Um
undraveröld
Jarlhettna
Fjórða
ferð
Toppfara
á
Jarlhettur
var
farin
laugardaginn
9.
september
Lagt
var
af
stað
kl.
7:00
úr
bænum
og
það
munar
ótrúlega
að
gera
það
frekar
en
að
fara
klukkan
átta...
Jarlhetturnar blasa vel frá úr Biskupstungunum og á leið upp eftir fer maður fljótega að taka andann á lofti... stoppa og taka myndir af dýrðarinnar tindaröðinni sem þarna raðar sér meðfram Eystri Hagafellsjökli í Langjöklinum... hvílíkir tindar... engu líkir á Íslandi... og við að ganga á þá í fjórðu ferðinni...
Akstursleiðin inn Hagavatnsafleggjarann var í fínu lagi enda virtist nýbúið að hefla hann... hugsanlega fyrir gangnamenn ?
Lagt
var
af
stað
kl.
9:16
í
svölu
og
lygnu
veðri
með
sólina
á
lofti
frá
því
við
fórum
úr
bænum...
En
nú
var
tekin
stefnan
á
tindana
austan
megin
við
jökulvatnið
sem
marrar
fyrir
miðju
innan
veggja
Jarlhettnanna
... og það var rétt ákvörðun... við sáum ekki eftir þessari útsýnisferð þarna upp...
Farið var upp suðurtaglið og með klettunum austan megin...
Litið
til
baka
niður
tungurnar...
Sandvatn
hér
í
fjarska...
Strax
þarna
í
þessari
í
raun
léttu
uppgöngu
á
Stöku
Jarlhettu
fundum
við
fyrir
erfiðu
landslagi
Jarlhettnanna...
Litið til baka... mikilfengleikur Jarlhettnanna verður enn meiri í návígi...
Það
var
best
ef
hægt
var
að
spora
slóða
upp...
Þegar komið er upp á Stöku Jarlhettu og gengið eftir henni í norður í átt að öllum hinum Jarlhettunum, þ.á.m. þeirri hæstu sem er Innsta og rís við jökulinn sjálfan... því Tröllhetta sem blasir við á vinstri hönd er ekki þeirra hæst... tekur við útsýni sem gleymist aldrei þeim sem þarna gengur...
Hvert er maður kominn ? þarna skein sólin ekki en skyggnið var gott og útsýnið gerði mann samt agndofa af aðdáun...
Kálfstrindur
við
Högnhöfða,
Skriða
og
félagar,
Hlöðufell
og
Þórólfsfell...
Skjaldbreið
þarna
á
bak
við...
Stóra jarlhetta eða Tröllhetta hér á vinstri hönd ofan af Stöku Jarlhettu... glæsilegt fjall sem býður upp á heilmikið landslag þegar komið er þarna upp... og það er mun erfiðara að ganga á það en á Stöku... langtum lengri brekkan upp í sama erfiða færinu... lausagrjóti rúllandi ofan á móberginu... já, færið er hugsanlega að hluta ástæða þess hversu fáir ganga hér um þó fjarskinn (nýyrði, no.kk.et !) sé líklega stærsti hluti af skýringunni...
Sýnin
héðan
er
slík
að
myndir
af
þessum
stað
eru
notaðar
í
auglýsingum
á
fyrirtækjum
Sigga Sig., Súsanna, Ásta H., Ester, Örn, Batman, Arngrímur, Heiða, Herdís, Þóranna, Ólafur Vignir, Maggi, Gunnar Már, Agnar og Björn Matt en Bára tók mynd og það voru ekki fleiri ferfætlingar með í þessari ferð en smalahundurinn Batman :-)
Það var hægt að dvelja lengi við þarna uppi... en vi áttum stefnumót við þessar Jarlhettur þarna lengst niður frá framundan... hægra megin þessi hvassa og Gylfi skírði Kambhettu í einni Jarlhettuferðinni... og Jarlhetturnar sem rísa næst austan við vatnið... og þjálfari skírði Vatnahettur þar sem þetta eru fjórir tindar eða svo...
Við héldum því áfram eftir þessari Stöku...
...en
fara
þurfti
varlega
á
köflum
... og þá var gott að njóta stuðnings frá félögunum...
Litirnir á þessu svæði eru engu líkir...
... einstök veröld sem fangar mann alltaf og skilar aftur heim algerlega bergnumdum...
Hvílíkur staður til að vera á !
Litið til baka...smá klöngur í þessum erfiðu móbergsklöppum hér niður...
En svo var þetta greiðfært... og best að koma sér bara niður úr þessu...
Frábær
hópur
þennan
dag
og
mikið
hlegið
og
fíflast...
nokkrir
sem
ekki
hafa
komið
í
langan
tíma...
Verksummerki eftir fyrri fjallavötn eða jökulvötn mátti stundum sjá... t. d. á milli Tröllhettu og Stöku Jarlhettu...
Sjá hér sem dæmi...
Ágætis
skriða
hér...
en
þeim
er
ekki
treystandi
eina
sekúndu
samt
þessum
Jarlhettuskriðum...
því
allt
í
einu
rennur
maður...
Tröllhetta...
við
förum
aftur
á
hana
síðar...
Svo
eigum
við
eftir
Syðri
Jarlhetturnar
allar
nema
þessa
sem
rís
næst
Tröllhettu...
Sjá
Örn
hér
vinstra
megin
í
horninu...
fjarlægðin
er
talsverð
á
milli
Jarlhettnanna...
Litið
til
baka
upp
brekkuna...
sólin
skein
ágætlega
fyrri
hluta
dagsins...
áður
en
það
fór
að
draga
verulega
fyrir
hana...
Jú, nesti hér á botni fyrrum jökulvatns í sandauðninni...
Gott
að
nærast
og
hlaða
vöðvana
orku
fyrir
frekari
barning
við
þessi
fallegu
fjöll
Við
vorum
búin
að
reikna
út
að
frá
bílunum
að
Vatnahettum
væri
um 7
km
gangur...
... og við vorum mun fljótari þarna yfir en við héldum... enda greiðfært... engin bleyta eða aur... engar hindranir...
Krúnuhetta
hægra
megin
sem
var
gengin
í
síðustu
Jarlhettuferð
árið
2014...
Það er ekki hægt annað en dást að flóru íslenskrar náttúru...
... hvílík elja að lifa af í þessu grjóti... þessari hæð... þessari auðn...
Krúnuhetta vinstra megin og Vatnahettur hægra megin...
Allir í góðu formi og þetta sóttist mun betur en áhorfðist...
Smá klettahjallar á leiðinni en annars sand- og grjótauðnin... Staka Jarlhetta hér farin að fjarlægjast ansi hratt...
Enski boltinn var í beinni í göngunni... flott stemning og gaman að fylgjast með stöðunni :-)
Bláfell
á
Kili...
við
gengum
á
það
ansi
fá
hér
um
árið
í
september...
Krúnuhetta...
hún
var
erfið
uppgöngu...
sérstaklega
efst
í
klettunum...
en
útsýnið
algerlega
óborganlegt...
Vatnahettur hér framundan... og Kambhetta hægra megin... og Miðjarlhettur keilulaga vinstra megin...
Já, maður fylltist bara lotningu og botnlausri aðdáun...
Litið til baka... það þurfti að fara varlega hér niður þó saklaust væri...
Útsýnið náðu alveg upp á hálendi... Kerlilngarfjöllin glitruðu í sólinni...
Óskapleg fegurð sem myndavélarnar eiga erfitt með að fanga... þessi heimur var einfaldlega of stór fyrir þær...
Það voru heilu fjöllin í einum stökum steini um allt... slíkur er töfraheimur þessa svæðis...
Vatnahettur
áttu
ekki
að
vera
erfiðar
uppgöngu...
Litið til baka... Staka Jarlhetta og Tröllhetta....
Herdís
fann
snúðlagaðan
stein...
í
tilefni
af
því
að
Björn
var
með
kanilsnúða
í
nesti...
Fljótlega fóru brúnir Vatnahetta að bjóða upp á veislu...
... útsýni yfir á hinar Jarlhetturna...
já, þetta er ástæðan fyrir því að við bröltum á fjöll en höldum okkur ekki bara niðri á láglendinu...
Ofar var heilmikið klöngur... í góðu móbergi til að byrja með...
Bara gaman að brölta það...
Og hvergi tæpistigur...
Svo opnaðist heimur Vatnahettna smám saman fyrir okkur...
Magnaðar brúnir sem leyndu verulega á sér...
Sjá bergið hér nær... appelsínugult og enn ein viðbótin við brúna og bláa litinn sem einkennir svæðið...
Tröllhetta og Krúnuhetta í fjarska ofan af brúnum Vatnahettna...
Það
var
eitthvað
mjög
viðeigandi
að
hafa
íslenska
fánann
með
í
för...
Fínasta leið og mjög gaman að fara þarna um vitandi ekki um nokkurn annan sem gengið hefur á þessar Jarlhettur... nema kannski helst gangnamenn... en svæðið allt er vel fært fjórhjólum og hestum... svo það er ólíklegt þar sem lítil beit er á svæðinu og því lítið um eftirlegukindur...
Litið til baka... þetta var magnaður heimur sem við vorum í...
Góður útsýnisstaður... hér vildum við taka hópmynd...
Sjá afstöðuna miðað við Bláfell á Kili...
Magnaður staður til að vera á !
Borða... taka myndir... njóta... horfa...
Útsýnið
ofan
af
klettinum...
hæsta
tindi
Vatnahettna...
Miðjarlhettur
vinstra
megin,
Innsta
Jarlhetta
lengst
í
fjarska,
Lambhúshetta
lægri
á
milli
og
svo
Rauðhetta...
Við horfðum á fjöllin niður á Suðurlandi og sáum Heklu og Eyjafjallajökul... skyldum við komast á Heklu næstu helgi ?
Allir í skýjunum... og gleðin glumdi um allt...
Jökulvatnið
sem
liggur
milli
Jarlhettnanna...
ekki
spurning
að
hafa
hér
óbyggðahlaup
einhvern
tíma...
Kletturinn séður neðan frá af fyrstu mönnum sem fóru niður af honum og áfram um Vatnahetturnar...
Við héldum áfram eftir Vatnahettunum og freistuðumst til þess að ná þeim öllum...
... en það var ekki fært frá tindinum enn fjær og yfir á þennan fjærst...
En leiðin fram að því var kyngimögnuð...
Kletturinn þegar við vorum komin fjær...
Farið niður bergið hér þar sem skarð var á milli hettnanna...
Smá klöngur hér niður...
... eða hvað... þetta var meira en að segja það... og ekkert sniðugt að fara aðra leið en hópurinn...
Tafsamt sakir grjóthruns og lausagrjóts...
Hér
rúllaði
grjótið
niður
hvert
á
fætur
öðru...
við
urðum
að
fara
varlega...
sjá
Magga
sem
er
alltaf
fljótur
yfirferðar...
Litið til baka... lítur kannski sakleysislega út en var smá mál...
Við
tókum
bara
annan
nestistíma
þarna
og
vorum
ekkert
að
flýta
okkur....
Sjá hvernig móbergsklappnirnar eru ókleifar vestan og norðan megin að hluta til...
Sjá jaðarinn á Eystri Hagafellsjökli þarna hinum megin við vatnið... og fjöllin að koma undan ísnum...
Útsýnið áfram yfir á næstu Vatnahettur...
Örn að taka ofangreindar myndir ofan af tindinum á nyrðri Vatnahettunni meðan við hin borðuðum...
En...
það
var
bara
ein
leið
niður
af
Vatnahettum
fyrir
utan
að
snúa
við...
Þessi leið var bara töff... og enn ein veislan í þessu sérstaka landslagi Jarlhettnanna...
Ekkert mál til að byrja með en svo vandaðis málið...
Magnað svæði... þetta er svo fallegt landslag...
Litið upp og til baka... gott hald í móberginu meðan hallinn var ekki of mikill...
En svo varð brattinn meiri og auðvelt að renna og detta...
... eins og Þóranna gerði hér... en sakaði ekki sem betur fer...
Sjá halllann hér... sumir eldfljótir niður en aðrir fóru þetta bara á afturendanum eða á köngulóarskrefunum :-)
Berggangur hér... blár innan í brúna berginu... kyngimagnað landslag...
Hvílík heilun að ganga um svona töfraheima... það eru mun stærri berggangar utan í Innstu Jarlhettu... þjálfarar eru farnir að hlakka til að rifja upp fyrri göngur á þær Jarlhettur sem við höfum nú þegar sigrað... en þær verða núna teknar ein og ein um leið og við bætum þessum fáu við sem enn eiga eftir að komast í safnið... t. d. munum við ganga aftur á Rauðhettu í næstu ferð um leið og við göngum á Kambhettu og Jarlhettutöglin.... árið 2019 :-)
Já, þetta var pínu flókið þegar brattinn jókst og maður var farinn að renna...
Flestir komnir niður og hópurinn lagði svo bara af stað inn eftir að Kambhettu...
... meðan þjálfarar aðstoðuðu síðustu menn niður...
Sjá hvar þarna var einnig jökulvatn einu sinni...
Laus
við
móbergsbrekkuna
var
gangan
inn
að
Kambhettu
ekki
ströng...
Töfrandi
aðkoma
að
henni...
það
var
virkilega
skemmtilegt
að
sjá
hana
svona
í
návígi...
Ein
af
Vatnahettunum
á
vinstri
hönd,
tindurinn
á
Innstu
Jarlhettu
stingst
þarna
upp
úr
skarðinu
En það var þetta myndarlega bjarg aleitt og yfirgefið á söndunum neðan við Kambhettu sem stal allri athyglinni...
Menn brugðu á leik, sungu og dönsuðu uppi á steininum...
... og svo var hoppað upp og niður af honum...
... teknar skemmtilegar myndir...
Sigga Sig náði mjög skemmtilegum myndum þarna...
Og svo var auðvitað tekin hópmynd... hvað annað... þessi steinn...
Örn,
Agnar,
Björn
Matt.,
Ólafur
Vignir,
Herdís,
Maggi.
Við ákváðum að fara upp í skarðið milli hennar og Vatnahetta úr því ganga upp á tindinn á henni virtist ekki möguleiki...
Sólin skínandi gegnum háskýin ennþá...
Þessir litir...
Uppi í skarðinu blöstu nyrðri Jarlhetturnar allar við...
Í
næstu
ferð
ætlum
við
að
koma
frá
Skálpanesi
úr
800
m
hæð...
ganga
niður
eftir
og á
Rauðhettu...
Neibb... Örninn fór könnunarleiðangur með Batman...
...
og
komst
að
því
að
þó
bratt
sé
og
lausgrýtt
þá
geta
menn
komist
langleiðina
upp
með
góðu
klöngri...
Útsýnið ofan úr hlíðum Kambhettu var mergjað...
Það munar ótrúlega að komast hærra og sjá betur yfir svæðið...
Sjá hópinn þarna niðri í skarðinu uppi í hlíðinni... sést illa nema myndin sé stærri...
Bergveggirnir þarna uppi...
...
landslagið
stærra
en
maður
gerir
sér
grein
fyrir
Brekkan
upp...
saklausara
en
það
lítur
út
fýrir
hér
að
sögn
Arnar...
Sjá skarðið þar sem við biðum hægra megin...
Okkar sjónarhorn úr skarðinu og upp... Örn gekk upp vinstra megin...
En...
tíminn,
þreytan
eftir
allt
klöngrið
í
móberginu
fyrr
um
daginn
og
yfirvofandi
regnviðrið
varð
til
þess
Við
lofuðum
okkur
að
vera
klár
í
slaginn
í
næstu
Jarlhettuferð
í
september
árið
2019...
Manni
finnst
svo
stutt
síðan
við
lofuðum
okkur
Vá,
hvað
það
var
gaman
að
koma
hérna
og
sjá
hana
svona
nálægt...
virðuleg
og
glæsileg...
Grjótið allt á leiðinni var heillandi heimur út af fyrir sig...
Við áttum um 7,5 - 8 km leið framundan til baka... það var ráð að leggja í hann...
En...eina mynd með Kambhettu svona nálægt... áður en við geystumst af stað..
Ester og Sigga Sig farnar á undan og Batman að passa að þær færu rétta leið...
Frábærir ferðafélagar í þessari ferð og Arngrímur einn af þeim sem tóku magnaðar ljósmyndir þennan dag...
Já, þetta eru sko töffarar í þessum klúbbi... og englar í senn :-)
Við gátum ekki hætt að snúa okkur við og horfa á hana...
Þeir
voru
alveg
í
stíl
félagarnir...
Batman
orðinn
þreyttur
og
lagðist
í
öllum
pásum...
Svo
dimmdi
yfir
og
það
fóru
að
koma
regndropar...
og
við
fórum
í
hlífðarföt
sum
okkar...
... sjá Kambhettuna stingast upp úr landslaginu... ekkert smá tignarlegur tindur...
Íslenski hálendisgróðurinn lætur ekki að sér hæða...
Batman
var
dauðþyrstur
á
þessu
þurra
landi
sem
var
alla
leiðina...
Síðustu
þrjá
kílómetrana
þurfti
að
þvera
smá
lækjarfarvegi
og
gil...
Og
þegar
litið
var
til
baka
síðasta
kílómetrann
sást
ekkert
til
fjalla
nema
það
nálægasta...
Bílunum
lagt
í
vegakantinn
en
betra
hefði
verið
að
leggja
uppi
á
hólnum
eins
og
síðast,
það
eru
bílför
þar...
Einn
kaldur
er
það
besta
eftir
svona
dag...
Batman
orðinn
hundblautur
sem
hentar
loðnum
hundum
eins
og
honum
mjög
illa...
Alls 18,1 km á 7:13 - 7:18 klst. upp í 681 m hæð á Stöku Jarlhettu, 812 m á Vatnahettum og 767 m hæð á Kambhettu - sjáið bratttann hér á þversniðinu þar sem Örn fór... við stóðum á syllunni á sniðinu á meðan í um 680 m hæð eða svo... með alls hækkun upp á 767 m miðað við 343 m upphafshæð...
Sjá
leiðina
á
korti
hér...
Hér
sést
vel
hvernig
þetta
eru
í
raun
fjögur
jökulvötn...
Leiðin
okkar
þennan
dag
sú
gula...Staka
Jarlhetta,
Vatnahettur
og
Kambhetta
að
hluta
Séð
aðeins
fjær
á
korti...
eigum
ennþá
nokkrar
eftir...
...
og
svo
ætlum
við
að
vera
með
óbyggðahlaup
frá
Skálpanesi
kringum
jökulvatnið
...
eða
álíka...
verður
gaman
að
sjá
hvort
við
getum
staðið
við
þetta...
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |