Tindferð 76 Kálfstindar þriðjudaginn 1. maí - kröfuganga
Þverfell - Kálfsgil - Kleifur -  Norðri - Flosaskarð

 Kröfuganga á Kálfstinda

Á frídegi verkamanna þann 1. maí 2012 fóru 33 Toppfarar kröfugöngu á innstu Kálfstindana milli Þingvalla og Laugarvatns og gengu fjölbreytta leið í enn breytilegra veðri... yfir eitt fell, upp á tvo fjallstinda, inn um eitt gljúfur og gegnum nokkur skörð...

 Vetur og sumar háðu hatramma baráttu sína fyrir framan okkur þennan dag þar sem veðrið sveiflaðist frá kuldalegum vindi og þoku yfir í logn og sólarbjarma... og við áttum fullt í fangi með að fara í og úr fötunum... bröltandi í ilmandi mölinni annars vegar og bráðnandi snjónum hins vegar... hvort það var vetur, vor eða sumar breyttist hverja mínútuna og varð ekki fyllilega ljóst fyrr en á heimleiðinni þar sem sumarið sigraði í hlýrri sólinni...

Mættir voru í sólskinsskapi...

Aftast: Hjölli, Guðmundur, gunnar, ?, Anton, Örn, Thomas, Ólafur, Ísleifur, Lilja Kr, Sigríður, Björn, jón, Valgerður Lísa og Kristján.
Framar: Ásta Guðrún, Hildur Vals., Sigga Sig., Ósk, Súsanna, Katrín Kj., Jóhanna Fríða, Sylvía, Katrín R., Ágústa, Gerður J., Irma, María E., Hulda gestur, Ástríður, Guðlaus, Día og Áslaug en Bára tók mynd.

Lagt var af stað frá Laugarvatnsvöllum kl. 9:12 í svolitlum vindi með úfinn himininn fyrir ofan okkur
þar sem sólin stóð í stappi...

Sumarið komið á láglendinu og kjarrið að taka við sér...

Byrjað var á Þverfelli...
fellinu sem rís austan megin við Flosaskarð við Flosatind og gefur flott útsýni yfir austurhluta Kálfstinda...

Ofan af Þverfelli var haldið norður að kálfsgili
sem opnast við kverkina milli fjallgarðs Kálfstinda og bálksins sem stendur vestur af Laugarvatnsfjalli...

Kálfsgil framundan á mynd og Kálfstindarnir tveir þennan dag.

Kálfsgilið var glæsilegt gljúfur sem leyndi ár sér...

Tókum hópmynd framan við gilið en það er þeirrar náttúrugerðar að mikilfengleikurinn næst ekki á mynd...

Efri: Gunnar, Ólafur, Thomas, Hildur, Björn, Ástríður, Örn, Guðmundur, María E., Jón, Áslaug, Sylvía, Sigríður, Ísleifur, Sigga Sig., Hulda, Guðlaug, Katrín R., Kristján, Anton og Jóhanna Fríða.

Neðri: Ósk, Björn E., Gerður J., Katrín Kj., Ásta Guðrún, Valgerður Lísa, Día, Súsanna, Irma, Lilja Kr., og Ágústa en Bára tók mynd.

Og hófst þá ævintýragangan inn gilið...

Menn gátu skilið bakpokana eftir þar sem þetta var einstefna til baka...

Grjóthrunið með ólíkindum mikið ofan á snjónum og við höfðum varann á
en við urðum ekki var við eitt grjóthrun...

Þykkir snjóskaflar alla leiðina inn eftir enda nær sólin lítið að bræða hann inn undir háum hamraveggjunum...

Bráðnunin engu að síður á fullu í vaxandi sumarhitanum...

Fremstu menn líta til baka út gilið...

Myndavélarnar voru stanslaust á lofti þennan kafla
og við vorum sannarlega bergnumin af stórfengleikanum...

... mitt á milli þess sem hlátrasköllin glumdu í hamrasalnum...

Snúið til baka út gilið...

 Við fórum á flug í þessari fegurð og vorum ákveðin í að vera duglegri að fara í gönguferðir en ekki bara fjallgöngur...

Magnað umhverfi sem breytist stöðugt milli árstíðanna og forvitnilegt að sjá snjólaust en þá er gilið dýpra og torfærara í grýtinu...

Síðustu metrarnir út með Þverfellið í fjarska...

Stórgrýtið sem kom undan snjónum... eins gott að vera bara með snjóinn yfir öllu ;-)

Fyrsti nestistími dagsins í mynni Kálfsgils...

... í grjótruðningnum sem flust hefur með vatninu úr gilinu í miklum leysingum...

Eftir mat var haldið upp 50° hallandi brekkurnar upp á "hálendið"... þar sem alvaran tók við...

Þverfellið í baksýn og austurhlíðar syðstu Kálfstinda og Reyðarbarmanna...

Uppi litum við niður ofan í gilið...
Guðmundur er einn af "brúnamönnum" Toppfara... alltaf kominn fram á búnir og hengjur að kíkja...

Efstu brúnir á Kálfsgili... neibb, það var ekki fært upp úr því innan frá ;-)

Framundan frá gilsopinu var fyrri Kálfstindurinn...
leifur nefnum við hann þar til annað sannast... auðkleifur í snjónum og við hikuðum hvergi...

Gilsbrúnirnar og austurhlíðar Kálfstinda til suðurs...

Þverfellið niðri í sólargeislunum í baksýn Ástu Guðrúnar, Guðmundar, Lilju Kr., Ósk, Gunnars og Maríu...

Haldið í skarðið milli Kleifs og Flosatinds...

Þar sem snjónum sleppti þurfti að klöngrast í móberginu...

Var sólin að koma...?

Hún skein á köflum en var gleypt jafnóðum af þokunni sem kom í hrönnum með vestanvindinum...

Litið til baka þar sem sést aðeins í efstu brúnir Kálfsgils...

Sjá bardaga sólar og skýja efst á mynd ;-)

Uppgönguleiðin á Kleif um mjúkan sjóinn...

Síðustu metrarnir á Kleif sem mældis 807 m hár...

Hjölli með í för aldrei þessu vant...
em er skrítið að segja því Hjölli hefur verið með ötulustu göngumönnum Toppfara frá upphafi
en verið aðeins uppteknari síðustu mánuði og minna sést...
varla að við séum komin yfir fráhvarfið af því að hafa hann ekki með öllum stundum;-)

Litið til baka á norðurhlið Flosatinds... uppgönguleiðin okkar fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan ;-)

Víglínan í stríði vetrar og vors... vestur- og norðurhlíðar mun snjóþyngri en austur- og suðurhlíðar...

Við stoppuðum stutt á Kleif... varla í mínútu þar sem þar var kalt og þokukennt...

Héldum niður í lendurnar sem liggja milli hans og síðasta... nyrsta... hæsta Kálfstindsins...

Hann reis upp í þokuna í norðri en við tókum þetta létt í frábæru snjófæri...

Dimma foringi meðal fremstu manna... Guðlaug, Anton, Kristján, Hjölli, hver? og Ólafur.

Snjórinn nægilega mjúkur svo ekki var þörf á broddum... og nægilega harður til að við sukkum ekki...

Litið til baka ofan af neðstu hlíðum Norðra...

Valgerður Lísa, Ósk, Ásta Guðrún, Áslaug, Sylvía, Súsanna, Björn og Día...

Farið var upp suðurhrygginn sem er snjólaus og ágætlega fær um lausagrjót ofan á móbergsklettunum...

Komin í skarðið efst í Norðra... ekki margir metrar eftir hér upp á tind...

Mögnuð litasamsetning í umhverfinu...
Prjónapeysa í þessum litum væri snilld... svona til að bæta við prjóna-umræðuefni dagsins ;-)

Hrímað á toppnum... veturinn þrjóskaðist við að sleppa klónum af hæstu tindum...


Á hæsta Kálfstindinum sem ekki virðist eiga nafn en við köllum
Norðra þar sem hann er nyrstur...
til móts við Suðra sem við gengum á fyrir tveimur árum sunnan megin á Kálfstindunum...
æddist þokan um hrímugan toppinn og byrgði okkur sýn sem er mögnuð í góðu skyggni yfir á Hrútafjöllin, Skefilsfjöll, Tindaskaga, Klukkutinda, Skriðutinda og Skriðu... að ekki sé talað um fjöllin öll sunnan Langjökuls... og allt suðvesturhorn landsins allan hringinn frá jöklum að höfuðborgarsvæðinu... og bíður bara betri tíma til að sjá...

Hátíðarskapið...

...sólskinsskapið... gleðin... hláturinn... brosið... 
véku hins vegar hvorki fyrir þoku né vindi... og 1. maí var fagnað í
884 m hæð...

Björn, Súsanna og Jóhanna Fríða sem mættu auðvitað með íslenska fánann í tilefni dagsins ;-)

Nestispásan í skjóli fyrir vestanvindinum...

Haldið til baka eftir matinn... þarna hefðum við betur slórað aðeins meira...

Því um leið og við vorum búin að strauja niður snjóbrekkuna... á varla mínútu...

...var toppurinn orðinn hreinn og útsýni opnaðist til hálendisins í norðri...

... en við þóttumst ekkert svekkja okkur á þessu og skoppuðum létt um hóla og hæðir gegnum snjóhengjur og brekkur...

Veturinn að víkja fyrir sumrinu...

Frá því við yfirgáfum efsta tind létti stöðugt til og dagurinn endaði í sól og blíðu eftir því sem á leið...

Á þessum kafla bárust vélarhljóð til eyrna... og olíulykt til nefja... vélsleðamaður einsamall á ferð að því er virtist...
þetta er gósenland þeirra enda eiga þeir bækistöð við Bragamót inn undir Hrafnabjörgum vestan við Hrútafjöll... en við ætlum þangað upp síðla sumars á þriðjudagskveldi ;-)

Vélsleðaförin voru úti um allt... svo sannarlega hægt að leika sér heilmikið þarna...

Sólin að yfirbuga andstæðinginn sem virtist ósigrandi á köflum...

Flosatindur norðanmegin... þarna fórum við upp fyrir tveimur árum í hífandi hálku með ísinn undan snjófsköflunum... örugglega mun betra færi þennan dag... og við létum okkur detta í hug að ganga á Flosatindinn... munaði ekki miklu... en létum þarna við sitja... enda var mótþróinn með eindæmum í hópnum þennan dag og ekkert hlustað á þjálfarana... bara kröfur og andspyrna... svo við héldum áætlun dagsins yfir í Flosaskarð...

Gengið vestan megin við Flosatind með Hrútafjöll á hægri hönd og Þingvallavatn framundan...

Vorið draup gegnum snjóinn niður í jörðina... 

Hrútafjöll í baksýn...

Þau verðum við að ganga í heilu lagi í tindferð þegar það er bílfært inn eftir...
væri fínasta hávetursganga upp á öruggt göngufæri en bílfæri hamlar för eins og svo oft á fallegum hálendisstöðum...

Nestispása vestan undir Flosatindi...

Það var mótþrói í mönnum og ekkert hlustað á plön um að hafa nestispásu í Flosaskarði ;-)

Komið að Flosaskarði sem klýfur Flosatind og Illkleif í tvennt...

Litið til baka - Hrútafjöll í baksýn...

Flosatindur fyrir ofan hópinn... ansi stutt á tindinn... en menn héldu sínu striki...

Komið niður úr Flosaskarði... þar sem Kári elti Flosa í hefndaraðgerðum eftir Njálsbrennu...
einni
mögnuðust spennusögu fyrri alda á Íslandi...
sem skákar ennþá æsilegustu spennusögur skáldsagnahöfunda okkar tíma...
Njálssögu...

....þar sem Flosi og menn hans brenndu Njál og alla hans fjölskyldu og fylgdarlið inni að Bergþórshvoli... þar sem Bergþóra hafnaði boði Flosa um að fá að sleppa út úr brennandi húsinu af því hún væri kona og svaraði með þeim fleygu orðum: "Ung var ég gefin Njáli" og brann inni með Njál sér við hlið og fósturson þeirra Þórð Kárason sem einnig afþakkaði boð Bergþóru ömmu sinnar um að sleppa undan eldinum og kaus fremur að brenna inni með afa og ömmu... en að sögn varðveittust líkamsleifar þeirra alveg undir uxarhúðinni sem þau breiddu yfir sig (dóu úr reykeitrun) nema fingurinn á stráksa sem brann þar sem hann stóð út undan feldinum...

Sjá tilvitnanir í Njálu í göngu okkar á Þríhyrning í lok maí 2010 þar sem lesa má magnaða lýsingu á Njálsbrennu að gjörningu Flosa og hans manna þar sem Kári kemst lifandi undan eldinum og eltir hann um Flosaskarð ef satt er (margt í landafræðinni/vegalengdum/tímarömmum stenst varla í æsilegri sögunni)... en manni verður smá spurn hvort einn tindurinn hefði ekki mátt heita káratindur úr því Flosi fær sín örnefni ;-)

Grýtt en vel fær leið...

Komin á góðan slóða hér enda er Flosatindur algengastur uppgöngu af Kálfstindum
og þá frá Laugarvatnsvöllum eða Laugarvatnshelli...

Það var eins og við gengjum úr vetrinum vestan megin... í sumarið austan megin...

Farið greitt niður síðasta kaflann...

... utan í austurhlíðum Illkleifs með syðri Kálfstinda í fjarska...

Langi snjóskaflinn niður grjóthlíðina kom sér vel...

...þar sem við runnum mjúklega niður á skónum í stað þess að þurfa að fóta okkur gegnum bratt lausagrjótið...

Sumarið tók við síðasta kaflann að bílunum á Laugarvatnsvöllum...

Litið til baka á Flosatind...

Þjálfarar fengu þá góðu hugmynd að miðnæturgangan á þriðjudagskvöldi í júní/júlí 2013 yrði frá Laugarvatnsvöllum upp á Flosatind um Flosaskarð... stuttur akstur, stutt aðkoma, stutt ganga þó brött sé og einstaklega flottur tindur með magnað útsýni...

Við tókum okkur góða pásu eftir gönguna í barðinu við bílana... enginn að flýta sér enda rétt að koma kaffi...
Varla að menn kunni við að vera búnir svona snemma á göngu og koma í bæinn löngu fyrir kvöldmat...



Illkleifur, Flosatindur, Kleifur og Norðri.

Jú, kannski s
má svekk hvað það létti stöðugt til nákvæmlega frá þeirri mínútu sem við yfirgáfum efsta tind...
 en við vorum sátt við flottan göngudag á fallegu svæði þar sem bardagi veturs og vors var háður í fanginu á okkur
og endirinn var góður ;-)

Snilldar-andspyrnu-hreyfing

...upp á alls 12,5 km á 6:37 - 6:48 klst. upp í 884 m hæð með 1.369 m hækkun alls milli tinda miðað við 182 m upphafshæð.

... nú eigum við bara eftir að fara á allar hinar tindaraðirnar milli Þingvalla og Laugarvatns ;-)
 - Tindaskagi - Hrútafjöll - Skefilsfjöll - Klukkutindar - Skriðutindar -
... að sumarlagi þegar er bílfært inn eftir hálendinu ...

Allar myndir þjálfara úr ferðinni hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T76KalfstindarHSti010512

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir