Tindferð 99 - Litla Baula
laugardaginn 2. nóvember 2013

Hörku vetrarævintýri á Litlu Baulu
... í gullinni vetrarsól í hæsta gæðaflokki
... þar vindur, kuldi og hálka reyndu vel á búnað og styrk leiðangursmanna

Fjöllin bak við Baulu... Litla Baula og Mælifell voru verkefni nóvember-mánaðar hjá Toppförum...

Í þann leiðangur mættu 19 félagar... þar af tveir nýliðar sem voru að fara í sína fyrstu tindferð, þau Doddi og Margrét...
og fengu sannarlega eldkskírn í hæsta gæðaflokki þar sem veturinn sýndi nokkrar af sínum verstu og bestu hliðum...

Gengið var frá bænum Dýrastöðum í Norðurárdal...
sveitinni hennar Soffíu Rósu sem hefur Baulu og litlu systur tignarlegar úti um gluggana á setrinu sínu í dalnum...

Gengið var upp með gljúfri Dýrastaðaár sem kemur m. a. úr iðrum Litlu Baulu...

Ægifagurt á að líta og Baula þarna uppi í snjóþokunni...

Veðurspáin ágæt á þessu svæði en þó von á vindi og kulda... en eins og alltaf skal gera ráð fyrir meiri vindi í fjöllum sem svo varð úr... en hefði alveg getað farið á hinn veginn... orðið líkara því sem var sunnar og á láglendi... en þjálfarar altjent létu slag standa á laugardeginum þó spáin væri betri á sunnudeginu af því fyrrnefndum dagur hentar almennt mun betur til krefjandi fjallgangna með tilheyrandi hvíldardegi á sunnudegi..

Þá féllu þeir og frá vangaveltum um að skipta við tindferðina í desember um fjöllin sunnan Þingvallavatns þar sem spáin var mun bjartari á suðvesturhorni landsins en þarna norðar á miðju vestanverðu landinu... en við sáum á endanum ekki eftir neinu því ævintýrið var þess virði...

Nokkrir tignarlegir fossar skreyta Dýrastaðaá... við nutum nokkurra þeirra og hefðum fengið fleiri í safnið ef við hefðum fylgt ánni alla leið upp eftir... en þjálfarar vildu fara upp með hryggnum til að sneiða framhjá brekkunum innst í dalnum ef ske kynni að þær væri illkleifar í vetrarfæri... en vel skal mælt með leiðinni inn eftir gljúfrinu eins langt og menn komast ef færi leyfir...

Baula var dulúðug allan þennan dag... sýndi sig annaðhvort alltaf  þokúmóða... eða skýjaða að hluta... eins og um stanslausa tískusýningu væri að ræða þennan dag hjá henni... "hey, hvernig fer þessi hvíta gagnsæja blússa mér?.... en þessi bleiki litur mér hérna efst á tindinum...?

Jörð og vatn frosið... en snjórinn aldrei alls ráðandi fyrr en allra efst...

Ekta nóvemberfæri en samt ekki því oft hefur nóvember einkennst af því að hin mikla bleyta frá haustinu nær að frjósa vel í nóvember-kuldanum án þess að snjórinn sé tekinn endanlega við og þannig getur frosin jörð oft verið hið versta göngufæri sbr. Skarðsheiðin í nóvember 2007 o.fl. því þá er betra að hafa bara snjóinn til að leira aðeins með á gönguleiðinni... en þurr október mánuður gaf okkur fínasta færi... frost í jörðu jú bara rétt efst, en það risti ansi grunnt og var fremur snjóföl eða þunnt púðrandi snjólag ofan á þurru grjótinu sem ekki var allt frosið saman...

Stundum var eins og Baula ætlaði algerlega að sveipa af sér snjóhulunni...

... og hryggjarlendur Litlu Baulu létu líka svona...

Frost í jörðu er heill heimur út af fyrir sig...

... og margir snilldar-ljósmyndarar klúbbsins eru ansi lagnir við að fanga þessa fegurð á mynd sbr. fésbókina...

Íshjartan hennar Katrínar...

