Allar þriðjudagsæfingar frá apríl út júní
2020
í öfugri tímaröð
Móskarðahnúkar klúbbganga með
Jóhönnu Fríðu 30. júní.
Vörðuskeggi frá Háhrygg klúbbganga með Þorleifi 23. júní.
Ármannsfell 16. júní.
Hetta, Hattur og Hverafjall ofan
Krýsuvíkur við Seltún 9. júní.
Hátindur og Jórutindur á
Þingvöllum 2. júní.
Fremra og Innra Mjóafell, Gatfell, Lágafell og Meyjarsæti 26. maí.
Gildalshnúkur og Vesturhnúkur í
Hafnarfjalli 19. maí.
Keilisbörn, Hrafnafell og Keilir 12. maí.
Borgarhöfðar, Skinnhúfuhöfði og
Björgin við Úlfljótsvatn og Þingvallavatn 5. maí.
Geirmundartindur í Akrafjalli 28. apríl.
Stapatindur og Folaldatindur frá
Vigdísarvallavegi 21. apríl.
Stóra og Litla Lambafell og Lambatangi við
Kleifarvatn 14. apríl.
Arnarfell Þingvallafjall nr. 10 á árinu 7.
apríl.
Vörðuskeggi frá Háhrygg "Skemmtileg gleðiganga með Fallega fólkinu í Toppförum. Vörðuskeggi svíkur engan."
|
Móskarðahnúkar "Það var
satt að segja ekki hvetjandi að keyra í úrhellis rigningu í
gegnum Mosfellsbæ, en plan B var að fara bara upp á einn tind á
Móskarðahnúkum og láta það duga ef stemmningin og aðstæður yrðu
þannig. P.s. Ímyndið ykkur myndaflóðið ef það hefði verið meira útsýni!!! Takk fyrir
frábæra samveru
Gerður Jensdóttir,
Bjarni Einar Gunnarsson,
Marsilía Dröfn Sigurðardóttir og
Karen Rut Gísladóttir,
|
Ármannsfell
Við erum nánast hálfnuð með
Þingvallafjöllin sem nú teljast alls 44 talsins
... en það tuttugasta og fyrsta
var Ármannsfellið sem án efa telst með þeim þekktustu og
svipmestu á svæðinu þó ólögulegt sé í raun...
Ofan af því er mikið útsýni yfir alla Þingvelli og nágrenni... hér með Hrafnabjörg og félaga í skugga til austurs...
Þingvallavatn hér í suðri... og
fjöllin öll ofan þess og meðfram því...
Það var ekki annað hægt en taka hópmynd með þetta útsýni í baksýn... Steinar Adolfs., Hafrún, Ágústa Þórðar., Inga Guðrún, Bjarnþóra, Brynhildur Thors., Vilhjálmur, Jóhanna Diðriks., Bjarni, Kolbeinn, Örn, Agnar, Helga Rún, Þorleifur, Gerður Jens., Anna Sigga, Þórkatla, Lilja Sesselja, Gylfi og Ágústa en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn.
Við fórum hefðbundna leið upp um suðurhlíðarnar en sú leið er ekki í okkar uppáhaldi... heldur norðaustan megin frá Sandkluftavatni sem er talsvert styttri en brattari og í raun léttari yfirferðar en þetta móberg með rúllandi lausagrjótinu ofan á og birkikjarrið neðst sem bara vex og hækkar með hverju árinu sem líður :-)
Landsigið ? í miðju fjallinu...
dældin... dalurinn... gígurinn ? ...
Sumarið er tíminn...
... til að hlaða niður öllum fersku og þéttu litunum í íslenskri náttúru sem blómstrar þennan stutta en töfrandi flotta árstíma...
Skjaldbreiður átti að vera á dagskrá þetta kvöld... veðrið hentaði þvílíkt... en Vegagerðin sagði þvert nei þegar við hringdum til að spá í bílfærið... við hefðum hugsanlega þurft að lenda að upplýstari og skilningsríkari starfsmanni sem hefði getað metið þetta málefnalega betur með okkur og verið búinn að hlera færið inn eftir... því líklega var ekkert að færinu kaflann að Skjaldbreið þó illfærara sé innar... en við vildum auðvitað hlýða reglunum og færðum því Skjaldbreið fram í ágúst sem er svo sem bara gaman, því þá upplifum við það snjólausara en ella...
Við þræddum okkur eftir "gígbarminum" til norðurs að tindinum sem skagar upp úr innarlega á fjallinu...
Fjölfarið með meiru og kominn vel troðinn slóði...
Fremstu menn komnir upp á tindinn...
Tignarlegur er hann í 786 m hæð en gps tækin mældu þetta heldur hátt að sinni...
Okkur var starsýnt á hæstu
fjöllin á svæðinu... Botnssúlurnar sem risu í vestri... í
skýjunum efst... http://www.fjallgongur.is/tindur198_midsula_sydstasula_230520.htm
Útsýnið af syðri tindi Ármannsfells til suðurs...
Hinn tindurinn á fjallinu sem við
höfum kallað Grasdalahnúk er hér framundan af þeim hæsta ef hann
er þá hærri en þessi þarna í fjarska...
Á þeim nyrðri settumst við niður og fengum okkur nesti... mun hlýlegri hér en á þeim syðri...
Ágústa bauð upp á þurrkað
nautahakk sem smakkaðist sérstaklega vel...
Dásamlegt að njóta útsýnisins og horfa...
Hrafnabjörg hér og Kálfstindar og
félagar...
Spáð í útsýnið og fjallasýnina sem var mergjuð...
Kvígindisfell þarna vinstra megin... fjær svo Þverfell við Reyðarvatn... og svo Okið og Fanntófellið og Þórisjökull og...
Botnssúlurnar að verða skýlausar...
Eftir góða pásu var haldið til baka sömu leið að syðri tindi en svo niður dalinn til baka en ekki með barminum...
Niður hér í dalinn...
Skemmtilegt að taka stöðuna á honum... engin bleyta eins og við héldum að yrði...
Harður og víkjandi var þessi snjóskafl... sumarið ræður öllu núna...
Dásemdarstund þetta kvöld... mikið spjallað og spáð í sumarið...
... og horft á fjöllin allan hringinn...
Komin aftur fram á brúnirnar í suðri með Þingvelli útbreidda í fanginu... magnað... sjá gjárnar í landinu...
Þessi niðurleið um móbergið tók á taugarnar... sumir rúlluðu öruggir og léttir niður og voru löngu komnir þegar við sem síðustu vorum hikuðum og fórum varlega hvert skref... en hér reynir á reynslu og yfirvegun... þolinmæði og æðruleysi... taka þetta skref fyrir skref... leita í gróðurinn, mosann og moldina frekar en í grjótið og hafa gaman af... við höfðum gott af þessu og þurfum að vera dugleg að fara í svona færi til að viðhalda öryggi og færni í móberginu...
Gerður Jens er sannarlega herforingi... og fór hér niður leikandi létt á fæti... vel gert...
Yndislegt að komast í birkið og geta stigið niður nokkur skref án þess að bíða eftir því að detta á afturendann...
Það dreifðist ansi mikið úr
hópnum hér niður og menn völdu mismunandi leiðir
Alls 7,8 km á 3:10 - 3:17 klst. upp í 786 m hæð með alls 573 m hækkun úr 179 m upphafshæð.
Þjálfarar fara nú í sumarfrí í
fimm vikur... en eru reyndar með Laugavegsgönguna 27. júní |
Hattur og Hetta
Þriðjudaginn 9.
júní gengum við um mjögm fallegar slóðir ofan Krýsuvíkur um
tinda sem heita Hetta og Hattur á kortum
Dúndrandi mæting eins og vanalega og enn einn þriðjudagurinn í blíðskaparveðri...
Við gegnum
gegnum gamla Krýsuvíkursvæðið framhjá húsunum þar
Litríkt svæði
með eindæmum... hér kraumar jarðhiti alls staðar undir...
Við gengum sannarlega í litaspjaldi náttúrunnar...
Stígar eru á
þessu svæði á stöku stað... hér fara ferðamenn um síðustu ár...
en við hittum engan þetta kvöld... enda fáir á landinu þessa
dagana vegna C19... en það er allt að fara til betri vegar í
næstu viku...
Hetta hér framundan... brött en vel fær...
Heilmikið brölt var þetta kvöld... ekta Sveifluháls... hvergi dauður punktur á honum...
Mosaslegið móbergið... falleg litablanda... haldfast göngufæri...
Útsýnið til suðausturs... Geitahlíð, Gestsstaðavatn og Grænavatn...
Litið til baka ofan af Hettu... Krýsuvíkurmælifell þarna hægra megin....
Útsýnið norðausturs til kleifarvatns...
Sveifluhálsinn
er hringadróttinssleginn ævintýraheimur...
Agnar rakti sig
eftir þessum fallega hrygg og stökk á milli...
Með Sveiflluhálsinn í baksýn... Gylfi, Stefán Bj., Ágústa Á.Þ., Jón St., Brynja Laxdal, Brynhildur Thors., Jóhanna Diðriks., Vilhjálmur, Bestla, Björn H., Valla, Örn, Þorleifur, þ'orkatla, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Hjölli, Bjarni, Ágústa H., Agnar, Guðmundur Jón en Bára tók mynd og Arnar hitti á hópinn síðar um kvöldið...
Ofan af Hettu
gengum við á Hatt... sem hér sést ofan litríka svæðiðsins þarna
en Hverafjall heitir fjallið sem þar rís
Mjög fallegt svæði... réttnefni að kalla þetta Hverafjall...
Alger töfraheimur... við vorum bergnumin þegar nær var komið....
Hvílíkir litir...
... samsetning...
.... form...
Við sniðgengum þessar leiröldur og reyndum að spora sem minnst út á svæðinu almennt...
Komin upp á Hverafjall... Kleifarvatn í fjarska og nyrðri hluti Sveifluhálss vinstra megin....
Þórkatla
varalveg í stíl við landslagið...
Hattur hér vinstra megin ofan af Hverafjalli... jú, kannski er þetta aðskilið ?
Agnar stökk út á þennan klump hér....
Nesti með
útsýni til austurs... Seltún hér neðan okkar...
Niður af
Hverafjalli var klöngrast bratt niður grjotbrekkuna sem var
tafsamt í stórum hópi
Meira að segja myndavélin fór í lás yfir þessu klöngri :-)
Niðri milli hlíða var sérlega fallegt...
Einstaklega fallegt þarna hvað varðar breytileika í litum og formum...
Agnar var snarlega sendur ofan af þessum leirtungum hér... bannað að spora út takk :-)
Hvílíkur staður...
Upp úr dalnum
fórum við upp á Hatt ef kalla má tindinn það sem ofar reis...
Bratt upp en vel fært...
Litið til baka... Hverafjall þá þetta hér... nema þetta sé Hattur ?
Komin upp á Hatt... hér komin á stíg sem nær svo hringinn og aftur niður í Seltún...
Hvítt... brúnt... rautt... gult... grænt... grátt... svart....
Ofan af Hatti
fór Örn beinustu leið niður til ruðusr... Krýsuvíkurhúsini
hér...
Mögnuð
gönguleið frá upphafi til enda... fyrsta sinn sem
þriðjudagsganga...
Það var löngu kominn tími á að þræða sig hér upp og niður aí sumarfæri...
Hér sporuðu8m
við óþarflega út... æji... þetta er allt meira og minna leir og
jarðhitasvæði...
Skórnir útataðir í leir... sem var erfitt að þvo af þeim... en við reyndum í lækjunum sem runnu niður hlíðarnar...
Litið til baka upp á Hatt ef svo er...
Komin á veg sem liggur að hverasvæðinu sunnan Seltúns...
Alls 5,6 km á 2:47 klst... jebb við vorum að njóta... upp í 391 m á Hettu, 358 m á Hverafjalli og 324 m á Hatt... ef rétt reiknast... með alls 474 m hækkun úr 174 m upphafshæð.... já, þetta var alvöru ganga þó stutt væri... Þjórsárdalurinn
frá Háafossi á laugardaginn ef veður leyfir... |
Hátindur og Jórutindur
Fegurstu
Þingvallafjöllin að undanskildum Botnssúlunum að mati þjálfara
Gengin var
hefðbundin leið þjálfara sem fóru fyrst könnunarleiðangur á þessi
bröttu fjöll til að finna færar leiðir
... en á báða tinda
þarf að fara krókaleiðir upp og niður... frekar brattar leiðir...
Hrikaleg fegurð á þessum slóðum...
... eins og stödd værum við í miðri Hringadróttinssögu...
Útsýnið ofan af Hátindi er kyngimagnað yfir allt Þingvallasvæðið...
Við nutum þess lengi vel hér og horfðum til allra hinna Þingvallafjallanna...
Sköflungur er með
fjöllum fegurstum á suðvesturhorni landsins...
Jórutindur hér
neðan við hátind... báðir tindar mjög brattir og ókleifir á nánast
alla vegu...
Orkan í hópnum er
sérlega góð þessar vikurnar...
Útsýnið til austurs...
Útsýnið til norðausturs...
Útsýnið til norðurs...
Fremra og Innra
Mjóafell og félagar í sólargeislunum þarna austan við Ármannsfell...
Útsýnið til
norðvesturs... Jórutindur þarna niðri... og Litla sandfell þar
fjær...
Útsýnið ofan af Hátindi til Þingvallavatns...
Útsýnið til
suðurs.. Hengillinn með Vörðuskeggja trónandi efst í skýjunum... Þessi hægra megin
virðist vera nafnlaus... en er þá kannski bara hæsti tindur í hinum
eiginlegu Dyrafjöllum ?
Leiðin niður af Hátindi var um bratt gil niður í dalinn milli tinda...
Töfrandi flottur staður milli Jórutinds og Hátinds...
Hátindur hægra megin... niðurgönguleiðin þarna um gilið....
Til að komast á Jórutind þarf að krækja aftan/vestan við það...
... talsverðan spöl enda ílangur fjallshryggur...
Gullfallegt hjarta á leiðinni sem Ágústa Harðar fann...
Uppleiðin á Jórutind er mjög brött og engin mynd var tekin af henni því miður...
Uppi er komið í
skarð milli þessara þverhníptu fjallseggja beggja vegna...
... en þó klöngraðist Anton hinn ólofthræddi og fimi fjallgöngumaður þessa leið um hann hér ofarlega á mynd....
Hátindur hér vinstra megin... og hluti af Jórutindi hægra megin... Við fórum niður
milli þessarar fjallseggjar hægra megin og hinnar bak við hópinn...
en hún er eina færa leiðin upp á Jórutind... ... en grjóthrun
var einmitt verkefnið niður af Jórutindi...
Niðri kræktum við
svo einnig fyrir nyrðri hluta fjallseggjanna í Jórutindi til að
komast hinum megin við hann áleiðis í bílana...
Hópmynd á þessari öxl með nyrðri hluta fjallseggjarinnar á Jórutindi bak við hópinn... Mættir alls 23 manns: Anna Sigga gestur, Ágústa H., Ágústa Þ., Ásmundur, Bára, Bestla, Bjarnþóra, Björn H., Gerður Jens., Guðný Ester, Guðmundur Jón, Gylfi, Hlöðver, Jóhanna Diðriks, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Ólafur Vignir, Sigga Sig., Sævar, Vilhjálmur, Þorleifur, Þórkatla, Örn.
Litið til
norðurs... þar gaf á að líta Litla sandfell...
... hitt var
Krummar... sem er þessi fjallshryggur fyrir miðri mynd sem rennur út
í Þingvallavatn
Niður í dalinn fórum við svo mjög fallega leið um klettabeltið og svo kjarrið...
.... og komum við
uppi á nafnlausum tindi sem við kölluðum "Jónstind" á sínum tíma
Klöngur hér upp og ekki pláss fyrir marga í einu...
Séð fjær hér... þverhnípt niður hinu megin...
Hátindur og Jórutindur hér ofan okkar... við fórum upp í skarðið á milli tindana fyrir miðju fjalli... Alls 5,3 km á 2:51
klst. upp í 433 m hæð á hátindi og 393 m á Jórutindi ekki alveg á
hæsta tind þar Alger yndisganga um krefjandi slóðir í bratta og grjóti... vel gert á fallegu kveldi :-) Baula um helgina...
svo Þjórsárdalurinn og vonandi Laugavegurinn áur en þjálfarar fara í
frí 22. júní...
Myndbandið hér: Gps-slóðin hér: |
Fremra og Innra Mjóafell
Þriðjudaginn 26. maí náðum við í fimm Þingvallafjöll á einu kveldi...
... þegar farið var í mjög langa kvöldgöngu norðan Þingvallavatns...
... í undarlega góðu veðri miðað við það rigningarveður sem gekk yfir landið allt þessa síðustu viku maí mánaðar...
... en við fengum sól og hita lengi vel þetta kvöld...
... og svo skýjaðra þegar á leið og smá rigningu í bakaleiðinni... en magnað útsýni allan tímann...
Alger yndisganga þrátt fyrir hátt erfiðleikastig...
.... og mjög góð mæting... eða 25 manns... Fremra Mjóafell hér að baki og það Innra framundan en það er tæplega 4ra kílómetra langt...
Niður af Fremra
Mjóafellinu er tafsamt klöngur...
... sem var ágætis lausn þó það sé alltaf gott að æfa klöngrið...
Bratt og langt en gott hald í jarðveginum á þessum árstíma... ófrosið og heilmikill raki í jarðveginum...
Gott að fá smá brölt á þessari löngu annars léttu yfirferðargöngu...
Innra Mjóafell hér framundan...
Þar upp er líka bratt og heilmikið klöngur... sem var frábært til að þjálfa það...
Svona brekkur gefa mikið...
Birtan þetta kvöld var einstök...
... eins og
æðri máttur fylgdi okkur... enda var sól og
rigning... logn og vindur... hlýtt og kalt...
Meistari Hjölli
með Fremra Mjóafell í baksýn og suðausturhornið
af Ármannsfelli...
Ofurfólk
Toppfara eru án efa Gerður Jens og Katrín
Kjartans og Guðmundur Jón... Miklar
fyrirmyndir sem hvetja okkur yngra fólkið til
dáða og minna okkur á að það er allt hægt
Ármannsfellið
þarna hægra megin... en það var upphaflega á
dagskrá þetta kvöld og hefði aldeilisn fengið
flott veður...
Innra
Mjóafellið er óskaplega langt...
Litið til
baka... Þingvallavatn þarna í fjarska...
Mjóafellið
teygir sig upp og niður og sveigir sig lítið
eitt í endann... eins og ormur...
Hrafnabjörg og Tröllatindar þeirra í sólargeislunum...
Fremra Mjóafell og Ármannsfell í sólargeislunum... hér farin að hækka okkur um Gatfellið ef að líkum lætur...
Stutt eftir á þennan fallega tind...
Loksins...
tindurinn á Gatfelli þá hér með staðfest eftir
að hafa kallað hann tindinn á Innra Mjóafelli
... við veltum þessu fyrir okkur árið 2010 og höfum hingað til horft á annan höfða grýttan neðar og norðar sem stendur upp úr endanum á Mjóafellinu og við höfum hingað til talið það vera Gatfellið... en þjálfara rámar í áherslu einhvers á að eingöngu sá höfði sé Gatfell... en það er okkar niðurstaða nú árið 2020 að þessi hér sé tindurinn á gatfelli og það nær þá í raun frá skarðinu milli Innra Mjóafells og Gatfells mun sunnar...
Skjaldbreið smám saman að losa sig við skýin...
Magnað kvöld...
Alls mættir 25 manns... blanda af gamalreyndum Toppförum og nýjum meðlimum frár þessu og síðasta ári... einmitt blandan sem þjálfarar vilja... því með því skapaast dýnamík milli þeirra reynslumeiri og þeirra sem enn eru að uppgötva dýrðina við fjallgöngurnar og að upplifa fjöllin í fyrsta sinn sem við höfum mörg gengið nokkrum sinnum á sem höfum verið í klúbbnum lengi... Efri:
Sjá hér
hópmyndina 7. maí árið 2013... ansi margir í
þessari ferð voru einnig nú árið 2020
Hér erum við í
fyrstu göngunni á þessi Mjóufell... 22. júní
árið 2010...
Og hér gengum við
á Meyjarsæti og Lágafell og fórum svo niður að
Sandkluftavatni í bakaleiðinni...
... það er eitthvað við þetta Sandkluftavatn...
En aftur að
árinu 2020...
Já, fínasta
leið hér niður...
Það tók vel í
að fara upp það... ávalt og ekki mikil hækkun...
Skjaldbreiður, Skriða og Tindaskagi fjær... Innra Mjóafell nær...
Hæsti tindur kvöldsins... Lágafell í 551 m hæð... hér var sólin farin og orðið kaldara...
Við áðum samt svolítið áður en lokaslagurinn var tekinn til baka að Meyjarsæti...
Sú leið var
svakalega löng... svo löng að þjálfari tók
aldrei upp myndavélina í herpingi við að kyngja
og láta sig hafa það :-)
Allir létu sig
hafa það hér upp sem var aðdáunarvert nema
Hjölli sem tognaði á ökkla snemma í göngunn...
Niður af Meyjarsæti var svo farið um þétta grjótskriðu og gegnum kjarrið sem hækkar sífellt og fer að hindra för hér um...
Alls fimm tindar... 12,4 km á 4:20 - 4:25 klst. upp í 387 á Fremra Mjóafelli, 414 m á Innra Mjóafelli, 543 m á Gatfelli, 551 á Lágafelli og 324 á Meyjarsæti með alls 600 m hækkun úr 232 m upphafshæð.
Leiðin hér á korti... en við vorum að fara í fyrsta sinn á öll fjögur í einni göngu... ... áður farið
á Mjóafellin tvö og Gatfel eingöngu og svo
dalinn til baka: ... og svo árið
2013: og svo á
Meyjarsætið og Lágafellið saman og niður að
Sandkluftavatni í bakaleiðinni
|
13 ára afmælisveisla Toppfarar fögnuðu 13 ára afmæli klúbbsins þriðjudaginn 19. maí með því að ganga á hæsta tind Hafnarfjalls, Menn mættu sparibúnir að tilmælum þjálfara... sá spariklæddasti var Bjarni Skagamaður sem var í skyrtu, sparibuxum, með slaufu og sixpensara á höfði, í frakka og með regnlíf í hendi... þriðja árið í röð mætir hann full spariklæddur og leikur sér að því að taka erfiða kvöldgöngu í fullum skrúða... geri aðrir betur ! :-) Við gengum þessa sömu leið milli jóla og nýárs... fyrir fimm mánuðum síðan... og þá var í lagi með þessar tröppur... Alls mættir 29 manns sem segir allt um kraftinn í klúbbnum þessa dagana... Farin var hefðbundin leið á stíg alla leið upp á tind... löng kvöldgönguleið og krefjandi í mikilli hækkun... Hæsti tindur hér í mesta snjónum... þjálfarar voru að taka smá áhættu með færið upp á tindinn... Slóðinn upp Hafnarfjallið er orðinn mjög troðinn... hér fer mun meiri fjöldi upp en á fyrstu árum Toppfara... Flestir í einhverju sparibúnu... blússu undir göngubolnum... eða í frakka yfir lopapeysunni... Þórkatla var ein af þremur gestur kvöldsins... vinkona Ágústu, en hún var í þessari fallegu riddarapeysu Það var eitthvað mjög fallegt við það að sjá göngufélagana í sparifötunum á göngu... Þetta var mjög sparilegt ! :-) Katrín Kjartans átti því miður ekki heimangengt þetta kvöld... en Guðmundur Jón safnaði hjörtum handa henni samviskusamlega... og nokkrir hjálpuðu til... Ágústa fann þetta hjarta hér... rautt í gráu grjótinu... mjög fallegt... Gildalshnúkur vinstra megin og Vesturhnúkur hægra megin hinum megin við skarðið... Gerður Jensdóttir var að mæta í sína fyrstu Toppfaragöngu í eitt og hálft ár... eftir að hafa farið í mjaðmaskipti á báðum, en hún er búin að vera að ganga á fjöll síðustu vikur og mánuði ásamt gönguskíðum, hjólreiðum og öðru enda afrekskona með meiru og alltaf geislandi af gleði, þakklæti og jákvæðni... sem hefur án efa fleytt henni svona langt í bataferlinu... Frábær hópur á ferð... Gildalshnúkur hér hægra megin... fjær og því ekki hæstur að sjá frá þessu sjónarhorni... Inga Guðrún bauð syni sínum, Mána með í göngu með okkur... bláklæddur hér á mynd... en það er virkilega gaman þegar afleggjarar Toppfara koma með í göngu... þeir eru alltaf velkomnir ! Júbb... það er hægt að fara krefjandi fjallgöngu í blússu... pilsi.... skyrtu... með bindi... slaufu... Það var skýjað í byrjun kvölds... en svo tók að létta til... og himininn varð svo fallegur... Töfrar er eina rétta orðið yfir þetta kvöld... Tindar dagsins... og veðurvítisskarðið á milli þeirra... sem nú var lygnt og friðsælt... ótrúlegt... Hópurinn þéttur öðru hvoru en allir í góðum göngugír... Sjá friðinn í himninum... Hafnarfjallið er bratt á alla kanta... og samanstendur af fjórum til fimm fjallsásum... og níu tindum sem annað hvort eru brattir og klettóttir eða ávalir og formfagrir... við höfum gengið á þá alla í alls kyns göngum... löngum og stuttum... níu tinda, átta tinda, fimm tinda, þriggja tinda, tveggja tinda og eins tinda göngum að kveldi eða degi til... að vori, sumri, hausti og hávetri... í öllum veðrum og færð... Ágústa mætti í frönsku pilsi og með barðastóran hatt í þessa afmælisgöngu... og komst upp með að vera með þennan hatt alla gönguna í logninu... það er lygilegt á þessu veðrasama fjalli... en hún er ein af mörgum nýliðum þessa árs og síðasta árs sem hafa mætt vel frá upphafi og gefið mikinn kraft inn í klúbbinn... og minnt okkur hin á með smitandi fjallaástríðunni hversu mikið ævintýri það er að ganga á fjöll þó maður sé búinn að ganga nokkrum sinnum á þau áður... Fremstu menn komnir upp í skarðið... Síðustu menn afvegaleiddust upp efri stíginn sem liggur beint á Vesturhnúk... Hér var blíðskaparveður... en oft höfum við verið hér í skelfilegum vindi... eins og gjarnan er í fjallaskörðum... Sjúkkit... brekkan góða upp að Gildalshnúk var auð... Þessi brekka var mun minna mál í vetur þegar hér var klaki og hálka í brattanum... Þaulvanir og reynslumiklir Toppfarar í bland við nýliða og gesti... Vesturhnúkur svo fagur... Brekkan góða... kominn góður slóði hér upp sem var ekki á fyrstu árum klúbbsins... Gerður ætlaði ekki að fara alla leið hingað upp... kvenþjálfarinn suðaði helst til of mikið í henni... Hæsti tindur Hafnarfjalls... Gildalshnúkur... hér eigum við alls kyns ólíkar minningar... sem aldrei gleymast... Sjá afstöðuna miðað við Skarðsheiðina... og fallegu fjöllin á milli... Borgarfjörðurinn og Holtavörðuheiðin hér í fjarska til norðurs... Brattur tindur og ekki mikið pláss á honum uppi fyrir stóran hóp... Allir að njóta þess sem fyrir augu bar í fjarska um allt... Magnaður útsýnistindur ! Bjarni bauð upp á vöfflur með sírópi og rjóma... sem lyfti nestismenningu Toppfara upp á hærra plan... Nestispása í drjúga stund... ekki annað hægt í þessu algera logni sem ríkti þarna í 857 m hæð... Margir með fínt nesti... Þjálfarar buðu upp á konfektmola... Klúbbmeðlimir rifjuðu upp alls kyns göngur með okkur eða öðrum eða á eigin vegum Þetta var sannarlega hátíðlegt... ... skínandi góð veisla á þekktum veðravítistindi... Við tímdum varla að koma okkur niður... Hópmynd á tindinum... æji, ég hefði átt að taka bakpokana frá fyrir hreinni mynd... Lilja Sesselja, Gylfi, Steinar Adolfs, Hafrún, Gunnar, Arngrímur, Davíð, Máni gestur, Bjarni, Elísa, Inga Guðrún, Kolbeinn, Gerður Jens., Batman, Björn Hermanns, Ingi, Bestla, Sólveig gestur, Örn, Guðmundur Jón,, Jón Steingríms., Valla, Þórkatla gestur, Þorleifur, Jóhanna Fríða, Agnar, Ágústa, Vilhjálmur, Sigga Sig og Slaufa en Bára tók mynd. Sparifataliðið svo utan í tindinum til að ná öllum og reyna að halda 2ja metra reglunni... Mjög smart í svart hvítu... en því miður sjást öftustu menn ekki nægilega vel... Agnar, Kolbeinn, Örn, Gylfi, Björn Hermanns, Bára, Davíð, Gerður Jens., Lilja Sesselja, Jóhanna Fríða, Jæja... við urðum að fara niður... en það var mikil synd í þessum friði sem þarna var... Vilhjálmur var með dóttur þeirra Jóhönnu Diðriks með í för... Svalasti gesturinn í veislunni... Bjarni eðaltöffari og aðalsmaður frá Akranesi... Bakaleiðin sú sama og upp með viðkomu á Vesturhnúk... Vesturhnúkur var tekinn í smá aukakrók... allir nema Gerður Jens sem lét þann hæsta nægja Útsýnið af Vesturhnúk er líka ægifagurt... ... og gefur sýn á hina tinda Hafnarfjalls í röðum til austurs frá Gildalshnúk... Sýnin til suðurs að Blákolli og Hafnarfjallsöxl... Sýnin til vesturs niður á Þjóðveg eitt... Björn Hermans, Ingi, Gunnar og Bjarni... eðalmenn inn að beini... við erum ekkert smá heppin með klúbbfélaga ! Örn valdi leið niður af Vesturhnúk beinustu leið til norðurs af tindinum... ... en þar er kominn slóði sem hentar þeim sem setja ekki smá klöngur fyrir sig... Brátt greiddist vel úr hópnum og flestir voru mjög röskir niður... Smá brölt hér sem tafði... Sólarlagið tók smám saman að slá gullnum geislum á fjallið og okkur.... Leiðin niður af Hafnarfjalli vestan megin er svo falleg... Kvöldsólin skreytti sannarlega síðasta hluta leiðarinnar... Allt varð svo fallega hlýtt og sumarlegt... Þetta gat ekki verið fallegra... Hópurinn þéttur einu sinni á niður leið og svo niðri við fjallsrætur... Síðustu metrarnir til baka í bílana voru slegnir gullnum kvöldsólarroða... Takk fyrir komuna allir sem einn ! Þið eruð langflottust og langbest ! Alls 8,3 km á 4:11 klst. upp í 857 m á Gildalshnúik og 800 m á Vesturhnúk Fullkomin kvöld að öllu leyti :-) |
Keilisbörn
og
Hrafnafell
Þriðjudaginn 12. maí var
óhefðbundin leið á Keili gengin...
Stór hluti leiðarinnar á Keili er
um vel troðinn slóða gegnum hraunið...
Nær Keili er sléttara undirlendi gegnum mosann fallega...
Keilisbörn eru þrjú ef að líkum
lætur... það fyrsta er austast og við köllum það austurbarnið...
Útsýnið ofan af austurbarninu niður eftir því og að Hrafnafelli, sem rís stakt gegnt Keili norðan megin...
Austurbarnið heldur ennþá í höndina á Keili... en er farið að myndast við sjálfstætt líf hér norðan megin...
Miðbarnið er hins vegar ennþá í
kjöltunni á Keili nánast...
Hrafnafell er svipmikið og óreglulegt í lögun... við röktum okkur eftir austurbarninu að því til norðurs...
Guðmundur Jón höfðingi hér að fara niður klettinn...
Hópurinn þéttur hér við
Hrafnafell...
Gott að fá þau í hópinn... umræður
og spekúlasjónir voru með eindæmum líflegar þetta kvöld...
Kristbjörg er eina af nýliðum þessa
árs 2020... en hún hefur ekki mætt síðan á Súlufelli í janúar...
Formfegurð Reykjanesskagans er
óumdeild... gimsteinar þess og perlur leynast um allt...
Klöngur kvöldsins var talsvert á
tvo Keilisbörn, eitt Hrafnafell og sjálfan Keili...
Hrafnafell mældist 204 m hátt...
alveg eins og síðast árið 2015... tölfræði kvöldsins var sláandi lík
árinu 2015...
Davíð eðalvinur Batmans fékk sér
smá snarl á tindi Hrafnafells...
Tuttugu og þrír mættir...
frábært... það er mikill kraftur í hópnum núna... að hluta til
líklega þökk sé veirunni
Keilir með börnin sín þrjú...
austurbarnið út af mynd vinstra megin... miðbarnið sem við gengum
ekki á fyrir miðju...
Jebb... fínasta klönguræfing þetta kvöld !
Vesturbarnið... falleg lág keila... við gengum á það áður en Keilir tók við okkur...
Enga stund hér upp... og hópurinn þéttur uppi...
Vesturbarnið mældist 202 m hátt... Keilir hér framundan...
Eins og egypsk fornrit...
Keilir var síðasti "tindur"
dagsins... við stefndum á skriðurnar sunnan við klettana hans...
Og það reyndist rétt... jú, þétt leið upp...
... en haldföst og örugg alla leiðina...
Litið til baka... vesturbarnið og Hrafnafell...
Eðalfélagsskapur þetta kvöld...
allir glaðir og kátir... mikið hlegið og mikið spáð og skepúlerað...
Síðasti kaflinn upp á keili... með Hrafnafell og austurbarnið neðar... hefði átt að ná vesturbarninu á mynd líka...
Tindur Keilis var 391 m hár á tækjunum þetta kvöld.... hér var nesti og hvíld og útsýnisskoðun...
Fjallarefir (voru í Útivist hér
áður fyrr en ekki nú) mættu á tindinn rétt á eftir okkur...
Við völdum óhefðbundnari slóðina
niður af Keili en ekki þá fjölförnustu...
Agnar með fjöllin sín á Reykjanesinu í baksýn...
Sjá nöfnin á fellunum sem við
horfðum á ofan af Keili... Litli Keilir þarna eins og við héldum...
framan við Meradalahnúka er Kistufell og Litli Hrútur sem Agnar var
með á hreinu... en við eigum þau tvö eftir og eins
Hraunssels-Vatnafell en þau eru á vinnulista sem hávetursfjöll í nóv
eða des þar sem við myndum þá keyra inn eftir Stóra Leirdal og þá
væri gaman að fara á Litla Keili í leiðinni :-) ... þetta bíður
okkar á næsta ári þegar við tökum Reykjanesskagann eins og við tókum
Þingvellina í ár... Skemmtileg leið hér niður og hægt að rykspóla síðari hlutann niður skriðurnar...
... sem sumir gerðu
og nutu í botn frelsisins sem færst við nákvæmlega þennan
gjörning...
En menn græddu bara einn eina
notalegu stundina á spjalli og í náttúruhugleiðslu við það...
Besti félagsskapur í heimi... eru
án efa félagarnir okkar í Toppförum... það þrífst bara gleði og
jákvæðni á fjöllum...
Mikið hlegið... meðal annars í
gegnum sorgina og söknuðinn til Dimmu... sem var fyrsti hundur
Toppfara...
Hún var sannarlega foringinn... við söknum hennar ennþá... og gleymum henni aldrei...
Hér að leiða hópinn ofan af Hátindi
í Esju... http://www.fjallgongur.is/tindur77_flekkudalur_170512.htm
Til baka var straujað... eins og
vera ber á æfingu þar sem við erum að æfa gönguþolið
... en þetta er eina
leiðin til að halda okkur í góðu gönguformi... að fara geyst yfir
láglendið...
Dásamlegt að vera með þessu fólki á fjöllum öllum saman...
Þetta var nú meira yndið... orkuhleðsla á heimsmælikvarða og ekkert minna ! Alls 9,1 km á 3:35 - 3:41 klst. upp
í 219 m á austurbarninu, 204 m á Hrafnafelli, 202 m á vesturbarni
Sjá hækkunina hlutfallslega á Keilisbörnin og Hrafnafell og svo á Keili sjálfan þar sem brattinn fangast vel.
Sjá tölfr´ðidagbókina með fyrri göngu á Hrafnafellið þar sem tölfræðin er skemmtilega eins... Sama hæð mæld á Hrafnafelli, nákvæmlega sama
hækkun bæði kvöldin skv. gps Þ etta gerist ekki oft !Leið kvöldsins gul á korti hér með hefðbundna gönguleið á Keili rauða til samanburðar. Mergjað kvöld... enn eina vikuna í röð... verum
þakklát... hlúum vel að hvort öðru... |
Björgin við Þingvallavatn
Enn ein yndisgangan var þriðjudaginn 5. maí... en sá
sögulegi dagur 4. maí 2020 rann upp deginum áður
Gengin var sama leið og áður hafði verið farin í
klúbbnum, frá veginum og niður um Borgarhöfða að Úlfljótsvatni
Þetta var fyrsta virkilega sumargangan... hlýtt,
lygnt og sólríkt... allt á sama tíma...
Við gengum í spor skátanna sem æfa og gista í búðum
sínum við vatnið...
Enn þurfa menn að koma á sínum bílum í stað þess að
sameinast í bíla til að halda 2ja metra regluna í heiðri
Borgarhöfðarnir voru fagrir yfirgöngu... sem og strendur Úlfljótsvatns...
Það var ekki annað hægt en vera glaður... við gátum
verið léttklædd... og sleppt húfu og vettlingum...
Við erum orðin ansi góð í að halda tvo metra á milli
manna þrátt fyrir að vera mörg í göngu...
Dásamleg leið... það voru allir að njóta hvers skrefs...
Friðurinn var áþreifanlegur...
Margt varð á leið okkar þetta kvöld...
Fegurðin var alltumlykjandi...
Heilmikið brölt og heilmikil uppsöfnuð hækkun með öllu...
Dýrmætt að viðhalda slóð í kringum vatnið og gera mönnum kleift að geta gengið þennan hring...
Steingrímsstöð í sjónmáli...
Ingólfsfjall í fjarska í suðri... sjá lygnt vatnið...
Við gengum í gegnum stöðina og eins í gegnum sumarhúsagrasbalana sem virtust vera í eigu virkjunarinnar...
Nesti í þessari brekku hér neðar og svo haldið áfram í rólegheitunum...
Skinnhúfuhöfði hér framundan vinstra megin...
Skinnhúfuhöfði... mældist 180 m hár... en á sínum
tíma töldu þjálfarar þessa göngu sem þriggja tinda leið...
Ofan af Skinnhúfuhöfða var haldið áfram eftir brúnunum að Björgunum...
Þingvallafjöllin risu í röðum fyrir framan okkur...
Mjög skemmtileg leið sem varð sífellt tignarlegri eftir því sem austar dró....
Dásamlegt að spá í útsýnið og fjallasýnina...
Björgin hér framundan....
Litið til baka með Hrafnabjörg, Kálfstinda og félaga í fjarska...
Snjóskaflarnir orðnir brúnir af uppgjöf undan sólinni og hitanum...
Búrfell í Grímsnesi... með tunglið að rísa upp...
Hæsti tindur í Björgunum við Þingvallavatn...
Mjög fallegir klettar... 184 m háir....
Þjálfari reyndi að taka hópmynd... af þessum 31 manns.... Agnar,
Ágústa, Ásmundur, Bára, Biggi, Bjarnþóra, Björgólfur, Elísa, Guðný Ester,
Guðmundur Jón, Gylfi, Helga Björk, Helga Rún, Hjálmar, Hjölli, Hlöðver, Inga
Guðrún, Jóhanna Fríða, Jóhanna Diðriks, Jón Steingríms., Katrín Kj.,
Kolbeinn, Lilja Sesselja, Ólafur vignir, Sigga Sig., Sævar, Valla,
Vilhjálmur, Þorleifur, Örn og einn gestur var með, hún Íris ? með
Helgu Rún :-)
Þar af var Hjölli að mæta í fyrsta sinn í langan tíma
og var knúsaður þvílíkt í huganum
Ótrúlega fallegt... þeir eiga skilið að vera með í Þingvallaáskoruninni þessir klettar....
Botnssúlur... Dagmálafell og Miðfell...
Hrafnabjörg... Þjófahnúkur... Hrútafjöll, Skefilsfjöll og
Kálfstindar...
Við gengum aðeins áfram eftir Björgunum frá hæsta tindi áður en við beygðum til baka yfir heiðina...
Gaman að sjá hvað var handan þeirra... Villingavatn
þarna vinstra megin...
Nú var arkað til baka gegnum mosann, grasið, lyngið... þurrt og því lítil sem engin bleyta í mýrinni sem betur fer...
Vesalingurinn sem hér gaf upp öndina...
Þessi bakaleið var mun skemmtilegri og auðveldari en þjálfara minnti...
Bílafarganið er skelfilegt...
Alls 8,9 km á 3:00 klst. upp í 184 m hæð á Björgunum
með alls 295 m hækkun úr 135 m
Þríhyrningur næstu helgi.... og sú ferð var geggjuð í
sama fallega veðrinu og þetta kvöld :-) |
Um
Guðjónstanga
Síðasti þriðjudagur í 20 manna
hámarks samkomubanni var 28. apríl og þá lék veðrið við okkur enn
einu sinni á þessu ári
Við vorum nánast ein í heiminum á
fjallinu Geirmundarmegin
Svalt í veðri og smá gola... en sólin var nóg til að okkur fannst vera komið smá sumar...
Tignarleg er leiðin upp með Geirmundi...
... þökk sé Guðfinnuþúfu sem skagar upp úr brúnunum glæsilegar og fallegar en aðrir klettar á leiðinni...
Svolítið erfitt að þétta hópana án
þess að blandast saman...
Mikið spjallað og einstaklega gott fyrir sálina að hittast úti í náttúrunni og gleyma sér svolítið...
Undir Guðfinnuþúfu var ekki farin
hefðbundin leið upp á hana heldur vestan megin undir hana
Leið sem Guðjón Skagamaður sýndi okkur hér um árið... og heillaði okkur upp úr skónum...
Fremri hópurinn kominn upp með
Erni... (sjá efst hægra megin)...
Flotti Báruhópurinn.... það var náttúrulega bara persónuleg stemning í aftari mönnum :-)
Sjá leiðina hér upp skarðið eftir að hliðarhallanum sleppti...
Svolítil grjóthrunshætta... en allir fóru varlega og hægt yfir...
Guðmundur Jón gætti síðasta manns sem
Bára gerir yfirleitt en var nú að leiða aftari hópinn þetta kvöld...
Mögnuð leið sem margir Skagamenn vita ekki um.. meðal annars Hafrún sem oft fer á Akrafjall en var að fara hér um í fyrsta sinn og var hæstánægð með þessa nýju hlið á fjallinu sínu...
Hópmynd af hluta hópsins :-)
... of hinn hlutinn :-) Alls 26 manns; Agnar, Arngrímur, Ásmundur, Bára, Biggi, Bjarni, Guðný Ester, Guðmundur Jón, Hafrún, Helga Björk, Helga Rún, Ingi, Jóhanna Fríða, Jóhanna Diðriks., Jón Steingríms., Katrín Kj., Kolbeinn, Marsilía, Ólafur Vignir, Sigga Sig., Sigrún Eðvalds., Sævar, Vilhjálmur, Þorleifur, Örn og Batman og Stormur voru fulltrúar ferfætlinganna.
Allir að reyna að halda 2ja metra regluna allan tímann... og það tekst almennt vel...
Næsti tindur á leiðinni... sjá Hafnarfjallið vinstra megin... og hluta af Skarðsheiðinni hvítur...
Sólarlagið... og sjórinn... skreyttu kvöldið töfrum...
Stutt eftir á efsta tind...
Hæsti tindur Akrafjalls í sjónmáli... í 655 m hæð...
Flatur og sviplítill í samanburði við
brúnirnar neðar... allt vindsorfið eins og hægt er...
Kyngimagnað útsýnið yfir allt Hafnarfjallið og alla Skarðsheiðina...
Ingi Skagamaður með nýja hundinn
þeirra sem heitir Stormur... en hann var óðum að læra reglurnar á
fjalli...
Örn syndi mönnum bröttu leiðina hér
niður sem við höfum stundum farið upp um eða niður um
Niðurleiðin var farin í blússandi
göngugleði og miklum skeggræðum...
... og þjálfari getur ekki annað en
verið sammála.... mikið hefði verið gaman að heyra til dæmis í
fjallahjólurunum sem hjóluðu um Veiðivötnin frekar en bara í
Sölva.... eða kvenleiðsögumanninum sem leiðsagði um fossaröðina í
Þjórsárdalnum sem einmitt margir mæra sem gengið hafa með henni...
o.s.frv... já, því það er svo mikið til af venjulegu fólki sem er að
gera magnaða hluti... sem er ekki í einhverjum hópum eins og okkar
Toppfara, heldur fer sjálft alls kyns ferðir og finnur upp á
ótrúlega flottum hlutum... viðtöl við þetta fólk myndu án efa gefa
okkur öllum innblástur umfram allt annað... drengirnir tveir sem
gengu óbyggðaleiðina yfir landið í þætti þrjú eru gott dæmi ! ... en
þessir þættir eru þrátt fyrir þennan ergilega galla miklir
dýrgripir... bara veisla sem algert yndi er að horfa á... svo haf
þökk Brynhildur og Róbert fyrir annars frábært framtak fyrir
útivistina á Íslandi :-)
Jóhanna Fríða með Víði á höndunum... prjónaðir af Katrínu Kjartans... alger snilld :-)
Á niðurleið greiddist vel úr hópnum
og nutu margir þess að láta sig gossa á sínum hraða niður...
Alls 6,8 km á 2:53 klst. upp í 655 m hæð með 622 m hækkun úr 48 m upphafshæð :-)
Takk Akrafjall fyrir enn eina
yndisgönguna sem var sú þrettánda á sjálfan Geirmund í sögu Toppfara
! |
Stapatindur og Folaldatindur
Sannkölluð yndisganga var þriðjudaginn 21. apríl... Veturinn enn við lýði á fjallvegum og malarvegum í óbyggðunum... .... og svo þessa aurugu skafla og aurskriðu hér úr skarðinu á Móhálsatindum... ... þar sem við ákváðum að keyra ekki utan vega framhjá haftinu Þetta var ansi hráslagalegt... leit ekki kræsilega út... Fyrir ofan okkur var þetta fína mosavaxna skarð sem var greiðfært og því lá leiðin greið til að byrja með Það var því sérlega skemmtilegt að koma yfir hálsinn og sjá þetta risavaxna vatn hér í þokunni... Við gengum til norðurs eftir hálsinum og leituðum svo niður í mót að vatninu... Ákváðum að leitast við að fara á tindana á Sveifluhálsinum og ná hringleið kringum þetta vatn... ... en við töldum fyrst að þetta hlyti að vera Arnarvatn... Stórt vatn... líklega vorleysingavatn sem þornar að sumri... og ummerki eftir aðra en göngumenn... Fallegur gostappi hinum megin við vatnið... ... og ákváðum að við skyldum koma hingaðtra veðri aftur í betra veðri og skyggni... Up úr Folaldadölum örkuðum við upp Sveifluhálsinn sjálfan með stefnuna á Stapatindinn... ... sem það sannarlega var... mosi og svo móbergsklappir... Fyrstu menn komnir á tindinn... svo fallegt landslag... Alls fjórtán manns mættir... Bára, Björgólfur, Elísa, Guðný Ester, Guðmundur Jón, Helga Rún, H, löðveJón Steingríms., Katrín Kj., Kolbeinn, Marsilía, Valla og Örn og svo Batman eini hundurinn enn einu sinni í göngu þessa síðustu mánuði... Eftir tindinn var haldið suður eftir Sveifluhálsinum í von um að komast á fleiri tinda áður en við hringuðum vatnið... Ævintýralegt landslag upp og niður, út og suður... í alls kyns undirlagi... Sveifluhálsinn er alger töfraheimur... Vorleysingarnar á fullu þessa dagana... Vindur blés í byrjun þessarar göngu... svo kom logn... rigningin var mikil fyrst... svo létti til og kom þurrkur... Hér á miðri leið sáum við niður á vatnið... miklar aurbleytur eflasut þarna niðri okkar megin... En það var þurrt færi uppi á tindunum og magnað landslag... Folaldatindur nafnlaus hér í sjónmáli... fagurmótaður... Við dóluðum okkur þetta kvöld og nutum lífsins... Útsýnið niður á Kleifarvatn opnaðist skyndilega á smá kafla... Folaldatindur í 407 m hæð... hann mælist svipað hár og Stapatindur, stundum hærri, stundum lægri... Á korti mátti sjá að það væri frekar bratt niður að vatninu frá Folaldatindi... ... og það gerði það ljúflega og löðurmannlega... og vatnið birtist okkur í suðurendanum... Mikið gott að vera komin niður úr úfnum tindahryggnum í þokunni... ... og eiga bara eftir að dóla okkur meðfarm vatninu til baka í bílana... Jú, svolítið klöngur reyndar hér... en ekkert sem við erum ekki alltaf að gera... Sjá grjótið úti á vatninu... þetta var líklegast einn risastór pollur... Það verður gaman að koma hér aftur síðar í betra veðri... Smá rigning á símanum hér... Við hringuðum vatnið og fórum upp á hálsinn hér hinum megin... Stórbrotið umhverfi... Leirdrull... klaki... mosi... grjót... Mjög umfangsmikið vatn... við verðum að skoða þetta í haust... Uppi á hálsinum létti skyndilega til og sólin sást skína á Fíflavallafjall... Fremstu menn komnir lengra en við sem vorum aftast nutum hlýjunnar og birtunnar Allt í einu tók allur Sveifluhálsinn að opnast ofan við vatnið... ... og landslagið sem við höfðum gengið um sýndi sig smám saman... Litið til suðurs eftir öllum Móhálsatindunum... Sævar og Björgólfur í kvöldsólargeislunum... Útsýnið niður á veginn.. sem var allur fær alla leið að Fíflavallafjalli... Mávahlíðar í fjarska vinstra megin... Fíflavallafjall... Norðurendi vatnsins... Suðurendinn... Við vorum í sæluvímu... hvílíkur dýrindis endir á þessu þokukennda og blauta kveldi... Við gengum eftir hryggnum niður að skarðinu þar sem við komum upp... Svo falleg mynd... að hún fór á yfirmynd opnu Toppfarasíðunnar á fasbókinni... Tindarnir okkar þetta kvöld... Algert logn... fuglasöngur... sólargeislar... mosinn svo fallega grænn... Sjá hvernig hraunið er allt skorið og úfið í sprungur og traðir... Á leið niður í skarðið... Aftur litið til baka... þetta var svo tignarlegt landslag... Skarðið.. allir komnir niður nema við öftustu menn... Bílarnir framan við skaflinn... allt of margir bílar á þessum Covid-19 tímum... umhverfisverndin tapar... Stapatindur og félagar... Folaldatindur og félagar... Mögnuð leið að baki... alveg óvænt... þetta var frábær endir á fallegu kveldi... Allir himinlifandi með kvöldið... og dauðfegnir að hafa drifið sig af stað :-) Batman aftur rennandi blautur í vikunni... eftir rennblauta för um Hafnarfjarðarfjöllin... Til baka eftir veginum... vorleysingarnar á fullu... Alls 4,6 km á 2:15 klst. upp í 406 á Stapatindi og 408 á Folaldatindi Leggjabrjótur fram og til baka framundan næstu helgi og það endaði í mögnuðum 10 klst. túr tæpa 33 km ! |
Stóra og Litla Lambafell Þar sem Bláfjallavegur milli Hafnarfjarðar og Bláfjalla er nú skyndilega lokaður vegna "vatnsverndarsjónarmiða" Manngerða hjartað á Bleikhól enn á sínum stað... Blaut leið... en engin vandamál... bara lausnir.... Þetta eru saklaus og létt fell... en gefa mikið útsýni og litríka náttúru á jarðvirku Reykjanesinu... Guðmundur Jón höfðingi hér með tindana í Sveifluhálsi í baksýn... Stóra Lambafell mældist 249 m hátt... Litla Lambafell hér framundan... það er merkt nokkuð lengra til vinstri uppi á heiðinni á gamla gps-korti þjálfara... Eina klöngrið á leiðinni fyrir utan Lambatanga... lauflétt og ekkert mál þó það sé 2ja metra regla... Jóhanna Fríða mætti okkur hér og lét Kolbein fá jólakúlurnar sínar frá páskaáskoruninni um daginn... Gott að fá langan skafl til að þvo skóna öðru hvoru þennan dag... ... og svo yfir gráa lækinn upp skriðuna á Litla Lambafelli... Komin á Litla Lambafell með Stóra Lambafell hér í baksýn og svo Sveifluhálsinn, Litla Lambafellið mældist 238 m hátt... Arnarfell og Bæjarfell við suðurstrandaveginn... Drumbur svo syðst á Sveifluhálsinsum... Mikið spjallað og stöðugt minnt á 2ja metra regluna... Þessi hver hefur þrjú mismunandi nöfn eftir því hvaða kort er skoðað... Við reyndum að ná hópmynd hér með hvernum... Bullandi... rjúkandi... hiti, litir, leir, drulla.... Við gengum hringinn í kringum hann til að sjá brattari hliðina á honum... Himininn jafn fallegur og fjölbreyttur og landið... Mjög fallegt og góð áminning um kraumandi jarhitann undir öllu Reykjanesinu... Í allri þessari víðáttu ein í heiminum náðum við að skoða hann vel... Í sólskini að sumri er eflaust enn fallegra hérna... eins og reyndar á öllu landinu í slíku veðri :-) Gufan var austan megin... Við fylgdum mjólkurhvíta læknum sem rann úr hvernum... ... enda breyttist liturinn smám saman í grárri.... blárri.... grænni... Fallegt... og hálf óraunverulegt á litinn... Stærri hér... Og kominn foss hér... í klakaböndum en skaflinn óðum að hörfa fyrir vorinu.. Marglitur af leirnum að neðan.. svo fallegir litir... Við þveruðum ánna hér á snjóbrú.... Leirinn límdist við skóna... Sprungur hér í sköflunum... Sjá samhengið við göngumenn... djúpar sprungur... Sjá litríkið í ánni niður eftir... mjög fallegt... Yfir sprænur um allt komandi niður heiðarnar... með vaxandi grasi og grænkandi mosa... Brátt opnaðist Kleifarvatnið okkur í fangið... Ísilagt... og kuldalegt.. en sláandi fagurt... Sjá sumarhúsabyggðina í suðausturhorninu... Lambatangi hér framundan.... einn af uppáhaldsstöðum þjálfarar yfir Kleifarvatni... Ekkert mál að klöngrast hér upp... ... og ekkert mál að taka 2ja metra hópmynd hér... Arna gestur, Guðný Ester, Katrín Kj., Guðmundur Jón, Kolbeinn, Elísa, Bjarnþóra, Valla, Jón, Vilhj+almur, Steinar Ríkharðs., Frosið öldugjálfur... og frosnir lognpollar... með glæsta tinda Sveifluhálss handan vatnsins... Uppáhalds útsýnisstaðurinn okkar við Kleifarvatn... Þetta grjót þrjóskaðist við og sagði að það væri komið vor... Vel gert... mjög vel gert... Takk fyrir ótal gullfallegar göngur í kringum þig og meðfram þér kæra Kleifarvatn... Snúið við til baka í bílana... Hver á sínum hraða gegnum sumarhúsabyggðina eftir veginum alla leið til enda Alls 8,5 km á 2:45 klst. upp í 249 m á Stóra Lambafelli og 238 m á Litla Lambafelli og svo 182 m á Lambatanga Stefnum á flotta tindferð um helgina.. ef veður leyfir... annars sjö tindar Hafnarfjarðar til vara ef veður sleppur ! Geymum Þingvallagönguna um Björgin þar til eftir 4. maí þar sem hámark 50 manns mega koma saman |
Arnarfell
á
Þingvöllum
Tíunda
Þingvallafjallið
var
á
dagskrá
þriðjudaginn
7.
apríl...
Nauðsynlegt
að
melda
sig
inn
á
æfinguna
til
öryggis
þar
með
svo
þjálfarar
gætu
tryggt
að
við
virtum
hámark
20
manna
regluna
Keyrandi
úr
veðurblíðunni
í
Reykjavík
inn
í
éljagang
og
ekkert
skyggni
á
Mosfellsheiði...
leist
okkur
ekkert
á
blikuna...
Aðstæður með besta móti... mjúkt snjófæri... vor í lofti... sólin hátt á lofti... skyggni kristaltært...
Algerlega
fullkomið
kvöld...
algert
logn...
alger
kyrrð...
engir
bílar
keyrandi
um
Þingvellina...
Hin fjöll Þingvalla blöstu öll við þetta kvöld... enda er Arnarfellið í miðjunni á herlegheitum svæðisins... Hér til vesturs bak við Ólaf Vigni blasir Búrfellið við, svo Botnssúlurnar og loks Ármannsfellið... Búrfellið það eina sem er að baki í ár... hin bíða vorsins og sumarsins...
Arnarfellið er einfalt yfirferðar en samt heilmikið brölt upp og niður...
Tveggja metra fjarlægð milli manna alla gönguna nema milli hjóna...
Miðfell og Dagmálafell hér í fjarska... en það voru tvö fyrstu Þingvallafjölin á árinu...
Magnaður hryggur að sjá héðan...
Arnarfellið var glæsilegra en nokkru sinni þetta kvöld...
Það kom okkur á óvart þar sem við eigum margar mjög fallegar minningar af þessu felli að vori, sumri og hausti...
En
aldrei
áður
að
vetri
til...
og
það
í
snjó
en
samt
í
þessu
skínandi
fallega
veðri
og
að
kveldi
til...
Sjá Stapatjörnina hér ísilagða og með snjó ofan á ísnum..
Éljagangur
í
grennd...
en
aldrei
nálægt
okkur
aftur
þetta
kvöld...
Auðvelt
að
virða
2ja
metra
regluna
þegar
við
erum
svona
fá...
Sjö
manns...
sorglega
fáir
í
þessari
stórkostlegu
fegurð
og
áþreifanlega
friði...
Hér
í
mosanum
áðum
við...
fengum
okkur
nesti...
önduðum
inn
fegurðinni...
Reyðarbarmarnir hér á vinstri hönd...
Botnssúlurnar og Ármannsfell... og Mjóafellin...
Hrafnabjörg, Skefilsfjöll, Hrútafjöll, Kálfstindar og Reyðarbarmar...
Dýrindiskvöld með meiru.... við vorum hugfangin og nutum hvers skrefs...
Gott
að
spjalla
og
deila
lífsreynslunni
á
tímum
Covid-19...
allri
heimavinnunni...
Arnarfellið
er
ílangt
og
liggur
eins
og
Dagmálafell
og
Miðfell...
hryggur
í
sömu
átt...
Fegursti
kaflinn
hér...
þjálfari
tók
lengsta
myndbandið
á
þessum
kafla...
Bókstaflega
enginn
á
svæðinu
nema
við...
og
Leifur
Toppfari
sem
tók
með
sér
tvo
gesti
Dýrðin... var engu lík....
Heilmikið brölt en allt á öruggri slóð og í góðu færi...
Leifur
hér
með
fósturmóður
sína
sem
er
frá
Litháen
og
Anítu
átta
ára
systur
sína
Eftir heilmikið spjall héldu þau áfram til norðurs en við til suðurs...
Smá áning við þennan klett...
Myndirnar sýna engan veginn fegurðina þetta kvöld... þetta voru töfrar allan tímann....
Við gengum út allt fellið frá norðri til suðurs...
... og enduðum á suðurtaglinu með útsýni niður að vatninu...
... þaðan sem við gengum niður að litlum hól nær vatninu en létum þar við sitja og nutum útsýnisins...
Arnarfellið hér að baki...
Sýnin niður að vatninu til suðurs....
Gengum aðeins lengra niður að þessum brúnum....
Vorið er að sigra veturinn... smám saman....
Magnaður staður.. hér sátum við og nutum... í þögn og friði...
Það
var
rétt
sem
Bjarnþóra
sagði...
Útsýnið til vesturs að vatninu...
Kindur á ferð í hjörð...
Sýnin til suðurs... skógur og bústaðir þarna niðri... við ákváðum að fara ekki alveg niður þar...
Sjá
ísþokuna
sem
læddist
upp
á
landið
ofan
af
vatninu...
sérstakt...
Við
vorum
ekkert
að
flýta
okkur...
dóluðum
okkur
allt
kvöldið
og
áðum
oft
og
spjölluðum...
Sólin
að
skína
gegnum
ísþokuna
sem
skyndilega
lagðist
yfir
allt
vatnið
Í
stað
þess
að
fara
niður
suðurendann
þá
snerum
við
aftur
upp
á
suðurtaglið
á
Arnarfelli
Hér að strauja niður taglið... sjá ísþokuna að leysast upp...
Niðri tók við slóði meðfram fellinu til baka í bílana austan megin...
Skýjafarið svo formfagurt... litirnir svo skærir... birtan svo sterk... landslagið svo fallegt...
Alls 5,2 km á 2:11 klst. upp í 244 m hæð með alls x m hækkun miðað við 124 m upphafsshækkun.
Sjá
myndbandið
um
ferðina
hér:
Sjá
slóð
fyrri
ferða
Toppfara
á
Arnarfell
á
wikiloc
hér
https://www.wikiloc.com/mountaineering-trails/arnarfell-thingvollum-040809-34707753
|
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|