Tindur 103 laugardaginn 8. febrúar 2014

Bláfjallahorn, Hákollur, Bláfjallahryggur, Vestur-Bláfjöll og Vífilsfell

Toppfarískir vetrarólympíuleikar
um Bláfjallatindana alla
í alpakenndu landslagi og mergjuðu veðri

Laugardaginn 8. febrúar héldu Toppfarar upp á Vetrarólympíuleikana með sínu lagi...
 og gengu frá syðsta tagli Bláfjalla við Suðurgil...
 um allan Bláfjallahrygginn endilangan í norðaustur...
með viðkomu á Bláfjallahorni, Hákolli og nyrsta tindi Bláfjallahryggjarins...
áður en haldið var niður um Draumadali yfir á á nafnlausa tinda sunnan við Vífilsfell
sem þjálfarar ákváðu á endanum að kalla Bláfjallahnúka þar sem þeir eru tveir
og þannig er nafngiftin alveg í stíl við tvo Ólafsskarðshnúka og tvo Sauðadalahnúka sem allir sex umkringja þá Jósepsdal...
í mergjuðu veðri, alpakenndu útsýni og vetrarsólarslegnu landslagi...

Lagt var af stað frá Suðurgili Bláfjalla kl. 8:58 eftir að hafa skilið helming bíla eða svo eftir við malarstæðið norðan við Vífilsfell...

Dásamlegt veður... heiðskírt og orðið það bjart að við þurftum ekkert að kveikja á höfuðljósunum...

Einn starfsmanna Bláfjalla sem var í önnum að græja skíðasvæðið fyrir annasaman dag framundan í blíðunni... forvitnaðist um þessa gangandi menn sem þarna fóru um skíðabrekkurnar... sem við samt reyndum að sniðganga til að skemma nú ekki fyrir skíðandi fólki síðar um daginn... enda allt í orden og hann óskaði okkur bara góðrar ferðar :-)

Magnað útsýni strax á fyrsta klukkutímanum enda lagt af stað í 524 m hæð og fljótlega komist í 712 m á Bláfjallahorninu...

Ansi skemmtilegt að ganga svona í jaðri skíðasvæðisins þar sem Vetrarólympíuleikarnir hófust í vikunni
og stemningin í Sochi í Rússlandi smitandi...

... og við vorum sammála um þá von að umræðurnar færu að snúast um íþróttamennina glæsilegu
sem þarna væru að uppskera eftir áralanga ástundun og ættu skilið að Ólympíuleikarnir snerust fyrst og fremst um íþróttina...

Þegar upp á Bláfjallahryggjartaglið sunnan megin var komið
blasti mögnuð sólarupprásin við okkur sem nú hitaði óðum upp eins og afreksmanna er lagið...

Strekkingsvindur uppi... "það er alltaf rok í Bláfjöllum"... en við létum það ekki taka af okkur dýrðina
og leituðum bara skjóls við þau mannvirki sem öðru hvoru gáfust uppi á hryggnum...

Þetta var töfraland...

Litið til baka niður skíðabrekkurnar í Suðurgili þar sem sjá mátti skíðasvæðið vakna til lífsins
því skíðalyfturnar opnuðu klukkan tíu...

Sólin farin að hita upp himininn í suðaustri...

Enginn mættur í lyftuna en þær fóru fljótlega af stað...

Hæðin á fyrsta tindi dagsins sem er nafnlaust og taldist ekki með var 654 m...

Stefnan var tekin á Bláfjallahorn sem er hæsti tindur Bláfjallahryggjarins...

Við vorum á jaðri skíðasvæðisins... og menn rifjuðu upp mismunandi minningar af því að standa þarna uppi með óttablandna virðingu fyrir ósnortna vetrarríkinu var var austan megin við Bláfjöllin... sumum hafði fundist þau svo freistandi en þjálfari man bara eftir ótta við hið óþekkta...

Til vesturs blöstu Grindaskörðin við með Bollunum öllum... sannarlega baksviðsganga í anda ársins 2013 :-)

Brakandi ferskur snjór þennan dag og tærleiki var einkennanndi fyrir daginn...

Smátt hófst hin gullna morgunstund...

...þar sem litir sólarupprásarinnar léku aðalhlutverkið...

...og fá mann til að þykja alltaf vænst um þennan hluta vetrarfjallamennskunnar...

... með sinni síbreytilegu fegurð...

... eins og gengið sé í lifandi málverki...

... sem skiptir stöðugt litum...

... hvert sem litið er...

... og málar allt nær sem fjær...

... með sinni töfrandi blöndu af bleiku, bláu og gulu...

Suðurströndin blasti við með Geitafellið "þarna niðri"...
þurfum að fara að rifja upp göngu á það... hvað er eiginlega langt síðan við gengum á það?

Hver gekk á sínum hraða og naut þessarar klukkustundar...

... og tóku magnaðar myndir...

Fremstu menn skildu ekkert í þessu hangsi...

... en það var sannarlega þess virði að staldra við og taka eftir hverju augnabliki...

... ekki missa af neinu...

... heldur upplifa...

Einstakt útsýni til bæði vesturs og austurs...

Já, fyrsta hópmynd dagsins af nokkrum...

Gylfi, Sigga Sig., Aðalheiður E., Lilja Sesselja, Njóla, Katrín Kj., Ásta Guðrún, Irma, Guðmundur Jón, Ísleifur, Örn, Anton, Hjölli, Sigga Rósa og Ástríður með Dimmu þarna á bak við og Báru bak við myndavélina...

Jú, það var stutt í sólarupprás...

... allir með myndavélaarnar á lofti...

Grindaskörð og Bollarnir...

Reykjavík - Stóra Kóngsfell og Esjan...

Þarna loksins komu fyrstu geislarnir... klukkan 9:39 skv. klukkunni á myndavélinni...

Hvað ætli orkan sé mikil við það eitt að standa og horfa á sólarupprásina?

Við vorum varla að tíma að ganga...

... og höfðum vit á að grípa þessa andartök alla leið...

Þessir bleiku og bláu litir...

Fyrri tindferðir gegnum árin á dimmasta tíma ársins renna framhjá manni í röðum við upprifjun í minningabankanum...

En það varð að halda áfram ef við ætluðum einhvern tíma að klára þessa löngu leið...

... og við reyndum að koma okkur úr sporunum með þessa dýrð á kantinu...

Nú féllu sólargeislarnir á allt landslagið en ekki bara himininn...

... og það er alltaf jafn áhrifamikið andartak....

... þar með var litaveislan líka á jörðu niðri en ekki bara á himni...

... og við tókum hundruðir mynda...

... meðan fremstu menn leituðu annars skjóls í skíða-mannvirkjunum á Bláfjallahryggnum sunnan megin...

Allt hrímað og frosið...

Skafrenningur í grennd...

... og veðurbarið grjót...

Gullnir litirnir mögnuðust með hækkandi sól...

... og tóku yfir fölbleiku og fölbláu litina...

Magnað að horfa á sólina rísa...

Gullin spor á fjöllum...

Hvílík fegurð...

Erfitt að velja úr myndum...

... því hver og ein á skilið að vera með í sögunni...

Skafrenningurinn...

Bláfjallahorn er hæst á Bláfjallahryggnum... mældist 712 m hátt en hefur almennt mælst lægra á okkar göngu eða rétt rúmlega 700 m hátt og er sagt vera 702 metrar...

Geitafellið í fjarska með suðurströnd landsins...

Litið til baka...

Töfraveröld smá sem stór...

Hópurinn þéttur...

Mannvirkin voru líka á valdi sólarinnar...

... og nutu sólrisunnar...

... eins og við...

Áfram var haldið... fljótlega út á eyðilegan hrygginn og út úr þessum mannvirkjalega umhverfi...

... en við áttum enn eftir að koma við í gömlu stólalyftunni í Bláfjöllum...

... sem var einstakt að gera svona gangandi ofan úr fjöllunum...

Lyftan komin af stað og stöku fyrstu menn í stólunum...

Litið niður... hér höfum við mörg hver rennt okkur niður á tveimur sléttum, löngum, sleipum spýtum...

Nú var haldið í norður... ofan við Kóngsgil...

... meðfram skíðamönnunum sem komu askvaðandi úr stólalyftunni...

Sjá yfir skíðasvæðið...

... og langa að renna sér...

En við áttum stefnumót við fjöllin ofan skíðasvæðisins...

... og fórum meðfram efstu mannvirkjunum á svæðinu...

... sem mynduðust vel í morgunsólinni...

Lilja Sesselja einn eðalljósmyndara Toppfara...

Varnargirðing á öxlinni með Geitafellið í fjarska...

 

Séð ofan á neðri stólalyftuna...

Litið til baka...

Ungir skíðamenn á ferð...

... að græja og gera með pabba...

Geitafellið... er ekki kominn svolítið langur tími síðan við vorum þar uppi?

Gengið meðfram axlarbeygjunni í norðurátt.. sjá tinda Vífilsfells vinstra megin við ljósastaurinn...

Dásamleg birta...

... og litir...

Litið til baka fjær skíðasvæðinu sem við nú yfirgáfum...

Stóra Kóngsfell að fá fyrstu sólargeislana á sig...

Framundan voru þessi fjöll...

Stóra Kóngsfell og Drottning enn í skugga...

Fleiri skíðamenn komnir á stjá...

Morgunskuggarnir fallegir...

Enn bitur vindur á okkur en við héldum ótrauð mót vindinum í norðurátt að þessum fallegu fjöllum...

Skafrenningurinn...

Svona dagur geymir ótal fullkomin og ægifögur augnablik...

Víðáttan... ferskleikinn... tærleikinn...

Skuggarnir okkar í morgunsólinni ofan úr sjó upp á fjall..

Var eitthvað skjól hérna til að borða?

Já, þetta var skásti staðurinn... kominn tími á morgunkaffi...

Ekki beint hlýlegasti nestisstaðurinn... en með þeim sólríkustu og tærustu...

Heit og nærð héldum við svo áfram...

Eftir Bláfjallahryggnum sjálfum sem rís upp og niður...

Ansi úfið til fjalla í norðri... Esjan og Skarðsheiðin ekki freistandi að sjá...

Sólin farin að skína á bæði Drottninguna og Kónginn...

Víðáttan til austurs að jöklum og eldfjöllum suðurlands...

Litið til baka... enn smá girðingar á nyrðri skíðasvæðunum...

Dimma var foringi ferðarinnar eins og áður og beið eftir sínu fólki öðru hvoru :-)

Litið til baka... sjá skíðasvæðið fjærst og svo gamla skíðalyftu... æj, hverjir eru aftur með þetta svæði, ÍR ?

Snjósleðamenn verið að leika sér... ekkert smá freistandi snjóbörðin þarna...

Hvílík fegurð...

Klettótt landslag á köflum efst...

... en mestmegnis ávalar bungur á þessari leið...

... og færið með besta móti...

Draumadalir opnuðust svo í norðri.... Bláfjallahryggur hægra megin og Vífilsfell vinstra megin með Bláfjallahnúka nær vinstra megin...

Ennþá talsverður vindur sem svo átti eftir að róast er leið á daginn...

Draumadalir á vinstri hönd...

Fegurð himins og jarðar...

Bollarnir og Grindaskörðin í fjarska...

Ekki hálka... ekki þungur snjór... gat ekki verið betra...

Geitafellið komið með sólina ansi langt á lofti...

Vífilsfellið að koma í ljós í allri sinni dýrð...

Drottning og Stóra Kóngsfell...

Rauðuhnúkar sem við höfum einu sinni gengið á þriðjudagskveldi og enduðum þá í myrkri í bakaleiðinni um hraunið...

Já, alvöru vetrarveður...

... en samt ekki svo kalt...

... og myndefnið óteljandi...

Fjallasalur í legolandi...

Var þetta éljagangur að fara yfir svæðið?

Dimma með Hjölla að líta yfir Draumadali til Bláfjallahnúka og Vífilsfells sem voru síðustu tindar dagsins...

Litið til baka upp brekkuna...

Þessi éljagangur var svo bara smá snjóþoka sem gekk stutt yfir...

Hér runnu einhverjir og fóru á broddana þar með...

Magnað landslag á jörðu sem himni...

Bláfjallahnúkar og Vífilsfell gátu ekki beðið eftir okkur....

Síðustu fjallshnúkar Bláfjallahryggjarins í norðri...

Ísleifur mættur í göngu með myndavélina á lofti... yndislegt að fá hann aftur á fjall :-)

Litið til baka með hluta af því sem var að baki...

Dimma að snúast í snjónum...

Komin að snúningspunkti yfir á Bláfjallahnúka...

Smá hópmynd með Vífilsfellið í baksýn sem búið var að vera skýlaust allan daginn en fékk þarna á sig smá ský og við ætluðum ekki að trúa því að það myndi fela sig enn einu sinni fyrir okkur... enda var þetta bara smá stælar í því... og varð skýlaust eftir smá stund aftur og það sem eftir lifði dags...

Jú, aðeins lengra... klárum hrygginn að Ólafsskarðshnúkum allavega....

Smá aukatúr...

... sem var þess virði...

Flottur útsýnisstaður í norðurenda Bláfjallahryggjarins...

... þar sem við mændum yfir á Ólafsskarðshnúka... sem við göngum í sumar á þriðjudagskveldi og hefðu verið of mikill útúrdúr þennan dag...

Anton að leika sér að snjóhengjunni þarna uppi...

Jósepsdalur umkringdum Ólafsskarðshnúkum og Sauðadalahnúkum í auststri...
og Vífilsfelli í norðvestri.... og nafnalausum tindum í vestri... sem ekki sjást á þessari mynd...

Snúið til baka að góðri milli leið um Draumadali...

Magnaðar snjólendur...

Nafnlausu tindarnir sem við enduðum á að kalla Bláfjallahnúka í stíl við Ólafsskarðshnúka og Sauðadalahnúka...
tveir samliggjandi í öllum tilvikum :-)

Þarna í fjarska voru tveir á snjósleða að líta yfir göngusvæðið okkar...

... og svo létu þeir sig renna niður í Draumadali...

...eins og við...

Hvílíkur draumur...

Mjúkt og öruggt færi...

Við rúlluðum þarna niður...

Hey, þarna er Skjaldbreið !

Dúnmjúkar og ferskar lendur þess dags gleymast aldrei...

Nestispása nr. tvö í sól og skjóli... yndislegt...

Hér lagaðist veðrið og varð smám saman ansi heitt í sólinni...

Ólafsskarðshnúkar og Sauðadalahnúkar að koma í ljós... með Vörðuskeggja að kíkja þarna lengst í burtu...

Þessi hluti leiðarinnar skartaði magnaðri fjallasýn til norðurs að Skjaldbreið og öðrum fjöllum Langjökuls...

Litið til baka um Draumadali á vesturhlíðar Bláfjallahryggjar...

Hengillinn þarna á bak við...

Skjaldbreið...

Já, eins gott að mynda þetta...

Fórum víðan krók yfir á Bláfjallahnúka...

... til að sniðganga hækkun og lækkun sem hefði stytt gönguna en það var þess virði að krækja fyrir...

Lögð af stað upp Bláfjallahnúka með Rauðuhnúka hægra megin og Drottningu og Stóra Kóngsfell í fjarska þarna lengst...

Nyrðri hluti Bláfjallahryggjarins...

Syðri hluti Bláfjallahryggjarins vinstra megin í fjarska...
þar sem við hófum gönguna um morguninn, bak við yzta oddinn þarna á myndinni.

Rauðuhnúkar nær, Helgafell í Hafnarfirði dökka þarna vinstra megin og Húsfell hægra megin...

Hér var ekki annað hægt en njóta útsýnisins í bókstaflega allar áttir og staldra lengi við...

Síðustu menn upp...

Ljósmyndarar að finna góða staði til að mynda...

Skuggalega flott...

Vífilsfellið framundan vinstra megin... Vörðuskeggi og Hengillinn hægra megin... með Sauðadalahnúka að kíkja...

Jósepsdalurinn...
Sauðadalahnúkar tveir fjærst, Ólafsskarðshnúkar nær tveir og við stödd á Bláfjallahnúkum sem eru tveir...
og Vífilsfellið eins og Heimdallur að gæta dalsins..

Leiðangursmenn Bláfjalla voru sextán í þessari aukatindferð
þar sem við náðum loksins að fara þessa leið í fallegu veðri og skyggni...
leið sem þjálfarar höfðu mænt á árum saman og sniðið fyrir Toppfara árið 2009...
Hjölli, Anton, Ísleifur, Sigga Rósa, Lilja Sesselja, Guðmundur, Njóla, Sigga Sig og Gylfi.
Ástríður með Dimmu, Örn, Irma, Ásta Guðrún, Katrín Kj. Aðalheiður E. og Bára tók mynd.

Magnaður fjallasalur...

... sem verður gaman að ganga um á björtu þriðjudagskveldi í sumar...

Nú var farið yfir á hinn Bláfjallahnúkinn...


Sigga Sig., Gylfi, Guðmundur og Aðalheiður Eiríks með gönguleiðina næsta þriðjudagskvöld í baksýn...
Rjúpnadalahnúkar, Sandfjall og Selfjall við Waldorfskólann með Bláfjallaafleggjarann í sveigjunni sinni góðu nær á mynd.

Anton og Dimma komin milli hnúkanna...

Litið til baka...

Mögnuð leið og vel fær þennan dag...

Flottar brúnirnar...

... og við nutum þess að fara þarna upp...

... steikjandi hiti og menn fækkuðu fötum...

Vífilsfellið að kíkja þarna vinstra megin...

Ísleifur og Anton komnir upp...

Tunglið á lofti... þetta var virkilega fagur dagur á fjöllum...

Litið til baka... Rauðuhnúkar hér niðri... verðum að fara hérna á þriðjudagskveldi...

Heklan sjálf þarna í austri... um Ólafsskarð með Lambafell og Lambafellshnúk, Stóra Reykjafell, Hellisheiðina...

Smá klettabrölt á seinni Bláfjallahnúknum...

Sem var ansi skemmtilegt að brölta um...

... og gaf nokkrar af fallegustu myndum dagsins...

Litið til baka...

Allt of stuttur klöngurkafli að mati sumra :-)

Minnti óneitanlega á Þríhyrningsgönguna í desember 2011...

... þar sem sólin skreytti tindabröltið í köldu vetrarveðri...

Djúpt snjófæri milli tinda... lítil snjófljóð neðar í brekkunum en við mátum ekki hættu á okkar gönguslóðum enda aðallega í grjóti...

Rauðuhnúkar og Stóra Kóngsfell þarna á bak við göngumennina að koma seinni Bláfjallahnúkinn..
n sá fyrri er vinstre megin...

Þyrla var á sveimi kringum Vífilsfellið og Jósepsdalinn og við fylgdumst með henni...

Vífilsfellið að koma í ljós... kórónulaga...

Lkitið til baka eftir Bláfjallahnúkum sem voru að baki...

Spor á fjöllum... ?

Rjúpnadalahnúkar, Sandfjall og Selfjall sem við gengum um rúmri viku síðar með norðurljós á himni í lokin...

Sauðadalahnúkar ansi fagrir í vetrarbúningnum...

Vestmannaeyjar þarna lengst úti á hafi...

Hva, bara einn tindur eftir... en við fengum okkur smá nesti í þriðja sinn í ferðinni enda langur dagur að baki...

Dimma bræðir alla og fékk fullt að borða hjá Siggu Rósu :-)

Vinkonurnar Ásta Guðrún og Ástríður... ötulir göngumenn sem eiga eftir að rúlla Öræfajökulsgöngunni upp :-)

Það var komið að Vífilsfellið inn um bakdyrnar...

Farið hér nokkrum sinnum um áður um Vífilfellshlíðina að vestan...

... en við þurftum samt aðeins að leita að réttu leiðinni...

 

... í vetrarfærinu sem óðum gaf eftir í sólinni...

... en svo var þetta greið leið um kunnugar slóðir...

... í fínu færi... sjá tunglið á lofti...

... og létt brölt sem var ágætis mýking á vöðvunum sem höfðu arkað kílómetrunum saman...

Gaman að vera þarna í vetrarfæri og björtu veðri...

Litið til baka...

Síðasta brekka dagsins...

Klettahaftið vel fært í snjósköflunum...

... og slóðinn troðinn eftir mikla umferð á þetta fjall
sem er líklegast fjórða vinsælasta göngufjallið á eftir Esjunni, Helgafelli í Hafnarfirði og Úlfarsfelli...

Útsýnið þegar fyrsti maður var kominn upp á austurbrúnir Vífilsfells...

Frá þessari brún...

Ekkert mál að klöngrast þarna upp...

... og kaðlakaflinn allur á kafi í snjó líka...

Magnaðar suðurbrúnir Vífilsfells...

Loksins vorum við þarna uppi í góðu skyggni en formlegar göngur á þetta fjall í klúbbnum hafa alltaf verið í þoku á tindinum
nema um hafi verið að ræða aukaferðir án þjálfara :-)

Skrifað í gestabókina eftir flottan dag...

Og eina hópmynd svona í lokin af síðasta tindi dagsins og þeirri sögulegu stund að fá loksins að njóta útsýnis Vífilsfells...

Sjá gönguleiðina í heild hér ofan af Vífilsfelli - síðasta tindi dagins: Gengið frá tindinum efst á mynd lengst í fjarska hægra megin við miðju, eftir öllum hvítu tindunum efst á mynd að þeim hæsta vinstra megin... þaðan aðeins til baka góða leið niður í Draumadali og yfir á Bláfjallahnúkana hægra megin á mynd og eftir þeim öllum hér nær fyrir miðri mynd yfir á Vífilsfellið þaðan sem myndin er tekin og farið loks niður hefðbundna leið að malarveginum norðan megin.

Nú var bara eftir að ganga niður að bílunum...

... og við fórum þetta rösklega...

Kominn kaldur vindur aftur á okkur í lok dags...

... og sólinni tekið að halla...

Góð leið niður þó troðinn slóðinn væri stundum verri en ótroðnar slóðir dagsins...

Hengillinn með Vörðuskeggja vinkandi yfir hraunið...

Esjan sem nú var friðsæl enda lagaðist veðrið er leið á daginn...

Eini háli kaflinn niður af Vífilsfellið... harður skafl en troðin sporin dugðu...

Falleg fjallasýn til norðurs ennþá...

... og ansi ljúft að fá að fara bara niður...

Litið til baka með himininn enn svo fagran og átti bara eftir að verða litríkari og magnaðri...

... enda leið að sólsetri og litirnir urðu smám saman sterkari...

Malarsvæðið orðið ansi stórt...

Komin niður á veg...

Vífilsfellsöxlin norðan megin þar sem við gengum óhefðbundna leið upp fyrir tveimur árum eða svo
og enduðum í hörðum snjósköflum á miðri leið sem reyndi vel á suma...

Komin niður eftir 17,3 km á 7:45 - 7:55 klst. upp í hæst 712 m mælda hæð með alls hækkun upp á 1.207 og lækkun 1.490 m þar sem lagt var af stað í 524 m hæð efst á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og endað við malarveginn undir Vífilsfelli í 204...

Allir himinlifandi með ansi flottan dag á fjöllum...

... og við tók akstur upp í Suðurgil Bláfjalla að ná í bílana sem þar voru skildir eftir í byrjun göngunnar...

... þar sem fjöll dagsins skörtuðu sínu fegursta í sólarlaginu...

... og kvöddu okkur með virktum...

... þarna fórum við upp hægra megin um morguninn í rökkrinu...

... og gengum eftir þessum fjöllum öllum til norðurs...

... og um Draumadalina yfir á Vífilsfellið...

Rauðuhnúkar sem við verðum að ganga næst í meiri birtu...

Vífilsfellið þarna lengst í norðri þar sem við keyrðum nú eftir endilangri gönguleið dagsins...

Gönguleið dagsins í heild...

Fyrri hlutinn frá Suðurgili um Bláfjallahrygginn allan með viðkomu á Bláfjallahorni sem er hæsti tindurinn og svo Hákolli
sem er eini nefndti tindurinn á leiðinni eftir hryggnum...

Síðari hlutinn frá Bláfjallahryggnum um Draumadali um Bláfjallahnúka og yfir á Vífilsfell og þar niður að bílunum sen sjá má hvað leiðin hefur lengst við að búið er að loka námaveginum... við enduðum á punktinum "VífilsfellBNyi".

Mögnuð ferð
sem skartaði öllu því fegursta sem íslensk fjöll hafa upp á að bjóða...
snæviþaktan fjallasal, ferska gönguslóð, alpakennt útsýni, krefjandi hækkanir og lækkanir...
gullna vetrarsól, kyngimagnaða sólarupprás... og langan og strangan göngudag
sem skilaði okkur öllum úrvinda til byggða en alsælum :-)

Allar ljósmyndir þjálfara í ferðinni - rúmlega 800 stykki sem segir allt um landslagið og veðrið þennan dag !:
https://picasaweb.google.com/104852899400896203617/Blafjallahryggur080214?noredirect=1#

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir