Tindferð 100 - Búrfell í Þjórsárdal með jólagleði að Álfasteini
helgina 22. -24. nóvember 2013

Sindrandi jólagleði
á notalegri göngu um Búrfell í Þjórsárdal
og eldheitri jólaskemmtun að Álfasteini

Yndisleg jólagleðihelgi er að baki okkar 22. - 24. nóvember... sem hófst með eldfjörugri kvöldmáltíð að Álfasteini föstudagskveldið 22. nóvember þar sem kjúklingur fyllti vel á vöðvana fyrr fjallgöngu morgundagsins... þar sem menn mættu að austan og vestan við Skeiða- og Gnúpverjaafleggjara fyrir níu í myrkri en með glóðina á himni... glóð sem gaf okkur magnaðri sólarupprás bak við Heklu og Búrfell á akstursleiðinni meðfram Þjórsá að fjallsrótum Búrfells... og gleymist aldrei...

Mættir voru alls 32 með jólafjallamúnderínguna á hreinu...

Efri: Gylfi, Jón, Roar, Ingi, Halldóra Á., Guðmundur Jón, Heiðrún, Örn, Margrét, Steinunn Sn., Jóhann Ísfeld, Arna, Aðalheiður St., Heimir, Sigga Sig., Guðmundur Víðir, Lilja Sesselja og Lilja H.
Neðri: Svala, Jóhanna Fríða, Súsanna, Vallý, Helga Edwald, Helga Bj., Stefán A., Katrín Kj., Valla, Aðalheiður E., Áslaug, Gerður Jens., Irma og Ágúst en Bára tók mynd.

Gengið var frá veginum sunnan við Búrfellsvirkjun og farið fyrst yfir affallssprænurnar frá virkjuninni að fjallsbungunum við stóra gilið norðvestan megin í fjallinu, svokallaðri Skál.

Jarðvegurinn helfrosinn eftir miklar umhleypingar síðustu viku þar sem allt fór á kaf í snjó fyrir viku síðan eftir rigningarsudda þar á undan... en svo  rigndi aftur endalaust... og svo snjóaði og fraus... rigndi og nú var aftur komið frost sólarhringinn á undan okkar göngu... sem þýddi að rennblautur jarðvegurinn var með frosnara móti í öllum þessum undangengnum raka...

...svo einföldustu skriður og brekkur voru skyndilega smá mál... þetta var færi sem við hefðum aldrei getað komist upp né niður um gilin í...
né farið brattar brekkur upp um... og því var landslag Búrfellsins norðvestan megin ansi heppilegt...

Tunglið vakti yfir okkur... og við vorum enn að jafna okkur á litadýrðinni sem dagrenningin gaf okkur á akstursleiðinni upp eftir...
þar sem sólin reis bak við Heklu og Búrfellið sjálft... og verður okkur algerlega ógleymanlegt um ókomna tíð...

Jóhann Ísfeld, veiðimaður fann frosna stökka sveppi... en við þorðum ekki að fá okkur "harðsvepp" :-)

Gullfallegir ísfossar skreyttu fyrsta hluta gönguleiðarinnar og afvegaleiddu snarlega fagurkera hópsins...

Jólastemmningin í algleymi þar sem menn mættu í alls kyns jólamúnderíngu...
og sumir búnir að prjóna sér jólapils með heimagerðum dúllum og allt saman eins og Lilja Sesselja...

... og The Pink Laydies tóku bleika þemað sitt (sem átti að vera á Siglóferðinni sem aflýstist vegna veðurs í október) lengra en nokkru sinni...
voru bleikar inn að beini... sérmerktar frá bíl að bústað... allt frá göngufötum að skemmtiatriðum...

Fínasta leið upp með Skálinni...

... og eins gott að leiðin var aflíðandi í þessum helfrosna jarðvegi...

Bleikurnar alveg í stíl við bleikan og ljósbláan litinn þennan árstímann...

Tær fjallasýn í frostinu...

... og birtan einstök...

Litið til baka á leið upp með Skálinni með Þjórsánna og fjalllendið vestan hennar í baksýn...
verðum að ganga á þetta Hagafjall þarna á leiðinni meðfram ánni einn daginn...

Komum okkur yfir ánna efst í gljúfrinu...

Hér tók Ágúst flotta hópmynd sem bar við himinn en þotuskýin voru einstaklega falleg þennan dag...

Jólasveinarnir voru sannarlega á ferðinni á Búrfelli þennan dag...

... og nutu hvers skrefs...

Til suðurs var farið meðfram minna gili....

Sjá Bjarnarlón Búrfellsins í baksýn...
...lónið sem við áttum eftir að ganga meðfram áður en degi lauk...

Landslag Búrfells er ansi víðfemt...

Færið enn saklaust og vel fært án brodda...

... en um leið og það hallaði meira fæti varð færið hart og illfært án broddanna...

Þetta var með notalegustu göngum... spjallað út í eitt...

... og varla að maður tæki eftir því að vera í miðri fjallgöngu...

Hálendið á Dómadalsleið óskaplega fallegt og lokkaði augun stanslaust til austurs...

Augnablikin voru mörg fögur þennan dag...

Ágúst fékk menn til að gera ólíklegustu hluti fyrir sig á fjalli með myndavélina á lofti... meira að segja fararstjórann...

Það var varla möguleiki að ganga þennan síðasta kafla klakklaust nema á hálkubroddunum...

... saklausustu skaflar orðnir veruleg hindrun...

Tindurinn kominn í ljós og sólin handan við hann...

Uppi á brúnnum var tunglið kvatt og sólinni heilsað...

... og við gengum í átt til sólar á hæsta tind...

Heklan böðuð birtunni tandurhrein og sparibúin fyrir jólin...

Hvílík fjallasýn... allir fallegu hnúkar Löðmundar geisluðu í vetrarsólinni...

Svellað alla leið...

Þessi dásamlegi blái litur...

Helgurarnar tvær... Björns og Edwald sem aldrei klikka á gleðinni og jákvæðninni...

Uppi var mastrið þar sem vefmyndavélin af Heklu er og hefur oft gefið okkur góða sýn á eldfjallið....

Fegurðin... frostið... snjórinn... sólin... minnti okkur á kyngimagnaða jólagönguna á Þríhyrning tveimur árum áður...
http://www.youtube.com/watch?v=AtFbXDT7TCU

... það er engu líkt að ganga á fjall í fallegu veðri á þessum dimmasta tíma ársins...

Myndatökumenn dagsins vissu ekki í hvaða átt þeir áttu að mynda...

... og gleymdu sér við að mynda fegurðina nær og fjær...

Við fengum okkur nesti í algeru logni og ótrúlega hlýrri vetrarsólinni með magnaða sýn á Heklu í allri sinni skýlausu dýrð...
að ekki sé talað um Suðurlandið allt...

Lilja Sesselja var alveg með þetta... pilsið og gleraugun... svona á að gera þetta :-)

Bleikurnar skáluðu auðvitað á toppnum og breiddu út hlátur-fagnaðarerindið sem aldrei fyrr...

Jú, við vildum klára alla "tinda" Búrfellsins og stefndum á þann syðsta eftir nestispásuna...

... í hvílíku kæruleysi með hvað tímanum leið að það var yndislegt :-)

Jú, þetta var ansi líkt Þríhyrningi þarna um árið... enda reis hann þarna í suðri beint undir sólinni...

Hér greiddist ansi vel úr hópnum...

... og menn gleymdu sér í gangandi fjallasólbaði...

Ferskur snjórinn skafinn um alla hjalla...

Þetta var sannarlega dýrðarinnar dagur...

Hér bauð Búrfellið upp á sérstaka listasýningu frosts og funa...

... þar sem seitlandi droparnir runnu niður bak við klakann sem smám saman gaf undan sólarhitanum...

... og fangaði fagurkerana alla...

... sem hafa með tímanum þróað einstaka næmni fyrir fegurðinni á fjöllum í sinni smæstu mynd í þessum klúbbi...

...svo staldrað er við hvern stein og dropa á leið okkar um fjöll og firnindi...

Syðsti tindur Búrfells...

... var næstur á dagskrá...

... og aftur gengum við inn í sólina á tindinn...

Einstakt augnablik sem án efa vermdi hjarta og sál meira en margt annað manngert getur nokkurn tíma gert...

Litið til baka með mastrið á nyrðri tindinum... nokkrar bungur þarna efst á Búrfelli...

Hvílík gæfa að hafa svona félaga á fjöllum...

Langir voru skuggarnir í vetrarsólinni sem tóku vel á móti síðustu mönnum upp á tind....

... og runnu smám saman í eitt á toppnum...

Nú sáum við Suðurlandið allt fyrir fótum okkar og gáfum okkur góðan tíma til að njóta...
á meðan þjálfari tók sérmyndir af öllum leiðangursmönnum þennan dag og hafði byrjað á nyrðri tindinum:

The Pink Ladies slógu allt út í bleika þemanu sínu og óbilandi gleðinni alla helgina...
Súsanna, Jóhanna Fríða, Helga Edwald og Svala... gleðigjafar með flottasta stæl ever... :-)

Gylfi og Lilja Sesselja.

Nýjustu félagar klúbbsins... þær Arna, Lilja H. og Margrét gáfu göngugleðitón af slíkri fagmennsku
að það er ekki hægt að kalla þær nýliða lengur... ;-)

Sigga Sig og Heimir.

Valla og Jón Nepalfarar...

Guðmundur Jón og Katrín Nepalfarar...

Jóhann Ísfeld og Steinunn Nepalfarar...

Aðalheiðurnar tvær... Eiríks vinstra megin Nepalfari... og Steinars hægra megin hennar Jóhönnu Karlottu...

 Helga Björns og Gerður.

Áslaug, Vallý og Irma.

Gylfi og Guðmundur Víðir.

Halldóra og Roar.

Helga Björns, Stefán og Vallý... voru í afturgöngubílnum sem alltaf kemur aftur... :-)

Ingi og Heiðrún Nepalfarar.

... og Ágúst sjálfur óborganlegi gestgjafinn okkar þessa helgi...

Jólahópmynd ársins:

Efst: Ágúst, Arna, Margrét, Örn, Lilja H., Steinunn Sn., Jóhann Ísfeld, Aðalheiður St., Guðmundur Jón, Heiðrún, Ingi, Valla. Jón, Aðalheiður E., Roar, Gylfi, Miðjunni: Halldóra Á., Guðmundur Víðir.
Sigga Sig., Heiðir, Vallý, Katrín Kj., Áslaug, Irma, Lilja Sesselja, Helga Bj., Gerður.
Neðst: Svala, Stefán A., Súsanna, Jóhanna Fríða, Helga E.

Til baka var snúið frá sólinni...

... og upplýst dýrðarinnar fjallasýnin skreytti bakaleiðina alla...

Við afvegaleiddumst ekkert síður á leið til baka...

... og vorum lengi að koma okkur af hæstu tindum...

Ágúst vinkaði vefmyndavélinni sem Gylfi hélt jafnvel að hægt væri að fletta upp í aftur í tímann...

Auðnin og tær sýnin aldrei skýrari en yfir vetrartímann með snjóinn yfir öllu...

Heklan sú heita gaf dulmagnaða nálægð sem togaði mann sífellt til sín...

Hátíðleikinn leyndi sér ekki...

Sólin var tekin að lækka aftur á lofti... fór sláandi lítið á loft...

Kristaltærleiki alla leið upp að Löðmundi og fjallabaki...

Hér tók Ágúst magnaða mynd af tvöföldum kossi á tindi...

... frá betra sjónarhorni en á þessari mynd:

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10202388347180243&set=a.10202381247682760.1073741883.1539905831

Svellhálkan sést vel hér... við skildum vel hvers vegna fólk lenti í sjálfheldi á Laugarvatnsfjalli síðar þennan dag svo kalla þurfti út björgunarsveitir skv. fréttunum... það var ekki mögulegt að komast klakklaust um nema á broddum...

Þríhyrningur kvaddi undir sólinni...

Brátt leiddi vegurinn okkur beinustu leið niður...

... og við létum segjast að fara bara svellið á broddunum...

Litirnir svo hlýir og svo kaldir...

... og stemmningin eftir því...

... hláturinn á lofti sem aldrei fyrr...

Gönguleiðin okkar í næstu jólagleðigöngu árið 2014...
...einhver hátíðleg útgáfa af fyrsta hluta Hellismannaleiðar frá Rjúpnavöllum að Rangárbotnum við Heklurætur...
Eitthvað togar þessi svarti gígur í okkur... Litla Hekla... og Næfurholtsfjöll og...

Tindarnir kvaddir með lækkandi sól...

Hópurinn þéttur með þessa óþekku jólasveina hlaupandi skríkjandi út um allt...

Öll heimsins vandamál leyst á spjallinu...

... og nærveran var þéttari en oft áður í þessu blankalogni og kyrrð sem þarna var á fjalli allan daginn...
...meira eins og að ganga um inni á listasafni en á úti á fjalli...

Leiðin niður austan með Skálinni þar sem við komum upp...

Já, þeir voru ærslafullir þessir jólasveinar...

... og Ágúst ljósmyndari fékk þá út í alls kyns fíflagang...

... sem var þessi virði því myndir hans voru ansi smartar:
https://www.facebook.com/agust.runarsson/media_set?set=a.10202381247682760.1073741883.1539905831&type=3

Himininn hélt áfram að sýna sín listaverk ofan okkar...

Jebb... það var allt frosið !

... og vegurinn verstur en broddarnir sönnuðu gildi sitt vel þennan dag...

Rökkrið kom smám saman er leið á daginn...

... og fegurðin breyttist stöðugt...

Hér hefðum við getað farið niður þéttar brekkurnar niður í bílana norðan í Skál...

...en þjálfarar vildu endilega fara hringleið um fjallið og koma við hjá lóninu...

...og einhverjir stungu upp á að fara að jarðgöngunum utan í hlíðinni norðan megin...

... jú, og veðrið svo gott að enginn var tilbúinn til að fara strax í bílana...

... svo við héldum áfram til norðurs eftir veginum...

... létta og aflíðandi leið...

... með sólina í bakið...

... og fegurð í hverju augnabliki...

Gengum heldur langt niður eftir...

... en svo var það heppilegt...

... því færið var ekki gott í hliðarhalla...

Við lónið var drykkjarpása hjá síðustu mönnum...

... þar sem kátínan réð ríkjum...

... og hlátrasköllin glumdu um Búrfellið allt...

Já, það átti að klára þessa tvo orkudrykki sem í boði voru...

... og svo svifu menn í tómu kæruleysi síðasta kaflann með lóninu og affallsstíflunni...

... sem var ansi fróðlegt að skoða...

Sólarlagið gullið í suðsuðvestri...

Affallsstíflan...

... með klökum um allt...

Fjall dagsins... loksins komumst við á Búrfell... sem alls staðar blasir við á Suðurlandi en enginn okkar hafði komið í verk að ganga á...
verðum að fara upp þessi gil suðvestan megin að sumarlagi einn daginn...

Sólarlagið dáleiddi okkur stöðugt síðasta klukkutímann...

...  og gaf enn eina útgáfuna af ólýsanlegri fegurð sem eingöngu fæst í óbyggðunum á þessum dimmasta árstíma...

... sem veldur því að ef menn komast einu sinni á bragðið þá togar hann mann til sín á fjall á hverjum hávetri...

Gengið var eftir veginum utan í Sámsstaðamúla? sem svo má heitir.

Göngin sem voru svo bara ekkert nema myrkur...

Síðasti kaflinn niður með veginum...

Öftustu menn styttu sér leið gegnum skóginn að bílunum...

... þar sem trén vermdu sér á síðustu geislunum...

... áður en sólin hvarf bak við skýjabreiðuna sem hafði smám saman lagst yfir allt er leið að kveldi
enda átti veðrið að versna er leið á kvöldið...
...þessi laugardagur var enn einn veðurglugginn okkar á árinu milli stríða...

Meira að segja bílaljósin voru jólaleg :-)

Gangan í heild á korti... sjá hvernig við tókum langan krók í bakaleiðinni niður suðaustan megin að lóninu og að stíflunni og niður með hlíðinni... mjög skemmtilegur útúrdúr þó á vegi hafi verið að mestu :-)

Alls 14,7 km (13,2 km þeir sem styttu gegnum skóginn) á 5:57 klst. eða svo upp í 688 m hæð
með 765 m hækkun alls miðað við 139 m upphafshæð.

Bleiki bíllinn var skreyttur alla leið...

Hvílík útfærsla...
lgerir snillingar hér á mynd með gististjóranum sínum sem hafði aldrei áður haft upplýst bleikt útihús á landinu sínu :-)


Mynd að láni frá Ágústi af fésbók - takk Ágúst minn!

Sjá húsið hér !

Meira að segja tónlistin var bleik og stelpuleg... og kom sér vel síðar um kvöldið...

Akstursleiðin til baka í sólarlaginu var gædd sömu töfrum og akstursleiðin um morguninn í sólarupprásinni og svo vetrarsólinni á fjalli...
engar myndir fanga þessa fegurð sem menn töluðu um dögum saman eftir gönguna...

Í byggð tók heiti potturinn á Hellu við lúnum göngumönnum...

... og Bleikurnar klikkuðu ekki á þemanu sínu þó komið væri í sund :-)

... já, meira að segja myndavélin tók sína syrpu þegar tekin var mynd af Pink Ladies í sundi ;-)

Álfasteinn beið okkar jólalegur og hlýlegur af stakri snilld Ágústar...

Jólaskapið kom sannarlega þessa helgi...

Jólahlaðborð... þar sem hver kom með sitt á borðið var með ólíkindum flott...

Ævintýralega ljúffengir forréttir...

Aðalréttir sem áttu sér þvílíka sögu sumir... víðförult hangikjöt alla leið frá Vestfjörðum, Hornströndum og Skaganum...

Eftirréttir og heimagert konfekt og sælgæti...

... með kaffi og Brandý...

Yndisleg kvöldstund með "bestasta fólki í heimi"...

.. þar sem gestgjafinn bauð okkur velkomin með fallegri ræðu...

... og óborganleg skemmtiatriði tóku við...

...þar sem Bleikurnar héldu uppteknum hætti með snilldartöktum sínum...

... sem festust eitthvað á mynd...

... og klikktu út með bleikum gjöfum til Guðmundar Víðis (heimaprjónaður bjórvettlingur) og Ágústar (heimaprjónaðar sjósundbuxur)
en þeir félagar bættust upphaflega við sem herbergisfélagar þeirra í Siglufjarðarferðinni sem aldrei varð...

Á milli þeirra er Jóhanna Sjóhanna sjósundskona í heimaprónuðum sjósundsfötum
sem eiga eflaust eftir að koma við sögu á næsta vatna-gönguári Toppfara... :-)

Ingi og Heiðrún slógu ekki síður í gegn með skemmtiatriðum sem fóru alla leið...

... og nýjum æsispennandi búningaleik úr smiðju þeirra hjóna sem var tær snilld...

Vallý skálaði fyrir Ágústi gestgjafa og færði honum fallega gjöf...


Mynd að láni frá Ágústi af fésbók - takk Ágúst minn!

... og Johnny Walker leit auðvitað við... og fleira....


Mynd að láni frá Ágústi af fésbók - takk Ágúst minn!

... og svo var dansað og eldhúspartýjast fram eftir öllu...


Mynd að láni frá Ágústi - takk Ágúst minn :-)

Elsku vinir... það eru forréttindi að ganga með ykkur og njóta gleðinnar sem af þessum hópi stafar öllum stundum... finna gáskann, samheldnina og vináttuna sem gerir svona helgi að dýrmætum perlum sem skína í minningunni um ókomna tíð...  Haf þökk allir sem einn... fyrir mergjuð skemmtiatriði, dásamlegan mat, falleg orð, hlýlegar samræður, dansisprell og allt... og sérstaklega elsku Ágúst fyrir að gefa okkur tækifæri til að eiga svona helgi saman í sunnlensku sveitinni á aðventunni...

Alla myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T100BurfellJorsardal231113#

... og magnaðar myndir leiðangursmanna á fésbók og myndasíðum þeirra :-)

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir