Tindferð 104
Glymur - Hvalvatn - Skinnhúfuhöfði - Hvalfell
laugardaginn 1. mars 2014


Glymjandi flottur sólardagur
um rymjandi Hvalvatn
og hrífandi Hvalfell
í einstakri kyrrð og blíðu

Við fengum stórkostlegan dag á fjöllum laugardaginn 1. mars er við gengum upp með Glym að vestanverðu og hringleiðina kringum Hvalvatn í brakandi logni og sólarblíðu með þriðja dýpsta vatn landsins (160 m) rymjandi stöðugt í kringum okkur (Öskjuvatni er 220 m og Jökulsárlóni dýpst)... og komum við á Skinnhúfuhöfða í austurenda vatnsins þar sem við nutum dagsins í himnasælu yfir veðurblíðunni... fegurðinni... logninu... kyrrðinni og létum okkur ekki muna um að skella okkur upp á Hvalfellið úr Hvalskarði að suðaustan í bakaleiðinni... sem gaf krefjandi uppgöngu í grjóti, skriðum og sköflum sem voru vel harðir eftir frosthörkur síðustu vikurna en sólbráðnir eftir heitan daginn svo fært var um þá góða leið bæði upp og niður...

Lagt var af stað kl. 9:10 laugardaginn 1. mars úr Hvalfjarðarbotni
í blíðskaparveðri með sólarupprásina bak við Botnssúlurnar...

Allir ánægðir með breytingu á plani frá Bjarnarhafnarfjalli norðan megin á Snæfellsnesi yfir á Hvalvatnið þar sem veðurspáin var ekki nógu góð norðar...

...og það rættist miðað við veðurlýsingar þegar á reyndi og dagur var runninn...
þá hefðum við ekki viljað hafa haft þennan dag á nokkurn hátt öðruvísi en hann var...

Farið var hefðbundna leið upp að Glym til að byrja með...

... og menn voru sammála þvi að það væri synd að við skyldum hætta að hafa árlega kvöldgöngu upp að Glym og á Hvalfell í lok maí eins og við gerðum þrjú ár í röð; 2008, 2009 og 2010... eða þar til þjálfarar létu gagnrýnisraddir um of langa kvöldgöngu hafa áhrif... og ráð að taka þær upp aftur á næsta ári... jebb, sammála :-)

Þessi óskaplega fallega leið... í útlensku landslaginu kringum Botnsá... var nú í vetrarbúningnum og símastaurinn kominn upp á bakkann austan megin...

Guðmundur og Katrín vel merkt Toppförum... létu gera þetta hjá Saumastofu 66° Norður fyrir löngu síðan... þurfum að drífa í að panta svona fyrir allan hópinn... !

Gaman að koma þarna að vetri til...

Hvílík veðurblíða... menn voru sammála því að þetta væri ólíkt betra en vera í vindinum fyrir norðan...

Við vorum rösk upp með Glym gegnum skógarstígana...

Heilmikið spjallað... Nepal, Slóvenía, Jakobsstígurinn, Kilimanjaro...

Ísinn var áþreifanlegur...

... og áin hljóðlátari en oft áður...

Hefðum viljað fara þarna niður ef hægt væri...

... en létum okkur nægja að taka myndir...

Sem fyrr voru það ljósmyndararnir sem drógust aftur úr...

Ísinn var sérstakur... minnti á ísinn á erlendum gönguleiðum eins og Aconcagua og Kilimanjaro þar sem kuldinn kemur í veg fyrir að hann hverfi og lítið er um úrkomu á hann vikum saman... eins og ástandið hefur verið hjá okkur síðustu vikurnar...

Litið til baka...

Við vorum í besta félagsskap í heimi...

Mikið gekk þetta vel upp...

Og útsýnið ekkert síðra þó vetur væri...

Skemmtilegt að upplifa gönguleiðina án laufanna á trjánum...

Það var vor í lofti fannst okkur... auðvitað blekking en dæmigerð íslensk bjartsýni sem gefur okkur færi á að lifa af á þessu landi :-)

Þyrlan sveimaði yfir okkur eins og á Bláfjallahryggnum... hvað er þetta með þessar þyrlur alltaf þegar við erum á göngu???

...og fuglar Glymsgljúfurs skoðuðu þann gest eins og þeir skoðuðu okkur...

Sjá ísinn í svipuðu veðruðu formi í Andesfjöllunum í Argentínu ef Aconcagua er gúgglað m.a.

Glymsgljúfur er magnað fyrirbæri...

... og Hvalfjarðarbotn alltaf jafn fagur allan ársins hring...

Botnssúlurnar tignarlegar á að líta... úr norðri allan þennan dag sáum við alltaf bara Súlnaberg (sem mörgum finnst að mætti heita Austursúla þar sem hún er ekki síðri en smæstu súlurnar), Háusúlu, Vestursúlu og Norðursúlu en aldrei Miðsúlu eða Syðstu Súlu... þó hryggurinn langi af Vestursúlu fái menn eflaust til að halda annað... eins og okkur þennan dag...

Glymur...

... íslagður...

Við vorum komin ofan við fossinn fyrr en varði...

... og sáum nú sama svæði og við skoðuðum vel fyrravor í blómstri sumarsins...

Ofan við fossinn tók Botnsáin við og frekar "heiðarlegt" umhverfi með ánna falda undir snjónum...

Hvalfellið ansi girnilegt og "létt" á að líta þarna megin enda algengasti uppgöngustaðurinn og sá sami og við fórum þessi þrjú ár í röð...
og ætlum að fara að endurtaka auðvitað ;-)

Og Botnsáin kíkti aðeins undan snjónum...

Dimma skolaði sig í henni og var svaka svöl eins og henni er lagið...

Fleiri fagri "pollar í snjónum" á leiðinni...

... það var smá vor í lofti ...

Norðurhlíðar Hvalfells... orðið hvassbrýnna norðaustan megin og ófært þeim megin og austan megin nema með klifurtækjum...

Litið til baka niður að Hvalfirði...

Bjartara yfir austan megin og einhver háskýjahula yfir ennþá en hún var óðum að hverfa er leið að hádegi svo heiðskíran sem var í kortunum fékk loks notið sín...

Friðsældin og kyrrðin með ólíkindum og ótrúlega gaman að komast á nýjar slóðir á þessu svæði... svo oft búin að gera okkur í hugarlund hvernig þetta væri umhorfs þarna inn að Hvalvatninu...

Breiðifoss... frosinn og horfinn bak við snjóinn...

Arnar með ansi kindarlega húfu :-)

Jú, áfram í sólina...

Himininn lék sér fagurlega með skýin og sólina...

Komin að stíflunni gömlu við vatnið... ha, laxastigar?

Og fjöllin á hálendinu sunnan Langjökuls fóru að kíkja yfir til okkar...

Stíflan sem löngu er komin úr notkun... og menn höfðu á orði að eitthvað yrði nú sagt í dag ef einhverju dytti í huga að "stífla Glym" eða álíka...

Háasúla mætti í partýið og sló um sig með skýjaslæðum og sólarskarti...

Þegar komið var að vatninu glumdi í því... öðruhvoru... ísinn að brjótast um og andrúmsloftið þrungið...

Við urðum að ganga á Hvalvatni... þetta væri nú vatnaárið mikla...

... og ekki slæmt að hafa fjall eins og Hvalfell yfirgnæfandi...

En okkur hugnaðist þetta ekki öllum... það gutlaði í og rumdi... hversu sterkur var ísinn... hann virtist alveg traustur... en þegar gutlaði í þá vorum við nokkur snögg að koma okkur upp á fast land...

Algerlega fullkomið að vera þarna á þessari stund... Gerður fjallaævintýrakona með meiru...

Við enduðum á að fara hér upp...

... og ráða ráðum okkar...

Eigum við að ganga meðfram eða á vatninu?

Úff, hvað þetta var fallegt þarna...

Háasúla með Súlnaberg vinstra megin og hrygg Vestursúlu sem rís hægra megin með Norðursúlu fyrir framan sig séð frá okkur norðan megin
Hryggurinn sem liggur frá Háusúlu... og fékk okkur fyrst til að halda að væri Miðsúla eða jafnvel Syðsta súla eftir því hvar menn stóðu þennan dag... er hryggurinn sem liggur frá vestursúlu og sem Ingi, Gunnar og Jóhannes gengu eftir öllum þegar við sigrðuðum Botnssúlurnar allar fimm í einni göngu 30. júní 2012...

Jú, við ákváðum að fara strandlengjuna frekar en ísinn sjálfan og það var góð útsýnisleið...

... því við fengum ekki nóg af að horfa...

Litið til baka á Hvalfellið í heild gnæfa yfir vatninu... mikið var þetta nú saklausara og mildara en mann grunaði... kannski af því veðrið var svo milt og göngufélagarnir svo notalegir?

Engir broddar komnir í notkun ennþá...

Þarna var gott að standa og horfa yfir vatnið...

... og taka myndir...

Eftir Miðhöfða tóku strandirnar aftur við að austan...

Þarna fór sólin endanlega að skína og þá hitnaði hratt...

Skinnhúfuhöfði að koma í ljós við austurströndina og við horfðum girndaraugum á þennan flotta útsýnisstað...

Háasúla - Vestursúla í allri sinni endilöngu dýrð og Norðursúla hinum megin

Hvalfellið mun fallegra austan megin að okkar mati...

Svona korter í mat uppi á Skinnhúfuhöfða...

Þarna náði kyrrðin líklega hámarki þennan dag...

... og við gátum ekki hætt að taka myndir...

... þetta var veisla fyrir auga, eyru og skinn...

Skinnhúfuhöfði með alt frosið í kringum sig... færið gat ekki verið betra þennan dag...

Halldór, frændi Hjölla og Antons í sinni fyrstu tindferð og annarri göngu sinni með hópnum...

Brakandi blíða...

Sandstrendur Hvalvatns stóðu sums staðar upp úr snjónum og klakanum...

Skinnhúfukvísl öll frosin nánast og varla að við sæjum vatnið renna undir öllu saman en það rann þarna...

Litið til baka á dýrðinna sem þarna var...

Þjálfari sagði mönnum að taka með sér vaðskó ef ske kynni... og hafði þar mestar áhyggjur af Skinnhúfukvíslinni...
en það var greinilega óþarfi :-)

Bratt var upp á Skinnhúfuhöfða og snjórinn frosinn á köflum...

 en við fundum örugga leið á mosanum og grjótinu og fórum varlega...

Já, þetta er ástæðan fyrir því að við erum yfirleitt að þessu fjallabrölti eins og láglendisgöngur eru fagrar... það er þetta magnaða útsýni og mikla yfirsýn sem maður fær... þó bara sé farið upp um 100 metra eða svo... hvílíkur heimur þarna...

Skinnhúfuhöfðakvíslin rann þarna ofan snævar ofar í landinu...

Uppi var smá gola...

...en við settumst bara utan í höfðann sunnan megin...

...og fórum í sólbað innan um nestið -)

Litið niður höfðann með vatnið umlykjandi á þrjá vegu...

Hópmynd á þessum flotta höfða sem var ansi lágur í loftinu þegar komið var upp á Hvalfellið sem reis í baksýn...

Ingi, Jón, Guðmundur Jón, Valla, Dóra, Halldór, Nonni, Sigga Sig., Örn, Hjölli.
Hildur Vals., Guðrún Helga, Arnar, Soffía Rósa, Katrín Kj., Arna, Súsanna, Njáll, Njóla, Doddi, Björn Matt., Gerður Jens, Heiðrún og Irma en Bára tók mynd og Dimma og Drífa nutu dagsins með okkur.

Jú, þetta gekk vel... við ætluðum að enda daginn uppi á þessum fagra móbergsstapa sem hafði gefið svo mikinn svip á daginn...

Fórum niður austan megin...

... sem var góð leið en grjótið rann aðeins ofan á frosnum jarðveginum...

... hvílík fegurð...

Litið til baka...

Nokkrar lækjarpíslir renna niður í Hvalvatnið úr öllum áttum...

... en þær voru allar greiðfærar yfir á snjóbrúm...

... og við vissum varla hvert við áttum að líta í allri dýrðinni...

Skuggalega flott...

Hvernig ætli þetta sé allt saman að sumri til ?

Verðum að koma hérna aftur að sumarlagi...

... og ganga hring í kringum vatnið utan í Hvalfellinu líka...

Suðurströndin var nú gengin með Botnssúlurnar yfirgnæfandi...

... og farið yfir á ansi tæpri snjóbrú hér...

... en hún hélt með því að fara einn í einu...

Hvílíkt land... bara teygja sig í vatn og drekka...

Þetta reyndist hið mesta ævintýri þar sem Valla missti flöskuna sína og hún hvarf undir ísinn og kom ekki upp hinum megin... hefur fests í klakanum og finnst sjálfsagt í vor...

Katrín og Sigga Sig komu auga á þessar klakatásur...

En það var mál að halda áfram ef við ætluðum upp á Hvalfellið...

... sem togaði grimmt í okkur þar sem flestir höfðu ekki gengið á það áður...

Snjórinn sprengdur á ýmsum stöðum...

... og þetta var heill heimur út af fyrir sig þessi suðurströnd við fjallsrætur Botnssúlna...

Stórskemmtilegt að ganga þarna um...

Veturinn er án efa langfallegasti tíminn til að ganga á fjöll...

Ingi nenndi ekki þessu snjóskafla brölti og gekk bara á vatni...

Háasúla gætti okkar allan tímann þennan dag...
og mundi vel eftir því þegar við fórum í sólbað á tindi hennar þann 30. júní í brakandi blíðu sem það sumar var allt :-)

Finn næstum því svalandi snjóinn á þessari mynd...

Dimma passaði að við villtumst ekki...

Klakinn tók á sig alls kyns myndir...

þar sem fjallsrætur Botnssúlna mættu Hvalvatninu...

... og ljósmyndararnir fóru á flug...

... sem var ekki skrítið...

... í þessum ægilega heimi kuldans og vetrarins...

Brátt vorum við komin í suðvesturendann...

... og skófluðumst upp að Hvalfelli...

... sem bauð okkur velkomin upp þessa fínu leið sunnan megin...

Skjaldbreið í fjarska... með Skinnhúfuhöfða dökkan og svo lítinn þarna vinstra megin... en umræður höfðu hafist fyrr um daginn um hvort þetta væri Skjaldbreið eða Ok... og urðu ansi líflegar áður en degi lauk...

Hér gaf snjórinn sig og Ingi fór niður í klof ofan í mýrarlæk og bleytti skóna af því við ljósmyndararnir báðum hann að bíða aðeins meðan við tækjum mynd en hann hlýddi í eina sekúndu... þar til hann varð blautur og skaust þá upp... við vissum náttúrulega ekki að það var blautt þarna undir...

Hópurinn að skila sér inn að Hvalfelli...

Girðingin hálf á kafi í snjó... þetta var almennilegur vetur í ár :-)

Skuggarnir okkar mynduðust sérlega vel þennan dag...

Smá pása... broddarnir á skóna og safnað orku fyrir Hvalfellið... sem allir voru ákveðnir í að sigra þó að baki væru rúmlega 14 kílómetrar... aðstæður gátu einfaldlega ekki verið betri...

Háasúla var sammála... þetta var eina tækifærið sem við hefðum til að ganga á Hvalfellið þessa spennandi leið sem er allt of langt frá byggð og nokkrum vegi til að skella sér sisona upp...

Eina hópmynd með Súlu-vinkonunni okkar... en því miður var einhver snjór kominn á linsuna þarna...

Hey, og eina hallandi eftir stanslaust norðaustanrok síðustu vikur... það var einstakt að þurfa ekki að halla sér upp í vindinn þennan dag...

...heldur bara fljóta áfram nánast eins og í tómarúmi sem lognið var eftir allan þennan vindbarning vetrarins...

Jú, þetta var Skjaldbreið... en við vorum ekki enn sammála um hvort hvíti stapinn hægra megin væri Hlöðufell eða Skriða...

Landslagið á Hvalfellinu leyndi aldeilis á sér...

Farið var yfir gil og gljúfur...

... upp skafla og skriður...

... með Norðursúluna núna næsta okkur...

... upp móbergsklappir og kletta...

... í alls kyns kynjamyndum...

Skaflarnir snjóbráðnir eftir sólargeisla dagsins...

... og því var vel fært um heilu snjóhengjurnar...

... sem var ágætis æfing og ævintýri að fara um eftir stanslausr frost síðustu vikur...

Fórum samt varlega og gættum hvert annars...

... og menn fengu aðeins að leika sér...

Hjölli og Halldór með Háusúlu...

Dimma passaði að allir kæmust upp...

... og svo var haldið áfram upp brekkurnar sem voru lengri en áhorfðist en samt fljótfarnari...

Við höfðum stefnt að þessu stuðlabergi sem við sáum neðan frá...

Litið niður á vatnið vinstra megin og ströndina suðvestan megin.. sjá krossinn vinstra megin...

Skjaldbreið - Kálfstindur - Högnhöfði - Skriða - Tindaskagi og Skriðutindar...
...myndi skrásetjari halda en menn voru enn að spá og spekúlera alveg upp á topp...

Já, það var greinilega þess virði að fara þarna upp...

Um 45 gráðu halli á leiðinni en snjóbráðinn snjórinn gerði okkur kleift að ná þessu án vandræða...

Flott var það...

... og ekki síðra þegar litið var til baka...

Án efa mun fallegri leið upp á Hvalfellið en þær tvær sem við höfum farið áður norðvestan megin og suðvestan megin...

... og vel hægt að mæla með henni...

Svo var það létt það sem eftir var...

... og menn héldu vel dampi...

Baula og fjöllin öll í norðri...

Síðasti kaflinn upp á tind...

Fjöllin öll sunnan Langjökuls með Háasúlu eins og útvörð hægra megin...

Skinnhúfuhöfði svo ósköp lítil þarna fyrir miðri mynd hinum megin vatnsins... þar sem við höfðum tekið hópmyndina...
Voðalega virtist vatnið lítið núna séð ofan af Hvalfelli... já, það er sannarlega þess virði að brölta aðeins upp á þessi fjöll til að fá viðlíka sýn og þær sem við fengum þennan dag...

Botnssúlurnar... enn eingöngu að sýna þrjár af fimm...

Á tindi Hvalfells var útsýni 360° og menn tóku myndir en vildu svo fljóitlega lækka sig þar sem þarna var gola og við vorum bara í stuði fyrir blankalogn eins og verið hafði allan daginn...

Hvalfjörðurinn ljómaði í vestri...

... og við komum okkur niður í skjólið...

Þjálfarar með áhyggjur af niðurgönguleiðinni sem gæti orðið erfið í hálum ís, frosnum snjósköflum og bröttum skriðum...

... en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar...

Leið var greið alla leið og gat ekki verið betri...

Örninn var með allt á hreinu...

... og við rúlluðum... skófluðumst... og renndum okkur niður..

Háasúla - Norðursúla - Vestursúla

Sjá dökka blettinn utan í Norðursúlu hægra megin þar sem "fossinn okkar" er
... og niðurgönguleiðina okkar þar ofan við... virðist ansi bratt en var fínasta leið þennan 6. nóvember 2010

Sólin tekin að síga og landið allt svo fallegt...

Hálkubroddarnir akkúrat búnaðurinn þennan dag og komu sér vel ofan á mjúkum snjónum með klakann neðar...

Hér tók Örninn undir sig stökk ofan af einum klettinum...

... og einhverjir renndu sér hér niður á afturendanum...

Óskaplega fagurt...

Snjósprungur...

... eins og á jökli...

Við vorum að lenda niður á láglendinu mjúka og hlýja...

... og það var vor í lofti... með þessari íslensku bjartsýni sem nauðsynleg er þeim sem hér búa :-)

Norðursúla, fossinn dökki og Vestursúla...

Hvalskarðsáin þveruð á ís...

Ganga dagsins hefði ekki getað heppnast betur í vetrarbúningi sem ekki hefði gefið svona gott færi á þessari leið yfirleitt nema af því sólin bræddi skaflana í Hvalfelli... og úrkomulausi kuldinn síðustu vikur frysti alla læki, mýrlendi og ár svo greiðfært var um alla leiðina...
m. a. hér standandi úti í miðri Hvalskarðsá að mynda Norðursúlu og Vestursúlu í síðdegissólinni...

Skuggar okkar enn og aftur með Hvalfellið í baksýn... já, það er mun flottara hinum megin frá...

Við tók Leggjabrjótur síðasta kafla dagsins...

... sem var greiðfær á stíg og veg...

... á notalegu spjallinu...

... með Glym í fjarska frosinn og fagur...

... og stöku skafla til að halda okkur við efnið alla leið...

Yndislegt að lenda í Botnsdal og klára eina flottustu tindferðina í sögunni enn og aftur á þessu ári... sem þrátt fyrir krefjandi vetur hefur líka gefið af sér marga, flotta daga sem skilað hafa okkur fimm tindferðum í blíðskaparveðri og hæsta gæðaflokki (Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli, Búrfell í Þjórsárdal, Sveifluháls syðri, Bláfjallahryggur, Hvalvatn/Hvalfell) og tveimur krefjandi veðurgöngum í fallegum fjallasölum (Litla Baula og Gufudalur)... svo það er bara ekki hægt að biðja um meira á þessum vetri og ráð að vera þakklátur... og vongóður um að hafa heilsu og svigrúm til að geta áfram notið göngudaga eins og þessara sem verma og bjarma manni um ókomna tíð...

Alls 22 km (21,2 - 22,8) á 9:34 - 9:46 klst. upp í 362 við Glym, 436 m á Skinnhúfuhöfða, 397 m við Hvalvatnsstrendur að austan, 858 á Hvalfelli með alls hækkun upp á 1.250 m miðað við 66 m upphafshæð og 38 m lægstu hæð.

Slóð dagsins... farið yfir nokkra læki og ár en alllt frosið að mestu svo aldrei þurfti að vaða.

Stórfenglegur dagur og ansi sætur sigur

... á gönguleið sem við efumst um að  nokkur hafi gengið eins áður...
þ. e. hringleið um Hvalvatnið
allt frá Botnsdal um Glym og svo upp á Hvalfell um Hvalskarðið og niður í Botnsdal...

Hjartansþökk og til hamingju allir með flotta dagleið
sem skilaði góðri inneign fyrir Öræfajökul, Laugaveg og Nepal á árinu :-)

allar ljósmyndir þjálfara hér:
https://plus.google.com/photos/104852899400896203617/albums/5988078219195281489?banner=pwa