Tindferð 117
Sandfell, Mælifell, Hrómundartindur og Stapafell
sunnan Þingvallavatns
sunnudaginn 12. apríl 2015
 

Úr bongó í byl
á dásamlegri afreksgöngu
upp fjöllin sunnan Þingvallavatns

Sunnudaginn 12. apríl kom lítill veðurgluggi sem við ákváðum að grípa...
 og ganga á fjöllin sunnan Þingvallavatns sem við áttum alltaf eftir...
af því það viðraði ekki fyrir Lýsuhyrnu og félaga á Snæfellsnesi...
... og upplifunin var kristaltær og óskaplega kærkomin...
... í heiðskíru og lygnu veðri til að byrja með...
... en köld golan tók fljótt völdin þegar upp á tindana var komið...
og skýin læddust hljóðlega inn...svo veðrið breyttist ótrúlega hratt úr sólarblíðu í snjóhríð sem var jú í spánni upp úr þrjú...
... svo við snerum við úr 536 m hæð en Hrómundartindur er hæstur 561 m innst og efst...
en við höfum gengið hann tvisvar í klúbbnum og hann er ein af 2017 perlunum sem bíða okkar á afmælisárinu...

...svo við snerum sátt við enda versnaði veðrið á niðurleið
og því var ákveðið að láta Stapafell nægja í bakaleiðinni
þó veðrið batnaði reyndar svo síðar en þá vorum við komin langleiðina meðfram ægifögru Ölfusvatnsárgljúfri
sem við verðum að skoða betur að sumarlagi þegar við göngum á Súlufell sem varð útundan þennan dag
sem var eins gott því við enduðum í 19,1 km á 8:27 - 8:37 klst. með alls hækkun upp á 1.479 m?
(ath betur milli tækja).
miðað við 108 m upphafshæðog 420 m á Sandfelli, 391 hæsti hnúkur á Mælifelli, 536 á Hrómundartindi og loks 363 m á Stapafelli.

Yndislegur aprílmorgun... heiðskírt, sól og logn og snjóföl yfir öllu...
en Mosfellsheiðin, Lyngdalsheiðin, Hellisheiðin og fleiri vegir voru lokaðir kvöldið á undan vegna skafrennings...

Við byrjuðum á að fara yfir broddanotkun
og allir með allan jöklabúnað með sér sem voru að æfa sérstaklega fyrir Hrútsfjallstinda...
Kvenþjálfarinn í heimaprjónuðu Nepal-pilsi sem vakti mikla athygni
en sem fyrr segir er prjónamennskan í Toppförum sérkapítuli út af fyrir sig :-)

Við vorum sem í útlöndum í upphafi göngu... lygnt vatnið og ilmandi barrtrén í snjóslegnum fjallshlíðum...
ekki vanalegt íslenskt fjallalandslag...

Sólin ansi sjaldséð þessa mánuðina og við vissum varla hvernig við áttum að láta í þessu góða veðri...
menn allt of mikið klæddir í byrjun... eins og svo oft áður...

Það var hreinlega ekki hægt að trúa því að veðrið yrði slæmt er liði á daginn...
við héldum að þetta myndi sleppa þar til við værum búin að ljúka göngunni...
en svo reyndist alls ekki raunin...

Ölfusvatnsfjöll, Einbúi, Gildruklettar og Lambhagi voru öll gengin í apríl-þriðjudagsæfingu í fyrra
sem sjást hér öl á mynd alveg fram að slútandi Lambhaganum við vatnið vinstra megin á mynd...
Það var sérstök ganga þar sem vorið var í byrjun göngu... en svo kom snjóhríð og allt hvítnaði...

... og svipuð veisla er framundan á þriðjudegi síðar í apríl þar sem við göngum
á Borgarhöfða, Dráttarhlíð,  Skinnhúfuhöfða, Björgin og loks Einbúa við Úlfljótsvatn...

Þingvallafjöllin öll tandurhrein og vel greinanleg alla leið upp á Þórisjökul og Skjaldbreið...

Sandfell var fyrsta fjall dagsins... tvíhnúkótt og sá lægri stundum nefndur Bæjarfell... en sá hærri mældist 420 m hár...

Landslagið vel sorfið eftir vindinn frá gærkveldinu og mun betra færi en við áttum von á...

Hrafnabjört, Þjófahnúkur og Tindaskagi, Skefilsfjöll, Hrútafjöll, Kálfstindar og Reyðarbarmarnir með Laugavagnsfjalli hægra megin
Miðfell og Dagmálafell neðan og nær og Ölfusvatnsfjöllin svo næst okkur.

Hengillinn hægra megin í fjarska...

Fjallahringurinn allur genginn áður í þessum klúbbi nema að hluta til þessi fjöll sunnan Þingvallavatns
svo það var kominn tími til að þvælast þarna um...

Súlufell sem var ætlunin að ganga á þennan dag... en endaði á að verða útundan þar sem veðrið versnaði
sem var eins gott því við enduðum á 19,1 km... sem var vel nægjanlegt dagsverk...

Golan var köld þegar komið var upp í fjöllin og þessi brakandi bliða við vatnið var bara smá upphitun andans...

... en þessi hópur er öllu vanur eftir sérlega erfiðan vetur... 18 manns mættir þar sem Arna og Njáll sneru því miður fljótlega við
en verða vonandi með okkur síðar:
 

Ofan af Sandfelli þurfti að finna góða niðurleið þar sem það er hömrum girt að hluta...

... og Örninn fann þétta skriðubrekku á góðum stað...

... sem tók aðeins í enda hálfgerð hálka í snjóslegnu smágrjótinu...

Niðri tóku bungurnar við utan í Mælifelli sem sjálft er marghnúkótt...

Óskaplega fallegir litir þennan dag... hvítur, grænn, blár...

Himininn sérlistaverk út af fyrir sig... þar sem bláminn reyndi allt til að þynnast ekki út með skýjunum...

... en allt kom fyrir ekki... skýin sigruðu að lokum... en ekki strax...

Súlufell - sem við slepptum... Stapafell sem var fjórða fjall dagsins...
Hrómundartindur sem var hæsta fjall dagsins... og Mælifell út af mynd sem var næst í röðinni á eftir Sandfelli...

Það var eitthvað magnað við litina og tærleikann þennan dag...

... formin og mýktina... náttúran kann þetta allt svo miklu betur en við...

Nestisstaður með fjallshlíðar 360°C...
besti staðurinn sem gafst þar sem þarna var brakandi logn og blíða...

Upp á Mælifellið var farið í ágætis færi...

... og uppi blés golan svo það var gott að við vorum búin að nesta okkur niðri...

Mælifellið er stórt um sig og bungast í allar áttir...

Búrfell í Grímsnesi þarna í fjarska sem við gengum loksins á í fyrra á þriðjudagskveldi...
en fjallið það er heill heimur þarna uppi og þangað verðum við að komast aftur í góðu veðri...

Mýkt var kárlega orð dagsins...

Súlufell... sem við göngum bara á eitt þriðjudagskveldið á næsta ári úr því við náðum því ekki núna
og hluti af Stapafelli sem við enduðum á í bakaleiðinni...

Sandfell hér hægra megin... væri gaman að fara niður suðvesturöxlina einhvern tíma...

Harðfenni mikið til innan um grunnan, mjúkan snjóinn...

Það var eitthvað hreint og stílfagurt við þennan dag...

Við ákváðum að taka alla hnúka Mælifells á hringleið... en það reyndist lengra og tímafrekara en áhorfðist...
en mjög gaman að hafa gert það... og í raun slepptum við suðvestasta hnúknum...
svo við förum þetta aftur á þriðjudagskveldi á næsta ári að hausti til í engum snjó og bara sterkum sumarlitum...

Alltaf gaman að fara ári seinna á hluta af gamalli tindferð til að sjá umhorfs á annarri árstíð...

Hengillinn þarna í baksýn...

Skýjaþykknið farið að færa sig upp á skaftið en sólin samt enn til staðar í klukkutíma eða svo...

 

Niður af Mælifelli var farið fremur bratta brekku þar sem skriðurnar voru talsvert harðar af frosti
en Örninn fór með okkur góða snjótungu alla leið niður...

... sem öskraði á mann að renna sér niður um... og einhverjir gerðu það eða "skíðuðu" niður á skónum...

Þetta var gaman :-)

Hrómundartindur næstur á skrá dagsins... framundan þarna fallegur og formfagur...

Sólin enn talsvert sterk...

Litið til baka á hluta af Mælifelli...

 

Ölfusvatnsárgljúfur leyndi á sér þar til nær var komið...
svo við þræddum okkur meðfram því...

... og lofuðum okkur því að koma hér að sumri til á næsta ári...
Stapafell hér í baksýn Önnu Jóhönnu að taka myndir.

Hrómundartindur með Ölfusvantsárgljúfrið að grynnast út í saklausa ársprænu ofar...

Brakandi blíða og við vildum hvergi vera nema þarna á þessum stað og stund...
einn af aðalkostum fjallgangnanna... maður er svo mikið í núinu...

Þá var farið í að finna vað... en þjálfari hafði ráðlagt mönnum að taka vaðskó ef ske kynni í þessu marglækjarskorna landslagi...
og við gerðum grín að forsjálninni... sem svo reyndist innistæða vera fyrir :-)

Ingi og Ágúst gengu bara yfir og menn leituðust við að finna stiklustað á stóru grjótunum þarna

...en það freistaði ekki margra...

... svo við enduðum á að stökkva bara yfir á skónum
þar sem menn komust upp með að blotna ekkert ef þeir voru í góðum, vel smurðu,m skóm og legghlífum yfir...

... og brekkan hinum megin reyndist aðal farartálminn...
Sigga hér runnin niður í frosnum snjónum undir þessum nýja mjúka... :-)
og Olgeir að koma stökkvandi henni til bjargar :-)

Ágúst tók snjómyndir af brekkufólkinuþ...

Alda og Anna Jóhanna óðu á táslunum yfir þar sem þær voru ekki í nægilega góðum skóm til að ganga yfir...
og það var bara gott að viðra tásurnar í svalandi kuldanum:-)

Þúfurnar frá ánni að Hrómundatindi voru allt of mjúkar... :-)
Mælifellshnúkarnir hér í baksýn Önnu Jóhönnu, Jóns Tryggva, Björns Matt og Inga...

Minnti stundum á Jarlhettur þar sem við þræðum okkur milli fjalla...

Verðum að kóma hér að sumarlagi í brakandi blíðu...

Mælifell og svo Sandfell lengst til hægri...

Nokkrar leiðir færar upp á Hrómund...við völdum eiginlega bröttustu en jöfnustu...

... og það gekk vel enda allir komnir í hálkubrodda...
það var eiginlega aldrei tilefni til að setja á sig jöklabroddana fyrir þá sem vildu æfa það...

Bratt á köflum en færi gott og vel sporað..
sjá hvernig áin skerst smám saman í gljúfur með Mælifellið vinstra megin, Sandfell bratt fjær og neðstu fjallsrætur Stapafells hægra megin...

Litið til baka efst...

Uppi á hryggnum var fallegt útsýni og blankalogn til að byrja með...
en svo fór að blásta og við reyndum að finna skjólsælli stað til að borða nestið...

... áður en við lögðum í Hrómund...

... upp hrygginn hans sem er óskaplega fagur að sumri til...

Sólin enn að skína og allt gott...

Fjöllin sem voru að baki fyrr um daginn... og ánin sem við þveruðum...

Langur hryggur og margbreytilegur...

Allir vel nærðir og heiti eftir nestið...

... og færið gott þarna uppi líka...

Litið til baka... Stapafell vinstra megin og Súlufell hægra megin...

En skyndilega fór að þykkna upp...

.... og snjókornin tóku að týnast inn...

... á örskömmum tíma...

... með versnandi skyggni...

... og meiri vindi...

... svo þetta varð fljótt vetrarlegt...

.. og við snerum við úr 545 m hæð en Hrómundartindur er hæstur 561 m innst og efst...

...en við höfum gengið hann tvisvar í klúbbnum og hann er ein af 2017 perlunum sem bíða okkar á afmælisárinu...

...enda  versnaði veðrið á niðurleið og við vorum fegin þá að hafa snúið við...

... en svo batnaði það aftur...

... og við skoðuðum kunnuglega útsýnisstaði...

... og sáum Katlagilið fullt af snjó og ófært núna...

Magnað að sjá menn fara í snjóbylsgírinn eins og ekkert væri hversdagslegra...

... menn koma aldeilis sterkir undan vetri og vanir öllu...

Stapafellið var síðasta fjall dagsins og afráðið að sleppa Súlufelli vegna veðurs því miður...

... og við fengum ekkert skyggni ofan á því... fyrr en komið var neðar þar sem við gengum i átt að gljúfrinu...

Mjög fallegt og eflaust magnað í sumarveðri...

Áin réð för okkar og við þræddum meðfram henni...

...og söfnuðum óðum hverjum kílómetranum á fætur öðrum...

Falleg sumarhúsabyggð þarna og veðrið mun betra niðri á láglendi en uppi í fjöllunum...

Krókurinn talsverður vegna árinnar... sem við hefðum svo sem alveg getað vaðað aftur yfir...

... en það var fínt að strauja bara síðustu kílómetrana...

... og með veginum síðasta legginn...
þetta reyndist ótrúlega drjúgt og endaði í ofurtölum upp á 18,6 til rúmlega 20 km eftir því hvaða tæki sagði hvað..

... með niðurstöðu upp á 19,1 km á 8:27 - 8:37 klst. með alls hækkun upp á 1.326 m
miðað við 108 m upphafshæðog 420 m á Sandfelli, 391 hæsti hnúkur á Mælifelli, 536 á Hrómundartindi og loks 363 m á Stapafelli.

Við bílana tók snjóhríðin endanlega völdin og rak okkur beint í bæinn...
...dauðþreytt eftir erfiða göngu sem skilaði frábærri þjálfun fyrir Hrútsfjallstinda...

... en færið var versnandi með versnandi veðri og út frá endalausum ófærðum síðustu vikur
hafði okkur dottið í hug að við yrðum innlyksa þarna á Þingvallaveginum...
en það reyndist sem betur fer ekki... og allir komust heim þó lágbíla væru...


Nepalpilsið... hvernig væri að gera Perúpils og Mont Blanc pils og Slóveníu pils og...
eða buff eða húfur eða... bara láta hugann fara á flug þá er allt hægt :-)

Hjartansþakkir fyrir frábæran dag þar sem við fengum loksins blíðuna
og NB það var skondið að sjá hvernig við fórum í snjóhríðargírinn án þess að hika þegar veðrið versnaði
... okkur er það greinilega mun tamara en gott veður enda vissum við varla hvernig við áttum að láta þarnar um morguninn :-)

Því þreyttari sem menn voru eftir þennan dag... því meira fengu þeir út úr honum fyrir komandi göngur
svo verum ánægð með afrek dagsins... þó hann hafi eflaust verið freeeekar erfiður vinnudagurinn daginn eftir :-)

Myndir þjálfara hér - eitthvað ekki í tímaröð þar sem við vorum með tvær myndavélar og önnur ekki með réttan tíma því miður:
https://plus.google.com/photos/104852899400896203617/albums/6138753489939377185?banner=pwa

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir