu Kerlingargilinu í Miðdal og freista þess að fara upp brattar brekkurnar austan megin eins og virtust vera færar alla vega ein brekkan svona séð ofan frá...
... en við létum
okkur nægja að fara hálfa leiðina inn eftir að sinni þriðjudaginn 1.
september
Nítján vorum við að
sinni... María E., Örn, Anton, Gunnar, Ósk E., Doddi, Gylfi,
Steingrímur, Guðrún Helga, Játi, Gerður jens., Arnar, Helga Bj.,
Katrín Kj., Steinunn Sn., Sarah, Erna og Jóhann Ísfeld Þar af var Erna að
fara í sína fyrstu göngu með hópnum og Sarah að mæta í sína þriðju í
röð...
Þetta gil er hrikalega fagurt og það er fært til bókar hér með að næst göngum við inn eftir því öllu og ekkert minna !
En við gengum upp úr því í þetta sinn þar sem stefnumót við áttum við Tindstaðafjall...
... en við létum samt Kerlinguna ekki í friði á uppleið og þáðum alla þá orku sem stórbrotið landslag hennar gaf okkur...
... til þess einfaldlega að geta brölt upp þessar lööööööngu og brööööööttu brekkur...
... sem tóku verulega í enda farið upp í tæplega 800 m hæð á einu bretti...
... en við héldum áfram hjalla fyrir hjalla og gengum upp í þokuna sem lá í efri hlíðum...
... og fengum súld og ekkert útsýni á Tindstaðahnúk (761 m) sem er austari tindurinn í Tindstaðafjalli...
...sá vestari heitir Dýjadalshnúkur (727 m) og niður á hann gengum við eftir fjallsheiðarbrúnunum...
... í þoku sem skyndilega tók að létta...
... og þynnast...
... þar til allt varð bjart og gott...
... og skyggni hreint og tært...
... svo við vorum ekki lengi að færa okkur upp á skaftið...
... og létum okkur
ekki nægja að þvælast út á klettanösina aftan við vörðuna á tindinum
... svo við eltum bara Kristinssynina tvo og skunduðum út á neðri nösina...
.. og tókum hópmynd
þar en þá var þokan að koma aftur yfir...
... enda rökkvaði
óðum eftir þetta þar sem farið var niður brattar brekkurnar alla
leið niður að botni Kerlingargils...
... og við enduðum
í rökkurró við bílana eftir 5,5 km göngu á 3:18 klst. upp í 727 m
hæð Krefjandi ganga
bæði upp og niður og skínandi góð æfing á tignarlegum slóðum Þjálfarar verða í
Amsterdam á landsleik Hollands og Íslands í fótbolta og í Berlín á
Evrópumeistaramótinu í körfubolta
|
Magnaðar Mávahlíðar
Nýjar slóðir bættust við safnið þriðjudaginn 25. ágúst...
... þar sem
gengið var yfir Hrútagjá á Reykjanesi í átt
að tindunum sem við höfum mænt á
... en leiðin yfir hraunið var ævintýraleg óvissuferð þar sem við vissum ekkert hvernig landið lá...
...
nema jú að þarna væru tökuslóðir á Game of
Thrones að hluta
... en
nóg um Game of Thrones... landslagið fór mun mýkri höndum um okkur en
þessar hrjúfu
... og leiddi
okkur um ævintýraland hraunbreiðanna sem
upphaflegu runnu hér úr Hrútagjárdyngju...
Mávahlíðar
stigu upp úr breiðunni í vestri og við létum
okkur dreyma um að geta þrætt okkur eftir
hryggnum öllum
... og strákarnir fóru könnunarleiðangur meðan almúginn snæddi nesti...
Útsýnið úr matartímanum var alveg nýtt sjónarhorn til suðvesturs yfir á Fíflavallafjall (út af mynd vinstra megin), Grænudyngju, Trölladyngju, Hörðuvallaklofs, Keilis og Lambafells (sem lumar á Lambafellsgjá)... en þar fer ein fallegasta kvöldgangan í sögu okkar... um dyngjurnar, klofið og gjánna...
Jú þetta var vel fært öllum í hópnum... líka henni Lilju Sesselju sem gengin er 7 mánuði á leið með barn þeirra Gylfa og hikaði ún hvergi á þessari leið... konan sú getur allt... yfirveguð og svöl eins og mosinn...
Mögnuð leið og alltaf jafn gaman að fara nýjar slóðir...
...sérstaklega þegar þær koma manni á óvart eins og þessi gerði...
Þetta var sko hópmyndarefni...
Sveifluhálsinn vinstra megin með Stapatind hvassan upp úr hryggnum, Fíflavallalfjall og hluti af Grænudyngju hægra megin...
Anton, Jón og
Steingrímur á tindinum í fjarska, Örn,
Valla, Sarah, Gréta, Guðmundur Jón, Katrín
Kj., Gylfi, Stefán Alfreðs., Njóla, Lilja
Sesselja, Guðrún Helga, Arnar, Gerður jens.,
Hjölli, Ósk Sig., Björn Matt, Ágúst, Alda,
Svala
Þar af var
Gréta að koma í sína fyrstu göngu með
hópnum,
Það var dásamlegt útsýni ofan af þessu ekki hærra fjalli... 254 m hátt... :-)
... og leiðin grýtt en örugg alla leið og það mátti á köflum sjá glitta í troðning eftir fyrri göngumenn en ekkert finnst á veraldarvefnum um göngu á Mávahlíðar svo spyrja má hverjir hafi þarna verið á ferð... en Gerður Jens minnist þess að Ferðafélagið hafi staðið fyrir göngum á Mávahlíðar hér áður fyrr?
Smá klöngur upp á hæsta tind...
... en himinin var sérlega fagur þetta kvöld...
Jú, við urðum öll að klöngrast þarna upp þó ekki væri pláss fyrir alla í einu...
Þjálfari
fullyrti að þetta yrði "once in a lifetime
upplifun"... að ganga með konu gengna 7
mánuði á leið
Við kláruðum sunnan megin út hrygginn en snerum svo niður til baka og slepptum lægri hlutanum syðst...
Gylfi og
Lilja giftu sig um daginn... fluttu í
fallegt hús í stekkjunum í Breiðholti í vor
og eiga von á fyrsta hreinræktaða
Toppfaranum í lok október... við gáfum þeim
brúðkaupsgjöf um daginn... fánastöng til að
setja upp í garðinum
Og hjartans
hamingjuóskir elsku Gylfi og Lilja með
fallega lífið ykkar um þessar mundir
Bakaleiðin var stórskemmtileg og önnur leið en út eftir... þar sem við stefndum á slóðann sem liggur upp Hrútagjánna vestan megin... en þaðan vorum við komin á góðan slóða alla leið í bílana aftur...
Alls 7,8 km á 2:48 klst. upp í 254 m hæð með alls hækkun upp á 305 m miðað við 220 m upphafshæð.
Mergjuð ganga
sem gaf gott brölt í mosa, hrauni, grjóti,
skriðum, klettum, hryggjum og brúnum |
Til hamingju með
Rósa (Fjölnir) og
Steinunn (KR) hlupu heilt
maraþon í ár á flottum tímum
Gunnar og Örn hlupu hálft maraþon.
TIL HAMINGJU ALLIR ! Geggjaður dagur
eins og alltaf sama hvað menn eru að hlaupa langt eða hratt... Pössum að skrá
okkur tímanlega í Toppfara-sveitir á næsta ári |
Akrafjall alla leið
Þetta var alvöru æfing þriðjudaginn 18. ágúst þegar þrettán manns mættu til göngu á báða tinda Akrafjalls...
... þar af einn
gestur sem vildi prófa göngu með hópnum og lenti
algerlega í djúpu lauginni... NB Hún heldur með EVERTON bara svo fótboltagúrúarnir fari nú ekki á flug ! :-)
Gengið var hefðbundin leið á Háahnúk til að byrja með... smá súld en lygnt og hlýtt...
Og var Háahnúk náð eftir snarpa uppgöngu... Ósk Sig., Ólafur Vignir, Guðmundur jón, Njóla, Gylfi, Sarah, Steingrímur, Katrín Kj., Björn matt., Steinunn Sn., Ingi og Jóhann Ísfeld ásamt Bónó og mola þarna innan um og Örn tók mynd því Bára var að vinna þetta kvöld... Karlmenn í hressilegum meirihluta...
Myndavél þjálfara
gafst upp á Háahnúk... svo síminn hans Gylfa kom
að góðum notum fyrir fleiri myndir
Ilmandi
mosi og friður óbyggðanna í algleymi þarna niðri
milli tinda...
Jú, myndavél Arnarins átti inni eina eða tvær myndir eða svo þrátt fyrir batteríisleysið...
Geirmundi náð í
góðu skyggni og veðri... ansi sætur sigur svona
á síðsumarskveldi... þar sem myrkrið skellur á
upp úr níu eða tíu eftir skýjafari... það var
þörf á höfuðljósum síðustu metrana og alltaf
kemur sá skellur jafn harkalega aftan að
okkur...
Alls 10,6 km eða
svo í gps þjálfara á 4:30 - 4:45 klst. upp í 653
m hæð hæst á Geirmundi með alls hækkun up á 928
m...
And Sarah... we
hope you will join the club and come again...
this was rather a demanding practice but yet
also typical for us every now and then... but in
gerenal the Tuesday practices are sometimes easy
and sometimes difficult... in fact it´s good
they are this difficult because otherwise we
never get so strong as the hikers of this club
in general are... thus being able to take on
demanding and adventurous hikes all year around
as you can see in our daytours through the
years: |
Bratti og grjóthrun
Fjölmennara var á æfingu þriðjudaginn 11. ágúst síðan í byrjun
júní... og mætingin öll að koma til eins og vanalega á þessum
árstíma... en þá mættu átján manns til göngu á nafnlausa tinda
sunnan Vífilsfells sem tengja það við Bláfjallahrygginn
Veðrið með ágætum eins og í allt sumar á suðvesturhorninu... sól og blíða, brakandi þurrt og gott skyggni...
En þessi blíða hefur þær aukaverkanir að allur jarðvegur er þurrskorpinn og lausgrýttur svo þegar farið var upp brattar grjótskriðurnar í fyrstu brekkunni þurftum við að stíga tvo skref fyrir eitt upp eftir...
... og þýddi þetta talsvert krafl og brölt sem menn voru almennt hæstánægðir með því öðruvísi þróar maður ekki lagnina við þetta skriðubrölt... en þetta þýddi líka að allt grjót var laust í sér og því miður fór svo að stórt grjót sem Ester (í bestu meiningu ætlaði sér að losa úr gönguleiðinni og skutla niður um þornuðu sprænuna vinstra megin við hópinn) - tókst í loftköstum að snúa af leið og lenda beint á vinstra læri Irmu með þeim afleiðingum að hún hlaut skrámur og talsverða bólgu og eymsli í lærið...
Við
kláruðum upp og tókum ákvörðun um að skipta liði þar sem Irma og
Bára færu niður stystu leið
Og ræddum lexíu dagsins fyrir bæði
þjálfara og göngumenn: Grjót sem nær miklum hraða og fer í loftköstum getur auðveldlega lent á lífshættulegum stöðum göngumanna eins og brjóstkassa og höfði. Irma var heppin hvað það varðar að fá grjótið í lærið (mjúkur dempari og hvorki bein né innvortis líffæri) en fá það ekki í hné, mjöðm, kvið, brjóstkassa eða höfuð, sem þýðir samt að blóðríkur og stór vöðvi skaddast í lærinu og hann þarf sinn tíma til að jafna sig. Þá mátti litlu muna að hún og Bára féllu aftur fyrir sig við höggið og þá hefði einnig getað farið verr. Við
sendum Irmu bestu batastrauma og vonum það besta með skjótan bata
Ester hlúði vel að Irmu og var skiljanlega leið yfir þessu en þetta
var algert óhapp og ekkert við þessu að gera
Við brúnirnar skiptum við liði... þarna lá hryggurinn milli Bláfjallahnúkanna og stöllurnar tvær sneru niður brekkurnar...
En fyrst var tekin hópmynd... Ósk, Ágúst, Svavar, Stefán Alfreðs., Steinunn Sn., Jóhann, Björn Matt., Katrín Kj., Guðrún Helga, Arnar, Örn, Ester. Svala, Guðmundur Jón, Vallý, Maggi og Irma en Bára tók mynd og það var ansi notalegt að fá þá Bónó og Mola aftur í fjöllin :-)
Söguritari og Irma héldu beinustu leið niður brekkurnar og horfðu á félaga sína rekja sig eftir hryggnum þarna uppi...
... sem mátti vel sjá ef maður rýndi aðeins og súmmaði inn myndavélinni...
Vallý og Svala komu svo síðar á eftir okkur úr fyrra skarðinu þar
sem þær voru tímabundnar og strákarnir straujuðu svo niður
skriðurnar á niðurleið hópsins svo það voru Toppfarar úti um allt
þarna í dalnum eins og fé í stjórnlausri smalamennsku
Gilið sem rennir hnúkunum saman og myndar þennan fallega dal sem
þarna er
Alls 6,9 km á 3:00 klst. upp í 601 m hæð með alls hækkun upp á 560 m miðað við 202 m upphafshæð.
Fallegt kvöld og flott leið en slysið skyggði á ánægjuna og við
vonum það besta og sendum Irmu innilegustu batastrauma og vonumst
til að sjá hana sem fyrst aftur með okkur á fjalli... |
Fagurt
var það Fíflavallafjallið
Vötnin við Sogin á Reykjanesi buðu upp á enn eitt hlaðborðið í útiveru þriðjudaginn 4. ágúst...
... þar sem háskýjað og hlýtt
veður skríddist stríðum vindi og þykku mistri í grennd...
Við vorum þrettán manns að
sinni... fámennt yfir hásumarið sem fyrr en yndisleg stemningin
eftir því...
Fagurt var það Fíflavallafjallið í síbreytilegu bergi, gróðri, áferð, formi og litum...
Sumarið í algleymi og eins gott
að hafa vit á að njóta... því svona undirlend, fullþroska gras
og blóm í hámarki...
Við gengum eftir fjallinu öllu frá norðri til suðurs...
... út á taglið þarna í fjarska við Mávahlíðarnar...
... sem eru á dagskrá þar næsta þriðjudag...
... með óvissuferð yfir hraunið
þarna hægra megin...
Bakaleiðin var farin um hraungíga og hraunhellur...
... í ævintýralegu og afskekktu landslagi sem var gaman að þvælast um allt til enda....
Alls
8,3 km á 3:14 klst. upp í 371 m hæð með alls hækkun upp á 537 m
miðað við 212 m upphafshæð.
Norðar bíða Mávahlíðar og við
eigum enn eftir fjöllin litlu sunnan við vötnin og svo
Núpshlíðarháls og Selsvallafjall sunnan megin
... og þá er ótalið litlu
göngurnar á Lambafellin þarna, Bleikhól, Gullbringu,
Vatnshlíðarhorn, Háuhnúka o.m.fl.
... svo það er margt þegar gengið
í klúbbnum en um leið enn margt spennandi ógengið
Magnús fann þennan flotta
kertastjaka í gígnum á endasprettinum...
Akstursleiðin bauð upp á nýjung
sem einkennir þetta sumarið meira en oft áður...
Takk elskurnar fyrir yndislegt
kvöld... þið eruð bestust :-) |
Sumarblíða á Þórnýjartindi
Í þriðja sinnið
gengum við á tindinn hennar Þórnýjar sem gnæfir yfir mynni
Eilífsdals þriðjudaginn 28. júlí
... en hefðum mátt
velja betri leið meðfram ánni frekar en að þvælast svona inn á land
bóndans í Eilífsdal
Menn rifjuðu upp
magnaða göngu Hjölla þarna fyrr í sumar þann 23. júní
... upp ásinn þarna
vinstra megin við miðja mynd, hægra megin við dýpsta gljúfrið
Veðrið lék við
okkur... brakandi blíða og svitinn stríðum straumum rann í
kvöldsólinni
... og útsýnið
eftir því í allar áttir... Skarðsheiðin óðum að verða snjólaus...
Dimma lék á als
oddi... mikið óskaplega þykir okkur vænt um hana... verið með okkur
síðan 2007
Það var ekki hægt
annað en taka mynd af ofukonum Toppfara...
Fegurð hásumarsins á Íslandi er engu lík þegar veðrið leikur við mann...
... þá er hvergi betra að vera en nákvæmlega á landinu okkar...
Þórnýjartindur er brattur en mosasleginn að mestu alla leið upp á topp...
... í klettahjöllum sem mynda þennan fína tröppugang alla leið upp á heiðina sjálfa...
Við gengum fram á
brúnirnar í vestri sem vísa niður í Miðdalinn
Já, þarna var fín leið niður... eða upp og þaðan Kringum Miðdalinn og...
...hérna niður... förum þetta næsta sumar í sumarbirtunni...
Græni litur
hásumarsins er alveg örugglega heilandi fyrirbæri gegn hvers kyns
líkamlegum sem andlegum meinum...
Hópmyndin var tekin
á niðurleið sömu leið og farið var upp...
Síðasta spölinn kom regnúði yfir svæðið með fallegum regnboga yfir dalnum...
... og passaði
alveg við smá lækjarævintýri í lokin þar sem Guðmunur skutlaði
góðum steini út í miðjan læk til að stikla yfir
Þetta var
afmælisdagur Njólu Toppfara... einnar af ofurkonum klúbbsins sem frá
upphafi hefur mætt og tekið þátt í okkar allra erfiðustu göngum án
þess að hika... sem alltaf er glöð og geislandi og með sérlega góða
nærveru... og alltaf til í allt... Alls 6,5 k á 3:14 klst. upp í 715 m hæð með alls hækkun upp á 641 m miðað við 112 m upphafshæð. Yndisleg kvöldstund
í notalegum félagsskap og gullfallegu veðri |
Í skýjunum
Þjálfarar mættu aftur til leiks þriðjudaginn 21. júlí og skelltu sér með félögunum sem voru í bænum á fimm nyrstu tindana í Hafnarfjalli í fallegu og sólríku veðri en skýjuðu á efstu tindum og ótrúlega köldum vindi þarna uppi...
Strákarnir voru í græna liðinu og það vantaði bara grænu lopaleysuna hans Guðmundar til að fullkomna þetta...
Gengið var upp brattar skriðurnar á Tungukolli sem reyndust færari en áhorfist frá þjóðvegi eitt þegar ekið er um Borgarnes...
Grjótið þarna með ólíkindum fallegt... erfitt að fylla ekki pokann af listaverkum náttúrunnar...
"Muniðið eftir
Blákolli
og hinum átta tindunum baksviðs milli Hafnarfjalls og
Skarðsheiðar í mars 2012"?
Ofan af Tungukolli risu hinir tindar Hafnarfjalls... tignarleg fegurð þessa fjallgarðs lætur ekki að sér hæða...
Litið til baka á Tungukoll af Þverfelli sem var tindur tvö af fimm...
Myljandi
flísarnar á Þverfelli... þar sem Siglfirðingarnir héldu
upp á opnun Héðinsfjarðargangnanna
Útsýnið til baksviðsins og aðeins á Hróarstinda...
Þokan skreið
því miður yfir efstu tinda á Þverhnúk, Katlaþúfu og
Klausturstunguhól
... svo í
þokunni gengum við eftir gps um dulúðugar slóðirnar efst í
þessum einstaklega fallega fjallasal...
En þegar við
gengum niður af Klausturstunguhól í áttina að geilinni sem var
kyrfilega merkt í gps
... með hverju skrefinu niður á við...
...þar til allt varð sólríkt og gott...
... og sumarið kom aftur...
Aðkoman að
geilinni liggur beint við þegar gengið er niður að henni eftir
gps...
Magnað fyrirbæri sem alltaf er jafn gaman að skoða...
Ingi, Doddi,
Örn, Guðmundur, Ester, Kristján, Sjöfn, Gerður J., Katrín og
Bára tók mynd.
Fyrirsætubransinn fékk sitt pláss í ferðinni...
...og flottustu fjallakonur Toppfara fengu mynd af sér... Katrín
og Gerður...
