Tindferð 213
Súlnaberg í Botnssúlum
annan í jólum laugardaginn 26. desember 2020

Súlnaberg í Botnssúlum
 "Austursúla" eða "Lágasúla"
... ein lit- og formfegursta vetrargangan frá upphafi...

Einhver ólýsanlegur en mjög áþreifanlegur tignarleikur var yfir okkur þennan dag... líklega af því við gengum í ríki Botnssúlna sem tróna yfir Þingvöllum... hæst allra fjalla á svæðinu...

Þetta var síðasta Þingvallafjallið... af 49 árið 2020... Súlnaberg / Austursúla í Botnssúlum...hvílíkur áfangi að ná þessu á erfiða kófárinu mikla...

Fannhvít mjöll yfir öllu... ein í heiminum... að spora glitrandi ferskan snjóinn ... gullin vetrarsólin reis og hneig... himinbláminn svo djúpur... tunglið hvítt í bleikri birtu... logn og friður... töfrandi skafrenningur á smá kafla í bakaleiðinni... tignarlegir tindar allt umkring yfirgnæfandi...

Skálað á tindinum... trúnó á niðurleið 🤣 ... graflax, tartalettur, hamborgarhryggur, hangikjöt, konfekt, jólaöl, laufabrauð í nesti...

Ein fegursta vetrarferðin í sögu Toppfara... birtan, sólin, tunglið, útsýnið, fönnin, tindarnir, ferskleikinn, friðurinn... gera tilkallið til þess... 👏⛄😊❤

Eftir bókstaflega enga göngu allan nóvember mánuð vegna samkomutakmarkana Almannavarna vegna C19  áttum við fjórar ferðir eftir á Þingvallafjöllin ennþá eftir eða alls 9 fjöll... og fjórar helgar framundan í desember... þar sem virkilega reyndi á að það myndi virða nægilega til að ná þessu í fjórum ferðum... og því ákváðu þjálfarar að hafa föstudaga og mögulega aðra virka daga þegar þeir sjálfir kæmust til vara ef ekki viðrari á laugardegi... og ef í harðbakka myndi slá... þá Gamlársdaga sem allra síðasta sjens til að ná þessu...

Við byrjuðum því á Hrútafjöllum 5. desember eftir að íþróttir fullorðinna voru aftur leyfðar úti við... og þá var sól, logn og reyndar spáð mjög miklu frosti eða nálægt -20 gráðum sem rættist aldeilis ekki, tókum svo Krossfjöll og Hrómundartind og félaga 12. desember í þungbúnara veðri og ekki eins góðri spá en það átti að sleppa og reyndist magnaður afreksdagur... og þriðja ferðin var svo í sama logninu, sólinni og frostinu á Vörðuskeggi í Hengli helgina fyrir jól þann 19. desember... og svo ætluðum við að slá botninn í þetta sunnudaginn þriðja í jólum 27. desember með göngu á Súlnaberg... en þá var ekki góð veðurspá en svona líka fallegt veður annan í jólum þann 26. desember... og við neyddumst því til að færa ferðina fram um einn dag... sem þýddi að sumir komust ekki enda menn með ýmsar hefðir á sjálfum jólunum... en fyrir marga aðra hentaði þetta einmitt vel enda margir farnir að stunda útivist eða líkamsrækt á öðrum degi jóla... og því fór svo að fjórða desember-laugardaginn í röð árið 2020 var glimrandi gott veður og við náðum okkur í 49nda og allra síðasta Þingvallafjallið þann dag... í einu fegursta vetrarveðri og birtu nokkurn tíma í sögu Toppfara...

Sem fyrr í desember lögðum við af stað úr bænum kl. 9:00... og vonuðum að við kæmumst inn eftir að fjallsrótum Botnssúlna þrátt fyrir að það væri hávetur... en við vorum svo lánsöm að hann Matti vinur hennar Bjarnþóru, jeppamaðurinn okkar frá Laugaveginum á einum degi s.l. sumar hafði skoðað bílfærið deginum á undan og gat fullvissað okkur um að við kæmumst þetta á jeppum alla leið... líka yfir Öxarána sjálfa sem er ekki sjálfgefið á þessum árstíma... og það reyndist rétt vera... þrátt fyrir heilmikla snjókomu deginum á undan og alla nóttina og morguninn meira að segja í bænum... þar sem dynjandi snjókoma var um morguninn þegar við keyrðum hvert og eitt okkar að heiman í algerlega sofandi borg... á öðrum degi jóla... eflaust einhverjir íhugandi hvað við værum eiginlega að spá að þvælast á fjall á þessum degi... 

En á þingvöllum var skínandi gott veður... eins og spáin sagði til um... snjókoma í borginni... en austar inni í landi var ekki úrkoma... og það rættist aldeilis vel... við vorum fegin þegar við lentum við rætur Botnssúlna... þar sem upphafsstaður Leggjabrjótsleiðarinnar er...

Sameinast þurfti í jeppa þar sem eingöngu þeir komust síðasta kaflann... en við erum orðin svo vön að vera með þessar andlitsgrímur að við gleymdum næstum því að taka þær af í byrjun göngunnar... vinkonurnar Kristbjörg og Nanna hér... en þetta var fyrsta ganga Nönnu eftir langt hlé en hún eins og margir fleiri fyrrum Toppfarar bættust í klúbbinn um þessi áramótin...

Það var ekki annað hægt en taka mynd af Matta jeppabílstjóra... sem gerði okkur kleift að ganga Laugaveginn á einni langri nóttu í sumar...

Bára, Kolbeinn, Vilhjálmur, Örn, Matti bílstjóri, Bjarnþóra, Inga Guðrún, Gunnar.... ógleymanleg afreksferð sem við munum rifja upp alla ævi...

Loksins lagt af stað kl. 10:16... í logni, frosti og dagsbirtu með nýföllnum snjó yfir öllu...

Tvisvar búin að ganga á Syðstu súlu á þessu ári... með Miðsúlu í fyrri ferðinni... og búin að ganga Leggjabrjót fram og til baka sem æfingu fyrir Laugaveginn á einum degi... við vorum því að ganga þarna í fjórða sinnið á árinu...

Frostþoka lá yfir Syðstu súlu til að byrja með... hún var ekki vöknuð og ennþá með sængina ofan á sér eftir nóttina...

Sérstök birtan rúmlega klukkutíma fyrir sólarupprás...

Jólalegt nesti með eindæmum þennan dag... graflax... en flestir voru með afganga frá jólunum í nesti og því var sérlegur hátíðarbragur yfir fyrsta nestistímanum...

Skyndilega tók sólin að lita himininn í suðaustri...

... og allt varð bleikt og appelsínugult..

Hópur tvö hér með sólarupprásina yfir Þingvallavatni...

Syðsta súla tók fagnandi á móti sólinni og feykti af sér frostþokusænginni...

Brátt varð allt gult og hvítt í stað bleika litarins...

Engu líkt að ganga svona í dagrenningu beint í æð...

Búrfellið í Þingvallasveit á sér sérstaka sögu eftir gönguna á það á þessu ári... þann dag þann, 29. febrúar 2020... var tilkynnt um fyrsta tilfelli Covid-19 á Íslandi árið 2020... og við gengum í hálfgerðu sjokki á fjallið örfá á ferð... grunlaus um hvað beið okkar raunvegulega það sem eftir leið af árinu 2020...

Fegurðin þennan dag var einstök...

... og gleðin og þakklætið eftir því...

Syðsta súla vakti yfir okkur og þakkaði fyrir tvær mjög ólíkar heimsóknir til sín á árinu... fyrst í maí með Miðsúlu með allt á kafi í vorlegu fannferginu... og svo í september í auðu færi með efsta hlutann hrímaðan í frostinu...

Búrfellið var svo fallegt í desemberbirtunni...

Nærmynd af sólarupprásinni yfir Þingvallavatni með Arnarfellið næst... svo Miðfell og Dagmálafell... og svo Búrfell í Grímsnesi...

Flestir mættir verið mjög duglegir að mæta í vetur þrátt fyrir allt... en nú koma margir fyrrum Toppfarar inn í klúbbinn kringum þessi áramót.. meðal annars Sigrún Linda sem gengur fremst hér... en hún er ein af þeim sem ætlar til Perú með Ágústi síðar á næsta ári... eftir að hafa þurft  að bíða af sér árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins með sársaukafullum tilfæringum og sviptingum leiðangursins í heild...

Hópur eitt þéttir sig eftir nokkra kílómetra göngu...

Það var ótrúlega hlýtt til að byrja með í þessari göngu... það munaði alveg um sólina þó lág væri... en um leið og henni sleppti síðar um daginn varð fljótt mjög kalt....

Hópur tvö... í slóðinni á eftir hópi eitt...

Við vorum algerlega ein í heiminum...

... og sporuðum út ferskan snjóinn sem náði stundum upp yfir ökklann...

Linda, Bjarnþóra, Silla, Sigrún Eðvalds... dásamlegar konur sem alger forréttindi eru að vera með á fjöllum...

Ármannsfellið snjóhvítt og fagurt...

Skjaldbreiður og Hlöðufellið þarna í fjarska...

Súlnabergið komið í ljós lengst í burtu vinstra megin... saklausasta súlan ef telja má það með Botnssúlunum...

Miðsúla farin að kíkja niður á okkur...

Hópur tvö.. þetta átti að vera mögnuð mynd með  Miðsúlu en tignarleikurinn á þessum stað fangaðist engan veginn á mynd... stundum þarf bara að vera á staðnum til að átta sig á samhenginu í landslaginu...

Syðsta súla og Miðsúla... takk stelpur... fyrir geggjuðu ferðina í maí...

Töfrarnir voru engu líkir í vetrarsólinni... Súlnaberg vinstra megin fjærst... og Skjaldbreiður hægra megin í fjarska...

Hópur eitt þarna fyrir framan... þökk sé þeim vorum við í hópi tvö í góðum málum með að fóta okkur í fannferginu...

Miðsúla í allri sinni dýrð... Gunnar Viðar aftastur í hópi eitt... en hann er sá af sjö manns sem luku á endanum við öll 49 Þingvallafjölliln sem fór mest á eigin vegum... og það stundum nokkra tinda í einu... magnað afrek hjá honum...

Syðsta súla... sú hæsta af öllum Botnssúlunum... við fengum ekki nóg af henni...

Litið til baka... sólin var alveg að gera gagn í þessari froststillu...

Það glitraði bókstaflega allt landslagið... stirndi einhvern veginn á allan snjóinn og fegurðin var algerlega ólýsanleg og fangaðist ekki nægilega á mynd... sjá skuggana af göngumönnum dagsins...

Sjá hvernig fjallahundurinn Batman gengur meira en við... það fór ekki á milli mála þennan dag í ferskum snjónum...

Jæja... búinn að taka smá hring á meðan þetta mannfólk hundskaðist áfram sína beinustu leið...

Oft náði snjórinn honum vel upp á lendar... líklega hefði hann gengið meira ef svo var ekki... enda lenti hann í vandræðum með loppurnar sem söfnuðu á sig snjókögglum sem hann var sífellt að naga af þeim... og þegar fór að blása síðar um daginn þá leitaði hann skjóls í fönninni með því að leggjast niður í skaflana...

Skuggarnir okkar léku stórt hlutverk þennan dag...

Hópur tvö með Syðstu súlu í baksýn...

Konurnar í Toppförum víla ekkert fyrir sér... og eru með sanni til í alls kyns erfiðar áskoranir...
þær gefa strákunum ekkert eftir í mætingu og elju...

Sjá gilið milli súlnanna... stórbrotið landslagið þarna sem snjórinn huldi vel...

Litið til baka...

Nú nálgaðist Súlnaberg óðum...

... og fegurðin varð enn áhrifameiri...

Gerður Jens og Gunnar hér með skuggana sína í fjallsrótum Súlnabergs...

Sjá hringinn sem Batman fór... og skuggann af fremstu mönnum í hópi tvö...

Litið til baka...  fjallsrætur Súlnabergs vinstra megin...
og  Ármannsfellið í fjarska og svo tindaraðirnar í Hrútafjöllum og Kálfstindum o.fl...

Linda og skuggarnir í hópi tvö...

Litið til baka á hóp tvö...

Norðurhlið Miðsúlu... saklaus hér austan megin... en verður ansi brött og ógreiðfær innar og ofar...

Nú lögðum við af stað upp Súlnabergið sjálft...

Sjá hér tinda Vestursúlu og Háusúlu að kíkja upp úr landslaginu...

Miðsúla... hér sést hvernig hún verður brött og erfið innar og vestar...

Vestursúla og Háasúla... þetta var magnað landslag...

Hópur tvö með Miðsúlu og Vestursúlu í baksýn...

Slóðin okkar í snjónum þegar litið var til baka...

Þjálfarar ákváðu að fara ekki beint upp á Súlnabergið heldur taka vinstri beygju innarlega upp og taka brúnirnar þaðan ef ske kynni að það væri snjóflóðahætta í miðjum hlíðum...

Það reyndist mjög flott leið þar sem Vestursúla og Háasúla nutu sín þá vel...

Og leiðin var í stakasta lagi fyrir alla að brölta í rólegheitunum...

Litið til baka eftir slóðinni okkar í snjónums.. sjá sólina speglast í Þingvallavatni...

Nú sáum við til Hvalvatns... og Skinnhúfuhöfða við austurenda vatnsins sem við gengum á á sínum tíma...

Þverfell við Reyðarvatn, Okið, Fanntófell og Kvígindisfell svo í snjónum þarna hægra megin...

Mögnuð leið upp... jú, Súlnaberg á alveg skilið að teljast sem sér Þingvallafjall... og jafnvel sem sér Botnssúla...

Við heyrðum fyrst af nafninu "Austursúla" þegar við vorum að byrja að kynnast Botnssúlunum... man ekki lengur hvar... og svo kom Gerður Jens fjallakona með meiru með tillöguna "Lágasúla" til samræmis við Háusúlu þar sem Súlnabergi er jú saklausustu og lægst af þeim öllum... það er eiginlega betra nafn en Austursúla... en Súlnaberg heitir þessi fjallsás samt... við skulum róa okkur í nafngiftunum... en bara gaman að spá í þetta :-)

Hvergi erfitt færi nema rétt hér upp hornið á Súlnabergi...
hér var þunnt lag af snjó yfir og klaki ofan á grjótinu... við þurftum að vanda okkur aðeins...

Hvílík fegurð...

Norðursúla farin að kíkja upp úr hryggnum á Vestursúlu milli hennar og Háusúlu...

Síðustu metrarnir upp á tind... hér tók þjálfari myndband sem var mjög gaman að horfa á síðar...

Mynd ferðarinnar... Fanney í fararbroddi en hún er ein af mörgum alveg hreint frábærum nýliðum ársins 2020
sem við vonum að séu komnir til að vera næstu árin...

Uppi á tindinum var einstök stund... við gáfum okkur mjög góðan tíma hér þó það væri ansi kalt...

Nesti hjá hópi eitt... sem fékk austari hluta tindsins alveg út af fyrir sig til að viðhalda sóttvarnahólfum ferðarinnar...

Hópur eitt með Skjaldbreið og hálendið við Langjökul í baksýn...

Siggi, Gunnar, Nanna, Gerður Jens, Örn, Kristbjörg, Elísa og Kolbeinn.
Bára tók mynd.

Hópur tvö á vestari hluta tindsins...

Sigrún Eðvalds, Fanney, Linda, Bára, Bjarnþóra, Silla, Jóhanna Diðriks., Vilhjálmur, Inga Guðrún og Gulla.
Örn tók mynd.

Það var sko skálað á tindinum...

... í alls kyns drykkjum sem hver og einn kom með fyrir sig... og sitt drykkjarfang...

Nestisstundin var tignarleg á tindi Súlnabergs...

Hingað koma mjög fáir... og útsýnið var einstakt...

Háasúla, Hvalvatn, Skinnhúfhöfði ofl...

Baula þarna í fjarska og nærmynd svo af Skinnhúfuhöfða við austurenda Hvalvatns...

Okið, Fanntófellið, Kvígindisfellið, Langjökull og Þórisjökull og Litla og Stóra Björnsfell...

Skjaldbreiður, Hlöðufell, Skefilsfjöll, Tindaskagi og hluti Klukkutinda ofl...

Mjóufellin og Gatfellið og Lágafellið og Ármannsfellið nær og tindaraðirnar allar fjær með Hrafnabjörgum...

Við tímdum ekki niður en kuldinn hrakti okkur stað... það var ísköld gola á tindinum...

Þeir sem skáluðu voru komnir á trúnó og hefðu vel getað staðið og spjallað lengur á tindinum... dásamleg stund...

Hvílíkur sigur ! Þetta var alvöru !

Kolbeinn, Kristbjörg og Örn með Miðsúlu og Syðstu súlu í baksýn... við áttum eftir að fara framhjá þeim og langt niður eftir til baka...

Þingvallafjallasafnararnir...

Jóhanna Diðriks., Vilhjálmur, Kolbeinn, Örn, Bjarnþóra og Bára... því miður var Gunnar lagður af stað niður þar sem það var jú annar í jólum og hann ætlaði að nýta hann í aðeins meira en þessa göngu...

Þannig fór það að við náðum aldrei mynd af okkur sjö á árinu... en það verður bætt úr því á árinu 2021 !

Tunglið var mætt... og það sagði okkur að það væri stutt eftir af deginum... við skyldum fara að koma okkur af stað niður....

Og nú var farið aðra leið niður... eftir austurbrekkunum sem okkur sýndust vera í lagi enda alltaf skemmtilegast að fara hring heldur en fram og til baka þar sem lungað úr leiðinni var hvort eð er til baka...

Gunnar fór á undan þannig að við eltum bara slóðina hans í snjónum...

Þessi bleiki litur... og blái... og guli... og hvíti... ekta háveturslitir á fjöllum í svona veðri...

Nú var sko spjallað... það var haldið áfram á trúnóinu sem byrjaði á efsta tindi...

Ólýsanlega fallegar myndir þennan dag...

Sannkallað Winter Wonderland... þjálfari ætlar að gera jólamyndband af þessari ferð fyrir næstu jól 2021
og bætist þá við eina jólamyndbandið sem til er í klúbbnum sem var tekið á Þríhyrningi árið 2011...

Við reyndum að renna okkur niður af Súlnabergi... en snjórinn var svo kaldur að afturendinn fraus hreinlega... svo við entumst ekki lengi í þessu...

Rösklega farið til baka og allir fullir af orku... enginn í vandræðum... enginn dróst aftur úr...

Mjög gefandi samræður... þær sem teknar eru í bakaleiðinni í þessum ferðum... maður myndi aldrei vilja missa af þeim...

Svona var snjórinn... laufléttur og nánast eins og gerfisnjór í Hollývúdd...

Neðsst ofan við foss sem hér fór niður í klakaböndum milli Súlnabergs og Miðsúlu...

Eins gott að fara varlega...

Sjá afstöðuna með Ármannsfellið í baksýn...

Ekkert mál að elta þá sem voru á undan... meira mál að vera fyrstur og ryðja stöðugt þennan snjór... ef maður fór út af slóð og prófaði... þá þreyttist maður fljótt... Örninn gerði þetta vel eins og alltaf...

Við horfðum á sólina setjast smám saman í bakaleiðinni...

... og nutum birtunnar sem af ljósaskiptunum stafaði meðan gengið var framhjá Syðstu súlu...

Tunglið hækkaði á lofti og teygði sig til okkar eins og það vildi klukka sólina áður en hún hyrfi alveg...

Skafrenningur lagðist yfir á köflum og hvarf svo jafn harðan... mjög sérstakt veður... logn... nema smá vindakaflar stöku sinnum... sjá skafrenninginn af tindi Syðstu súlu... þarna blasti leiðin við sem hópurinn fór 5. september á þessu ári... heilmikið klöngur... en mjög gefandi og flott leið...

Súlnaberg... með tunglinu... Skjaldbreið... og Hlöðufelli...

Slóðin okkar í snjónum ofan af Súlnaberginu og svo framhjá súlunum...

Nafnlaus bunga í Botnssúlunum austast næst.. Skjaldbreiður... Hlöðufell... og tunglið...

Síðustu geislar sólarinnar kvöddu okkur utan í Syðstu súlu...

... og tunglið tók við sem birtugjafi...

Það rökkvaði fljótt þegar sólin hvarf...

... en Samsung S20 myndavél þjálfara er sérlega birtunæm og ýkir í raun birtuna í rökkri og myrkri...

Allir vanir að ganga í myrkri en við sáum fram á að ná þessu án þess að þurfa að ná í ljósin...

Síðustu kílómetrana fórum við í nýlegum jeppaförum eftir veginum við Leggjabrjót og við veltum því fyrir okkur hvort Matti hefði keyrt alla leið hingað upp eftir... sem hann og gerði... þetta voru hans för... og þau komu sér mjög vel fyrir okkur að arka síðasta kaflann...

Verið þið sælar kæru Botnssúlur... þið sem hafið gefið okkur svo mikið í gegnum árin...
allt frá okkar fyrstu ógleymanlegu ferð á Syðstu súlu í október árið 2007...

Fyrri þrettán göngur Toppfara á Botnssúlur... hver annarri sögulegri og fegurri: 

Hrímuð töfraferð upp hryggjarleiðina á Syðstu súlu í annað sinn árið 2020 fyrir þingvallafjallasafnara og aðra:
http://www.fjallgongur.is/tindur205_sydstasula_050920.htm

Alpakennd ferð og dísætur sigur á Syðstu súlu snarbrattri leið á Miðsúlu í gullfallegu veðri:
http://fjallgongur.is/tindur198_midsula_sydstasula_230520.htm

Gullin og sólrík vetrarganga á Vestursúlu og Norðursúlu þar sem veðrið var með besta móti:
http://www.fjallgongur.is/tindur167_vestursula_nordursula_020319.htm

Hörkuferð í erfiðu veðri en mergjuðu landslagi og útsýni um hávetur á Syðstu súlu:
http://www.fjallgongur.is/tindur151_sydstasula_021217.htm

Dulúðug vetrarferð á Vestursúlu og Norðursúlu í hrímaðri snjóþoku:
Vestursúla og Norðursúla í mars 2016

Klúbbganga á Syðstu súlu í boði Gylfa í sumarfríi þjálfara:
Hvenær nákvæmlega ? ath ! -  og vantar ferðina með Antoni líka !

Ein allra flottasta tindferðin í sögunni og hrein afreksganga - allar fimm Botnssúlurnar í einni göngu
og það í glimrandi fallegu veðri og skyggni allan tímann:
Allar 5 Botnssúlurnar í júní 2012

Afreksganga í frábæru veðri og útsýni með krefjandi klöngri á Miðsúlu og Háusúlu:
Miðsúla og Háasúla í september 2011

Gullin kvöldganga í einstaklega fallegu veðri á Syðstu súlu:
Syðsta súla í júlí 2011.

Töfrandi falleg vetrarganga með skrautlegum útúrdúr á Vestursúlu og Norðursúlu:
Vestursúla og Norðursúla í nóvember 2010

Röskleg kvöldganga í frábæru veðri og útsýni á Syðstu súlu:
Syðsta súla í ágúst 2008.

Krefjandi vetrarferð í tilraun á Háusúlu í mesta vindi sem um getur í sögu Toppfara og á enn rok-metið:
Háasúla í janúar 2008

Fyrsta ferðin á Botnssúlur í krefjandi veðri sem snarbatnaði er á leið - sætur sigur á fyrstu dögum klúbbsins:
Syðsta súla í október 2007.

Síðustu metrarnir í bílana... með Ármannsfellið þarna í tungsljósinu...

Bílarnir þarna niðri... Matti var mættur...

Magnaður dagur að baki... ætli við munum einhvern tíma ganga aftur á öðrum degi jóla ?

Alls 15,5 km á 6:20 klst. upp í 954 m hæð með 955 m hækkun úr 164 m upphafshæð.

Jeppinn hans Matta allur í snjó... hann jeppaðist upp Skjaldbreiðarveg og að Tjaldafelli þar sem allir skálarnir kenndir við ríki eru austar framhjá Skjaldbreið... magnað að ná svona langt upp eftir á þessum árstíma en að sögn hans voru margir á ferðinni þennan dag...

Takk fyrir hjálpina Matti... einstakur félagi sem við vonum að komi fljótt að ganga með okkur þegar hann er búinn að ná heilsu...

Flottur bíllinn þinn Matti !

Heim keyrðum við alsæl með algerlega fullkominn dag á fjöllum sem við gleymum aldrei... þessi ferð fer í sérflokkinn...
ásamt reyndar mörgum öðrum... en vá, vá... hvílíkir litir þennan dag !

Myndbandið hér:
https://www.youtube.com/watch?v=IyrPwlh0DPU

Gps-slóðin hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=63564636
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir