Tindferð 134
Þorgeirsfell og Þorgeirsfellshyrna
laugardaginn 15. október 2016
Þorgeirsfellshyrna
Pólska veðrið elti okkur alla leið upp á Snæfellsnes
og landslagið líka...
Ætlunin var að ganga á Prestahnúk helgina á undan... en þá viðraði ekki vel svo göngunni var frestað um viku... en þá skall á með sérlega úrkomumiklu slagvirði dögum saman með tilheyrandi vatnavöxtum og slegnum metum í rigningarmagni svo illfært varð upp að Prestahnúk og því aflýstist hann í líklega fjórða eða fimmta sinn í sögu Toppfara... og þá fundu þjálfarar annað fjall til að ganga á þessa aðra helgi í október... og völdu Þorgeirsfell sem við höfum oft látið okkur dreyma um að sigra... því það þótti í sama háa fegurðarflokknum og Prestahnúkur... svipað bratt en þó hvassbrýndara og marghnúka...
Veðurspáin var ansi góð þennan laugardag... en þó
dró talsvert fyrir sólu með smá skúraleiðingum í
spánni þegar að deginum kom
Og
þjálfurum fannst þetta ekki galin hugmynd... en
þegar við vorum lent við fjallsrætur og það sást vel
í fjallstinda dagsins
... með góðfúslegu leyfi bændanna að bænum Hraunsmúla sem voru boðin og búin að leiðbeina okkur upp fjallið sitt...
Eins og svo mörg önnur fjöll á Snæfellsnesi rís
Þorgeirsfellið snarbratt frá grýtta mosaláglendinu
sem nær út að sjó
En Ingi og Heiðrún höfðu gengið á Þorgeirsfell og Ingi mælti því með leiðinni upp grasi grónar brekkurnar austast þar sem farið er svo undir fossinn sem fellur þarna fram hægra megin efst á mynd... mjög falleg leið sem okkur leist vel á en snarbrött og þegar að var komið var svo mikið í lækjunum sem spruttu þarna niður ofan af brúnunum að Örn ákvað að taka hópinn upp vestan megin og fara að fossinum ofan frá...
... en Steingrímur, Ingi og Anton vildu fara hina leiðina...
...og Steingrímur var ekki lengi að finna góða leið yfir steypandi flúðirnar...
...
og Ingi fann leið mun ofar en Anton endaði á að
sleppa því að þvera flúðirnar
Litið til baka niður hraunið sem runnið hefur þarna
niður milli Þorgeirsfells og Lýsuhyrnu
Mjög falleg leið sem gaman var að klöngrast upp...
en spyrja má hvernig færið er að vetri til
Löng og brött brekka sem reif verulega í og menn
komu rennsveittir upp...
Já, þessi steypandi foss var fagur og við vildum flest endilega skoða hann betur...
... en fyrst var að koma sér upp á brúnirnar...
Ofar runnu heilu slæðufossarnir... vatnsmiklir og fagrir innan um haustlitina...
Við þurftum að koma okkur yfir lækina til að fara að fossinum...
... virkilega fallegt landslag og með skemmtilegri brekkum upp á fjall sem við höfum farið...
Þokusúldin ofar og það endaði með að flestir voru komnir í regnjakkann þegar á leið...
Ansi bratt niður að fossinum en við gáfum það ekki eftir að skoða hann ef það skyldi bara bíða okkar þoka og súld ofar...
... þá var eins gott að njóta þess landslags sem gafst í nærumhverfinu...
Fara þurfti varlega enda blautt færi en þetta var
alsaklaust miðað við Hattfellið
Það eru einhverjir töfrar við það að standa í brattri brekku og hafa steypandi foss fyrir ofan sig...
... enda fönguðu menn fegurðina og fengu af sér myndir undir fossinum...
Frábær mæting í þessa tindferð...
Svo var að koma sér til baka og gæta þess að trufla ekki næsta mann í brattanum...
Höfðinginn undir fossinum... alltaf mættur og alltaf jákvæður...
Frá fossinum þræddum við okkur upp á brúnirnar...
...
það var alltaf eins og það væri að rofa til... og
stundum sáum við landslagið vel allt í kring...
En
það var engin súld í stemningunni... allir glaðir
enda ekki annað hægt eftir hvert magnað ævintýrið á
fætur
Eftir fossabrekkurnar var stefnan tekin á fjallsbrúnir Þorgeirsfells og þar var bara þokan og rigningin...
...
svo við blotnuðum líka vel að utan eftir allan
svitann í hitanum upp brekkurnar...
... strákamynd í stálsterkum klettunum... Batman lét sig ekki vanta...
...
og við vildum komast alla leið upp á vestasta
tindinn á þessu fjalli sem sker sig mest úr af öllum
Við þurfum að klöngrast svolítið til að komast á tindinn...
... frekar bratt en skárra færi neðan við brúnirnar og sumir völdu þá leiðina...
...
mjög bratt en gott hald í mosanum og grjótinu...
Komin á tindinn... sem mældist 536 m hár og var merktur Þorgeirsfellshyrna þar til annað sannast...
Hengiflug niðri og mikilvægt að fara varlega þar sem plássið var ekki mikið í átján manna hópi...
Við
verðum að sýna Theresu þessa mynd svo hún skilji
afhverju við vorum alltaf að segja
Þær voru glæsilegar brúnirnar sem framundan voru..
... og við röktum okkur eftir þeim öllum...
...
í stórbrotnu landslagi sem minnti okkur á pólsku
fjöllin...
Örn, Sarah, Anna Sigga, Njáll, Erna, Anton, Björn
Matt., Guðmundur Jón, Guðný Ester, Arna, Ester,
Þorgeirsfellið minnti okkur á Hafursfellið...
Elliðatinda... Smjörhnúka í Hítardal...
Afhverju í ósköpunum tókum við ekki stelpumynd til dæmis hér ?
Í Póllandi misstum við af glæstri svokallaðri "fimm vatna leið" á degi þrjú þar sem hálka og snjór hindraði för yfir skarðið... og því var ansi skondið hvernig veðrið minnti okkur á Pólland... hvassir, dökkir tindarnir... og svo þessi vötn sem lágu sjö talsins þarna niðri...
Já, það rofaði ansi vel til á köflum...
... á nákvæmlega réttu klukkustundinni þegar við þræddum okkur eftir brúnunum...
... og mikilvægast var að sjá hvað var framundan og að baki...
Við héldum alltaf að nú væri góða veðrið komið og sólin færi að skína...
... alveg eins og í Póllandi... :-)
...
en landslagið var slíkt að veðrið hafði eiginlega
ekkert að segja um þá upplifun sem við fengum
Dulúðin... tærleikinn... hrikaleikurinn... hráleikinn... birtan... litirnir...
...voru í hæsta gæðaflokki einmitt í þessu veðri...
Batman er ekki lofthræddur og skoppaði oft alveg út á brún svo menn tóku andköf...
Þarna niður rann skriðan alla leið... já, gott að vita... við gætum farið hér niður ef við finnum ekki leið austar...
Þessar brúnir eru eflaust kyngimagnaðar að vetrarlagi...
Litið til baka um dalinn í fjallinu... hvassir
tindar Lýsuhyrnu stingast út úr þokunni hægra megin
á mynd
Hvassir tindar og klettar utan í allri suðurhlíðinni var heill heimur út af fyrir sig...
... og það var ævintýralegt að kíkja niður um þær alla leiðina...
Þokan kom og þokan fór...
... og duluðin með henni...
Anna Sigga komin aftur í klúbbinn og mætt í fyrst
tindferðina í langan tíma...
Þessi var svolítið flottur fyrir hópmynd...
"hey, raðið ykkur í beina nörð eftir þessum brúnum"...
... en æji... þokan þéttist og þetta náðist ekki... eins og það hefði verið góð mynd !
Þetta var eins og spennumynd... hvernig voru brúnirnar áfram út eftir?
... og þegar litið var niður..
...ægifegurð í haustlitum með vötnin og sæinn þarna niðri...
Ansi margir hnúkarnir á leiðinni...
... þarna stóð hópurinn allur áðan þegar þokan kom...
... nú var hann hreinn en það var of seint... synd :-)
Við verðum að koma hingað aftur...
Síðasti tindur fjallsins framundan... eða var einn enn eftir þarna hinum megin?
Tókum aðra hópmynd úr því það var ekki þoka :-)
Sérstakt að horfa fram af snarbröttum fjallsbrúnum niður á fjöruna og hafið...
Við
ætluðum svoleiðis að skoða þessar brekkur frá bílnum
á leið heim síðar um daginn en þá lág þokan yfir
öllu...
Stutt eftir á hæsta tind Þorgeirsfellsins og þar ætluðum við að borða nesti...
Litið til baka... þetta fjall er eitt af mörgum
dæmum um hversu mikill ævintýraheimur dylst á einu
litlu fjalli
Úfið niður hér en við spáðum sífellt í
niðurgönguleiðir fyrir síðari tíma göngur...
Markmið dagsins var að ganga einnig á Tinhyrnu sem
rís hér hægar megin út af mynd
... en það var ball... koníaks... heitapotts... stemning í hópnum og menn vildu ekkert vera voðalega seinir í bæinn...
... svo við slepptum þessari Tinhyrnu sem hér er lengst til hægri í skýjunum...
... og ákváðum að freista þess að finna leið niður austan megin ofan af Þorgeirsfellinu...
... en lækurinn rann niður að brúnunum hér og endaði í bröttum fossi með engri klöngurleið til hliðanna fyrir okkur...
...
svo þá var annað hvort að þvera lækinn og fara fyrir
höfðann sem reis þarna í þok
...
sem þýddi því miður að við urðum að hækka okkur
aftur upp úr dalnum úr 306 m hæð upp í 551 m...
...svo þeir skelltu sér í könnunarleiðangur honum
megin við ánna og höfðann
Við
rukum hins vegar upp þessa rúma tvö hundruð metra
aftur upp í dalinn
... og vorum ekki lengi að rekja okkur aftur yfir sprænurnar gullfallegu...
... veðrið síst betra og skýggnið minna á fjallinu en þegar við röktum okkur eftir brúnunum...
...
við vorum heppin... fengum þennan góða veðurglugga á
hárréttum tíma
Virkilega falleg leið hér upp og niður... bratt en ægifagurt...
... það verður gaman að koma hingað aftur síðar... helst að vetrarlagi ef mögulegt og þá á broddunum...
Notalegt spjall í bakaleiðinni er ein af perlum svona tindferða...
Batman þorði ekki yfir þessar flúðir hér... og
Örninn hélt því á honum... en rann ofan í ánna og
rennblotnaði...
Þurrt í bænum þennan dag... en rigningarsúld hjá okkur... sól á Litla Björnsfelli að sögn Inga þar sem Skagahópurinn gekk... sem þýddi að það hefði verið sól á Prestahnúk... en við náum honum kannski bara á kosningadaginn í lok október... ef veðurguðirnir eru í stuði... og þjálfarar ekki vant viðlátnir... spáum í það ! ... það er eitthvað óþolandi við þessar endalausu afboðanir á Prestahnúk ! :-) Sjá Hrútaborg og tindana sem við gengum á með henni hér um árið... og Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli stingast upp úr landslaginu..
Alls 12,4 km á 6:14 - 6:21 klst. (væri gaman að vita
hvað þremenningarnir fóru langt?)
Flott tindferð á glæsilegu fjalli sem kom á óvart og
togar mann strax aftur til sín |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |