Allar þriðjudagsæfingar frá október út desember 2015
Lágafell og Lágafellshamrar frá 
Lágafellslaug 29. desember.
Úlfarsfell frá skógrækt 
jólaganga 15. desember.
Úlfarsfell frá Leirtjörn í stað 
Háahnúks v/veðurs 8. desember.
Háihnúkur Akrafjalli féll niður vegna veðurs 1. desember.
Smáþúfur Esju 24. nóvember.
Reykjafell og Æsustaðafjall 17. 
nóvember.
Búi Þverfelli Esju 10. nóvember.
Kristjánsdalahorn og Þríhnúkar 
3. nóvember.
Helgafell í Hafnarfirði 
klúbbganga í vetrarfríi þjálfara 27. október.
Eldborg nyrðri 20. október.
Gljúfur og Karl Kistufelli 
Esjunni 13. október.
Esjan fjallatími 6. október.
| Jólastemning á Úlfarsfelli 
																		
																		 
																		
																		Það var 
																		yndislegt 
																		andrúmsloft 
																		á 
																		árlegau 
																		jólagöngunni 
																		okkar 
																		upp á 
																		Úlfarsfell 
																		frá 
																		skógræktinni 
																		
																		 
																		
																		...en 
																		þrjú ár 
																		eru 
																		síðan 
																		við 
																		fórum 
																		síðast í 
																		þessa 
																		göngu 
																		þar sem 
																		hún 
																		hefur 
																		fallið 
																		niður 
																		tvö ár í 
																		röð  
																		
																		 
																		
																		
																		Mættir 
																		voru 16 
																		manns... 
																		eða fimm 
																		ungir 
																		menn, 
																		vinirnir 
																		Ágúst 
																		Ívar og 
																		Hilmir 
																		(Arnarson 
																		þjálfara) 
																		10 ára í 
																		Rimaskóla 
																		og 
																		fótboltamenn 
																		í Fjölni 
																		og 
																		vinirnir 
																		Bjartur 
																		og 
																		Arnbjörn 
																		Ingi 
																		(dóttursonur 
																		Inga og 
																		Heiðrúnar) 
																		9 ára af 
																		Barnaskólanum 
																		á 
																		Skaganum
																		 
 
																		
																		 Enda var stemningin góð og spjallað um allt milli skáklistarinnar og stjörnustríðs... 
																		
																		 ... og drengirnir tóku þátt í samræðum eins og aðrir... 
																		
																		 Veðrið var yndislegt þetta kvöld... 
																		
																		 ... og skyggnið eftir því yfir borgina en Úlfarsfellið er sannarlega gefandi útsýnisfjall... 
																		
																		 
																		
																		Arnbjörn 
																		Ingi er 
																		einn af 
																		þeim sem 
																		mætt 
																		hefur 
																		árum 
																		saman í 
																		jólagönguna...
																		 
																		
																		 
																		
																		Sarah, 
																		Jóhanna 
																		Fríða, 
																		Gerður 
																		jens, 
																		Bjartur, 
																		Ester, 
																		Ingi, 
																		Arnbjörn 
																		Ingi, 
																		Ágúst, 
																		Heiðrún, 
																		Hilmir, 
																		Rikki, 
																		Örn, 
																		Sigga 
																		Rósa 
																		
																		 
																		
																		Færið 
																		var og 
																		gott 
																		þetta 
																		kvöld... 
																		frost í 
																		jörðu og 
																		harðar 
																		skaflar 
																		og 
																		svellað 
																		landslag...
																		 
																		
																		 
																		
																		Jóhanna 
																		Fríða 
																		átti 
																		afmæli 
																		þennan 
																		dag... 
																		og bauð 
																		upp á 
																		heimabakaðar 
																		pönnukökur 
																		og 
																		heimabakaðar 
																		smákökur...
																		 
																		
																		 Bara yndislegt og alveg í anda Jóhönnu Fríðu sem er einstök kona í alla staði sem hefur gefið þessum klúbbi ósegjanlega mikla gleði og kátínu árum saman og sannarlega breytt landslagi hans og upplifunum óteljandi sinnum með gleði sinni og jákvæðni öllum stundum :-) 
																		
																		 
																		
																		Eftir 
																		nestistímann 
																		leituðu 
																		strákarnir 
																		að 
																		jólanammihúfunni 
																		í 
																		myrkri, 
																		vindi og 
																		kulda í 
																		grjótinu 
																		á 
																		tindinum
																		 
																		
																		 Hann fann hana hérna grafna ofan í vörðuna bak við frosna skaflinn... 
																		
																		 
																		
																		Eftir 
																		nestið 
																		og 
																		nammifund 
																		náðu 
																		Aðalheiður 
																		og Örn 
																		upp á 
																		tind til 
																		okkar
																		 
																		
																		 
																		
																		Alls 3,8 
																		km á 
																		2:09 
																		klst. 
																		upp í 
																		269 m 
																		hæð með 
																		alls 
																		hækkun 
																		upp á 
																		223 m 
																		miðað 
																		við 56 m 
																		upphafshæð 
																		
																		Gleðileg 
																		jól 
																		elskurnar 
																		- sjá 
																		jólakveðju 
																		þjálfara 
																		í 
																		Fjallajólatrénu 
																		hér á 
																		vefsíðunni | 
| 
																	
																	Afgangurinn 
																	af óveðrinu 
																	 
																	
																	Við vorum 
																	fimm sem 
																	þjóskuðumst 
																	við að mæta 
																	á æfingu 
																	þriðjudaginn 
																	8. 
																	desember...
																	 
																	 
																	
																	... en 
																	vindurinn 
																	var enn 
																	sterkur uppi 
																	á fjalli og 
																	við gengum 
																	því rösklega 
																	upp á alla 
																	þrjá hnúkana
																	 
																	 
 
																	
																	Óskaplega 
																	þakklát 
																	útivera 
																	eftir 
																	aflýsingu á 
																	jólagleðigöngunni 
																	helgina á 
																	undan  
																	 
																	
																	Og glimrandi 
																	góð veðurspá 
																	svo komin 
																	aftur 
																	laugardaginn 
																	8. desember
																	 
																	 
																	
																	... við bara 
																	VERÐUM að 
																	taka árið 
																	2016 föstum 
																	tökum  | 
| 
																		
																		
																		Hikers 
																		in the 
																		dark 
																		
																		 
																		
																		Þau voru 
																		þrettán 
																		sem 
																		mættu í 
																		gullfallega 
																		kvöldgöngu 
																		upp 
																		Smáþúfurnar 
																		í 
																		Blikdal 
																		Esjunnar 
																		
																		 
																		
																		Yndislegt 
																		veður og 
																		falleg 
																		snjóföl 
																		yfir 
																		öllu...
																		 
																		
																		 
																		
																		Farin 
																		var 
																		hefðbundin 
																		leið 
																		meðfram 
																		brúnunum 
																		um 
																		Arnarhamar 
																		upp 
																		misbrattar 
																		brekkurnar
																		 
																		
																		 Hjartalag Toppfara er einstakt... 
																		
																		 ...vinátta og samstaða sem skapast hefur gegnum árin og sigrar allt gegnum þykkt og þunnt... 
																		
																		 ... þar sem gleðin er alltaf í fyrsta sæti... 
																		
																		 
																		
																		Bónó og 
																		Moli 
																		eiga 
																		klárlega 
																		mætingametið 
																		þetta 
																		misserið...
																		 Alls 7,0 km á 2:47 klst. upp í 605 m hæð með alls hækkun upp á 603 m miðað við 52 m upphafshæð :-) 
																		
																		Enn ein 
																		blíðviðrishelgin 
																		framundan 
																		og rúm 
																		vika í 
																		jólagleðigönguna...
																		 | 
| 
																		
																		Á 
																		rjúpuslóðum 
																		í Mosó 
																		
																		 Erna, Gylfi, Guðmundur Jón, Sarah, Ólafur Vignir, Svavar, Ágúst, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn., Helga Bj., Ester, Vallý og Svala mættu á æfingu þriðjudaginn 17. nóvember í fínu veðri og færi og gengu á tvö fell í Mosfellsbæ... 
																		
																		En þetta 
																		var 
																		afmælidagur 
																		Vallýjar 
																		og það 
																		var sko 
																		sungið 
																		fyrir 
																		þessa 
																		yndislegu 
																		konu 
																		
																		 Karlmenn í meirihluta á æfingu eins og síðustu mánuðina... og einum þeirra búið að takast að bæta glænýjum, hreinræktuðum Toppfarameðlim inn í klúbbinn... Gylfi að mæta í sína fyrstu göngu eftir fæðingu sonarins í lok síðasta mánaðar :-) 
																		
																		 
																		
																		Þetta 
																		voru það 
																		lág 
																		fjöll að 
																		snjórinn 
																		var 
																		enginn á 
																		gönguslóð... 
																		sem 
																		þýddi 
																		miklu 
																		meira 
																		myrkur 
																		en þegar 
																		það 
																		liggur 
																		snjóföl 
																		yfir 
																		öllu sem 
																		er eitt 
																		af því 
																		fegursta 
																		við 
																		myrkurvetrargöngurar... 
																		en við 
																		höfum 
																		fengið 
																		þær svo 
																		flottar 
																		síðustu 
																		vikurnar
																		 
																		
																		 
																		
																		Kaflinn 
																		milli 
																		Reykjafells 
																		og 
																		Æsustaðafjalls 
																		er allur 
																		í 
																		mýrarkenndum 
																		dældum 
																		og hefur 
																		oft 
																		þvælst 
																		verulega 
																		fyrir 
																		okkur 
																		
																		 
																		
																		Rjúpan 
																		er 
																		einstaklega 
																		skemmtilegur 
																		fugl... 
																		og svo 
																		dásamlega 
																		grandalaus... 
																		menn 
																		komust 
																		alveg 
																		upp að 
																		henni í 
																		bakaleiðinni...
																		 Alls 6,4 km á 2:06 klst. upp í 273 m hæð hæst með alls hækkun upp á 292 m miðað við 101 m upphafshæð. 
																		
																		Fimmtíu 
																		ára 
																		afmæli 
																		Siggu 
																		Sig um 
																		helgina 
																		og 
																		margir 
																		Toppfarar 
																		fjölmenna 
																		þangað... 
																		skínandi 
																		góð 
																		veðurspá 
																		á 
																		laugardaginn 
																		og 
																		þjálfarar 
																		ætluðu 
																		að gera 
																		aðra 
																		tilraun 
																		til að 
																		blása 
																		til 
																		aukatindferðar 
																		og nýta 
																		þessa 
																		dásamlegu 
																		vetrarsól 
																		og þetta 
																		brakandi 
																		logn sem 
																		ekki er 
																		sjálfgefið 
																		að fá 
																		helgi 
																		eftir 
																		helgi... 
																		þar til 
																		kvenþjálfarinn 
																		slasaðist 
																		illa á 
																		hjóli í 
																		vikunni 
																		og þarf 
																		einhverja 
																		daga til 
																		að jafna 
																		sig... 
																		enda eru 
																		hvort eð 
																		er 
																		einhverjir 
																		að fara 
																		í 
																		ljósagönguna 
																		hans 
																		Steina á 
																		Esjunni
																		 | 
| Hörku vetraræfing á Esju 
																	 
																	
																	Þriðjudaginn 
																	10. nóvember 
																	tókum við 
																	skínandi 
																	góða æfingu 
																	um 
																	Þverfellið í 
																	Esjunni um 
																	Búa og 
																	Langahrygg 
																	og niður 
																	Einarsmýrina 
																	í ágætis 
																	veðri til að 
																	byrja með en 
																	blæstri og 
																	smá snjókomu 
																	þegar ofar 
																	dró... þar 
																	sem hálka og 
																	snjór var í 
																	efstu 
																	hlíðum... og 
																	lítið veður 
																	til að nesta 
																	sig en samt 
																	notalegt 
																	eftir 
																	hörkugöngu 
																	upp eftir... 
																	og 
																	fjálglegar 
																	umræður 
																	skreyttu 
																	niðurleiðina 
																	þar sem menn 
																	voru á því 
																	að það væri 
																	nú 
																	forvitnilegt 
																	að prófa 
																	eins og einn 
																	Landvætt á 
																	næsta ári... 
																	
																	www.landvaettur.is...
																	 ...og náðum alls 7,7 km út úr þessu á 3:01 klst upp í 592 m mælda hæð það kvöldið sem er 5 m lægra en vaninn er að mælist við steininn, með alls hækkun upp á 601 m sem er hefðbundin mæld hækkun miðað við 15 m upphafshæð sem er heldur stórtækt af hendi gps-tækisins en við látum það standa til að sjá hvernig þessar endurteknu mælingar koma út með árunum :-) 
																	
																	Hörku góð 
																	æfing og 
																	þétt 
																	stemning og 
																	menn á því 
																	með 
																	þjálfurum að 
																	gefa ekkert 
																	eftir  
																	 | 
| 
																	
																	Starað og 
																	starað upp í 
																	himingeiminn 
																	
																	 
																	
																	Daginn eftir 
																	að þjálfari 
																	birti 
																	spennandi 
																	dagskrá 
																	Toppfara 
																	árið 2016 
																	
																	 
																	
																	... fengum 
																	við gott 
																	klapp á 
																	bakið frá 
																	náttúrunni 
																	sjálfri 
																	þriðjudagskveldið 
																	3. nóvember 
																	
																	 
																	
																	Það dimmdi 
																	fljótt en 
																	snjófölin 
																	gaf okkur 
																	gott skyggni 
																	um grýtt og 
																	móað 
																	landslagið 
																	
																	 
																	
																	.. og 
																	brattari 
																	brekkur upp 
																	alla þrjá 
																	gígana á 
																	Þríhnúkum... 
																	
																	 Þríhnúkagígur er magnað fyrirbæri og Hjölli lýsti því fyrir okkur hvernig það er að fara þarna niður... 
																	
																	 
																	
																	... lygilega 
																	langt og 
																	hálf 
																	óhugnanlegt 
																	að síga 
																	niður í 120 
																	m djúpa 
																	hraunhvelfingu 
																	 
																	
																	Norðurljósin 
																	voru 
																	stórfengleg 
																	og breyttust 
																	stöðugt... 
																	tvær 
																	rennur... 
																	
																	 
																	
																	Gengið var 
																	ferðamannaleiðina 
																	niður af 
																	gígnum... 
																	ótrúlegt að 
																	sjá 
																	uppbygginguna 
																	á þessu 
																	svæði frá 
																	því við 
																	byrjuðum að 
																	ganga 
																	þarna... í 
																	stað þess að 
																	fara okkar 
																	gömlu leið 
																	til baka um 
																	undirlendið 
																	neðan við 
																	hnúkana eins 
																	og ætlunin 
																	var....  
																	
																	... og þeir 
																	sem gleymdu 
																	sér ekki í 
																	arkinu og 
																	spjallinu... 
																	heldur 
																	stöldruðu 
																	við og 
																	slökktu 
																	ljósin og 
																	bara 
																	horfðu... 
																	
																	 
																	
																	Alls 7,0 km 
																	á 2:53 klst. 
																	upp í 566 m 
																	hæð með alls 
																	hækkun upp á 
																	506 m miðað 
																	við 251 m 
																	upphafshæð... Endilega leið pistil þjálfara um dagskrána 2016 og skoðið hana... komið með athugasemdir og vangaveltur... þjálfarar eru opnir fyrir öllu um leið og þeir eru auðvitað alltaf jafn sannfærðir um spennandi áskoranirnar sem bíða okkar á næsta ári :-) | 
| 
																
																
																Daginn áður  
																 
																
																... gengu sextán 
																Toppfarar á 
																Helgafell í 
																Hafnarfirði 
																þriðjudaginn 27. 
																október  
																 
																
																... og var farin 
																hefðbundin leið 
																um gilið í 
																fallegu veðri, 
																ljósaskiptum  
																
																 
																
																Daginn eftir 
																fæddist þeim 
																Lilju Sesselju 
																og Gylfa þessi 
																sonur á 
																Landspítalanum 
																
																Hjartans 
																hamingjuóskir 
																til ykkar elsku 
																Gylfi og Lilja 
																Sesselja, 
																
																Myndir fengnar 
																að láni frá 
																Gylfa á 
																fésbókinni - 
																takk, takk :-) | 
| 
																
																Winter came on 
																North Fire 
																Crater 
																
																 There she rises... Nyrðri Eldborg or Norther Fire Crater of Lambafellshraun or Lava of Mt Lambafell where we hiked through ruffled lava in an adventurous landscape where the twilight crawled in with every step along the rain and wind... on Tuesday the 20th 2016... 
																
																 
																
																Surrounded by 
																mountains which 
																we have all 
																hiked before... 
																wondering why on 
																earth we had´nt 
																been through 
																this trail 
																before... and 
																promising 
																ourselves that 
																we simply have 
																to come here 
																again in better 
																daylight at 
																summer time...
																 
																
																 
																
																There was no 
																chance of hiking 
																fast... every 
																step was 
																necessary to 
																plan for and 
																then...  
																
																 The plan was to hike both North and South Craters of Fire... here heading up to the North one... 
																
																 
																
																...but the rain 
																and the wind 
																told us not 
																to... it would 
																be too much for 
																a night like 
																this to hike 
																just under 10 
																Kilometers 
																rather than just 
																under 6 K as we 
																ended up 
																doing... and 
																they were 
																right...  
																
																 
																
																Insdead we hiked 
																on the ridge of 
																the crater and 
																down into the 
																bottom of it on 
																the way back...
																 
																
																 We were all wet on the outside... but it was very interesting to see what jackets and what trousers could hold in this weather... surprisingly most of the equipment held us dry... the older ones better than the new expensive ones... making us once again wondering how the h... the mountain equipment stores still make way with selling us it all, in such high prices since it doesn´t even hold water in real circumstances out in the mountains... the old fashion mountain clothes are valuables worth looking for in old closets and markets... the new stuff simply does´nt do the work any more... where is this world coming to ? 
																
																 Group picture on the way back... the camera wet as everything else... and yet again majority of men with only three women or 1/4 of the whole group; Bára, Katrín and Sarah.. and nine men of 3/4; Anton, Guðmundur Jón, Gylfi, Jóhannes, Magnús, Ólafur Vignir, Svavar and Örn... The spirit and the atmosphere of the hike was of such lovely scale that worries of future existance of the club with less attendance last months, flew up in the wind... probably coming to the result that this is what´s to come after an upswing in mountain hiking last years... this is probably a normal state in attendance... at least it does´nt get any better in this kind of "Fellowship of The Mountains" :-) 
																
																 And that´s what came out of the camera not using the flash light :-)... 
																
																Total of 5,5 km 
																in 1:49 hours up 
																to 481 m above 
																wee level  
																
																There is 
																something about 
																hiking in the 
																darkness with 
																headlights in 
																the snow... 
																something so 
																different from 
																the brightness 
																and "easyness" 
																of the sun 
																hanging up all 
																night in the 
																summer time... 
																would never want 
																to skip winter 
																since it is our 
																favorite time of 
																year hiking in 
																the mountains... 
																and it gives us 
																this deep 
																gratitude for 
																the sun and 
																bright nights 
																again with 
																spring arriving 
																again... simply 
																a priviledge to 
																experience this 
																massive 
																difference 
																between the 
																seasons :-) 
																See the gorgeous 
																landscape we 
																hiked in these 
																wonderful photos 
																from Rafn 
																Sigurbjörnsson
																 
																Why is this 
																story in 
																english?  | 
| 
																
																Höfuðljósa...rökkurs...nostalgía 
																
																 Skínandi góð mæting var á æfingu þann 13. október í yndislegu kvöldsólarveðri til að byrja með, léttri slyddu og éljagangi á tindinum og myrkri á niðurleið í skemmtilegu klöngri með höfuðljósin ein að vopni... 
																
																 Þjálfari ansi myrkur í máli enda mætingin verið með eindæmum léleg síðustu vikur... eiginlega mánuði... næstum hægt að segja tvö ár aftur í tímann þar sem sjö manna gönguferðin á Bláfell á Kili í september 2013 markaði ákveðin kaflaskil í huga þjálfara þar sem hin óskiljanlega mætingardræming (skemmtilegt að nýyrðast :-)) hefur ekki enn hlotið eðlilegar skýringar í huga hans... 
																
																 
																
																... en það þýðið 
																lítt að væla ef 
																sannfæringin er 
																enn til 
																staðar... og 
																þjálfarar eru 
																ákveðnir í að 
																hrista enn og 
																aftur af sér 
																efasemdir um 
																tilvistarframtíð 
																klúbbsins og 
																trúa því enn 
																statt og stöðugt 
																að hann sé 
																kominn til að 
																vera... sé 
																hvergi nærri 
																hættur að kokka 
																upp nýjar 
																fjallgöngur og 
																klettabrölt á 
																hinum skondnustu 
																og óvæntustu 
																stöðum sem hlaða 
																mann þessari 
																sérstöku orku 
																sem margfaldast 
																þeim mun meira 
																þegar 
																félagsskapurinn 
																er eins og hann 
																var þennan 
																þriðjudag...  
																
																 
																
																Átján manns 
																mættir, þetta 
																var hinn 
																fullkomni 
																fjöldi... rétt í 
																kringum tuttugu 
																manns... 
																sorglegt að vera 
																helmingin færri 
																á svona kveldi 
																og of mikið að 
																vera mikið meira 
																en helmingi 
																fleiri... Olgeir, Katrín, 
																Bj., Guðrún 
																Helga, Björn 
																Matt., Gerður 
																Jens., Ester, 
																Sarah, 
																Steingrímur, 
																Svavar, 
																Guðmundur Jón, 
																Gylfi, Anna 
																Sigga, Ágúst, 
																Sigga Sig og 
																Slaufa  
																
																Þar af var Anna 
																Sigga að 
																vísitera okkur 
																eftir fjarveru í 
																líklegast tvö 
																ár... getur það 
																verið... trúi 
																því ekki... en 
																böndin slitna 
																aldrei þegar 
																menn hafa gengið 
																í gegnum 
																krefjandi göngur 
																saman... 
																 
																
																Stemningin 
																rífandi góð... 
																jólagleðin með 
																SigguSigafmælisívafi 
																í umræðunni... 
																Pólland og Mont 
																Blanc... 
																Grunnbúðir 
																Everest sem nú  
																kveikir stöðugt 
																á 
																minningarþráðum 
																Nepalfaranna við 
																haustlauf, rakan 
																kuldann, 
																hvíttaða 
																fjallstinda,  
																
																 Gengið var með Gljúfri sem svo heitir umfangsmikið nokk í fjallsrótum Kistufells... 
																
																 ...og klöngrast bratta klettahjallana vestan við það í fjallahollustu eins og hún gerist best... 
																
																 Þjálfari viðraði hugmyndir um að safna fjallatímum á algengustu fjöllunum kringum Reykjavík einu sinni í mánuði 2016... þessum sem hafa göngustíga alla leið svo bæði hlaupararar og fjallgöngumenn geta farið geyst yfir... eins rösklega og þeir geta og mælt tímann sinn á hverju fjalli... safnað þessum tímum saman og öðlast öðruvísi sýn á þessi hversdagslegu fjöll sem flest okkar höfum gengið ótal sinnum á... "Já, Mosfellið, ég er nú bara rúmlega hálftíma þar upp á tindinn við bestu aðstæður... en við vorum man ég tæplega klukkutíma þarna um árið að vetri til, það var hálka og snjóbylur eiginlega... vorum á broddum og snjórinn var þungur á köflum... en samt vorum við innan við klukkutíma upp... það var ótrúlega gaman..." ... já, "Njóta eða þjóta" verður val hvers og eins einu sinni í mánuði á næsta ári þar sem þjálfari ætlar að skrá alla tíma og halda nákvæma tölfræði yfir þetta, raða niður eftir kyni, jafnvel aldri ef einhver þátttaka næst í þetta, eftir aðstæðum, veðri, árstíma og skrá líka þá niður sem fara á eigin vegum á öðrum tíma en formleg æfing er... og helst fá tíma tilkynnta til að skrá niður frá öðrum en Toppförum því það er engin formleg skráning til um uppgöngutíma (eða upp-og niðurgöngutíma) á þessi fjöll og hreinlega kominn tími til að fá það samantekið á einum stað á veraldarvefnum :-) 
																
																 En nóg um þetta og nóg um væl þjálfara yfir lélegri mætingu og framtíðartilveru Toppfara... það sem maður getur nú vorkennt sjálfum sér... :-)... þetta var dásemdarganga með sólina gula og bjarta til að byrja með, rökkrið kom svo í stíl við haustlitina ofan við Gljúfur þar sem gaman var að þræða í hliðarhalla yfir djúpskorna hjalla og læki... alla leið á hæsta punkt neðan við bratta hamra Kistufells þar sem glitti fallega í Móskarðahnúka og Hátind í sjarska rétt áður en myrkrið tók alveg yfir... 
																
																 
																
																Holl áminning 
																var það svo að 
																fá slydduna með 
																smá éljakornum 
																skellandi á sér 
																á leið niður af 
																hæstu hlíðum  
																
																 Það hríslaðist nefnilega sæluhrollur um mann við að klöngrast í myrkrinu með höfuðljósin niður þessa bröttu grjótbrekku og bögglast við að finna færa leið niður svo við þyrftum ekki að taka krók kringum Karlinn... og auðvitað gerði Örn þetta af stakri snilld þó ritari segi sjálf frá... hún myndi aldrei leyfa sér svona ævintýramennsku ein og sér með hópinn... en nokkrar fór hann einn síðasta vetur í hinum ýmsustu erfiðu veðrum, engu skyggni og krefjandi færi... með engan kvenþjálfarann til að draga úr ævintýramennskunni... það er eitthvað einstaklega heillandi við þennan barning á veturna þó maður megi ekki gleyma því að maður verður jú alveg leiður á því þegar til lengdar lætur... en þá er svo gott að finna innilegan fögnuðinn yfir vorinu aftur... mikið erum við heppin að fá að upplifa svona ólíkar árstíðir og veður allt árið um kring... maður myndi ekki nenna þessu í svipuðu veðri og birtuskilyrðum ár eftir ár án tilbreytingar... þar erum við lánsamari en margar aðrar þjóðir... 
																
																 Alls 5,5 km á 2:34 klst. upp í 500 m hæð hæst sem skrifast á Karl þó það sé í raun ekki rétt - hann heitir svo eingöngu bungan þarna út í þá rúmlega 400 m hæð... með alls hækkun upp á 447 m miðað við 90 m upphafshæð... sjá gulu leiðina okkar þetta kvöld til samanburðar við þá rauðu þann 15. maí 2012... svona geta björtu sumarkvöldin á íslandi gefið okkur flott kvöldævintýri langt fram á nótt í raun... eitthvað sem er til dæmis aldrei í boði í Perú því þar er alltaf komið myrkur um sexleytið allt árið um kring... 
																
																Það er annars aldeilis, 
																þjálfari/ritari 
																veður bara úr 
																einu í annað og 
																skrifar þessi 
																ósköp öll í 
																saklausri 
																ferðasögu af 
																ósköp venjulegri 
																þriðjudagsgöngu... 
																margt að gerast 
																og margt í 
																gangi... sumir 
																segja að 2007 sé 
																komið aftur með 
																allri sinni 
																hringavitleysu, 
																áreitismargföldun 
																og fjöldajárni í 
																alls kyns eldum 
																um allt... þá er 
																gott að stinga 
																af og vera bara 
																með stráum og 
																grjóti... hrauni og mosa 
																um stund... að 
																ekki sé talað um 
																dásamlega 
																göngufélaga úr 
																öllum áttum og 
																stéttum þessa 
																samfélags sem 
																gefa manni 
																ómetanlegustu 
																nærveru sem 
																gefst... þrátt 
																fyrir allt 
																mótlæti og 
																erfiðleika sem 
																óhjákvæmilega 
																steðja að okkur 
																öllum á einum 
																tímapunkti eða 
																öðrum í þessu 
																lífi... og hefur 
																reynt hann 
																margan félagann 
																í þessum klúbbi 
																sem annars 
																staðar... og þá 
																er alltaf jafn 
																magnað að sjá 
																hvað styrkurinn 
																og stuðningurinn 
																frá félögunum 
																getur stundum 
																skipt sköpum :-) | 
| 
			"Hvað áttu á Esjunni"? 
			 Níu manns mættu í tímamælingu á Esjuna þriðjudaginn 6. október í mun betra veðri en áhorfðist fyrr um daginn og skv. veðurspánni... enn og aftur... og stóðu sig frábærlega... en allir fóru rösklega upp og tóku sinn tíma á fjallinu enda mjög gaman að taka svona púlsinn á sér einu sinni á ári á þessu fjalli... Það er nefnilega á dagskrá 2016 að taka svona tímamælingar á öllum fjöllunum í kringum Reykjavík - eitt fjall einu sinni í mánuði... og geta þar með átt tíma á þeim öllum... til þess að halda sér vel við og taka stöðuna milli ára... og þá verður sagt "hvað áttu á Esjunni"... eða "hvað áttu á Helgafelli í Hafnarfirði" á sama hátt og hlauparar segja "Hvað áttu í tíu (kílómetrum), "hvað áttu í hálfu" (maraþoni) eða "hvað áttu í heilu" (maraþoni)... og þá er svarið besti tími sem viðkomandi á og árið gjarnan nefnt í kjölfarið... og líf hlauparans snýst leynt og ljóst í kringum þennan besta tíma þessarar vegalengdar... og hvernig og hvort hann geti einhvern tíma bætt hann eða allavega haldið vel í við hann... eða verið sómasamlega langt frá honum eftir aldri og formi (efni og aðstæðum) hverju sinni... sem merki um að hann sé áfram í ágætis formi... og til minningar um hvað hann gat einu sinni gert sem gefur orku fyrir það sem hann er að gera núna :-) 
			 Og þá er vert að útfæra tímamælinguna betur, mæta léttklæddur, ekki með bakpoka, hafa vökva og nesti niðri við fjallsrætur, fara rösklega af stað, aldrei stoppa, halda alltaf eins vel áfram og formið mögulega gefur færi á... og njóta þess að fara hratt yfir léttur á sér og upplifa frelsið sem margir fjallahlauparar verða háðir... það er ný og fersk upplifun af fjallamennskunni :-) Látum okkur því hlakka til jaðarsportársins 2016 | 
| 
 Við erum á 
	toppnum... hvar ert þú? |