Æfingar alla þriðjudaga frá ágúst út september 2008
birt í öfugri tímaröð:


Esjan 30. september
Búrfell og Búrfellsgjá 23. september
Úlfarsfell 16. september með Soffíu Rósu - þjálfarar á Mont Blanc fjallahringnum með Toppfara
Vífilsfell 9. september
Grindaskörð, Miðbollar og Stóri Bolli 2. september
Ármannsfell 26. ágúst
Þyrill 19. ágúst
Syðsta Súla 12. ágúst
Móskarðahnúkar 5. ágúst
Glerárdalshringurinn og Laugavegurinn
Eilífsdalur 29. júlí með Hjölla í sumarfríi þjálfara
Hafnarfjall 22. júlí með Inga í sumarfríi þjálfara
Heiðmerkurgrill 15. júlí með Hjölla í sumarfríi þjálfara
Gunnlaugsskarð og Hábunga 8. júlí með Hjölla í sumarfríi þjálfara
Helgafell í Hafnarfirði 1. júlí með Hjölla og Þorbjörgu í sumarfríi þjálfara
 

Esjan
...
hratt upp að steini eða upp á Þverfellshorn...


...var  á dagskrá á 61. æfingu þriðjudaginn 30. september og mættu 22 manns,

...þar af ungu Toppfararnir Einar og Kristín

...og tveir nýir meðlimir, þær Björk og Kolfinna.

Verðið var með besta móti, hálfskýjað, lygnt en svalt, NA4 og 6°C.

 

 

Allir fóru hratt eða rösklega upp að steini ýmist í hlaupagallanum eða fjallgöngufötunum og sumir með þungar byrðar á bakinu eins og Stefán Heimir sem hér kemur askvaðandi upp að steini en menn tóku allt frá 31-65 mín í þetta á mælingu og svo hægar þeir sem ekki voru á klukkunni.

Þjálfarar skrifuðu niður tíma nánast allra sem mættu og vildu taka púlsinn á sér og var frábært að sjá í hvílíku formi menn eru almennt í hópnum.

Sjö létu sér ekki steininn nægja og fóru alla leið upp á Þverfellshorn á fljúgandi fart; þau Grétar Jón, Guðjón Pétur, Gurra, María, Stefán Heimir, Simmi og Þorbjörg en þau voru fimm komin upp á augabragði á meðan þjálfarar biður allra sem skiluðu sér upp að steini.

María og Gurra skelltu sér svo á eftir fimmmenningunum og fóru alla leið upp þó það væri stutt í sólsetur og nutu félagsskapar strákanna sinna sem sneru við og fóru með þeim síðasta kaflann.

Hratt var svo farið niður, sumir hlaupandi og voru Ingi og Grétar Jón á rétt um 1,5 klst. upp á Þverfellshorn og alla leið niður aftur enda var hraðinn á þeim með ólíkindum...

Það var dúndurstuð niðri á bílaplani meðan beðið var eftir síðustu mönnum niður og endaði skjálfandi kuldapartýið inni í heitum bíl... en æfingunni lauk rúmlega átta í nánast myrkri en brosandi svita þeirra sem gengu alla leið á þverfellshorn án þess að hika...

Alexander, Bára, Benedikt, Bjarni, Björk, Grétar Jón, Guðjón Pétur, Guðmundur Ólafur, Gurra, Helga Sig., Ingi, Kolfinna, María, Heiða, Ragna, Simmi, Stefán Heimir, Þorbjörg, Þorleifur, Örn og svo Einar og Kristín...

...mættu á þessa æfingu sem var um 6,6-6,9 km löng á 1:30 - 2:40 klst. upp í um 597 eða 770 m hæð með hækkun upp á um 587 eða 760 m...

en ekki náðist hópmynd af öllum þessum fjölda fyrir hraða...eða þannig...

 


Búrfell og Búrfellsgjá
...
í rigningu, smá roki og rökkri...


60. æfing var þriðjudaginn 23. september og mættu 25 manns, þar af 6 börn í rigningu og síðar vindi og rökkri í lokin en gengið var að Búrfelli um Búrfellsgjá og umhverfi hóla og hæða  sunnan Heiðmerkur þar með kortlagt í heild af fjallgönguklúbbnum.

Hilmir, 3ja ára, Sandra 6 ára, Jóhanna María, 7 ára, Ívan Alex 8 ára, Aníta 9 ára og Samúel rétt tæplega 10 ára mættu galvösk þrátt fyrir veðrið og áttu góðan göngutúr með Toppförum sem aldrei láta deigan síga og voru dauðfegnir að komast út með félögunum í haustrigningunum þessa dagana...

Frá vinstri efri: Guðvarður, Elísabet, Bára, Ragna, Bjarni, Þorbjörg, Soffía Rósa, Alexander, Ingi, Hálldóra Á., María, Margrét Gróa, Guðjón Pétr, Oddný og Kristján.
Frá vinstri neðri: Samúel, Hilmir, Stefán Heimir, Aníta, Helga Björnsd., Ívan Alex, Sandra, Jóhanna María og Helga Sig. en Örn tók mynd.

Heldur var veðrið hryssingslegt um sexleytið þegar lagt var af stað... en allir glaðir á brún og brá enda gott að hittast aftur eftir aðskilnaðinn og eins fyrir Alpafarana að hittast eftir góða ferð vikuna á undan.

Vá 25 manns mættir í þessu veðri... við bara tókum ofan fyrir þeim sem mættu...

Skoðuðum fyrst Vatnsgjánna sem er þröng og djúp eins og margar gjár á svæðinu en í þessari eru 6 metrar að vatnsyfirborði og endurnýjast vatnið stöðugt og er ferskt. Sagt er á upplýsingaskilti við gjánna að hún hafi verið forsenda fyrir selstöðu sem þarna var forðum.

Leifar af réttum, Gjárétt voru svo þarna skammt frá en þær voru byggðar um 1840 úr hraungrýti í nágrenninu.

 

Allir voru vel búnir til göngu í vatnsviðrinu en fyrst um sinn var logn og milt og fínasta gönguveður þó skyggni væri ekki mikið og blautt úr lofti.

Búrfellsgjá er 3,5 km löng og gengum við eftir henni í suður og svo austur þar sem hún dýpkaði stöðugt þar til að gígnum sjálfum var komið.

Á leiðinni var margt að sjá, hraunveggir og gjár sem við skoðuðum og hefðu skartað sínu fegursta í kvöldsólarveðri með haustlitina um allt en við förum bara þarna um aftur að ári...

Smám saman dýpkaði gjáin og ganga þurfti upp í móti í austur að gígnum en klettarnir voru kyngimagnaðir þrátt fyrir hryssinginn.

 

Gígbarmurinn var spennandi og fjölbreyttur og ágætlega krefjandi fyrir unga fjallgöngumenn sem voru með í för þetta kvöld en allir gengu hann allan hringinn nema Hilmir sem byrjaði á nestinu með mömmu.

Þau virtust öll þaulvön útiveru og ekki heyrðist kvart eða eftirgjöf allt kvöldið.

Eins og þetta er fallegt svæði í sól og blóma var umhverfið þarna nú grátt og guggið... Valahnúkar og Helgafell í fjarska, Húsfellið til austurs út af mynd og Grindaskörðin enn lengra í suður...

Myndavélin var ekki alveg að taka bestu myndirnar í rigningunni... ...

Kannski er hún ekki eins góð og sú sem skemmdist á á Vífilsfelli um daginn...

Nestisstaðurinn var utan í bergveggnum í gígnum og var gott að gæða sér á smá næringu en Helga sló í gegn hjá krökkunum með heitu kakói sem þau voru öll fegin að fá.

Það er kominn vetur.... best að hita kakó í næstu göngu...

Alparnir í umræðunni...

...væntanlegt skemmtikvöld skoppara af hætti skemmtinefndar laugardaginn 18. október...

... og afrek þeirra sem mættu á þriðjudagsæfinguna síðustu þegar þjálfarar voru úti... þau Soffía Rósa, Ragna og Bjarni sem létu sig hafa það á Úlfarsfelli í roki og rigningu (15m/sek).

Hetjur kvöldsins voru sex:

Ivan Alex 8 ára
(ömmustrákur Helgu Björns.)


Sandra
6 ára
(systurdóttir Rögnu)

Jóhanna María 7 ára
(dóttir Rögnu og Bjarna)

Aníta 9 ára
(systurdóttir Rögnu)
...en stelpurnar voru allar að koma í fyrsta skipti með hópnum.

... og
Hilmir 3ja ára sem var mest megnis í fanginu á mömmu og pabba en hann vildi sitja hjá stóra stráknum honum Ívani sem er orðinn reyndur Toppfari.

... og Samúel 10 ára sem var líka í sinni fyrstu göngu með hópnum og situr hér með Elísabetu móður sinni en hann fór létt með þetta.

Í lok nestistímans fór að blása og það var komið rökkur...
...jæja... voila... búmm, búmm...
(bara Alpafararnir skildu þetta...)

Heim skyldi haldið því myrkrið var að skella á og rúmir 2 km eftir til baka í vaxandi vindi... en heimferðin gekk vel á notalegu spjalli í rökkrinu.
Hópurinn kláraði æfinguna á
1:57 klst. um 5,8 km leið með 88 m hækkun upp á 185 m háan tind í gígnum...

Vel af sér vikið og frábært að fá þessa ungu fjallgöngumenn með í göngu sem vonandi láta sjá sig aftur... og njóta þess að láta sig hafa það sama hvernig veðrið er, birtan og færðin því þannig er veturinn... við bjóðum honum óhikað birginn..

 

Úlfarsfell 16. september 2008 - Soffía Rósa

hetjuskapur í haustviðri

Dagana 12. - 20. september 2008 fóru 16 Toppfarar í gönguferð í evrópsku Alpana þar sem gengið var í frönsku, ítölsku og svissnesku Ölpunum kringum Mont Blanc.

Þriðjudagurinn 16. september var því þjálfaralaus en Soffía Rósa bauðst til að halda utan um þá æfingu fyrir okkur.

Á meðan við spókuðum okkur um í háfjallalofti meginlands Evrópu geysuðu haustrigningar á Íslandi eins og leyndar forspár þess sem koma skyldi í lok mánaðarins þegar bankarnir hrundu á Íslandi...

Þegar við skiluðum okkur til Íslands þann 20. september voru laufin horfin af trjánum og það var eins og óveður hefði hrifsað landið úr sumri inn í veturinn á einu augabragði... slík voru viðbrigðin að koma heim eftir tíu daga fjarveru.

Efnahagshrunið beið okkar nokkrum dögum síðar og þegar litið er til baka voru þessar haustlægðir alveg í stíl við áfallið sem reið yfir landið þetta haust.

 

Þrír Toppfarar létu hins vegar þessar haustlægðir ekkert á sig fá og mættu á Úlfarsfellið í SV10 og mikilli rigningu...

Þetta voru þau Soffía Rósa og heiðurshjónin Ragna og Bjarni.

Soffía hafði á orði málshátt fjallgöngumanna "eigi skal í bænum beilað" og gengu þau eftir slóðanum á Vesturhnúk, Stórahnúk og Litla hnúk sem gerði 3,5 km á rétt innan við 1 klst.

Að sögn Soffíu voru þau ". blaut en með hugann í Ölpunum hjá félögum okkar ókum við heim á leið"

Engin myndavél var með í för svo ég læt ég fylgja með góða mynd af Soffíu Rósu á fjórhjólinu sínu sem hún mætti á æfingu á Reykjaborg 17. mars 2009... kona sem gefur aldrei eftir og vílar ekkert fyrir sér !

 

 

59. æfing var á Vífilsfell þriðjudaginn 9. september í grenjandi rigningu og þoku en logni og hlýju með litlu skyggni en duglegu fólki, V4 og 8°C.

Lagt var af stað kl. 18:04 í veðri sem var verra en spáin sagði fyrir um þar sem rigningunni átti að slota en eins og sjá má voru allir gallaðir frá toppi til táir í suddanum sem enn gekk á um sex leytið.

17 manns voru mættir, þar af tvö ný andlit; Bjarney og Stefán Arnar, 16 ára, sonur Alexanders og gáfu þau hópnum ekkert eftir.

Lagt var í hann sömu leið og í tindferðinni í júní í fyrra en þjálfarar voru þá nýfarnir með klúbbinn af stað og var sú ganga undir leiðsögn Ísl. fjallaleiðsögumanna sem fyrst tindurinn af tólf í stígandi erfiðleikastigi fram að hnúknum.

Þjálfarar höfðu á þessum tíma ekki komið sér upp gps og voru því ekki með track af leiðinni en ákváðu að fara hana eftir minni frekar en að velja auðveldari og hefðbundu leiðina á Vífilsfellið þar sem þessi leið var sérlega vel heppnuð og mun fjölbreyttari en sú sem stikuð er og mikið gengin.

Aðkomað að fjallsrótum var 1,5 km löng og var gengin rösklega enda var ljóst að við vorum í kapphlaupi við birtuna, sérstaklega í þessu þykka þokuskyggni.

Í skriðunum urðu klettarnir heldur ókunnuglegir og ákvað Örn að fara upp með hryggnum frekar en áfram inn eftir gilinu ef ske kynni að ekki væri þetta rétta gilið (sem eftir á að hyggja var rétta gilið) og reyndist það hin skemmtilegasta leið... krefjandi í bröttum skriðum og framandi í kynjóttum klettum þokunnar.

Tók þessi kafli því á hluta af hópnum en allir kláruðu upp á brúnina í góðu gengi og máttu vera ánægðir með mikla hækkun á strembinni en skemmtilegri leið.

Er næsta víst að í góðu skyggni á okkur eftir að finnast þetta vel af sér vikið sem uppgönguleið og það þrátt fyrir að með í för voru nýir og nýlegir félagar.

Uppi á brúninni þegar innan við 100 m voru eftir í hækkun vorum við komin á sléttlendið í 591 m hæð og framundan þokan, jú, en tindurinn þarna í norðri sem sást óljóst sem klettaborg.

Bjarni, Guðmundur Ólafur, Heiðrún, Helga Björns og Helga Sig. í að hvíla sig í klettunum.

Helga Sig. var með góðar sögur að segja af Hálandagönguferð í Skotlandi og var fróðlegt að heyra um þær slóðir.

Komin aðeins lengra með hrygginn í bakið sem ganga skyldi upp með að klettunum að tindinum.

Hér sneru Heiðrún og Ingi við enda dagsformið ekki upp á sitt besta í þetta skiptið og nauðsynlegt að hlusta þá á líkamann og snúa við í tíma.

Klettarnir fallegu uppi á sléttunni sem fyrst urðu á vegi okkar. Ótrúlega fallegt landslag og eitthvað sérstakt við þetta svæði, eins og sér heimur þarna uppi.

Helga Sig. og Bjarney ákvaðu hér að snúa við og fara með Inga og Heiðrúnu niður og þegar haft var samband við Inga var hann snöggur upp á lagið og fór á móti þeim stöllum af sinni einstöku hjálpsemi sem er svo dýrmæt fyrir þennan hóp.

Svona geta þessar fjallgöngur verið.. bara ævintýri sem engin leið er að vita hvernig enda.. með hverjum maður fær far til baka og heim... félagarnir að styðja hver við annan... svona á þetta að vera... ekkert nema gaman saman.

Bjarney stóð sig með mikilli prýði á þessari fyrstu og fremur krefjandi göngu með hópnum í einu erfiðasta veðri sem við nokkurn tímannn fáum á æfingunum svo vonandi fékk hún bara bakteríuna þarna þrátt fyrir að kynnast ekki tindinum að sinni.

Við hin flýttum okkur afganginn af klöngrinu upp að tindinum og tókum okkur í mesta lagi fimm mínútur uppi til að borða og taka mynd... við vissum sem var að það var korter í sólsetur og eftir það var ekkert nema myrkrið á niðurleiðinni í suddanum...

Markmiðið var að klára klettana til baka áður en myrkrið skylli á. Það tókst og var rökkur við brúnina á hryggnum í bakaleiðinni. Rúmur helmingur viðstaddra var með höfuðljós og fóru nokkrar mínútur í að koma gagni í höfuðljós Arnarsins sem ekki vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið að vera skyndilega komið í notkun eftir værðarlegt sumarið.

Það var bara notalegt að fá höfuðljósin aftur á ennið... minningar síðasta vetrar eru svo góðar og gekk niðurleiðin mjög vel hjá öllum með annan hvern mann með ljós í lykkjunni  að lýsa veginn.

Við gengum hratt í mjúkum skriðunum og sumir féllu við í látunum en án eftirkasta og voru allir fegnir þegar mosalendurnar tóku við að bílunum... ja hvaða bílum...?... myrkrinu þarna úti með bílljós akandi á Suðurlandsveginum og ekkert nema minnið og gps til að lóðsa okkur að malarstæðinu.

Þegar gengið var um námurnar vissum við að bílarnir voru þarna hinum megin og var þetta eftir allt saman prýðilegasta æfing í myrkurgöngu með þokuívafi eftir íslenskt sumarljósið síðustu vikurnar...  gat ekki farið betur við fremur víðsjárverðar aðstæður sem alltaf hefðu verið lærdómsríkar... en þessi hópur... ...hann er bara orðinn ýmsu vanur...


Guðjón Pétur, María, Sigmundur, Gurra, Bjarni, örn, Guðmundur Ólafur, Stefán Arnar, Helga Björns., Alexander, Roar, Soffía Rósa og Bára tók mynd...
Bjarneyjar, Heiðrúnar, Helgu Sig. og Inga var sárt saknað á hópmyndinni.

Tindurinn mældisst 662 m hár og var hækkunin 457 m miðað við 205 m upphafsstað á 7,8 km löngum kafla á 3:19 klst. en þarna stytti Örn leiðina nokkuð með hryggjarleiðinni sinni sem átti vel við í þessu veðri.

 

Grindaskörð - Miðbollar - Stóri Bolli...
... í myljandi hrauni og sólsetri...


58. æfing var þriðjudaginn 2. september um austanverð Grindaskörð og mættu 30 manns, þar af tvö ný, þau Ásta Björg frá Akranesi og Bjarni auk þess sem hundurinn Aska var aftur með í för. Gengið var á Miðbolla og Stóra Bolla í friðsælu veðri, SV4, 16°C og sólsetri með klöngri upp og niður fjóra hnúka og síðasta kaflinn á röskum hraða í rökkri.

Lagt var af stað kl. 18:08 í logni og hálfskýjuðu veðri en sólin skein norðar og vestar og lá skýjabreiðan yfir heiði og hálendi.

Slóðinn um hraunið að Grindaskörðum er 3 km langur upp í skarðið sjálft en virðist styttri þegar lagt er af stað.

Hópurinn gekk þetta rösklega enda gott að púla þegar tækifæri gefst áður en brekkurnar taka við.

Komin upp í skörðin og tekin nestispása með útsýnið óskert til vesturs og norðurs. Helgafell Hafnarfjarðar vinstra megin, Valahnúkar, Búrfellsgjá og svo Húsfell. Í fjarska Esjan í mistri og Akrafjall undan auga myndavélarinnar en sást með mannsauganu.
Örn, Sigmundur, Þuríður, Páll , Arnar og Aska og svo Kristín Gunda og Íris Ósk.

Gengið var svo í austur að Miðbollum og Stóra Bolla en hnúkarnir vestan megin voru það freistandi að Grétar Jón og Guðjón Pétur skutust þar upp á meðan hinir lögðu af stað.

Svæðið vestan við Grindaskörðin eru verkefni annarrar göngu næsta sumar þar sem gengið verður á Syðstu Bolla, Hvirfil og Lönguhlíð.

Sjá Miðbolla á mynd og glitta í Stóra Bolla hálfur í hvarfi  vinstra megin.

Akraneskonurnar fjórar, þær Heiðrún, María, Ásta Björg á sinni fyrstu göngu og svo Gurra á góðum göngugír enda hafa þær allar stimplað sig vel inn í hópinn frá fyrstu göngu.
Gengið svo niður hann og Stóri Bolli næstur á dagskrá hægra megin efst á mynd.

Hraunið laust og mosinn vel gróinn um svæðið, gjótur á víð og dreif og klappir og hellar.

Komin langleiðina upp á Stóra Bolla eftir tiltölulega langa og bratta brekku upp sem tók í suma.

Sólarlagið í vestri en skýjabreiðan lá yfir svæðinu og við fengum ylinn af sólinni síðar um kvöldið.

Sleðahundurinn Aska á sinni annarri göngu með hópnum og alveg í essinu sínu, sérstaklega ef hún fær að vera fyrst... 

Útsýnið ofan af Stóra Bolla var óborganlegt og óteljandi fjöll í sjónmáli; Akrafjall, Esjan, Móskarðahnúkar, Skálafell, Botnssúlur, fjöllin öll í noðraustri, Þríhnúkar (miðri mynd), Skjaldbreiður, Vífilsfell, Hengill, Bláfjöllin og svo óræð fjöll í suðri sem við fengum ekki staðfest þar sem þjálfari gleymdi kortinu heima.
Þýðir náttúrulega bara eitt... við þurfum að gagna á þau til að kortleggja þau í minni fóta og hugar um ókomna tíð...

Ein fjölmennasta æfingin í sögu klúbbsins eða 30 manns og einn hundur:

Efri frá vinstri: Alexander, Bjarni, Ragna, Kristín Gunda, Benedikt, Páll, Þuríður, Guðjo´n Pétur, Hjörleifur, Stefán Jóns., Örn, Soffía Rósa, Ingi, Heiðrún, Hrönn, Gurra, María, Ásta Björg.
Neðri frá vinstri: Íris Ósk, Grétar Jón, Arnar og Aska, Stefán heimir, Stefán Alfreðs., Helga Björns., Jón Ingi, Halldóra Ásgeirs., Sigmundur, Roar, Guðmundur Ólafur og Bára bak við myndavélina.

Niðurleiðin af Stóra Bolla var svo um lausar og mjúkar skriður og ferðinni heitið á hina svipmikla gíga Miðbolla á leiðinni til baka.


Fyrri gígurinn.

Klöngrið þar upp var hollt og gott og svo fór að allir fóru alla leiðina þetta kvöld sem var frábært.

Á gígbarminum með kvöldsólarroðann um allt.

Komin hringinn og farið niður vestan með að síðasta hnúknum. Útsýnið í kvöldsólinni magnað.

Mosagrænan í sinni fallegustu mynd í kvöldsólinni

Sjá slóðann neðar og bílana úti á vegi enn lengra.

Klöngrið um klappirnar var ekkert mál og fóru sumir framhjá í klifurstuði.

Í kvöldsólinni með útsýni sem erfitt var að taka augun af.

 

 

Æfingin gaf rúma 9,4 km göngu á 3:12-323 klst. upp 509, 511, 523 og 563 m háa bolla með hækkun frá 242 m upphafshæð upp á 321 m en samtals hækkun um 500 m.

 

 

Á síðasta bollanum settist sólin endanlega og við gengum í rökkri síðasta spölinn er þar fór hver á sínum hraða og var gott að geta farið greitt eftir góða göngu.

 

 

Ármannsfell á Þingvöllum
í hallandi kvöldsól ágústmánaðar

19 manns og sleðahundurinn Aska gengu á Ármannsfell þriðjudaginn 26. ágúst á 57. æfingu  í kvöldsól og góðu skyggni en svo einum rigningarskúr í lokin og rökkri sem minnti okkur á hve það haustar óðum...

Gengnir voru 7,8 km upp í 771 m hæð með 591 m hækkun á 2:56 - 3:08 klst. um stórgrýtt og mislagt landslag Ármannsfell á slóðum Toppfara frá í vetur og var umhverfið, færið, veðrið... boy oh boy ólíkt betra.

Lagt var af stað kl. 18:26 eða heldur seinna en ráðgert hafði verið þar sem þjálfarar þurftu að skjótast heim og ná í myndavélina sem gleymdist.

Veðrið með ólíkindum gott miðað við veðurpá og veðrið síðustu daga... sól, logn og hlýtt við fjallsrætur Ármannsfells.

Mættir voru meðal annarra þeir Arnar og Benedikt á sína fyrstu æfingu og var sleðahundurinn Aska með Arnari í för en þau koma frá Selfossi og var því fagnað sérstaklega að meðlimum utan höfuðborgarinnar skyldi fjölga í hópnum.

Klöngrast var upp suðurhlíðina við Sleðaás upp hrygginn við Bolabás með Þingvallavatn í baksýn og bílana niður á vegi - sjá mynd.

Færið gott í kjarrinu, grasinu og mosanum, svo smágrýti en smám saman tóku móbergsklappirnar við og uppi biðu okkar stóru grjótin og hæðótta landslagið sem skyggði sýn á tindinn þar til innar dró.

Enn ein útgáfan af skuggum Toppfara á fjöllum... nú af hallandi kvöldsól ágústmánaðar á Ármannsfelli...

Arnar og Aska voru í góðum gír á sinni fyrstu göngu með hópnum og var virkilega notalegt að fá hund á æfinguna en þeir hafa lítið sést í sumar í samanburði við síðasta sumar.

Aska var í bandi og hélt Arnari vel við efnið enda vildi hún vera fremst þó hún fengi það ekki en hún var ljúf sem lamb við göngufélagana sína og verður vonandi einn af þessum Toppförum sem aldrei fá nóg af því að safna fjöllum...

Já, sundurskorið og giljótt er landslag Ármannsfells og var klöngrast niður mjög grýtta brekku sem eftir á að hyggja var  líklega brekkan sem við snæddum nestið í kuldanum í vetur og ákváðum að snúa við.

Skv. gps hefði sá staður átt að vera nær tindinum en þar sem við fundum ekki aðra svona brekku þetta kvöld má ætla að þarna snerum við við... ekki viss... allavega vorum við minnir okkur um 1 km frá tindinum og vorum sammála því að það var rétt að snúa við þennan febrúardag þó fyrr hefði verið... volkið var slíkt að þetta ágústkvöld var ekki eins og um sama stað væri að ræða þó slóðirnar væru kunnuglegar í minningunni.

Gurra, María og Halldóra í gullfallegu landslagi með fjöllin í austri í baksýn.

Gylltir og hlýir voru litir kvöldsólarinnar eins og gjarnan á þessum árstíma þegar degi er tekið að halla og landslagið er gróskumikið eftir sumarið en ekki grátt eins og á vorin þegar sólargangurinn er svipaður.

Hryggurinn að tindinum liggur svo smám saman í sveig til norðurs og dreifðist vel úr röskum göngumönnum en gönguhraðinn var annars góður þetta kvöld.

Tindurinn hér framundan ansi tignarlegur þó hann hálfkafni í þessi víðfeðmi þarna uppi.

Skýjahulur léku við hann framan af en svo var hann auður þegar við sóttum hann heim. Korteri síðar þegar við vorum svo á Grasdalahnúk lagðist þokan og rigningin yfir hann svo við lentum á góðum topptíma eftir 1:26-1:31 klst. göngu.

Í 771 m hæð í svölu haustlofti Ármannsfells með Þingvallavatn í baksýn; María, Gurra, Sigmundur, Halldóra Á.,Björn,  Roar, Guðmundur, Stefán Jóns, Jón Ingi, Benedikt, Ragna, Guðjón Pétur, Ingi, Soffía Rósa, Björgvin, Bára, Guffi, Aska, Stefán Alfreðs., og Arnar.

Rauðleitur litur haustsins bókstaflega mættur á svæðið...

Í góðu tómi á tindinum en það var svalt og engum til setunnar boðið fyrr en á Grasdalahnúk að borða nesti...

Sá nestistími var snöggur og kaldur með fjöllin í norðri í fjarska.

Rifjaðir voru upp göngutúrar um svæðið af þeim sem farið hafa þarna um, en þau Jón Ingi og Hrönn gengu í sumar með Ferðafélaginu frá Langjökli um Jarlhettur, Skjaldbreiður, Hlöðufell og niður á Laugavatn... mjög spennandi leið sem verður á dagskrá FÍ næstu sumur.

Í miðjum nestistímanum nálguðust rigningarskýin óðum og lögðust yfir tindinn og svo okkur... við sáum hvað verða vildi, skelltum okkur af stað til baka og óðum gegnum grýtið í átt að Þingvallavatni...  röskur var sá kafli og farinn í nokkrum hópum alla leið niður Bolabásinn að bílunum.

Rökkrið kom fyrr með skýjunum svo ekki urðu þær fleiri myndirnar en ævintýrin héldu áfram...

 Á heimleiðinni stoppaði Arnar fyrir tveimur ungum piltum á puttanum...

Sænskur og finnskur voru þeir, 22 og 25 ára sem í ævintýramennsku ungra manna vinna umönnunarstörf á Íslandi  í hálft ár á hjúkrunarheimilinu Eir... en þeir skelltu sér með Akranesrútunni kl. 10 um morguninn og svo á puttanum að Glym, gengu upp með honum og svo Leggjabrjót og héldu að þeir kæmust í byggð og næga umferð á Þingvöllum til að komast til Reykjavíkur...

Voru heppnir að rekast á góðviljaðan Selfyssinginn hann Arnar sem hringdi í þjálfarana og fengu piltarnir far hjá þeim og Birni að N1 í Ártúni... drengirnir stunda göngur og hlaup eins og við og fengu því far og spjall hjá fólki af sama sauðahúsi...

Merkilegt hvað þessar heimferðir úr fjallgöngunum eru stundum sér kapítuli út af fyrir sig á hversdagslegu þriðjudagskvöldi...

... en ekki var Ármannfellið hversdagslegt... gullið og grýtt með ólíkindum svo fannst manni maður hafa gengið um nokkur fjöll á einu kvöldi þó ekki hefði það verið löng eða erfið ganga.

Gps slóð kvöldsins er gul en sú svarta frá því í febrúar - sjá hve langt við fórum til hægri, gengum svo meðfram brúninni og snerum loks við einmitt þegar gönguleiðin varð beinni að tindinum.  Í bakaleiðinni gengum við svo niður og yfir gilverpið en bakaleiðin í febrúar var beinustu og auðveldustu leið í lækkandi hæð sem þýddi svo að Sleðaásinn lengdi för að bílunum. Þar hefði miklu munað að ganga yfir ásinn og í austur að bílunum en það er alltaf einfalt að hafa vitið eftir á með kortið fyrir framan sig en ekki landslagið sjálft og veðrið víðsjárvert í fanginu.

 

R e y k j a v í k u r m a r a þ o n h l a u p a r a r  
Hádegisskokks og Toppfara!

23 Hádegisskokkara og/eða Toppfarar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni ásamt fjölskyldum sínum í góðu veðri á frábærum degi. Einn fór maraþon, sex hálfmaraþon og fimmtán tóku 10 km og svo fóru nokkrir 3 km skemmtiskokkið og  1 km Latabæjarhlaupið með börnunum. Sjá www.hlaup.is
Toppfarar áttu sveit í 10 km og 21,1, km og Hádegisskokkið var með þrjár sveitir í 10 km og eina í 21,1 km.

Þjálfurum reiknast svo að fimm hafi farið sína fyrstu 10 km; Björgvin, Hrafnhildur, Íris Ósk, Kristín Kára og Páll
og ein sitt fyrsta hálfmaraþon; Sigga Bryndís.
Fjórir bættu tímana sína í 10 km; Grétar Jón, Karl, Magnea og Þorleifur.
Og tveir bættu tímana sína í hálfu maraþoni; Jóngeir og Kári.

Sjá nánar og fleiri myndir á www.hadegisskokk.is.

 

Þyrill í Hvalfirði
56. æfing var þriðjudaginn 19. ágúst á Þyril í Hvalfirði sem skartaði sínu fegursta
með glimrandi fjallasýn í friðsælli kvöldsól og heiðskíru.

Mættir voru 20 manns en þar af voru þrír nýir meðlimir; Elísabet, Gurra og Sigmundur sem öll nutu sín vel á æfingunni.

Auk þeirra voru tvær unga stúlkur mættar, þær Eva Stefánsdóttir, 11 ára og Hildur Alexandersdóttir, 12 ára sem stóðu sig mjög vel og voru að fara í sína fyrstu löngu fjallgöngu.

Lagt var af stað kl. 18:34 og var veðrið eins og best var á kosti, heiðskírt, lygnt og hlýtt, NV5, 12°C... vindurinn sem gáraði sjóinn hressilega á leiðinni var meira að segja ekki til staðar þarna í botninum... sjórinn var orðinn lygn með kvöldinu þegar við gengum af stað.

Uppgangan er um vörðumerktan og stikaðan slóða sem hlýtur að vera byrjunin á Síldarmannagötum en þar sem komið er upp á Þyrilinn eru tvær vörður og má ætla að slóðinn liggi þaðan upp Botnsheiðina og niður í Skorradal... leið sem við skoppum létt einn daginn...

Undirlag var gott, fyrst um jaðar Botnsskógarins framhjá Paradísarfossi og svo upp grýttar hlíðarnar.

Uppi er landslagið nokkuð breytilegt um klappir, grjót, mosa og gras.
Sjá hópinn liðast út eftir í vestur að tindinum sem ekki sést enn.
Þarna var gengið meðfram giljunum sem koma niður á þjóðveg til suðurs og fínasta berjamó var þarna á leiðinni.

Komin á tindinn í 395 m mældri hæð skv. gps þar sem nestið var borðað í kvöldsólinni með sýnina út Hvalfjörðinn fyrir framan sig.

Hjörleifur hér að teygja en hann ætlar hálft maraþon í Reykjavíkurmarþoni og hleypur ásamt fleirum í hópnum undir nafni Toppfara eða Hádegisskokkara.

Esjan í baksýn sem á vel við því þar leiddi hann hópinn ásamt Björgvini tvisvar í júlí um nýjar slóðir við mikla lukku allra sem mættu, Gunnlaugsskarð annars vegar og svo Eilífsdal hins vegar, en þjálfari kallar þá Hjörleif og Björgvin Esjudalamenn þar sem þeir þekkja þessar slóðir vel.

Útsýnið í friðsælli kvöldsólinni þetta kvöld var dásamlegt... Þyrilsnes út á sjó hér á mynd og vinstra megin glittir í Þyrilsey.

Múlafjall hinum megiin við hvalfjörðinn, Þrándarstaðafjall sunnar og austar, Reynivallaháls svo út eftir sjónum (hér á mynd) og sunnar Meðalfell og svo Esjan - Laufskörð - Móskarðahnúkar - Skálafell í öllu sínu veldi.

Norðurfell Esjunnar nefnast ýmsum nöfnum eins og Möðruvallaháls og Sandsfjall og aðskilja dalina norðan megin sem við skoðuðum ofan af Móskarðahnúkum fyrir tveimur vikum, Svínadal, Eyjadal, Flekkudal og Eilífsdal en það er best að ganga þetta allt saman til að svona örnefni festist í minni.

Göngumenn kvöldsins á Þyrli:

Efri frá vinstri: Guðvarður, Gylfi Þór, María, Gurrí, Sigmundur, Rannveig, Margrét Gróa, Hildur, Alexander og Örn.

Neðri frá vinstri: Elísabet, Íris Ósk, Soffía Rósa, Stefán Alfreðs., Eva, Guðjón Pétur, Kristín Gunda, Björn, Hjörleifur
og Bára tók mynd.

Akrafjall í fjarska aldrei þessu vant með skýjahnoðra að þvælast ofan á sér... fjallið sem oftast er autt og kallar sífellt á mann að koma út að ganga úr borginni...

Eftir góða stund á tindinum í sólinni var varla svo að menn nenntu af stað aftur en þá var gengið norðan megin til austurs í bakaleiðinni þar sem vel sást niður í Litlasandsdal með Bláskeggsá rennandi en þarna liggur vegur upp eftir og gott að ganga þessa leið líka á Þyril og þess vegna á Brekkukamb þó lengri krókur sé það nú en beint upp hlíðarnar sunnan megin.

Skuggar Toppfara í félagsskap Hvalfells og Botnssúlna sem dáleiddu okkur allt þetta kvöld...

Ásýnd þeirra tók stöðugum breytingum í lækkandi sólinni og skýjahnoðrunum í heiðskírunni og maður gat varla tekið augun af þeim.

 

Botnssúlurnar: Syðsta-Súla lengst til hægri sem við klifum síðasta þriðjduag, þá Vestursúla, Norðursúla og Háasúla en Miðsúla kíkti aðeins á tímabili upp úr hnúkunum og sést vel frá Þingvöllum. Kristín Gunda útlistaði þetta vel í byrjun göngunnar þar sem hún tók sig til og gekk á alla þrjá tindana í sumar sem eru kleifir, þ. e. alla nema Miðsúlu og var gott að fá Norðursúlu á hreint því hún hefur alltaf truflað. Sjá má héðan að Vestursúla er auðveld uppgöngu og Norðursúlu má taka í leiðinni en Háasúla er strembnari að sögn Kristínu Gundu eins og Syðsta-Súla.

Bakaleiðin var gengin rösklega og eftir að útsýninu yfir til Brekkukambs og Litlasandsdal sleppti var gengið þvert yfir fellið í átt að Botnsdal í hrókasamræðum og greindist hópurinn í þrennt á leiðinni. Handboltinn í algleymingi.... það var betra að vera kominn heim sem fyrst þar sem maður ætlaði að vakna klukkan sex til að horfa á einn mest spennandi handboltaleik íslensku sögunnar í langan tíma...

Kvöldið var gjöfult hvað veður, útsýni og náttúru varðaði og breyttist fegurðin í sífellu... Hvalfjörðurinn er gullfallegt göngusvæði...

Þyrill gaf okkur 8,7 km á 2:51 - 3:01 klst. upp í 395 m með 375 m hækkun og var frammistaðan því góð miðað við að þrír nýir meðimir voru í hópnum og tvær ungar stúlkur en þær voru báðar að fara í sínar fyrstu löngu fjallgöngurnar og mega því vera ánægðar með sig.

Aksturinn heim í sólsetrinu var ekki síðri en gangan og reis tunglið m. a. s. í austri þegar leiðin var hálfnuð.

Svo mátti sjá björgunarsveitarbíla og ljós upp eftir allri Esjunni þegar komið var í bæinn og ljóst að eitthvað var í gangi... þar var leitað að 24 ára gömlum ferðamanni sem týndist í þoku um kvöldmatarleytið og fannst fyrir miðnætti við Hátind...

Við vorum því heppin að hafa verið á lágu fjalli þetta kvöld til að geta notið veðursins sem best. Ljósin og tunglið minntu okkur hins vegar á komandi veturinn...brátt verða svona sumarkvöld liðin tíð og við mætum með ljós á æfingu...

 


Syðsta Súla...
Dúndurfjallgönguæfing með dúndurfjallafólki

55. æfing Toppfara var á Syðstu Súlu þriðjudaginn 12. ágúst í heiðskíru og óborganlegu útsýni um magnaða gönguleið með framúrskarandi frammistöðu fjórtán viðstaddra,
þar af einum nýjum félaga, Guðvarði, sem stóð sig með prýði og féll vel í hópinn.
Gengnir voru 14,1 km á 4:40 klst. upp 1.100 m háan tind með 930 m hækkun...

Fjallgönguæfing af bestu gerð !

Lagt var af stað kl. 17:58 eða tveimur mínútum á undan áætlun sem var vel því við vorum í kapphlaupi við birtuna á ágústkveldi.

Mættir voru fjórtán manns sem vissu vel að framundan var hörkuganga um langan veg með mikilli hækkun... hörkuþolþjálfun á fjöllum.

Heiðskírt nánast og súlurnar auðar uppi á heiði, veðrið eins og best var á kosið, logn, NV5 og 15°C skv. veðurstofunni kl. 18:00 á Þingvöllum.

Hitamælir Roars var í samræmi við þetta í upphafi en sýndi svo lækkun á hitastigi á göngunni niður í 4,8°C kl. 20:21 á tindinum og á lok göngunnar var hitinn um 8°C kringum hálf ellefu.

Birkinu sleppti fljótlega og við gengum eftir vegaslóðanum sem er fær jeppum og hefði stytt okkur gönguna um einhverja kílómetra en hva, þetta var þolæfing og við höfðum gott af þessu.

Suðurhlíðar Syðstu Súlu... ofan á þessum klettahrygg myndum við ganga seinna í kvöld að tindinum norðvestan hrygginn.

Með í för voru nokkrir Botnssúlu-farar frá því í október í fyrra og var sú ferð í fersku minni til samanburðar enda ein af þeim ógleymanlegustu í sögu klúbbsins og farin við vetraraðstæður sem voru krefjandi í fyrsta sinn í klúbbnum.

Útsýnið óborganlegt þetta kvöld og kvöldsólin hlý og góð en fljótlega vorum við þó í skugga þar til tindinum yrði náð þar sem uppgangan var austan megin.

Ármannsfell í baksýn vinstra megin, Hrafnabjörg þar hægra megin við miðjuna og svo Kálfs- og Klukkutindar þar á bak við.

Þegar komið var á austari enda hryggsins með fjallasal Syðstu- og Miðúlu í  norðaustri var uppgöngustaðurinn ofar okkur og sýndist nánast ókleifur en þó var skriða þarna sem gaf okkur sjens svona neðan frá auk þess sem við vissum að þessi leið var kleif þó enginn hefði farið þarna upp áður.

Þegar ofar dró reyndust klettarnir hægra megin (norðar) betri til klöngurs en lausar skriðurnar og fórum við þá leiðina en allt var þetta  var nokkuð bratt og laust í sér en þó aldrei erfitt eða hættulegt.

Komin upp mesta hallann og framundan hryggurinn sem blasti við í upphafi göngunnar og auðvitað var hann langdreginn í ljósi stærðar Syðstu-Súlu en samt lengri en maður ætlaði og voru flestir óþolinmóðir að komast á hæsta tindinn sem ekki var í sjónmáli fyrr en eftir talsverða göngu.

Áning sunnan við klett einn með Þingvallavatn og nágrenni lengst fyrir neðan í kvöldsólargeislunum.

Skyndilega flaug farþegaflugvél framhjá okkur, ótrúlega nálægt og við tókum andköf... hvað var í gangi..?

Einhver kveikti á perunni... er þetta Þorleifur?

"Já!, þetta er örugglega Þorleifur"
og þjálfari öskraði á alla að vinka sem mest þeir máttu og við horfðum á vélina taka hring yfir Þingvallavatni og fljúga svo til Reykjavíkur... skyldi hann hafia séð okkur?

Á hádegisskokkæfingu daginn eftir fékkst staðfest að þarna var Þorleifur á ferð en hann sá okkur samt ekki þarna sem við dreifðumst um hrygginn en var bókstaflega með hugann við fjallið og félagana á þessari vakt...

 Þetta var ekki leiðinlegt frekar en fyrri skiptinþegar hann hefur tekið upp á þessu!

Það fá örugglega ekki margir heimsókn frá félaga sínum flugleiðis þegar þeir ganga á fjöll...

Útsýnið þetta kvöld...

Þingvallavatn í allri sinni kvöldsólardýrð.

Búrfell í Grímsnesi lengst til vinstri, Arnarfell og Miðfell við vatnið, Ingólsfjall og fjöllin á Ölkelduhálssvæðinu og Nesjavöllum og svo Hengillinn.

Súlnagil nær á mynd vinstra megin og sést dýpt þess vel og grynningin fram á láglendið.

Lendurnar sem við gengum svo um fram og til baka næst á myndinni.

Hryggurinn á leiðinni á tindinn í sólinni.

Slóðinn góður og aðeins klöngur en vel fært öllum yfirveguðum.

Tindurinn efst í sólinni...

Miðsúla hægra megin, Hásúla (1.023 m) fyrir miðju og Vestursúla (1.086 m) vinstra megin - á mynd sem nú er fjarlægð

Úr Hvalfirði eru Vestur- og Háasúla áberandi og Mið- og Vestursúla í bakgrunni en þessu er öfugt farið frá Þingvöllum þar sem Syðsta- og Miðsúla rísa yfir allt með klettótta tinda allt um kring.

Hnúkurinn út frá Vestursúlu til norðurs kallast Norðursúla (1.005 m) í bæklingi Ferðafélags Íslands um "Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar" og finnst þjálfara að hnúkurinn norðaustur af Miðsúlu mætti heita Austursúla (954 m) því þá eru sex stærstu hnúkarnir komnir með nöfn en ekki bara fjórir.

Botnssúlur eru tignarlegir tindar úr öllum áttum og hafa svo allt annan svip frá öðrum sjónarhornum þar sem minni hnúkar þeirra sýna allt upp í sex til sjö tinda og sjónmikla hryggi sbr. útsýni af Skálafelli, Ármannsfelli og Hvalfelli.

Síðustu hryggjarbungurnar og þokan farin að leika við efstu tinda.

Fyrstu menn komu á tindinn eftir 2:22 klst. göngu og þeir síðustu eftir 2:29 klst... bakaleiðin var því lítið styttri í tíma sem sýnir hversu rösklega hópurinn gekk með allri þessari hækkun en það spilar inn í þetta reikningsdæmi að tími fór í tindinn sjálfan og hve seinfarið var niður mesta brattann um móbergsflákana.

Komin upp í algleymi tindsins með heiminn í hengiflugi allt um kring en snarbratt er ofan af Syðstu-Súlu í suður og norðvestur og tilfinningin einstök þarna uppi.

Strákarnir fundu geocache í stólpanum.

Björgvin stökk niður vestari tinda hryggsins eins og honum einum er lagið og náðist á mynd...

En hann sá eftir því að hafa ekki tekið myndavélina sína með í þetta klöngur því það var víst magnað að sjá hópinn í snarbrattanum uppi á tindinu í kvölsólinni.

Mikil grjótskriða fór af stað þegar hann hélt þarna út eftir og okkur var ekki alveg sama... en hann komst auðvitað klakklaust til baka.

Botnssúlu-farar í toppformi

Bára, Björgvin, Páll, Þuríður, Hjörleifur og Guðjón Pétur.
Ingi, Roar, Soffía Rósa, Margrét Gróa, Ragna, Guðvarður, Karl og Örn tók mynd.

Öðru hvoru sáum við þennan ljósgeisla bera við hrygginn í fjarska eftir súluhryggnum austurs undan kvöldsólinni en þetta var eins og geislabaugur með skugga af okkur og tindinum í miðjunni...

Enginn viðstaddur var með þessa veður... jarðfræði í handhraðanum.

Mögnuð mynd á fjöllum...

 

Tindaþokan var svo tær
hún tiplað´ um og læddist
Toppfarar þar tíndust nær
en tæpleg´ að nokkur mæddist.

Þjálfari

 

Ákveðið var að ganga niður hrygginn til norðurs en kvenþjálfaranum langaði mikið að fara niður sömu leið og í vetur þar sem sú leið lofaði góðu með hraða niðurgöngu til að spara tíma og fyrirhöfn... en fékk litla undirtektir þar sem klettabeltið var heldur óárennilegt að mati flestra.

Örn og Ingi skelltu sér þó á endanum þá leiðina til að kanna aðstæður og reyndust snöggtum skjótari niður.
Hinir styttu sér á endanum leið um móbergsflákana sem reyndust hálir í lausagrjótinu og hefði líklegast verið betra að þræða hrygginn alla leið niður á skarðið sem forðum daga bókstaflega feykti okkur á jörðina svo ríkhalda þurfti sér við steinana og óborganlegar myndir og minningar eru af...

En svona er fjallamennskan, bara prófa sig áfram og finna ólíkar leiðir...

Þeir sem fara á eigin vegum og komast á bragðið með að uppgötva nýjar slóðir og komast leiðir sem líta út fyrir að vera ófærar í fyrstu án þess nokkurn tíma að stofna sér eða öðrum í hættu... eru keyrðir áfram af þessari óseðjandi löngun til að koma sjálfum sér á óvart við óvæntar aðstæður.

Hlátrasköllin glumdu í fjallasal Botnssúlnanna þriðjudagskvöldið 12. ágúst og var enginn á ferð um svæðið þetta kvöld nema fjórtán snarir Toppfarar... eða snarbrjálaðir kannski fyrir að fara á þessar slóðir á þriðjudagskvöldi í ágúst að mati sumra...

Við vorum ein í heiminum og sólin að setjast... heimferðin öll eftir en svo stutt eitthvað fannst manni þar sem allur bratti var að baki.

Þegar litið var til baka hélt þokan áfram að leika sér við tindana og jókst skýjafarið þegar á leið með kuldanum sem sjálfsagt hafði yfirhöndina með skýjamyndun þegar sólinni sleppti... án þess að maður þekki nokkuð til veðurfræði...

Ærslagangurinn hélt áfram niður hlíðarnar en það var rifist um að fá að standa á steininum og strákarnir bjuggu til keppni úr þessu þar sem búið var að skamma þá svo mikið fyrir að fara hratt á undan í fyrri göngum og þeir gátu ekki keppt almennilega í því þetta kvöld... en þó fengu allir að njóta sín þessa kvöldæfinguna og ganga hratt allan tímann...
æfing sem nauðsynleg er öðru hvoru fyrir sterkari hluta klúbbsins... 
Æji, já, þeir verða nú einhvern tímann að fá að spretta úr spori þessar elskur...

Kvöldsólarroðinn lék við efstu tinda Kálfs- og Klukkutinda handan Ármannsfells en það fjall bíður hópsins tveimur vikur síðar - sjá hæsta tindinn vinstra megin og þann næsthæsta lítið eitt norðar... tindur sem var svo nálægt í vetur þegar slagviðrið sigraði okkur en við ekki tindinn...

Það verður fróðleg ganga og skyldumæting hjá öllum fyrrum Ármannsfellsförum frá því vetrardaginn 16. febrúar 2008... þá létum við sorglega blekkjast af smá misgengi í landslaginu sem liggur alla leið á tindinn og eins fórum við aðeins of hratt niður á Þingvellina og óvart röngu megin við Sleðaásinn sem munaði svo miklu fyrir aðkomu að bílunum þegar niður var komið... virkilega fróðlegt að sjá þessar slóðir í góðu skyggni eftir blindaþoku, ískulda, snjó og rok í mannskaðaveðri febrúardagsins þegar litlu mátti muna...

Rökkrið tók smám saman við hins vegar í blíðskaparveðri þessa ágústkvölds en við vorum ótrúlega rösk á þessari æfingu og framar björtustu vonum sem segir mest um formið á fólkinu... og NB það voru fimm konur á þessari æfingu og þær voru aldrei síðastar... Ólympíuleikarnir í umræðunni og handboltinn þá helzt...
En okkar ólympíumet þennan daginn var nú bara 14,1 km á 4:40 klst. upp 1.100 m háan tind með 930 m hækkun... við sigruðum alla vega Syðstu-Súlu hvað sem henni finnst nú um það...

Sjá slóðina í gps - gula línan er kvöldgangan í ágúst en sú bleika frá því í október í fyrra þegar gengið var inn dalinn og upp með skarðinu að tindinum um hlíðina - sjá frásögnina af þeirri göngu hér.

 


Móskarðahnúkar - Laufskörð
Einir fegurstu fjallatindar í nágrenni Reykjavíkur voru gengnir á 54. æfingu klúbbsins eftir sumarhlé, þriðjudaginn 5. ágúst. 
Alls mættu 23 manns í mildu og hlýju veðri en þokuslæðingi við tindana og rigningardropum á niðurleið.
Dásamleg byrjun eftir sumarhlé, gaman að sjást aftur og heyra af öllum landvinningum félaganna...

Hjörleifur, Örn, Guðjón Pétur, Björgvin, Gylfi Þór,Guðmundur Ólafur, Margrét Gróa, María, Grétar Jón, Ragna, Helga Sig., Þuríður, Páll, Halldóra Þ., Björn, Jón Ingi, Roar, Ingi og Halldóra Á. og Bára tók mynd.

Íris Ósk, Sonja Rut og Alexandra sneru við fyrr um kvöldið enda stúlkurnar ekki sömu fjallageiturnar og Íris Ósk og Þuríður og Páll gengu svo til baka eftir þennan hnúk en átján héldu áfram að Laufskörðum.

Með í för voru m. a. tvær 17 ára stúlkur, þær Sonja Rut og Alexandra í fylgd Írisar Óskar, María hans Guðjóns Péturs sem kom á sína aðra æfingu og skráði sig í klúbbinn þar með og loks Margrét Gróa sem snýr aftur frá því í fyrra.

Allir með fullt af sögum og ævintýrum að segja frá af júlímánuði og menn ennþá í dúndurformi m. a. eftir frábærar æfingar undir stjórn Hjörleifs og aðstoðarmanna.

Þokuslæðingurinn lá yfir hnúkunum sem daglega blasa við okkur úr bænum og sjaldnast í skýjuðu eða þoku en þetta kvöld vildi svona til og var miður þó gott væri samt að hafa lognið og hlýjindin. Skyldi hreinsast frá?

Gengið var upp hlíðarnar að öxlinni vestan við Bláhnúk, með hlíðum næst hæsta hnúksins að Móskörðum og vorum þá komin inn í þokuna.

Í Móskörðunum eða stærsta skarðinu lyfti þokan sér frá og við sáum hnúkana smám saman blasa við sem var magnað.

Það var ekki eftir neinu að bíða... við skelltum pokunum af baki og skutumst upp á tindinn, 812 m hár mældist hann í blankalogni og ágætis útsýni þó ekki væri þetta sambærilegt við göngu okkar fyrir ári síðan í glitrandi sólargeislum.

Hæsti tindurinn genginn um þetta myljandi lípartít Móskarðahnúka sem engu líkist.

Hinir hnúkarnir ofan af hæsta tindi að Laufskörðum í skýjum og áfram Esjuna til vesturs.

Skálafell svo til suðausturs, Svínaskarð og Svínadalur, Þá Eyjadalur með Norðurárdal, Suðurárdal og Hrútadal innúr sér, Flekkudalur vestar, þá Eilífsdalur sem Hjörleifur og félagar leiddu menn vel um fyrir viku síðan á heitasta degi ársins, Blikadalur og loks Gljúfurdalur sem genginn var í desember af hópnum ofan af Kerhólakambi og Þverfellshorni.

Sunnan megin lá Stardalur suðvestan Skálafells, Þverárdalur austan okkar, Grafardalur austan Kistufells og Gunnlaugsskarð norðvestan í Kistufelli þar sem  Hjörleifur og félagar gengu með hópinn  í sama góða veðrinu í júlí.

Það verður gaman þegar allir þessir dalir eru gengnir og landslagið allt kortlagt í huga hópsins.

Gengið niður að hinum hnúkunum sem nú voru þræddir að Laufskörðum.

Bjart í fyrstu en svo dimmdi yfir með þoku og rigningardropum aðeins.

 

Hnúkarnir göldróttu Móskarða...

Óþrjótandi myndefni í alls kyns veðri og þessir steinar... hvaðan koma þeir eiginlega...?

Gullnir í sól og sjálf sólin þegar þokan dimmdi yfir, brakandi og myljandi undir fótum manns...

Eggjarnar stingandi sér upp á stöku stað í bunkum og tilfinning óendanleika um allt.

Einn kyngimagnaðasti staður í nágrenni Reykjavíkur.

Kilimanjaro í umræðunni og aðrir spennandi staðir eins og Macchu Picchu.

Þokan gaf góða stemmningu og var notalegt að ganga eftir fjallshryggjunum í logninu.

Við dóluðum okkur vel þetta kvöld enda varð gangan löng en það var bara einhver værð í þokunni.

Komin að Laufskörðum og nokkrir komnir áleiðis.

Sjá reipið á stígnum sem var meira til stuðnings en í raun ekki bráðnauðsynlegt. Flestir að ganga þarna í fyrsta skipti og komust að því að þetta var ekki svo slæmt. Þokan hjálpaði sjálfsagt til, ekki hægt að sjá nema niður hlíðarnar en að sama skapi var stígurinn tiltölulega traustur.

Í hálku og miklum vindi er þetta sjálfsagt bagaleg leið og líklegast ófær að vetri til en væri forvitnilegt að sjá og sannreyna.

Sumir í hópnum búnir að ganga þessa leið um Esjuna og niður Kerhólakamb eða Þverfellshorn og aðrir niður Þverárkotsháls og fleiri útgáfur.

Fátt jafnast á við svona landslags-tengingu með fótunum af eigin raun.

Toppfarar stóðu á tímabili á öllum þremur hnúkum Laufskarða í 744-760 m hæð;Guðjón Pétur á vestasta, Björgvin í miðið og á austasta biðu þeir sem sátu hjá Laufskörðum.

Einstaklega gaman að fara þessar slóðir... óskapleg hefðu þetta verið fallegar myndir í bjartara veðri...

Niðurleiðin var svo til að byrja með í þoku og svo góðu veðri að bílunum en farið að skyggja og myndirnar ekki lengur í fókus sem á eftir komu.

Gengið um dali og sprænur, grjót og mosa, gras og loks slóðann þar til klukkan var orðin allt of margt...

Samtals 9,1 km að baki á 4:28 klst. upp á 812 m háan tind með 663 m hækkun en samanlagt 1.108 m hækkun á allri leiðinni.

Frábært kvöld og gaman að hittast aftur og heyra af öllum fjallgöngunum og sumarævintýrunum... :)

 


 Tvö fjallamaraþon sigruð þann 12. júlí:
24 tindar og Laugavegurinn !
Til hamingju elskurnar...


Mynd fengin góðfúslega að láni af vef 24 tinda www.glerardalur.is (Halli).

Sjá Toppfarana okkar hægra megin á myndinni...
Allir að fara í fyrsta skipti þennan hring...
Tæpa 50 km leið upp 24 tinda með rúmlega 4.000 m hækkun, hæst 1.538 m (Kerling).

Alls voru 94 skráðir í gönguna, 87 lögðu af stað og 62 kláruðu alla tindana en
11 Toppfarar lögðu í hann þennan dag með allan hringinn eða hálfan í huga.

Fimm af okkar hópi luku göngunni í heild, þar af þrír á tíma, einn varð frá að hverfa vegna óhapps á miðri leið og fimm tóku hluta af leiðinni: Grétar Jón og Þorleifur luku á um 21 klst. með viðbótartindi, Guðmundur Gunnlaugs á 23,5 klst. og Hjörleifur og Þorbjörg á tæpum 26 klst. Björgvin meiddist á fæti svo þurfti að sauma og varð því miður að hætta eftir sjö tinda.

 Helga Björns., Íris Ósk, Kristín Gunda, Guðbrandur og Rannveig gengu á 13 tinda á tæpum 16 klst., þann hæsta 1.483 m (Tröllafjall) og enduðu á Jökulborg þaðan sem þau gengu niður í Lambárdal og svo Öxnadal...

Öll með fleiri fjöll og lengri göngu í einni ferð en nokkru sinni áður í reynslubankanum.

Endilega sendið okkur útvaldar myndir, línur, frásagnir, sögur til að birta hér á vefsíðunni eða slóð á eigin síðu ef einhver hefur fengið andann yfir sig og opnað síðu í sumarfríinu... Svona lífsreynsla er einstök og geymir margar upplifanir og lexíur sem gott er að skrá niður strax og geyma þar til síðar, þó ekki sé nema fyrir aðra til að lesa og læra af.

Af samtölum við Grétar Jón og Þorleif eftir gönguna, frásögnum Hjölla og Þorbjargar á vefnum og samtölum við fleiri af hópnum síðar í júlí má heyra að undirlag var torfært í stórgrýti og bratta á köflum, svæðið villugjarnt og gróðurlítið, varla tími til að borða en svo sannarlega mikilvægt til að geta haldið áfram...
og fleiri ævintýralegar eldraunir en upplifunin fyrst og fremst einstök.
Það segir margt að almennt stefna menn aftur að ári...

Sjá frásagnir frá Hjörleifi á www.hjolli.com og Þorbjörgu á http://fingurbjorg.123.is/blog/record/269311/

Laugavegurinn
55 km fjallamaraþon

Fimm hádegisskokkarar/Toppfarar, þar af þjálfararnir tveir tóku þátt í Laugavegshlaupinu sama dag og hlupu 55 km í sama veðri og á Akureyri, skýjuðu, súld og rigningu en mildu og hlýju.

Allir kláruðu á góðum tíma og voru í skýjunum eftir afrekið.
Þrjú að fara í fyrsta sinn, Heiða, Sigga og Örn.  Kári bætti tímann sinn verulega eða um rúma klst. og Bára var rúmum 8 mín frá sínum fyrri tíma.

Endalausar brekkur upp og niður... ískaldar ár... mikil stemmning og gullfallegt landslag...

Mjög vel skipulagt hlaup og öll umgjörð til fyrirmyndar.
Við ætlum aftur að ári einhver okkar og fleiri með...

Skv. Garmin var leiðin
53,5 km, hækkunin 1.860 m og lækkunin 2.175 m - Bára
 

Örn á 5:41:54
Kári á 6:25:07
Bára á 6:51:48
Sigga Bryndís á 7:55:09
Heiða á 8:03:03

Mynd í grillveislutjaldinu eftir hlaupið,
vantar Siggu Bryndísi.

 

Eilífsdalur 29. júlí 2008 - Hjölli

Sjá ferðasögu Hjölla á http://www.hjolli.com/Toppfarar/

Og hjá Þorbjörgu með myndum: http://fingurbjorg.123.is/blog/record/274967/
 

 

Hafnarfjall 22. júlí 2008 -  Ingi

Sjá ferðasögu Hjölla á http://www.hjolli.com/Toppfarar/

Og hjá Þorbjörgu: http://fingurbjorg.123.is/blog/record/271678/

 

Heiðmerkurgrill 15. júlí 2008 - Hjölli

Sjá frásögn Hjölla á http://www.hjolli.com/Toppfarar/
 

 

Gunnlaugsskarð og Hábunga Esjunni 8. júlí 2008 - Hjölli og Björgvin

Sjá ferðasögu Hjölla á http://www.hjolli.com/Toppfarar/

og hjá Þorbjörgu með myndum: http://fingurbjorg.123.is/blog/record/267889/
 

 

Helgafell 1. júlí 2008 - Hjölli og Þorbjörg

Sjá ferðasögu og myndir á http://www.hjolli.com/Toppfarar/

og hjá Þorbjörgu með myndum: http://fingurbjorg.123.is/blog/record/266113/
 

 

Sumarævintýri Toppfara...

... voru mýmörg og fjölbeytt...

Hjörleifur og félagar héldu úti myndarlegri dagskrá í júlí þegar þjálfarar hvíldu sig og gengu á Helgafell í Hafnarfirði, Gunnlaugsskarð og Hábungu á Esjunni, Hafnarfjall og Eilífsdal á Esjunni að ónefndri grillveislunni í Heiðmörk.
Þjálfarar þakka frábært framtak og metnaðarfulla dagskrá og dauðlangaði stundum með...
Sjá www.hjolli.com.

Þá fréttist af Heklu, Baulu, Mælifellshnúk, Geirmundartindi, Vatnsnesfjalli, Goðatindi í Álftafirði, Jarlhettum, Skjaldbreið, Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Kerhólakambi, Kaldbak í Eyjafirði, Háskerðingi, Ölpunum, bæjarfjalli Siglfirðinga, Strút, Oki...

...að ógleymdum fjallamaraþonunum 24 tindum og Laugavegshlaupinu.

... en þetta er bara brotabrot... látið okkur endilega vita af fleiri fjöllum eða göngum sem þið fóruð í sumar
í tölvupósti... þetta er okkar saga...
 

Til hamingju með landvinningana alla !

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Gallerí Heilsa ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / 588-5277 - Netfang: bara(hjá)galleriheilsa.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir - sími +354-867-4000 - netfang: bara(hjá)toppfarar.is