Hér er það allra fegursta sem menn fundu í jörðinni í þessari ferð...
mögnuð smíð af náttúrunnar hendi og snilld að koma auga á þetta ;-)

Við stefndum nú á suðurhrygg Litlu Baulu með vindinn í fangið... vind sem var kuldalegur þegar við lögðum af stað frá bílunum... og við göntuðumst með að slá þessu bara upp í kæruleysi og fara beint í pottinn og út að borða á Hraunsnefi... en vorum svo búin að gleyma strax og lagt var af stað og menn orðnir heitir og farnir að njóta þess að ganga í fersku fjallaloftinu um brakandi ísilagða jörðina...

Hvergi almennilegt skjól að finna fyrir nestispásu nema þetta litla barð hérna... sem slapp ágætlega...
oft borðað á kuldalegri stöðum en þetta...

Fíflaskapur í hádegismatnum :-)

Áfram upp aflíðandi lendurnar...

Sólin aðeins að kíkja gegnum skýin og sums staðar var himininn alveg blár á stórum kafla...

... en annars staðar fuku úfin grá skýin langt fyrir ofan okkur og létu sólina ekki í friði...

Okkur varð smám saman ljóst að við vorum að ganga inn í hörkuvetrarveður með hverjum hæðarmetranum upp á við...

... en pössuðum okkur bara að skilja aldrei gleðina eftir niðri á láglendinu...
Ágúst hér með tvær af nýrri meðlimum klúbbsins, Margréti og Örnu, sem klikka aldrei á gleðinni :-)

Á miðri leið upp á hálendi Litlu Baulu hittum við tvo rjúpnaveiðimenn sem gengu frá Hvammi... ekki búnir að ná einni einustu rjúpu enda sáum við engar þennan dag... þeir þekktu einhverja í hópnum okkar... afskaplega heimilislegt allt saman... við hefðum alveg eins getað hitt á Jóhann Ísfeld eða Heimi sem báðir voru í veiði á þessum svipuðu slóðum :-)

Smám saman hækkuðum við okkur upp með aflíðandi hryggnum...

... inn í meiri vind og kulda... og minna skyggni...
Þarna réðum við ráðum okkar og ákváðum að líklega myndi Litla Baula vera eini áfangi dagsins að sinni...

Stöku snjóskaflar skemmtu okkur á leiðinni :-)

... en annars var þetta fínasta færi og ekkert broddafæri fyrr en rétt á Litlu Baulartindinum sjálfum...

Við héldum okkur niðri utan í hlíðinni til að forðast vindinn uppi...

... en urðum á endanum að koma okkur upp til að komast á hrygginn inn á tind Litlu Baulu...

Þarna fengum við okkur seinni nestispásuna... í vindi og kulda en kærkominni orkuhleðslu...

Allur búnaður tekinn fram... skíðagleraugu og lambhúshettan, belgvettlingar og hettur...

Við vígbjuggumst vel fyrir lokaáfangann...

Día með allan sinn búnað innibyggðan af náttúrunnar hendi
og það var eins og hún hristi stundum hausinn í furðu sinni á þessum þvælingi samferðamanna sinna :-)


Mynd: Soffía Rósa Gestsdóttir

Við vorum stödd á svipuðum stað og þessum á þessum tímapunkti... mynd fengin að láni frá Soffíu Rósu tekin í betra veðri og skyggni fyrr í vetur þar sem hún komst ekki út á hrygginn á litlu Baulu vegna hálku. Takk fyrir lánið Soffía Rósa mín !

Sjá lendurnar hægra megin sem við hefðum gengið eftir að Mælifelli og svo niður í skarðið við Baulu sjálfa fjær á mynd hægra megin.

Tindurinn var rétt við nestisstaðinn... skagaði út af meginlandinu og gnæfir yfir dalnum...

Þangað út eftir er sæmilega breiður hryggur alla leið...

...ægifagur en við fengum ekkert að njóta þess nema í mikilli nálægð...

Hér blés vindurinn hart og kuldinn beit...

Tignarleg fegurð þarna og sólin að skína gegnum snjókófið...
það var NB engin úrkoma þennan dag... bara snjóþoka frá Holtavörðuheiði undan norðanvindinum...

Ágúst að koma upp á tindinn en hann eins og fleiri ljósmyndarar Toppfara tefst gjarnan við myndatökur :-)

Á tindinum var lítið pláss... varla nóg fyrir okkur öll...
en lengra út eftir hryggnum lækkaði hann aftur og svo tók brattinn við niður í dalinn.


Mynd: Soffía Rósa Gestsdóttir.

Sjá þessa mynd frá Soffíu Rósu af Litlu Baulu tekin í betra veðri og skyggni.
þarna sátum við í kös á efsta tindi... og svo sést hæsti tindur á "meginlandinu" ágætlega hægra megin á mynd.

Hér járnabundust líklega helmingurinn af hópnum en annars var færið öruggt á þessum kafla ef menn voru í góðum skóm...

Snúið við af tindinum... óskaplega falleg leið...

Ágúst síðastur með sólina í suðvestri...

Sjá göngufærið... þunnt íshrönglað snjólag þennan efsta kafla
og hvassir ófrosnir líparítsteinarnir undir sem eru ansi litfagrir að sumri til og minna líklega mest á Móskarðahnúka...

Vindurinn beint í fangið og best að halda hópinn og koma sér sem fyrst yfir á meginlandið...

Hvílíkur staður til að vera á... stórfengleg fegurð...

Við hefðum ekki getað farið út á þennan hrygg  ef hálkan hefði verið að ráði á þessum kafla...
 nema kannski á jöklabroddum...

Svo skánaði þetta fljótt...

... og endaði í öruggum sköflum á meginlandinu...

Litið til baka... synd að fá ekki aðeins betra skyggni.... bara örlítið...


Mynd: Soffía Rósa Gestsdóttir.

... því þetta var Hryggurinn sem við gengum eftir... og hvílíkt útsýni...



Ansi erfitt að taka myndir því þarna beit kuldinn ansi grimmt
og nánast ómögulegt að vera án vettlinga að athafna sig nokkuð...

Tindurinn læsti endanlega hrímugum klónum sínum í okkur eftir heimsóknina...

... og við skelltum okkur í hópmynd við útidyrnar á Litlu Baulu áður en niður var haldið úr snjóþokunni...

Margrét, Sigga Sig., Guðmundur Jón, Siffía Rósa, Jóhannes, Doddi (Þórarinn), Irma, Örn, Ingi, Lilja Sesselja og Súsanna.
Neðri: Katrín Kj., Ágúst, Arna, Áslaug með Díu, Björn Matt., Svala, Gylfi og Bára tók mynd.

Eftir smá vangaveltur var ákveðið að fara niður í dalinn til baka en ekki til baka með hryggjarlendunum sunnan megin...

Þar með vorum við fljótlega komin í skjól...

... og vorum ekki lengi að lækka okkur niður skaflann í gilinu... sem NB er mikið upptökusvæði fyrir snjóflóðahættu... og ákveðnir áhættuþættirnir voru til staðar; skafrenningur og uppsöfnun vegna snjóhríðar síðustu sólarhringa... en snjóalögin voru með okkur... ekki lagskipt að sjá heldur allt létt og vel niðurstíganlegt niður að grjóti ef það náði svo langt... og fremur þunnt magn og stutt brekka... en við gerðum ekki skóflupróf og þess skal minnast að í giljum er almennt mjög fljótt að skapast snjóflóðahætta...

Hrímaðir göngumenn um allt...

Fegurð sem ekki fæst nema í svona veðri...

Stóðumst ekki mátið að taka eina lopapilsamynd...
Margrét, Áslaug og Día, Lilja Sesselja, Sofffía Rósa, Súsanna, Svala, Siga Siog og Katrín Kj.

... og jú, líka af pilsalausa liðinu...
Guðmundi Jóni, Jóhannesi, Dodda, Irmu, Erni, Báru, Örnu, Ágústi, Birni, Inga og Gylfa
en þessar þrjár kvenkyns þarna innan um strákana eru víst einhverjar farnar að leita að prjónunum :-)

Gilið var fínasta leið niður...

... en svo var mál að koma sér í hliðarlendurnar...

Litið til baka upp eftir gilinu...

Á niðurleiðinni gerðust þessi undur og stórmerki sem stundum verða í tindferðunum að vetri til...

... sólin lék listir sínar...

...í takt við skýin, fjöllin, hvíta jörðina og snjófjúkið að norðan...

... svo kom varminn með enn sterkari sól...
NB ekkert átt við myndirnar í þessari ferðasögu, þær koma bara fyrir eins og þær voru teknar.

Sjá hvernig birtan kom sterk inn í gilið...

... og þar með vorum við böðum geislum sólarinnar það sem eftir var dagsins...

Óskaplega falleg snjósólarbirta...

Litið til baka um fersk snjóspor á aftasta mann... sem vanalega var Ágúst þennan dag að taka ljósmyndir í gríð og erg :-)

Erfitt að velja úr myndum... allt svo fallegt...

Magnaðir litir og andstæður...

Augnablik sem aldrei gefast aftur alveg svona...

Veturinn er tært ævintýri...

Ekta snjóskafl við mosabörð... Ágúst í einum slíkum án þess að ýkja dýptina !

Þessa síðustu tvo kílómetra dagsins gengum við mitt í lita-lista-verki náttúrunnar...

... sem var síbreytilegt á hverri sekúndu...

...eins og sinfóníuverk...

... þar sem Baulan var aðalsöguhetjan...

... að berjast við sólina, skýin, vindinn, snjóinn...

... og við bara horfðum á...

... og nutum...

Samt náðist ekki að festa nema brotabrot af dýrðinni á mynd...

... því hvert augnablik var fagurt...

Litið til baka þar sem hryggjarlendur neðan við Mælifell og milli þess og Litlu Baulu koma niður í dalinn...

Snjóskaflarnir alltaf aðeins að halda okkur við efnið...

Kyngimögnuð fegurð...

... í hverju skrefi...

Minnti mann á Akrafjallið milli jóla og nýárs 2007...

... og Grjótárdalinn í janúar 2011 o.fl...?
þær eru ekki margar í svona gullnum litum...

Ferskur brakandi snjór ofan á þýfnum lendum...

Snjófjúk og skafrenningur að skaflast...

Baulan komin í enn einn búninginn...

Litið upp í skarðið milli Baulu í norðri og Mælifells í suðri... þarna ætluðum við að koma niður af Mælifelli... og höfðum meira að segja látið okkur detta í hug að skella okkur upp á Baulu í leiðinni ef veður, tími og hópur leyfði... sem var ansi bjartsýnt... en annað eins hefur þessi hópur nú gert samt... hefði verið gaman... nýliðarnir og nokkrir gamalgrónir Toppfarar í leiðangrinum ekki enn búnir með Baulu og hefði því verið ansi ljúft að bæta henni við daginn... en veðrið leyfði það ekki... og í sárabætur þegar búið að plana aukaferð einn daginn, jafnvel þessa hringleið og bæta Baulu við og enda í bústaðnum hennar Súsönnu í Borgarfirði :-)

Litið til baka á syðsta hrygginn sem liggur að Litlu Baulu...

Baula komin í enn aðra flík... bleikan topp... ;-)

... og flíkurnar á Toppfarastúlkunum tóku sömu stakkaskiptum í vetrarhamnum...

Við  vorum bókstaflega borin niður af fegurðinni alltumlykjandi...

... eins og svo oft áður í gullfallegum tindferðum sem skila manni snortnum og breyttum til baka...

... eftir kynni okkar að þessu sinni af baksviði Baulu sem maður lítur enn einu sinni ekki sömu augum
eftir þessar nýju hliðar sem hún sýndi á sér þennan dag...

... á meðan við kláruðum síðasta kaflann niður með gljúfrinu...

... með Dýrastaðaá í klakaböndum í rökkrinu sem læddist strax yfir...

Alls 15,8 km á 7:29 - 7:38 klst. upp í 829 m hæð með 1.189 m hækkun alls miðað við 97 m upphafshæð.

Þjálfarar völdu hryggjarleiðina upp að Litlu Baulu í stað þess að fara inn allan dalinn þar sem þeir treystu því ekki að komast með hópinn upp brattar brekkurnar í dalsbotni ef hálka flækti för og eins var nú ætlunin að fara útsýnismegin upp, en þetta þýddi að við vorum mitt í vindinum að hluta á uppleið. Brekkur sem við fórum svo niður um í bakaleiðinni og reyndust vel færar þar sem nýfallinn snjórinn var ekki frosinn, né grjótið undir honum svo við hefðum alveg getað farið inn dalinn eftir á að hyggja og líklega mjög fallegt að sumri til.
 
Vegalengd hvítu leiðarinnar (áætluðu) var fengin á wikiloc hjá "reir" og sú leið (gps-track) er 15,5 km langt svo við hefðum farið svipaða vegalengd ef við hefðum getað haldið plani.... en við eigum þetta bara eftir síðar í góðu skyggni og fallegu veðri... eftir á að hyggja hefði maður ekki viljað breyta neinu... enda hefðum við þá ekki fengið þetta ægifagra samspil sólar, vinds, skýja og snjófjúks eins og þarna var einstakt að upplifa.

Nærmynd af slóð okkar út eftir hryggnum á Litlu Baulu.
Fórum á hæsta tind en hryggurinn lækkar sig aðeins áður en hann brattnar verulega niður í dalinn.

Eftir gönguna var sólin sest og menn ýmist fóru beint í bæinn með Reykjavík Espress eins og Ágúst kallaði það eða í ljúffengan kvöldmat að Hraunsnefi og svo í heita pottinn hjá Inga á Skaganum þar sem notalegheitunum var ekki ábótavant í snarkandi arineldi og rauðvínsslegnum endi á einstökum degi einhvers staðar í kringum miðnættið heimkomin til Reykjavíkur :-)

Eftir á að hyggja hefðum við fengið mun betra veður og skyggni á sunnudeginum... sem var svo sem alveg fyrirséð með bjartari og lygnari en kaldari spá... en þjálfarar þrjóskuðust við að halda laugardagsplani þar sem hann var sæmilegur og það hefði getað ræst úr honum... en hefðu samt ekki gert það ef þeir hefðu vitað að veðrið yrði svona erfitt... en samt... svo sérkennilegt sem það nú er þá hefðum við ekki viljað breyta neinu... því ævintýrið og fegurðin þennan dag var mögnuð upplifun... og við megum ekki missa hæfnina gegn svona veðri og aðstæðum... það er mikils virði að kunna á vindinn, kuldann, hálkuna og ekkert skyggni og og upplifa þetta sjónarspil náttúrunnar þegar sólin berst við vindasorfin skýin og töfrandi snjófjúkið :-)

Það ríkti ákveðinn söknuður eins og oft áður eftir mörgum góðum félögum sem ekki komust með í þetta vetrarævintýri. Þar á meðal voru nokkrir klúbbfélagar okkar sem fóru í göngur á vegum annarra þessa helgi og hentaði þeim betur en okkar tindferð, m. a. með gönguhópnum Vesen og Vergangi um 17 km leið frá Hveragerði að Henglinum sem hefur eflaust verið mögnuð leið og frábær áfangi :-). Það er frábært að sjá hversu duglegir menn eru að ganga þessar vikurnar og ótrúlega mikils virði að það séu göngur í boði hverja einustu helgi á vegum ýmissa gönguhópa sem fjölgar jafnt og þétt þessi misserin. Það gerir ástríðufyllstu og ötulustu göngumönnum okkar m. a. kleift að halda sér í góðu formi, hitta aðra félaga en í okkar hópi, víkka út sjóndeildarhringinn, kynnast öðrum leiðum en við bjóðum upp á og annarri nálgun en okkar sem er eflaust ágætis tilbreyting :-)

Auðvitað söknum við okkar klúbbfélaga þegar við förum í okkar mánaðarlegu Toppfaragöngu eins og núna á laugardaginn, og það getur auðvitað líka í einlægni sagt verið sárt að sjá á eftir góðum félögum sem þurfa að yfirgefa okkar fjallgönguklúbb af ýmsum ástæðum og kjósa sér jafnvel annan hóp til að ganga með... en það er eðlileg þróun, allra hagur að menn geti valið það sem hentar hverju sinni og heldur okkur þjálfurum vel við efnið að missa ekki sjónar á því sem sker okkur úr og gerir okkur að þeim fjallgönguklúbbi sem við viljum vera um ókomna tíð.

Njótum þess öll hversu göngumenningin á Íslandi er að blómstra þessa dagana... það er hreint út sagt frábært hversu fagnaðarerindi fjallamennskunnar/útivistannar nær til sífellt fleiri sem vilja gera útiveru og hreyfingu að lífsstíl... og þakklætisvert ef við fáum áfram tækifæri til þess að vera þéttur fjallgönguhópur sem nýtur þess að fara saman á fjöll allt árið um kring og lenda í alls kyns ævintýrum sem skilar okkur sterkari og ríkari til byggða :-)

Sjá ljósmyndir þjálfara úr göngunni hér:

Og gullfallegar ljósmyndir leiðangursmanna á fésbókinni!

Og... frábært myndband Gylfa af göngunni í heild hér:
http://www.youtube.com/watch?v=LZJELxBHfek&feature=youtu.be&noredirect=1

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir