Tindferð 171
Kotárjökull upp á Rótarfjallshnúk í Öræfajökli
laugardaginn 4. maí 2019
Kotárjökull
Leið
sem aldrei er farin... og verður seint
leikin eftir... inn þröngan og brattan
jökuldal...
Því reyndi vel á leiðsögumenn
sem voru í hæsta gæðaflokki eins og alltaf,
--------------------------------
Langtímaveðurspáin
fyrir Rótarfjallshnúk var lygilega góð tíu
daga fram í tímann
Við krossuðum
fingur og vonuðum það besta... minnug
maímánaðar árið á undan 2018
Logn...
sól... svalt... og þetta rættist allt...
nema það var mun hlýrra á leiðinni upp en
frostið á tindinum sagði til um
Og
skýjafarið... var ekkert... það var
heiðskírt allan tímann þar til seinnipartinn
að skýjabólstrar sáust á himni
Brottför úr
bænum kl. 14:00 á hefðbundnum tíma frá
Össur þar sem við hittumst öll og réðum
ráðum okkar
Kappi var bíllinn hans Georgs kallaður... með Magga, Bigga og Davíð innanborðs :-)
Eldingin var bíllinn hennar Bjarnþóru með hana, Siggu Lár, Björgólf og Kristínu innanborðs :-)
Vaskur hét bíllinn hans Gunnars Viðars með Inga, Agnari og Bjarna meðferðis :-)
Þjálfarar
voru á Batmanbílnum og tóku Agnar með sér í
bæinn á sunnudeginum...
Smá viðgerðir
á húddinu á bílnum hans Gunnars Viðars þar
sem festingarnar höfðu losnað...
Fragafellið
og fossarnir... sem átti að vera
janúar-tindferðin í ár, 2019... en ekki viðraði
Lómagnúpur
bað að heilsa og þakkaði fyrir síðast... í
júlí í fyrra 2018...
Svo var gist
í Skaftafelli um kvöldið... auðvitað var
fjallið skýlaust þegar við komum niður og
keyrðum í náttstað...
Sjá nýja veginn og þann gamla á brúnni yfir Skeiðarársand... sem nú er þurr meira og minna...
Og
hér blöstu Kristínartindarnir sunnan Skarðatinds
við þegar keyrt var í Skaftafell...
Gist í
Svínafelli eins og öll síðustu ár... besti
staðurinn... í smáhýsum
Frábærir
staðarhaldararnir að Svínafelli, Pálína og
maður hennar sem hafa í öll þessi ár Við eigum að sjálfsögðu nú þegar pantaða gistingu hjá þeim fyrstu helgina í maí árið 2020 fyrir Hnappana :-)
Wildboys
mættir á svæðið... og í tjaldi eins og
alltaf... þau ætluðu fjallaskíðandi á
Sveinstind frá Kvískerjum...
Smáhýsin í Svínafelli eru alger snilld... ekki mikið pláss en fínasta aðstaða ef menn vilja sleppa tjaldinu...
Það er
eitthvað við Svínafell... þarna fáum við
vorið og sveitina beint í æð...
Svínafell er
fyrir löngu orðinn vorboðinn mikli í huga
þjálfara...
Bara
aksturinn undir Eyjafjöllum er þess virði að
fara þessa leið einu sinni á ári...
Toppfarar í tveimur vestustu smáhýsunum og þar fyrir aftan og svo í tjaldi og í mathúsinu sjálfu...
Síðasta innlit á veðurspánna um kvöldið
lofaði góðu...
Ætlunin var að hitta á Jón Heiðar og
félaga um kl. 21:00 í Svínafelli
Vaknað kl. 4:00... og brottför undir 5:00 frá Svínafelli með leiðsögumönnum sem ætluðu bara að hitta okkur þá....
Næturfrost
var um nóttina og skafa þurfti af bílunum en
við hlógum nú bara að því enda nánast öll í
húsi...
Leiðsögumennirnir mættir fyrir klukkan fimm... Ásdís, Ragnar þór, Mike og Jón Heiðar...
Skúli Júl og
félagar á fjallaskíðum á leið á Sveinstind
frá Kvískerjum vöknuðu á sama tíma og við
Við þurftum
hins vegar eingöngu að keyra smá spöl að
Háöldu en skutluðum þjálfarabílnum að
fjallsrótum Sandfells
Verkefni dagsins... upp þennan skriðjökul vinstra megin og á þennan hæsta tind þarna uppi...
Forystulínan hans Jóns Heiðars: Örn, Agnar, Jón Heiðar, Kristín, Bjarnþóra, Ásdís.
Þrjár
línur... þrír leiðsögumenn...
Miðjulínan hans Mikes: Ingi, Maggi, Mike, Davíð, Bjarni, Bára.
Öryggis- og endalínan hans Ragnars Þórs: Sigríður Lár., Birgir, Raggi, Björgólfur, Gunnar Viðar og Georg.
Lagt af stað
kl. 5:32... Kotárjökull framundan við Háöldu
og Rótarfjallshnúkur trónandi efstur...
Veðrið fullkomið... logn og sólin að koma upp... auð jörð og frekar hlýtt...
Leiðin inn
Háöldu er nokkuð vinsæl gönguleið erlendra
ferðamanna fyrst og fremst...
Mjög falleg leið og öðruvísi en aðrar aðkomur á skriðjöklana í Vatnajökli...
Leiðin
framundan... mini-útgáfa af gönguleiðinni upp
í Grunnbúðir Everest of fleiri álíka
jökuldali...
Jebb... strax orðið of heitt og menn fækkuðu fötum...
Lexían hér að
taka aldrei með ullarpils í jöklagöngur þar
sem von er á sól og góðu veðri
Kaflinn upp að brúnum jökuldalsins þar sem við tókum andann á lofti...
Litið til baka út dalinn...
Kyngimagnaðar
brúnir og sérstaklega skemmtilegt að sjá
nýjar hliðar á Öræfajökli og ganga um slóðir
Gönguleið
dagsins blasti núna við... sjá jökulinn
fallandi niður
Leit ekki
sérlega greiðfært út í fjarska...
En Jón Heiðar
var búinn að fara könnunarleiðangur í fyrra
með nemendur í fjallaleiðsögn
... öfugt við helgarnar í maí þetta
árið 2019
Við gengum
gegnum grýtið inn eftir og neðan okkar var
snarbratt og djúpt gljúfrið
Sjá hér fall jökulsins niður og hvernig hann hopar smám saman og skilur eftir sig djúpt gljúfur...
Þetta var í
fínasta lagi til að byrja með...
Strax búið að
skipta í þrjú lið eftir línunum Mike, Ingi, Maggi, Bára, Bjarni og Davíð hér.
Sjá leiðina
hér... ætlunin var að fara inn grýtta
hlíðina og lenda niður á jöklinum
Maggi fann mörg hjörtu á leiðinni... þjálfari fann bara þetta hér... en það gaf orku og englavernd sem skipti miklu..
Mynd frá
Magga... enn gott hald í jarðveginum og þá
var þetta ekkert mál...
Hér jókst
brattinn og hliðarhallinn...
Engar myndir
teknar á þessum erfiðasta kafla...
Það hrundi
reglulega úr brekkunum fyrir ofan okkur...
Það var
engan veginn æskilegt né þægilegt að vera í þessu frosna
hliðarhalla
Eitt skiptið
straukst grjót við bakpokann hans Bjarna og þá
varð manni ekki um sel... Og svo rann Björgólfur niður smá kafla en gat fótað sig aftur upp... ath betur !
Við vorum guðs lifandi fegin þegar þessum hliðarhalla var lokið og við komin á grjótbrúnirnar ofan við jökulinn sjálfan...
Hér átti að lóðsa alla niður að jökliinum síðasta skriðukaflann og við mátum aðstæður ofan frá brúninni...
Fínasta
leið... en það var ís undir grjótinu og því
runnu menn ofan á því
Eftir á hefði það líklega gengið vel
þar sem við erum svo vön að brölta bratt
niður erfiða kletta, skriður og grjót
Sjá brekkuna séð neðan frá... og ísinn undir grjótinu...
Þetta gekk vel þó einn færi bara í einu en bæði Jón Heiðar og Mike tóku alla í sitt hvorri línunni...
Mynd frá Magga neðan frá... (eða er þetta mynd frá Bjarna ? ) ATH !
Komin fjær, mynd tekin af fyrstu mönnum niður...
Þetta var
léttara en áhorfðist og við þaulvön að
klöngrast og fara bara á afturendanum ef
brattinn er mikill
Hér komin neðar og laus úr kaðlinum og gátum klöngrast sjálf afganginn af leiðinni...
Litið til baka síðasta kaflann án kaðlanna...
Og sjá leiðina enn fjær og neðar...
Niður á
jöklinum fóru allir í belti og línur... nú
var jökullinn framundan... langa leið yfir
ótal sprungur...
Sólarvörn á
alla... framundan var steikjandi sólin
á endurgeislandi jöklinum...
Fórum í stuttar línur til að byrja með og hengdum því hluta af línunni í beltið...
Sama röðin á
línunum og í byrjun... Jón Heiðar fremstur,
Mike í miðjunni og Ragnar Þór aftastur
Mike vorum við
rétt að byrja að kynnast en hann var
syngjandi glaður og gefandi persónuleiki sem
fræddi okkur heilmikið á leiðinni
Allir klárir... frábær félagsskapur í þessari ferð og allir vel undirbúnir...
Mike hér að næla aukalínunni í Davíð...
Fyrstu skrefin upp Kotárjökulinn sjálfan... þetta var ólýsanlega gaman...
Litið til baka... sjá láglendið fram að sjó fjærst... einstakur staður að vera á...
Hamraveggurinn sem kom áfram mikið við sögu
í göngunni þar sem hann söng reglulega
hástöfum af
vaxandi grjóthruni
Við gengum upp í sólina og manni hlýnaði verulega um leið... einstakt veður og ómetanlegt að vera þarna...
Sjá brattann til að byrja með upp á jökulinn...
Sprungurnar
lágu niður í mót í sömu átt og við gengum
og við fórum yfir nokkrar strax
Þetta minnti
á köflum á evrópsku Alpana eins og allar
glæsilegustu gönguleiðirnar gera í
Öræfajöklil í raun...
Hamraveggurinn ægifagur og minnti á veggina
sem liggja kringum Skaftafellsjökul
Fossar rennandi niður... grjóthrun... snjóflóð... það var brjálað að gera í þessum hömrum...
Litið til baka frá fremstu línu...
Og upp hér frá miðlínunni...
Ofar þurftum
við að þvera yfir sprungurnar til að komast
yfir á miðju jökulsins
Sprungurnar voru bókstaflega um allt...
Það var
ekkert annað í stöðunni en að ganga rólega
og klofa yfir þær allar... ekki í boði að
hika mikið eða lokast...
Kvenþjálfarinn búinn að vera andvaka á köflum
og kvíðin vikum saman fyrir þessum sprungum
Hvílíkt landslag að ganga um... Mike benti okkur á að vera þakklát... þetta fengju fáir að upplifa...
Komin yfir þverkaflann á sprungunum og nú voru bara framundan heilu raðirnar af sprungum þvert á okkar leið...
Farin að fækka fötum all verulega... nú reyndi á að vera ekki með of mikinn farangur...
Þetta gekk vel til að byrja með... lítið um miklar sprungur og við klofuðum bara yfir saklausar öðru hvoru...
Vorum nokkuð fljót yfirferðar...
Færið mjög gott... ekki of þungt né blautt...
Sjá
snjóflóðið í hlíðinni þarna ofar...
Þetta var
ógnarinnar landslag... það var eins gott að
vera með fagmönnum hér og að allir vissu
hvað þeir ætti að gera...
Stundum þurfti að beygja framhjá og breyta leiðinni til að sniðganga mjög opnar sprungur...
Sjá sprungusvæðið hægra megin við hópinn...
Dýrðarinnar dagur... algerlega fullkominn... eini kuldinn og vindurinn var uppi á tindinum...
Litið til baka... mjög fallegt landslag...
Öðru hvoru stoppað og drukkið og nærst og fækkað fötum eða broddar lagfærðir...
Jón Heiðar
þurfti stundum svigrúm til að kanna aðstæður
og færa leiðina eftir sprungusvæðum
Skyndilega vorum við stopp og við vorum mislengi að átta okkur á hvað hafði gerst...
Svo sá maður
að það vantaði einn í fremstu línuna...
Agnar var horfinn af yfirborði jarðar...
Smám saman
fréttist þetta niður að þriðju línu og við
vorum öll viðbúin því að toga hann upp en
það kom í hlut miðjulínunnar Mynd Agnars ofan í sprunginni !
Agnar hélt ró
sinni og varð ekki hræddur þarna niðri sagði
hann og tók meira að segja af sér sjálfumynd
Þetta tókst
með fleiri en einni tilraun... aðalmálið var
að hann gæti komið sér upp gegnum
snjóbrúnna...
Lexíurnar eftir
á
Vera alltaf
ágætlega klæddur í jöklagöngu því manni
kólnar strax ofan í sprungu (hvergi bert
hold - stuttbuxur/stuttermabolur).
Enginn ótti
eða óöryggi greip um sig þegar Agnar datt
ofan í sprunguna né þegar við drógum hann
upp
Jón Heiðar hér að fara fram úr okkur eftir að Mike tók forystuna á smá kafla...
Fljótlega
eftir atvikið með Agnar lendum við á miklu
sprungusvæði þar sem Jón Heiðar varð að
finna betri leið yfir
Sprungurnar
lágu þannig á milli hvers manns og því var
þetta ekki árennilegt og alls ekki heppilegt
ef einhver hefði farið hér niður
Maggi og
Bjarni voru duglegir að taka myndir þegar
farið var yfir sprungurnar
Þetta leit ekki vel út...
Hvernig þorðu þeir að smella af... ? :-)
Svona var landslagið...
Eftir heilmikið sprungubrölt komumst við á öruggara svæði og gátum aðeins gengið í friði...
Matarpása með
tindinn í seilingarfjarlægð að manni
fannst... l
Jón Heiðar og Ásdís... frábært par og mjög gaman að kynnast Ásdísi eftir heilmikil tölvupóstsamskipti gegnum árin :-)
Jón Heiðar
giskaði á 2,5 - 3 klst. í tindinn gegnum það
sprungusvæði sem var eftir
Jón Heiðar
bauð okkur að fara upp á Sandfellið sem er
hér í baksýn sem varaplan og fara þaðan upp
á tindinn
Það yrði
alltaf ævintýri að fara þessa leið þó
tindurinn kæmist ekki í safnið
Ekki minnkaði
hitinn ofar... veðrið á jökli er sérstakt og
reynir öðruvísi á en á öðrum fjöllum...
Sjá sprungurnar undir tindinum...
Rótarfjallshnúkurinn sjálfur varinn sprungum
á alla vegu nema frá öskjunni sjálfri...
Þessi kafli
var bestur af allri leiðinni hvað varðar
greiðfærni og því komumst við vel áleiðis
hér
Leiðin orðin
það saklaus og sprungulaus að Jón Heiðar og
Mike gengu samsíða
Stoppað öðru hvoru til að drekka og laga búnað...
... og bera á sig sólarvörn...
Komin nokkurn veginn við hliðina á honum...
Alsæla... að ganga svona í góðu færi á fannhvítum snjó með bláan himininn ofan okkar...
Sjá Sandfellið í baksýn... og sprungurnar neðan við Rótarfjallshnúkinn...
Tindurinn fallegur séður héðan... suðaustan megin...
Undanfararnir tveir... Jón Heiðar og Örn... sallarólegir alltaf hreint... og í toppformi báðir tveir alltaf hreint...
Hinir töffararnir... allir í góðum gír og góðu standi...
Það reynir
meira á en ella þegar sólin skín svona
skært...
Blautir bolir... rennblautt hár... rakir skór... þetta var auðvitað bara yndislegt í 1,5 kílómetra hæð eða svo...
Nú var að
vona að stóra sprungan á öskjubarminum yrði
til friðs... við trúðum ekki öðru...
Bjarnþóra
lenti í smá orkuskorti og broddarnir ullu
henni miklum vandræðum... losnuðu af skónum
svo lagfæra þurfti þá báða...
Vestari Hnappur kom smám saman í ljós við sjóndeildarhring...
Þetta minnti
á sýnina á hann árið
2014 þar sem við ætluðu á alla tinda
Öræfajökuls
Vestari
Hnappur er eini
tindurinn sem við eigum eftir á öskju
Öræfajökuls...
Þetta var alveg að koma... tindurinn í sjónmáli og nánast seilingarfjarlægð... og við komin ansi hátt yfir Íslandi...
Raggi að
aðstoða Bjarnþóru sem var mögnuð í þessari
ferð sem fyrr segir
Nú var stutt eftir og eingöngu ein sprunga skildi okkur að frá tindinum...
Við vorum
komin ansi nálægt leiðinni sem við fórum í
3ja tinda leiðinni árið 2014 Sjá hér skörunina á einum stað ofarlega við brúnina:
Rauða slóðin
er 3ja tinda leiðin 2014
og gula er
slóðin þennan dag 2019
Leiðsögumenn könnuðu sprunguna efst á meðan við spjölluðum þar sem þrjár línur sköruðust...
Tindurinn
minnti á aðra jökultinda... helfrosna kletta
sem verða snjólausir þegar líður á
sumarið...
Sprungan
reyndist vel fær... og svo frosin að hluta
að Jón Heiðar lét taka mynd af sér ofan á
snjóbrúnni...
Við vorum líka dauðfegin... langaði ekkert að snúa við og fara Sandfellið án þess að toppa þennan flotta klett...
Raggi var aftastur og gætti síðasta manns og var tilbúinn til sprungubjörgunar fremri manna...
Sjá tindinn og sprungurnar neðar...
Það var annað
hvort að fara snjóbrúnna með því að stíga
nokkur skref upp og treysta því að snjóbrúin
myndi halda...
Komin á tindinn... við fögnuðum mikið og vorum óskaplega þakklát og fegin...
Mögnuð sýn af hópnum að koma upp með Vestari Hnapp í baksýn...
Hér fóru allir úr línum og gátu um frjálst höfuð strokið uppi á tindinum...
Vestari
Hnappur
verður tindurinn í byrjun maí 2020...
Á Rótarfjallshnúknum sjálfum var helkuldi... vindur og ískalt... en útsýnið var á heimsmælikvarða... Hér til Skeiðarárjökuls og fjallanna inn að Kjós þar sem Þumall og Miðfellstindur rísa hæstir...
Dyrhamarinn
og
Hvannadalshnúkurinn... í skýjunum því
miður fyrir þá fáu sem þar voru þennan
dag...
Sveinstindur og Sveinsgnípa...
Skúli
Júlíusson og félagar voru á fjallaskíðum á
Sveinstindi
Allir að skila sér inn með Vestari Hnapp í baksýn... mikill léttir og feginleikur með þennan dýrmæta áfanga...
Sjá hópinn þegar gengið var upp á Rótarfjallshnúkinn...
Sjá afstöðuna...
Útsýnið niður uppgönguleiðina og til sjávar...
Hluti af tindinum... og Kotárjökull fyrir neðan...
Útsýnið til vesturs að Lómagnúp og í átt til Reykjavíkur í raun...
Dyrhamar, Hvannadalshnúkur og Snæbreið í skýjunum en hún var eins og Skjaldbreið... ávöl askja...
Flottur tindur hann Rótarfjallshnúkur...
Aðeins nær... þorði ekki lengra út á brúnina...
Sprungusvæðið neðan við hann og Sandfellið hægra megin og leiðin okkar upp beint hér neðan við fjær...
Leiðin okkar niður hægra megin og svo lent á miðri Sandfellsleiðinni...
Enn ein myndin af Vestari Hnapp...
Við gáfum okkur góða stund hér uppi...
Allir að tínast upp til að njóta afrakstursins...
Teknar myndir af öllum og nokkrar fyrir félagartalið...
Knúsast og fagnað og óskað til hamingju og þakkað fyrir...
Einstök stund...
Þjálfararnir hæstánægðir með þennan áfanga...
Það var eins gott að taka myndir því þessa leið förum við ekki aftur...
Efri: Ásdís,
Maggi, Björgólfur, Gunnar Viðar, Georg,
Birgir, Davíð, Ingi, Jón Heiðar og Bára.
Enn meiri ský á Hvannadalshnúknum... við sáum hann auðan öðru hvoru en náði ekki mynd af því...
Nú var ráð að
koma sér niður.. við vorum 8 klst upp...
Leiðin niður
var farin í algerri afslöppun... hættulítil
og einföld leið... loksins...
Askja
Öræfajökuls útbreidd og mjög skemmtileg sýn
á hana frá Rótarfjallshnúknum...
Litið til baka á Rótarfjallshnúkinn...
Fallegri sýn
þegar fjær var komið... mögnuð mynd frá
Erni...
Hnúkurinn orðinn skýlaus að mestu...
Að sögn
fjallaskíðamanna FÍ var ekki gerlegt að
skíða niður hnúkinn þennan dag og þau voru í
vandræðum á leið niður...
Sandfellsleiðin í fjarska vinstra megin en við fórum ekki inn á hana fyrr en mun neðar heldur snerum fyrr niður...
Litið til baka... hamrar Rótarfjallshnúks sjást hér aðeins...
Það var farið geyst niður...
... en Jón Heiðar varð samt að gæta að öryggi og ganga úr skugga með allar sprungur...
Tindurinn séður neðar og frá norðri...
Já... Jón Heiðar nýtur blessunar að ofan án efa... :-)
Rótarfjallshnúksfarar með tindinn sinn... ógleymanlegur áfangi...
Brátt komum
við inn á Sandfellsleiðina...
Dyrhamarinn... þarna vorum við fyrir tveimur
árum... ótrúlegt... sú ferð trónir efst...
Takk
Rótarfjallshnúkur.... virðing alla leið
fyrir þér...
Sjá Sandfellsleiðina úttroðna af skíðum fyrst og fremst...
Besta færið nokkurn tíma á jökli... engin snjóbráð... engin snjósósa... þetta var með ólíkindum...
Línuklettur eða Kaffi klettur... allir úr línum hér og smá áning...
Krummi búinn að komast á bragðið með hangiket og fleira frá göngumönnum í 700 ? (ath!) m hæð eða svo...
Við sáum ennþá tind dagsins... trónandi þarna hægra megin...
Gott að komast úr línu og geta sest og borðað og létt á sér...
Orðið skýjaðra skyndilega en svo hvarf það aftur...
Hjarta sem Maggi fann... hann var ötull hjartafinnari í þessari ferð...
Mike, Raggi
og Jón Heiðar... afreksmenn dagsins...
aðdáunarverðir drengir
Ásdís sem sér
um skrifstofuna meðan strákarnir eru úti á
vettvangi... það birti nú smá til við að fá
hana á myndina :-)
Nú gátum við
loksins
um frjálst höfuð strokið hvert og eitt með
eigin gönguhraða
Yndislegt að geta straujað eftir getu og spjallað óðamála við næsta mann...
Litið til baka... enn á snjó sem var hagstætt fyrir skíðamennina...
En hér tók
grjótið við og þeir urðu að pakka skíðunum á
bakið...
Við hins vegar skottuðumst niður grjót og skriður og vorum ekki lengi...
Áfram sama blíðan og orðið ansi hlýtt neðar...
Falleg leið á niðurleið... það verður ekki af Sandfellinu tekið sama hvað menn segja...
Magnað hversu
sterkir göngumenn eru í þessum klúbbi þar
sem aldurinn segir ekkert um getu og
úthald...
Bílarnir í sjónmáli og grasið til að viðra tærnar og ískaldur á kantinum...
Stundum höfum
við skilið eftir kalda hér...
Komin niður á
11:58 klst eftir 20,1 km sem mældist allt
upp í 24,5 km á sumum tækjum og því
reiknuðum við út 21,5 km...
Best af öllu var að fara úr skónum og snerta grasið með iljunum...
Við drifum
okkur svo að ná í bílana meðan hinir tíndust
inn smám saman...
Að dreif
erlenda ferðamenn sem voru að spá í leiðinni
þarna upp
Við gátum séð
förin eftir okkur upp jökulinn... var eins
og smá strik í snjónum upp slétta kaflann...
Hér sést
hversu langur kaflinn er þegar komið er upp
fyrstu brekkuna á jöklinum sjálfum...
Nú var hægt
að ná í ölið... Gunnar Viðar kom með kassa
af bjór fyrir allt liðið
Aftur var sest í grasið og hvílst með einn volgan og ferðin viðruð...
Stelpurnar
deildu einni lítilli dós... og það var
nóg... þrjár konur í þessari ferð utan
Ásdísar...
Dásamlegir drengir og félagar á fjöllum...
Takk Gunnar !
Gunnar var í
lokaundirbúningi fyrir
Kaupmannahafnarmaraþonið og þessi ganga var
liður í þeim undirbúningi
Snillingar og frábærir félagar þessir menn...
Björgólfur,
Ásdís og Jón Heiðar en Björgólfur var í
sinni fyrstu ferð með Toppförum og skráði
sig rétt fyrir ferðina
Við knúsuðum
leiðsögumennina okkar sem aldrei fyrr eftir
þennan dag Smá áhyggjur af þeim í akstri heim en þau lofuðu að keyra varlega...
Fjallasýnin á
Hvannadalshnúk beint ofan við ána og svo
Rótarfjallshnúk hægra megin
Hrútsfjallstindar rétt náðu svo að vinka
líka áður en við keyrðum inn Svínafellið...
En því miður
var ekki gott veður né skyggni þegar þeir
fóru... mun verra en spáin sagði til um
Agnar fór
þessa sömu helgi... þ. e. vikuna á eftir
þessari ferð, á Þverártindsegg með Haraldi
Erni
Maggi bauð upp á sjúss af íslensku brennivíni þegar menn voru búnir í sturtu...
Það beit
ekkert á okkur...
Frárennslismálin fóru í viðgerð í Svínafelli
þar sem salernin stífluðust en þessu var
kippti í lag á sunnudeginum
Allir með
sitt á grillið og meðlæti með... ekkert
flókið og langbesta fyrirkomulagið
... og allir grilla og borða þegar hentar og þeir eru tilbúnir...
En þessi
stund fyrir mat... hefur aldrei verið svona
löng og ljúf...
Líklega
endaði þessi helgi á að vera hlýrri en
helgarnar á eftir í maí...
Því miður náðist ekki mynd af stelpunum og fleirum sitja hér í sólinni að njóta... mynd óskast...
En það var
grínast með það að skýringin á þessari
brotnu rúðu í húsinu
Olgeir keyrði
si svona úr Reykjavík alla leið í Skaftafell
til að vera með okkur um kvöldið og fagna
áfanganum...
Örn, Gunnar Viðar, Bjarni, Birgir, Davíð, Ingi og Bára.
Sigríður
Lár., Olgeir, Bjarnþóra, Georg, Maggi, Agnar
og Bjarnþóra...
Mergjað að
sitja og borða saman og spjalla um daginn og
fortíð og framtíð...
Þjálfarar
þurftu að vera mættir á lokaleik
Íslandsmeistarmóts í körfubolta hjá yngsta
syninum
Fjallasýnin
áfram kyngimögnuð og nú sáust
Hrútsfjallstindarnir betur...
Kristínartindar og Skarðatindur...
Miðfellstindur og Þumall...
Auðmýkt og þakklæti stendur
upp úr eftir þessa ferð...
... og aðdáunarverðir
fjallaleiðsögumenn sem enn og aftur sýndu
okkur hvers þeir eru megnugir
Ógleymanlegt... ómetanlegt... og einstakt ævintýri sem fer í sérflokkinn og mun ávalt standa upp úr sem ein af okkar allra bestu ferðum Toppfara frá upphafi... Sögulegt með meiru... ferðasagan er í vinnslu og verður ómetanleg aflestrar með tímanum :-) Myndband af ferðinni hér: https://www.youtube.com/watch?v=8EhoZMGRVQ8
Gps-slóðin á
Wikiloc: |
Við erum á toppnum... hvar ert
þú?
|