Tindferð 205
Syðsta súla
laugardaginn 5. september 2020

Syðsta súla
hrímuð og lygn

Hæsti tindur Botnssúlna... Syðsta súla 1.100 m genginn í annað sinn á árinu en nú í sumarfæri með hrímaða kletta í efri hlíðum... farið upp hryggjarleiðina og niður brúnirnar í skarðið og dalinn til baka með stórmerkilegum útútdúr að Svartagili á niðurleið...

... allir að sigra þennan tind í fyrsta sinn fyrir utan Gerði, Vilhjálm og Örn þjálfara... og nokkrir Þingvallafjallasafnarar ársins ánægðir með þessa aukaferð á þennan hæsta tind áskorunarinnar... Miðsúla hér í baksýn...

Alls 14,7 km á 6:31 klst. með 1.061 m hækkun.
Allir öruggir á talsvert krefjandi leið... fullkominn göngudagur... vel gert allir ! :-)

Ferðasagan hér:

Blásið var til aukaferðar á hæsta tind Botnssúlna laugardaginn 5. september þar sem nokkrir Þingvallafjallasafnarar ársins komust ekki í mögnuðu gönguna okkar á hana og Miðsúlu í apríl og þáðu með þökkum uppástungu Arnarins um að fara aftur um haustið...

Veðrið var dásamlegt þennan dag... algert logn...
líka uppi á efsta tindi sem er með ólíkindum og langt í frá sjálfgefið á þessum veðursólgnu fjöllum...

Nýliðar að stórum hluta í þessari göngu... en líka reynslumiklir félagar til margra ára með í för...

Fallegir haustlitir farnir að skreyta leiðina og Þingvallasvæðið allt á þessum árstíma...

Nýliðarnir stóðu sig frábærlega í þessari ferð...
gleði og léttleiki fylgir þeim og allir þakklátir með að kynnast loksins þessum hæsta tindi Botnssúlnanna...

Búrfellið hér í baksýn hægra megin... en það var svo gengið af Jóhönnu Diðriks og Vilhjálmi síðar um daginn... eftir Syðstu súlu... þar sem þau misstu af þeirri ferð í vetur... þessir Þingvallafjallasafnarar gefa sko ekkert eftir.. virkilega aðdáunarvert hjá þeim !

Nestisáning hér í notalegheitunum... stuttbuxur og stuttermabolur alla leiðina upp segir allt um veðrið þennan dag...

Vilhjálmur og Kolbeinn...
 tveir af mörgum frábærum nýliðum frá í fyrra sem mæta mjög vel og eru algerlega að elska þetta eins og við hin :-)

Sjá Svartagil hér neðar... og Þingvallavatn þarna í fjarska... magnað útsýnið ofan af Botnssúlunum...
þetta var rétt að byrja í hlíðunum hér...

Þegar komið er að brúnunum þar sem Miðsúla blasir við er annað hvort hægt að fara niður í dalinn og ganga hann upp í skarðið og þaðan með brúnunum upp á efsta tind sem er léttari leið og betri t. d. að vetri til...

... en að sumri fara menn oft hér upp... móbergsskriðurnar og svo um hrygginn inn eftir að tindinum...
og reyndar líka að vetri til en þá er nauðsynlegt að vera á jöklabroddum og fara varlega  á tæpu köflunum á hryggnum...

Sjá brekkuna hér... hún reynir ágætlega á og leynir á sér þar til komið er nær...

Krefjandi brölt en algerlega þess virði...

Slóði farinn að myndast á þessari leið...

Tveir höfðingjar voru í þessari ferð... Magga Páls sem kemur hér upp...

... og Gerður Jens sem tekur skriðuna hér...

Hvílíkt flottar fjallakonur báðar tvær :-)

Smá hópmynd neðan frá :-)

Ofar tekur hryggurinn smám saman við og er aldrei tæpur en ágætlega klöngraður...

Mjög flott leið og útsýnið skreytir þennan kafla afskaplega vel...

Hryggurinn framundan...
hér getur verið varasamt að vetri tilef harðfenni er og stórar snjóhengjur... lélegt skyggni eða mikill vindur...

Jebb... veturinn er á næsta leyti... það var allt hrímað efst...
sem einkennir einmitt þennan árstíma í háu fjöllunum... magnað alveg...

Litið til baka eftir hryggjarleiðinni... enginn í vandræðum þennan dag og gengið sem einn hópur en Örn var eini þjálfarinn
þar sem Bára var að vinna þennan laugardag...

Miðsúla... snjólaus... brött... lausgrýtt... við gleymum aldrei sigrunum okkar þremur á þessum súlum síðustu ár...
 nú síðast í apríl í geggjuðu veðri og skyggni...  Miðsúla er bröttust allra Botnssúlnanna og sú varasamasta...

http://www.fjallgongur.is/tindur198_midsula_sydstasula_230520.htm

Komin ofar á hrygginn...

Hrímið svo fallegt... Batman var alveg í stíl við umhverfið...

Ármannsfellið hér í baksýn og svo allar tindaraðirnar austan Þingvalla sem við erum langt komin með að bæta í safn Toppfara...
en eigum þó eftir Hrútafjöll sem verða gengin í vetur... Skriðutinda... Skefilsfjöll... og Tindaskaga sem líka er á dagskrá í vetur...

Klöngrið á hryggnum er einmitt svona... skemmtilegt landslag... þessi kafli er ekki mjög spennandi í miklu harðfenni...

Skjaldbreiður, Langjökull, Hlöðufell, Skriða o.fl...

Helga Rún komin upp á hrímaða klettinn sem var á leiðinni...

Það var magnað útsýni hvert sem litið var...

Fínasta færi og ekkert stress með þetta hrím hvað það varðar...

Skáskotið upp með klettinum þarna er líklega eini varasami kaflinn á hryggjarleiðinni í mikilli hálku...

Komin í efsta hlutann... Hrafnabjörg og félagar í fjarska vinstra megin... þau eru á dagskrá síðar í september...

Hluti af Vestursúlu... Háasúla... Miðsúla...

Töfrandi fallegur dagur... gat ekki verið flottari...

Sjá slóðann sem er farinn að myndast á þessari leið...

Gulla hér með þrjár aðrar Botnssúlur í baksýn...

Árið 2012 gengum við á allar fimm Botnssúlurnar í ógleymanlegri ferð og einum sætasta sigrinum í sögunni...

http://www.fjallgongur.is/tindur80_botnssulur_allar5_300612.htm

Stutt eftir á tindinn hér...

Síðasta kaflann upp á tind tók Örn langt myndband sem við deildum á opnu Toppfarasíðunni á fb...
en þjálfari gerir svo myndband af þessari ferð sem fer á youtube...

https://www.facebook.com/Toppfarar.is/videos/2704454909803000/

Búrfellsfararnir og Þingvallafjallasafnararnir... Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur...
komin á hæsta tind Botnssúlnanna í 1.100 m hæð...

Þau eru frábær viðbót við hópinn frá því í janúar eins og hinir nýliðarnir á þessu ári...
reynslumikil, fróð, hógvær, skemmtileg, hlý og ástríðu-útivistarfólk með meiru...

Þingvallavatn og fjöllin mörg þar í kring...
Búrfell í Grímsnesi, Arnarfell, Miðfell og Dagmálafell, Ingólfsfjall, Björgin, Súlufell og hin öll,
Vörðuskeggi út af mynd hægra megin...

Frábærir nýliðar ásamt Þorleifi sem telst nú þaulvanur Toppfari eftir alls kyns ferðir með okkur frá því í fyrra :-)

Gulla, Beta, Sveinbjörn, Oddný og Þorleifur.

Langi hryggurinn á Vestursúlu... sem rís hæst vinstra megin... með Háusúlu hægra megin...

Magga er alltaf að skamma mig fyrir að kalla sig ofurkonu... og það má vel færa rök fyrir því að konur sem eru komnar yfir sjötugt og jafnvel áttrætt eigi bara vel að geta gengið á fjöll og upp um firnindi allt árið um kring í alls kyns löngum og erfiðum ferðum... líklega verður þetta sífellt algengara næstu árin... en ég læt samt þennan texta sem ég setti á fb samt flakka hér með þessari mynd...
 af því ég dáist svo að þessum konum tveim :-)

"Sannanlegar ofurkonur hér á hæsta tindi Botnssúlna í 1.100 m mældri hæð...
Gerður Jens og Magga Páls... aldursmunur elstu og yngstu leiðangursmanna á Syðstu súlu þennan dag var 51 ár takk fyrir !
... sem segir allt um aldursbilið í klúbbnum þetta misserið :-)

... elstu meðlimir Toppfara hafa alltaf skarað fram úr í klúbbnum hvað varðar líkamlegt og andlegt atgerfi...
ekki síður af einkennandi hugrekki, áræðni og elju... þar sem erfið veður og krefjandi fjöll hafa sjaldnast hamlað þeim för...

Takk elsku afreksfólk ... fyrir að gefa okkur öllum forsmekkinn af því sem okkur er mögulegt
ef jákvæðni, einurð og geislandi lífsgleði ræður för umfram allt á fjöllum :-)

Dásemdarstund á tindinum þar sem menn mynduðu sig mörg á þessum kletti hér með skyggni niður til Þingvalla og nágrennis...

Beta, Jóhanna Diðriks, Vilhjálmur, Steinar Ríkharðs, Magga Páls, Kolbeinn, Vilhjálmur, Gulla, Þórkatla, Sveinbjörn, Gerður Jens, Sigurður Kjartans, Valla, Oddný, Helga Rún og Þorleifur en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn þennan dag...

Stöpullinn hrímaður...
hér höfum við oft setið í alls kyns veðrum á laugardögum eða þriðjudagskvöldum í gegnum árin...

Sýnin niður til Miðsúlu og Háusúlu...

Sýnin niður hrygginn þar sem komið var upp...

Nú var mál að halda niður... Örn spáði mikið í að bjóða upp á göngu á Miðsúlu í leiðinni þennan dag... en það hentaði helmingnum af hópnum og hugnaðist ekki öllum enda krefjandi og varasamt brölt og lang best að fara bara sérferð á hana og taka jafnvel Háusúlu með...

... eins og við gerðum árið 2015 í fyrstu tindferð Jóns Steingríms og Völlu en þá var Valla eina konan sem fór alla leið upp á Miðsúlu... við hinar lögðum ekki í mjög bratt bröltið eftir hryggnum enda ekki fyrir nærri alla - sjá magnaða ferðasögu hér:

http://www.fjallgongur.is/tindur65_mid_haasula_240911.htm

Leiðin niður brúnirnar í skarðið er mjög falleg og útsýnið til hinna Botnssúlnanna og niður í Hvalfjörð skreytir hana ólíkt hryggjarleiðinni...

Klettarnir hrímaðir utan í Syðstu súlu...

Það er ekki hægt að fara of oft á Syðstu súlu... en maður gleymir aldrei fyrstu ferðinni sinn á þennan magnaða tind...

Syðsta súla var fimmta tindferðin í sögu Toppfara... Tindur 5 hvorki meira né minna... og gleymist okkur aldrei...

http://www.fjallgongur.is/tindur5_sydstasula_061007.htm

Einu sinni fórum við í desember á Syðstu súlu... í snjó og krefjandi snjóbyl... sú ferð gleymist heldur aldrei og gaf okkur allt aðra upplifun á þessum tindi en nokkurn tíma áður enda erum við enn að rifja hana upp stöku sinnum...

http://www.fjallgongur.is/tindur151_sydstasula_021217.htm

Flott leið... og gaman að hafa farið hér í alls konar færi... á öllum árstímum...

Framan af brúnunum...

Mjög góð stemning þennan dag... 17 manns er mjög góður fjöldi... þá er gengið sem einn hópur og allir í sama fílingnum...

Allir öruggir og enginn í vandræðum þennan dag... flottur hópur !

Komin niður í dalinn... hér var stór snjóhengja í apríl...

Sjá leiðina upp fyrir ofan...

... og áfram eftir þessum hrygg upp á tindinn...

Tindurinn þarna uppi vinstra megin...

Nesti hér og notalegheit eftir tindinn...

Margt að melta og gleðjast yfir því sem var að baki...

Miðsúla bíður betri tíma...

Gengið út dalinn til baka...

Komin upp á brúnina neðan við uppgönguleiðina fyrr um daginn...

Mynd tekin á sama stað í apríl í ár...

Menn fóru eitthvað að tala um að Erninum gekk illa að elta stíginn á Hellismannaleið um daginn (enda viljum við helst fara sem mest ótroðnar slóðir)... og Þorleifur rifjaði upp að á einhverjum tímapunkti fórum við framhjá gili einu þar sem ekki var farið eftir Hellismannaleiðarstígnum...

... og Örn ákvað að bæta mönnum það bara upp með því að fara bara niður að Svartagili í staðinn :-) :-) :-)

... og það var sannarlega þess virði... stórmerkilegt gil...

... mjög bratt... þröngt... djúpt... dimmt...

Við höfum oft ætlað að skoða það á þriðjudagsæfingu... nú er það komið á dagskrá sumarið 2021...

Þá verður gaman að ganga eftir því öllu og sjá hvernig það dýpkar smám saman... og kannski kíkja aðeins inn í það neðar...

Takk fyrir okkur Botnssúlur...

... þetta var geggjaður dagur með meiru !

Alls 14,7 km á 6:31 klst. upp í 1.100 m hæð með alls 1.061 m hækkun úr 144 m byrjunarhæð.

Þegar komið var í bæinn stóð þessi bíll á miðju stæðinu en hann var byrjaður að renna um morguninn... og hafði greinilega smám saman sigið áfram yfir daginn... vonandi endaði þetta ævintýri vel hjá bílnum og eigandanum :-)

Gps-slóð hér frá árinu 2008:
https://www.wikiloc.com/mountaineering-trails/sydsta-sula-120808-48054612

Myndband af ferðinni hér:

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir