Æfingar alla þriðjudaga frá apríl út júní 2014
í öfugri tímaröð:

Esjan öðruvísi með Hjölla í sumarfríi þjálfara 24. júní
Syðsta súla með Birni og Gylfa í sumarfríi þjálfara 16. júní
Móskarðahnúkar með Hjölla í sumarfríi þjálfara 10. júní
Katlar undir Skessuhorni 3. júní
Úlfarsfell um Hjörleifsleið 27. maí
Reynivallaháls um Fossá 20. maí
Meyjarsæti og Sandfell um Sandkluftavatn 13. maí
Búrfell í Grímsnesi 6. maí
Grænavatnseggjar, Djúpavatnseggjar, Sogin og Grænadyngja 29. apríl
Undirhlíðar á norðurtagli Sveifluhálss við Helgafell í Hafnarfirði 22. apríl
Ölfusvatnsfjöll, Gildruklettar, Lambhagi og Einbúi sunnan Þingvallavatns 15. apríl
Meðalfell Meðalfellsvatni 8. apríl
Miðfell og Dagmálafell austan Þingvallavatns 1. apríl

Esjan öðruvísi með Hjölla

- vantar mynd - !

Þriðjudaginn 24. júní fór Hjölli með félaga sína óhefðbundna göngu um Esjuna eins og oft áður, að þessu sinni um...

Árlegri Eilífsdalsgöngu var frestað vegna slæmrar veðurspár þetta kvöld enda var rigning og rok...?

Alls ...

 

Syðsta súla með Birni og Gylfa

Mánudaginn 16. júní fóru 19 manns á Syðstu súlu í magnaðri kvöldgöngu undir leiðsögn Björns Matt og Gylfa í sumarfríi þjálfara.
Þetta var þjóðhátiðarganga sem átti að vera dagsganga þann 17. júní en var færð til vegna veðurspár
og það var greinilega þess virði...

Alls...

 

 

Móskarðahnúkar með Hjölla

Þriðjudaginn 10. júní gengu 13 manns á Móskarðahnúka undir leiðsögn Hjölla í sumarfríi þjálfara í fallegu veðri og skyggni.

Alls ...

 

Notaleg viðrun
upp Katlana undir Skessuhorni
eftir sigur á þremur hæstu tindum landsins

Síðasta æfing þjálfara fyrir sumarfrí í júnímánuði var þriðjudaginn 3. júní upp Katlana sem rísa undir Skessuhorninu...
fjallstindi sem átti að vera aðalskraut dagsins ásamt ægilegri norðurhlið Skarðsheiðarinnar með litríkum undirlendum niður ði Skorradalinn...

... en í staðinn fengum við notalegt og friðsælt veður en ekkert skyggni upp í efri hlíðar svo kvöldið fór í spjall og fréttir af hinum ýmsustu göngum...
og planleggingar með sumarið... og viðrun á magnaðri en krefjandi Öræfajökulslferðinni sem tekur langan tíma að meltast alla leið sakir stærðarinnar upplifunar á svo margan hátt :-)

Ganga kvöldsins átti að fara mjúkum höndum um Öræfajökulsfara...

...og því var eingöngu farið upp lægri hnúkana undir hömrunum hér vinstra megin sem bíða betra skyggnis
þegar við raunverulega getum notið þessa svipmikla landslags sem þarna er...

Vallý var að mæta í sína fyrstu göngu eftir fótbrotið í vor og fagnaði á tindinum af sinni einstöku gleði, enda gekk þetta ágætlega
en hún hefði líklegast frekar þurft að fá góðan göngustíg en hólóttan mosann alla þessa leið...

Jakobínurnar mættu líka eftir sína dásamlegu og sögulegu ferð um Jakobsstíginn... El Camino de Santiago...
og kílómetrafjöldinn í Öræfajökulsferðinni... 31 km... bliknaði hálfvegis í þeirra 300 kílómetrum
sem farnir voru í alvöru ferð sem reyndi vel á og gaf þeim greinilega mjög mikið...

...eins og allar alvöru gönguferðir eiga að gera...
fara fram úr manni á sem flestan hátt því það er nákvæmlega það sem stendur upp úr þegar tíminn líður...
að hafa þanið sjálfan sig til hins ítrasta, bætti nýjum sigrum í safnið og staðist eldraunina :-)

Ilmandi sumarið er aldeilis mætt fyrr en oft áður... þetta er með hlýjasta og besta vorin/sumarbyrjun í sögu klúbbsins...

Í bakaleiðinni sneiddum við meðfram gljúfrinu og sáum hrafnshreiður...

... og tókum aðra hópmynd en þá fyrri með fossinum fallega...

Örn, Hjölli, Jóhann Ísfeld, Þórunn, Anton, Ólafur Vignir, Steinunn Sn., Svala, Gylfi, Gerður Jens., Lilja Sesselja, Ingi, Doddi, Guðný Ester, Heiðrún, Sigga Rósa, Guðrmundur J'on, Sigríður Arna, Helga Bj., Arna, Lilja H., Margrét, Ágúst og Vallý en Bára tók mynd og Flóki, Bónó og Moli skoppuðu með :-)

Hafið það sem best elsku vinir í júní þar til við sjáum ykkar síðar... njótið þess að uppskera eftir vetur sem okkur finnst hafa toppað alla þá fyrri, enn og aftur í mörgum óskaplega fallegum göngum og tveimur þeim erfiðustu í sögunni... hvílíkar göngur framundan á vegum Hjölla, Gylfa og Björns Matt... verið góð hvort við annað eins og alltaf, þetta er einstakur hópur sem vert er að hlúa að og varðveita sem mest við öll getum... þið eruð einfaldlega langflottust og ómetanlegt með öllu að fá að ganga með ykkur á fjöll og njóta félagsskapar ykkar og vináttu öllum stundum :-)

Sjáumst á Kirkjufellinu og Dyrafjöllum í byrjun júlí !

 

Milt en bratt Úlfarsfell
rúmum sólarhring fyrir Öræfajökul...

Þriðjudaginn 27. maí var farin ósköp létt og stutt en stórskemmtileg leið um Úlfarsfellið
einum og hálfum sólarhring áður en gengið var á þrjá hæstu tinda landsins...

Þetta var sama leið og Hjölli fór með hópinn um þegar þjálfarar voru í sumarfríi í fyrra...
og heitir því hér með Hjörleifsleið í okkar hópi...
en hann er með tvær mjög flottar göngur í júní í sumarfríi þjálfara eins og oft áður...
snillingur og öðlingur á ferð, hér með Halldóri frænda sínum sem bættist við hópinn í vetur og býr yfir sömu eljunni og bræðurnir :-)

Farið var upp bratta gilið ofan við skóginn sem er talsvert á brattann en gullfalleg og gefandi...

Mættir voru 19 manns skv. bókhaldinu... svo það vantar einhverja á myndina...

Hjölli, Ólafur Vignir, Ágúst, Sigríðiur Arna, Anton, Njóla, Doddi, Gerður Jens, Sigurrós, Halldór, 
Egill 9 ára og Sigurþór 13 ára þeirra Jóhanns Ísfels og Steinunnar sem standa þeim næst og svo Björn Matt
en Örn tók mynd og Bára var á vakt þetta kvöld...
...og á mynd vantar Aðalheiði Steinars, Ósk Einars og Stefán Alfreðs.

Niður var svo farið jólaleiðina okkar um gilið norðan megin ofan Mosfellsbæjar...

Ansi fagurt á að líta að sumri til á slóðum sem við erum alltaf að þvælast um að vetri til í myrkri...
enda er ætlunin að taka allar vetrarleiðirnar að sumri til árið 2017 þegar litið verður svolítið um öxl...
 já, já, þjálfari er farinn að semja dagskránna árið 2017... það er ótrúlega stutt í það :-)

Brekkan efst með mosann grænan og skóginn neðar...

... en þetta var skriða og ekkert nema skriða efst til að byrja með...

Svo var farið utan með klettabeltinum til baka í stað þess að fara niður gegnum skóginn eins og jólagangan er vanalega...

Tignarleg leið og stórskemmtilegt að fara utan í hömrunum sem blasa við neðan af þjóðveginum...

Anton fann auðvitað alvöru klett til að klífa...

Góðar götur þarna yfir um og fuglinn vofði yfir hópnum...

Alls um 4,4, km á 1:54 klst. upp í 277 m hæð með alls hækkun upp á 321 m miðað við 71 m upphafshæð
svo þetta var fínasta kvöldganga...
megum alveg fara svona léttari göngur öðru hvoru að sumarlagi líka :-)

Öræfajökullinn framundan aðfararnótt fimmtudags / uppstigningardags
en þangað enduðu 27 Toppfarar á að fara og sigra þrjá af hæstu tindum landsins í erfiðustu göngu í sögu Toppfara :-)

 

 

Hreint sumaryndi
um Fossá og Reynivallaháls

Gullfallegt gljúfur Fossár í Hvalfirði og skógræktin utan í hlíðum Reynivallaháls buðu upp á sumarlega veislu þriðjudaginn 20. maí þegar 41 manns mættu á æfingu...

Gengið var frá skógræktinni upp með ánni og að öðrum fossi hennar ofan við sumarhúsin austan megin...

Steikjandi hiti og sól í dalnum og friðsæll fuglasöngur... þetta gat ekki verið fegurra...

Mættir voru 41 manns:

Aðalheiður Eiríks., Aðalheiður Steinars., Anton, Arnar, Ásta H., Bára, Guðmundur Jón, Guðný Ester, Guðrún Helga, Gylfi, Halldór, Helga Bj., Hildur Vals., Hjölli, Irma, Ísleifur, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Fríða, Jóhanna Karlotta, Jóhannes undanfari, Jón, Katrín Kj., Lilja Bj., undanfari, Lilja Sesselja, Ólafur Vignir, Ólafur Gunnars., Ósk Einars., Ósk Sig., Roar, Sigga Sig., Sigurrós, Stefán Alfreðs., Steingrímur, Steinunn Sn., Súsanna, Svala, Valla, Þórunn, Örn Alexanders og Örn fararstjóri en Bára tók mynd og Jóhannes og Lilja Bj. voru farin á undan og við náðum því miður aldrei á þau !

Nokkru neðar við þriðja foss var haldið á heiðina sem er löööööönnnng til vesturs...

...mun lengri en Múlafjallið sem reyndi vel á þolinmæðina í hitteðfyrra...
og miklu lengra en Meðalfellið sem við þrjóskuðumst við að klára endilangt í vor :-)

Útsýnið hélt okkur samt við efnið og gladdi andann þegar endalaust heiðarbröltið ætlaði allan heilavef að svæfa...
Múlafjallið neðan við Hvalfellið og svo Botnssúlurnar í skýjunum efst...

Til suðurs mátti sjá Sandfell í Kjós sem við gengum á í fyrra og er alltaf jafn ótrúlega tignarlegt í Kjósinni...
Írafell, Skálafellsháls og Skálafell, Möðruvallaháls, Trönu, Móskarðahnúka, Laufskörð og Esjumúlana alla að norðanverðu...
allt komið í sarpinn okkar síðustu ár og vert að rifja reglulega upp...

Einhvers staðar á heiðinni fengum við okkur nesti og sáum hærri hóla í vestri en ákváðum að láta þetta nægja þar sem rúmir 5 km voru að baki í golu og kulda... því sumarlegur skógurinn niðri við ánna togaði okkur sterkt til sín... það var ráð að njóta frekar blíðunnar þar úr því það gaf svona vel í veður og langt kominn gróðurinn þetta vorið...

Örninn valdi bakaleið um Grænuvíkurkletta svokallaða um brúnirnar ofan við hamrana að norðan og var það fallega valið...

Hvalfjörðurinn allur í fangi okkar og Þyrilsnesið þarna marrandi úti á hafi...
göngum á það í septembersól síðar á árinu en Einar Skúlason hjá Vesen og Vergangi sagði mörgum Toppförum og öðrum göngumönnum sögur af vígalegum átökum þarna á göngu um strandirnar í vetur og við treystum því að einhverjir deili því með hópnum í haust... en Ómar Ragnarsson og Lára dóttir hans fór reyndar líka í gegnum þessa sögu í Stikluþáttum sínum í vor - sjá vef RÚV...

Farið var niður um svipmikinn og spriklandi fagran Flúðardalinn vestan megin við skóginn...

... í fuglasöng og sumarlegum hita aftur eftir svalan vorvindinn uppi...

Áðum í brekkunni góða stund með Hvalfjörðinn útbreiddan fyrir framan okkur...

... við tímdum ekki heim...

Síðasta kaflann var farið gegnum skóginn og komið fram á brúnirnar með fallegu útsýni yfir fjörðinn...


Ansi vel frágengið af skógræktarmönnunum sem hafa nostrað upp þennan skóg
og eflaust oft andvarpað yfir fegurðinni sem þarna er og fer allt of oft framhjá allt of mörgum...

Katrín "merkjastjóri" sá um að panta Toppfaramerki frá 66°Norður fyrir hópinn og fóru rúm 60 stykki í fyrstu prentun, tvær stærðir sem rúmast vel á bakpokanum eða fötunum...
tær snilld og erum við Katrínu afskaplega þakklát fyrir að gera þetta...

Alls 8,8 km á 3:15 klst. upp í 430 m hæð miðað við 43 m upphafshæð og alls hækkun upp á 435 m.

Sjá slóðina okkar þetta kvöld og óskaplegu lengdina á Reynivallahálsi... við vorum rétt búin með einn þriðja af hálsinum eða svo !
Förum aftur á þennan háls vestan megin upp og á hæsta tind sem er aðeins hærri en hæsti punktur okkar þetta kvöld.

Yndislegt kvöld í sumarblíðu sem gerði afskaplega vel við líkama og sál... jöklagöngurnar þessar vikurnar í umræðunni og Öræfajökullinn á þarsíðustu metrunum í undirbúningi... menn ræddu grill eða pottrétt þar sem sumir vilja fá kjöt en ekki "einhverja súpu eftir stranga göngu"... flestir á því að halda sig við súpuna enda engin venjuleg súpa sem "á náttúrulega skilið að kallast massa pottréttur".. bragðgóður og matarmikill með eindæmum... en skiljanlegt að hugnist ekki öllum svo það er ekki spurning að taka sig saman og grilla þeir sem vilja það, sjá fésbókarumræður undir viðburðinum :-)

Þjálfari skipaði hvíld í næstu viku en fékk svo bakþanka þar sem menn vilja hittast eitthvað stuttu fyrir ferð svo Úlfarsfellið er á dagskrá næsta þriðjudag frá skógræktinni... stuttur og léttur fjallgöngufundur og dásamlegt að fá að ganga þarna að sumarlagi :-) Akrafjallið færðist fram í september í staðinn enda vildu menn helst ekki missa af töffaranum Geirmundi :-)

 

 

Þar sem Sandkluftavatn felur sig

Við vorum 35 sem gengum í svölum skúraleiðingum þriðjudaginn 13. maí upp Meyjarsætið sem hér rís og eftir endilöngu Sandfellinu norðan Þingvallavatns þar sem komið var við meðfram ströndum Sandkluftavatns í bakaleiðinni...

Arkað í mosa, grjóti og sandi upp og niður hóla og hæðir í svalri golu með lítið útsýni til hins magnaða fjallasalar sem þarna umkringir allt...

... en Ármannsfellið stóð þó fyrir sínu þó efstu hlíðar væru þokukenndar...

Þriðja gangan sem farin er við Þingvallalvatn á vatnaárinu mikla... nú norðan megin...
Miðfellið og Dagmálafellið sáu um austurhliðina og Ölfusvatnsfjöllin og félagar um suðurhliðina...
Jórutindur og Hátindur sjá um vesturhliðina og eru á dagskránni síðsumars...

Æj, einhver móða fyrir linsunni því miður...

Mættir voru 35 manns:

Efri: Sigurrós, Áslaug, Guðmundur Jón, Ásta Guðrún, Valla, Jón, Guðný Ester, Ósk G., Steingrímur, Ólafur G., Ólafur V., Irma, Hjölli, Lilja Bj., Hildur Vals., Örn, Ósk S., Nonni, Guðmundur V., Jóhannes, Örn A., Aðalheiður Eiríks., Guðrún Helga og Dóra.
Neðri: Sigga Sig., Jóhanna Fríða, Ástríður, Svala, Bestla, Ingi, Katrín j., Lilja Sesselja, Heiðrún, Gylfi og Bára tók mynd með Dimmu, Díu og Drífu þarna einhvers staðar...

Nonni átti afmæli og fékk afmælissönginn eftir myndina og nokkur knús,
Haf þökk kæri heiðursmaður fyrir að vera okkur traustur og góður félagi á fjöllum
með geislandi brosi þínu og hlýju viðmóti :-)

Eftir nestisstund á hráslagalegum tindinum í 551 m hæð - nákvæmlega þeirri sömu og Búrfellið mældist á um daginn var arkað niður að sjóskaflinum sem bókstaflega lak alla leið niður af Sandfellinu að Sandkluftavatni og sér m. a. um að viðhalda því svona umfangsmiklu eins og það nú er... en það breytist í lítinn poll eftir því sem líður á sumarið...

Þingvallalvatn í fjarska vinstra megin og Sandkluftavatn neðan við Sandfellið og Ármannsfellið hægra megin.

Mjög skemmtileg leið niður þennan skafl sem endaði umluktur sandi hér í þessum rásum...

Það er eitthvað við það að ganga í fjöru...

Sandkluftavatnið hér með komið í vatnasafn ársins...

... og má alveg vera stolt af þeirri fegurð sem það bauð okkur upp á þetta kvöld
í dumbungnum sem gaf kvöldinu einstakt yfirbragð...

Alls 9,0 km á 2:55 klst. upp í 551 m hæð með 379 m hækkun miðað við 236 m upphafshæð...

Öræfajökullinn sem er framundan eftir rúmar tvær vikur í umræðunni og eins vel heppnuð Hrútsfjallstinda-ferð Fjallhress en komandi helgi lítur ekki mjög vel út fyrir Hvannadalshnúk, Eyjafjallajökul og Snæfellsjökul sem allir eru í sigti félaganna
en þó virðist vera góður gluggi á föstudag og sunnudag svo vonum það besta fyrir þeirra hönd...
 

 

Pollapönk komst áfram
á Búrfelli í Grímsnesi

Þriðjudaginn 6. maí gengu 44 Toppfarar á Búrfell í Grímsnesi í notalegum eftirskjálftum
af töfrandi fallegri göngu á Tindfjallajökli fimm dögum fyrr
... sama kvöld og fyrri undankeppnin í Evróvisjón fór fram þar sem Pollapönk keppti...

Enn eitt blíðviðrið á göngu... við megum vera þakklát fyrir sérstaklega hlýtt og milt vor þetta árið
sem vonandi gefur forsmekkinn fyrir sumarið...

Við enduðum á að fara sunnan megin upp af línuveginum sem liggur frá afleggjaranum að Búrfelli þeim megin, en ætlunin var að fara vestan megin upp af einum af mörgum línuvegum þarna yfir svæðið, en þangað mættu Jóhannes og Lilja undanfarar hlýðandi leiðarlýsingu vefjarins www.toppfarar.is og hittu því miður ekkert á okkur þetta kvöldið...

Búrfell í Grímsnesi er frábært útsýnisfjall og við horfðum á fjöllin sunnan Langjökuls, kringum Þingvallavatn, Ingólfsfjall sem hér sést í allri sinni dýrð og svo fjöllin öll á Suðurlandinu sem við höfum gert garðinn frægan hjá síðustu vikur...
Hekla og Tindfjallajökull ásamt Eyjafjallajökli sem glitraði í kvöldsólinni...

Búrfellið er víðfeðmt mjög og hólótt að ofan...

Þar uppi leynist ansi stórt vatn sem veiðst hefur bleikja í að sögn Roars ofl. og liggur í eldgömlum gíg
sem er umvafinn mildum veðruðum tindum í tímans tönn... þar innan um sá hæsti á fjallinu
en það var ansi magnað að koma fram á brúnirnar og horfa niður í vatnið þegar upp var komið...

Þokuslæðingur þarna uppi og landslagið dulúðugt í nærmyndinni...

... sem mild kvöldsólin jók enn frekar á gegnum þokuna sem kom og fór
og sýndi okkur skyndilega Þingvallavatn þarna í austri óskaplega fallegt á vinstri hönd...

Nokkrir tindar á Búrfelli vörðumerktir en sá hæsti mældist 551 m hár og þar neðan við snæddum við nesti í skjóli fyrir hægri en svalri norðanáttinni sem var heldur kaldari en neðar í fjallinu og í engu samræmi við vorhitann sem ríkt hefur síðustu vikur...

Niðri á Þingvallavatni mörruðu Ölfusvatnsfjöllin, Gildruklettar, Lambhagi og Einbúi sem við gengum á fyrir páska í síbreytilegu veðri - sjá tangann sem endar á þúfulöguðum hól úti á vatninu sem Lambhagi heitir...

Þessa vikuna er Ferðafélag Íslands með morgungöngurnar sínar í eina viku sem er stök snilld...
og þessar fjórar eru að mæta í þær ofan á vinnu og kvöldgöngur sem verður að teljast til afreka
en Aðalheiður fær heiðursverðlaun í síðustu göngu vikunnar á föstudaginn þar sem hún hefur mætt í þessar morgungöngur
í hvorki meira né minna en tíu ár sem er aðdáunarvert :-)

Mættir voru:

Efri: Steingrímur, Doddi, Aðalheiður St., Roar, Sigurrós, Ólafur Vignir, Jóhanna Fríða, Ósk Ei., Aðalheiður Ei., Örn, Ósk S., Ásta Guðrún, Guðrún Helga, Hjölli, Guðný Ester, Bestla, Guðmundur Jón, Arna, Njáll, Margrét, Sigríður Arna, Ólafur G.
Neðri: Gylfi, Magnús, Stefán A., Jóhanna Karlotta, Halldóra Á., Ástríður, Katrín Kj., Gerður J., Heiðrún, Irma, Helga Bj., Ingi, Lilja Sesselja, Sigga Sig., Heimir, Björn Matt og Bára tók mynd innan um Dimmu og fleiri skoppandi ferfætlinga?

Farinn var hringur kringum vatnið í bakaleiðinni og þokan kom og fór...

Snjóskaflar enn í austurhlíðum ofan í gígnum en ansi sumarlegt að öðru leyti
og vorið klárlega búið að sigra veturinn...

Brátt gengum við niður úr þokunni og gátum virt Suðurlandið fyrir okkur...
og fagnaðarlæti brutust út þegar fréttist að Pollapönk komst áfram í forkeppninni í Evróvisjón ;-)

Farið niður hinum megin við gilið á suðuröxlinni í steikjandi hita sem þar tók við
og feykti yfirhöfnunum aftur af hverjum manni...

... á ansi snarpri niðurgöngu sem tók vel í hné hjá þeim sem kljást við slík meiðsli...

Alls 6,7 km á 2:48 - 2:56 klst. upp í 551 m hæð með 531 m hækkun alls.

Vatnajökulsgöngurnar hafnar í maí-vertíðinni og nokkrir Toppfarar á leið á Hrútsfjallstinda eða Sveinstind um helgina
... veðurspá afskaplega góð, milt, hlýtt og lygnt... getur ekki verið betra...
við hugsum til þeirra og vonum að við verðum jafn heppin í lok maí !

Pollapönk komst áfram í undanúrslitunum og er gjarnan spáð 16. sæti í lokakeppninni...
boðskapur þeirra hefur skilað sér vel til bæði fullorðinna sem yngstu kynslóðarinnar sem nú syngur hástöfum um enga fordóma og að við séum öll eins inn við beinið sama hvað ytra útlit segir... það er svo satt... verum góð hvort við annað og njótum fjölbreytileikans sem hvert og eitt okkar skapar með sínum lit... það er einfaldlega svo miklu skemmtilegra að lifa þannig...
í sátt og samlyndi, umburðarlyndi og virðingu, gleði og þakklæti :-)
 

 

Litadýrð á eggjandi tindum við Sogin

Þremur dögum eftir aðra erfiðustu göngu Toppfara frá upphafi... 33,3 km göngu frá Næfurholti upp á Heklu þann 27. apríl... og tveimur dögum fyrir göngu á Tindfjallajökul þann 1. maí  mættu 37 manns í Sogin á Reykjanesi þriðjudaginn 29. apríl...

... í blíðskaparveðri eða logni og hálfskýjuðu...

... þar sem litadýrðin á sér líklega ekki hliðstæðu nema að fjallabaki og álíka perlum á hálendinu...

Gengið var um þrjú vötn enda "vatnaárið mikla" í fullum gangi :-)

... og rakið sig eftir egginni sem rís umhverfis þau öll...

Byrjað var á Grænavatnseggjum...

... þar sem Moli var ekkert hræddur að kíkja niður á vatnið ofan af egginni...

... og við hin heldur ekkert smeyk að skrolla niður með skriðunum...

Sjá Krýsuvíkur-Mælifellið efst á mynd sem var endastöð okkar í Sveifluhálsgöngunni fögru í janúar á þessu ári...

Keilir í fjarska afskaplega fallegur í sólarlaginu þetta kvöld...

Síðasta vatn kvöldsins var Djúpavatn...

Það stafar alltaf birtu af þessum þremur ofurkonum Toppfara sem var sárt saknað á Heklu um liðna helgi...
konur sem allt geta og allt hafa gert með okkur og áttu skilið að fara þessa ofurgöngu...
en þær ætla á Tindfjallajökul á kröfudaginn svo það er ekki hægt að kvarta :-)

Eftir góða nestispásu ofan við Grænavatn með Djúpavatnið bíðandi eftir okkur var haldið á Djúpavatnseggjar...

... sem eru ansi skemmtilegur hryggur milli vatnanna beggja...

Mættir voru:

Aðalheiður Eiríks., Aðalheiður Steinars., Arna, Arnar, Áslaug, Ástríður, Bára, Doddi, Dóra, Guðmundur Jón, Guðný Ester, Gunnar, Gylfi, Halldór, Heimir, Hjölli, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Fríða, Jóhannes, Katrín Kj., Kjartan, Lilja Bj., Lilja Sesselja, Magnús, Njóla, Nonni, Ólafur G., Ólafur Vignir, Sigga Rósa, Sigga Sig., Sigríður Arna, Sigurrós, Steingrímur, Steinunn Sn., Súsanna, Svala og Örn

Vorum alveg með vatnaþemað á hreinu þetta kvöldið...

... og sólin skein hátt á lofti... það er komið sumar...

Nokkrir sjaldséðir hrafnir mættu þetta kvöld... þ.á.m. Gunnar sem gekk á Kilimanjaro í byrjun mars ásamt Vilborgu Örnu og félögum og hélt upp á afmælið sitt á toppnum með söng og gítarspili... geri aðrir betur :-)

Litið til baka á Djúpavatnseggjar vinstra megin, svo Grænavatn og Grænavatnseggjar hægra megin.

Við gengum gegnum litríkt jarðhitasvæðið í Sogunum á leið til baka...

Trölladyngja vinstra megin fjær og Grænadyngja nær hægra megin.

Litirnir þarna voru varla af þessum heimi...

... og við röktum okkur í lita-ævintýra-landi niður lækinn...

... og ljósmyndararnir misstu sig algerlega...

... enda ekki annað hægt...

Blár, grænn, gulur, appelsínugulur, grár, hvítur, svartur...

Í þetta sinn gengum við lækinn til enda...

... og komum "út" rétt við bílana...

... þar sem gáfulegra hefði kannski verið að láta það nægja...
þar sem Hekla og Tindfjallajökull eru þarna svona þétt sitt hvoru megin við þessa göngu...

...en eitthvað gamalt og þrjóskt leiddi okkur upp þessi litfögru gil alla leið á Grænudyngju...

Litið til baka á svæðið sem við vorum búin að ganga um...

Lilja Sesselja hafði rétt fyrir sér... Reykjanesið er algerlega í sérflokki...

Yfir Keili í vestri seig sólin...

... og gætti þess að við kláruðum alla leið á tind Grænudyngju í þetta sinn...

... þar sem við nutum veðurblíðunnar og útsýnisins...

Trölladyngja.

Niður var farið aðeins aðra leið en síðast... meira gegnum jarðhitasvæðið sjálft sem var skemmtileg tilbreyting...
sjá gíginn stórskorinn og klettóttan á vinstri hönd og Keili hægra megin uppi á mynd.

Alls 7,3 km á 3:10 klst. upp í 377 m, 402 m og 413 m en eitthvað er það öðruvísi en síðast...
með alls hækkun upp á 497 m miðað við 261 m upphafshæð.

Tindfjallajökull á fimmtudaginn 1. maí með óskaplega notalega veðurspá í kortunum, lygnt og léttskýjað...
vonandi engin úrkoma og varla ský á himni nema til að kæla okkur aðeins :-)

 

Rómantísk skógarferð um Undirhlíðar
í hávaðaroki en sumarhlýjindum

Jin og Jang tókust á þriðjudaginn 22. apríl...

...þegar farið var í rómantíska skógargöngu í funhita og sól, skreytta harðneskjulegu brölti í hávaðaroki...

... um lífsglatt hraun, slegnar malir og sleikta kletta...

... með himininn vindum strokinn ofan okkar...

Farið var vestan megini í skjóli til að byrja með...

... en svo algerlega berskjölduð fyrir 16 m/sek á leið upp Undirhlíðarnar í norðurtagli Sveifluhálssins...

... þar sem stöku skjól gafst fyrir nesti og hópmynd...

... og endað í fallegri klettaborg við hæsta tind Undirhlíða í 227 m hæð áður en snúið var við...
þá með tæpa 6 km að baki og bakaleiðin eftir...

Arnar, Steinunn Sn., Jóhann Ísfeld, Dóra, Katrín Kj., Guðrún Helga, Nonni, Guðný Ester, Njóla, Svala, Gylfi, Valla, Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Jón, Lilja Sesselja, Ástríður, Ósk E., Steingrímur, Roar, Hjölli, Halldóra Á., Rósa, Helga Edwald,  Aðalheiður Eiríks., Sigríður Arna, Örn, Ásta Guðrún, Ósk og Ólafur G., en Bára tók mynd og Bónó, Moli og Dimma fuku með.

Sem fyrr var ekki spennandi að fara sömu leið til baka...

... og því var farið hinum megin við hálsinn þegar komið var niður í skarðið við námuna...

... sem gaf ágætis skjól fyrir austanrokinu...

... og við áttum dýrindisstundir þarna vestan megin við Helgafellið í Hafnarfirði
sem er alltaf jafn fallegt fjall þó ekki sé það tiltölulega hátt..

... og svo freistandi að Arnar skákmaður, MontBlanc-fari og Nepal-fari
stóðst ekki mátið og skellti sér upp á það á leið til baka...

.... en við hin þóttumst of upptekin við að kanna ókunnar slóðir til baka...

 ...um hraunið og skóginn...

... svipaða leið og Jóhanna Fríða kynnti fyrir hópnum í fyrrasumar í klúbbmeðlimagöngu meðan þjálfarar voru í fríi
við afar góðar og þakklátar undirtektir...

Óskaplega fallegt kvöld þrátt fyrir vindinn...

en aðalumræðuefni kvöldsins var skelfilegt slysið á Everest þar sem 16 Sherpar fórust á Khumbujökliinum undan snjóflóði rétt ofan fið Grunnbúðirnar en við áttum öll erfitt með að melta þessar fréttir á miðjum afstöðnum páskum:
http://www.ruv.is/frett/engar-ferdir-a-everest-i-ar-vidtal

... í útlensku hitastigi og norskum fjallaskógi...

... og gullnu sólarlagi alla leið í bílana...
með sólina svo rauðglóandi síðustu metrana niður af himninum meðan við keyrðum heim...

Alls 11,8 km á 3:13 klst. upp í 227 m hæð með 433 m hækkun alls miðað við 89 m upphafshæð.

Ansi flottar æfingar síðustu þriðjudaga með löngum vegalengdum
sem gefa án efa frábært form fyrir lengri göngur í sumar sem bíða í hrönnum :-)
 

 

Ölfusvatnsfjöll Gildruklettar Lambhagi og Einbúi
við suðurströnd Þingvallavatns
í sól og vori til að byrja með
en éljagangi og hvítri jörð er leið á

Það skiptust á sól og snjóhríð sem aldrei fyrr í sögu okkar þriðjudaginn 15. apríl...

... þegar gengið var á Ölfusvatnsfjöll og félaga við suðurströnd Þingvallavatns...

... á gullfallegri leið sem fangaði athygli okkar allan tímann...

... í glimrandi góðu skyggni milli snjóélja...

... og góðri fjallasýn á áður gengin fjöll...
sem og þau sem enn bíða eftir okkur eins og Sandfellið og Mælifellið allt saman
sem voru á dagskránni í desember ásamt fleiri tindum á svæðinu en féllu niður vegna veðurs...

Mættir voru: Anton, Heiðrún, Gylfi, Örn, Ólafur Vignir, Lilja Sesselja, Maggi, Ósk, Ingi, Irma, Ásta Guðrún, Súsanna, Ólafur G., Margrét og Sigurrós sem var að mæta í fyrsta sinn í göngu með okkur... og Bára tók mynd.

Ármannsfellið hvítt í fjarska... Arnarfellið dökka fyrir miðri mynd og Miðfell og Dagmálafell sem við gengum þarsíðasta þriðjudag lengst til hægri á mynd bak við seinni hnúkinn á Ölfusvatnsfjöllum...

Það gekk á með éljum á milli þess sem sólin glitraði allt... og hér náðist fyrsti éljagangurinn á mynd...

... skyndilega varð allt dimmt...

... og jörðin hvítnaði...

...það sem áður var gult, grænt og brúnt af vorlitunum varð hvítt af snjó það sem eftir leið kvölds...

... en svo létti til eins og hendi væri veifað og allt varð aftur sólríkt og gott...

...en hvít jörðin sat eftir og hvítnaði meir eftir því sem éljagangurinn gekk oftar yfir svæðið...

Súlufell lengst til vinstri, Kyllisfell, Hrómundartindur og svo Sandfellið og Mæliflelið aftar hægra megin
með hærri hluta Ölfusvatnsfjalla að baki göngumönnum...

Fullt af mögnuðum útsýnisstöðum þetta kvöld... og það var sko skrafað og hlegið og málin leyst á alla vegu :-)

Búrfell í Grímsnesi sagðist bíða eftir okkur þar til síðar í sumar...
og við sáum þessa flottu kletta sem verða á dagskrá þarnæsta sumar árið 2015...

Ótrúlega fallegt landslag og útsýni af ekki hærri fjöllum...

Örninn sá um tímastjórnunina... "jæja, eigum við ekki að halda áfram" ?

... jú, bara aðeins að taka smá myndir hérna...

Niður af Ölfusvatnsfjöllum var gengið alla leið á ströndina neðan við bústaðina sem þarna rísa hver öðrum glæsilegri...
Einbúi litli hóllinn hægra megin, Gildruklettar við ströndina og svo Lambhagi sem var endastöðin þetta kvöld...

Við vorum stödd í paradís...

... og fórum gætilega gegnum þessar einkastrendur sem þarna eru...

... en stálumst til að borða smá nesti í skjólinu og friðsældinni sem þarna var við vatnið...

Svo var haldið áfram eftir ströndinni...

Litið til baka á Ölfusvatnsfjöll sem eru ansi fögur á að líta frá vatninu...

Þrjóskir skaflar hér í þetta lítilli hæð eftir allar þessar vorleysingar...

Enn einn éljagangurinn gekk yfir á síðasta kaflanum um Gildrukletta yfir á Lambhaga...

... en svo létti til og við gátum notið útsýnisins...

Anton vildi fara niður að vatni ofan af Lambhaga sem var auðvitað skínandi skemmtilegt...

Hinum megin risu Miðfell og Dagmálafell sem við gengum fyrir tveimur vikum og menn spurðu hvar báturinn væri :-)

Óskaplega fallegt þarna og friðsælt...

Loks var snúið við...
við vorum ekkert að flýta okkur í þessu góða veðri sem var
þrátt fyrir þessar ótrúlegu hryðjur sem yfir okkur gengu öðru hvoru :-)

Snjór yfir öllu saman... sem fyrr um kvöldið iðaði af gulu vorinu... þetta var ótrúlegt...

Skemmtileg leið til baka utan í hlíðunum á Lambhaga...

... svo gekk enn einn éljagangurinn yfir...

... og þarnæstsíðasta bústaður á leiðinni kom í ljós við austurströnd Lambhaga...
en sá var yfirgefið bátaskýli í niðurníðslu sem er mikil synd...

Næst síðasti bústaðurinn var líka yfirgefinn og í niðurníðslu... sjá Einbúa sem var "síðasti tindur" kvöldsins hægra megin á mynd... svo fallegur að hann fær að vera með í tölfræðinni... mikið er ekki alltaf meira eða stærra :-)

Einbúinn sá var 128 m hár og gaf fínasta útsýni yfir gönguleið kvöldsins í báðar áttir...

Ölfusvatnsfjöll í fjarska í suðri og gönguleið okkar meðfram ströndinni hægra megin...
Við enduðum á að strunsa veginn og móana í bílana og enduðum á 9,4 km göngu á 3:03 klst. upp í 253 m hæð hæst með alls hækkun upp á 550 m miðað við 126 m upphafshæð...
hörkuæfing sem leyndi sannarlega á sér hvað landslag og erfiðleikastig varðaði !

Yndisleg ganga og virkilega fallegt umhverfi...
þau luma á ýmsu þessi lágu fjöll og hafa sjarma sem enginn annar hefur...
sérstaklega ef strendur gefast með :-)

Aflýsum Heklugöngu um páskana hér með vegna slæmrar veðurspár alla hátíðina og stefnum á sumardaginn fyrsta eða helgina þar á eftir... vonum það besta, þessi Hekluferð okkar er löng og ströng og eingöngu spennandi í rjómablíðu eins og hún gerist best á vorin :-)

 


 


Stiklað eins og Indiana Jones
um Meðalfellið endilangt
...eins og Gylfi orðaði það... :-)
 

Enn eitt nýja fjallið bættist í safnið á árinu þriðjudaginn 8. apríl...

...þegar gengið var eftir Meðalfellinu endilöngu frá vestri til austurs og meðfram Meðalfellsvatni til baka...

Gengið var þéttar brekkurnar upp vestan megin ofan bæjarins og mikið grín gert að þjálfara sem lýst hafði leiðinni sem "aflíðandi" :-)

... en greið var hún og örugg allavega og gullfalleg þegar litið var til baka...
Eyrarfjallið í sólargeislunum og svo hluti af Akrafjalli lengst í fjarska hægra megin...

Það gekk á með skúraleiðingum um allt en einhvern veginn eiginlega ekkert á okkur...
en vindur var uppi og sólin skein á köflum...

Vorlegt og yndislegt og aldrei misstum við skyggnið þetta kvöld sem var mikils virði af jafn gjöfulu útsýnisfjalli...

Mættir voru 31 manns:

Efri: Ósk, Rikki, Katrín Kj., Steinunn Sn., Ólafur V., Dagbjört, Guðmundur Jón, Halldór Óskar, Antonk, Gylfi, Hildur Vals., Örn, Lilja Sesselja, Nonni, Jóhann Ísfeld, Steingrímur, Kristján, Sjöfn, Aðalheiður Ei., Ósk E., Guðlaug RL.
Neðri: Sigga Rósa, Ólafur G., Súsanna, Sigríður Arna, Arna, Svala, Ásta H., Njóla, Helga Edwald og Bára tók mynd með Bónó og Mola, Dimmu, Drífu og fleiri? hunda himinglaða allt í kring :-)

Heilmikið landslag er ofan á Meðalfelli og mjög gaman að rekja sig eftir því öllu með útsýnið á allavegu...

Fallegast var það suður yfir Meðalfellsvatnið sjálft og á norðurhlíðar Esjunnar
sem við höfum rakið okkur eftir um allt eftir hryggjum og múlum...

Lagt var upp með að fara eftir öllu Meðalfellinu sem er ansi löng leið eða um 10 kílómetrar
og frekar eitthvað sem menn gera á laugardagsmorgni...

...en þegar moldin seig undan okkur á löngum drullugum köflum í vorleysingunum... komu á okkur tvær grímur
og þjálfarar íhuguðu að stytta gönguna og leita leiðar niður um skriðu
sem þeir voru búnir að mæla út að væri geng niður ofan við Kaffi Kjós...

...en menn vildu bara ekki stytta gönguna og voru almennt stilltir inn á langa æfingu svo við héldum bara ótrauð áfram eftir drullunni
og vorum farin að svífa yfir heilu drulluböðin á endanum með stökum snilldartöktum :-)

Á miðri leið gengum við fram á þetta folaldahræ sem var átakanleg sjón... hafði greinilega reynt að krafsa sig heilmikið upp en ekki tekist...
menn deildu um hversu gamalt það væri... var það 2ja vikna gamalt eða var það að koma undan snjónum?

Ekki náðum við símasambandi við Kaffi Kjós en sendum þeim línu eftir gönguna með gps-hnitin í þeirri von að þau hafi einhverja miðlunarleið til allra á svæðinu upp á að finna eigandann að þessu svarta, fallega folaldi... sem við komumst við að finna svona á sig komið, litla skinnið.

Þegar komið var á austurhluta fjallsins fór Örninn að skima eftir góð niðurleið...
með Möðruvallaháls þarna hinum megin og Trönu í þokunni...

... og fann fína klöngurleið sem var ágætis tilbreyting frá endalausri stikluninni yfir mjúkan leirinn uppi...

... svo allt hófst þetta með hjálpsemi og þolinmæði
og þökkum við þeim félögum sem stóðu vaktina í bröltinu og studdu félaga sína niður :-)

Það var farið að rökkva þegar komið var niður á veg... og við straujuðum til baka tæpa 3 kílómetra meðfram Meðalfellsvatninu meðan myrkrið tók smám saman yfir... munum hér með allltaf keyra þennan veg og minnast þessarar göngu sem var ansi sætur sigur á þriðjudagskveldi :-)

Alls 9,7 km á 3:25 klst. upp í 373 m með 571 m hækkun alls miðað við 62 m upphafshæð.

Hekla eða ekki Hekla um páskana... það er spurningin :-)

 

Vorlegar aurskriður
á Miðfelli og Dagmálafelli

Vorið er sannarlega komið þessa dagana í hita og mildu veðri...

...eins og þriðjudaginn 1. apríl þegar gengið var í annað sinn í sögu klúbbsins um Miðfell og Dagmálafell austan megin við Þingvallavatn...
í fyrstu göngunni af nokkrum á árinu umhverfis vatnið...

Orðið snjólaust í bænum en enn snjór til fjalla enda bara byrjun apríl... vorgræðgin á sér engin takmörk...

...  en vorlegt færi... blautur snjór, mosi og aur...

Gengið var eftir báðum fellunum frá norðaustri til suðvesturs...

... með ansi gott útsýni yfir Þingvallavatnið og fjöllin öll á Þingvallasvæðinu allan hringinn...

Moli er með ólofthræddustu Toppförum... en skalf aðeins þegar hann kíkti hér niður... kannski bara af kulda en ekki hræðslu :-)

Mættir voru 34 manns:

Efri: Nonni, Ásta Guðrún, Lilja Sesselja, Björn Matt., Irma, Steinunn Sn., Súsanna, Guðrún Helga, Svala, Arnar, Njóla, Katrín, Örn, Ástríður, Guðmundur Jón, Helga Edw., Ósk Einars., Jón, Maggi, Steingrímur, Jóhann Ísfeld, Valla og Kristján.
Neðri: Gylfi, Ósk, Lilja H., Soffía Rósa, Ólafur G., Guðlaug RL, Arna, Njáll, Gerður Jens., og Dóra með Drífu en Bónó og Moli voru líka þarna einhvers staðar og Bára tók mynd.

Nýliðar vetrarins ansi duglegir að mæta þessar vikurnar og mörg hver mætt vel í tindferðirnar líka,
en regluleg mæting er lykilatriði til að byggja upp formið og komast vel inn í hópinn...

Steingrímur, Ósk Einars., Njáll, Krisján og Guðlaug
sem öll hafa gengið í hópinn í vetur og rúllað þessu upp frá byrjun eins og yfirleitt er...
menn vanmeta formið sitt allt of oft og koma sjálfum sér iðulega á óvart ef þeir bara mæta og leggja af stað...
... og Jóhann Ísfeld og Gerður Jens þarna líka sem alltaf hafa mætt mjög vel
frá því þau byrjuðu þarna um árið einhvers staðar í fortíðinni :-)

Milli Miðfells og Dagmálafells var smá skafl... og gamall vegaslóði...

... og fyrsta aurskriðan sem vorið bauð okkur upp á... mun saklausari en oft áður enda á Mosfellið algerlega metið :-)

Mikið spjallað og planað enda margar spennandi göngur framundan á árinu...
Everestfyrirlestur á fimmtudagskvöldið í boði Ingólfs Everestfara frá 2013 þar sem hann bætti við fleiri myndum og umfjöllun um gönguleiðina upp í Grunnbúðir en í hefðbundnum fyrirlestri sínum þar sem 22 Toppfarar stefna þangað í október... enda dróst hann á langinn fram yfir tíu og hefði vel mátt vera lengri... magnað að hlusta á ferðasöguna hans og myndirnar... hvílík fegurð úr hlíðum hæstu fjalla heims ! ... og hvílíkt afrek !

Verður mjög spennandi að fylgjast með Vilborgu Örnu vera fyrst íslenskra kvenna til að sigra hæsta tind heims:
http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/31032014-1

Gerður, Lilja, Njóla, Irma og Soffía Rósa að klára upp Dagmálafellið sem mældist 297 m hátt
en Miðfellið sem er að baki reyndist 339 m þetta kvöld...

Aðeins vetrarlegra en fyrir tveimur árum þegar við gengum þessa sömu leið í lok mars...
enda var sumarið 2012 ógleymanlegt veðurblíðusumar...

Niður af Dagmálafelli var farið aflíðandi brekkur að mosabarði nokkru við Þingvallavatnið þar sem við snæddum nesti...
en aurskriðurnar létu aðeins á sér kræla hér líka þó óverulegar væru...

Veitingastaður af náttúrunnar hendi á heimsmælikvarða... sæti fyrir alla og útsýnið niður á Þingvallavatn :-)

Alls 7,2 km á 2:42 klst. upp í 339 m hæð hæst með 534 m hækkun alls miðað við 143 m upphafshæð.

Rösk og krefjandi æfing þar sem endað var í rökkri og við rétt sluppum við að kveikja á ljósunum sem er dásamlegt eftir veturinn...

Bjarnarhafnarfjall á laugardaginn í mildu vorveðri... eftir sumarveður síðustu vikuna sem vonandi hefur hreinsað sem mest af snjó af fjallinu þar sem það liggur við sjó... vonandi fáum við fallegt skyggni og smá sól :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir