Tindur 59 - Hrafnabjörg - Tröllatindar - Þjófahnúkur 21. maí 2011
Hún
var notaleg og afslöppuð tindferðin þann
21. maí þegar 18 Toppfarar
tóku
fimm tinda göngu "baksviðs" (e.backstage!)
Lagt var af stað frá vörðu vélsleðamanna, Bragabót vestan megin Hrútafjalla og Kálfstinda og blés vindurinn þarna napurt til að byrja með eftir norðangarrann sem ríkt hefur á landinu síðustu daga og olli snjókomu á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norð-Austurlandi... en þessi vindur þagnaði er leið á morgunin svo eftir sat lognið með okkur það sem eftir lifði dags.
Uppgangan á
Hrafnabjörg
var létt og laggóð með óskertu útsýni suður til
sjávar,
Þingvalla,
Hengilsvæðisins
Elsa Inga, Áslaug,
Irma og Brynja með
Hrútafjöll
nær og
Flosatind í
Kálfstindum
hæstan fjær...
Veislan var
360 gráður
uppi á
Hrafnabjörgum...
Nöpur golan enn við völd en fjaraði svo úti þarna á Hrafnabjörgum þegar við gengum norður að brúnunum við Tröllatinda.
Það
er ekki hægt að vera í slæmum félagsskap á
fjöllum...
Elsa Inga, Óli, Dóra, Día, Áslaug, Hildur Vals,
Björn, Arnar, Irma, Örn, Helga Bj., Kjartan, Guðrún
Helga, Lilja Sesselja, Brynja, Steinunn, Anton,
Guðmundur K., og Jóhann en Bára tók mynd
Þvílík veisla...
góðar fréttir af
Hnúksförum,
Þeim Óskari og Skúla Wildboys með fjallgönguklúbbnum
sínum Fjallahress
og
Hrútsfjallstindaförum,
þeim Nonna og Ástu Henriks
og við vorum reglulega með hugann á
Vatnajökli...
Víðáttan víðfeðm og einstakt að fá óskert útsýni til jöklanna í norðri.
Tröllatindarnir
hér í fangi göngumanna fremst á mynd...
Austurbrúnir
Hrafnabjarga
eru ókleifar en svipmiklar þegar gengið er fram á
þær
Góð leið niður norðaustan megin og sólin bakaði bergið í vorhitanum...
Eftir Hrafnabjörg biðu Tröllatindarnir uppgöngu...
...móbergsslegnir, lausir í sér og brattir...
Fyrri nestistími dagsins við fótaskör Tröllkarlsins...
Besta veðrið í
matarpásu það sem af er árinu...
Þjálfarar fundu góða leið upp í könnunarleiðangri þann 4. maí í mun meira vetrarfæri en þennan dag 21.dag sama mánaðar... en í nestistímanum leitaði Örn að skemmtilegri leið þó brattari væri með rimanum sem liggur úr klettinum til suðurs...
Jú fært en ansi bratt og laust í sér og ekki á færi allra í klúbbnum...
En
í þessum leiðangri voru bara mættir þeir sem ætluðu
sér alla tindana og létu sig hafa það
Meðal annars
Hildur Vals
og Lilja
Sesselja sem
eru með reyndustu konum Toppfara
Þeir sem fyrst fóru upp hjálpuðu hinum neðar... eða tóku myndir og lofuðu bót og betri tímum þarna uppi...
Sjá mergjaða mynd
Kjartans á fésbókinni sem hann er að taka á þessari
mynd:
Anton var bjargvætturinn á versta karlanum...
Riminn rúmaði eiginlega bara einn í einu til að byrja með...
...og við klöngruðumst áfram í eftirskjálftunum eftir móbergsvegginn...
Og allt gekk framar vonum enda ósérhlífinn hópur á ferð...
Þetta skánaði á "meginlandinu" ofar sem breikkaði og gaf betra ráðrúm m. a. til að nota stafina...
... í greiðfærum en lausum móbergsklöppunum...
Tindurinn á Tröllapabba eins og kvenþjálfarinn skírði hann... Tröllkarlinn eiginlega betra orð þar sem Anton kallaði Tröllamömmuna Tröllskessu... já, það var betur við hæfi þessara hrjúfu og harðneskjulegu tinda...
Vinkonurnar Steinunn og Brynja... Dóra hans Nonna
Hrútsfjalls ;-)... Anton - já, hvar var eiginlega
Hjölli?... Irma og Helga... Það
voru líka bara
hörkutól
úr röðum ferfætlinga klúbbsins í þessari ferð en
Von
var sú eina sem klöngraðist upp Tröllkarlinn án
vandræða, Dimma rúllaði niður í grjóthruni og Día
lét ekki plata sig út í þessa vitleysu,
Niður var farið bratta skriðu norðan megin sem var skemmtilegra en að fara niður austan megin eins og þjálfarar ætluðu sér eftir könnunarleiðangur fyrr í maí, en þessi var fín a la Anton enda hafði snjóa vel leyst fram eftir mánuðinum...
Hálkan hverfandi nema rétt efst og Kjartan gætti félaganna á þeim hálkubletti til síðasta manns...
Sá var brattur, þessi Tröllkarl...
En ósköp saklaust séð neðan frá... eins og oft á fjöllum þar sem sjónrhornið segir ólíkt til um færi...
Niðri bakaði hitinn okkur eftir svitabaðið við bröltið og við fækkuðum fötum...
Fremra og Innra
Mjóafell í
baksýn vinstra megin en þar þræddum við okkur um
síðasta sumar
Tröllabarnið litla var ósköp saklaust á einfaldri leið upp í 619 m hæð...
Ofan af því sást vel
til
Tröllskessunnar
sem var
síðasti Tröllatindur dagsins...
Helga, Örn, Brynja, Kjartan, Áslaug og Dóra með Botnssúlur og Ármannsfel i baksýn ofan af barnslegum tindinum...
Elsa Inga, Irma, Hildur Vals. og Helga Björns með Búrfell í Þingvallasveit í baksýn og hluta Hrafnabjarga og Tröllkarlsins vinstra megin á mynd... og jú, Syðstu Súlu Botnssúlna lengst til hægri ef maður gefur aðeins gaum...
Greiðfært ofan af
óhörðnuðu
Tröllabarninu
og hæsti tindur
Kálfstinda
- nafnlaus - í baksýn undan
Hrútafjöllum...
Landslagið er oft ansi stílhreint og taktfast í mynstrum, litum og áferð... Sumarið sigraði sannarlega í þessari ferð... snjórinn mátti sín einskis þó hann væri dreifður um allt... sólin og hitinn bakaði jörðina svo allt ilmaði og maður andaði hreinlega lyktina af sumrinu að sér...
Tröllskessan
framundan um rimann á sama hátt og á
Tröllkarlinum
en þessi var greiðfærari
Fínasta klöngur þar sem hendur voru óspart notaðar til stuðnings og stafirnir lítið nýttir í þessari ferð...
Lengra var ekki farið með hópinn þó Örn og strákarnir strákarnir fyndu betri leið alla leið en þjálfarar höfðu fundið fyrr í mánuðinum... en samt ekki nógu örugga fyrir heilan hóp að fara eftir bröltið á Tröllkarlinum sem reif verulega í svo við létum 593 m hæð nægja...
Óli, Hildur vals og Steinunn með norðurhlíðar Hrafnabjarga vinstra megin og fjallgarð Esjunnar í fjarska...
Niður var klöngrast í leit að skjólbetri stað fyrir allan hópinn...
Því Tröllskessan tók ekki annað í mál en að við kíktum inn í kaffi...
Þar sem spjallað var
yfir kakóbollanum um framtíðargöngur í
Skaftafelli
sem bíða okkar í óendanlega
Úr því tindi Tröllskessunnar var ekki náð fórum við með lendum hennar til norðvesturs...
...af því klifurkettirnir voru ekki búnir að fá nóg af klöngri...
Nyrsti hluti Tröllatinda með Þórisjökul, Skjaldbreið, Tindskaga og Skriðu í baksýn.
Við klöngruðumst niður norðuröxlina á Tröllskessunni áður en snúið var við til baka...
Í nánast hjartalaga snjóskaflinum varð manni hugsað til Ástu Henriks... sem kleif Hrútsfjallstinda á sömu augnablikum ásamt Nonna hennar Dóru... Jú, þau komust á tindinn eftir eingöngu 8 klst. uppgöngu eða tveimur klukkustundum fljótar en við fyrir tveimur vikum enda 8 manna hópur í einni línu og þá er lífið aðeins einfaldara á jökli... frábært að fá svona góðar fréttir af þeim á okkar göngu ;-)
Við
áðum og spjölluðum í tíma og ótíma þennan dag...
hvorki veður né tími rak á eftir okkur....
Skefilsfjöll í baksýn.. ein af sex tindahryggjum svæðisins sem við ætlum að bæta smám saman í safnið næstu árin...
Litið til baka á Tröllskessuna með Irmu og Lilju Sesselju á góðu "til-baka-spjalli"...
Þjófahnúkur var síðasti tindur dagsins og á þessu dóli var ekkert sjálfsagðara en að taka hann með...
Fínasta leið þarna upp...
Klöngrið orðið ósjálfrátt og fumlaust...
Snjórinn óðum að hverfa í vorsólinni og lítið frost í jörðu...
Björn með Tröllkarlinn í baksýn og glæsilegar Botnssúlurnar í fjarska og Ármannsfell í pilsfaldinum á þeim...
Mosinn er einn af bestu vinum Toppfara... sem mikilvægt er að fara mjúkum fótum um...
Þjófahnúkur
mældist 703 m
hár og gaf
frábært útsýni til allra átta...
Dimma
lagði sig á
Þjófahnúk eins
og sönnum fjallagarpi sæmir þegar tækifæri gefst í
fjallgöngferðum...
Þjófahnúkur
var greiðfær upp og niður...
Flosatindur i Kálfstindahryggnum gægist upp bak við Hrútafjöll...
Día gætti Áslaugar sinnar vel... og Dóru þar sem Drífa var í sveitinni þennan dag...
Þarna blés golan aðeins í fyrsta sinn frá því um morguninn...
En við gengum
fljótlega niður í
steikjandi hitann
Mosið og hraunið straujað síðustu kílómetrana og eldborgin gengin þarna í leiðinni...
Óli og Björn á eldborginni með Þjófahnúk í baksýn og Tröllatindana fjær vinstra megin.
Sprungið
á dekki þjálfara þegar göngunni lauk...
Notalegur endir á
þægilegri tindferð í fyrsta
sumarveðrinu
í ár... við tímdum ekki heim frekar en fyrri daginn
og tókum góða hvíld í mosanum áður en lagt var af
stað til byggða... sæl og slök eftir endurnærandi
dag í óbyggðum sem gaf heilmikið klöngur og magnaða
fjallasýn í fallegu veðri sem var ansi sumarlegt ;-)
... og endaði með ósköpum þar sem
gos hófst í
Grímsvötnum
síðar um kvöldið og virtist þegar þetta
er skrifað vera eitt það stærsta í Grímsfjalli á
okkar tímum...
Alls
11,3 km
(gps sýndu 10,2 -12,4 km) á
6:05 - 6:14 klst.
upp í 780 -
626 - 619 - 593 - 703 m
hæð
Sjá allar myndir
þjálfara hér: Frábærar myndir félaganna á www.facebook.com
Og myndbönd þjálfara
úr ferðinni hér: |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|