... en eiginlega fannst okkur þetta sætasta myndin... paramynd af Sjöfn og Kristjáni :-)
Og svo var farið um geilina niður í dalinn...
... þar sem brattir hjallarnir tóku við...
... og við þræddum okkur eftir þeim út eftir á öxlina...
Þeir allra hörðustu tóku efri hlutann... Örn, Doddi og Ester... en hinir fóru algengari stíginn neðar...
Snjórinn enn aðeins á stígnum... svona er hálendið allt i margföldu magni og við svekktum okkur á sérlega erfiðu ástandi hálendisins sem væri að taka af okkur Holuhraunsferðina miklu sem átti að vera næstu helgi... en við gefumst ekkert upp og stefnum þangað síðar í sumar eða haust... líklegast verður september besti tíminn, ekki nægur tími til snjóleysinga fram í ágúst sem er á næsta leyti... kannski verður september bara sólríkur og friðsæll eins og oft og við að leika okkur uppi á hálendi :-)
Niðurleiðin um hrygg Klausturstunguhól var með gullið sólsetrið í fanginu...
... og mestmegnis í logni en ótrúlega köldum vindi ef við fórum of mikið hægra megin...
Litið til baka að geilinni.. brött og ævintýralega skemmtileg leið...
Lausgrýtt og krefjandi var niðurleiðin...
... og lærin brunnu við stöðugt bröltið niður á við í tæpan klukkutíma...
... ansi drjúgt
en kærkomið að rífa vel í vöðvana og koma skrokknum aftur í
fjallagírinn sögðu þjálfarar
Loksins... loksins... komumst við niður og gátum gengið á láglendi...
Hjarta úr vatni varð á vegi okkar... Ingi kom auga á það... takk Ásta fyrir að kenna okkur að sjá öll þessi hjörtu :-)
Íslenska flóran er harðgerð og útsjónarsöm... getum lært margt af henni varðandi lausnamiðun, elju, þrautsegju...
Alls 9,8 - 10,3 km á 5:01 klst. upp í 685 m á Tungukolli, 638 m á Þverfelli, 746 m á Þverhnúk, 789 m á Katlaþúfu og loks 666 m á Klausturstunguhól með alls hækkun upp á 1.128 m. Mergjuð kvöldganga sem reif vel í en gaf friðsæla og gullna upplifun sólsetursins, heilmikið brölt í krefjandi bratta og harðneskjulegt veður á efstu tindum... þetta var alvöru kvöldganga sem var eiginlega meira í ætt við dagsferð... eins og svo margar kvöldgöngur okkar yfir hásumarið þegar birtan allan sólarhringinn fær mann til að gera svona galnar vitleysur eins og þessar aftur og aftur... þó maður mæti dauðþreyttur og lítið sofinn í vinnunna daginn eftir... svona göngur sitja eftir og gleymast ekki... og gefa manni þetta extra góða form til að halda áfram að láta sér detta allt í hug allan ársins hring :-) Þórnýjartindur
í Eilífsdal næsta þriðjudag... |
Þríhyrningur með Dodda og Njólu laugardaginn 18. júlí
Frá Njólu: Frábær helgi með
nokkrum göngufélögum úr Toppförum ásamt 3 gestum..Eðalganga á
Þríhyrning á laugardeginum í dásamlegu veðri :-) Alls... vantar tölfræðina ! |
"Montganga" með Mt.Hanna
Frá Jóhönnu Fríðu af fésbók Toppfara:
Það góða við að fá pest aftur og aftur og aftur, er að maður getur
alltaf verið að koma sér í form sem er alltaf skemmtileg áskorun!!!
Alls 9,4 km á 3:09 klst. upp í 132 m og 112 m með alls hækkun upp á
um 300 m miðað við 32 m upphafshæð
Sjá myndir leiðangursmanna á fésbók. |
Móskarðahnúkar með Antoni
Frá Gylfa:
Skemmtileg aukaferð með félögum úr Toppförum. Byrjað á hefðbundnum
stað en svo gengin þjóðleiðin um Svínaskarð og efst í skarðinu milli
Skálafells og Móskarðahnúka
er stefnan tekin beina leið upp á hnúkinn. Sjá myndir
leiðangursmanna á fésbók. |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |