Búrfell Grímsnesi
Þingvallafjall nr. 24 á árinu
... í skúraleiðingum og þoku á tindinum
en hlýju, lygnu og mildu veðri og dúndrandi stemningu

Það gekk á með skúrum þriðjudagskveldið 1. september og þoka læddist um efsta tind
en hitinn var um tólf gráður, það var logn og milt veður...
og einstaklega kraftmikill andi í hópnum enda fjöldi nýliða að koma inn núna eins og alltaf er á haustin...
en þó óvenju mikið núna og minnir á haustið árið 2009 þegar mætingametið á þriðjudagsæfingu var slegið og stendur enn...
en þá mættu alls 68 manns á Litla Meitil þriðjudaginn 22. september... sjá hópmynd hér neðar og tengil...

Brekkurnar upp Búrfellið eru þéttar og utan slóða í mjúkum mosa sem við reyndum að hlífa og ganga vel um...

Allir á svipuðu róli í gönguhraða sem var frábært þar sem nýliðarnir voru mjög margir mættir...
... það voru bara tilfæringar í að fara úr og í hlífðarbuxum og jökkum sem töfðu för...

Bjart yfir Ingólfsfjallinu og við mændum þangað...
og treystum því að sólin myndi mæta til okkar á tindinum...
en okkur varð ekki úr þeirri ósk...

Svo falleg sveitin við Úlfljótsvatn og nágrenni...
María Björg nýliði hér og einn reynslumesti og öruggasti Toppfari allra tíma, Guðmundur Jón höfðingi...

Allsendis óvænt gengum við fram á þennan falda foss í klettunum hér...
en tærar lækjarsprænur og minni fossar skreyta Búrfellið niður hlíðarnar á öllum hliðum fjallsins...

Mikið spjallað og mjög gaman að sjá hversu duglegir menn eru að kynnast innbyrðis...
nýliðarnir þekkjast sumir mjög vel... en aðrir þekkja engan og þá reynir meira á en ella að komast inn í hópinn...

Fegurð í hverju skrefi...
gjöful lyngberin lekandi um allt... kristaltærir lækir liggjandi allt... skærgrænn mosinn skríðandi um allt...

Þjálfarar voru með gps-slóðina frá því síðast árið 2018 en fóru samt aðra leið upp
og lentu því sunnan megin við vatnið sem lúrir efst á fjallinu...
það var sérlega skemmtilegt að ganga gígbarminn og sjá skyndilega vatnið þegar þokunni létti svolítið...

Uppi í 548  hæð var nesti í þokunni sem skreið ansi þunn um og það glitti í bláma himinsins...
en við stöldruðum við á nyrstu vörðunni sem okkur taldist sem sú hæsta
en þær eru fleiri sem gerðu tilkall til þess arna...

...  víðsýnt útsýnið af Búrfelli fór þarna fyrir lítið...
en gefur þeim sem voru á fjallinu í fyrsta sinn bara tilefni til að heimsækja það aftur síðar...

Þjálfarar gátu ekki ákveðið sig hvaða leið skyldi farin niður
en ákváðu á endanum að freista þess að fara uppgönguleiðina frá því síðast...
og skyndilega létti þokunni uppi meðan við gengum gígmbarminn til baka sem geymir efsta tindinn...
og stöðuvatnið uppi á fjallinu blasti við svo ótrúlega fallegt...

Tveggja metra reglan er orðin mönnum ansi töm...
menn bara stilltu sér upp dreifðir um allt eins og ekkert væri eðlilegra :-)

 Mættir voru alls 38 manns sem er mesta mætingin á árinu:

Anna Sigga, Ása, Ásta J., Bára, Bjarnþóra, Díana, Gerður jens., Guðmundur Víðir, Guðmundur J'on, Gunnar Viðar, Haukur, Inga Guðrún, Íris Ósk, J'ohann Ísfeld, Jóhanna D., Jón St., Karen Rut, Katrín Kj., Kolbeinn, Kolbrún Ýr, María Björg, María E., Marta Rut, Oddný, Sandra, Sigríður Lísabet, Sigrún Bj., Sigrún E., Silja, Siggi, Steinunn Sn., Sveinbjörn, Tinna, Valla, Vilhjálmur, Þórkatla og Örn... og hundarnir voru þrír; Batman, Myrra hennar Ásu og Stella hennar Írisar Óskar.

Sjá hér til samanburðar hópmyndina þriðjudaginn 22. september árið 2009 þegar mætingametið var slegið og stendur enn...
en það haust bættust margir nýliðar við hópinn sem áttu eftir að vera með okkur árum saman og eru sumir enn...

... enda eru fá andlit þarna sem eiga sér ekki langa og góða sögu með klúbbnum...
merkilegt hversu margir hafa komið og verið með okkur í gegnum öll þessi ár...

Þarna er Gerður Jens sem líka var í kvöld... geri aðrir betur... segir allt um þessa ofurkonu !

Sjá ferðasöguna hér... skrolla aðeins niður undir Esjusöguna:

http://www.fjallgongur.is/aefingar/9_aefingar_juli_sept_2009.htm

Vatnið á toppi Búrfells í Grímsnesi er nafnlaust að því er við best vitum...
það er ekkert aðfall í því (rennur hvergi í það) en úr því rennur lækur sunnan megin þar sem það fjarar lítið eitt út og niður...
(út af mynd, hinum megin í vatninu)...

Sjá útfallið hér efst á mynd...
mjög fallegur gígur sem nauðsynlegt er að ganga þegar farið er á þetta fjall...

Við héldum niður eftir góða stund við vatnið og skyggnið opnaðist um leið og við lækkuðum okkur frá toppnum...

Við okkur blasti Grímsnesið allt... Ingólfsfjallið... Sogið... Hengilssvæðið austan megin...
og Þingvallasvæðið allt...

Niður fórum við ásinn hér og létum landslagið stjórna okkur alla leið niður....

Ljósafosstöð þarna niðri og Úlfljótsvatn...

Rökkrið skreið inn á niðurleiðinni... og það skall á myrkur keyrandi heim...
við sluppum með höfuðljósin að sinni en það styttist í að þurfa þau í lok þriðjudagsæfingar...

Karen og Sigrún Eðvalds... mikið erum við lánsöm með klúbbmeðlimi...
það var frábært að sjá hversu menn voru mikið að kynnast og gefa sig að þeim sem þeir þekkja ekki...
það er bókstaflega eina leiðin til að vera áfram ein sterk heild sem stendur saman í gegnum allt mögulegt
og ómögulegt sem er framundan... :-) :-) :-)

Alls 7,3 km á 2:55 - 3:07 klst. upp í 548 m með alls hækkun upp á 553 úr 67 m upphafshæð.

Nafn Hæð
m.
Hækkun
m.
Upphafshæð
m.
bætt við síðar
Vegalengd
km.
Dagsetning Tímalengd
göngu
klst.
Fjöldi
manns
Ganga
Búrfell Grímsnesi 551 531 110 6,7 6. maí 2014 2:48 40 Æfing 308
2. 551 550 66 7,4 15. maí 2018 3:18 13 Æfing 508
3. 548 553 67 7,3 1. september 2020 2:55 38 Æfing 617

Sjá tölfræðina af Búrfellinu frá upphafi...
fyrsta gangan var upp suðurhlíðarnar sem er líka algeng ganga á fjallið en okkur líkar betur við vesturleiðina...
en líklega er lag að rifja næst upp suðurleiðina samt eftir örfá ár... það verður fyrr en varir...
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir