Tindferđ 64 - Jarlhettur
laugardaginn 10. september 2011
 


Konunglegar Jarlhettur
Í blíđskaparveđri og mögnuđu útsýni
um fegurstu fjallaperlurnar í töfraveröld Langjökuls


Tindurinn á Stóru Jarlhettu međ nyrđri Jarlhettur í fjarska ţar sem sú Innsta rís hćst.

Laugardaginn 10. september gengu 21 Toppfari á fjórar Jarlhettur viđ Eystri Hagafellsjökul í Langjökli í glitrandi góđu veđri, mun betra en nokkur spá sagđi til um eđa logni, sól, brakandi hita á köflum og óskertu skyggni og útsýni um ćvintýraland Langjökuls ţar sem óteljandi tindar, fjöll og jöklar glitruđu allt um kring...

Gengiđ var á Stöku Jarlhettu, Stóru Jarlhettu og tvćr af Syđri Jarlhettum
ţar sem klöngrast ţurfti upp og niđur fjórar ólíkar tindahettur um lausar skriđur og bratta kletta á torsóttri leiđ.

Landslag, litir og útsýni međ ţví fegursta sem gefst
og viđ fylltumst lotningu innan um ţessi ógurlegu verkskummerki frosts og funasem ţarna hafa mótađ landiđ...
já, veisluborđ dagsins... gegnum árţúsundirnar...

Lagt var af stađ kl. 10:24 í brakandi veđurblíđu... logni og sól í 10°C hita undir galheiđum himni...
Hvar var kuldinn... hvar var vindurinn... sem var í kortunum...?

Gengiđ var um grjót og mela fyrstu kílómetrana ađ fyrstu hettu dagsins...
Stöku Jarlhettu sem var hreinlega ekki hćgt ađ fara framhjá úr ţví viđ vorum mćtt á svćđiđ...

Skyggniđ frábćrt í allar áttir nema austur ţar sem öskuský feyktist ofan af hálendinu og skyggđi sýn á jöklana í austri...

Sandvatn hér og dyngjan Sandfell međ efstu tinda Bjarnarfells á bak viđ.

Dćmigert ástand á göngumönnum dagsins... allir ađ taka myndir... í allar áttir...

Staka Jarlhetta leyndi svo sannarlega á sér eins og fleiri fjöll sem viđ höfum skotist upp á í hjáleiđum gegnum tíđina...

Jarđvegurinn skraufţurr og skriđurnar lausar...
en ekki hćgt ađ kvarta yfir ţví ađ vera laus viđ hálku vetrarins sem nú bankar brátt á dyr...

Staka Jarlhetta liggur ílöng í sömu átt og tindarađir Jarlhettna en er sú eina sem er áberandi út undan...

Brátt risu nyrđri Jarlhettur og sú hćsta innst norđan okkar en sú Innsta er hćst allra Jarlhettna og á dagskrá áriđ 2012...

Ţá er gengiđ frá Skálpanesi međ fram vötnum og ám nćr jöklinum...

Örn kannađi ađstćđur eftir Stöku Jarlhettu ţar sem móbergsklettarnir ţvćldust stöđugt fyrir...

Međ nyrđri Jarlhettur og Innstu Jarlhettu í baksýn:

Hugrún, Gylfi Ţór, Lilja Sesselja, Ósk, Jóhann Pétur, Irma, Guđmundur Jón, Thomas, Steinunn, Örn, Jóhannes, Lilja Bj., Katrín, Alma, Auđur, Ágústa, Elsa Ţóris., Sćmundur, Torfi og Hildur Vals en Bára tók mynd og Skuggi hélt uppi heiđri ferfćtlinga klúbbsins.

Jú, ţađ var góđ leiđ eftir ţeirri Stöku til norđurs...

Útsýniđ einstakt og varla hćgt ađ ganga fyrir myndatökum...

Stórfenglegt landslag
og hvert skref var nautn ţess sem unir sér vel á nýjum slóđum í óbyggđunum...

Nćsta hetta var svipmesta Jarlhettan úr Biskupstungunum
sem heimamenn kalla
Stóru Jarlhettu en heitir einnig Tröllhetta...

Grýtt á milli gegnum ţornađa árfarvegi og skraufţurrt grýtiđ...

Uppgönguleiđin um skriđurnar sem voru bćđi brattar og lausar í sér
međfram móbergsklettum og berggöngum sem settu mikinn svip á leiđina ţegar ofar og nćr dró...

Móbergsklettar geta flćkst heilmikiđ fyrir manni og fá mann stundum til ađ óska ţess ađ mađur vćri á gangi ađ vetrarlagi...

Berggangarnir utan í Stóru Jarlhettu voru stórfenglegir...

Sífellt betra útsýni opnađist til nyrđri Jarlhettna og vatniđ milli ţeirra fangađi mann sífellt...
Ţangađ
verđum viđ ađ koma einhvern tíma og ganga kringum eđa framhjá...

Ósk međ Stöku Jarlhettu í baksýn... ósköp var hún lítil um sig svona stök ofan af ţeirri Stóru... eins og landslagiđ var fagurt ţar engu ađ síđur...

Berggangarnir... torsótt og seinfariđ klöngriđ ţarna um og brattinn leyndi heilmikiđ á sér
en ţetta hófst allt međ ţolinmćđi og hjálpsemi innan hópsins...

Mergjađ landslag...

Sandvatn í fjarska...

Fleiri berggangar ofar en ţeir mótuđu allt landslag Stóru Jarlhettu eins og síđari myndir sýna...

Já, mađur ţurfti á öllu sínu ađ halda til ađ komast upp ţetta lausagrjót sem sendi mann sífellt niđur um eitt skref fyrir hver tvö...

Naglarnir Ósk og Lilja Bjarnţórs međ nyrđri Jarlhettur í baksýn...

Klettarnir á tindi Stóru Jarlhettu... sá hćsti ókleifur nema međ hjálpartćkjum
svo viđ vorum ekkert ađ hanga utan í honum og héldum okkur viđ berggangana sunnan megin...

Langjökull... međ skriđjökulinn Eystri Hagafellsjökul nćr og hluta af vestari tindaröđ sem er ađ skriđa undan jökli...

Útsýniđ vestur yfir Langjökul ţar sem Ţórisjökull reis vinstra megin og Geitlandsjökull hćgra megin en ţar mátti sjá glitta í ljósar hlíđar Prestahnúks sunnan Geitlandsjökuls sem er á dagskrá áriđ 2012... nćr eru skriđjöklarnir Eystri Hagafellsjökull og Vestari Hagafellsjökull međ Hagafell á milli sem skyggir á ţann Vestari á ţessari mynd.

Hagavatn međ Hlöđufell í fjarska fyrir miđri mynd, Skjaldbreiđ fyrir aftan og Stóra Björnsfell hćgra megin sunnan viđ Ţórisjökul.
Vinstra megin risa
Kálfstindur og Högnhöfđi í mistrinu.

Ţađ var ómetanlegt ađ fá ađ virđa fyrir sér allan fjallakransinn sunnan Langjökuls svona í fanginu...

Sjá Gylfa Ţór mynda ofan á bergveggnum í vinstra horni myndar ;-)

Rómantíkin ríkti hjá bergţursunum í Jarlhettum...

Magnađ landslag á hrygg Stóru Jarlhettu ţar sem litir, form, áferđ og útsýni allt um kring skartađi ómćldri fegurđ...

Katrín Kj. og Lilja Sesselja ofan á bergveggnum sem skýldi okkur í nestispásunni á Stóru Jarlhettu....

Berggangurinn sem gekk upp á hrygginn hćgra megin og lengra sást til Bláfells en ţađ var magnađ ađ sjá Kerlingarfjöllin öll glitra í nýfallinni snjóföl haustsins og Hofsjökul enn norđar ţar sem nokkrir fjallstindar stungu sér upp úr sjónarröndinni og fengu mann til ađ láta sér detta Hrútfell á Kili og álíka stjörnur í hug...

Okkur fannst viđ bókstaflega sjá hallann norđur í land ofan af Kili....

Bláfell í fjarska međ berggangana viđ tindinn...

Klettaaugađ í vesturhlíđum...

Hryggurinn ofan á Stóru Jarlhettu en Örn fór međ fleirum ađ kanna međ niđurgönguleiđ sunnan megin
en ţar voru bara ókleifir klettar svo viđ völdum leiđ niđur skriđurnar í suđausturhlíđinni...

Ţetta var međ flottari útsýnisstöđum sem gefast á fjöllum...

Berggangarnir enn ofar...

Nestispása viđ óborganlegan bergganginn í skjóli fyrir brúnagolunni...

Fararstjórinn ađ myndast viđ ađ fara niđur skriđurnar...

Viđ urđum ađ taka hópmynd á Stóru Jarlhettu í ţessu kyngimagnađa umhverfi...Eystri-Hagafellsjökull og útbreiddur Langjökullinn ađ sunnan...Bláfell á Kili í fjarska vinstra megin en ţađ sćkir nú stíft um heimsókn Toppfara áriđ 2012...
 Staka Jarlhetta hćgra megin á mynd sem viđ gengum fyrst á ţennan dag og var svo smá í samanburđi viđ stóru systur...

Jóhannes fékk ekki ađ fara afsíđis í friđi... fyrr en búiđ var ađ mynda hann... ;-)

Niđurgönguleiđin gekk mun betur en uppgangan... mest megnis rjúkandi mjúkar skriđur sem gott var ađ rúlla niđur um...

Fínasta uppgönguleiđ eins og okkar, ţ. e. sunnan megin viđ klettana sem stingast úr austurhlíđunum...

Brátt vorum viđ komin ađ Syđri Jarlhettum sem ţjálfarar voru búnir ađ láta sig dreyma um ađ ganga á líka svona í bakaleiđinni
... ef vel viđrađi og stemmning vćri fyrir ţví...

Hér drifu Alma og Torfi sig niđur enda vinna framundan hjá Ölmu frá kvöldi fram á morgun
en viđ hin fórum í tómu tímaleysi áfram eftir hettunum til ađ fá sem mest úr úr deginum enda ađstćđur međ besta móti...

Sunnan undir Stóru Jarlhettu steikti sólin okkur og viđ máttum varla vera ađ ţví ađ ganga fyrir spekúlasjónum og spjalli í blíđunni...

Gylfi Ţór, Örn, Guđmundur Jón, Ágústa, Katrín Kj., Jóhann Pétur, Sćmundur, Elsa Ţóris, Auđur, Jóhannes og Steinunn.

Jú, er ţađ ekki, sjáum hvort viđ komumst ekki á ţessa hćstu ţarna af ţessum syđstu Jarlhettum...

Greiđ leiđ um saklausar skriđur milli hettna sem voru ekkert í líkingu viđ Stóru Jarlhettu...

Landslagiđ stórbrotiđ og hrjóstrugt en samt svo mjúkt og milt...

Viđ vissum ekkert hvort ţetta vćri kleift... vorum of forvitin til ađ snúa frá nema klöngrast af stađ...

Ţetta reyndist vel kleift enda bröltarar međ reynslu á ferđ...

Litiđ til baka yfir á minni hettuna á milli međ Bláfell og Stöku Jarlhettu í baksýn...

Smá klöngur en móbergsklettar međ hrúđurkýli utan á sér var besta undirlagiđ í svona bergklumpum...

Komin á hćsta tindinn á Syđri Jarlhettum ef svo má kalla ţćr sem rísa sunnan viđ Stóru Jarlhettu...

Syđri Jarlhettur til suđurs...

Jarlhettur eru í heild 13 - 14 km langur móbergshryggur sem rís međ um tuttugu tindum í tvöfaldri röđ frá norđaustri til suđvesturs
međfram jöklinum og varđ til viđ gos undir jökli...

Sjá fróđleik um Hagavatn og vangaveltur um virkjun á svćđinu hér:
http://www.natturukort.is/svaedi/farid

Eftir Syđri Jarlhettur voru menn loksins ađ verđa saddir eftir stórfenglegan göngudag
og tilbúnir til ađ snúa úr ţessum töfrandi fagra heimi...

Ţrjár hettur í sigtinu eftir brölt upp og niđur fjóra tinda... viđ gátum ekki veriđ sáttari viđ daginn...Klöngrast niđur af hćstu
Syđri Jarlhettu sem Lilja Sesselja skírđi Klifurhettu...

Framundan var grjótbreiđan til baka ađ bílunum rúma ţrjá kílómetra... hvergi bólađi á meiri vindi né kulda... en öskumistriđ lagđist smám saman yfir sveitir Biskupstungna og var fariđ ađ myndast viđ ađ deyfa geisla sólarinnar sem ţurrsteikti okkur allan daginn svo mađur skrćlnađi upp... allt of mikiđ klćddur undir vetrarklćđnađinum sem var valinn út frá veđurspá en átti lítiđ erindi viđ ţennan dag...

Hćsti tindur Syđri Jarlhettna vinstra megin og móbergsklettarnir sunnan í Stóru Jarlhettu hćgra megin...

Tindar dagsins
Syđri Jarlhettur, Stóra Jarlhetta, Staka Jarlhetta...

Í stanslausi strunsinu gegnum eyđimörk grjóts og mela vakti uppţornađur árfarvegur okkur upp af draumi dagsins
áđur en viđ skiluđum okkur í bílana handan viđ ánna... ađeins á undan áćtlun um kl. 16:45 og komin í bćinn um kl. 18:45...

Fullkominn fjallgöngudagur

...sem skilur eftir sig bljúgt ţakklćti fyrir möguleikann á ađ geta notiđ slíkrar veislu sem ţessarar í dýrmćtum félagsskap fjallgöngumanna sem víla ekkert fyrir sér og kunna sannarlega ađ njóta veisluhaldanna frá upphafi til enda...

Alls 11,5 km á 6:10 - 6:15 klst. upp í 672 m, 950 m og 696 m hćđ međ alls hćkkun upp á 933 - 1.001 m ;-)
miđađ viđ
345 m upphafshćđ.

Gönguleiđ dagsins í nćrmynd á korti...

Heildarmynd af Jarlhettum ţar sem gönguleiđ okkar sést vinstra megin niđri og Innsta Jarlhetta hćgra megin uppi.
Eingöngu hluti af Syđri Jarlhettum sést á mynd og eins vantar nyrstu Jarlhetturnar.

Sjá allar myndir ţjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T64Jarlhettur100911# 

Frábćr myndasíđa Gylfa Ţórs: http://gylfigylfason.123.is

Og flottar myndir félaganna á fésbókinni ;-)
 

 

 

Viđ erum á toppnum... hvar ert ţú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viđarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir