Tindferð 155
Hvítihnúkur og Lýsuhnúkur um Lýsuskarð Snæfellsnesi
laugardaginn 7. apríl 2018
Hvítihnúkur ... á fullkomnun degi á Snæfellsnesi...
... leitandi logandi ljósi að réttu tindunum... ... eða hvað finnst ykkur ??? Fjórða tindferðin á árinu 2018 var samkvæmt upphaflegri áætlun... En ekki í ár... blíðskaparveður þennan dag eins og fyrri göngudaga og brjóstið var að springa af eftirvæntingu En í þeirri ferð glímdum við einnig við erfiðleika með að fullvissa okkur um ... og lentum í basli með að vera búin að notast við örnefnið Rauðakúlur ... og uppgötva að Hrafntinnuborgin væri hugsanlega ofar en við gengum á En... aftur að þessum laugardegi árið 2018... spáð var blíðskaparveðri með smá fyrirvara um létt úrkomubelti vestan við landið Á vinstri hönd geislaði morgunsólin á Arnarhyrnu og Böðvarsholtshyrnu vestan við "okkar" hyrnur... Já... við skulum kynnast þessari fjölskyldu á næsta ári... það er komin röðin að þeim... Við lögðum bílunum við Lýsuhólsskóla og lögðum gangandi af stað kl. 9:35 Rifjuðum upp gönguna okkar þarna á Lýsuhyrnu 1. maí 2015 Og við rifjuðum upp gönguna á Þorgeirsfell eða Þorgeirshyrnu 15. október árið 2016 hér lengst til hægri... Lýsuskarð... þekkt gönguleið og fyrrum póstmannaleið... ... en þar sem við höfum farið báðum megin við þessa múla hér í skarðinu (miðfell þeirra hæst austast)... En... enn einn útúrdúrinn... af því maður veltir því alltaf fyrir sér hver er ástæðan fyrir örnefnunum... Þegar hér er litið inn eftir Lýsuskarði frá þjóðveginum má sjá þrjá lága múla milli hyrnanna... Af því... að Rauðakúlur... þýðir að orðið "Rauða" hlýtur að vera eignarfall af karlkyns eintölu orðinu "Rauði" Þetta nafn er alltaf í samræmi á öllum kortum... aldrei misritað sem Rauðakúla eða Rauðukúlur eða álíka... Við ákváðum að fara austan megin inn Lýsuskarðið og feta okkur upp eftir Lýsuhyrnu að heiðinni ofar ... sem var sama leið og þegar við fórum upp á Lýsuhyrnu árið 2015 og þýddi klöngur í klettunum og þéttri hækkun... Dásamleg morgunsólin yljaði og það var svimandi heitt að ganga þetta svona í byrjun dags Miðfellið hér inni í skarðinu og leiðin austan megin... þar var greinilegur slóði... kindagötur eða gamlar göngugötur Flestir mættir þennan dag ætla á Rótarfjallshnúk um Kotárjökul í árlegri jöklaferð klúbbsins í maí Sólin var mætt mun fyrr á svæðið en við áætluðum miðað við skýjahuluspána sem lofaði heiðskíru upp úr ellefu Á þessum fyrsta kafla göngunnar tókum við út stóran hluta hækkunar dagsins og þetta tók því verulega í... Sjá brattann hér... Lýsuhyrna er snarbrött frá byrjun til enda... ... en mergjuð leið engu að síður og þess virði að upplifa... Ánahyrna ef að líkum lætur... við eigum eftir að ganga á hana... best að fara innar og svo upp... Ofar var klettabeltið í stuði og bauð upp á smá klöngur... Flestir að upplifa hana í fyrsta sinn nema þau fimm sem fóru á Lýsuhyrnu þremur árum áður Þeir sem gengu á Eyrarfjall og Eyrarhyrnu í febrúar í ár gátu þó huggað sig við að hafa upplifað Snæfellsnesið norðan megin Upp úr klettunum tekur smá hjalli við þar sem við gátum rétt af andardráttinn Nú tók við gangan langa inn eftir heiðinni... Reyndar hér svolítil brekka... og svellað aðeins undir snjónum... ... svo sumir fóru í keðjubroddana til öryggis en flestir slepptu því... Ofar var snjórinn mjúkur... og átti bara eftir að dýpka og þyngjast... Litið til baka... Snæfellsjökull var aldrei alveg hreinn þegar við horfðum til hans þennan dag... Við vorum í sæluvímu... Hvílík dýrðarinnar fegurð... á sjaldförnum slóðum... enginn nærri... alger friður... eingöngu spor eftir okkur... Nýfallin mjöll frá nóttinni... og talsverð snjósöfnun á svæðinu öllu uppi í fjöllunum... Við nutum hvers einasta skrefs enn sem komið var... Skýjafarið var okkur mjög hagstætt þennan dag... blár himinn allan tímann þar til við snerum við Ánarhyrna hér fjærst og gönguleiðin vestan megin... Hæsti tindur Lýsuhyrnu hér ofar... ekkert mál í þessu færi nú... en þann 1. maí 2015 var þetta meiriháttar mál Hrafntinnuborg hér framundan... við gengum á hana í Lýsuhyrnuferðinni... Færið ennþá saklaust og greiðfært... við vorum steinhissa á þessum mjúka snjó... ... en það var öðru nær... sjá Batman sokkinn ofan í snjóinn... Litið til baka á hópinn kominn upp úr mestu brekkunum og heiðin framundan... Við spáðum í að ganga á Hrafntinnuborgina þar sem flestir voru ekki búnir að ganga á hana áður... Birgir með eggjarnar milli Lýsuhyrnu og Hrafntinnuborgar sem Ingi þræddi sig eftir árið 2015 Hrafntinnuborg hin syðri ef svo má segja hér nær og við gengum á árið 2015 og töldum vera réttur tindur... Allt var í umræðunni á þessum degi... Kilimanjaro... Víetnam og Kambódía... Grunnbúðir Everest og Island Peak Það verður spennandi að fylgjast með þeim félögum í haust og ekki spurning að ná Island Peak... Komin framhjá Hrafntinnuborg... Lýsuhyrnan í baksýn og eggjar hennar til norðurs... Ofar blasti allt Snæfellsnesið til austurs smám saman við og við tókum andann á lofti... Mjög fallegt útsýni eins langt og augað eygði... Síðustu menn að koma upp... Og hafið glitrandi friðsælt til suðurs... þetta var áhrifamikil og heilandi sýn... Litið til vesturs... Georg og Gutti... Efri Hrafntinnuborg... skál í raun séð vestan megin... Bros og gleði... leiftrandi húmor og hlátur... fylgir Jóhönnu Fríðu öllum stundum Friðurinn í fjöllunum... þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessum þvælingi upp um öll fjöll... Nú tóku norðurbrúnir Snæfellsness að blasa við okkur... Örn vanur að hafa lágmarkspunkta í tækinu sínu þó hann vilji alls ekki elta slóðir almennt Skyndilega sáum við í efri hlutann á Kirkjufellinu... vá þetta var magnað... Eitt fegursta fjall í heimi... ef marka má vefsíður þegar maður glöggvar veraldarvefinn... Hér sem dæmi í 3ja sæti á eftir Matterhorn og Denali... enginn slor félagsskapur þarna ! Við strunsuðum sjálfumglöð af stað í áttina að Hvítahnúk... Smjörhnúkur eða Rauðakúlur hér uppi... þarna stóðum við 1. maí 2015 eftir göngu á Lýsuhyrnu og Hrafntinnuborg En nú hófst barningurinn... ... við snjóþungann... kílómetrunum saman... Áttum við að halda sem mestri hæð eða taka beinustu stefnuna til að spara hvert spor í snjóþunganum ? En þetta var erfitt... ... þó stundum grynntist eitthvað í sporunum... Við þéttum hópinn reglulega... og furðuðum okkur á því hversu lengi þessi tindur þarna í fjarska nálgaðist... Gott tóm gafst hins vegar til að ná innihaldsríkum samræðum sem hvergi fást nema í göngum sem þessum... Stundum gáfust grjót og sker upp úr snjónum og þá ruku menn áfram... Örninn hægra megin við miðju... gnæfir yfir svæðið hrikalegur að sjá... Rauðakúlur eða Smjörhnúkur vinstra megin... Með þolinmæðinni nálguðumst við þessa hnúka... Örn vildi ekki skiptast á að troða... er vanur að sjá um það... Arngrímur var slappur alla gönguna og fékk vatn og orku frá félögum sínum í ómældu magni til að hressa sig við... Sjá snjóþungann hér... og Gutta sem þarna þurfti sjálfur að spora sína slóð því hann sökk bara ofan í slóðann okkar... Síðasta brekkan upp var þétt en tekin á orkunni sem tindur í seilingarfjarlægð gefur... Arngrímur endaði á að kasta heil ósköp upp í miðri brekkunni og leið aðeins betur á eftir Svo var þetta létt alla leið upp úr skálinni... en... Þegar komið var upp í skálina blasti Kolgrafarfjörðurinn við og Bjarnarhafnarfjall... Hvílík sýn ! Skálin í fjallinu... snjóþungi utan í tindinum... Brúnirnar utan um skálina... Örninn var fyrstur upp og þetta var sýnin þegar hann leit til baka... Nafnlaus hæsti tindurinn hér þessi flati keilulaga... sem við enduðum á að nefna Lýsuhnúk Útsýnið til austurs eftir Snæfellsnesinu... sjá hamrana vinstra megin skaga aðeins út... samkvæmt kortum eru þessir hamrar merktir Svartihnúkur... og eru þeir í um 740 m hæð en þar sem þessi mynd er tekin er hæðin 838 m... Kolgrafarfjörður og Bjarnarhafnarfjalll... Grundarmön og Eyrarfjallið lengst í fjarska með nokkur fjöll á milli... spennandi sem við skulum ganga á næstu árin... Grundarfjörður og Kirkjufellið... Snæfellsnesið til vesturs... Örn, Tröllkerling, Helgrindur... Smjörhnúkur eða Rauðakúlur vinstra megin og Örninn tignarlegastur hægra megin við miðja mynd... Leiðin okkar gegnum dalinn... mjög langur kafli... hæstur hér er þá lendingin okkar eftir miklar vangaveltur að sé Hvítihnúkur... Sjá tindinn hér á mynd gnæfandi yfir Grundarfirði... í 838 m hæð... Batman fer alltaf alveg fram á brúnirnar... og gæti vel fallið í gegnum snjóhengjur eða runnið fram af... Aðeins betri mynd niður í Grundarbotninn sjálfan... Nesti á enn einum kyngimagnaða staðnum hátt uppi í fjöllunum... Hópmynd með Örninn í baksýn og allt nesið og Kirkjufellið... Birgir, Georg, Ísleifur, Erna, Jóhanna Fríða, Guðmundur Jón, Ólafur Vignir, Örn, Davíð, Arngrímur, Jón Odds., Kirkjufellið nær... og bærinn Grundarfjörður... Hópmynd í hina áttina... til austurs... með Leiðarhnúk og Tröllatinda næst... ... og með Bjarnarhafnarfjallinu... Við spáðum mikið í hvar Hvíti og Svarti hnúkur væru og hvort þetta væru Þverhlíðar eða ekki og hvað þessi tindur héti þá sem hér er framundan hægra megin sem var augljóslega hæstur í nágrenninu... og vorum eiginlega ekki viss hvort við ættum að þrjóskast við að ná Svartahnúk sem var í rúmlega 1 km fjarlægð til austurs miðað við punkta sem kvenþjálfarinn var með í gps-tækinu sínu en var í raun bara gisk miðað við gps-kortið í tölvunni... Landslagslega séð er Svartihnúkur lengst til vinstri á þessari mynd... ofan við hamrana þarna... Við ákváðum að freista þess að komast kringum þessa skál... ... en það var ekki ráðlegt að fara um eggjarnar sjálfar.... né of ofarlega þar sem svellið var undir snjónum... Við lækkuðum okkur því svolítið og tókum svo hliðarsveig utan í múlanum... ... yfir grjótið sem var undir... fínasta leið en stundum hált í grjótinu og svellinu undir... Með þessu spöruðum við heilmikla lækkun og hækkun og vorum fljót yfir á hinn tindinn í skálinni... Það var þess virði að fara hérna megin líka... Sjá Lýsuhnúk vinstra megin og glitta í Hrafntinnuborg í fjarska... Tindurinn þar sem við borðuðum nestið stuttu áður hinum megin við skálina... Afstaðan miðað við bæinn og Kirkjufellið... Útsýnið af austari tindi skálarinnar... Grundarmön, Kolgrafarfjörður og Bjarnarhafnarfjall... Brúnirnar niður að Svartahnúk... ef við bara hefðum skoppað þarna niður á hann... en það var ekkert BARA í þessu færi... Það var ráð að láta gott heita og snúa við... með viðkomu á þessum tindi þarna í vinstra horninu... En við tímdum varla að fara... nutum þess að vera þarna... og það var erfitt að vera ekki lengur... Hvílíkur dýrðarinnar staður til að vera á... og horfa á sveitina sína þarna niðri... eða lengst í fjarska... Það var eins gott að mynda þennan stað... Svo straujuðum við inn á heiðina aftur til suðurs... ... ennþá gapandi og takandi andann á lofti yfir fegurðinni sem við vorum með í fanginu... Þetta var mun erfiðara en það leit út... langt og snjóþungt... Bára leiddi til að hvíla Örn á að troða snjóinn en þetta var ekki eins snjóþungt og dalurinn fyrr um daginn ... og við reyndum að velja grjót og svelluð svæði frekar en skafna skafla Sjá líklegast brúnirnar á Svartahnúk hægra megin... en enn lengra til hægri... Já... þetta var svona langt frá brúnum Hvítahnúks... virtist vera svo nálægt séð frá honum hálftíma fyrr... Síðustu skrefin upp á Lýsuhnúk... talsverð hækkun hér... Þjálfarar voru með samviskubit að bjóða fólki upp á annað eins... Útsýnið ofan af Lýsuhnúk í 882 m hæð... hæsti punktur á þessu svæði... Til norðausturs... var þetta Svartihnúkur þarna hæstur berandi við himin ? Gutti var sprækur og flottur í þessari göngu og átti mun erfiðara með þetta en Batman sakir hæðarinnar sinnar... ... en snjóboltarnir voru farnir að safnast á feldinn hans sem þyngir hann og flækjast fyrir á göngunni Það var orðið skýjaðra á þessum kafla göngunnar og sólin var farin þegar við snerum við frá brúnum Hvítahnúks... Síðustu menn upp... sjá strítuna vinstra megin... fyrsti tindur dagsins... Hvítihnúkur sum sé... já, réttnefni... Eftir pásu á Hvítahnúk hófst heimleiðin fyrir alvöru en það tók okkur rúma þrjá tíma að fara til baka Við reyndum að taka eins beina stefnu og hægt var og helst með engri lækkun sem kallaði yfir sig hækkun síðar... Menn missterkir til baka og orkubúskapurinn farinn að segja verulega til sín... En... það voru forréttindi að ganga um í þessum fannhvíta ferska heimi og vera ein í heiminum... Það var eins og Battmanni rynni blóðið til skyldunnar þegar kvenþjálfarinn leysti Örn af við að spora snjóinn... Hver brekka var erfið eftir allt sem var að baki en við tókum þetta rólega og þéttumr reglulega... Hvítihnúkur í fjarska að baki með efri Hrafntinnuskálina vinstra megin hér... Sterkur og röskur hópur var þennan dag og allir í góðum málum fyrir utan veikindi Arngríms... Sjá snjóþungann ennþá hér... Brátt sáum við glitta í slóðann frá því fyrr um daginn... ... og gátum þá farið um hann það sem eftir leið bakaleiðarinnar... Okkur fannst lítið vera eftir á þessum tímapunkti... en það leyndi á sér... Fegurðin í snjónum sunnan megin og sólstafirnir svo glitrandi að við gleymdum allri þreytu... Sólstafirnir... Þetta var yndislegt... magnaður dagur að baki og við svifum niður... Já... þeSSSSi brekka... og já... þessi líka... Brekkurnar urðu brattari eftir því sem á leið neðar... ... og við kvörtuðum ekki yfir því að fara bara niður á við og geta nánast rennt okkur... Það var sjáanlegur munur á svæðinu eftir sólríkan daginn... minni snjór og meira grjót... Gott samt að vera enn í broddunum því það var svell undir á ýmsum stöðum... Gutti fékk hjálp við að leysa upp snjóboltana utan á feldinum... ...en þetta var eins og að týna nálar úr heystakk... endalaust... greyið... Battmann var fullur hluttekningar en vinátta þessara tveggja hunda er augljós Eingöngu klettaklöngrið eftir... Það var ekki beint það besta eftir allt sem var að baki... ... en ekkert annað í boði og við tókum þetta á æðruleysinu... Fljótlega komin á slóða og þurftum þá lítið að hugsa... Síðasta kaflann greiddist vel úr hópnum og menn nutu þess að fara rösklega á sínum hraða hver og einn... Jóhanna Fríða fékk móðursystur sína í innlit í miðri göngu en hún býr að Lýsuhóli... ath ! Alls 15,7 km á 8:22 - 8:38 klst. upp í 838 m hæð á Hvítahnúk og svo 822 á síðari brúninni Sniðið hér... ekki alveg að marka hæðartöluna á myndinni... Leiðin okkar þennan dag... sjá hvernig örnefnið Hvítihnúkur er við brúnirnar Sjá örnefnið Þverhlíðar neðan við Svartahnúk á þessu mapsource gps-korti... Gula leiðin ef við hefðum farið norðan megin frá Kverná... Norðurleiðin svipuð löng og suðurleiðin þó manni hafi fundist ekki þegar maður horfði niður í Grundarfjörð... Kort Landmælinga af www.lmi.is þar sem sést hvernig Hvítihnúkur er merktur á brúnirnar og Svarti á sama stað Og Smjörhnúkur heitir hér Rauðakúlur... ... og Ánahyrna og Lýsuhyrna eru hér eins og við gerðum ráð fyrir í okkar ferð árið 2015... Kort Reynis Ingibjartssonar þar sem hann merkir brúnirnar sem Þverhlíðar, Svartihnúkur við nösina austan megin Við ákváðum fyrst að láta þetta kort ráða en hættum svo við það Sama kort fjær.. þar sem sést hvernig Reynir setur Smjörhnúk á þennan hæsta vestan við Lýsuskarð En svo setur hann Lýsuhyrnu vestan megin og Ánahyrnu austan megin sem er þvert á öll önnur kort... Svo í raun erum við ekki að fara eftir neinu af þessum örnefnum þegar á reynir En... við svissum Lýsuhyrnu og Ánahyrnu... höldum Rauðakúlum í stað Smjörhnúks... Þá vantar bara eins og á öllum kortum nema hjá Reyni nafnið á tindinum hæstum innar á heiðinni Ljósmynd úr Árbók Ferðafélags Ísland um Snæfellsnes norðan fjalla árið 1986 Kort frá 1934 frá www.lmi.is Kort frá 1966 frá www.lmi.is Kort frá 1999 frá www.lmi.is Árnahyrna allt í einu komin þarna í stað Ánahyrnu sem er nafn sem ekki kemur fyrir á þessum kortum fyrr en síðar... Sjá umræður á fasbók... ef einhverjir vilja spá í þetta með okkur... Sjá tindinn hér á mynd gnæfandi yfir Grundarfirði... í 838 m hæð... Einn kaldur eftir göngu og allir himinlifandi með glæsilegan sigur á sjaldförnum tindum Jón... eða var það Georg ?... stakk upp á því að við færum í fleiri svona óvissu göngur... Þetta var allavega geggjað gaman ! Fullkominn dagur á fjöllum Nú erum við tilbúinn í slaginn við Kotárjökul upp á Rótarfjallshnúk þann 10. maí ! |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |