Tindferð 102- Fjallasalur Gufudals; Tindar, Kló, Álútur og Botnahnúkur
laugardaginn 1. febrúar 2014


Fjúkandi um fjallasal Gufudals
Tindar - Kló - Álútur - Botnafjall
... þar sem vel tókst að næla í fjóra flotta tinda milli hviða...


Vindurinn náðist hér á mynd... Doddi að löngrast upp á efsta hnúk á Tindum !

21 Toppfari mættu í Gufudalinn laugardaginn 1. febrúar þrátt fyrir vindasama veðurspá...
...þar sem skíðagleraugu urðu
næstum því mikilvægari búnaður en broddakeðjurna en allt annað var með okkur...
úrkomulaust, háskýjað gott skyggni og útsýni, mjúkt og öruggt færi...
nokkrar gráður yfir frostmarki og fremur stutt og tæknilega létt gönguleið...

Lagt var af stað kl. 8:49 þar sem aksturinn var stuttur í Hveragerði svo dagurinn nýttist mjög vel :-)
... og Tindar voru fyrsta takmark dagsins... svipmiklir í mynni Gufudals þó rökkrið væri enn við lýði...

Litið til baka að Hveragerði þar sem ljósin lýstu upp morgunskímuna...

Dimma og Drífa voru ferfætlingar dagsins...
báðar þaulvanar Toppfaragöngum og virtust ekkert hissa á þessum þvælingi í rokinu...

Farið var upp vestan megin á Tinda... hryggurinn flottur frá norðri til suðurs og greiðfær leið eingöngu norðan eða vestan megin...

En samt bratt aðeins síðasta kaflann en færið með besta móti og við fórum ekki í broddakeðjurnar fyrr en á niðurleið síðar um daginn...

Hryggur Tinda sem er viðfeðmt fjall sem skilur að Grænsdal og Gufudal yzt og er margtindótt en við gengum á þann hæsta sem rís ofan við Gufudalinn...

Myndaskilyrði ekki orðin góð í morgunrökkrinu...

Að komast upp a hrygginn... rokið var talsvert þarna uppi en skjól var niðri í dalnum...

Flottur þessi hryggur og gaman að ganga hann einn daginn í kvöldgöngu eins og áætlanir gera ráð fyrir :-)

Fyrsta hópmynd dagsins... hefði betur verið tekin á myndavél Arnarins og þá með flassi:

Anton, Maggi, Dóra, Nonni, Doddi, Njáll, Örn, Arna, Guðrún Helga, Ásta Guðrún, Guðmundur, Arnar, Katrín Kj., Hjölli, Sjöfn, Kristján, Súsanna, Irma, Lilja Sesselja og Ósk en Bára tók mynd.

Góð blanda af mjög vönum og tryggum tindferðalöngum og svo frekar háu hlutfalli af nýjum eða nýlegum félögum
í bland við frekar hátt hlutfall af sjaldséðum hröfnum :-)

Þá var að klöngrast upp á efst tind...
í hávaðarokinu sem þarna buldi svo fara þurfri varlega enda ekki æskilegt að klöngrast í klettum í svona vindi
og því var gott að þetta var eini slíki kaflinn á þessari leið...

Doddi hér á klöngrast upp á hæsta tind Tinda í 263 m hæð en hann er einn nokkurra nýliða frá í haust sem mætt hafa mjög vel í ekki bara æfingar heldur líka tindferðir enda kominn í Nepal-leiðangurinn :-)

Nýliðar dagsins sem voru að fara í sína fyrstu tindferð voru annars Maggi, bróðir Dodda, Sjöfn og Kristján og Maggi en þau hafa mætt nánast 100% frá skráningu í klúbbinn... og svo var Njáll sem einnig er nýlegur að mæta í sína aðra tindferð en Sveifluhálsinn fyrir þremur vikum var hans fyrsta ganga með hópnum svo það er elja í nýliðum hópsins þessar vikurnar :-)

Ásta Guðrún, Kristján og Guðmundur að komast á efsta tind...

Litið inn eftir hryggnum sem var öruggur eftir þennan hluta...

Örn passaði menn á tæpasta staðnum...

Við vorum komin í fjallasal Gufudals sem var svona vel varðaður af Tindum... Álútur hér með öllum litlu keilunum sínum allt í kring... og er sko kominn á dagskrá á þriðjudagskveldi 2015 að hásumri... það kvöld kemur fyrr en varir af fenginni reynslu... maður er ekki fyrr búinn að segja að það verður gaman að koma hérna aftur eftir eitt og hálft ár að sumri til... en að því kemur :-)

Gengið var inn eftir Tindum í átt að Klóarfjalli sem er fyrirferðamest á þessu svæði og við mændum á neðan úr Grænsdal í fyrra...
Framundan hér vinstra megin á mynd, ílangt og margtindótt... hægra megin nafnlausir tindar á leið að Álúti út af mynd.

Litið til baka á eina af bungum Tinda...

Klóarfjall framundan en þarna leituðum við að skjóli fyrir hvassri norðaustan áttinni sem lét öllum illum látum ef ekkert var skjólið...

Litið til austurs að Álúti... sem skreytir sig með slottum keilulaga tindi að vestan... en sést hér betur hvernig rennur saman við meginlandið... eiginlegar eru þetta þrír tindar en Álútur sjálfur langhæstur.

Klóarfjallið allt... hvar ætli Kló-in sjálf sé ?

Fínasti nestisstaður utan í lítríkum brekkum sem eflaust njóta sín betur í glampandi sumarsól...
Dalafell í fjarska og Grænsdalur þarna niðri...

Irma, Ásta Guðrún og Súsanna... fjallakonur sem allt hafa reynt með okkur...

Arnar, Nonni, Guðrún Helga, Dóra, Kristján, Sjöfn, Arna og Njáll...
vonandi eigum við eftir að sjá þetta yndislega fólk í hverri tindferðinni á fætur annarri í ár :-)

Doddi, Maggi, Anton, Arnar og Guðrún Helga... allt Nepal-farar nema Maggi sem var að mæta í sína aðra göngu með hópnum og ekkert hik þar á bæ... enda eina leiðin til að verða góður á fjöllum... bara mæta og láta sig hafa það þó hann blási :-)

Eftir nesti var haldið upp þéttar brekkur Klóarinnar... Grænsdalur hægra megin, Tindar á milli og Gufudalur vinstra megin.
Hellisheiðin fjærst.

Hiti í jörðu á stöku stað, litir um allt...

... og mýrarrauði...

... sem bræddo mjúkan snjóinn...

Klóin sjálf sem mældist hæst 461 m...

Litið til baka af nösinni á fremstu menn að koma sér upp...

Gufudalur í allri sinni dýrð með Tinda hægra megin og Botnafjallið allt vinstra megin.
Álútur í hvarfi vinstra megin og mynd tekin ofan af Klónni...

Örninn sestur á Klónna...

Eftir Klóarfjalli gengið við til austurs móti vindi sem var ansi hvass þarna... en þó aldrei eins hvass og þegar hann hefur verið verstur í okkar göngum... ansi oft verið hvassari... en við erum einhvern veginn hætt að lenda í slíkum veðrum... kannski farin að sniðganga þau aðeins of mikið?

Ótrúlega háskýjað í þessum vindi þennan dag... Botnssúlurnar allar, Búrfellið og Þingvallafjöllin sáust í fjarska milli Kyllisfells og Hrómundartinds...

Litið til baka ofan af Klóarfjalli með Botnafjall vinstra megin, Gufudal, Tinda og svo Grænsdal með Dalafellið varðað lengst til hægri.

Já, og svo má ekki sleppa flottri sýninni yfir á Skálafell á Hellisheiði sem var eins og hvít stríta...
minnti á Strút í Borgarfirði...

Klettótt landslag og forvitnilegt að fara hér um að sumri til...

Til austurs var bjartara þegar upp var komið... og litirnir á himni mergjaðir þó ekki náðist það vel á mynd...

Komin á efst tind Klóarfjalls þar sem leitað var skjóls við einn klettinn... ekki mikið hægt að spjalla eða njóta í svona vindi og meira bara gengið og leitað að griðastað meðan við vorum svona hátt uppi á heiðinni...

Hópurinn séður frá hæsta tindi með hálendisfjöllin öll við Langjökul í fjarska en það var ótrúlega víðsýnt ofan af fjöllum dagsins þó ekki væru þó há í metrum talið...

Sýnin til austurs... þangað sem við ætluðum... inn á ísbreiðuna í átt að Álúti sem var tindur þrjú af fjögur þennan dag...

Jebb, þarna var Álútur hæstur þennan dag... og Botnafjall hægra megin...

Gufudalur sem við hringuðum vel þennan dag... Tindar - margtindótta fjallið hægra megin...

Ísbreiðan rann saman við úfinn skýjaðan himininn...

Net tið að veiða vindinn:

Flýjandi djúpfiski
hlaðið glæru ljósi
einskis.

Sólvængjuð hringvötn
búin holspeglun
fjóðrviðra drauma.

Týnd spor
undir kvöldsnjó
efans.

Net til að veiða vindinn:

Eins og svefnhiminn
lagður blysmöskvum
veiðir guð.

Steinn Steinarr, Tíminn og vatnið, gefið út hjá Helgafelli árið 1948, endurútgefið 1998.
Níunda erindi ljóðsins sem mun fylgja okkur í tindferðunum út árið.

Skafrenningurinn talsverðurn á þessum kafla og flestir voru komnir með skíðagleraugun upp...

Dimma og Drífa skoppuðu bara áfram eins og ekkert væri og voru alveg til í að taka vindinn...
ótrúlega fótvissar :-)

Bláminn til austurs móti sól...

Áð til að þétta hópinn en við héldum vel hópinn í þessu veðri... og reyndum að tala eitthvað saman :-)

Skafrenningur og snjófjúk...

... náðust flottar myndir af veðrinu...

... tærleiki vetrarferðanna er ómetanlegur...

Sjá broddakeðjurnar hjá aftasta manni, Njáli... hvernig þær kastast til undan norðaustanáttinni...

Litið til baka á hópinn að týnast inn...

Fjallasýnin til austurs á Heklu og félaga var mögnuð en sést lítið á mynd...

Álútur framundan hægra megin... ávalur var hann frá þessari leið...

Ingólfsfjall... gaman að sjá svona ofan á það baksviðsmegin :-)

Álútur er eina fjall dagsins sem maður getur lesið eitthvað um af fyrri göngum manna á veraldarvefnum
en menn eru klárlega að ganga á Tinda enda stutt frá byggð og örugglega Botnafjall en klóarfjall líklega sjaldgengnast enda innst í dalnum...

Litið til baka ofan af Álút á hópinn að týnast inn... fjallasýnin kringum Þingvallavatn í fjarska...

Öftustu mennr að skila sér inn á Álút...

Tindur Álúts í 508 m mældri hæð en hann er sagður um 481 eða 485 m hár... spurning...

Ástæðan fyrir skráðum göngum á Álút á veraldarvefnum...
*hann er hluti af skipulögðum gönguleiðum um svæðið frá reykjadal og eins frá Úlfljótsvatni...

Þarna var vindurinn einna mestur...

... en við tókum samt hópmynd á hæsta punkti dagsins:

Ósk, Ásta Guðrún, ,Guðmundur, Njáll, Arnar, Lilja Sesselja, Hjölli, Maggi, Örn, Sjöfn, Anton.
Dóra, Drífa, Irma, Katrín, Arna, Nonni, Doddi, Guðrún Helga, Kristján og Bára tók mynd og Dimma var greinilega upptekin :-)

Með himininn eins og listaverk yfir Vestmannaeyjum og Ingólfsfjallið útbreitt í vestri
lögðum við af stað ofan af Álúti á síðasta fjall dagsins, Botnafjall...

Fallegt landslag og útsýni...

Hér varð ansi háldt... vindurinn eirði engu... lítið um lausasnjó og svellað land... en samt þrjóskuðust flestir við þar sem vitað var að með lækkandi hæð yrðum við strax komin í mýkra færi...

Hópurinn að ganga upp á Botnafjall sem er ansi víðfeðmt og kortum ber ekki alveg saman um nafngiftir á þessu svæði... Reykjafell er þarna einhvers staðar sem hluti af fjallgarðinum en uss, allt of mikið af þessum Reykjafellum og í félagsskap fjalla eins og Kló og Álúts bara passar ekki að troða einu Reykjafelli þarna inn :-)

Litið til baka á það sem var að baki... Álútur með sína flottu pýramída og hluti af Klóarfjalli...

Þarna var skásta skjólið á Botnafjalli... hæsti tindur aðeins hærra og lengra inn eftir... en vindurinn slíkur að það var bara ekki stætt á að vera að þvælast það fyrir formlegheitin...

Vestsmannaeyjar úti á hafi í sérstakri birtunni sem þarna var á himni innan um úfin skýin...

Aftasti þjálfarinn skellti sér samt þessa 150 metra sem voru eftir á hæsta tind í rokinu... og náði þessum myndum af Botnahnúk yfir Hveragerðisbæinn sjálfan og undirlendið við Hellisheiðina...

Gufudalur, Tindar, Grænsdalur, Dalafell, Reykjadalur, Hellisheiði, Skálafell og Þrengslafjöllin öll...

Hengilssvæðið allt vítt í fjarska...

Gönguleið dagsins að hluta... Klóarfjall og leiðin að Álúti sem er út af mynd...

Og svo hópurinn að setja á sig broddana og koma sér niður...

Straujað niður í minni vind og skjól... mikið var það gott :-)

Örninn búinn að sjá út þessa flottu leið niður af Botnafjalli þegar við stóðum á Klóarfjalli fyrr um daginn...
en annars var ætlunin að fara niður aflíðandi brekkurnar sem liggja milli Álúts og Botnafjalls en það hefði verið krókur beint á móti vindinum semvar vel þegið að sleppa við :-)

Því þó ekki væru þetta há fjöll þá eru upp- og niðurgönguleiðir t.d. á Botnafjall ekki margar góðar í vetrarfæri...

Fljótt komin í dúndrandi logn þarna... allavega í nokkrar sekúndur í einu :-)

Brekkan góða með Klóarfjall í fjarska...

... og svo Álút og keilurnar hans...

Áfram haldið niður í Gufudalinn í meira skjól...

Já, bara komin í nestisfært veður fyrr en varði...

Dimma fékk að smakka á alls kyns nestiskræsingum...
farin að grána litla skinnið sem eykur á hennar yfirvegaða yfirbragð enda er hún yfirfararstjóri Toppfara :-)

Drífa skvísa fékk líka að smakka alls kyns brauð og álegg... og kunni alveg að heilla menn upp úr skónum :-)

út Gufudal var síðasti leggur dagsins... við vorum hæstánægð með að ná öllum tindum dalsins... því ekki leit þetta vel út í myrkrinu á bílastæðinu í byrjun dags...

Óskaplega falleg leið um Gufudal að sumri til bíður okkar á næsta ári til upprifjunar þá á þessari tindferð...

...því svona staður er ólíkt fegurri í sumarbúningnum þó samt hafi hann verið okkur dásamlega hlýr endir á vetrarríkisbarningnum þarna uppi...

Litið til baka... ansi margar keilurnar... tindarnir kringum Álút séð neðan úr Gufudal...

Litrík fjöll... spriklandi Gufudalsá... heitir hverir... bullandi jarðhiti...

Síðasti kaflinn út úr dalnum...

Hveragerðisbær þarna vinstra megin... "upphleypta" íþróttahús bæjarsins þetta hvíta þarna stóra sem er snilldar-fyrirbæri...

Jú, við urðum að taka smá krók að þessum fallega hver...

... gott að fá smá liti í sig eftir vind og snjó uppi...

Sístækkandi hver skilst manni eftir jarðsjálftana síðustu...



Guðmundur og Katrín.
Dóra, Njáll, Arna, Nonni, Maggi, Arnar, Doddi, Hjölli, Óskm Örn, Lilja Sesselja og Ásta Guðrún.
Súsanna, Kristján, Guðrún Helga, Irma, Sjöfn og Bára tók mynd með Dimmu og Drífu skoppandi þarna einhvers staðar
en á mynd vantar Anton þar sem hann var farinn fyrr niður :-)

Og haldið heim til byggða...

... þar snjórinn vék óðum fyrir hitanum sem var eitt af mörgu okkur í hag þennan dag fyrir utan vindinn...

Smá snjóbrýr yfir gilin...

... magnað að sjá þetta svona á hlið...

Jú, við héldum með vorinu sem var í loftinu þrátt fyrir vindinn...

... enda var sveitin hlýleg og lofandi þegar lent var við golfvöllinn...

Virkilega fallegur staður þarna í Gufudal enda búin að græja eitt stykki golfvöll þarna...

... sem Njáll hefur prófað að leika á...

Alls 12,5 km á 5:30 klst. upp í 508 m hæst með alls hækkun upp á 958 m miðað við 81 m upphafshæð...



Meira að segja gps-tækið hristist  þannig að það skilaði sér á grafið :-)

Fórum flest í heita pottinn í Hveragerði eftir göngu þar sem Súsanna sagði okkur sögur úr sveitinni sinni... og komin í bæinn um kl. 16:30 eða um 15:30 ef menn slepptu pottinum... það er nú alveg hægt að venjast þessum heimkomutíma eftir tindferð... enda eru þjálfarar með þessari göngu og fleirum að gera átak í því að hafa líka styttri tindferðir á allra færi sem vonandi skilar sér í góðri og breiðari mætingu en þessi ganga eins og fleiri hafa sýnt það og sannað að það virðist vel til fundið :-)

Flott ganga í krefjandi vindi
en svipmiklum fjallasal, fallegu útsýni, notalegri stemmningu
og ansi sætum sigri :-)

Allar ljósmyndir þjálfara hér: https://plus.google.com/photos/104852899400896203617/albums/5976534715926317441?banner=pwa
... og frábærar myndir leiðangursmanna á fésbókinni :-)

Aukatindferð á Bláfjallahrygg, Þingvallafjöll og Hvalvatn í farvatninu í vetur ef veður leyfa...
við verðum jú að spýta í lófana og æfa vel fyrir Öræfajökul á þrjá hæstu tinda landsins í lok maí :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir