Tindferð 170
Snæfellsjökull
sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 25. apríl 2019

Snæfellsjökull
í þoku og vindi en skínandi stemningu
og dýrmætri æfingu í jöklalínum, broddum og ísexi

Sumardaginn fyrsta gengum við á Snæfellsjökul í fjórða sinn í sögu klúbbsins
og lentum í fyrsta sinn í þoku og engu skyggni uppi...
eftir barning við vind fyrri hluta göngunnar...
en það létti til og lægði skyndilega á niðurleið...
en það var um seinan fyrir okkur að ná upplifuninni af þessum glæsilegum tindum
sem skarta þennan jökul... og ætlum við því að gera aðra tilraun að ári... í pottþéttu skínandi góðu veðri :-)

-----------------

Þjálfari skoraði á klúbbmeðlimi að prjóna peysu með riddaramystrinu
eftir að þrír karlmenn klæddust slíkri peysu fyrir tilviljun allir saman á Síldarmannagötum í mars
og Guðrún Jóna, Herdís og Þóranna voru ekki lengi að græja þetta og mæta á jökul í sínum útgáfum af peysunni...
hver önnur fallegri hjá þeim... alger snilld !

Skínandi gott veður á leiðinni úr bænum og út með Snæfellsnesi...
og fjallstindarnir blöstu við okkur alla leiðina... nánast allir komnir í safn Toppfara... ótrúlegt...

Hafursfellið vinkaði takk fyrir síðast... en þarna uppi vorum við tólf dögum áður... laugardaginn 13. apríl
í undarlega fínu veðri og skyggni milli tveggja illviðra sem lokuðu á allar flugsamgöngur til og frá landinu...

Elliðatindarnir 2011... eru farnir að kalla á okkur aftur... verðum að endurtaka göngu á þá...
en síðast röktum við okkur eftir tindunum hægra megin í bakaleiðinni og vissum ekkert hvort við kæmumst þá eður ei...

Lýsuhyrna 2015... og Þorgeirshyrna 2016... mjög gaman að rifja upp minningar á þessum fjöllum...

Og svo samdi þjálfari nýjar ferðir... á þá tinda sem enn eru eftir... meðal annars Axlarhyrna og félagar...
það eru margar hyrnurnar á Snæfellsnesi... við verðum auðvitað að ganga á þær allar...

En... hér var orðið skýjaðra... það varð þungbúnara eftir því sem lengra var ekið út með Snæfellsnesinu...
og í loftinu var sérkennilegt mistur... sandur alla leið frá Sahara að sögn veðurfræðinga
sem útskýrði líka gegndarlausan hitann sem einkenndi þennan fyrsta dag sumars
og olli því að hitamet var slegið í Reykjavík þennan dag...

Jökulhálsleiðin var auð og greiðfær til að byrja með og við vonuðumst til að ná upp í 700 m hæð eða svo...

Stapafellið stelur alltaf senunni fyrstu kílómetrana í fjallsrótum Snæfellsjökul
og við rifjuðum upp göldróttu ferðina okkar á það með Botnafjalli og Rauðfeldsgjá árið 2012...

http://www.fjallgongur.is/tindur81_stapafell_ofl_110812.htm

Það var talsverð umferð á jöklinum þennan dag... og við mættum bíl á leið til baka...
og héldum þá að það væri bílfært alla leið yfir... en svo var ekki... þetta var bara fólk í bíltúr sem var snúið við..

Hérna lögðum við... þjálfarar að snúa til baka frá skaflinum sem lokaði veginum...

Fínasti upphafsstaður... ofar en stundum áður... en einnig neðar.... í 466 m hæð...

Við tókum langan tíma í að græja okkur... menn fengu lánaðan jöklabúnað hjá Ágústi
og svo þurfti að tala voðalega mikið (kvenþjálfarinn !) áður en við lögðum af stað :-)
... og klukkan því slétt 10:01 þegar lagt var af stað... þremur klukkutímum eftir að við lögðum í hann frá Reykjavík !

Skaflinn þar sem ekki var hægt að halda áfram keyrandi...

Við gengum til að byrja með eftir bílveginum...

 ... þar sem hann var greiðfærastur...

En snerum fljótlega út af honum í áttina að hæsta tindi...

Brjáluð stemning í hópnum... og sterk von um að veðrið myndi skána á uppleið
og enda í góðu skyggni og logni þegar upp væri komið... kvenþjálfarinn lofaði þessu bókstaflega og var harðákveðin...
og hefði næstum því getað efnt þetta loforð ef hún bara hefði ákveðið að fara úr bænum kl. 8:30 í stað 7:00 :-)

Eða eins og Davíð orðaði það svo pent "við hefðum getað sofið einum og hálfum tíma lengur" :-)

Lopapeysugengið... Birgir, Guðrún Jóna, Herdís, Þóranna, Sigga Sig. og Ágúst.

Snjófærið var skárra en við héldum... harðara og grynnra...
enda hvasst og skýjað svo sólin var ekki að bræða allt á ógnarhraða...

En það var samt mjög hlýtt og engin úrkoma svo þetta var ágætis veður fyrir utan vindinn...

Við ráðlögðum öllum að nota legghlífarnar sínar... minnug snjóbráðarinnar sem allt sósar upp á jöki í hlýjum veðrum...
og jú, þær komu svo sem að ágætis notum...

Margir að fara í sína fyrstu jöklagöngu með jöklabúnaðinn allan á bakpokanum
og því var þetta fín æfing í burði á þeim búnaði...
það er talsverð þyngdaraukning í jöklabroddum, göngubelti, karabínu og ísexi á bakpokann...

Örninn elti gps-punktana af tindinum en lét landslagið líka leiða sig áfram
eins og hentaði best með því að elta skerin og grjótið...

Mjög góður hraði á hópnum...

Enginn dróst aftur úr og þjálfarar voru hæstánægðir með hópinn þennan dag...

Ofar þéttist þokan og skyggni varð lítið... áfram vindur og það varð kaldara í þessu veðri...

Í rúmlega 1.100 m hæð var farið í línur...

En fyrst skyldi gera hlutina í þessari röð og engri annarri að skipan þjálfara;
salerni fyrst, svo fara í göngubeltið og broddana, svo borða nesti og svo fara í línu...

Eins kuldalegt og það getur orðið var þessi nestistími... vindurinn gnauðandi...
en samt var hlýrra en í mörgum okkar nestistímum í sögunni... svo við gátum ekki kvartað í raun...

Þjálfarar voru með þrjár línur og Ágúst kom með tvær stuttar...
en hann hafði snúið við fyrr í göngunni vegna eymsla í hné
og því fengum við Gylfa til að vera línustjóra ásamt Inga sem hafði boðist til þess fyrr í vor
þegar ljóst var að svona óskaplega margir vildu fara í þessa jöklaferð...

Gylfi er skáti inn að beini... alltaf boðinn og búinn... sagði auðvitað já og fór strax að græja línurnar
þó þjálfarar ætluðust samt ekki til þess... hefðu vel getað græjað þær bara í rólegheitunum meðan hópurinn borðaði
en hann og Ingi og svo þeir sem voru fyrstir að borða stóðu bara þegjandi upp og tóku til við að græja þessar línur...

Magnaður hópur...

Það var fínt að rifja þetta upp... þjálfarar eru vanalega ekki með jöklalínuferðir og þurftu því að skerpa á vinnubrögðunum
en þetta er öruggur jökull og almennt ekki sprungur sem menn eru að detta niður um á göngu á þessum árstíma
og því lögðu þeir í þessa ferð án þess að vera með sérþjálfaðan jökalleiðsögumann
en ef einhver efi væri um slíkt þá myndum við ekki hika við að fá leiðsögumann.
Snæfellsjökull er því fínasta æfingafjall í jöklabúnaði...

Tegundir, val og notkun á ísexi:

*Skiptir ekki höfuðmáli lengd ísexinnar. Hér hefur áhrif hvort menn vilja geta stuðst við hana hálfpartinn sem staf (með því að hafa hana langa) eða bera eins létta exi með því að hafa hana stutta.

*Hvort handarband eigi að vera á henni eða ekki þá hefur það kosti og galla. Bandið kemur síður í veg fyrir að viðkomandi missi hana niður brekku ef hún dettur úr hendi (hangir á bandinu) og hún veitir stuðning við klifur (en þá erum við komin í annað en göngu á jökli/harðfenni á fjöllum). Ókostir bandsins eru m. a. þeir að það er óhægt um vik að snúa exinni milli handa eftir því hvorum megin maður snýr að brekkunni (t.d. þegar gengið er zikkzakk) og bandið skapar slysahættu ef viðkomandi rennur af stað og exin slæst til og frá á leiðinni niður og getur slegist illa í viðkomandi.

Að ganga með ísexi:

*Ef farið er í brodda skal alltaf taka ísexi með í hönd líka því þá er maður kominn í hálkufæri þar sem nauðsynlegt er að geta stöðvað sig með ísaxarbremsu.

*Halda skal í ísexina með breiðara skaftið fram og beittara skaftið snýr aftur (oddurinn) og venja sig á að halda alltaf á henni svona þar sem viðbragðið til ísaxarbremsu liggur beinast við í þessari stöðu.

*Ef gengið er í hliðarhalla skal ísexin ávalt vera í þeirri hendi sem snýr að brekkunni til þess að viðbragðið ef maður dettur sé einfaldara við að grípa til ísaxarbremsu.

*Sé gengið niður brekku getur verið gott að styðja ísexinni aftan við sig til að hafa stuðning/hald.

 

Ísaxarbremsa

*Ísaxarbremsu er ekki hægt að lýsa - hana verður einfaldlega að æfa verklega!

*Með því að halda alltaf rétt á exinni er maður viðbúinn eins og hægt er að grípa til hennar.

*Mikilvægt að halda henni sem næst brjóstkasanum þegar bremsunni er beitt og missa hana ekki of langt ofan við sig til að geta beitt líkamsþunganum á ísexina - lítið hald í henni ef maður er kominn lengst fyrir neðan exina sjálfa.

*Hinn hlutinn af líkamsþyngdinni á að fara á hnén og lítið/ekkert annað af líkamanum að snerta jörðina - til að láta líkamsþungann liggja á exinni annars vegar og hnjánum hins vegar en þetta getur skipt sköpum upp á að bremsan virki ef hjarnið tekur illa við.

*Broddarnir mega ALDREI snerta jörðina ef maður rennur af stað. Þetta er mikilvægasta viðbragðið því ef broddarnir rekast í hjarnið á hraðferð rennandi niður kastast menn til og fara í loftköstum niður án þess að geta nokkuð stjórnað sér og beitt exinni og geta slasast illa við það - en ekki síður við það að fóturinn mun höggvast móti mótstöðunni þegar broddarnir fara í hjarnið og ökklar eða aðrir hlutar fótar geta brotnað illa.

*Menn þurfa að æfa vel ísaxarbremsu, hún verður þeim eingöngu töm sem æfir hana oft og reglulega við allar aðstæður.

*Nauðsynlegt er að vera jafnvígur á hægri og vinstri hendi og æfa bremsuna á báðum þannig að hún sé manni töm beggja vegna og æfa fall með höfðu niður í móti á maganum og bakinu, fall frá hlið beggja vegna en ekki eingöngu með falli niður í móti á afturendanum eins og einfaldast er að gera.

*Gott er að fara alltaf yfir ísaxarbremsu í hvert skipti sem farið er á brodda og hún tekin í hönd ef menn gera það sjaldan á hverju ári og fyrir þá sem fara reglulega á brodda með ísexi að æfa sig í huganum á göngunni, taka hana í viðbragðsstöðuna önnur hendi á efra skafti og hin á neðra skafti og ísexin ber við brjóstkassa.

*Þegar ísaxarbremsa er æfð er öruggast að vera ekki á broddunum til að auka ekki slysahættuna og velja öruggt æfingasvæði, þ. e. svæði þar sem menn stöðvast sjálfkrafa neðar og ekkert tekur við annað en snjór, hvorki grjót, möl, gljúfur né annað.

Tegundir val og notkun mannbrodda (jöklabrodda):

*Eru misjafnir eftir því hvort um göngubrodda er að ræða eða klifurbrodda.

*Skiptir ekki höfuðmáli hvort séu 10 punkta eða 12 puntka. Tólf punkta með meira grip en tíu punkta léttari.

*Misjafnir eftir því hvort henta alstífum skóm eða milli/lítið stífum skóm - opnir broddar henta alstífum skóm (Scarpaskónum sem nokkrir hafa keypt í hópnum) en broddar með "körfu" að framan utan um tærnar og aftan utan um hælinn eru nauðsynlegir fyrir lítið stífa og millistífa skó til að veita stuðning á broddagöngu.

*o.m.fl. sem ekki er svigrúm hér til að nefna...
*Val á broddum á vefnum: http://www.rei.com/expertadvice/learn/crampons+snow+ice+climbing.html

*O. m. fl. sem ekki er svigrúm til að taka saman hér - endilega sendið mér línu um mikilvæg atriði sem ég gleymi!

Reglur við göngu í jöklalínum:

*Jöklalínur skulu vera +/-8 - 10 mm þykkar og eru venjulegast um 80 metra með ca 8 m á milli hvers manns ef full lína og leiðsögumaður með sína aukalegu 20 m og flestar eru með smá teygjanleika í sér...en þetta fer að fjálfsögðu eftir fjölda í línu og mörgu fleiru og er breytilegt.

*Vera með læsanlega karabínu, tvær tryggja enn meira öryggi ef önnur bregst og gott að hafa eina til vara.

*Alltaf ganga með línuna strekkta þannig að hún rétt snerti jörðina eða svo.

*Bannað að þétta hópinn og hætta að hafa línuna strekkta þar sem þá er fallið mjög langt og fast ef einhver fellur ofan í sprungu.

*Má alls ekki stíga á línuna því þá trosnar hún smám saman og heldur ekki heilli manneskju ef hún fellur ofan í sprungu.

*Hafa áttuhnút á aftasta manni þar sem hann er ekki í miðri línu - festa karabínuna eftir fyrri áttuna, næla svo í karabínuna og renna svo áttunni aftur í gegnum þá fyrri með því að rekja sig eftir fyrri áttunni. Hafa ágætan spotta afgangs sem hægt er að binda hnút á.

*Hafa tvöfaldan hnút með lykkju í alla hina.

*Fremsti maður í línu (línustjórinn) hefur um 20 m af endalínunni ofan í bakpokanum sínum fyrir sprungubjörgun - hafa auka karabínu 1-2 til þess að næla þá í endann og senda hann niður til þess sem er fallinn ofan í sprunguna svo hægt sé að toga hann upp, eftir að búið er að slétta brúnina og setja bakpoka eða annan stuðning á milli svo línan skerist ekki inn í snjóinn/hengjuna.

Við fall ofan í sprungu:

Hvað gera menn þegar leiðsögumaðurinn sem alltaf gengur fremstur
fellur allur ofan í sprungu?

Í því tilfelli skulu allir stöðva sig strax og veita honum viðnám - gefa honum svigrúm til að athafna sig upp úr sprungunni sjálfur, alls ekki fara úr línunni til að kanna með leiðsögumanninn né toga leiðsögumanninn upp úr sprungunni sem lína í heild, heldur gefa honum góðan tíma til að koma sér upp - þeir eiga allir að vera búnir að læra og þjálfa það að koma sér úr sprungu án aðstoðar. Gott getur verið að grípa í hjarnið með ísexinni ef þarf, setjast strax allir niður, halda línunni strekktri og passa að þunginn dreifist á alla línuna en ekki bara fremsta mann sem tekur eðlilega mesta höggið við fallið og mesta þungann til að byrja með þegar slysið verður.

Ef hópurinn togar þann sem fellur ofan í sprungu upp úr án hans samráðs eru mesta líkur á að hann stoppi efst neðan við sprunguopið á snjóhengjunni sem yfirleitt slútir yfir sprunguopinu og getur þetta valdið áverkum á leiðsögumanni og gert honum í raun ókleift að komast framhjá og upp á brúnina.

Sjá ferðasöguna þegar Soffía Rósa Toppfari og fleiri lentu í þessu atviki á Hvanndalshnúk 2009 þar sem hlutirnir fóru vel að lokum en ekki leit vel út meðan á því stóð þar sem þau urðu viðskila við meginhópinn, lentu í arfaslæmu veðri og engu skyggni, og þau biðu lengi að þeim fannst þangað til hann var kominn úr sprungunni  en leiðsögumaðurinn varð að láta pakpokann falla niður í sprunguna af því hann var togaður upp af hópnum undir hengjuna en þá fór gps-tækið hans með:

http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/521774/

http://mbl.is/greinasafn/grein/1210894/

Ef fleiri en ein lína er í leiðangrinum kemur önnur lína til björgunar:

Björgunarlínan: Leiðsögumaðurinn þar nálgast brúnina varlega þar sem yfirleitt er snjóhengja á brúninni og sprungan liggur breiðari innan undir snjónum - notar til þess snjóflóðastöng til að kanna snjóalög og finna hvar fasta landinu sleppir til að gæta að eigin öryggi - grefur þá með skóflu úr brúninni til að bandið grafist ekki eins mikið inn, setur svo bakpoka, skóflu, skíði, staf eða annað þvert yfir snjóhengjuna til stuðnings til að línan skerist ekki inn í meðan á björgun stendur.

Leiðsögumaður sendir svo aukaspotta niður til þess sem féll ofan í sprunguna með hnút og karabbínu (aukalínan sem leiðsögumaðurinn er með hjá sér í pokanum (þessa 20 metra)) en hann mælir út circa hversu langan spotta þarf miðað við hve sprungumaðurinn er farinn langt niður - setur karabínu á hnútinn - og sá sem féll nælir karabínuna á sama stað á beltinu og hina karabínuna (sá sem féll má alls ekki losa karabínuna sem fyrir er og heldur honum öruggur við sína eigin línu).

Tryggja skal með spurningu til sprungumannsins hvort karabínan sé örugglega læst og með samfelldu átaki björgunarlínunnar í nokkrum áföngum þar sem fremsti maður í björgunarlínunni kallar "bakka" er maðurinn smám saman togaður upp úr sprungunni - mikilvægt að allir kalli skipun fremsta manns aftar á næsta mann, menn séu samtaka, veiti gott viðnám og taki hlutverk sitt alvarlega svo allt fari vel . Á meðan heldur lína sprungumannsins vel í og tryggir að hann falli ekki neðar ef eitthvað mistekst við björgunarlínuna (t.d. við að festa sjálfur aukaspottann í sig) og bakkar líka eins og línan þeirra losnar við uppgöngu leiðsögumannsins.

Næst fremsti maður í þeirri línu skal meðan á björgun stendur næla sig í línuna með karabínunni sinni með því að næla henni fyrst í línuna og svo losa hana af hnútnum í beltinu - en þannig er hann laus úr línuhnútnum en áfram nældur í línuna og getur gengið rólega að sprungunni - þar skal hann halda munnlegu sambandi við þann sem féll og tryggja að allt sé í lagi hjá honum meðan hann er hífður upp.

Til eru svo margar aðrar gerðir sprungubjörgunar sem fara þarf yfir á sérnámskeiði
sem við tökum síðar eftir því hvort menn eru eingöngu tveir saman á göngu, ein lína á göngu o.fl.

Fjórar línur... Örn fremstur, svo Ingi, loks Gylfi og Bára rak lestina... sjö eða átta í hverri línu + línustjóri...

Jebb... skyggnið var svo lélegt að það var næstum því ekki hægt að sjá næsta mann í línunni...

Jafnt og þétt gengum við í línum upp í 1.408 m hæð hæst þar sem við þéttum hópinn
en Örn var fremstur og hafði því engan að elta... nema gps... og það leiddi hann á Miðþúfuna
þar sem hann fann að hann var farinn að hækka sig upp á hana og sneri þá við þar sem við ætluðum bara á sléttuna milli hnúkanna...
Hann reyndi að átta sig á því hvar hann nákvæmlega var og sá þá hengiflugið niður vestan megin
og sneri þá snarlega við með hópinn og beið eftir hinum línunum í skarðinu góða...

Þarna hefði getað farið illa ef Örn hefði gengið fram af hengjunni án þess að sjá hana...
litlar líkur reyndar... en í niðdimmri þoku getur allt gerst og snjóhengja blekkir mann þar til það er um seinan...
við hefðum þá sem hópur þurft að lóðsa Örn upp með sömu aðferð og sprungubjörgun...
svo lengi sem hópurinn í hans línu hefði stoppað og haldið honum
en almennt er togið ekki það mikið að það er vel mögulegt þó menn viti í raun ekki hvað er að gerast fremst
eins og dæmin sýna í sögu íslenskra fjallamanna þar sem leiðsögumenn hafa fallið ofan í sprungu
með línuna fyrir aftan sig í engu skyggni og aftari línuhlutinn hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast...

Uppi voru fjórir fjallaskíðamenn, Ari Sig. fyrrum gestur í Toppfaragöngu á Skarðsheiði forðum daga...
og Kjartan Egils fyrrum Toppfari meðal annars og var gaman að hitta þá og spjalla svolítið :-)

Því miður var ekkert að gera uppi nema snúa fljótlega við...
Bára fór úr línunni sinni... sem hún hefði ekki átt að gera... til að leita að lægri tindinum...
og kom þá að hengifluginu eins og Örn... og þegar hún sneri við... sást ekkert til hópsins...
gps-tækið var á bakpokanum sem hún skildi eftir og því ekkert nema nefið til að giska á hvar hópurinn væri staddur í þokunni...
þarna braut hún eina af grunnreglunum... ein að þvælast í engu skyggni í landslagi þar sem hún hefði getað hrapað niður
og enginn vitað það né getað lóðsað hana upp þar sem hún var ekki lengur í línunni...
gps-tækis laus (reyndar með úrið samt og símann)... en sama... þetta gerir maður ekki ! :-)

Niðurstaðan því sú að skyggni var ekkert og beinlínis hættulegt að menn færu úr línunum á þessum stað...

Ekkert annað í stöðunni en að snúa niður...

En stemningin var ótrúleg... allir glaðir og kátir... bros á nánast hverju andliti...

... bara snillingar þetta lið !

Já, það var eins gott að passa sig að stíga ekki á línurnar né flækja þær saman...

Bókstaflega ekkert staðfesti að við værum á tindi Snæfellsjökuls nema gps-tækin
og því voru þetta mikil vonbrigði þó menn væru almennt glaðir í hópnum...

Á niðurleiðinni mættum við nokkrum sinnum fjallaskíðamönnum sem voru á leið niður eða upp...

Það voru engir aðrir göngumenn á jöklinum nema við...
þetta er greinileg breyting í fjallamennskunni...
fleiri á skíðum og færri gangandi...

Flubbarnir hér á ferð...

Hér var rokið svo mikið að lokið á símanum fauk fyrir myndatökuna... en samt voru menn í banastuði :-)

Skyndilega tók að opnast fyrir skyggni... öðru hvoru sást til jarðar...

... og við tókum kipp af gleði að sjá eitthvað...

Sjá hvernig þetta batnaði milli sekúndna :-)

Smám saman létti til allt í kring...

... og við sáum fleiri fjallaskíðamenn... reyndar var Batman fyrir löngu búinn að gelta sig samviskudamlega hásan
í eðlislægri og inngreyptri viðleitni sinni til að láta vita að það væri fólk þarna úti í þokunni
sem hann vissi engin deili á og það væri algerlega ómögulegt ástand !
enda var hann í öngum sínum :-)

Sjá skíðamenn hér við Þríhyrning...

Og aðeins ofar...

Virkilega gaman að sjá allt opnast... og það tók að lygna nánast eins og hendi væri veifað...

Hér fórum við úr línunum... og héldum áfram niður úr þokunni þar sem við vildum borða nestið með útsýni...

En tókum eina jöklahópmynd fyrst :-)
Æji... ekki er þetta nú fallegt svona í þoku... þekkir varla fólkið á myndinni... meiri syndin að fá ekki betra veður !

Gylfi og Ingi stjórnuðu sínum línum af stakri snilld !

Takk kærlega strákar !

Sannir englar á ferð þarna :-)

Fleiri skíðamenn fóru framhjá okkur...

... og Batman var að verða vitstola af æsingi yfir því að hafa enga stjórn á hjörðinni :-)

Olgeir, Birgir, Sigríður Lár., Ásmundur gestur og Bjarnþóra... bara gleði og ekkert annað :-)

Þessir á leið upp... mjög gaman að spjalla við þá sem gáfu sér tíma...
fjallaskíðin eru greinilega nýja sportið... enginn að ganga lengur á fjöll eða hvað ? :-)

Gylfi prófaði snjóþrúgurnar sínar...
þær virkuðu vel en færið var samt með mun skárra móti en við áttum von á
enda skein sólin ekki eins og við vorum að vonast til :-)

Gaman að ganga niður úr þokunni og sjá lengst niður... þetta var ótrúlega drjúgt...

Leiðin á Snæfellsjökul er mjög einföld...
Jökulhálsleiðin, hraunið, snjóbrekkan við lyftuna, lendurnar upp á tind...

Ingi og Bjarni tóku með sér sleða til að renna niður þar sem Ingi er að berjast við tábergssig
sem er að valda honum nánast óbærilegum kvölum
og þarfnast svo sannarlega einhverrar lausnar svo hann geti gengið áfram á fjöll
en þetta var góð lausn hjá þeim og virkaði vel..

Ingi hér með sleðann bláa...

Nú varð allt svo fallegt... komið logn... og þokan að hverfa...

Skyndilega sáum við upp með jöklinum...

... og það tók að glitta í efsta tind skagandi upp úr landslaginu...

Komið skyggni... þá var kominn tími á nesti nr. tvö eftir sérlega kuldalegan nestistíma við jöklalínurnar á uppleið...

Dásamlegur nestisstaður og notalegt að sitja og spjalla
og peppa smá upp stemninguna fyrir Vorhátíðinni sem var tæpri viku síðar...

Það var sko spilað lagið "Ég ætla að skemmta mér" með Albatross ! :-)
https://www.youtube.com/watch?v=6Snjv46Y1u4

Jú... getum við ekki stillt okkur upp hér fyrir hópmynd í skyggni ? :-)

Glæsilegur hópur !

Efri: Olgeir, Georg, Gylfi, Þóranna, Sigga Sig., Tryggvi, Maggi, Arngrímur, Alli maki Jórunnar Helga Björk, Birgir, Herdís,
Svavar, Guðmundur Víðir, Karen Rut, Addi maki Karenar, Ásgrímur gestur og Örn.

Neðri: Ólafur Vignir, Bjarnþóra, Magnús Páls., Davíð, Erna, Ingi, Jórunn Atla, Sigríður Lár.,
Kolbrún Ýr, Sarah, Bjarni, Guðrún Jóna.

Bára tók mynd og Batman var eini hundur ferðarinnar enda eingöngu ferð sem hentar meðalstórum og stórum hundum
og ekki var hann settur í línu eins og á Eyjafjallajökli fyrir tveimur árum...

þÞ átti hann sko ekki til orð... að horfa á eigendur sína dregna upp í línu ásamt sér...
hann var furðu lostinn alla ferðina :-) :-) :-) 

En nú var komið að stóru brekkunni að renna niður... Bjarni hikaði ekki eina sekúndu...
skellti sér bara á þotuna og rann hratt af stað...
og Ingi á eftir... sjá hér:

 https://www.youtube.com/watch?v=90YdXzElW0g

Nokkur okkar fylgdum á eftir rennandi bara á buxunum og það slapp í farið á undanfaranum...

Algerlega geggjað gaman að gera þetta... það er eitthvað við það að renna svona niður snjóbrekkurnar...

Flestir gengu samt niður eða tóku styttri ferð neðar...

Jamm... þota er snilld á Snæfellsjökli... tökum hana sko með næst !

Nú var stutt eftir... snjóbrekkan búin og hraunið eftir að bílunum...

Þegar litið var til baka mátti sjá tinda Snæfellsjökuls nánast baða sig í sólinni... þarna hefðum við þurft að vera...
ef við bara hefðum vaknað einum og hálfum klukkutíma fyrr... ha, hver ákvað þessa sjö brottför eiginlega ? :-)

Æj... jú, við Örn... en það er alltaf betra að hafa allan daginn fyrir sig...
og það var spáð úrkomu um kvöldið og þá þarf alltaf að gera ráð fyrir að hún komi fyrr inn á fjöllin
og því var ekki þorandi að seinka göngunni þó við sæjum að hvassvirðinu myndi lægja þegar liði fram yfir hádegið...
við vorum búin að reikna út að við myndum ná þessu þarna uppi... o
g því voru þetta gífurleg vonbrigði fyrir þjálfara og eflaust fleiri þó menn létu ekki á því bera almennt...
en svona er þetta... erfitt að reikna út veðrið sem kemur manni alltaf á óvart...

Nú var farið beinustu leið í bílana og ekki með veginum enda niður í mót og þá var hraunkaflinn í lagi...

Litið til baka... já... grátlegt að vera ekki uppi í þessari fallegu birtu sem virtist nánast stafa af tindi jökulsins...

Þríhyrningur hægra megin, lægri tindurinn, Norðurþúfa,  glittandi aðeins upp úr gígbarminum
og loks sá hæsti, Miðþúfa,  vinstra megin...

Þetta var skemmtilegur kafli hér niður...

Og mikið spáð og spjallað eins og alltaf á niðurleið... mjög gefandi samvera alltaf hreint...

Komin í bílana fremstu menn...

Þetta er stutt og í raun létt jöklaganga almennt og fínasta æfing og útivera fyrir alla...
þjálfari hefði ekki þurft að hafa svona miklar áhyggjur af formi og ástandi hópsins
með alla þessa nýliða og gesti sem voru í ferðinni....
hver einasti maður átti erindi í þessa ferð og var í engum erfiðleikum !

Fallegur var hann jökullinn...

Komnir fleiri bílar með fjallaskíðamönnum og mikið líf og fjör um allt...

Bára hitti blóðflögugjafa sem kemur einu sinni í mánuði í Blóðbankann
og gefur tæpa tvö tíma af deginum til að gefa blóðflögur sem jafngilda skammti
sem átta venjulegir blóðgjafar gefa almennt með heilblóðsgjöf...
það var því mjög gaman að hitta hann við þessar aðstæður eftir allt okkar um útiveru í Blóðbankanum
með blóðflögurnar rúllandi gegnum skilvinduna í rúmlega klukkutíma... geri aðrir betur...  :-)

Gps-tækið sagði 9,9 km... úrið sagði 11 km... tækin voru misjöfn enda fara menn mismikið út af leið og afsíðis o.s.frv.

Kilimanjarofararnir 2018... slík ferð tengir menn böndum sem aldrei slitna...
Skagamennirnir Bjarni og Ingi og Sunnlendingurinn Ágúst..
sannkallaðir englar á ferð og dýrmætir félagar á fjöllum og alls staðar  :-)

Þakklæti, jákvæðni og gleði einkennir þessa engla... Olgeir, Sigríður Lár og Bjarnþóra ásamt Ásmundi gesti.

Það var sárt að horfa á jökulinn skýlausan... þokulausan... en ekkert að gera annað en ákveða að fara aftur síðar...

Davíð, Örn, Tryggvi, Magnús Páls. og Arngrímur...
flottir menn og mjög dýrmætir félagar í klúbbnum...

Mikið spjallað og spáð og gleðin einhvern veginn glymjandi um allt þrátt fyrir þokuna uppi...

Banastuð á mönnum og ekkert til sparað í gleðihöldum þrátt fyrir þokusælan tindinn !

Það er bókstaflega aldrei leiðinlegt þegar þessar stelpur mæta í göngu !

Magnað alveg !

Þóranna, Ágúst, Svavar, Ingi, Bjarni
Guðrún Jóna og Herdís.

Og eina með tindinn í baksýn:

Bjarni, Örn, Ágúst, Herdís, Þóranna, Ingi, Guðrún Jóna, Svavar og Ólafur Vignir.

Já... þessi birta sem stafaði af jöklinum var í alvörunni sérstök...
það er ekki skrítið að alls kyns kenningar um dulúð og galdur þessa jökuls hafi orðið til...
það er eitthvað við hann...

Alls 10 - 11 km... upp í 1.408 m hæð (Örn) - Bára og hinir fóru í 1.404 m...
með alls 1.207 m hækkun úr 466 m upphafshæð.

Gula lína slóðin okkar þennan dag... og hinar göngurnar okkar þrjár í gegnum árin...
sú rauða var fyrsta gangan okkar... frá þjóðveginum nánast þann 8. mars árið 2009... með Róberti og Guðjóni Marteins frá Íslenskun fjallaleiðsögumönnum en þá fóru þeir í raun með okkur of langt norður, kannski til að nýta snjótriðaraleiðina ?

Hinar leiðirnar eru svipaðar en sú dökkbláa líka í raun of langt til norðurs.

Sjá slóðina uppi á tindinum... sú bláa fer á báða hnúkana...
hinar eingöngu upp í skarðið á milli þar sem menn fara vanalega og upp á Norðurþúfuna.

Sjá mismunandi brottfararstaði í þessum fjórum göngum.
Lagt af stað neðar í rauðu og grænu slóðunum en ofar í bláu... gula okkar ganga árið 2019 á miðja vegu...

Við lögðum af stað heim keyrandi um fimmleytið... og komin heim rúmlega sjö...
og þá var nú gott að hafa lagt snemma af stað um morguninn...
því ef við hefðum lagt af stað einum og hálfum tíma síðar úr bænum...
og fengið þá góða veðrið uppi sem hefði þýtt klukkutíma þar að njóta...
þá hefðum við verið að leggja í bæinn kl. 19:30 og komið í bæinn tæplega 22:00...
en það hefði auðvitað verið þess virði ef við hefðum vitað þetta fyrirfram ! :-)

Tröllafjölskyldan og Örninn... nánast orðin snjólaus... en þetta áttu að vera apríl-tindarnir í ár...
og þá var hugsunin að fara þá snævi þakta og koma fram á brúnirnar eins og á Hvítahnúk í fyrra ofl. fjöll hér í apríl eða maí...
en nú er mjög hlýtt vor og lítill snjór í fjöllunum í apríl svo landslagið er aldeilis breytt...
og enga jöklabroddaæfingu að hafa hér lengur...

Þjálfari aflýsti því þessari göngu þar sem Hafursfellið og Snæfellsjökullinn komu í raun í staðinn
og komið nóg af göngum á Snæfellsnesi í ár
þar sem við vorum líka á Vatnafelli og Horni í febrúar...
en þeir bíða bara þar til síðar... við gefum þessi fjöll ekki eftir...

Næstur var Rótarfjallshnúkur sem mörg okkar voru búin að æfa fyrir í allan vegur...
þann fjórða maí... og veðurspáin var lygilega góð fram að brottför þegar þetta er skrifað ! :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir