Perúferðin mikla 2011
4. hluti af 4:

Lima - Huaraz - Santa Cruz - Lima - New York - Heimkoma

Alls fóru 29 Toppfarar í stórfenglega ferð til Perú í Suður-Ameríku dagana 15. mars - 7. apríl 2011

Ferðin var farin á vegum Ítferða og undir leiðsögn Sæmundar fararstjóra
sem sniðið hafði dagskrána eftir könnnunarleiðangur sinn um landið þremur árum áður...
og bar hún þess sannarlega merki á ævintýralegan máta;
metnaðarfull og krefjandi ferð þar sem hver dagur var nýttur til að kynnast bæði landi og þjóð
í fjórum ólíkum gönguferðum á víð og dreif um landið ásamt ýmsum skoðunarferðum í alls kyns byggðum og óbyggðum...

Ferðin reyndi vel á leiðangursmenn og það tók marga mánuði að melta hana eftir á...
og enn er hún í raun ekki fullunnin í hugum okkar og hjarta
sem segir allt um hátt ævintýrstigið... og erfiðleikastigið...

En eftir því sem árin líða gerum við okkur sífellt betur grein fyrir því hvurs lags ævintýri þessi ferð var
því þrátt fyrir kyngimagnaðar gönguferðir Toppfara um allan heim árin á eftir
þá virðist þessi ferð alltaf skipa efsta sæti í stórkostlegustu gönguferð erlendis í sögu Toppfara...

Gengið var um mjög ólík fjalllendi í Perú í kringum 3000+ m hæð þar sem lægst var farið í 2.100 m og hæst upp í 5.822 m...
með alls 135 km að baki eftir rúmlega 3ja vikna ferðalag um ólík lönd Perú...

Upp úr stendur að þrátt fyrir alla erfiðleika þá gaf ferðin okkur svo mikið
meðal annars djúpa vináttu og tengsl sem aldrei rofna...
 því tengslin mynduðust við alls kyns mótlæti og um leið einstök ævintýri á framandi slóðum
sem einhvern veginn er erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki voru í ferðinni...
sá sem þetta ritar nú árið 2018 finnur fyrir djúpri væntumþykju gagnvart öllum leiðangursmönnum Perúferðarinnar
og það er ómetanlegt að upplifa þá tilfinningu...

  Hér verður
fjallað um

4. hluti af 4:

Höfuðborg Perú Lima
Fjallaþorpið Huaraz í norður Perú
Santa Cruz Trek í Andesfjöllunum
á 4ra daga göngu
Heimför gegnum Lima og New York

 

1. hluti af 4:


Brottför frá Íslandi gegnum New York
Fjallaþorpið Cusco í Norður Perú
Sacret Valley
Inkaslóðin á 4ra daga göngu
Týnda borgin Machu Picchu

2. hluti af 4:


Bærinn Arequipa í Suður-Perú
Colca Canyon á 2ja daga göngu
Þorpið Cabanaconde
Skoðunarferð til baka um Condor-útsýnisstaðinn og heilsubæinn Chivay

3. hluti af 4:


Arequipa
Misty - 2ja daga háfjallaganga
Arequipa
Lima

 

Ferðadagar 16 og 17 - átta göngudagar að baki

Fjórða gönguferðin af fjórum í Perúferðinni
4ra daga ganga um Santa Cruz Trek

Fimmtudagurinn og föstudagurinn 30. og 31. mars
Lima og Huaraz
 

Ferðalýsing Ítferða:
30. mars: Frjáls dagur í Lima. Næturrúta til Huaraz (brottför 22).
31. mars: Frjáls dagur í Huaraz.
Gist á Hosteli á góðum stað í Huaraz. (2ja, 3ja og 4ra manna herb. öll með sér baði)

það var dásamlegt að fá rólegan morgun á hótelinu í Lima...
slíkir morgnar gáfust varla í Perúferðinni
svo það var eins gott að njóta... morgunmaturinn var ágætur
og svo fóru menn hver með sínu lagi um borgina þar sem ekkert lá fyrir
nema mæta um kvöldmatarleytið í næturrútuna sem fara átti með okkur norður til bæjarins Huaraz í miðhluta landsins...

Sumir gengu um alla borg... aðrir versluðu...
og enn aðrir nutu þess bara að sitja og fá sér að borða í rólegheitunum á veitingastað... meðal annars hér...
á einhverjum af mörgum veitingastöðum sem gáfust við ströndina...

Ströndin í Lima... borg andstæðna... borg mikillar sögu...
en klárlega sísti staðurinn sem við sáum í Perú...


Smám saman söfnuðumst við saman á hótelinu eftir frjálsa daginn í Lima...

Framundan var nótt í rútu... svokallaðri næturrútu sem er algengur ferðamáti í Perú...
þar sem við keyrðum norður til bæjarins Huaraz...

Huaraz er norðan við miðjuhluta Perú...
https://en.wikipedia.org/wiki/Huaraz

120 þúsund íbúar og næst stærsti bærinn í miðhluta landsins á eftir Huancayo
en 22. stærsti bærinn á öllu landinu...
vinsæll áfangastaður þeirra sem stefna í Cordilleira Blanca fjöllin þangað sem við vorum einnig að fara...
en þar leynist hæsta fjall landsins...
Huascaran í Huascaran þjóðgarðinum...
https://en.wikipedia.org/wiki/Huascar%C3%A1n

Árið 1970 gjöreyðilagðist borgin Huaraz nánast alveg eða 95% af henni í stórum jarðskjálfta
sem olli eyðileggingu á stórum hluta Ancash svæðisins þar sem 25 þúsund manns létust.
Skelfilegar hamfarir sem enn má sjá merki um á svæðinu.
Alþjóðleg aðstoð barst frá fjölda landa og samstaðan og hlýhugurinn var slíkur í kjölfar þessara hamfara
að í kjölfarið var borgin kölluð "höfuðborg alþjóðlegrar vináttu"...

Næturrútan var sérstakt fyrirbæri sem enn jók á safn nýrra upplifana í lífi okkar Toppfara...

Hér áttu menn að sofa heila nótt á ferðalagi... það tókst ekki svo glatt... menn sváfu misvel
og áttu margir erfitt með að teygja úr fótunum og slaka nægilega vel á...

Óþægilegur ferðamáti en sannarlega ódýr þar sem tími sparaðist á ferðalagi
sem og ein nótt á gististað...

Í Huaraz gistum við á sérstöku hóteli sem hét Soledad bed and breakfast...
og var herbergjaskipan eins og svo oft áður í Perú um allt einhvern veginn...
herbergi hér og þar í allar áttir á öllum hæðum...
eftir á að hyggja mjög ævintýralegt og einkennandi fyrir þetta land...

Við vorum það stór hópur að ekki var nægilegt pláss fyrir alla í sömu byggingu
og því gisti hluti hópsins í annarri byggingu sem tilheyrði samt sama hóteli...

Hótel Churup
en sú bygging var meiri svefnálma... eða gamalt heimili í raun...
stærri herbergi og meira pláss sem var frábært í einkennandi þrengslum Perúska landsins
en heldur kalt og lítil kynding sem fór misvel í þá sem þar gistu...

En sagan leyndi sér ekki í húsinu... þarna var fortíð sem við vissum ekkert um...
þetta var svolítið eins og að sofa á safni eða gömlu heimili... alls kyns rúm og húsgögn um allt...
en þjálfarar svo mikið að spara pláss og rafmagn í myndavélinni að myndatökur inni við mættu of miklum afgangi...
nú myndi maður vilja rifja upp hvernig herbergið var á þessum stað en engar myndir finnast í ljósmyndasafninu því miður...

Og þegar litið var út um gluggann þá blasti þessi fárækt... fábreytileiki... naumhyggja við...
og þá var hvergi viðeigandi að vera ósáttur við gistinguna sína...

Uppi í meginbyggingunni var stór stofa þar sem við gátum dreift vel úr okkur...
dauðþreytt eftir næturrútuna og lítinn  svefn þar...
í minningunni finnst manni maður aldrei hafa náð að sofa almennilega í Perúferðinni...
við vorum alltaf að koma seint í hús... vakna um miðja nótt... eða sofa í rútum eða flugvélum...
og þegar þessi ferðasaga er skrifuð þá eruþetta ekki svo nærri lagi...
það er ekki skrítið að við náðum að gera allt þetta sem við gerðum á 24 dögum
í þessari þéttu dagskrá ...

Hér spáðum við í spilin með það sem var framundan...
enn ein eldraunin í fjóra daga í tjaldi...
hvað vorum við eiginlega að spá þegar við pöntuðum þessa ferð ? :-) :-) :-)

En... fyrst var það ferðamannavænn dagur
um Huascaran þjóðgarðinn með akstri og göngu upp að skriðjökli nokkrum í jaðri Cordilleira Blanda fjallanna
eða bara slökun og skoðunarrölt um bæinn á eigin vegum...

Lilja búin að ná heilsu nokkurn veginn...
sem betur fer það mikilli að hún treysti sér til þess að fara í þessa 4ra daga göngu
en Halldóra Ásgeirs sleppti henni og naut sín á ferðalagi um svæðið á meðan
en þetta var ákvörðun sem hún hafði tekið frá upphafi ferðar, að sleppa Misti og Santa Cruz...
þaulvön ferðakona sem er vön að vera á eigin vegum erlendis
enda er Perú þess legt land að þar eru ævintýri á hverju strái... hvar sem maður er staddur...
nema kannski helst ekki í Lima... en samt...
það var margt áhugavert meira að segja þar...

Allir sársvangir og Sæmi stakk upp á skemmtilegum heimastað nálægt hótelinu
þar sem hægt var að fá ódýran mat
bakaríið á horninu í Huaraz... já, við vorum sannarlega í Perú og ekki í íslensku bakaríi...
fábrotið og einfalt...

Það var gaman að kynnast öllum þessum stöðum með augum Sæma
sem ferðast hafði þarna um árið á undan og samið þessa stórbrotnu ferð...
ástríða hans og aðdáun á landinu var oft áþreifanlega skemmtileg...

... til dæmis að fara í þetta bakarí og smá að smakka perúska drykkinn sem þau bjuggu til úr ávexti héraðsins...
hvað ávöxtur var þetta aftur ?

Og samlokan smurð þarna líka fyrir okkur á þessu litla borði...

Morgunmatur / hádegismatur dagsins :-)

Já, við vorum stödd í svörtustu Perú... eða kannski í dæmigerðri Perú...
við vorum í menningunni... í sögulegri borg... með virkt dýrahald inni í henni miðri...

Hjörðinni smalað sisvona framhjá veitingastaðnum...

Ef einhver var óánægður með gistinguna sína... eða aðbúnaðinn almennt
þá bráði það fljótt af við göngu um Huaraz borg...

Við vorum ríku vestsurlandabúarnir með stofu eins og þessa og örbirgðina úti um gluggann...

... og ekkert bruðl með salernispappír eða annan úrgang...
hér var ekki meira en nóg af vatni og frárennslismál á öðru stigi en við áttum að venjast...
eftir Perúferðina tók það mann langan tíma að finnast í lagi að setja pappír í salernisskálina...

Helmingur hópsins ákvað að sleppa skoðunarferðinni upp að skriðjöklinum og dóla sér bara í bænum í staðinn
sem var vel þess virði... Huaraz varð enn einn ótrúlega sérstaki staðurinn sem við kynntumst í Perú...

Við sem fórum í skoðunarferðina keyrðum með rútunni upp í sveitirnar fyrir ofan
þar sem bæirnir voru sérlega fallegir...

Metnaðarfullir gististaðir í spænskum stíl...

Salernin og hengirúmin...

Útsýnið fallegt niður dalinn...

Perúsku konurnar í sveitinni... þessir litir... skærbleikt, skærblátt, skærrautt....

Við keyrðum svo áfram upp dalinn að fjöllunum...

Fannhvítir snarbrattir hamrarnir framundan og við áttum að ganga upp að jökullóninu
þar sem jökullinn rann út í... svipað og jökulsárlón á Íslandi nema hér var jökullinn ólíkt brattari
og aðkoman flóknari...

Fínt að ganga svolítið eftir alla rútuferðina löngu um nóttina...

Ofan við urðirnar opnaðist jökullónið skyndilega og brattur jökullinn blasti við...

Nestið í göngunni...

Maður var ekki beint í ofáti í Perúferðinni...

Laguna Llaca... í 4.474 m hæð...
jebb, við vorum meira og minna stödd í yfir 3.000 m hæð í Perú...
si svona á saklausu ferðamannadóli um jökulvatn eitt... í einum af mörgum þjóðgörðum landsins...

Stígurinn náði lengra inn eftir... Lilja með í för... orðin frískari... sem var mjög dýrmætt...

Jökullinn að hopa hratt eins og á Íslandi... leirinn undan jöklinum...
hlýnun jarðar ? ... eða bara vor í jarðsögunni... ?
... spurning sem of fáir vilja almennilega velta fyrir sér og er ekki leyfileg spurning rétttrúnaðarins...

Gróðurinn strax byrjaður að kvikna í jökulsandinum...

Blómlegur staður þrátt fyrir allt...

Gróðurinn tók vel á móti þessu gamla vatni og sorfna sandi og nýtti það vel...

Þetta var einstakur staður...

... friðsældin áþreifanleg og við áttum erfitt með að skella okkur ekki bara út í...

Örn lagði af stað... en hætti við... jakarnir flutu létt og gáfu eftir...

Leiðin meðfram lóninu grýtt og skemmtileg...

Við sáum ekki eftir því að eyða deginum í þetta...

Aðkoman vel unnin fyrir ferðamenn að koma að skoða...
 en samt var enginn þarna nema við...
Perúbúar eru komnir lengra en Ísland í ferðamannagestgjafaiðnaðinum...

Leiðin svo til baka að bílunum úr dalnum...

Rústir á leiðinni og fróðleikur...

Yfirgefin hús... allt í niðurníðslu...

... og ekki var það mikið skárra í bænum sjálfum Huaraz...

Frjáls tími eftir skoðunarferðina og þjálfarar skoðuðu bæinn eins og hinir...

... leituðu að almennilegum veitingastað og fundu einn... við vorum einu viðskiptavinirnir
og fengum örbylgjuupphitaða flatböku...
lærðum það þar með... þegar fári eða engir eru á veitingastað erlendis má gera ráð fyrir lélegum mat...

Seinnipartinn var fundur á hótelinu um gönguferðina framundan...

Úff... ein gangan enn... en nei... við vorum samt spennt... já, er það ekki...
þetta var ganga sem sjá má á mörgum topp 10 eða topp 20 flottustu gönguleiðir í heimi...

Yfirleiðsögumaður okkar í Cordilleira Blanca ferðinni hét...
og var frábær stjórnandi... æj, hvað hét hann aftur...

Fjórir göngudagar... gist í tjöldum allan tímann... burður alls farangurs með múlösnum...
farið upp í tæplega 5.000 m hæð í skarðinu milli fjallanna...
eitt fegursta fjall í heimi á leiðinni... Alpa Mayo sem prýðir Universal Studios vörumerkið...
og við sjáum alltaf á undan kvikmyndum frá því veri...
burðarmenn allan tímann... nóg vatn... eldaður matur á leiðinni... líka í hádeginu...
við vorum að fara að ganga um sveitir og óbyggðir
og aldrei í byggð nema gegnum perúskum sveitabýli í byrjun á degi eitt...

Sjá veraldarvefinn um þessa leið:

https://besthike.com/s-america/central-andes/santa-cruz-trek/

og

http://www.cordillerablanca.info/trekking/santa-cruz-trek.php

Gönguleiðin okkar vinstra megin...
Komið keyrandi frá Huaraz að Colcabamba...
gist nótt eitt í Paria í 3.850 m hæð...
gengið upp í skarðið Punta Union í 4.750 m hæð...
gist nótt tvö í Taulipampas í 4.250 m hæð...
smá útúrdúr að fjallinu Alpamayo 5.947 m og svo framhjá fjallinu Santa Cruz 6.250 m og gist nótt þrjú í Llamacorral
gengið til Cashapampa og ekið til Huaraz...

Í Cordilleira blanca fjöllunum eru 33 tindar yfir 5.400 m háir sem skreyta alla leiðina...
leiðin er 50 km löng í heild... mjög fjölbreytt landslag og dýralíf...

Kvöldmatur var á fínum veitingastað niðri í bæ...

... sem x mælti með og við vorum ekki svikin af herlegheitunum
en sem fyrr fundum við vel fyrir því að vera svona stór hópur...
of stór fyrir vanþróað ferðamannaland eins og Perú
þar sem heimamenn gerðu samt sitt besta til að græja og gera fyrir 30 manns á sama tíma...

Gangan heim á hótel frá þessum veitingastað var söguleg...
menn fengu matinn sinn á misjöfnum tíma þar sem við vorum svo mörg
og því tíndust menn út og "heim" á hótel á misjöfnum tímum...
en að ganga í myrkri upp margar þvergötur í jafn hrörlegum bæ og Huaraz var meira en að segja það...
man eftir ótta og óöryggi... efa um hvort við værum að fara rétt...
en Örn setti alltaf hótel og aðra mikilvæga staði strax í gps-tækið sitt...
og á ennþá þessa punkta marga hverja...
og tilkynnir stundum á einhverjum íslenskum fjallstindinum hversu margir þúsundir kílómetra séu í þennan og hinn gististaðinn í Perú :-)
... en aftur að göngunni á hótelið... margt misjafnt að sjá á leiðinni...
lætin og erill og fólk að skemmta sér og við vorum ekki alveg örugg man ég...
en komumst klakklaust á hótelið loksins í myrkrinu...

---------------------

Ferðadagur 18 - Göngudagur 9 af 12

4ra daga ganga um Santa Cruz Trek

Laugardagurinn 1. apríl 2011
Göngudagur 1 af 4
 

Ferðalýsing Ítferða
Santa Cruz Trek, alls 44 km.

Huaraz-Vaqueria-Quebrada Paria: Brottför snemma morguns (um 5 leytið).
Ekið Til Vaqueria (5 tíma akstur). Farið er inn í gilið Huaripampa, þar sem blasa við snævi þakin Yanapaccha og pýramitafjöllin. 
Tjaldað í 3800 m. hæð (3ja-4ra stunda ganga)

Vöknuðum kl. 2:30... jebb... ekta Perú... morgunmatur kl. 3:00...
við sem vorum í aukabyggingunni sátum hér... því miður ekki betri mynd til...
mjög fallega og snyrtilega dekkað upp og fínasti morgunmatur...

Rútan kom hálftíma of seint og það var uppi fótur og fit að koma öllum um borð...

Rútuferðin átti að taka um 5 klukkustundir en endaði í 7 klukkustundum
sem tók verulega á í þrengslum og hita og svita...
en við vorum orðin ansi vön alls kyns verkefnum af alls kyns tagi
og lifðum þetta nú vel af... enda ævintýraleg ferð þar sem svo margt áhugavert blasti við
og við fengum mjög skemmtilegan fróðleik á leiðinni...

Nokkrir áhugaverðir viðkomustaðir á leiðinni...

... torgið hér þar sem heimamenn selja afurðir sínar úr sveitunum...
hér voru menn vaknaðir snemma eins og við...

Menn eru enn að tala um salernin á þessum stað...
þau voru nú meiri lúxusinn miðað við tjaldlífið sem var framundan...
en það var víst lyktin sem sat í mönnum....
og hvernig perúska konan smúlaði svo bara gólfið með slöngu... auðvitað...
eina almennilega leiðin til að þrífa þetta... :-) :-) :-)

Torgið fylltist fljótt af fólki með alls kyns vörur... og svo skiptu menn sín á milli...
ávexti fyrir kjöt o. s. frv...

Þetta var Kringla heimamanna í þessum hluta Perú...

Lifandi dýr gengu kaupum og sölum...

Kvenframbjóðendur... já, Perú er svalur staður...

Litla skinnið... kúrði á góðum stað í götunni... og fékk ágætis frið greyið litla...

Við áttum hins vegar stefnumót við Cordilleira Blanca fjöllin...

... og keyrðum upp í hæðirnar ofan við byggðina...

Litið niður á sveitirnar við Huaraz...

Helga gafst upp á sætinu sínu og lagði sig ofan á farangrinum aftast í rútunni...
já, það var mjög erfitt að sofa í þessari rútu...

Salernispása á leiðinni á heiðinni...

Í þessum bæ... sem bauð upp á salerni fyrir ferðamenn á leið yfir skarðið í fjöllunum
var boðið upp á perúskan sveita-skyndibita... marísstöngla...
mjög gott svona á miðri leið...

Uppi á heiðunum tók fjalllendið við og þar voru fjallavötn sem vert var að staldra við og skoða
þó ekki væri nema bara til að teygja úr sér í leiðinni...

Malarvegur í misjöfnu ástandi... í mikilli hæð... við vorum enn í úlpunum okkar...

Keyrt var upp í mjög bratt skarð milli fjallanna... útsýnið var kyngimagnað...
þetta var ógleymanlegt ferðalag í rútunni þennan dag...

Sjá veginn sem við hlykkjuðumst upp eftir...
alveg eins og göngustígurinn í Colca Canyon viku fyrr í ferðinni...

Þetta var ein af frægu akstursleiðunum í Perú sem við vorum búin að lesa okkur til um
fyrir ferðina... þar sem slysatíðni er frekar há í landinu...
en við upplifðum þetta sem betur fer bara sem ævintýri en ekki hættu...

Hrikalegir hvítir tindarnir yfirgnæfandi... hopandi... hverfandi jökull...

Skriðjöklar og hvassir tindar í skýjunum... þetta var tignarlegt landslag að keyra í...
og ganga svo í næstu fjóra daga því  nákvæmlega þetta var landslagið
sem beið okkar gangandi næstu fjóra daga þar sem hæst var farið í tæplega 5.000 m hæð...

Einn af stöðunum sem við áðum til að skoða...
fórum í 4.800 - 4.900 m hæð hæst á þessari akstursleið...

Skarðið... ekki beint breiður og beinn vegur... grjóthrunið öskrandi á mann...
skriður... árekstrar... hrun... fall... rúruslysin í Perú... og Suður-Ameríku eru þekkt fyrirbæri...
nákvæmlega eins og við segjum alltaf; "það er hættulegra að keyra að fjöllunum en ganga á þau"...

Hinum megin skarðsins keyrðum við niður í sveitina og vorum brátt komin að upphafsstað göngunnar

... þar sem fyrir voru burðarmenn og kokkar til að hugsa um okkur í fjóra daga...
það var heilmiklu að pakka...

Múlasnar reiðubúnir til fararinnar... að bera byrðarnar okkar...
útskilnaður þeirra átti eftir að skeyta gönguleiðina allan tímann með tilheyrandi ilmi...
og mýkt ef maður gætti sín ekki...
stundum svo mikið að manni varð meira en nóg um...

Við skildum burðardýrin eftir... og gengum af stað með okkar léttu dagpoka...
eins og dekruðum vesturlandabúum sæmir...

Klukkan var 11:35... framundan var 11 km ganga í fyrstu tjaldbúðir...

Fyrstu menn komnir á undan að ganga gegnum sveitina... fyrst niður í dalinn...

Fegurð þessarar gönguleiðar var ekki ofsögð...

Fjölbreytni... friður... tignarleiki... hrikaleikur... rómantík... sveitalíf... fábreytileiki... sakleysi...
hér fundum við einna mest fyrir ekta landinu Perú... þar sem fólkið lifði sínu einfalda sveitalífi...
ef það var á annað borð á því svæði sem gengið var um...

Alls kyns stígar um sveitirnar og óbyggðirnar...

Heillandi og sláandi í senn...

Heilmikið af brekkum upp og niður... þessi fyrsti dagur var ekki á sléttlendi...

En sveitabýlin sem við gengum í gegnum voru mögnuð hvert og eitt þeirra...

Við sáum stundum fólkið... sem stundum heilsaði...

Lyktin... notalegi hitinn... friðurinn...

Diamox... hæðarveikilyf sem menn taka almennt ef farið er í mikla hæð...
ekki beint gleðipillur... enda þurftu menn ekkert á slíku að halda :-)

Þetta var yndislegt... ganga léttklæddur í tómu kæruleysi um perúskar sveitirnar...

Stundum voru þetta heilu sveitaþyrpingarnar...

... og stundum heilsaði sjálfur búpeningurinn upp á okkur ...

Leiðsögumennirnir voru frábærir að vanda... það var mjög gaman að spjalla við þá...

Merkingar málaðar á húsin... heimamenn orðnir vanir að vera hluti af einni fegurstu gönguleið í heimi...
en það var enginn á ferli þarna nema við... ekki fjölmenn gönguleið greinilega...

Kort af þjónustu á svæðinu... á spænsku :-)

Gististaðir og veitingastaðir á stöku stað á sveitabýlunum...
perúska bændagistingin...

Sjá svínið hér fremst á mynd og hópinn að koma upp stíginn...

Eftir alla sveitarómantíkina tók innsti hluti dalsins við
og þarna hélt maður að óbyggðirnar tækju við...

En innar voru einnig bændur og búalið...

Hrörlegt að sjá... en engu að síður blómlegt... og allt í fullum gangi...

Nú fór að rigna... eftir dásamlegu sólina fyrri hluta göngunnar
fengum við því miður bleytu sem við vorum alveg búin að fá nóg af frá Inkaslóðinni...

Krakkarnir stóðu stundum við stíginn og betluðu sælgæti...

Við stóðumst þau ekki og gáfum þó við ættum ekki að gera það...
engin tannburstun eða tannhirða í samræmi við allan sykurinn
sem ferðamennirnir báru með sér og gaukuðu að þeim...
þetta var víst orðið vandamál...

Æj, þau voru bara svo mikil krútt greyin...

Sjá hvernig leiðin hlykkjast í gegnum sveitina...

Þvotturinn á snúru og verið að þvo meira í læknum...

Nóg að gera... og öll með hatta...

Regnslárnar komu sér vel í Perúferðinni því það var alltaf hlýtt og lygnt
og ekki spennandi að fara í regnbuxur og regnjakka...
best að smeygja bara slánni yfir sig og bakpokann... til að halda öllu þurru
og vera léttklæddur undir og anda þannig vel í hitanum...

Hér fóru burðarmenn/asnar okkar fram úr okkur með allan tjaldbúnað og mat...

... og umfram farangurinn okkar vel pakkaður inn í plast...

Rigningin varði stutt... það var aftur orðið þurrt og sól og yndislegt að ganga...

Spriklandi lækjarsprænur gengu um hlíðarnar niður dalinn...

Sauðféð að fara í öfuga átt við okkur...

Smaladrengurinn að koma þeim heim eftir daginn... skítugur... einbeittur... öllu vanur...

Sólin... sólin... yndislegt...

Við nutum þess að ganga í sumarylnum og vera ekki í svölu fjallabrölti...

Þessi slétta var mjög falleg... hér gengum við langan veg á jafnsléttu...
það var eitthvað alveg einstakt við þennan stað sem hafði heilmikil áhrif á mann...

... innan um búpeninginn og fjöllin allt í kring ofan okkar...

Svo þrengdist dalurinn enn frekar...

Við fórum millin fjalla og áðum við vötn...

 ... og skoppuðum yfir læki á leiðinni...

Smá rigning aftur en sólin skein í gegn... heimasmíðaðar brýr yfir suma lækina...
eins gott að renna ekki og detta í bleytunni...

Skógurinn innar var mjög sérstakur...

Rauðleitur trjábörkur... þessi tré voru engu öðru lík sem við höfðum séð...

... við fengum fræðslu um þau... en man ekki meira...

Þetta var virkilega fjölbreytt leið þennan dag...

... og skógurinn eitt af því sem maður gleymir ekki úr þessari gönguleið...

Slæðufossar í hlíðunum fyrir ofan...

Trjábörkurinn sérstaki...

Teiknimyndir með lygilegu landslagi...
eru greinilega stundum með fyrirmyndir frá stöðum sem maður veit ekkert um
en eru raunverulega til...

Snilldarbrúarsmíði milli trjárótanna sem stingast niður sitt hvoru megin lækjarins...

Fyrsti náttstaður af þremur í göngunni... á sléttunni hér milli fjalla...

Lent í engri rigningu með sólina skínandi á milli...

Allt 2ja manna tjöld og misgóð, mislöng og misstór... eða kannski ekki svo...
á þetta átti eftir að reyna þegar leið á þar sem fyrstu menn gátu valið sér tjald
og síðustu fengu það sem hinir völdu ekki...

En þessa fyrstu nótt á Santa Cruz voru þrjú orðin veik...
Guðjón Pétur, Heimir og Ágústa...
þjálfari fékk því Roar til að skipta á tjaldi við Guðjón sem var ekkert mál...
þetta var ekki besti staðurinn til að vera veikur á...

Dýralífið blómstraði á tjaldstæðinu og múlasnarnir létu okkur ekki trufla sig...

Forvitinn hundur leit við til okkar... fallegur... magur... vinalegur...
Áslaug hundakona og Helga dýravinur...
voru ekki lengi að gefa þessu litla skinni smá í gogginn...

Í brakandi sól og blíðu er tjaldlíf ekkert mál... dásemdin ein... en í rigningu er allt flóknara...
og það reyndust okkar örlög að kynnast því að lenda alltaf að einhverju leyti í rigningu á hverjum náttstað á Santa Cruz
þar sem síðdegisskúrnirnir í Perú gáfu ekkert eftir...

En þetta fyrsta kvöld í tjaldi á Santa Cruz var samt ekki rigning heldur fínasta veður...
þó manni finnist "alltaf hafa rignt" við lendingu í tjald í Perú...

Matartjaldið varð miðstöðin okkar á Santa Cruz
þar sem við fengum alltaf hlýjar og notalegar móttökur eftir hverja göngu
heitt te eða kaffi og einhvers lags meðlæti...

Þetta fyrsta kvöld á Santa Cruz sátum við í þrjá tíma í matartjaldinu og spjölluðum
áður en það kom kvöldmatur um kl. 20:00 sem var heldur seint
en erfitt að koma því fyrr við á löngum degi...

Við vorum mitt í hvítu Cordilleira fjöllunum...
þegar þokunni lyfti af fjöllunum varð allt tignarlegt og hrikalegt í kring...
Fórum í háttinn um kl. 21:00 og steinsofnuðum líklega flest eftir sérlega langan og krefjandi dag
... heilmikið ferðalag í rútu og svo gangandi...

Tölfræði dagsins:

Alls 11 km á 5:06 úr 3.675 m niður í 3.437 m og aftur upp í 3.842 m
með alls hækkun upp á um 500 m.

-----------------------------------------

Ferðadagur 19 - Göngudagur 10 af 12

4ra daga ganga um Santa Cruz Trek

Sunnudagurinn 2. apríl 2011
Göngudagur 2 af 4
 

Ferðalýsing Ítferða
Quebrada Paria-Taullipampa: Hækkun upp í 4750 m, sjáum þá m.a. N. Pucajirca Taulliraju,
síðan er haldið niður á við. Tjaldað í 4100m hæð (8-10 stunda ganga)

Morgunmaturinn í tjaldi mitt í fjöllunum var ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn
þrátt fyrir allar óbyggðirnar og erfiðan ferðamátann...
... að undanskildum morgunmatnum á fjallinu Misti sem var lélegasti og næringaminnist morgunmaturinn í Perúferðinni
... en það er önnur saga ... :-)

Úr dagbók þjálfara:
"Sváfum til 6:13. Demba þegar við vorum í tjaldiniu en svo heiðskírt og stjörnubjart.
Algert æði og mjög fallegur tjaldstaður. Gott að vakna úthvíldur. Langur dagur í dag.
12 km á 11 klst. Lögðum af stað um kl. 8:00 og vorum komin í tjald kl. 17:00
sem reyndist þá vera 9 klst. en ekki 11 sem var áætlað."

Þurrt og gott veður... þetta var fallegur morgun og við bjástruðum við farangurinn
og tókum ákvarðanir hvernig við ættum að vera klædd og hversu mikið við ættum að taka með okkur.
Löng og ströng ganga framundan upp í mikla hæð í fjöllunum eða tæplega 5.000 m...

Það var mikilvægt að vera með allt sem skipti máli með sér...
en um leið ekkert aukalega sem íþyngdi manni...
því hæðin ein og sér var krefjandi... hvað þá vegalengdin og tímalengdin...

Til að byrja með vorum við í spriklandi sól og sumaryl
í blómlegri sveitinni niðri á "láglendinu"

Kvöddum þetta magnaða tjaldstæði
sem voru einfaldlega forréttindi að fá að gista á innan um þessi fjöll...
hvílíkur staður til að sofa á !

Tjöldin enn uppi... það beið burðarmanna að taka þau niður, pakka saman upp á múlasnana
og ganga með að næsta tjaldstað og setja allt saman upp aftur...

Áfram héldum við inn í fjöllin...
framundan voru hálendar slóðir upp á jökulsorfnar klappir að ísstálinu
sem þarna var utan í klettunum og áttu eftir að gefa okkur hrikalegustu ljósmyndirnar í Perúferðinni...

Jú, það voru aðrir en við á þessum slóðum... við vorum nánast alein alla Santa Cruz gönguleiðina
en því var skrítið að mæta öðru fólki... þetta var eina skiptið alla leiðina sem við sáum aðra göngumenn...
hvílík forréttindi svona eftir á að hyggja...

Við vorum utan ferðamannatímans...
"á rigningartímabilinu" sögðu leiðsögumennirnir forviða yfir vali okkar á ferðatíma og hristu bara höfuðið
... sendu þessar staðreyndir beint til föðurhúsanna þegar við kvörtuðum yfir rigningunni...

En það þýddi hins vegar að við áttum svæðið ein...
...og allt var ljómandi fallegt og gróskumikið
en ekki skraufþurrt og skrælnað eins og að sumri til...

Þurrt á okkur en skýjað í fjöllunum... þangað sem við ætluðum...

Þungbúið og rigningarlegt á köflum... svo glitti í bláan himinn og smá sólargeisla...

Við gengum inn allan þennan gróðurvaxna dal með hvíta klettana yfirvofandi...

Svo fóru múlasnarnir með byrðarnar okkar að tínast fram úr okkur...

Og við vékum fyrir þeim...
full feginleik yfir því að þurfa ekki að halda á þessu öllu sjálf...

Stefnan var tekin í þessi hrikalegu fjöll...

... upp úr þessum grænu dölum...

Það varð léttara yfir eftir því sem ofar dró og við urðum vongóð um að fá gott útsýni og veður þarna uppi...

Nestispása við björgin sem fallið höfðu úr fjöllunum fyrir ofan...

Stórkostlegt landslag...
við vorum sannarlega á glæsilegum slóðum mitt í óbyggðum Perú...

Fleiri múlasnar taka fram úr okkur...

Vel pakkað og vel raðað...

Kokkurinn okkar... hvað hét hún aftur...
meistarataktar hennar áttu eftir að koma vel í ljós í ferðinni...
alger snillingur þarna á ferð...

Ha, var þetta okkar dót... í alvöru ?
Jebb... matur, eldunaráhöld, tjöld og annar búnaður fyrir 30 manns + starfsmenn...
enginn smáræðis farangur...

Risagrjót á vegi okkar... eins og í miðjum klíðum fallandi...

Vatnslítill slæðufoss...

Nú vorum við farin að hækka okkur upp úr dalnum í átt að fjallshlíðunum...

Komin ansi nálægt dökkum fjallshlíðunum sem virtust
vera "nýkomnar" undan ísstálinu...

Töfrandi fögur leið og svo stór að hvergi rúmaðist innan myndavélarinnar...

Sólin farin að skína aftur...

Sjálfsmynd á pollinum...

Fögur fjallavötn um allt þarna...
greinilega það stutt síðan ísinn gaf eftir að enn situr vatnsmagnið í öllum dældum og holum...

Beinahrúga... sauðfé eða hvað var þetta nú aftur ?

Við áðum við eitt af vötnunum...

Einstakur friður hér og skýin léku við fjöllin en létu okkur alveg í friði...

Skarðið okkar að nálgast...

Litið til baka... þegar maður skoðar þessar myndir
þá langar mann aftur þessa leið til að sjá fjöllin betur...
... ef þau gætu baa lofað að vera ekkert í skýjunum á meðan...

Glært og fullt af lífi vatnið...

Slóðinn á þessari leið var langtum léttari en á Inkaleiðinni...
og á Colca og á Misti hvað varðaði bratta og klöngur upp og niður :-)

En við áttum reyndar eftir að fara upp í smá klöngur... en það var nú ekkert...

Þarna upp í þetta klettastál var stefnan tekin og enn ofar þar sem skarðið var...

Dásamlega hlýtt og notalegt í sólinni...

Við nutum þess að vera til þarna og dóluðum okkur bara í vaxandi hæð
enginn hæðarveikur að mann minnir... allir vel hæðaraðlagaðir...

Leiðsögumennirnir með stelpunum...

Inga Lilja, Áslaug, Lilja Kr., X, Áslaug, Halldóra Þ., Helga Bj., Alma og Gerður Jens (Bára tók mynd)
og hvað hét hann þarna á hnjánum ?

Skýjaslæðingurinn lék við fjallstindana og sagðist alltaf vera að fara...

... en svo tók að þykkna upp...

... og rigna...

Allir í regnslána eða regnföt... því miður...

Komin í 4.435 m hæð... alls 93,81 km að baki frá upphafi Perú ferðarinnar...

Jú, við kunnum þetta vel... að ganga í rigningunni...

En þetta var sko ekki bara rigning ! ... þetta voru smá haglél líka !
við vorum það hátt uppi og það var það svalt fjallaloftið
að rigningin fraus og lenti í éljagangi á okkur... jahérna hér !

En við bara kyngdum... eins og svo oft í Perúferðinni...
gátum ekki kvartað í allri þessari dýrð sem við vorum búin að ganga í fram að þessu...

Nóg að vera í regnslánni eins og á Inkaslóðinni og uppleiðinni úr Colca Canyon...
það hlýtt og lygnt að regnföt voru bara til að kæfa mann...

Hér vildu leiðsögumenn hafa hádegismat...
þurftu að elda hann svolítið og við áttum að hvílast
og safna kröftum og nærast vel fyrir lokaslaginn upp í skarðið sem var í 4.750 m hæð...

Aðstaðan ekki beint með besta móti...
undir regnslánum til að geta athafnað sig við eldamennskuna...

Þetta leit ekki vel út...

Einhverjir voru ekki sammála því að vera að stoppa hér í miðri rigningunni til að borða
í stað þess að klára bara hækkunina og borða svo
og það var skiljanlegt sjónarmið því þetta var ekki skemmtileg áningastund...

En leiðsögumennirnir vissu alveg hvað þeir voru að gera...
að það myndi birta aftur til...
við þurftum á þessari orkuhleðslu að halda sem fólst í bæði hvíld og næringu...
þau voru ekki að gera þetta í fyrsta sinn
og þekktu vel þessar vestrænu dekurrófur sem við vorum líklega í þeirra augum...

Það var því ekkert annað að gera en hvílast eða rölta um og taka myndir...
sjá vatnið sem við áðum við fyrr um daginn... og allar tjarnirnar neðar...
óskaplega fallegt landslag og eflaust ægifagurt í glampandi sól...

Kokkarnir að störfum neðar... hvílíkir snillingar...

Þessum nestisstað gleymir maður aldrei í lífinu... því hann byrjaði svo illa og endaði svo vel...

Meistarataktar... úr úr þessu öllu kom dýrindismáltíð fyrir 36 manns eða svo...

Afhverju tók maður ekki mynd af öllu starfsmannarteyminu... skil það ekki !
Cesar var búinn að kenna manni það og maður gerði það alltaf í öllum ferðum eftir þessa ferð
en einhvern veginn ekki í seinni göngunum í Perú...

Matnum var úthlutað til allra og þarna hætti að rigna... jafn snögglega og það byrjaði...

Og allt varð betra... og bjartara... og léttara...og fallegra... og viðráðanlegra... og skemmtilegra...

Kartöflur og kjúklingur og sallat...

Skyndilega sáum við alla fjallstindana...

... sem betur fer fengum við okkur að borða og misstum þá ekki af þessari sýn...
af þessum stað til að vera á þegar allt opnaðist....

Allt í einu var komið prýðilegt veður...
og við drifum okkur að klára matinn og taka myndir í allar áttir...

Stórkostleg fjallasýn...

Allt svo miklu stærra en við...

Hópmynd með þessi fjöll í baksýn ekki spurning :-)

Þessi hópmynd átti eftir að birtast nokkrum sinnum á vefsíðu og fasbók perúska leiðsögumannafyrirtækisins
... "stóri hópurinn frá Íslandi"...

Þjálfarar með Sæma... þeir voru honum til aðstoðar í þessari ferð
og voru virkilega skemmtilegt, gefandi og lærdómsríkt teymi... fannst okkur sjálfum allavega :-)

Vá, hvílíkir tindar !

Við gátum ekki hætt að stara... máttum ekkert vera að því að ganga lengra upp eftir...

Allir komnir úr regngallanum og í sólskinsklæðnað...

Kokkarnir fóru að vaska upp... við gengum bara frá borði og héldum áfram göngunni...
þetta var greinilega alger lúxusferð...

Sjá bergið sem er nýkomið undan ísnum...

Við áttum eftir að hækka okkur um 150 - 200 m upp í skarðið miðað við 4.600 m hæð á nestisstaðnum...
það var ráð að ná því í þessari blessaðri blíðu sem skollin var á...

Við vorum heppin... ljónheppin... miðað við veðurútlitið þennan dag...
öll skýjin og rigninguna á leiðinni þessa daga...
allar ferðasögurnar frá öðrum sem lentu í skýjuðu einmitt á þessum slóðum en voru kannski í sól hina dagana...

Hvílíkar myndir á þessum stað...

Við vorum undir svakalegustu fjallstindum í sögu okkar... rúmlega 6.000 m háir eða svo...

Nú geisluðum við af orku og gleði... veðrið var alveg með okkur þegar mest á reyndi...

Slóðin upp klappirnar...

Mjög falleg og skemmtileg leið...

Ekki mikill ís eftir í þessum fjöllum...

Snarbrattir tindar...

Það sauð á bleytunni á klöppinni...

Mikið af glæsilegum myndum voru teknar á þessum kafla...erfitt að velja á milli...

Þetta var einfaldlega alger veisla...

Litið til baka...

Jæja, varð maður ekki að fara að hætta þessum myndatökum...

Jú, næstum því strax...

Gott ástand á mönnum en við pössuðum að fara ekki of geyst...

Nýfallinn snjór á leiðinni... já, það varð þetta kalt þarna uppi í úrkomunni...

Klappirnar þegar litið var til baka...

Nú vorum við komin undir hamrastálið og skarðið í seilingarfjarlægð...

Svolítið klöngur hér upp í skarðið...

... sem var rétt handan við hornið...

Fyrstu menn komnir upp...

Þjálfarar voru á tveimur stöðum og myndir teknar frá þeim báðum...

Allir með myndavélarnar á lofti...

Síðustu menn að skila sér upp...

Fyrstu menn komnir og byrjaðir að fagna...

Gunnar, María, Helga Bj., Alma, Lilja Kr., Torfi, Ágústa, Halldóra Á., og Örn.

Komin í 4.750 m hæð...
hæsti punkturinn fyrir þá í ferðinni sem ekki gengu á El misti...

Gps hjá sumum fór upp í 4.991 m hæð... en ekki þetta hjá kvenþjálfaranum...

Frábær stund og mikill fögnuður að ná þessu...

Skaginn tók sína hópmynd í skarðinu sjálfu...

Við vildum toga þetta upp í 5.000 m og klöngruðumst flest þarna upp...
þarna náðum við í 4.991 m hæðina ! :-)

Litið niður af klettinum...

Allir fengu mynd af sér við skiltið með fjöllin, vatnið og ísinn í bakgrunni...

Við áttum drjúga stund hér og nutum þess að vera til í þessu góða veðri sem kom á hárréttum tíma...
engin þoka, engin ský... þetta var eins og eftir pöntun...
það mátti rigna eldi og brennisteini eftir þetta ! :-)

Litið til baka á leiðina upp í skarðið...
fjöllin lítil og sakleysisleg séð svona ofan frá...

Bergstálið sem við vorum stödd á endaði í þessum tindum þarna hægra megin...

Hér tókum við margar myndirnar... en einhverjir voru rafmagnslausir og plásslausir í myndavélinni sinni...
já, það var flókið að fara í fjóra daga í tjald án rafmagns og ætla að taka myndir allan tímann...

Þeir sem klöngruðust þarna upp... hugsanlega fleiri síðar ?

Örn, Gunnar, Alma, Torfi, María E.
Ágústa, Lilja Kr., og Helga Bj.  og Bára tók mynd.

Í dagbók þjálfara stóð að það væri þess virði að ganga í 4ra daga eingöngu til að standa þarna og njóta...

Útsýnið niður dalinn þar sem við vorum á leiðinni í...

Viss léttir við að klára skarðið og eiga ekkert eftir að hækka sig aftur í ferðinni...

Takk Sæmundur... kærlega... fyrir að sjóða þessa ferð saman...
það var meira en að segja það að fara í allar þessar fjórar mjög ólíku gönguferðir...
... og enn þann dag í dag... getum við ekki valið hvaða gönguferð af þessum fjórum við hefðum viljað sleppa...
það er einfaldlega ekki hægt að velja...

Við kvöddum skarðið Punta Union í Cordilleira Blanca fjöllunum...

Skarð sem við gleymum aldrei...

... og drifum okkur niður í tjaldstæðið...

Stöldruðum nokkrum sinnum á leiðinni niður eftir smekk og nutum landslagsins sem við gengum í...

Stígurinn niður úr skarðinu hlykkjaðist í sveigjum og beygjum niður í graslendið...

Tjaldbúðirnar einhvers staðar þarna niðri...

Kyngimögnuð leið og bergstálið svo ógnarstórt að við máttum varla mæla...

Hér má sjá þetta í stærra samhengi af veraldarvefnum í heiðskírara veðri...

Þjálfari reyndi að ná hópmynd hér með allri þessari ógnarstærð með á mynd...
það tókst ekki vel...

Svo varð gangan léttari og hver og einn fór á sínum hraða...

Nú lagðist þokan aftur yfir fjöllin og skarðið... við vorum þarna á hár... hár... hárréttum tíma...

Á leið niður heyrðum við nokkrum sinnum drunur í þrumunum... og í snjóflóði...
við vorum stödd í langtum stærra landslagi en við sjálf maurarnir...

Lækjarsprænur um allt með vatnið lekandi niður úr fjöllunum...

Og það passaði... rigning rétt áður en við komum í tjald...

Tjaldað í 4.175 m hæð...

Við niðandi ánna...

Í göngunni kvörtuðu nokkrir yfir því að fremstu menn veldu alltaf bestu tjöldin
og þjálfarar ákváðu í kjölfarið að næsta dag myndu öftustu menn fá að velja sér tjald á undan hinum...
þetta féll misvel í kramið innan hópsins en var engu að síður nauðsynleg ráðstöfun
til að gæta sanngirni allra í hópnum...

Hér lak eitt tjaldið og þjálfarar töluðu við leiðögumennina sem voru ekki lengi að skipta
á sínu tjaldi til að bjarga málunum...

Eins og þessi dagur var flottur þá var synd að fá svo rigninguna um leið og við lentum í náttstað
en um leið varð maður að vera þakklátur með að fá hana ekki í skarðinu
þar sem mestu skipti að fá gott veður, skyggni og útsýni...

Farangurinn okkar undir regntjaldi fyrir hvern og einn að sækja fyrir nóttina...

Í matartjaldinu var samt brjálað stuð þrátt fyrir allt... og skellihlegið allt kvöldið...

Sæmundur hélt smá ræðu um kvöldið
og kvenþjálfari bætti þar við nokkrum þakklætisorðum til hans
fyrir að semja svona flókna og innihaldsríka ferð
sem einfaldlega myndi aldrei fást hjá öðrum sakir hás flækjustigs og erfiðleikastigs...
við værum kannski stundum alveg að kikna... en laun erfiðisins væru þess virði...
margir tóku undir og voru ánægðir þrátt fyrir allt...
þetta var sannarlega erfið ferð og hún reif virkilega í, sjaldan hvíld og sjaldan mjög notalegt...

Engar viðlíka flóknar og innihaldsríkar gönguferðir í boði annars staðar...
við máttum vera þakklát sama hvað...

Ingi og Heiðrún eru snillingar í alls kyns uppákomum, leikjum og spilum
og klikkuðu ekki á slíku í Perúferðinni...
ótrúlega sniðug með þetta og við verðum þeim eilíflega þakklát fyrir alla þá leiki, spil og gaman
sem þau hafa fært hópnum gegnum árin...

Eins gott að passa að allt yrði ekki blautt inni í tjaldi þegar maður var að fara út og inn...

Snemma að sofa eða um 21:00... þessir dagar voru langir og krefjandi og maður steinlá eftir þá...

Tölfræði dagsins:
Alls 13 km á 10:20 klst. úr 3.807 m upp í 4.790 m niður í 4.178 m
með alls hækkun upp á um 1.100 m.

------------------------------------

Ferðadagur 20 - Göngudagur 11 af 12

4ra daga ganga um Santa Cruz Trek

Mánudagurinn 3. apríl 2011
Göngudagur 3 af 4
 

Ferðalýsing Ítferða:
"Taullipampa-Llama Corral:
Gengið er niður á við á leiðinni sjáum við fjallið Alpamayo, sem sumir telja fallegasta fjall í heimi,
einnig vötnin Jutuncocha og Lchicocha.
Tjaldað í 3800 m hæð í Llama Corral. (5 stunda ganga)."

Úr dagbók þjálfara:
"Fórum að sofa um 21:00. Alltaf að bylta mér í nótt.
Vöknuð um 5:32 og það var myrkur og var að pæla í að fara út og sjá dagrenningu
en nennti ekki og svaf til 6:13. Vorum svo vakin 7:30 en þá vorum við langt komin með að græja okkur.
Rólegur morgun og enginn að flýta sér og það var notalegt.
Öðru hvoru glitti í hvíta tinda innan um þokuna en aldrei létti nægilega.
Náði einhverjum myndum af þessum nasaþef af fjalladýrðinni í þessum dal.
Lögðum af stað kl. 8:20."

(Fyrir þá sem eru að velta því fyrir þessari áráttu að skrifa tímann á mínútunni
en námunda ekki upp í næstu fimmu á klukkunni (32 mín en ekki bara 35 mín)
þá má líklega rekja skýringuna til hjúkrunarstarfa á Bráðamóttöku landspítalans í Fossvogi
þar sem allt er skráð í mínútum...
því margt gerist á einni mínútu og það skiptir máli eftir á í hvaða röð hlutirnir gerast...:-) )
 ... ég hef enga aðra skýringu, er sjálf hissa á sjálfri mér þegar ég les þessa og finnst þetta stundum drerpfyndið :-)

Já, te handa öllum í morgunsárið en þeir sem voru vaknaðir röltu bara til morgunþjónanna
og fengu í bollann sinn... ansi notalegt...

Sjá hvítu tindana þarna yfir okkur...

Sæmi og Kári... það var auðvelt að vera hjón eða par... og vera saman í 2ja manna tjaldi...
en að vera tveir karlmenn saman í tjaldi sem þekktust ekkert áður...
það var ekki fyrir hvaða persónuleika sem var að tækla það
með bros á vör alla ferðina eins og Sæmi og Kári gerðu...

Sama átti við um stelpurnar sem deildu tjaldi saman...
Halldóru og Helgu... Áslaugu og Ingu Lilju... Ágústu og Lilju Kr...
sem líka brostu og geisluðu alla þessa Peruferð
jafnvel í gegnum erfið veikindi þegar þannig stóð á...

Sjá gula ílanga tjaldið fjær búðunum...
þar inni var djúp hola sem var mokuð þegar tjaldbúðirnar voru settar upp á hverjum stað...
mjóu tjaldi tjaldað yfir hana og svo gat einn í einu farið þarna inn
með því að bakka eða snúa sér við á punktinum yfir holunni
og gert þarfir sínar án þess að menga alla móa og mela...
og svo var moldin og torfið sem tekið var ofan af holunni í upphafi sett aftur í holuna þegar allir voru lagðir af stað
og lítil sem engin verksummerki lágu þannig eftir hópinn á hverjum stað...

Santa Cruz gönguleiðin var öll í tjöldum...
engir skálar á leiðinni né þjónusta nema allra fyrsta hluta leiðarinnar á fyrsta degi í dalnum...
þetta var alvöru gönguleið og ekkert væl...

Kvef og hálsbólga... hósti og slappleiki... magapestir...
hrjáðu hópinn alltaf eitthvað á einhverjum tímapunkti...
í minningunni gengu pestirnar á milli alla ferðina...
og alltaf voru einhverjir veikir...

Það kemur á óvart að lesa um þetta mikil veikingi í dagbókinni
greinilega búið að fyrnast svolítið yfir þennan hluta af verkefnunum sem við fengum sem hópur...

Ekkert smá utanumhald að þjóna 30 manna hóp alla þessa leið í þrjár nætur í tjaldi mitt í óbyggðunum...
... dót um allt...

Morgunmaturinn ótrúlega góður við þessar aðstæður... pönnukökur, ávextir, ávaxtasafi, te...

Svo kom sólin og allt varð svo gott...

Bjartara og léttara...

Allt ljómaði af fegurð og sumri og friði og ró...

Múlasnarnir eins og húsdýrin okkar á bænum...

Sjá hrikaleg fjöllin og ísstálið og bergstálið ofan við okkur...
þaðan sem við komum deginum áður í gegnum skarðið...

Þetta var í alvörunni algerlega mergjaður staður að gista á eins og hinir í þessari ferð...
líklega eigum við flest aldrei eftir að tjalda á viðlíka stöðum aftur í lífinu...

Það var fáránlegt að eyða orkunni í svekkelsi eða pirring yfir smámunum
eins og okkur vesturlandabúum hættir til að gera...
þetta var staður og stund til að njóta hér og nú...
því við vorum að fara að yfirgefa hann og myndum aldrei sjá hann aftur...

Sem fyrr yfirgáfum við bara tjaldbúðirnar í tómum forréttindunum okkar
og hinir... þessir perúsku... pökkuðu saman, vöskuðu upp og hlóðu á múlasnana...

Nú áttum við stefnumót við fjall sem af mörgum er sagt fegursta fjall í heimi...
hér númer tvö á listanum á eftir Matterhorn:
http://www.telegraph.co.uk/travel/galleries/worlds-most-beautiful-mountains/mountains-alpamayo/

Kirkjufell á Íslandi er gjarnan á þessum listum... hér í áttunda sæti:
http://www.telegraph.co.uk/travel/galleries/worlds-most-beautiful-mountains/mountains-kirkjufe/

Leirinn ansi drullugur :-)

Sjá vatnaliljurnar með Lilju Sesselju... mildar og hógværar... stöðugar og öruggar...
alveg eins og Lilja Sesselja... ein af ofurkonum Toppfara sem farið hefur í margar af allra erfiðustu göngunum
og alltaf án þess að hika eða gefa eftir... bara gerir þetta allt saman án þess að blikna..

Alpamayo var þarna uppfrá... við tókum á okkur krók til að sjá það...
í þeirri von að skýin myndu víkja á réttu augnabliki bara fyrir okkur að njóta...

Orðið þurrt og gott veður... þá var eins gott að pakka bara niður þessu regndóti...
komin í 4.200 m hæð og það var samt hlýtt...

Við biðum í talsverða stund á þessum stað í von um að skýin myndu hverfa svona skyndilega eins og í skarðinu
en þau gerðu það ekki... lyftu sér aldrei... og við fengum aldrei að sjá þetta fjall hér:

https://en.wikipedia.org/wiki/Alpamayo

Pínu vonsvikin...

... en samt svo þakklát og glöð með allt sem við vorum að upplifa snerum við við
og hugsuðum að kannski myndum við einhvern tíma síðar prófa að berja þetta fjall augum...

Hey... það er að létta til... eigum við að snúa aftur við og sjá hvort það sé þarna á baki við ?

Þegar skórnir eru blautir... er sniðugt að klæða sig í plastpoka og fara svo í skóna...
þá gengur maður þurr allan daginn... þjálfara nota oft þetta ráð...

Nú var stefnan tekin út úr dalnum... sjá aukakrókinn þarna inn dalinn hægra megin á mynd...

Nestispása og allir orðnir léttklæddari með lækkandi hæð í hverju skrefi...

X sagði okkur frá sveitinni... fjöllunum... sögunni...

Slóðinn mjög góður og stundum tókum við þennan litla við hliðina...

Sjá ógnarstóru fjöllin yfirgnæfandi... hér var 90 gráðu beygja út úr dalnum...

Slétturnar... aftur komin rigning og við í slárnar okkar góðu...

Að komast út úr þessum dal...

Grínast og hlegið yfir þessu öllu saman... eftir á...
þegar maður skoðar myndirnar...
þá er þetta eini virkilega blauti dagurinn a Santa Cruz göngunni...
hinir voru með einhverja skúri hluta úr degi en annars þurrir...
en þessi var blautari en hinir...

Dalsbotninn með ánna eins og slöngu niður eftir öllu eins og alltaf...

Við gengum í gegnum mjög fallegan skóg á hluta af leiðinni...

Virkilega ævintýralegt...

Dulúðugt...

Litið til baka...

Kyngimagnað umhverfi...
og svo stórbrotið að maður tekur andann á lofti þegar farið er í gegnum myndirnar...

Santa Cruz gönguleiðin var líklega sú leið sem þjálfarar höfðu síst rifjað upp...
erfiða fjallgangan á Misti... öðruvísi gangan niður og upp Colca... áhrifamiklu Inkaslóðirnar...
... Santa Cruz komst hreinlega ekki að í upprifjunum árin á eftir Perúferðinni...
hún rann saman við aðrar göngur enda heilinn líklega búinn að fá meira en nóg að melta
á þessum tímapunkti í ferðinni...

Við vorum orðin öllu vön... skelltum bara regnslánni af og á...
lögðumst í tjald og sofnuðum þar sem mátti...
átum það sem fyrir okkur var lagt...
... og hlógum og grínuðumst sem mest við máttum til að lifa þessa stórbrotnu eldraun af...

En... það sem við vissum ekki... var að við vorum stödd á hamfarasvæði framtíðarinnar...
hér áttu skriður eftir að falla niður ári síðar og sópa öllum gróðir burt...

Sjá ástandið hér ári síðar... árið 2012... er þetta svæði svona umleikis eftir miklar skriður
sem runnu gegnum dalinn og skildu eftir sig mikla eyðileggingu...
allur gróður nánast sópaðist burt... vötn og lækir breyttust og eftir sat urðin...

Sjá ferðasögu þeirra sem þá gengu... NB þau fengu ekkert útsýni að ráði uppi í skarðinu Punta Union...
já, við vorum sko heppin... einhverjar rigningardruslur á "láglendinu"
skiptu nákvæmlega engu máli í samanburði við að fá sólina
þegar mestu skipti eins og í öllum fjórum ferðunum í Perú... Inka, Colca, Misti og Cruz...

Allt blautt eftir rigningarskúrana öðru hvoru...

Nóg af vatni hér og mjög ólík leið í samanburði við Inkaslóðirnar...

Slökun... hreinsun... losun...

Þetta var ekkert í líkingu við íslensku rigninguna þar sem rokið og kuldinn er á næstu grösum...

Hér var alltaf bara logn og hlýtt...

Þetta var eini dagurinn þar sem eitthvað gekk ekki upp... þ. e. a. s. Alpamayo útsýnið...

En leiðin engu að síður stórfengleg allan tímann...

Hér komin að vatninu þar sem við áðum...

Leiðsögumenn og kokkar byrjuðu að elda í þessu rjóðri...

... á meðan við hvíldum okkur og slökuðum á...

Þetta voru meistarakokkar...

Perúskir fjallahamborgarar...

 ... í uppsiglingu...

Þjálfarar hjálpuðu til við að dreifa á allan hópinn...

Þetta var tær snilld...

Aldrei það sama í matinn alla fjóra dagana... þetta kom verulega á óvart...

Alger snilld maturinn á Santa Cruz... við erfiðustu eldunaraðstæður í ferðinni...
já, stundum verða hlutirnir ekki betri þegar menn hafa allt til alls því þá eykst bara flækjustigið...

Eftir matinn vorum við ekkert að flýta okkur...

Nutum þess bara að liggja og njóta fjallavatnanna...

Litlir múlasnakálfar voru á beit í nágrenninu og dýravinirnir í hópnum voru ekki lengi að þefa þá uppi
og gefa þeim smá að borða...

Spáðum í leiðina á korti...

Þetta var yndislegt...

Snillingar allir þrír...  og kvenkokkurinn var það sannarlega líka... sem og burðarmennirnir...

Nöfn óskast... skil ekki í mér að hafa ekki skrifað nöfnin þeirra niður !

Já það var gott að leggja sig almennileg og sofna...

Svo var haldið áfram... þetta var langur dagur en við vorum á undan áætlun...

Múlasnarnir sem mættu okkur... tómar byrðar... á leið í vinnuna...

Við héldum með straumi vatnanna niður í mót úr fjöllunum...

Litið til baka... ennþá var rigning...

Í dagbók þjálfara segir að það hafi rignt vel fyrir hádegismat
svo þurrt nákvæmlega allan hádegismatinn
og svo rigndi stöðugt allan tímann þar til við lentum í tjaldinu...
hvílík tímasetning !

Þjálfari grenjaði úr hlátri þegar hún sá þessa mynd... hún segir svo margt...
rifjar svo margt upp... öll skiptin þegar við þvældumst í regnslánni við að skella henni á okkur... og tókum hana aftur af...
og settum hana aftur á... sjá hin þrjú sem koma á eftir í regnslánum sínum...
Ingi og Heiðrún ásamt leiðsögumanninum sem gætti síðustu manna...

Um þrjúleytið komum við í náttstað í grenjandi rigningu... búin að ganga í henni lengi...
allir og allt blautt... kvenþjálfarinn var hálf örvingla yfir þessu...
þetta var jú síðasta kvöldið í tjaldi...
og við áttum þar með ekki að fá að upplifa notalegt kvöld úti við nema fyrsta kvöldið á Santa Cruz...

En... í stað þess að upplifa sömu örvinglun hjá síðustu mönnum sem lentu hér
þá bókstaflega geislaði Heiðrún þar sem hún gekk með manni síðasta kílómetrann...
og hafði á orði hversu yndislegt þetta væri allt saman...
... svo mikið ævintýri... allt væri svo fallegt...
þetta var ógleymanleg lexía fyrir kvenþjálfarann og ritara þessarar ferðasögu...
hvílík jákvæðni... hvílík hæfni til að sjá það jákvæða mitt í allri rigningunni !
... og þjálfari skammaðist sín fyrir örvinglunina...

Já, þetta var einmitt mergjað ævintýri og það var rangt að einblína bara á rigninguna
og missa þannig af því sem var svo magnað við þennan stað og þessa stund...
ógleymanleg áminning sem þjálfari gleymir aldrei því gleði hennar var svo fölskvalaus...

Úr dagbók þjálfara:
"Hélt ræðu í byrjun dagsina þar sem ég bað menn að njóta stundarinnar,
láta hlutina fljóta og vera jákvæðir. Flestir tóku undir þetta .
Margir tala svo um það við mig á leiðinni að láta grúppu 3 vera fyrsta að velja tjald
og ég ákveð að tala um það yfir hópinn á miðri leið.
Bað menn að sýna sanngirni því grúppa 1 væri búin að velja einu sinni tjald og grúppa 2 valdi fyrsta daginn.
Þetta vakti misjöfn viðbrögð, ekki allir sem könnuðust við að þetta væri svona mikið mál og olli kurri í hópnum,
en ég svaraði strax að ef þetta væri svona lítið mál hvenær menn fengju tjöld þá væri þetta ekkert mál.
Ef þetta væri mál fyrir fyrstu menn þá hlyti þetta að vera mál fyrir öftustu menn."

Já, það er okkar reynsla eftir Perúferðina og aðrar gönguferðir Toppfara í gegnum tíðina
að þegar grunnþörfunum er ógnað... næring, svefn, hreinlæti þá reynir mikið á samskipti og samheldni innan hópsins
Samastaður að kveldi í krefjandi 4ra daga göngu
þar sem vel reynir á hvernig maður gistir í rigningu að hluta hvern einasta dag var meiriháttar hlutur í lífi manna...
... það var ekki skrítið að þetta reyndi vel á alla...

Því fór svo að þessa síðustu gistinótt í tjaldi fengu síðustu menn að velja sér tjald
og fremstu menn urðu að bíða á meðan eftir að þeir lentu í náttstað...

Þetta var ný og stórmerkileg upplifun fyrir alla...
skyndilega gátu síðustu menn valið sér tjald en ekki bara fengið úthlutað þeim sem hinir völdu ekki
og vissu varla hvernig þeir áttu að velja...
og skyndilega þurftu þeir sem voru vanir að velja sér tjald að bíða eftir síðustu mönnum og mæta afgangi
og fannst þeir ekki finna neitt tjald...  sögðu að öll tjöldin væru upptekin... urðu jafnvel örvæntingarfullir í leitinni...
þangað til þjálfarar hjálpuðu þeim að finna autt tjald...

Vonandi skildu þessir hinir sömu loksins spor öftustu manna
sem hin tvö kvöldin í ferðinni þurftu einmitt að upplifa þetta...
að koma síðustu í náttstað og þurfa að leita að þessum fáu tjöldum sem væru tóm...
jafnvel þessu eina... eina tjaldinu sem var eftir og enginn var búinn að velja...

Þetta var ægilega hollt fyrir alla þó ollið hefði kurri innan hópsins
það var þess virði að vera "leiðinlegi kallinn" enn einu sinni í ferðinni...
annað var einfaldlega ósanngjarnt :-)

Almennt voru menn mjög ánægðir með þetta, því þarna var sanngirni gætt gagnvart öllum...
enda voru tjöldin svolítið misstór, mislöng og misbreið... en þó ekki mikið... NB svolítið...
... en gat skipt máli þegar menn voru hávaxnir eða veikir eða kannski svolítið lúnari/eldri en þeir sprækustu/yngstu í hópnum...
en öll áttu þau að vera í lagi og halda vel utan um tvo einstaklinga sama hvað
og NB hávöxnustu karlmennirnir lentu allavega þrisvar í því að fá tjald
þar sem fæturnir náðu nánast út úr því en létu sig hafa það orðalaust...

En... það drepfyndnasta af þessu öllu saman...
sem segir allt um hversu mikið mál var gert úr þessari tilraun þjálfara til að gæta sanngirni innan hópsins...
... var að síðasta tjaldið... tjaldið sem enginn valdi... tjaldið sem þjálfarar fengu þá fyrir sig síðasta kvöldið...
var sama tjaldi og þeir höfðu valið í fyrsta náttstað.
þegar þeir sem grúppa 2 valdi sér tjald á undan hinum af því þau voru fyrsti hópurinn á svæðið...
það var greinilega ekki meiri munur á tjöldunum en svo að fyrsta val gat greinilega orðið síðasta val :-)

Maður getur ekki annað en hlegið að þessu... það er ekki annað hægt :-)

En nóg um stóra tjald-vals-málið...

Þegar við komuna í tjaldstað fengum við djúpsteikkt ostabrauð, te, kaffi og kakó sem voru dásamlegar móttökur
og spjölluðum fram að kvöldmat...

Uppvask eftir matseldina í hádeginu þar sem lítið rennandi vatn var á þeim stað...

Mjög góð stemning í tjaldinu í síðdegiskaffinu en talsverð rigning og við höfðum áhyggjur af tjöldunum
en svo stytti upp og allt varð betra...

Allir í úlpum... primaloft úlpurnar komu sér sérlega vel í Perúferðinni eins og svo síðar Nepalferðinni...

Kvöldmaturinn var mjög góður þetta síðasta kvöld í tjaldi...
... ekki slæmt á þriðja kveldi í göngu með allan farangur í óbyggðunum...

Það var... og er ekki annað hægt að dást að matseldinni í þessari ferð...

Sungið og spilað að frumkvæði Inga og Heiðrúnar...
Mjög skemmtilegt kvöld í alla staði :-)

Þetta síðasta kvöld í tjaldi kvöddum við burðarmennina...
þá sem höfðu tjaldað allar næturnar, pakkað saman, flutt allt á milli staða og hjálpað til við að elda og ganga frá...
því morguninn eftir myndu þeir og múlasnarnir enn og aftur taka fram úr okkur á miðri göngu
og vera búnir að skila af sér farangrinum á endastað
áður en við skiluðum okkur með léttu dagpokana...

Við söfnuðum saman þjórfé innan hópsins eins og í hinum göngunum...

... og X afhenti þeim upphæðina sem þeir gátu svo deilt sín á milli
en ekki allir fengu sömu upphæð...
það var stéttaskipting innan þeirra raða sem við settum okkur ekki inni í...

Tölfræði dagsins:

Alls 16 km á 6:52 klst. úr 4.171 m hæð upp í 4.256 m og niður í 3.834 m
með alls hækkun upp á um 300 m.

--------------------------

Ferðadagur 21 - 24 - Göngudagur 12 af 12
og heimferð til Íslands

4ra daga ganga um Santa Cruz Trek

Þriðjudagurinn 4. apríl 2011 er síðasti göngudagur ferðarinnar
og miðvikudaginn 5. til föstudagsins 7. apríl 2011
er heimferð frá Huaraz til Lima og áfram gegnum NY til Keflavíkur

Ferðalýsing Ítferða:
"4. apríl: Llama Corral-Cashapampa-Caraz-Huaraz.  Haldið áfram niður á við eftir gilinu Santa cruz. 
Komið til Caraz í 2850 m hæð (4ra stunda ganga). Hádegismatur áður en farið er í rútuna.
Ekið þaðan til Huaraz um borgina Caraz, (3ja til 4ra stunda akstur).
Í Huaraz er farið í sturtu og skipt um um föt.
.

Næturrúta til Lima.

5. apríl: Komið til Lima að morgni, fáum herbergi til að hvílast á sama hóteli og áður.
Kl. 20 kemur rúta og ekur fólki á flugvöllinn. Flogið kl. 23.55 til NY.

6. apríl: Komið til NY 8.35 að morgni. 
Fólk getur látið geyma farangurinn sinn í farangursgeymslu í Terminal 4 og brugðið sér í bæinn.
Brottför til Íslands
 kl. 20.35 og lent í Keflavík kl. 6.20 þann 7. apríl."

Síðasti morguninn í tjaldi...
stundum var biðröð á morgnana í salernistjaldið...

Mjög fallegur morgun.... þetta átti eftir að vera mjög sólríkur og fallegur og gleðilegur dagur...

Hefðbundinn morgunmatur klukkan sjö...
jógúrt, múslí, kex, brauð, sulta, te, kaffi, kakó...
mjög flottur í raun miðað við óbyggðirnar sem við vorum í...

Við sungum fyrir Kára sem var 50 ára afmælisbarns dagsins...
og kvenþjálfarinn hélt ræðu til hans og Örn las svo upp ljóð sem hann samdi til Kára:

"Kári Rúnar vinur kær
klífur kletta nær og fjær
Inka, Colca, Misti, Cruz
sínum vinum hjálparfús
Í Perú fagnar fimmta tug
með félögum í vinarhug"

Í kjölfarið hélt Kári ræðu þar sem hann tjáði þakklæti sitt og sagðist vera Toppfari með stolti...
og þjálfari táraðist yfir fallegum orðunum hans...

Brátt skein sólin niður dalinn og allt varð óskaplega fallegt...

Það var ekki erfitt að pakka í sólinni... allt var betra en rigningin...
sem var greinilega ekki "alltaf í Perúferðinni"
í raun mun minna en maður hefði haldið og man...

Tölfræðilega séð var sól mun oftar en rigning:

INKA: Sól eða þurrt 2 daga af 4 á Inkaslóðinni - rigning fyrsta kvöldið og að hluta daga 2 og 3 og í byrjun á degi 4 en svo sól.
COLCA: Sól báða dagana á Colca Canyon - nema síðdegisskúr þegar komið var upp úr gilinu í restina
MISTI: Sól báða dagana á Misti - og engin rigning.
CRUZ: Sól fyrsta og síðasta daginn - rigning daga 2 og 3 og smá skúr á degi 1.

Nú var öllu pakkað í síðasta sinn í tjaldbúðum...

Dalurinn framundan niður í byggð... Santa Cruz gönguleiðin er kennd við fjallið Santa Cruz 6.250 m hátt
og var okkur á hægri hönd í skýjunum...

Skínandi gott veður þennan dag...
morgnarnir í fjöllunum eru langflottasti tíminn til að vera þar...
sem og kvöldin og nóttin á Íslandi þegar þar er bjart...
Við

Ræðuhöldin voru í ekki búin þennan dag...
Kári Rúnar hélt aftur ræðu í upphafi göngunnar þar sem hann minnti menn á að njóta alls þessa ævintýris
sem við værum að upplifa þrátt fyrir alla erfiðleika sem því var meðfylgjandi
og tjáði þakklæti sitt til Sæma og þjálfara fyrir að halda utan um þessa flóknu ferð...
það væri meira en að segja það...

Orð Kára voru mjög gott veganesti inn í daginn...

Þetta reyndist enn einn stórkostlegi dagurinn í Perú...

... og nú með engum einasta rigningardropa... allan daginn...

Mikið var það gott... við nutum þess að vera til...
ganga léttklædd og vita til þess að við værum ekki enn og aftur á leið inn í tjald í lok ferðar...

Vorum reyndar á leið í næturrútu um kvöldið frá Huaraz til Lima...
og þaðan svo í næturflug frá Lima til New York... og þaðan svo í næturflugi frá New York til Íslands... en hva...
hvað voru þrjár nætur sitjandi í rútu- og flugvélarsætum eftir þrjár nætur í tjaldi og þar á undan eina í næturrútu...

Jebb... við sváfum sum sé ekki í rúmi með sæng og kodda í sjö heila daga... vá...
það var ekki skrítið að eitthvað eftir á slíkri viku...

Næturrúta
Tjald
Tjald
Tjald
Næturrúta
Næturflug
Næturflug

... já ... það var ekkert annað ... þetta sparaði alla vega gistingu í sjö nætur...
en þetta gerum við samt aldrei aftur í lífinu...
en það verður gaman að rifja þetta upp alla ævi...

Það var ekki skrítið að maður elskaði og blessaði koddann sinn og sængina
og þakkaði Guði fyrir það vikum saman eftir Perúferðina...
og minnist þessa ennþá þegar maður hnoðar koddann undir sig á kvöldin og verður hugsað til 3ja heimsins
og flóttamanna og annarra sem ekki hafa álíka rúm, sæng og kodda...
né njóta sama öryggis né velmegnunar og við...
sem rjúkum svo í samfélagsmiðla og fjölmiðla og kvörtum yfir lygilega ómerkilegum hlutum
nei, það gerir maður ekki... svona ferð breytir manni... einfaldlega fyrir lífstíð...

Í dagbókinni má lesa að veðrið hafi verið "æðislegt" þennan dag og batnaði bara með hverjum metranum...

Við dóluðum okkur í tómu kæruleysi þeirra sem voru að klára síðasta göngudag
þessarar yfirþyrmandi flottu, sögulegu, innihaldsríku og krefjandi gönguferðar hinnar heilögu...

Það var eins gott að varðveita vel alla þessa lífsreynslu...

Fagna vináttunni og tengslunum sem höfðu myndast og áttu eftir að haldast út lífið hjá mörgum...

Fagna allri dásamlegu samverunni í ferðinni þrátt fyrir alls kyns núninga
sem eru einfaldlega eðlilegur hluti af svona ferð...

Fagna því að hafa haft heilsu og kraft til þess að upplifa þetta frá upphafi til enda...

Fagna því að fá að ganga í þetta miklum óbyggðum...
enginn annar á ferli en við...
engar mannabyggðir né ferðamannastaðir á leiðinni nema rétt í byrjun...

Í lýsingum á þessari gönguleið kemur fram að besti tíminn sé frá vori fram á haust...

Og talað um salerni og sölubása... taka með reiðufé...
allt þetta er greinilega sett upp yfir ferðamannatímann... við vorum ekki á þeim tíma...
við vorum alein á þessari gönguleið... efast um að við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikil forréttindi það voru...
þó ekki sé nema bara þegar horft er á Laugavegsleiðina á Íslandi
sem er krökk af fólki á hverjum degi allan sumartímann...
... á litla Íslandi...

Þjálfari samdi þriðju vísuna fyrir Áslaugu í þessari ferð...
af því hún átti líka 50 ára afmæli í Perú eins og Kári...
og af því jákvæður andi hennar sem og Kára og margra annarra var einstakur í ferðinni
og skipti hreinlega oft sköpum þegar á reyndi sem var ansi oft
og fór með vísuna ofan af einum steininum þennan dag:

Áslaug átti blautar nætur
Í Perútjöldum fjöllum á
Hvorki sult né svefnleysi lætur
gleði sína skyggja á

Við fylgdum ánni niður eftir úr fjöllunum...

Spriklandi glöð í nokkrum sprænum...

... þar sem gilið smáþrengdist aftur smám saman...

Mjög sérkennilegt landslag því leiðin átti eftir að enda í þröngu gljúfri...

Smám saman varð gróðurinn sakleysislegri... mildari... og blómlegri...

Við vorum í enn einni tegundinni af landslagi í þessu langi...

Grjótið ofan úr fjöllunum oft sérkennilega formað og gróðurinn farinn að þekja það...

Smátt og smátt þrengdist niður með dalnum...

Menn tóku myndir af sér á ýmsum stöðum til minningar...

Fossar rennandi niður hlíðarnar beggja vegna alla leiðina niður eftir...

Lækir og ár ómengað og tært...

Sjá gljúfrið sem prýðir lokakafla leiðarinnar í suðri...

Við mættum múlösnum... með engar byrðar á leið í vinnuna...

Litið til baka... mögnuð gönguleið sem svipaði til Fimmvörðuhálss og Laugavegar
og margra annarra gönguleiða þar sem gengið er úr láglendinu upp í hráslaga fjallanna
og aftur niður í ilmandi gróðurinn...

Náttúruhamfarir einkenna Perú að mörgu leyti... jarðskjálftar, aurskriður, eldgos...

Hér hafði fallið skriða sem fara þurfti varlega yfir vegna viðvarandi grjóthruns áfram...

Ekki allir í einu og vera fljótur yfir...

Við vorum brátt komin í stuttbuxur og stuttermabolir...
en moskítóflugan mætti strax á fæturna á þjálfara og á nokkrum mínútum var hún útstungin
svo síðbuxurnar fóru aftur á eins og hjá fleirum...

Jæja... farangurinn okkar tók fram úr okkur hér... burðarmennirnir að komast í pásu í lok dags...

Menn fóru varlega yfir skriðurnar...

Ansi grýtt fyrir okkur og enn aðdáunarverðara að sjá múlasnana fóta sig...

Önnur skriðan að baki en hin eftir...

Miklu stærra um sig en manni fannst úr fjarlægð...

Þetta var stórgrýtt og óhugnanlegt í nálægð...

Maður fór rösklega og var feginn að komast yfir...

Svo tók kæruleysið við í restina með myndatökum og alls kyns gríni...

Slóðinn hér niður með gljúfrinu...

Litið til baka... já, þessi leið var þess virði að ganga í fjóra daga
og gista í tjaldi við fábrotnar aðstæður í þrjár nætur...

Sjá eina skriðuna hér...

Hrikaleikur gljúfurins var mestur í lokin...

Sjá skriðuna fjær...

Þrengslin utar... þegar við keyrðum burt af svæðinu síðar um daginn
var þetta gljúfur eins og mjótt strik í fjöllunum...

... ótrúleg náttúrusmíð...

Það var ekki skrítið að sumum fannst Santa Cruz flottasta gönguleiðin í Perúferðinni...

Þessari gönguleið var sleppt í næstu Ít-ferð til Perú en hinum þremur haldið inni
ef þeirri ástæðu að það var einfaldast að sleppa þessum aukakrók til Huaraz
og leggja ekki í 4ra daga tjaldgönguferð...

Æj... vonandi ekki of mikið af því við kvörtuðum of mikið undan álagi í okkar ferð...
en líklega hafði það samt áhrif á þessa ákvörðun um breytingu..

En það mega Ítferðir og Sæmundur eiga...
að svona ferð kæmi ekki svo glatt úr smiðju annarra mun stífari ferðaskrifstofa
sem hafa líklega ekki hugrekki til að leggja þetta á nokkurn mann...
sem er svo sem alveg skiljanlegt :-)

Nei, við hefðum alls ekki viljað sleppa Santa Cruz... stundum var sagt í miðri ferð... og eftir á...
að Santa Cruz hefði mátt missa sín... og þar talaði þreytan sem var komin eftir allt sem var að baki...
ekki skrítið... en... nei, ekki þegar maður skoðar myndirnar og rifjar þetta upp...
þetta var þess virði þó erfitt væri ofan á allt sem var að baki...

Allir fegnir að vera búnir... að heimferð væri í sjónmáli...
það var gott að komast heim...
og himneskt að hafa slíka ferð í farteski minningabankans við heimkomuna...

Litið til baka yfir blómlegt gljúfrið á síðasta kafla leiðarinnar...

Þessi leið er stundum farin í hina áttina og þá er byrjað á þessum kafla...

Ekki galin byrjun... og enda þá í sveitinni...
þessi kafli var hins vegar að okkar mati stórfenglegur endir á mergjaðri gönguleið...

Við hefðum alls ekki viljað hafa það öðruvísi... eftir á að hyggja var allt með okkur...
nema kannski að sjá ekki Alpamayo...
en það var minniháttar mínus í stóra samhengi heimsins...

Þennan dag nutu sín allir sem einn...

Vatnsstífla til að ná í rafmagn...

Aflíðandi kafli alveg í lokin...

... eða nei, við vorum ekki alveg komin...

Farið að glitta í sveitirnar neðan við fjöllin...

Komin í munann á gljúfrinu...

Litið til baka með gljúfrið í baksýn...

Hér við ánna í lok göngunnar var hádegismatur að hætti burðar- og leiðsögumanna...
listasmíð eins og alla hina dagana...

Dásamlegt að á hér og slaka og njóta sólarinnar...

Við fórum bókstaflega í sólbað og nutum lífsins eins og við værum á ströndinni...

Viðruðum tær og fætur í ánni sumir...

Fengum gott að borða og kláruðum nestið okkar...

Síðasti kaflinn var varðaður mannvirkjum frá fyrri tíð sem þessari...

Þetta var stórfenglegur staður til að vera á... fá að kynnast... ganga um...

Minnisvarðar og krossar í lok gönguleiðarinnar... eða við upphaf hennar...

Héraðið Cashapampa...

Já, þetta tókst !

Sigga Rósa... sem er bókstaflega brosandi á öllum myndum í Perú...
gekk allar þessar gönguleiðir með úlnliðinn sinn í spelku eftir úlnliðsbrot á Eyrarfjalli stuttu fyrir Perúferðina
þar sem hún rétt slapp úr gifsi fyrir ferð...
geri aðrir betur við þær aðstæður sem við vorum í alla ferðina...

Þegar gönguleiðinni sjálfri sleppti gengum við í gegnum þorpið að biðstað rútunnar sem skyldi ferja okkur til Huaraz...

Það var ógleymanlegt með öllu...
þessi kona og félagar hennar voru svo sannarlega farnir að kunna á þessa vitlausu ferðalanga...
sem komu dauðþyrstir til byggða og samþykktu allt til að fá kalt gos eða kaldan öl...

Hún átti eftir að hlaupa upp í rútuna síðar um daginn og grípa flöskurnar af okkur
til að nýta þær aftur... umhverfisvænlega rétt hjá henni...
við reyndar greiddum fyrir glerið en það var sko alveg í lagi
en heldur geyst farið þar sem sumir náðu ekki einu sinni að klára úr flöskunni sinni :-)

Þetta var með bestu bjórum í heimi...

Við svifum í hífandi gleði með það sem var að baki... vá hvað þetta var gaman... !
... einn af þessum bjórum sem aldrei gleymast í lífinu...
með bjórunum eftir hin ýmsustu maraþon, Laugavegshlaupið, Nepal og aðrar eldraunir...

Velkomin til Cashapampa...

Sjá gljúfrið þaðan sem við komum á bak við ofan við skiltið...
orðið skýjað yfir fjöllunum... við fengum sólina allan tímann...

Tölfræði dagsins:

Alls um 15,2 km á 4:23 klst. úr 3.825 m niður í 3.061 m hæð
með léttri hækkun en aðallega lækkun upp á um 900 m. 

Gönguleiðin öll á korti á korti... með engu korti af svæðinu samt...
en með þessu hægt að sjá hvernig þetta lá...
gula fyrsti dagurinn, rauður sá næsti, græni þriðji og blái síðasti göngudagurinn.
Aukakrókurinn á degi þrjú til að sjá fjallið Alpamayo sést á græna slóðanum
og kraðakið í rauðu slóðinni er skarðið efst uppi á leiðinni.

Tölfræðin alls alla fjóra dagana:

Alls 55,2 km á 26:41 klst. upp í 4.790 m hæst með alls hækkun upp á um 1.950 og lækkun um 1.500 m
miðað við 3.679 m upphafshæð og 3.061 m endahæð.

Sjá gljúfrið fjær úr rútunni... út úr þessu gljúfri gengið við síðustu kílómetrana...
... algerlega magnað að sjá þetta svona úr fjarlægð...
mann langar aftur... ganga hina leiðina...

Á akstursleiðinni fengum við okkur ís... eða gos eða annan smábita...

Perúsku konurnar seldu ávexti og annað smálegt...
... og vorum í spreng í rútunni á leiðinni til baka... en skemmtum okkur konunglega...

Lent í Huaraz eftir 3ja klst. akstur kl. 17:15...
og höfðum því tíma til 20:30 að fara í sturtu, borða, pakka og vera tilbúin í næturrútuna...
Fengum sex sturtur til umráða og allir flýttu sér og þetta gekk glimrandi vel...

Við fórum út að borða á veitingastaðnum Chiraz sem Sæmi mælti með
frá því hann var þarna árinu á undan...

Dásamlegur asískur matur og vel úti látinn...
og kyngdur niður með rauðvíni sem við keyptum í tveimur fernum í búð á undan...

Veitingastaðirnir eins og mötuneyti í aðbúnaði og útliti... ekta Perú...

Sæmi og þjálfarar keyptu afmælistertu handa Kára á heimleið...

... og á hótelinu um kvöldið var smá kökustund á hótelinu frá kl. 20:00 - 20:40...

Eitt af því sem aldrei gleymist við komuna til Huaraz eftir 4ra daga Santa Cruz gönguna
er ilmandi góða lyktin af Halldóru Ásgeirs sem sleppti göngunni
og hafði það gott í skoðunarferðum á meðan
en hún knúsaði okkur öll þegar við komum á hótelið... vá hvað hún ilmaði vel ! :-)

Við fórum út á rútustöð kl. 20:40 og tókum næturrútuna frá 22 - 06:00... sömu sætin og sömu gæðin og síðast...
þjálfarar skiptu á sætum við  Gylfa og Lilju Sesselju sem varð bílveik af að vera fremst...

Allir fegnir að vera ekki í tjaldi... ekki í bleytu... og á heimleið...

Lima var síðasti viðkomustaðurinn í Perú...

Þar eyddum við deginum eftir lendingu um morguninn á sama hóteli og áður...

Menn versluðu, skoðuðu sig um og hvíldu sig eftir smekk...
eltingaleikur um minjagripi og þessar dýrindis prjónavörur úr Lamaullinni skilaði ekki miklu...
það sem var til sölu í sveitunum og uppi í fjöllunum skilaði sér greinilega ekki vel til borgarinnar...

Um kvöldið ákváðum við að fara saman út að borða við ströndina
og skála fyrir stórkostlegri ferð sem átti eftir að taka allt lífið að melta almennilega...

Um kvöldið fórum við út á flugvöll og flugum með perúska flugfélaginu Lan til New York...
eins gott að passa að ekkert Kókalauf leyndist í vösum eða töskum...
allt hreinsað og pakkað vel fyrir bandaríska tollskoðun...

Í New York fóru menn ýmist með lest, strætó eða leigubíl niður í bæ og nutu lífsins á Manhattan...

Þjálfarar fóru út að borða á Ruby Thuesday með Inga og Heiðrúnu, Heimi og Siggu og Kára Rúnari...

... og röltu svo um göturnar Manhattan...

... og gerðu sig gildandi mitt í henni Manhattan svo um munaði :-)

Úr dagbók þjálfara:
"Þreytt en alsæl að fara heim og sakna Hilmis svo mikið. Geggjað ferðalag að baki og flestir alsælir"

Hér með lýkur hinni löngu og ströngu ferðasögu Toppfara til Perú...
Þetta var sem fyrr segir mjög söguleg ferð sem tók vel á en gaf þeim mun meira í staðinn...
ógleymanleg með öllu og skilur eftir sig lífsreynslu og minningar sem engin önnur ferð mun skáka nokkurn tíma
í sama mælikvarða af magni og fjölbreytileika... árin á eftir biðu Toppfara stórkostlegar gönguferðir í öll heimsins horn
en engin þeirra kemst enn ofan við Perúferðina hvað varðar innihald...

Sjá frásagnirnar úr hinum þremur hlutum ferðarinnar:

Ferðahluta 1 - Inkaslóðirnar 4ra daga ganga.

Ferðahluta 2 - Colca Canyon gljúfrið 2ja daga ganga.

Ferðahluta 3 - El Misti - 2ja daga fjallganga.
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir