Tindferð 139
Tjarnarhnúkur, Lakahnúkur, Hrómundartindur og Tindagil
laugardaginn 11. febrúar 2017

Í frosti funa þoku og vindi
á Tjarnarhnúk, Lakahnúk og Hrómundartind
og töfrandi flott Katlagilið í skjóli til baka

Enn viðraði ekki vel fyrir Snæfellsnesið laugardaginn 11. febrúar
þegar ætlunin var að fara á hina ægifögru Hóls- og Tröllatinda og því var haldið í sárabótargöngu um Ölkelduhálsinn...

Spáð var hvassviðri og rigningu að sunnan á Snæfellsnesinu en mun skárra veðri við höfuðborgina
og við tóku ákveðna áhættu að fara upp á Hellisheiðina frekar en að halda okkur niðri á láglendinu...

... og uppskárum því miður þoku uppi á öllum tindunum með engu skyggni en sumarveður neðar...

Tjarnarhnúkur var fyrsti tindur dagsins... í 543 m hæð og fagurmótaður að sjá í þokunni...vindurinn blés á leið upp
en það var skjól rétt neðan við gígbarminn...

Lakahnúkur var tindur tvö þennan dag...

...ólíkt skriðurunnum gíg Tjarnarhnúks var þessi skóflaður fögrum móbergsklöppumog alltaf jafn flottur heim að sækja...

Flottur hópur á ferð.. Örn, Soffía Jóna, Olga Sig., Georg, Guðmundur Jón, Ingi, Jóhanna Fríða, Doddi, Maggi og Gylfi en Bára tók mynd og Batman var eitthvað að skikka nýja hundinn hann Óliver til sem vildi auðvitað bara ganga fremst með honum og leika og skildi ekkert í einhverjum virðingarstiga sem þyrfti að klífa áður en maður fengi svoleiðis forystu :-)

Niður af Lakahnúk fórum við í fyrri nestispásu dagsins í ágætis skjóli...

... en þjálfarar steingleymdu að beygja þar til hægri og halda hæð í hliðarhalla undir Lakanum í átt að Hrómundartindi...

... létu bara notalega heitar brekkurnar umvafðar alls kyns rjúkandi hverum afvegaleiða sig niður í sumarlegan dalinn þar sem loksins gafst eitthvað skyggni...

... en Örninn kveikti reyndar fljótlega á perunni en Bárunni fannst þetta fín leið og vildi bara halda áfram niður...

... sem þýddi töfrandi aukaskrók um frost og funa eins og Ísland gerir best....

... með tilheyrandi hækkun aftur upp á Hrómundartind í staðinn sem við ákváðum að svekkja okkur ekkert á úr því þetta var svona fögur afvegaleiðing..

Já, ótrúlega fallegur staður og nauðsynlegt að koma hingað aftur síðar...

...þjálfari þegar búinn að prjóna þriðjudagsgöngu hér um slóðir á hólana neðar sem við höfum ekki gengið á áður...
flott sumarganga í fallegum litum undir Hróanum og Lakanum :-)

Við gáfum okkur góðan tíma hér og nutum landslagsins... skjólsins... friðarins... hitans af náttúrunnar hendi...

Gráir lækir...

... rauður leir...

Funheitir hverir...

... og einn rjúkandi og bullandi...

Hópmynd við hann ef gufan vildi gjöra svo vel að rjúka upp í aðra átt...

... nei, ekki í þessa átt... heldur hina...

Já, nákvæmlega... Maggi, Ingi, Georg, Örn, Doddi, Guðmundur Jón, Jóhanna Fríða, Olga Sig., Soffía Jóna og Gylfi.

Þá var bara einn tindur eftir... sá hæsti og brattasti og lengsti...

Þetta var brekkan í boði Báru sem ekki vildi hlusta á Örninn þegar hann áttaði sig á að við vorum að lækka okkur að óþörfu niður í dalinn...
en hollt var það og gott úr því við vorum á annað borð í göngu...

Tindurinn virðist ókleifur að sjá úr fjarska...

... en er vel fær þegar nær er komið... mosavaxinn og fagur...

En snarbrattur uppi á beggja bóga og ekki góður staður til að vera á í klaka og ís...

...en sumarfærið þetta misserið gerir okkur kleift að vera þarna uppi...

... þó fara þyrfti varlega á köflum...

Langur hryggur sem er alltaf ótrúlega fagur að ganga eftir...
og mælist nákvæmlega 2 km langur ef maður mælir frá uppgöngunni í skarðinu og niðri að beygjunni þar sem farið er inn Tindagilið...
 ótrúlega langur og flottur !

... hvað þá ef skyggnið myndi gefa okkur útsýni niður að Þingvallavatni sem þarna gefst svo ægifagurt...

... já, þarna koma það... þegar við vorum að fara niður af honum norðan megin...

Stapafellið gult hér nær hægra megin, Ölfusvatnsfjöll fjær og smá sést í Mælifellið....

Krefjandi klöngur niður í skriðunum...

... en þarna var sumarið sem var kærkomið eftir vetraraðstæður ofar...

Yndislegt að ganga niður í mjúkt grasið og finna hitastigið hækka og vindinn lægja...

Tindagilið opnast hér til norðurs... en við fengum okkur nesti tvö þarna niðri í sumrinu...

Litið til baka upp eftir Hrómundartindi...

Tindagilið... einn fegursti staðurinn sem þjálfarar hafa gengið um á suðvesturhorni landsins...

Ævintýraheimur út af fyrir sig sem manni finnst að allir verði að heimsækja...

Við tókum smá áhættu með snjósöfnun í gilinu því þarna hefði ekki verið fært í miklum sköflum...

... en þetta var fínasta færi og ótrúlega gaman að ganga þarna um í þriðja sinn í sögu Toppfara...

Mjög bratt niður beggja vegna og þröngt og djúpt gil...

Mögnuð fegurð...

... þar sem landslagið breytist stöðugt...

Klettagatið framundan þar sem teknar hafa verið hópmyndir í báðum fyrri ferðum...

Brölt upp og niður og aldrei eins...

Já, svona var þetta í febrúar 2017...

Hópurinn 7. júlí 2009 í fallegu veðri og góðu skyggni en hér var farið að skyggja enda kvöld...

.. og hópurinn 29. júní 2010 í einnig góður veðri en ekki alveg eins og í fyrstu ferð...

Hvað manni hlýnar við hjartarætur við að sjá þessar myndir og þessar dásamlegu manneskjur sem þarna eru...
hvílík forréttindi að hafa fengið að ganga með þessu fólki síðustu tíu árin...

Því miður tók gilið enda...

... og þjálfari rétt mundi eftir að að taka myndband af dýrðinni í lokin
og dauðsá að hafa ekki tekið fyrr í gilinu þar sem þar er stórbrotnara...

Upp úr því fórum við um skaflana...

... og þræddum okkur upp heiðarnar í leysingunum með þó það mikið frost í jörðu að ekki var drulla fyrir að fara þennan dag að ráði...

Mjög fallegt landslag, litir og form í þessari ferð þrátt fyrir veðrið...

Síðasti kaflinn var genginn aftur í þoku sem var greinilega ofar en 250 m hæð eða svo...
alla leið í bílana þar sem skyndilega tók að rigna og allt varð kuldalegri en nokkurn tíma í göngunni...
við rétt sluppum fyrir horn...

Akstursfærið slapp á leiðinni til baka... einn slæmur kafli þar sem skaflinn var nógu harður til að minnsti jeppinn kæmist ofan á honum
frekar en að fara í bílförin eins og Doddi sýndi með því að fara fyrstur...

Flottur hópur á ferð þar sem meirihlutinn var að mæta í létta tindferð eftir hlé eða litla mætingu í talsverðan tíma
og nýliðinn Georg að mæta í sína þriðju göngu með hópnum og fyrstu tindferðina eins og Olga Sig...

Já, það er ekki spurning að hafa alltaf svona sárabótargöngu ef ekki viðrar fyrir áætlaða tindferð
sem frestast þar til betra veður gefst... því þetta var frábær ganga þrátt fyrir vind og þoku :-)

Alls 13,9 km á 5:56 - 6:05 klst. upp í 543  á Tjarnarhnúk, 549 m á Lakahnúk og 571 m Hrómundartindi
og alveg niður í 229  í Katlagili með alls hækkun upp á 774 m miðað við 368 m upphafshæð.

Sjá gulu slóðina okkar þennan dag og þá rauðu kvöldgönguna 7. júlí 2009 en þá vorum við innan við fjóra klukkutíma á kvöldgöngu sömu leið nema ekki farið niður í hveradalinn og bílar voru tæpum 1 km nær Tjarnarhnúk...

Flott dagsganga sem kom sér vel fyrir alla sem mættu og hafa lítið getað mætt síðustu vikur
og fengu því fína tindferð til að koma sér í form fyrir lengri dagsgöngurnar
og til að taka púlsinn á forminu sínu fyrir komandi dagsferðir :-)
 


 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir