Bergnumin
í
sólarbjarma
Alls gengu
31
Toppfari
um sjö ólíka og hver öðrum fegurri
tinda á
Sveifluhálsi
og
kringum
Kleifarvatn
Af virðingu fyrir þessum tindum ákváðu þjálfarar
að telja þá alla og nefna þá nafnlausu; Lagt var af stað í rökkri kl. 9:02... tæpum tveimur klukkustundum fyrir sólarupprás sem var kl. 10:54:... og þegar komið var upp á fyrstu brún á Hellutindum kl. 9:40 blasti fyrsta morgunskíman við okkur í suðaustri... og við gátum þá þegar slökkti höfuðljósin... í áhrifamikilli sýn sem stöðugt breyttist eftir því sem sólin reis...og fjöllin vöknuðu smám saman við dagrenninguna... þar sem við klöngruðumst í síbreytilegu landslagi eftir tindahryggnum vestan megin við Kleifarvatn... sem glitraði spegilslétt fyrir neðan okkur... og lokkaði okkur að lokum allan hringinn kringum sig... þar sem síðustu geislar sólar léku sér á himni sem vatni... áður en hún settist aftur... og við lukum göngu dagsins áður meðan rökktið tók aftur yfir... og svo myrkrið sem læstist um okkur er við ókum til byggða þar sem borgarljósin ráða ríkjum... og maður mændi með sárum söknuði til fjalla í fjarska... þar sem töfrar sólarlagsins ríktu tveimur klukkutímum lengur í vetrarskímu sem er engri lík.. og við missum af á hverju kvöldi með því að búa í "upplýstu borgarsamfélagi"... ---------------------------------------------------
Örlítil
morgunskíma
var þegar komin á himininn þegar lagt var af
stað
kl. 9:02
Við þurftum varla á höfuðljósunum að halda og slökktum á þeim á fyrstu fjallsbrún...
... eftir heldur
snarpa
hækkun frá bílunum...
lausgrýtta
brekku sem tók verulega í
Sýnin til borgarinnar frá fyrstu fjallsbrún á hrygg Hellutinda. Hrím yfir öllu og allt frosið... nema Kleifarvatn sem var á allt öðru róli...
Rökkrið fyrstu Hellutindana...
Við nutum þess að vera aðnjótandi fyrstu birtu
sólarinnar
Á hæsta Hellutindinum í
376 m hæð
gengum við fram á brúnirnar og
friðurinn dagrenningar
var fullkominn... http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/5/VjSDLlFwaas http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/5/VjSDLlFwaas
Það birti með hverju skrefinu og
margbreytileiki
Sveifluhálssins fangaði okkur hvað eftir annað
Þetta var klöngur og brölt upp og niður kílómetrunum saman og höfðu margir á orði að þeir kynnu betur að meta svona klöngur um tindahrygg heldur en aflíðandi langa göngu upp á eitt fjall eða einn tind og niður aftur sem er algengast.
Þarna var eingöngu um
+/-400 m háa tinda
að ræða en það eru gæðin sem skipta máli... ekki hæðin
eða magnið
Útsýnið var víðfeðmt í allar áttir um Reykjanesið og nágrenni borgarinnar. http://www.youtube.com/BaraKetils#p/u/3/qUrQigDlbgw
Fyrsta nestisstund dagsins var tekin í góðu
klettarjóðri með Kleifarvatnið fyrir neðan
okkur...
Hrútatindur
var næstur en hann náði
384 m hæð
og var með framhald af
bergganginum
sem var á Vigdísartindi.
Færið
framar vonum... engin hálka eða frosnir steinar
að ráði eins og tilefni var til í frosthörkunni
síðustu vikurnar
Þeir stóðu þéttir saman
Vigdísartindur,
Hrútatindur
og
Folaldatindur. Upp á þann síðastnefnda gengum við áfram eftir sama bergganginum en þessi var heldur grýttari upp á við.
Við mældum Folaldatind 387 m háan en fórum reyndar ekki öll upp á hann alveg hæstan þar sem hann reis á hægri hönd göngumanna (vinstra megin á mynd hér)... berggangurinn dró okkur okkur áfram hálsinn að næsta tindi sem kallaði á okkur...
Næstir voru þrír hæstu tindar dagsins... Stapatindur, Hofmannatindur og Miðdegishnúkur...
Hér voru sólageislarnir farnir að skína á landslagið og gefa því gullinn lit...
Í
bók Ara Trausta og Péturs Þorleifs "Íslensk
fjöll - Gönguleiðir á 151 tind"
(Mál og menning 2004) "Sveilfuháls nær um það bil frá býlinu í Krísuvík, í nágrenni við allstórt háhitasvæði, norðaustur að Vatnsskarði og Breiðdal (þar sem við ókum í gegnum á leiðinni að Kleifarvatni). Á hálsinum eru a.m.k. sjö aðskildir tindar og telst hver vera haugur af gosefnum ofan við sjálfstætt gosop á eldsprungunni sem fæddi að lokum af sér allan hrygginn" (bls. 257).
Meðfram Sveifluhálsi liggja nokkrir aðrir tindahryggir
öllu lægri og umfangsminni en sá sem er næstur
honum og umfangsminnstur heitir
Norðlingaháls
og munum við einn góðan þriðjudag í framtíðinni
rekja okkur eftir honum Enn suðvestar liggur svo Núpshlíðarháls eða Vesturháls (til móts við að Sveifluháls er stundum kallaður "Austurháls") og við honum norðar tekur Selsvallaháls að Grænavatnseggjum en þær eggjar ætlum við að ganga um þriðjudaginn 10. maí 2011 í "3ja vatna leið".
Minni hryggur liggur svo frá því svæði í norður
meðfram
Hörðuvallaklofi
og nefnist Fíflavallaháls sem er tilvalin
þriðjudagsganga að sumri
Hæsti tindur dagsins var Stapatindur í 415 m mældri hæð... Hann var með kollhúfu í stíl við jólasveina dagsins ;-)
Sólin var komin upp bak við skýin og Kleifarvatn farið að gyllast vetrarsólinni...
Litið til baka af Stapatindi með
Folaldatind
næstan,
Hrútatind
og hugsanlega sést í
Vigdísartind
fjærst.
Í
fjarska eru svo
Helgafell
í Hafnarfirði og
Húsfell
sem dökkar bungur á hraunsléttunni og
Vatnshlíðarhorn
(385 m) hægra megin við norðausturhluta vatnsins
en
Lönguhlíðar
taka við af Vatnshlíðarhorni
alla leið að
Grindaskörðum
Vatnshlíðarhorn og Lönguhlíðar eru á vinnulista Toppfara og þá höfum við gengið um allt þetta svæði sem hér blasir við...
Sveiflufarar::
Efst frá vinstri:
Rósa, Gunnar, Stefán Alfeðs., María, Sigga Sig. Hvílík gull af mönnum...
Já og auðvitað voru þarna innan um jólasveinar dagsins:
Sigga Sig. skoraði á menn að mæta með
jólasveinahúfur
í gönguna í tilefni dagsins
enda hefur tindferð desembermánaðar yfir sér hátíðarblæ...
Næst verðum við
öll
með húfu á kollinum...
Hláturinn fékk að óma hljómfagur í kyrrðinni þennan dag...
Stapatindur var svo marghnúkóttur og margslunginn niðurgöngu um sinn eigin persónulega tindahrygg...
Alma, Arnar, Sæmundur, Jóhanna, Helga Björn,
Ásta H., Irma, Heimir,
Með sólina gyllandi um allt...
Arnar, Kári Rúnar, heiðrún, Steini, Lilja
Sesselja, Jóhanna, Helga Bj., Stefán A., Heimir,
Ingi,
Framundan voru Hofmannatindur eins og stríta og Miðdegishnúkur ógnvekjandi brattur...
Töfrar dagsins í hnotskurn...
Á Stapatindi voru 4,4 km að baki og 4, km framundan upp og niður tinda Sveifluhálssins...
Við kvöddum þennan glæsilega tind því það var enn langur vegur framundan...
Leiðin lá enn og aftur um móbergsklappir og landslag sem minnti mann í ómótaðan leir í höndum listamanns sem er við það að byrja að vinna... ekkert skref eins... og margbreytileiki þessar gönguleiðar skákaði þeirri fjölbreytni sem við höfum áður gengið um á tindahryggjum... Sveifluháls er 15 km langur og við gengum eingöngu 8,6 km af honum eða um rjómann í miðjunni... næsta sumar ætlum við að taka þriðjudagsgöngu frá nyrsta hluta hans yfir á Hellutinda - (Háuhnúkar og Hellutindar þriðjudaginn 13. september 2011) og syðsti hluti hans er svo kominn á vinnulistann - um Arnarnípu, Hatt, Hverafjall, Drumb og fleiri nafnlausa tinda ofan við Krísuvík....
Þetta var ganga margbreytileikans þar sem birtan breyttist jafn ört og landslagið...
Mjóasti hryggurinn sem menn fóru um... já, þessir naglar... án þess að hika...
Heimir, Sigga Sig., Lilja Sesselja og Ásta H. með syðri hnúka Stapatinds í baksýn.
María, Hildur vals., Stefán A., Kristín Gunda, Imra, hermann, Súsanna, Kári Rúnar, Sæmundur og Alma með Stapatinda að baki.
Bára, Vallý, Heimir, Ingi, Heiðrún, Lilja Sesselja, Sigga Sig., Steini og Rósa næst á miðri mynd.
Ágúst á Hofmannatindi í 409 m hæð og hinir á leiðinni upp...
Hofmannatindur
var jafn glæsilegur og félagar sínir til beggja
handa
Ásta H. og Vallý að mynda sig í undirfurðulegum
klettastöllum
Hofmannatinds
Útsýnið til borgarinnar í norðri með Norðlingaháls "niðri á láglendi".
Fyrirsæturnar með Stapatind að baki, Folaldatind, Hrútatind rétt sjáanlegan og Vigdísartind fjærst.
Glæstur síðasti tindur dagsins... Miðdegishnúkur og leiðin að honum sömuleiðis "klöngrótt" (já, nýyrði Toppfara ásamt orðum eins og "brattnar" (sagnorð) o.fl... nú er þjálfari farinn að safna orðum í lista ;-)
Landslagið var bókstaflega lifandi... Það hefði ekki komið okkur á óvart þó jörðin hefði tekið upp á eins og einum jarðskjálfta... en það var ekki fjarlægur möguleiki þar sem jarðskjálftar höfðu greinst við Kleifarvatn vikuna fyrirr okkar göngu... og gárungar hópsins voru ekki lengi að draga þá ályktun að Sveilfuháls væri að undirbúa sig fyrir komu Toppfara... bara laga sig aðeins til og græja dótið... Sjá fréttir frá 30. nóvember 2010: http://visir.is/grannt-fylgst-med-landrisi-vid-krysuvik/article/2010661548606 Og góðar upplýsingar á ansi góðri vefsíðu um eldgos og eldvirkni: http://www.eldgos.is/archives/730
Og
góður fróðleikur um
eldvirknina á Reykjanesskaga
sem færir manni ugg í brjóstið þar sem
Eldfjallajökull minnti mann óneitanlega á hvað
getur gengið á í þessu lifandi og unga land
okkar:: Síðast gaus við Sveifluháls árið 1180...
Á
þessum kafla greiddist vel úr hópnum og nokkrir
urðu
viðskila
við fremstu menn þar sem
Örn
fór og öftustu menn
þar sem
Bára
fór,
Gengið var niður í Folaldadali þar sem Hofmannaflöt breiddi úr sér í fjarska inni í Móhálsadal sem aðskilur Sveifluháls og Núpshlíðar- og Selsvallaháls sem hér sést í fjarska hægra megin á mynd en nær er nafnlaus lítill hryggur sem er hugsanlega slitinn hluti af Norðlingahálsi.
Miðdegishnúkur
í allri sinni dýrð...
ókleifur
norðan megin og vestan megin...
Við þræddum okkur kringum hann í hálum fjallshlíðunum vestan megin.
Uppgönguleiðin suðsuðvestan megin upp grasigróna bergganga þar sem aðeins þurfti að klöngrast.
Bára, Irma, Ásta H., Ingi og Heiðrún.
Útsýnið var erfiðsins virði...
Heiðrún, Ingi, heimir, Ágúst, Súsanna, Hildur og
Sigga Sig. með Steina og Sæmund á spjalli á
einsum steininum http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/2/JBvP-HKX5rY
Aðalréttur
dagsins á hádegi á síðasta tindinum með
stórfenglegt útsýnið niður á
Kleifarvatn...
Niðurleiðin var svo farin beint í suður um hálar móbergsklappir innan um tröllvaxin björg...
Þessi niðurleið lét ekki að sér hæða þó ekki væri þetta ofan af háum tindi...
Ónefndum lítill hryggur neðar en fjær
Selsvallaháls
og eggjarnar kringum vötnin þrjú
Jólasveinarnir koma jú ofan úr fjöllunum...
Stundum vorum við stödd í miðri rammíslenskri Hringadróttinssögu...
Björgin tröllvaxin...
...og steinarnir eins og ferskir og nýmættir á svæðið...
Eins gott að þetta landslag fór ekki á hreyfingu...
Sigga Sig og Sæmundur til samanburðar við stærðina á björgunum á leiðinni sem rúmuðust engan veginn á einni mynd...
Síðasta brekkan var slétt og hál um móbergsklappir sem verða víst aldrei mjög vinsælar yfirferðar ;-)
Hér skelltu einhverjir á sig hálkubroddum þar sem sumir féllu við í hálustu brekkunum... http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/1/cLSlTRUQIDM
Þetta leit saklaust út neðan frá en sagði lítið um færið...
Kári Rúnar, Vallý, Hildur Vals., Guðrún Helga, Kristín Gunda, Rósa, Alma og Jóhanna að benda...
Friðurinn var ekki síðri niðri á láglendi en uppi á fjöllum...
Enginn
vildi sleppa Kleifarvatni og fara styttri leið
ti baka sem hefði gefið
13
km
langa dagsgöngu fyrir þá sem ekki treystu sér í
18 km...
Ofan af hálsinum höfðu þjálfara komið auga á
góða leið framhjá
lækjunum
tveimur
Hér komumst við yfir annan lækinn áður en hann
varð stærri sunnar við vatnið...
Við tók
leirbreiðan
að vatninu en þarna vorum við heppin með frostið
Ingi, Heiðrún í hvarfi, Súsanna, Ásta H., Sigga Sig í hvarfi og Heimir með syðri hluta Sveifluháls í baksýn. Ingi búinn að næla atgeirinn sinn aftan á bak svo hann gat losað sig við ágenga göngumenn með einni sveiflu ;-) http://www.youtube.com/BaraKetils#p/a/u/0/O6XweBuVuGQ
Miðdegishnúkur vinstra megin, Hofmannatindur og Stapatindur hægra megin... í spegilsléttu Kleifarvatni...
Hofmannatindur vinstra megin, Stapatindur og Folaldatindur hægra megin.
Stapatindur vinstra megin, Folaldatindur, Hrútatindur, Vigdísartindur og Hellutindar renna saman lengst til hægri. Sjá skýrari mynd af nyrðri tindunum síðar í frásögninni þegar komið er norðar.
Við tók margbreytileg fegurð Kleifarvatns þar sem kuldi og hiti tókust á kringum furðulega lítið frosið vatnið miðað við önnur vötn á suðvesturhorni landsins þessa daga frosthörkunnar... eina skýringin var háhitasvæðið við suðurenda vatnsins þar sem heilu hverirnir bulluðu og spyrja má jafnvel hvaða náttúrulegu hitaveitur leynast undir vatnsyfirborði Kleifarvatns... þetta var klárlega dulúðugt vatn...
Tærleiki Kleifarvatns í stillunni fangaði mann...
Og andstæður kulda og hita við strendur Kleifarvatns dáleiddu mann...
Hvernirnir í suðurenda Kleifarvatns sem einu sinni voru ekki í seilingarfjarlægð heldur úti í vatninu...
Bullandi hverir hver í takt við annan - ef vel er að gáð má sjá gráan leirinn á fleygiferð upp úr hverinum á myndinni.
Sjá myndir af frétt þegar skjálfti reið yfir
kvikmyndatökumenn við hverina árið 2009:
Tvær af
listakonum
Toppfara... þær Sigga Sig glerlistakona og Ásta
Henriks, ljósmyndari
Jóhanna á göngu með Geithöfða í baksýn. Jóhanna er ein af þeim félögum af árgerð 2010 sem hikar hvergi og fór á Vestursúlu og Norðursúlu í sinni fyrstu tindferð í nóvember í ár... og komst þar með á "tindferðabragðið" þar sem ekki þekkist að líta um öxl... fátt skákar dagsgöngu sem þessari... upplifun af svona degi fær menn til að leggja í hann aftur og aftur... þrátt fyrr annríki, þreytu, vetur, myrkur, kulda, neikvæða veðurspá, vindasamt veður nóttina áður og hvað eina annað sem aðrir láta standa í vegi fyrir sér...til þess eins að missa af dýrgripi dagsins...
Okkur varð tíðrætt um bækur Arnaldar Indriðasonar á þessari göngu þar sem ein bóka hans er kennd við Kleifarvatn og rifjuðu menn upp söguþráð hennar og annarra bóka hans af áfergju... enda er jólabókaflóðið nú í hæstu hæðum...
Úr
bókinni
"Kleifarvatn"
eftir
Arnald Indriðason
..."
Átakanlegir
atburðir í raunveruleika okkar og óraunveruleika
skáldsagna sem þjóðsagna tengjast Kleifarvatni órjúfanlegum böndum
Stundum var fjaran sendin... stundum grýtt... stundum klöppótt...
...og stundum ísilögð...
Frost á grjóti austan megin og rjúkandi hver sunnan megin...
Þessar klappir eins og öll strandlengjan sem við gengum eftir þennan dag var einu sinni "neðanvatns"... þar til Kleifarvatn lak eftir suðurlandsskjálftann árið 2000... og jafnvel fyrr og því varð gönguleiðin framandi þar sem tilfinningin var oft með "neðarsjávarlegu" yfirbragði...
Sjá fréttir af þessum atburði frá árinu
2001
þar sem yfirborð Kleifarvatns var orðið
4
metrum lægra
Jarðskjálftar hafa mælst undir vatninu gegnum tíðina og er talið að jarðskjálftasprungur í botni vatnsins hafi opnast og jafnvel að skjálftarnir hafi gert botninn gljúpari svo vatnsmagnið minnkaði, en Kleifarvatn safnar í sig grunnvatni og afrennsli og eins vatni neðanjarðar um sprungur og lek jarðlög, en vatnið er ekki með afrennsli ofanjarðar.
Kleifarvatn er 97 m djúpt eða sjöunda dýpsta vatn landsins á eftir Jökulsárlóni (260 m), Öskju (220 m), Hvalvatni (160 m), Þingvallavatni (114 m), Þórisvatni (113 m) og Lagarljóti (112 m).
Af frábærum vef www.ferlir.is má lesa eftirfarandi:
"Árið 1755 t.d. sást undarleg skepna líkasta
skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu,
yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að
allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í
þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi
en í Grænavatni. Árið 1750 þorði fólk eigi að
veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af
fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri
svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í
vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40
metra löng. Sjá þennan kafla undir http://www.ferlir.is/?id=7434 þar sem bátsferð um vatnið er lýst með ýmsum fróðleik en þar kemur m. a. fram að vatnsyfirborð Kleifarvatns er talið hafa verið 4 m hærra áður fyrr eins og verksummerki segja til um meðfram ströndinni og er talið að það hafi jafnvel náð alla leið að Grænavatni þar sem við ætlum að ganga um í maí 2011... (3ja vatna leiðin um Grænavatnseggjar) og því má spyrja á hve gömlum uppþornuðu slóðum við gengum þennan dag... en þó sýnist manni af myndum þeirra félaga að við gengum við eitthvað lægra vatnsyfirborð en þeir sigldu um þarna árið 2008? svo þurrkar síðustu ára hafa kannski sitt að segja í þessu?
Heitu hverirnir vinstra megin, syðri hluti
Sveilfluhálss,
Miðdegishnúkur
reisulegur með annan hvassan bak við sig,
Hér sjást nafnlausu tindarnir vel og hví þeir eiga skilið að fá nafn:
Hofmannatindur
lengst til vinstri,
Stapatindur
hæstur,
Folaldatindur,
Hrútatindur
smár milli hinna,,
Skyndilega fóru
litir
að birtast á himninum... ... klukkan var 15:53 og sólin hafði sest kl. 15:43... hún vildi greinilega kveðja með virktum...
Síðasti spölurinn var farinn áfram meðfram
ströndinni framhjá
Lambhaga
(182 m) sem við nenntum ekki að brölta upp á ;-) Við höfðum gengið á Sveifluhálsi í sólarupprás... og kringum Kleifarvatn í sólsetri... Betur var ekki mögulegt að nýta þennan dag...
Sjá þversnið af göngu dagsins um
tindana sjö
í röð og svo gönguna kringum
vatnið.
Sjá sama
þversnið
hér af gps-úrinu til
samanburðar.
Sjá gönguna í heild þennan dag - Tindarnir merktir eftir nafni.
Vigdísarvallavegur
norðarlega við hálsinn með
Vigdísarvelli
suðvestan við
Miðdegishnúk,
Folaldadalir
hjá
Stapatindum,
Hrútagjá
og
Hrúthólmi
vestan við hálsinn og svo
Hofmannaflöt
vestan við
Hofmannatind
og
Miðdegishnúk...
Gullnir töfrar í friðsæld vetrar með sólarupprás
og sólsetri í einni göngu |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|