Allar þriðjudagsgöngur frá júlí út september 2017
í öfugri tímaröð


Stardalshnúkar og Skálafell 26. september.
Kálfadalahlíðar, Gullbringa og Geithöfði við Kleifarvatn 19. september.
Laufskörð og Móskarðahnúkar 12. september.
Hafrahlíð og Lali við Hafravatn 5. september.
Þjófahnúkur og Tröllatindar Þingvöllum 29. ágúst.
Ölfusvatnsfjöll, Gildruklettar og Lambhagi 22. ágúst.
Hátindur Esju 15. ágúst.
Úlfarsfell 8. ágúst.
Mórauðakinn Skorradal 1. ágúst.
Tjarnarhnúkur, Lakahnúkur og Hrómundartindur um Tindagil 25. júlí.
Tröppusprettir í Kópavogi 18. júlí.
Njóta og nestisþema á Húsfelli með Jóhönnu Fríðu 11. júlí.
Eilífsdalur með Hjölla 4. júlí.

Stardalshnúkar og Skálafell
á skemmtilegri leið í kyrrlátu veðri
dagsbirtu á leið upp og myrkri á leið niður

Síðasta mjög langa þriðjudagsganga í ár var á Stardalshnúka og Skálafell
þriðjudaginn 26. september þar sem lagt var af stað frá ánni neðan við bæinn Stardal...

Byrjað var á að klöngrast upp á miðhnúkana á Stardalshnúkum en þeir eru ótrúlega viðfeðmir
og dreifa sér eins og tröppur um stór svæði ofan við Tröllafoss...

Mjög friðsælt og kyrrlátt veður
þó ekki væri sólin til að slá gulli á allt eins og þriðjudaginn í síðustu viku...

Ofan á Stardalshnúkum blasti gönguleiðin við upp á Skálafell... upp þetta horn hér...
Sjá afstöðuna við Móskarðahnúka sem rísa vinstra megin...
og við gengum á fyrir tveimur vikum í dulúðugu veðri...

Fáir mættir enda kannski orðið frekar áliðið á árið til að margir nenni að fara í mjög langa kvöldgöngu
þó það sé satm alltaf dásamlegt... það er einhvern veginn erfiðara að koma sér af stað á þessum árstíma
heldur en á vorin og sumrin...

Stardalshnúkar mega alveg vera sér ganga þar sem hægt er að þvælst um þá endalaust
og upplifa bergið sem hvert listaverkið á fætur öðru...

Svo tók við langa og stranga brekkan upp á Skálafellið...

Alvöru ganga sem reynir verulega á... sjá Stardalsbæinn þarna niðri hægra megin...

Móskarðahnúkarnir kyngimagnaðir í þokunni...
nákvæmlega þeim sömu og þegar við vorum þarna fyrir tveimur vikum...

Davíð er einn af nokkrum bestu vinum Toppfara-hundanna...
gaukar oft að þeim góðgæti og þeir vita alveg hvar þeir hafa þennan vin sinn :-)

Rökkri kom í brekkunni... það var dýrmætt að ná því áður en myrkrið skylli á...

... og svo dimmdi hratt uppi á Skálafelli en það er drjúg ganga frá horninu að hæsta tindi...

Án efa skemmtilegasta leiðin upp á Skálafell...
og sú um veginn sú sísta en hana fórum við fyrstu ár Toppfara áður en við fengum augastað á þessu horni...

Höfuðljósin komu sér vel á niðurleiðinni...

... en landslag Skálafells að sunnan er giljótt og hólótt og því skipti máli hvaða leið var farin...
ekkert skyggni í myrkrinu þar sem miklu hefði munað að hafa snjóföl yfir öllu
og því varð Örninn að ganga eftir minni, landslaginu fyrir framan sig og gps-punktinum á bílnum...

Lækir voru þveraðir í lokin... sem og skurðir... og mýri... myrkrið flækir för
en einnig hfeur reynslan kennt okkur að það njörvar verkefnið niður í eingöngu það sem er framundan hverju sinni
og því er sjarmi myrkurganganna óumdeildur...

Alls 9,5 km á 3:59 klst. upp í 431 m á Stardalshnúkum og  785 m á Skálafelli
með alls hækkun upp á 745 m miðað við 175 m upphafshæð.

Styttri göngur framundan... við lofum... og ekkert sem bíður okkar annað en vaxandi myrkrið
sem verður mætt á svæðið frá upphafi göngu um miðjan nóvember og fram í lok janúar
svo það er eins gott að nýta október vel til að mæta í þriðjudagsgöngu meðan einhverrar dagsbirtu nýtur...
 

 

Gullið kvöld við Kleifarvatn
á Kálfadalahlíðum, Gullbringu og Geithöfða
í logni og áþreifanlegri friðsæld

Það var yndislegt veður þriðjudaginn 19. september
þegar stefnan var tekin á hnúka sem rísa suðaustan megin við Kleifarvatn...

Blankalogn og sólríkt... andrúmsloftið var einstakt...

Að þessu sinni sniðgengum við Lambatanga
sem annars er magnaður útsýnisstaður fyir Kleifarvatnið sunnan megin...

... og stefndum beint yfir ásinn í áttina að Gullbringu...

... eða það hélt kvenþjálfarinn og efaðist ekki eina sekúndu...
 

Vorum hér síðast í kvödgöngu 17. apríl 2012... og gengum þá allar Kálfadalahlíðarnar...
og hana minnti því að bungan vinstra megin væri Gullbringa...
en svo reyndist ekki vera þegar nær dró...

Geithöfði hér neðan við meðfram vatninu og Sveifluhálsinn allur hinum megin vatnsins...

Skemmtilegt brölt í móberginu á þessum slóðum... ekkert mál í saklausum brekkum
en getur verið ansi strembið í miklum bratta og mjög löngum brekkum eins og á Jarlhettunum sem dæmi...

Útsýnið ofan af ekki hærri hlíðum en þessum er mjög gefandi og þegar verðrið leikur við okkur eins og þarna
þá er þetta bara veisla...

Mikið af fallegum myndum teknar þetta kvöld...
Sigga Sig og Slaufa eru flottar fyrirsætur...

En hér uppi.. þegar Báran hélt að nú væri Gullbringa í höfn...
héldu fremstu menn bara áfram yfir og niður í átt að keilunni þarna...

Hvaða asi var þetta í fremstu mönnum ?
... við skildum ekkert í þessu og nutum útsýnisins...

Svo kallaði Báran á Örninn... og fékk útskýringuna... Gullbringa var þarna.... þessi ávala keila þarna niður frá...
sum sé ekki þessi hérna... :-) æj, já... auðtivað :-)

En það ótrúlega gerðist að Karen Rut náði hópnum á leið upp Kálfadalahlíðar eftir að hafa fyrir misskilning mætt á Össur í Grjóthálsinum í stað Ásvallalaugar í Hafnarfirði... þrátt fyrir að hafa líka keyrt of langt út eftir Reykjanesbrautinni...
geri aðrir betur þrátt fyrir allar þessar tafir... með ólíkindum að hún skyldi ná okkur ! :-)

Sólsetrið skreytti bakaleiðina þetta kvöld...

... og fegurðin var ólýsanleg eins og alltaf þegar við náum þessum sólsetursgöngum að hausti eða vori...

Geithöfði hér framundan við strendur Kleifarvatns...

Litið til baka... birtan eðlilegri hér þar sem ekki er tekið beint í sólarlagið...

Herdís fann þennan stein á leiðinni... Ópið hér á steininum... eða bara rólyndislegt andlit í raun...
hægt að sjá báða svipi ef maður rýnir vel... hvílík snilld !

Flottur hópur kvöldsins:

Guðmundur Jón, Davíð, Arna, Georg, Karen Rut, Sigga Sig. með Slaufu
Jóohann Ísfeld, Steinunn Sn. með Bónó og Mola Herdís, Erna, Guðrún Helga, Örn með Batman
og Bára tók mynd.

Töfrar Kleifarvatns eru óumdeildir...

... það er eitthvað við þetta vatn... enda erum við búin að fara þrisvar sinnum í kringum það...
og myndum alveg vilja gera það aftur...og ætlum einhvern tíma að fara hlaupandi kringum það líka...

Sveifluhálsinn speglaðist fullkominn í vatninu...

Fyrsta hringferðin okkar kringum vatnið fórum við fjöruna alla leið í desember 2010...
þá var vatnsyfirborðið mun lægra og við fundum rjúkandi hveri við suðurströndina...
sem nú eru á kafi...

Svo fórum við í mars 2014 í breytilegu veðri skemmtilega leið með klöngri í höfðunum hinum megin...

... og loks sárabótargöngu í janúar á þessu ári í grenjandi rigningu og vindi
í hálfvegis leit að Birnu sem fannst látin stuttu síðar...

Við fórum yfir ásinn beinustu leið til baka...
en hefðum líka getað haldið okkur við ströndina og farið veginn til baka eins og Georg gerði til að spara hækkun og lækkun...
en Örninn er sjaldan til í að stytta eða einfalda...
þetta er jú æfing... svo við fengum gott brölt niður brattar brekkurnar hér til baka :-)

Alls 7,3 km á 2:50 klst. upp í 308 m á Kálfadalahlíðum, 318 m á Gullbringu og 221 m á Geithöfða
með alls hækkun upp á 425 m miðað við 146 m upphafshæð.

Alger dásemd þessi ganga og eitt af þessum gullnu kvöldum sem rifjast hér með alltaf upp
þegar við komum á þetta svæði :-)
 

 

Laufskörð og Móskörð
eftir öllum Móskarðahnúkum
í dulúðugri þoku og töfrandi ljósaskiptum
og mjög ströngum þjálfara sem rak menn af fjalli harðri hendi :-)

Við náðum þessari glæsilegu gönguleið áður en veturinn kom...
um Laufskörð og Móskörðin öll eftir öllum Móskarðahnúkunum endilöngum...
þriðjudaginn 12. september í mildu, skýjuðu veðri...

... ef Móskarðahnúkar skyldi kalla... þeir heita almennt Móskarðshnúkar... með s-i...
en þar sem þetta eru mörg móskörð þá hafa menn bent á að eignarfallið er þá "móskarða" en ekki "móskarðs"...
og þjálfari vildi fara eftir þessum athugasemdum á sínum tíma og hefur tamið sér að kalla þá eftir eignarfalli fleirtölu...

... en það smá spyrja sig... þetta er eins og með Hagkaup... það er fleirtöluorð þar sem verið er að meina "hagstæð kaup" (kaup sem fleirtala) en ekki "hagstæð laun" (kaup sem eintala) en því miður var samþykkt fyrir nokkrum árum að notast við eintöluorðið "Hagkaups" í eignarfalli frekar en "Hagkaupa"... í eignarfalli... einhverra hluta vegna truflar þetta allltaf þjálfara/ritara... en ekki marga aðra líklega... svo líklega gefur maður þetta eftir og kallar þessa ægifögru hnúka Móskarðshnúka bara og hættir þessu veseni út af smáatriðum :-)

Dásamlegt veður og skyggni... en fáir mættir... við vorum eingöngu tólf manns... kannski af því þetta var sögð löng og krefjandi ganga... æj, já, það er léttara að ákveða að skella sér á létta kvöldgöngu en erfiða... "þetta er síðasta langa æfingin fyrir veturinn" sagði þjálfarinn... en svo hrökk hann upp síðar í vikunni... hvað með Stardalshnúka og Skálafell - er það ekki frekar löng ganga ? ... æji, þá látum við okkur bara hafa það ! :-) .... svo verður veturinn fullur af léttari göngum...
... áður en sumarið 2018 tekur við með sinni miðnætursól og þá getum við allt :-)

Magnaðir litir þetta kvöld í fjöllunum... sjá leiðina sem við fórum upp á Hátind sem blasir hér við og eins glittir í Kistufellið sem við náðum ekki að ganga á, á þessu ári en hefðum viljað... förum þá á næstu ári þarna... nema við tökum bara létta tindferð þarna áður en árið er liðið ?... ekki slæm hugmynd reyndar !

Hátindurinn svo og Grafardalurinn... virkilega fallegt að sjá svona að hausti til :-)

En við ætluðum í Laufskörðin sem eru ægifögur meira að segja héðan frá...

Sjá Móskörðin öll hér út eftir hnúkunum...

Við ætluðum svo að rekja okkur eftir öllum þessum hnúkum... 

Vanalega fara menn þetta sem dagsgöngu...

... en þetta er vel gerlegt sem kvöldganga ef röskur hópur er á ferð sem svo var þetta kvöld...

Leiðin upp í Laufskörðin... sem líklegast fleiri fara niður eftir frá Móskarðahnúkum...

... er mjög skemmtileg eftir hryggnum...

... og það er kominn vel greinanlegur stígur alla leiðina upp...

Litið til baka eftir hryggnum...

Það er magnað að sjá hvernig Toppfara ganga margir hverjir í heimaprjónuðum vettlingum,
húfum, pilsum og peysum eftir aðra Toppfara...

Hjarta til Katrínar frá Svavari en hann er alltaf í vettlingunum sem hún prjónaði...
en nú situr hún neima og jafnar sig á liðþófaaðgerð frá því um daginn...
vonandi lagast það fljótt og vel svo hún komist aftur í fjöllin með okkur !

Þetta var drjúg leið en mjög skemmtileg...

Hér komin upp að Laufskörðunum með Móskarðahnúkana í baksýn höfðingjanna í Toppförum sem allt geta og allt gera
alltaf hreint án þess að kvarta eða finna upp endalausar afsakanir...

Laufskörðin voru hreint ævintýri út af fyrir sig...

... menn fóru þau alla leið yfir og til baka í skoðunarferð...

Stígurinn fínn og hvergi tæpur yfirferðar...

Bára bauð þeim sem vildu að sleppa þeim þar sem við höfum farið þau nokkrum sinnum
og eins til að geyma hundana svo þeir væru ekki að þvælast fyrir...

... en Batman var löngu farinn út eftir svo hann náðist ekki í bandi...
en Avena var geymd í bandi af Báru og grét allan tímann við að horfa á Þórönnu sína fara út eftir...

Þetta var bara gggjað gaman...

... sérstaklega fyrir þá sem höfðu ekki farið áður...

En það mátti ekki leika sér of lengi... langur vegur framundan þetta kvöld eftir öllum Móskörðunum...

... og því sneri Björn við með hópnum sem kom til baka
...
því við vildum helst ná leiðinni allri upp á hæsta Móskarðatind áður en myrkrið skylli á...

Nú fóru skýjaslæður að læðast um hnúkana.. sem höfðu verið skýlausir hingað til...
og við fengum okkur nesti áður en lengra var haldið... það var ótrúlega svalt þarna uppi...

En skýin voru komin til að vera því miður...
í raun samt eingöngu á þessum tímaramma sem við röktum okkur eftir þeim...
því í myrkrinu síðar um kvöldið voru þeir auðir...

Dúndrandi stemning þetta kvöld... og menn söfnuðu hjörtum í símana sína...

Hnúkarnir eru sex talsins í raun ef horft er á gps-slóðina...

Hver öðrum sérstakari með sína litasamsetningu og form...

Litið til baka þar sem Laufskörðin voru nú hulin skýjum... það var flott að ná þeim skýlausum...

Heitir litir Móskarðanna voru magnaðir...

... og skemmtilegt andsvar við brúnu og bláu litinum á Jarlhettum sem einkenndu tindferðina síðustu helgi..

Myljandi rautt grjótið í Móskörðum er einstakt að ganga um...

... og að sjá jarðveginn skipta litum svo skýrt að stundum var eins og málningarbursta
hefði verið strokið eftir fjöllunum...

Þetta var ígildi tindferðar í raun þar sem landslagið breyttist svo ört...

Stundum var eins og skýjaslæðunni ætlaði alveg að létta af tindunum...

... og sólin skein í gegn...

... og þá geislaði allt landið um kring af fegurð...

... en það tók að rökkva...

... og allt í einu mundi þjálfari eftir því að hópmyndin var eftir...

... og það var lítil von til þess að ná henni á hæsta tindi í skyggni og nægri birtu... svo hún var tekin hér...

Dulúðin í fjöllunum í þessari þoku gaf sérstakt andrúmsloft...

... og þegar rökkrið bættist við vorum við komin í töfraheim fjallanna...

... þar sem erfitt var að halda stöðugt áfram í kapphlaupi við birtuna...

Hæsti tindur blasti við gegnum slæðuna tignarlegur og flottur...

... og þá hljóp okkur nú svolítið kapp í kinn að ná honum í þessari töfrabirtu sem þarna var...

Menn voru því ekki lengi að skjótast þarna upp...

Litið til baka... rökkrið farið að vilja láta taka sig alvarlega...

... og ljósin í bænum falleg á að líta úr fjarlægð...

Útsýnið af hæsta tindi... ennþá voru litirnir magnaðir þrátt fyrir myrkrið sem var alveg að skella á...
sem segir allt um töfra Móskarðashnúka... þeir eru einfaldlega kyngimagnaðir sama hvenær ársins er...

Höfuðljósin komin á fyrir niðurgönguna...

... en þau trufluðu mann samt fyrsta kaflann og það var betra að sleppa þeim
og njóta náttúrulegra birtunnar á þessum kafla...

Ljósin frá mönnunum framkalla nefnilega myrkrið fyrr fram...
og það er alltaf jafn sláandi að upplifa það...
... þess vegna er alltaf mun meira myrkur í bænum en í fjöllunum, óbyggðunum og í sveitinni...

... en svo var ekki annað í stöðunni en að kveikja á ljósunum... og það var heilmikill munur á birtunni milli ljósa... þeir sem ekki höfðu endurnýjað rarhlöðurnar eins og þjálfari hafði mælst fyrir um að gera fyrr þessa æfingu... voru almennt með lélega lýsingu... kþjálfarinn var ekkert skárri... hafði heldur ekki endurnýjað rafhlöðurnar... :-).... svo þeir sem voru með ferskar rafhlöður og sumir með ný ljós... lýstu vel upp umhverfið og við nutum góðs af þeirra birtu... Þóranna t. d. með ný ljós keypt á Ali-express og hún lýsti best upp af okkur öllum... svo það er ráð að kaupa þar á góðu verði :-)

Annars skal því haldið til haga að þjálfarinn var mjög strangur á niðurleiðinni og krafðist þess að menn héldu hópinn.. ekki í boði að dóla sér og dragast aftur úr... það var lagt upp með langa og krefjandi kvöldgöngu svo þeir sem eru í góðu formi fái að  njóta sín á sínum hraðaa... og þá verða þeir sem mæta að halda hópinn eins og þeir mögulega geta og engin ástæða tl annars en að fylgja hópnum á niðurleið því þá er farið niður í mót og að mestu á stíg... því það er almennt ekki spennandi að vera í aðskildum hópum í myrkrinu... og allir vildu komast heim sem fyrst eftir langa og stranga göngu... klukkan að ganga ellefu... og því þurftu sumir að taka vel á því... en það var náttúrulega mikill fengur í þessu því þannig bæta menn formi einna best... með því að nýta tækifærið á niðurleið og fara eins hratt og þeir geta, þó þeir þurfi aðeins að hlaupa við fót... dúnduræfing auðvitað ! :-)

Alls 9,2 km á 4:08 klst. upp í 817 m hæð með alls hækkun upp á 958 m... jáhá...
þetta var eins og flottasta dagsganga og frábært að ná þessu fyrir veturinn...
Komin heim rúmlega ellefu um kvöld..., og þá var maður dauðfeginn að hafa lagt af stað úr bænum klukkan 17:00...
það munar öllu um þennan hálftíma þegar göngurnar eru svona langar...
og nú kemur myrkrið ansi fljótt, svo það munar líka mjög mikið um það núna fram í nóvember...

Móskörðin klikka greinilega aldrei sama hvernig veðrið er...
alltaf gullfalleg leið sem snertir mann djúpt og skilur mann eftir hífaðan dögum saman...
 

 

Mikið var þetta ljúft !
... loksins stutt og notaleg ganga á þriðjudegi
um Hafrahlíð og Lala frá Hafravatni

Eftir þrjár langar og strembnar þriðjudagsæfingar var löngu kominn tími á eina stutta og létta... þó þessi um Ölfusvatnsfjöllin hafi reyndar verið "létt og ljús" þá var hún löng og með þó nokkrum akstri... svo það var vel þegið af öllum að ná bara góðri æfingu í einn og hálfan tíma og komast heim löngu fyrir myrkur... þriðjudaginn 5. september...

Gengið var um skemmtilegt skóglendi og kjarr frá bílastæðinu við Hafravatn þar sem við fórum líka árið 2014
en annars vorum við vön að fara frá bústaðalandinu við Dísarhól en sá staður truflaði samviskuna alltaf
þar sem við vorum að troðast inn á sælureiti þeirra sem þar eiga bústaði...

Þar sem þetta var stutt vegalengd gerði Örninn eins stóran hring um svæðið og hugsast gat
og því var fyrst farið yfir á norðurbungurnar þegar komið var upp á heiðina...

Mættir voru fimm hundar í gönguna og sá sjötti bættist við úr hinni áttinni þar sem Heiða mætti með tveimur gestum og hundinum sínum Bónó, nafna þeirra Steinunnar og Jóhanns... og við ákváðum að prófa að taka hundahópmynd...
sem tókst með ágætum eftir skrautleg tilþrif...

Hundarnir hennar Þórönnu, Avena sem er hennar og mætti á Ölfusvatnsfjöllin og puðluhundurinn Nala sem hún var að passa voru langhlýðnastir enda vanir hundasýningum... og stóðu bara kjurir og hlýddu fyrir væntanlega myndatöku...

Strákanir létu sko ekki segja sér að sitja og vera kjurrir... í allri þessari víðáttu uppi á heiði ?
Til hvers eiginlega ? Hvað var að þessu stórskrítna mannfólki geltandi á mann að setjast og vera kjurr ?
... og stundum smituðust stelpurnar með... þ.e.a.s. Avena og vildi líka bara slá þessu upp í kæruleysi og halda áfram að hundast um allt... en hlýddi samt strax þegar Þóranna ítrekaði skipun um að sitja og bíða myndatökunnar...

Jú, svo kom það eftir margar skipanir og handabendingar og tilflutning á hundunum... Bónó hér kjurr "að bíða örlaga sinna" eins og Steinunn orðaði það á fb... Batman þeirra þjálfara laut höfði því hann skammaðist sín svo fyrir eigendurna að láta svona asnalega í miðri fjallgönguferð í óbyggðunum... Bónó hennar Heiðu var svo glaður að hitta alla þessa hunda að hann mátti sko ekki vera að því að vera í myndatöku... og Moli þeirra Jóa og Steinunnar gekk inn og út af mynd allan tímann og náðist loksins hér :-)

Vá, svona er þetta örugglega í lífi grunnskólakennara á Íslandi alla daga... æj, eiga þeir ekki skilið að fá hærri laun fyrir svona barning við æsku landsins ? ... og þetta er sko ekki pólítísk skoðun eða setning... bara einlæg uppgötvun móður sem á barn á grunnskólaaldri og rámar í að þetta hafi einmitt verið svona í gamla daga þegar við vorum í skólanum og kennararnir voru að reyna að fá alla til að fara í röð og vera kjurr og hlusta og læra á sama tíma :-)

Dúddamía hvað maður er annars búinn að hlæja að þessum hundum... meiri dúllurnar :-)

Við fórum upp á norðurbrúnirnar sem hafa heitið Lali og við látum nú bara tilheyra Hafrahlíðinni í tölfræðinni
en þær eru 256 m eða lítið eitt hærri en "suðurtindurinn" sem mældist 253 m... útsýnið niður á Langavatn og Hafravatn fallegt þó það rigndi og væri nokkur vindur þarna uppi... mun hressilegra veður en spáin hafði sagt til um framan af...

Með haustinu drífa menn sig oft af stað og margir sjaldséðir hrafnar hafi verið duglegir að mæta núna í ágúst og september...

Meðal annars Ásta Henriks með sína smitandi og óbilandi fjallaástríðu sem kenndi okkur að sjá öll hjörtun í náttúrunni... nánast við hvert fótmál ef hjartalagið er þannig þenkjandi... og hver Toppfarinn á fætur öðrum NB af báðum kynjum farinn að sjá þau alls staðar... og má vel útfæra þetta viðhorf yfir á lífið sjálft... kannski er þetta bara spurning um að vera jákvæður og sjá allt það fagra í lífinu allt í kringum mann... í stað þess að vera með athyglina sífellt á því sem er að, því sem má kvarta yfir... hamra stöðugt á þessu neikvæða og eyða orkunni sífellt þar... eins og fjölmiðlar og samskiptamiðlar sumir gera sorglega mikið af...

Og Lilja Sesselja sem alltaf mætti í allar göngur sama hvað árum saman... alltaf yfirveguð og alltaf til í allt... og vílaði ekkert fyrir sér... líka þegar hún var komin langt á leið með hann Þorstein Inga sem nú tæplega 2ja ára var heima í pössun en það er klárlega meira en að segja það og allt önnur ákvörðun fyrir okkur sem þurfum bara að ýta sjálfum okkur af stað í fjallgöngu...
heldur en biðja einhvern um að passa og skipuleggja vandlega fjarveruna af heimilinu
og yfirgefa húsið jafnvel með smá samviskubit...

Og Sigga Sig sem hefur verið ein af okkar aðdáunarverðustu fyrirmyndum í fjallamennskunni árum saman enda "getur hún ekki látið fjöllin í friði" eins og er dæmigert að hún myndi orða það... þrátt fyrir að þau hafi verið henni skeinuhætt á kafla þarna árið 2009... kona sem búið hefur til hvert listaverkið af öðru úr gleri fyrir Toppfarana sína... mörg hver út frá hinum ýmsu fjallgöngum enda eiga þjálfarar ómetanlega gripi frá henni sem munu skreyta heimilið um ókomna tíð...

Þrjár konur sem allar hafa gefið klúbbnum ómælt af sinni smitandi fjallaástríðu
og er einmitt kjarninn í því að svona klúbbur lifir árum saman...
ef við deilum ástíðunni saman og njótum fjallanna saman þá er allt hægt...

Einfaldlega heiður að hafa kynnst þessum konum sem og svo mörgum öðrum Toppförum
og forréttindi að hafa svona klúbbmeðlimi innan okkar raða !

Lilja Sesselja, Ásta H., Sigga Sig., Svavar, Örn, Jóhannes, Herdís, Steinunn, Njáll, Jóhann Ísfeld, Ólafur Vignir, Björn Matt., Arna, Gylfi og vá, hundarnir eru allir hér... Batman, Bónó í fangi Steinunnar, Moli bak við strákana, Avena og Nala að bíða eftir leyfi að fá að fara úr þessari hvimleiðu hópmyndaraðstæður :-)
... og Bára tók mynd en Heiða og gestir hennar ásamt hennar Bónó fóru niður sömu leiðn og þau komu vestan megin.

Við gengum eftir brúnunum að sunnan eins stóran hring og landslagið leyfði... landsleikurinn Ísland - Úkraína
í undankeppni fyrir HM í Rússlandi 2018 brátt að byrja og sumir vildu ná honum...
... og eins og Björn matt orðaði það svo skemmtilega á fb... "Gylfi Þór Sigurðsson tók svona flott tillit til Toppfara og skoraði bæði mörk Íslands í seinni hálfleik"... þegar allir voru komnir heim og búnir í sturtu... og leikurinn fór 2:0 fyrir Íslandi :-)

Niður í skóginn aftur og að vatninu... bara yndislegt og kærkomin útivera og klárlega gott að gera þetta á milli þess sem við förum lengri og meira krefjandi göngur... kannski ráð að reyna að hafa aðra hvora létta göngu stutta og hina svolítið lengri.. og aðra hvora krefjandi gönguna langa og hina millierfiða... úff... það verður flókið að gera dagskrána út frá svona stífum formerkjum... en þjálfari ætlar að reyna hvað hann getur... svo er þetta líka að einhverju leyti spurning um hugarfar...
bara mæta sama hvað og njóta... og stytta ef þarf...  en umfram allt... ekki æfa afsakanir...

Alls 4,0 km á 1:28 klst. upp í 256 m með alls hækkun up á 260 m miðað við 88 m upphafshæð.

Næsta þriðjudag er löng og ströng ganga á Laufskörðin og Móskörðin öll um alla hnúkana...
um 9 km ganga á 4+ klst. upp í tæplega 807 m hæð með alls hækkun upp á um 800 m
og því eingöngu á færi þeirra sem eru í góðu formi fyrir mikla hækkun og langa kvöldgöngu.

... og NB við munum enda í myrkri... vonandi ekki fyrr en á hæsta tindi... og því er þessi ganga eingöngu möguleg í góðu veðri... vonum það besta, væri svo gaman að ná þessu fyrir veturinn... yfirförum höfuðljósin og batteríin vandlega fyrir þessa göngu, það er alltaf nett sjokk að ganga aftur í myrkri... eins og við erum svo orðin vön því þegar líður á veturinn :-)

En það er alltaf lexían á hverju hausti að menn mæta með biluð ljós eða lélega lýsingu
þar sem batteríin eru svo til búin svo pössum þetta öll :-)

Þjálfari er nú þegar búin að finna ýmsar léttar og mjög fallegar göngur annan hvern þriðjudag á næsta ári...
við skulum því njóta þess að fara slíkar innan um erfiðari göngur á þriðjudögum eins og áður í klúbbnum :-)
 

 

Þjófahnúkur og Tröllatindar
í töfrandi kvöldsól

Þriðjudaginn 29. ágúst gengum við í annað sinn í sögunni á fjöllin í skugga Hrafnabjarga á Þingvöllum...

... Þrjófahnúk og Tröllatinda...

... í heiðskíru veðri og tæru skyggni en þó lækkandi hitastigi frá því í bænum og kaldri golu á tindunum...

Gengið var frá Bragabót á Þjófahnúk beint upp brekkurnar að sunnan og upp á tindinn...

... með sólina enn nokkuð hátt á lofti... við skyldum ætla að við næðum báðum tindunum áður en hún settist...

Litið til baka að Bragabót... Hrútafjöll þarna í fjarska og glittir í hluta Kálfstinda...
Kálfstindar eru og fjöll sem við þurfum að rifja upp kynni okkar af bráðlega...

Ótrúlega napurt í golunni þetta kvöld en veðrið var svo fallegt að við tókum varla eftir því...

Útsýnið ofan af Þjófahnúk var kyngimagnað... Tröllatindar hér vinstra megin næst, Tindaskagi fjær og enn fjær eru nyrsti hluta Mjóafellana, Okið, Þórisjökull og Skjaldbreið og loks hluti af Skriðu hægra megin... Langjökullinn svo flatur þarna á milli...

Þjófahnúkur mældist 700 m hár og var síðast genginn með Hrafnabjörgum og öllum þremur Tröllatindunum
í maí-tindferð árið 2011 þar sem snjór var enn í giljum og drögum... allt annað landslag en þetta kvöld sem einkenndist af hlýjum og grænum mosanum...

Við eigum allar þessar tindaraðir eftir nema Kálfstinda... Hrútafjöll í hvarfi, Skefilsfjöll hér á hægri hönd, Klukkutindar lengst í fjarska hægra megin og loks Skriðan sjálf og svo Tindaskagi vinstra megin... verðum að ná þessum fjöllum sem fyrst í safnið !

Gígaröðin sem hér sést á láglendinu var mjög falleg og kom á óvart... við mundum ekki eftir henni frá því síðast...

Talsverður vindur uppi og sumir léttklæddir enda var blíðskaparveður í bænum...
en það er kominn árstími þegar fljótt kólnar með lækkandi sól og hækkandi hæðarmetrum...

Það var erfitt að velja úr myndum þetta kvöld... þær voru hver annarri fegurri...

Sjá hrafninn sem flýgur þarna ofan við hópinn... hefði nú verið smart að ná honum á sjálfa hópmyndina...

Alls mættir 26 manns sem er frábær mæting eftir fámennt sumarið en þannig er það alltaf...
og haustin eru oftast fjölmenn... vonandi höldum við þessari mætingu sem lengst fram á veturinn...

Gylfi og Lilja Sesselja voru meðal margra sem eru að snúa aftur eftir hlé... Þorsteinn Ingi sonur þeirra sem brátt verður 2ja ára auðvitað haft forgang en vonandi ná þau að mæta sem oftast í vetur með okkur, með litla kallinn í góðri pössun... Lilja Sesselja er önnur konar í Toppförum sem hefur verið ólétt í klúbbnum og snúið aftur eftir barneign... Irma var sú eina hingað til... en þær hafa nokkrar orðið óléttar.. en ekki fleiri snúið aftur en þær tvær... ekki skrítið... það er meira en að segja það að prjóna kvöldgöngum inn í hversdagsleika barnafjölskyldunnar...

Það eru komnir þrír karlmenn í hjartaklúbb Toppfara... Magnús, Guðmundur Jón og Ingi...
Herdís ? fann þetta hjarta og lét Guðmund og Inga vita svo þeir gætu tekið mynd í safnið :-)
Ásta H er stofnandi og Heiðrún og Katrín Kjartans ötulustu meðlimirnir :-)

Ofan af Þjófahnúk var haldið niður í hraunið áleiðis yfir á Tröllatinda...

Bratt og aðeins lausgrýtt svo við urðum að gæta okkar á grjóthruni... það hefur reynst okkur skeinuhætt
svo það var vert að fara varlega...

Niðri var vonandi skjól og notalegt til að við gætum fengið okkur nesti...

Litrið til baka... hann var mun mosagrónari Þjófurinn en okkur minnti...

Jú, nestispása í skugga frá Hrafnabjörgum... en í logni sem var mikilvægast...

Notalegt og friðsælt í húminu...

Jóhanna Fríða gleðigjafi kom með hressingu á línuna... hún klikkar aldrei á smáatriðunum þessi snillingur :-)
Á leið til Chamonix í annað sinn á þessu ári og svo til Spánar með Mundo að ganga í Dolomítafjöllunum
ásamt Gerði Toppfara... og okkur sýndist veðurspáin glimrandi góð fyrir ferðina :-)

Allir glaðir og mikið spjallað í þessari göngu... hvílíkir englar á ferð...

Tröllatindar framundan... miðtindurinn hér framar... Tröllabarnið kölluðum við það á sínum tíma til að aðgreina frá Tröllkarlinum og Tröllskessunni en barnið er greiðfærast upp og býður upp á saklausasta prílið...

Litið til baka á Þjófahnúk að sökkva í húmið hálfa leið...

Botnssúlurnar voru hins vegar baðaðar kvöldsólinni ennþá og það mátti sjá að í mótun var ægifagurt sólarlag...

Birtan þetta kvöld var einstök... og næst ekki nægilega vel á mynd... þrátt fyrir kyngimagnaðar ljósmyndir þetta kvöld... það er mikil heilun fólgin í svona fegurð... og hreinskær forréttindi að fá að ganga í villtri náttúru í svona birtu með góðu fólki...
svona kvöld gleymist aldrei...

Jú, við fengum aðeins að vera aftur í sólinni...

... þurftum bara aðeins að ganga upp á Tröllatindinn...

Hann var baðaður birtunni vestan megin og við stefndum þangað...

Botnssúlurnar í kvöldsólinni... sem breyttist stöðugt allt kvöldið...

Góð aflíðandi brekka upp á tindinn og við rúlluðum því upp í smá kapphlaupi við sólina...
vildum ná henni uppi áður en hún hyrfi alveg...

Sólin óðum að hverfa af Þjófahnúk...

Gengið eftir hryggnum... við vitum ekki til þess að menn séu að ganga hér almennt nema eingöngu á Hrafnabjörg...
sem er synd því þetta er svo fallegt svæði...

 

Litið til baka á Tröllkarlinn nær og Hrafnabjörg fjær...

Allir í góðum gír þetta kvöld og gott ástand á mönnum almennt...
menn hafa greinilega verið duglegir að ganga í sumar...

Smá brölt á köflum en mjög saklaust...

Hópmynd í dýrðinni...

Efri: Gylfi, Njáll, María Sveins., Guðmundur Jón, Ingi, Maggi, Ólafur Vignir, Svavar, Arngrímur, Þóranna, Örn, Karen Rut, Herdís, Aðalheiður, Gunnar Már, Jóhann Rúnar.
Neðri: Björn Matt., Gerður jens., Jóhanna Fríða, Súsanna, Georg, Guðlaug, Anna Elín, Sigga Sig og Lilja Sesselja...
og Bára tók mynd en Batman og... voru virkilega ekki fleiri hundar með þetta kvöld ? ... var þarna líka einhvers staðar...

Já, hver engillinn á fætur öðrum... nýir sem gamlir... og ótrúlega margir að koma eftir langt eða stutt hlé...
við erum himinlifandi að sjá alla aftur... það er ómetanlegt að eiga svona góða félaga á fjöllum...

Uppi á Tröllatindinum var erfitt að slíta sig frá fegurðinni sem breyttist stöðugt... sólin alveg að hverfa og síðust geislarnir svo sterkir og litríkir... fjöllin skiptu litum og birtan sömuleiðis... úr gulu í appelsínugult í bleikt í blátt... og loksins í svart...
en þá vorum við nú farin heim...

Fjallasýnin að Langjökli var einstök... við verðum að fara að ganga á þessa Klukkutinda og Tindaskaga... Skefilsfjöll og Hrútafjöll eru ekki alveg eins spennandi en samt flott vetrarganga... en þá verður bílfæri vandamálið... og svo er það Skriða og Skriðutindar líka... já, Skriða er sú eina sem við eigum eftir af öllum voldugu fjallastöpunum sem varða svæðið sunnan Langjökuls...

Tröllskessan... flóknari leið þarna upp og ekki fært upp á tindinn svo auðveldlega...
og flottur hryggur líka hinum megin... þurfum að rifja þetta upp einn daginn í dagsferð...

Sólin alveg að hverfa... við snerum við þar sem það var ráð að vera ekki alveg komin í myrkur að bílunum...

En það var erfitt að slíta sig frá og hætta að horfa og njóta...

Sólin kvaddi...

... en var hvergi hætt og varpaði þessari einstöku birtu á skýin sem oft skreyta svo fallega himininn á svona kvöldi...

Síðasti geislinn...

Geislarnir farnir og það dimmdi strax aðeins við að hún væri farin handan við Botnssúlurnar...

En þá tók við síbreytileg fegurðin allt um kring og það var töfrandi að fylgjast með súlunum...

Baula þarna í fjarska...

Skefilsfjöll og Hrútafjöll en hæstur þarna er hæsti tindur Kálfstinda...

Meira að segja hundurinn skynjaði töfra kvöldsins og var að njóta rétt eins og við...

Nú varpaðist sólin á skýjaslæðurnar ofan við Botnssúlurnar...

... þetta var eins og framhaldssaga... og við misstum af síðustu köflunum...

... því við urðum að halda áfram... það var langur vegur til baka...

Nú lituðust skýin ofar á himninum...

... og við bara stoppuðum og horfðum og tókum myndir og nutum...

... drukkum í okkur fegurðina þetta kvöld... sem gæti vel endað sem það fegursta á árinu...

Tunglið var risið í suðri undir bleiku skýjunum...

... og skreytti heimleiðina ásamt þeim bleiku...

Bleika birtan ofan á Botnssúlunum litaði eflaust síðasta klukkutímann þarna upp frá eins og sást þegar litið var til baka...
... við rétt sluppum að kveikja á höfuðljósunum þegar komið var í bílana...

Við tók langur akstur til baka.. þetta var eiginlega einum of langt fyrir kvöldgöngu á þriðjudegi... en þá hefðum við samt ekki upplifað svona dýrðarinnar kvöld... þetta er togstreita þjálfara varðandi lengdina á þriðjudagsgöngunu... því þær eru oft svona kyngimagnaðar þegar þær eru svona langar... svo það er líklega vert að hætta ekki alveg þessari lönguvitleysu á þriðjudögum... en draga samt verulega úr henni og hafa bara fáein svona löng kvöld á hverju ári... heimkomnir voru flestir um hálftólf á miðnætti þreyttir og svangir... en það var þess virði...

Alls 8,5 km á 3,21 klst. upp í 700 m hæð á Þjófahnúk og 621 m á Tröllatindinum
með alls hækkun upp á 433 m miðað við 526 m upphafshæð.

Töfrandi kvöld sem koma endrum og eins í klúbbnum svona óskaplega fullkomin... þessi árstími er einkennandi fyrir þessa kvöldsólarfegurð þar sem sólin sest og tunglið rís og himininn er litaður öllum litum...
en það er einfaldlega ekki sjálfsagt að hitta alveg á það eins og við gerðum þetta kvöld :-)
 

 

Sumarblíða
á suðurströnd Þingvallavatns
um Ölfusvatnsfjöll, Gildrukletta og Lambhaga

Veðrið lék við okkur þriðjudaginn 22. ágúst
þegar gengið var í annað sinn í sögu klúbbsins á Ölfusvatnsfjöll og félaga við suðurströnd Þingvallavatns...

Útsýnið ofan af Ölfusvatnsfjöllunum er gjöfult til allra átta...
Súlufell hér vinstra megin, Kyllisfellið fjær og svo Hrómundartindur ílangur og hækkandi til suðurs
og loks fellin öll vestar við suðurströnd vatnsins sem við höfum gengið á í bæði tindferð og á þriðjudagsæfingu...

Vaka sem týndist síðasta þriðjudag á Hátindi Esjunnar sendi félaga sinn í sinn stað þetta kvöld... tíkina xxx
sem Batman fagnaði með virktum eins og öðrum hundum sem leggja í Toppfaragöngu með hópnum...

Margir að mæta í fyrsta sinn í langan tíma sem var dásamlegt og Bára sem var í vinnuferð á Austfjörðum
grenjaði af svekkelsi að missa af öllum knúsunum og dásemdarútiverunni með öllum þessum sjaldséðu englum...

Guðmundur Jón, Ásta H., Svavar, Hjölli, Ólafur Vignir, Glfi, Lilja Sesselja, Sigga Sig., Heiða, Anna Sigga.
Gerður jens., Herdís, Þóranna, Jóhanna Fríða
og tíkurnar xxx og Slaufa... Batman var upptekinn og Örn tók mynd.

Mældur og skráður hiti á Þingvöllum á Veðurstofu Íslands þetta kvöld kl. 18:00 var 17°
og það er okkar reynsla að skráðar hitatölur hér sunnan lands eru alltaf svolítið lægri en raunveruleikinn...

Ölfusvatnsfjöllin eru tvö... upp og niður 245 m hæð hæst og svo var farið niður á ströndina...

.... mjög skemmtilega leið...

Það er eitthvað við það að ganga meðfram vatni eða sjó...

... einhver heilun á líkama og sál... sérstaklega í svona fallegu veðri...
að ekki sé talað um í sólsetri eða sólarupprás...

Hópurinn þéttur og síðustu menn gættu hver annars úr því það vantaði Báruna aftast...

Við strerndurnar eru sumarbústaðir hvurra reynt var að raska ekki ró með því að halda sig við fjöruna...
en enginn virtist vera í þeim þetta kvöld... og eingöngu einu sinni þurftu menn að fara yfir tröppur til að komast yfir grindverk
en annars hélt hópurinn sig fjærst húsunum á ströndinni... hvílík forsjálni að hafa sett það í lög á sínum tíma að menn mættu alltaf ganga meðfram strönd vatna og sjávar óháð eignarhaldi á jörðum...

Berjamó í hámarki þessa dagana og sumir með berjatínslur meðferðis...

Síðari hluta leiðarinnar upp Gildrukletta og á Lambhaga var lúpínan nettur farartálmi í útbreiðslu sinni
sem var nýtt verkefni á þessum slóðum þar sem við gengum hér síðast snemma að vori...

Sjá leið kvöldsins vel hér: Ölfusvatnsfjöll út af mynd hægra megin... komið eftir þeim og meðfram bústöðunum í fjarska í fjörunni
og upp á þessa lúpínuslegnu nös hér og til baka út af mynd vinstra megin meðfram ströndinni og í bílana sem eru á bak við Ölfusvatnsfjallshlíðina hægra megin...

Efst uppi á Lambhaga var nestisstsund í blíðunni...

... áður en farið var með brúnunum sem eru snarbrattar niður á vatnið í norðri...

... og svo niður brekkurnar að fjörunni og í hliðarhalla til baka austan megin...

... áður en straujað var til baka veginn og móann í bílana...

Alls 9,6 km á 3:22 klst. upp í 245 m hæð á Ölfusvatnsfjöllum, 126 m á Gildruklettum og 178 m á Lambhaga
með alls hækkun upp á 245 m miðað við 125 m upphafshæð.

Elskurnar mínar sem mættuð þetta kvöld eftir langt hlé... mætið aftur næsta þriðjudag og helst sem oftast
því það er svo yndislegt að vera með ykkur :-)
 

 

Grenjandi fjallagleði
á Hátindi Esjunnar
með týndu tíkinni Vöku sem lék sér með kindunum

Það lofaði góðu veðrið þriðjudaginn 15. ágúst þegar lagt var af stað á næst hæsta tind Esjunnar... Hátind sem sagður er 909 m hár en mældist 919 m hár og við höfum mælt allt upp í 924 m háan í fjórum mismunandi göngum á hann úr öllum áttum...

... logn og mjög hlýtt... við enduðum á hlírabolum og stumir voru í stuttbuxum allan tímann...

... útsýnið og skyggnið óskert í allar áttir nánast allt kvöldið...
... en í neðri hlíðum tindsins fór að rigna og við vorum öll komin í regnfötin meira og minna
og það rigndi nánast stöðugt það sem eftir var kvöldsins... bara misþétt...

Tíkin Vaka mætti í sína fyrstu göngu með hópnum og Batman tók henni fagnandi....
sá á nú orðið margar skvísurnar í hverju horni í lífi sínu... nú er það ekki bara Slaufa í Toppförum...
heldur og Vaka sem elskar að ganga með honum á fjall...
og kemur vonandi sem oftast þrátt fyrir smá afvegaleiðingu með kindahjörðinni þetta kvöld :-)

Þjálfarar hafa tvisvar farið hér upp á Hátind en annars hinum megin frá úr Flekkudal 2013 og úr Eilífsdal 2011
sem báðar voru kyngimagnaðar tindferðir norðan megin í Esjunni sem við verðum að endurtaka á næstu árum...

... og nú gengu þeir eftir minni en hefðu betur skoðað vel gps-slóðann
frá því árið 2012 þegar við fórum hérna upp síðast...

Magnað útsýnið úr hlíðum Hátinds að Laufskörðum og Móskörðum um alla hnúkana að þeim hæsta...
þarna myndum við vilja ganga um í kvöldsólarlagi í  september or rekja okkur eftir öllum tindunum
en það þýðir eflaust að við endum í myrkri á niðurleið... en það er svo sem það sem bíður okkar í vetur...
myrkrið þegar dimmast lætur...

Örninn flaug með okkur inn með hamrabeltinu og mundi að við fórum svolítið hægra megin upp klettabeltið..

...en kannski ekki aaaalveg svona langt inn eftir því þegar við fórum að hækka okkur
þá enduðum við á að sikksakka svolítið til baka þar sem betra var að fara upp og lægri klettahjallar...

... en þetta var náttúrulega stórgróði því út úr þessu fengum við ævintýralegra klettaklöngur
og fínustu innsýn inn í hvernig það er að rekja sig t. d. upp Skessuhornið
sem einnig þarf að fara að komast að í tindferð Toppfara næstu árin...

Við enduðum á smá slóða efst upp á hornið og sáum að þaðan er farinn að mótast slóði beint niður af ásnum alla leið niður í dalinn svo þar er greinilega komin fínasta leið upp og niður Hátind fyrir þá sem ekki vilja taka klettabeltið alla leið eins og við gerðum né Kattarhryggina sem við fórum niður um... en auðvitað er skemmtilegast að taka þá slóðann aðra leið og hryggina hina...

Guðmundur Herðubreiðarfari var með í för og ætlaði bara að meta hvort hann færi alla leið eður ei þar sem þeirra bíður mjög spennandi hálendisferð í boði Ágústar í Kverkfjöll, Herðubreið og Holuhraun næstu helgi... en hann endaði á að standast ekki freistinguna og fara alla leiðina með okkur enda í ofurformi...

Jú, eigum við ekki að fara þarna um þó það verði löng og ströng ganga og smá myrkur í lokin ?
Við höfum oftar en einu sinni gengið Móskörðin einmitt í svona þokuslæðingi og það er einhverjir töfrar þarna...

Þóranna og Herdís eru tvær af nokkrum kærkomnum nýliðum Toppfara sem komið hafa inn á þessu ári
og strax gefið hópnum gleði, hógværð, þakklæti og jákvæðni sem er svo mikilvæg í fjallamennskunni...
Þóranna hér að skenkja félögum sínum smá snafs í tilefni sigursins á næst hæsta tindi Esjunnar á saklausu þriðjudagskveldi..
já, það var sannarlega tilefni til þess í rigningunni sem þarna var...

Sjá Batman sem er strax búinn að þefa uppi botnlausa gjafmildi Þórönnu og hélt að hann fengi nú líka smá smakk :-)

Gleði og ekkert annað þetta kvöld þrátt fyrir rigninguna...
Jóhanna Fríða, Arnar, Þóranna, Agnar, Örn, Karen Rut, Herdís, Guðmundur Jón og Guðrún Helga
með Batman inn á mynd og Vöku út af mynd og Bára hinum megin við myndavélina...

...en Agnar var nýliði kvöldsins og smellpassaði inn í hópinn, í hörkuformi og greinilega smitaður af fjallabakteríunni
svo vonandi ákveður hann að koma í Toppfara ásamt konu sinni :-)

Kattarhryggirnir voru niðurleið kvöldsins...

...og þeir eru nú kafli sem við þyrftum að kíkja oftar á
ef einhvern veginn er hægt að sauma saman styttri útgáfu af þessari leið...

Örugg og mun þægilegri leið en klettabeltið og því á allra færi...

Og mjög skemmtileg leiðin niður í dalnum meðfram ánum, giljunum, fossunum, gljúfrunum...
jú... spáum í styttir útgáfu af þessum kafla á þriðjudegi að vori til...

Vaka er verðlauna-púðluhundur sem komin er í öldungaflokk... og mjög fimur fjallgönguhundur... það var unun að sjá hana fara um klettabeltið... og hún hafði augljósa ánægju af göngu kvöldsins... en hún elskar kindur... það er eins og henni finnist þær vera af sinni tegund og þegar hún sér þær þá eltir hún og vil leika við þær... þó þær stangi hana endalaust og vilji hana burt... því fór svo að þegar kindarhjörð fór um dalinn fyrir neðan okkur af Hátindi þá hvarf hún með þeim yfir næsta ás og fannst ekki á niðurleið sama hvað var kallað og leitað niður um gilið...

Hún sást skjótast með hjörðinni hér yfir og upp á ásinn hægra megin og ekki söguna meir...

Mjög falleg leiðin hér til baka og nokkrir fossar á leiðinni...
gilin og gljúfrin fögur svo hér þurfum við að komast í rólegheitunum...

Batman sklidi ekkert í Vöku að fylgja ekki mannhjörðinni í botnlausri hlýðni smalahundsins (sem hann á nú sjálfur ekkert alltaf til samt :-)) ...og skildi ekkert í skipunum okkar til hans um að fara og finna hana... elti bara fremstu menn og var dauðfeginn að komast í bílinn svona hundblautur þar sem það rigndi stanslaust alla niðurleiðina... það var farið að rökkva og allir blautir og ekki annað hægt en fara heim og fyrir Þórönnu hennar Vöku gilti það sama þó ekkert bólaði á tíkinni, en þau fóru svo fjölskyldan aftur upp eftir í myrkrinu um kvöldið og þar beið Vaka blaut og hrakin og dauðfegin að komast heim... vonandi kemur hún aftur með okkur og lærir bara af þessu að stinga ekki svona af með rollunum litla skinnið :-)


Gula leið kvöldsins 2017 og rauða leiðin 2012:
Sjá gulu hægri beygjuna á leið upp þar sem við fórum heldur langt inn eftir klettabeltinu
en komum svo aftur inn á sömu leið og síðast árið 2012.

Alls 9,1 km á 4:32 - 4:38 klst. upp í 919 m mælda hæð með alls hækkun upp á 893 m.

Styttri og léttari þriðjudagsgöngur framundan en samt þegar þjálfari lítur yfir dagskrána þá leynast nú þarna einhverjar heldur langar göngur svo metum þetta og náum helst að fara þær allar því svona kvöld... þó það sé erfitt... þá er sigurinn svo sætur...
og víman lengi að renna af manni...
 

 

Suddalega góð ganga á Úlfarsfell
þar sem ekki viðraði fyrir Laufskörð og Móskörð

Úlfarsfellið býður upp á óþrjótandi leiðir á ekki stærra fjalli og það er nokkuð ljóst að ótrúlega margir nýta sér það á hverjum degi til útivistar allan ársins hring... þjálfarar nota það oft fyrir Toppfaraæfingar á öllum árstíðum og aðallega á veturna en það er ævintýri líkast á sumrin líka sakir ilmandi gróðursældar og blómlegheita... og í hlíðum þess erum við enn að finna stíga sem við vissum ekki um... og sem eru nýtroðnir og nýstikaðir...

... um slíkar slóðir fórum við þriðjudagskvöldið 8. ágúst þar sem við tímdum ekki að fara í rigningu og þoku um Laufskörðin og Móskörðin eftir öllum Móskarðahnúkunum... og reyndum að hafa eitthvurt nýjabrum af þessu með því að fara 11 km hlaupaleiðina hennar Báru þjálfara og hundsins Batmans sem nota fjallið í hverjum mánuði til fjallahlaupa í ólýsanlegu frelsinu sem því fylgir...

Farið var upp bröttu brekkuna frá skógræktinni og með slóðanum upp á hæsta tind og þaðan snúið við norðurhlíðarnar um slóða sem við höfum aldrei farið um með Toppfara áður... og enginn viðstaddur hafði farið áður utan Báru... og enduðum þar niður í skógi og tókum skógarstíginn um austurhlíðar fellsins...

Í stað þess að fara svo niður á veg framhjá Skyggni snerum við upp í hlíðarnar aftur og stefndum gegnum lúpínuna, mosann og mölina á Litla hnúk til að ná nú öllum tindum Úlfarsfells um þessa "áttuleið"... og komum fljótlega á nýlegan stíg sem búið er að stika meira að segja og kom þessi stígur og fór en var að mestu greinanlegur... manni varð hugsað til Reyni Traustasonar sem gengur heiman frá sér í Mosó á Úlfarsfellið nánast daglega... skyldi hann eiga heiðurinn af þessum stíg... og jafnvel vera upphafsmaður að Mosóstígnum norðan megin á sínum tíma ? Það væri gaman að vita það...

Veðrið var með ágætum... logn og hlýtt en það fór fljótlega að rigna og menn rennblotnuððu á endanum en skyggni hélst ágætt allan tímann og útsýni var af öllum tindum svo við fengum talsvert meira út úr kvöldinu en við áttum von á miðað við veðurspána... Jóhanna Fríða hélt áætlun og fór einsömul á Móskarðahnúka þetta kvöld og fékk gott veður, þurfti ekki að nota regnfötin svo það var greinilega heilmikill munur á úrkomu á Úlfarsfelli og Móskarðahnúkum... svo það má spyrja sig hvort við eigum ekki að hætta að breyta plani vegna veðurs og halda okkur við áætlunina þar sem það rætist einmitt svo oft úr veðri... og sætta okkur við lélega mætingu vegna veðurs og allar meldingarnar sem þá koma frá ýmsum um að hafa "bara farið á Helgafellið í Hafnarfirði, Esjuna eða Úlfarsfel"l þar sem þeir "nenntu ekki að keyra langa leið og ganga á fjall sem ekkert gefur nema barning við veður"...

Já, það má spyrja sig því þetta gerðum við fyrstu ár Toppfara... héldum bara plani og létum okkur hafa það og uppskárum oft mergjaðar göngur... og fengum stundum miklar skammir fyrir að halda einmitt plani og vera óskynsöm og jafnvel "glæfraleg" að hafa farið... frá þeim sem ekki mættu... en alltaf voru þeir ánægðir sem mættu og létu sig hafa það... já, líklega er tilfinningin að láta sig hafa sama hvernig veðrið er allavega skárri en tilfinningin að sjá eftir að hafa breytt plani... sérstaklega þegar fréttir berast svo af því að það hafi nú bara verið fínt á fjallinu sem við slepptum... svo já, við skulum hætta þessum endalausu breytingum vegna veðurs... förum bara og metum aðstæður á staðnum og gerum gott úr því sem er og hættum þessu væli og endalausu afsökunum... það er nefnilega hægt að vera mjög góður að æfa afsakanir... hættulega ávanabindandi...
heldur erfiðara að bara mæta og æfa fjallgöngur sama hvað... :-)

Batman heldur að hann sé ekki bara fjárhundur heldur og veiðihundur og varðhundur og við vitum ekki hvað... hann langaði að leika við hrafnana sem vörðuðu klettana utan í Úlfarsfelli... en þeir voru ekki alveg á því að leika við þetta loðna, hávaðasama og aðgangsharða kvikindi nema þessi sem færði sig sífellt neðar þar til hundurinn var í hringsólandi vandræðum og hrafninn hafði gaman af þessum hlunklalega klaufa sem gat ekkert flogið :-)


Björn Matt., Örn, Steingrímur, Ósk, Gerður jens., Guðrún Helga, Arnar, Ólafur Vignir, Katrín Kj., Þóranna, Karen Rut og Bára tók mynd og Batman varð hundblautur og þornaði ekki almennilega fyrr en um miðjan næsta dag greyið og var hálf slæptur eftir þetta volk !

Ofan af Litla hnúk reyndum við að halda hæð utan í Stóra hnúk eins og aðstæður leyfðu og gengum loks yfir á Vesturhnúk og þaðan stíginn niður að bílunum aftur... þá flestir orðnir ansi blautir og því slepptum við Leirtjarnarkaflanum sem hefði annars gefið okkur tæpa 11 km göngu í allt... ekki slæm æfing það á lummó Úlfarsfellinu...

Þess í stað enduðum við á 7,8 km göngu í 2:33 klst. upp í 301 m með alls hækkun upp á 438 m miðað við 64 m upphafshæð :-)

Frábær sárabót úr því veðrið var ekki betra en þetta... vonandi fáum við geislandi kvöldsól í september þegar við förum um Laufskörðin og Móskörðin og rekjum okkur eftir öllum Móskarðahnúkunum sem eru alger veisla út af fyrir sig og leið sem nýtur sín óskaplegas vel í kvöldsólinni.... en það er ekkert sjálfgefið í veðrinu og ekki hægt að ætlast til að fá alltaf glimrandi gott... svo það er eins gott að gera bara gott úr því sem er og bara láta sig hafa það sama hvað, já og mæta þá...
það er nefnilega lang skemmtilegast :-)
 

 

Gullin ganga
á Mórauðukinn
í Skorradal

Loksins fengum við þriðjudagsgöngu í sólarblíðu og töfrandi fögru sólsetri... þriðjudaginn 1. ágúst
þar sem átta manns mættu í Skorradalinn og gengu á sjaldfarið fjalll sem lúrir undir norðurhlíðum Skarðsheiðarinnar...

Það voru sex ár síðan við vorum hérna síðast... þá langtum fleiri en við vorum nú... eða x manns...

Við gengum inn í Selsskóginn eftir góðum slóða... en það tóku fljótlega að renna á okkur tvær grímur
þegar slóðinn fór niður á við... og við snerum við í vangaveltum um hvernig við hefðum nú gengið þetta síðast...
og mundum það ekki nægilega vel en rámaði þó eitthvað í að hafa gengið meðfram ánni upp eftir...

Jú, fínasta leið upp með ánni á grjótinu fram og til baka yfir sprænurnar...

... á slóða sem kom og fór í grýtinu og greinilegt að bústaðafólkið og tjaldstæðisfólkið á svæðinu venur komur sínar hér upp með ánni og í gljúfrið sem beið ofar og var tignarlegt og ógnvekjandi í senn...
 sérstaklega þegar við vorum komin ofar og litum niður ofan úr fjallshlíðunum...

Við mundum eftir brekkunni sem við fórum upp úr síðast... þetta rifjast yfirleitt nokkurn veginn upp en þegar gengið er stanslaust um nýjar slóðir þá er ekki skrítið að eitthvað skolist til í minninu... lexía þjálfara hér að skoða alltaf gps-slóð af fyrri göngu til að skerpa á minninu... en þegar gps-slóðin er skoðuð frá 2011 sést að við gengum inn í skóginn og í suður og svo til austurs út úr honum aftur út á brúnir gljúfursins og þaðan upp á hrygginn... ekki í raun eftir árfarveginum nema að litlum hluta... en það var ljóst þetta kvöld árið 2017 að það er besta leiðin, ætli menn að fara upp á hnúkana þarna
því skógurinn er orðinn mjög þéttur og hávaxinn...

Ofar í gljúfrinu falla þrír fossar niður og enn ofar fleiri þar sem hrikaleikurinn jókst með aukinni dýpt og þrengslum
og við virtum þessa fegurð fyrir okkur þar sem við gengum upp hrygginn...
fegurð sem tapaði smám saman mjúku sakleysinu sínu og varð meira ógnvekjandi eftir því sem ofar dró
áður en fjallið tekur endanlega við í giljóttu brekkunum sínum...

Skorradalsvatn marraði lygnt og friðsælt þarna niðri í blíðunni... en golan var svöl ofar í fjöllunum...
á meðan það var funhiti og blíða niðri í skóginum...

Mórauðihnúkur... einn af tindum Skarðsheiðarinnar gnæfði yfir og kallaði okkur til sín...
sáum fína leið þarna upp... já, förum næst á Mórauðahnúk hér upp og niður kambinn hinum megin.. ekki spurning !

Sjá gljúfrið bak við Björn og Guðmund og hversu langt Skorradalsvatn teygir sig til austurs... við þurfum að fara að skokka þessar Síldarmannagötur... forvitnilegt að sjá þá leið...

Uppi á Mórauðukinn biðu okkar nokkrir hnúkar sem við röktum okkur eftir...
í myljandi líparítinu sem smám saman kom undan grágrýtinu...

Þétt stemning og mikil gleði í þessari göngu...
María Guðrún, Björn Matt., Svanur skemmtilegur gestur og vinur Magga, Maggi, Örn, Katrín Kj., og Guðmundur Jón
en Bára tók mynd.

Fjallið varð ljósara eftir því sem vestar dró svo það er þess virði að rekja sig niður með því vestan megin...

Í grænni lautu fundum við góðan nestisstað í skjóli fyrir gjólunni sem blés uppi á hnúkunum...
beint undir Mórauðahnúknum sjálfum í Skarðsheiðinni...

Þarna uppi stóðum við 2. janúar 2010... þegar sólarupprás og sólsetur rennur saman í eina blábleika göldrótta birtu í mesta skammdeginu og horfðum niður á Mórauðukinn...

... og röktum okkur eftir brúnunum sem við horfðum upp eftir þetta kvöld...

Já, það er endalaust hægt að rifja upp geggjaðar göngur á Skarðsheiðinni sem þessi hópur hefur lagt að baki...
margar óborganlega fagrar á öllum árstíðum en þó aðallega að hávetri í nístandi frosti og töfrabirtu skammdegisins...

En nú vorum við á miðju sumri í blíðu kvöldsólarinnar og nutum þess í botn...

Hér voru skaflar í júnígöngunni 2011...
ágúst og september eru yfirleitt fegurstir hvað varðar "sumarlegar" göngur...
áður en veturinn læsir frostklóm sínum aftur í landslagið...

Vesturhlíðar og suðurhlíðar Mórauðukinnar eru líparítslegnar rauðum og gulum lit sem tóku að gyllast í sólsetrinu
og minnir mann á að við þurfum að vera stödd í miðju jökulgili að fjallabaki einhvern tíma í svipuðu sólsetri
þar sem litirnir þar njóta sín einna best í þessari birtu...

Skessuhornið þarna handan við... og Skjaldbreiðar-Okið upp við Mófellið sem þarna breiðir úr sér grænt, gult og rautt...
en við gengum á tvö síðarnefndu þann 4. apríl á þessu ári í snjó að mestu en sömu sólarblíðunni og nú...

Kyngimögnuð birta þetta kvöld...

... og líparítið bókstaflega geislaði af fegurð...

Sólsetur fer suðurhlíðum Mórauðukinnar greinilega vel...

Í stað þess að ganga niður í Selsskóginn eins og síðast...
gengum við eftir kindagötum með suðurhlíðunum í átt að gljúfrinu aftur...

... og náðum mun þægilegri göngu fyrir vikið en að þvælast eitthvað í skóginum sem hefur sannarlega vaxið heilmikið frá því árið 2011  enda vorum við þá í júní og það einfaldlega munar hvort það er snemmsumars eða síðsumars...

Litið til baka um bakaleiðina utan í Kinninni...

Mun hlýrra hérna niðri og jakkarnir fóru aftur ofan í bakpokann hjá einhverjum...

Við gengum lengra á brúnunum niður með gljúfrinu og fórum niður í það neðar en við komum upp fyrr um kvöldið...

... og tókum svo ána síðasta kaflann til baka með skóginn og gróðurinn geislandi af kvöldsólargleði allt í kring...

Takk fyrir okkur Mórauðakinn... það einfaldlega gerist ekki flottara á saklausu þriðjudagskveldi í ágúst...
...alls 6,7 km á 3:02 klst. upp í 569 m hæð með alls hækkun upp á 519 m miðað við 114 m upphafshæð...

Einhyrningur fær að bíða síðari tíma þegar þjálfarar eru staddir í sveitinni
og því stefnum við á
Laufskörð og Móskörð eftir öllum Móskarðahnúkunum næsta þriðjudag...
vonandi í aðeins betri mætingu en þetta kvöld en þessir þriðjudagar um hásumarið eru alltaf fámennir svo sem :-)

Mergjaðar göngur hver annarri fegurri eru framundan á þriðjudögum í ágúst og september
í svona sólarlagi vonandi sem oftast...
það er vel þess virði að mæta og njóta hverrar einustu þeirra ! :-)

Spurning með sjósundið... hvort við tímum að sleppa göngu það kvöld... spáum í það saman næsta þriðjudag !
 

 

Tjarnarhnúkur
 Lakahnúkur
Hrómundartindur
Tindagil

Loksins fórum við alvöru kvöldgöngu eftir Mont Blanc ferðina stóru...
þriðjudaginn 25. júlí...

... í blíðskaparveðri að við héldum... þar til við komum upp á Hellisheiði og það var þoka...

...sem tók af okkur allt útsýni á Tjarnarhnúk og Lakahnúk...

... en það tók að birta til á leið að Hrómundartindinum...

... þar sem við pössuðum okkur að missa ekki hæð...

... og gátum virt fyrir okkur aukakrókinn niður í hveradalinn frá því í vetur...

Sólin skein á köflum á Hrómundartindi...

... og þokan var ansi þunn uppi á hryggnum...

Ótrúlega skemmtileg leið sem gaman væri að taka einhvern tíma skokkandi...

... og mikill munur á slóðinni frá því við fórum fyrst... mikið meira troðin stígurinn...

Uppi beið okkar dulúð og töfrar...

... þar sem ljósbrotið af kvöldsólinni í þokunni skreytti þennan kafla eins og stundum áður...

Við horfðum á útsýunið birtast og hverfa og ljósbrotið falla á þokuna sem lék um hrygginn...

Sérstakt að horfa á eigin skugga falla á þokuna með kvöldsólina í bakið og magnað útsýnið í fjarska...

Einstakt andrúmsloft og mikil heilun fyrir sál og líkama að fá svona augnablik á fjöllum...

Hryggurinn á hrómundi var eins og best verður á kosið... ekki bleyta og ekki hálka...

Og já, það eru farnir að fara heilu hóparnir þarna um á hverju ári greinilega... við erum hluti af þeim...

Þessi kafli er sá eini varasami að mati þjálfara...
en sumum finnst hryggurinn sjálfur taka aðeins í ef lofthræðsla hrjáir menn á annað borð...

Fljótlega verður þetta saklaust og hrein og skær ganga í grænni lautu...

... með móbergsslegnum köflum hér og þar...

Svo fór útsýnið að opnast fyrir alvöru...

... og við horfðum til allra átta...

Kvöldsólin að berjast... og hafði undirtökin aðeins neðar í landinu...

Já, við gengum út úr þokuni með hverjum metranum niður í mót...

Kattartjarnirnar tignarlegu.. verðum að ná þessu óbyggðahlaupi þarna um í ágúst um Grænsdal og Reykjadal...
ekki spurning að Toppfarar taki sig saman og gangi þessa sömu leið sama dag þeir sem ekki vilja skokka !

Fámennt um hásumarið enda flestir úti á landi eða erlendis...
Örn, Batman, Ingi, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Katrín Kj., Guðmundur V., Ísleifur og Jón Tryggvi
en Bára tók mynd.

Nesjavallavirkjun í fjarska og Þingvallavatn.. og fjöllin sem við gengum á í apríl 2015
þar sem byrjað var í blíðskaparveðri og endað í vetrarbyl...
löng og ströng og flott tindferð að vetrarlagi...

Gullfallegt landslag og þess virði að koma hér reglulega...

Stapafellið vinstra megin sem við enduðum á þarna í apríl 2015...
og Súlufell sem er það eina sem við eigum eftir á þessu svæði...

Hrómundartindur teygir ansi langt úr sér niður að Þingvallavatni... og þar snerum við við upp Tindagil...
já, ekki Katlagil eins og við gleymdum okkur í að misnefna !

Smá grjótskriður og klöngur...

Gatið þar sem við höfum alltaf tekið hópmynd í... verður gaman að bera þær saman einn daginn milli ára :-)

Hvílík forréttindi að koma úr sumarfríi og fá svona göngu með þessu fólki...
mann verkjar bara í hjartað að eiga svona ferðafélaga að... sem eru alltaf til í allt... allt árið um kring...

Tindagil er gersemi sem vert er að skoða að sumri sem vetri...

... og gefa sér tíma og jafnvel fara einn og hlusta og njóta...

Þetta kvöld voru eingöngu sterkri göngumenn mættir svo við fórum þetta á methraða...
það er sanngjarnt að sterkari hluti hópsins fái stsundum að njóta sín og fara göngur á sínum hraðar
en ekkia lltaf á forsendum hægasta hluta hópsins... og því er nauðsynlegt að svona röskar göngur séu stundum farnar
á milli þess sem ið förum rólegri og léttari göngur...

Magnaður hópur í þessari göngu... afreksfólk hvert og eitt.. víðförult, ástríðufullt og ósérhlífið... þar af þrjú af fjórum elstu meðlimum klúbbsins en öll fjögur skáka þau flestum í klúbbnum hvað varðar elju, ósérhlífni og ástundun... mæta árum saman í nánast hverja einustu göngu, sama hversu erfið eða löng hún er... sannkölluð ástríða inn að beini... og ómetanlegar fyrirmyndir fyrir okkur hin... nákvæmlega eins og þau viljum við þjálfara vera fram á okkar efri ár... vonandi náum við að fara sem flestar ferðir með þeim næstu áratugina... og læra sem mest af þeim...

Alls 8,5 km á 3:21 klst upp í 560 m hæð meða lls hækkun upp á 492 m miðað við 393 m upphafshæð.

Yndislegt að koma aftur til leiks...
það bíða okkar magnaðar kvöldgöngur
og kyngimagnaðar tindferðir það sem eftir er af árinu...
vá hvað við erum heppin !
 

 

Tröppusprettir
fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
sem keppti sinn fyrsta leik á EM

Þar sem fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta lenti á þriðjudeginum 18. júlí
sem var fyrsta æfing þjálfara eftir sumarfrí ákváðu þeir að fær tröppuspettina
sem áttu að vera viku síðar yfir á þetta kvöld til að allir gætu verið komnir til baka að horfa á leikinn
enda var hvort eð er slagveður þennan dag... en enginn mætti nema þjálfarar og Batman...
en æfingin var engu að síður geggjuð þar sem við fórum 6 spretti upp og niður alls 5,4 km á 0:44 klst.
með alls hækkun upp á x m miðað við x upphafshæð.

Áfram Ísland !

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir