Fjallakonfekt af bestu gerð
Hvílíkar
myndir í þessari ferð...
það var
eins gott að það var úfið veður...
Ein
fegursta gangan í febrúar mánuði sem við
höfum farið var þennan laugardag 3. mars
árið 2018...
Bjarnarhafnarfjallið hér að þakka fyrir
síðast... svævi þakið til hálfs og
freistandi...
Við
lögðum bílunum við eyðibýlið
Þórdísarstaði...
Mjög úfið
verður... vindurinn var hvass og landið
hálf kuldalegt
Kirkjufellið og Bjarnarhafnarfjallið...
sem og fjöllin öll yfir Kolgrafarfirði
og Breiðafjörðurinn sjálfur
Himininn... já, hann átti líka eftir að leika stórt hlutverk þennan dag... hreint út sagt listaverk allan daginn...
Þessi
ferð var einstök hvað það varðaði og á
eftir að vera í sérflokki í huga
þjálfara
Við
gengum upp aflíðandi brekkurnar frá
Þórdísarstöðumog stefndum á brúnirnar
norðan megin
Kolgrafarfjörðurinn að koma í ljós
vinstra megin og fjallið Klakkur... sem
við verðum að ganga á einn daginn...
Þegar við
nálguðumst brúnirnar í norðri jókst
vindurinn þar sem hann skófst meðfram
fjallinu sjávarmegin
Við
stóðumst hins vegar ekki mátið ða ganga
alveg fram á brún
Það er
eitthvað alveg einstakt við það að ganga
á fjall sem rís við sjó... einhver
orka... ferskleiki... frelsi...
jarðtenging...
Vindurinn
var slíkur að við urðum að fara varlega
og gæta þess að feykjast ekki út á haf
Ekki
vitandi hvurs lags fegurð var
framundan...
Agnar,
Örn, Gunnar Már, Ólafur Vignir, Erna,
Heiða, Helga Björk, Georg, Ísleifur.
Snjóskaflinn upp á brúnirnar var harðfenntur en ekki meira en svo að keðjubroddarnir hentuðu vel...
Sólarupprásin í hámarki og himininn tók sífelldum breytingum...
Það var
háskýjað þennan dag og spáð var
heiðskíru veðri
Batman var í essinu sínu þennan dag... hans uppáhald... ekki of heitt... engin úrkoma... færið hart og greiðfært...
Ísbroddarnir fóru aldrei á skóna þennan
dag því hlýjindin héldu jarðveginum
mjúkum
Hvílíkir litir... þessi ganga gaf af sér ótal fallegar ljósmyndir... hver annarri sérstakari...
Fyrst
voru þjálfarar svekktir yfir skýjunum
sem héngu yfir öllu í suðri
... en
sem betur fer var skýjafarið svona því
það gaf okkur listaverk sem sjaldan
hefur gefist í viðlíka mæli
Þegar upp
var komið byrjuðu brúnir
Eyrarfjallsins...
Við
gengum eftir brúnunum sem breyttust
stöðugt
Skyndilega blöstu þessir sólstafir við
beint ofan í Kolgrafarfirði... og við
flýttum okkur að ná mynd af þeim...
Við
gengum með vindinn í fangið eftir
brúnunum en fundum einhvern veginn lítið
fyrir því þar sem það var hlýtt
Það var eins gott að ná einhverjum fallegum myndum af þessum sólstöfum...
Brátt blöstu brúnirnar lengra inn eftir við og hæsti tindur trónandi þarna fyrir miðri mynd...
Litið til baka á brúnirnar sem voru að baki...
Það var ekkert annað í stöðunni en að ná annarri hópmynd...
Ferskleiki... það er nánast hægt að
finna svalt loftið leika við mann beint
af hafi þegar horft er á þessa mynd...
Maður varð að ná hópmynd með þessum sólstöfum...
Og svo
með brúnunum og Bjarnarhafnarfjallinu í
baksýn...
Áfram héldu sólstafirnir sér úti á Kolgrafarfirði... hvílíkt sjónarspil...
Við stefndum á tindinn og héldum okkur við brúnirnar til austurs...
Sjá
snjóhengjurnar á brúnunum... varasamt að
fara of langt út á brún...
Þetta var drjúgur kafli meðfram brúnunum að efsta tindi...
En fremstu menn voru ekki lengi að koma sér þarna upp...
Sjónarspilið hélt áfram úti á
Kolgrafarfirði...
Það
þurfti að klöngrast svolítið upp á efsta
tindinn á Eyrarfjalli.... sem mældist
376 m hár....
Já, hópmynd hér líka... þessi var svölust af öllum þennan dag... hvílíkur tindur !
Áfram hélt symfónían og nú geislaðist sólin aftur niður á hafflötinn í Kolgrafarfirði...
Það var
ekkert skjól búið að gefast undan
vindinum alla gönguna nema í skaflinum
upp á brúnirnar...
Útsýnið
ofan af tindinum til austurs...
Bjarnarhafnarfjallið vinstra megin
uppi...
Þessi
mosavaxni klettur er engin spurning að
skoða betur að sumri til...
Það var ráð að halda áfram og leita skjóls í brekkunum austan megin til að fá sér nesti...
Tindurinn austan megin til sjávar...
Landið
niðri við sjó neðan við fjallið..
þjóðvegur liggur kringum Eyrarfjallið
Litið til
baka... Kirkjufellið í baksýn vinstra
megin... og Brimlárhöfði fyrir miðri
mynd...
Tindurinn að baki...
Sjá
afstöðuna við klettinn sem rís neðan við
tindinn og er mosavaxinn...
Eftir því
sem við gengum lengra til austurs því
betri sýn fengum við niður í
Kolgrafarfjörð
Litirnir þennan dag...
Bjarnarhafnarfjallið vinstra megin og
Eyrarhyrna hægra megin nær
... og enduðum í bakaleiðinni á þessum bungum hér... syðri hluta Eyrarfjallsins...
Hryggurinn heldur áfram á Eyrarfjallinu til austurs... þessi leið leyndi virkilega á sér...
Rétt sést í tindinn og svo í klettinn sem skagar út neðan við hann...
Óskaplega falleg birtan þennan dag... engu líkt... þessi ferð var greinilega komin í sérflokk...
Uppáhaldsmynd þjálfara úr þessari ferð... en það var samt erfitt að velja...
Við fengum skjól hér neðan við þessa brekku...
Komum okkur niður og handan við hornið og vonuðum að það gæfist smá pása frá vindinum...
Og það
reyndist réttur staður... hér var
notalegt að setjast í snjóinn...
Ef við héldum okkur í brekkunni fengum við ekki á okkur vind...
Súsanna
sagði okkur söguna um hlaupakeppnina upp
í skarðið sem var fyrir neðan okkur
"Sigríðargöngu
- Skipulögð ganga hefur verið frá því
2001
Þarna er skarðið... tær snilld hjá þessari Sigríði :-)
Við rúlluðum þarna niður mett og sæl eftir matinn...
... og þræddum okkur eftir afganginum af brúnunum í enn annarri veislu...
... því nú breyttist birtan enn með sólargeislum alla leið til okkar og skýjaðri himin úti á hafi...
Fínasta
færi og leið á fjallinu...
Sjá klettana skaga undan brúnunum...
Frábær hópur í þessari göngu, enginn í vandræðum og við héldum vel hópinn...
Það sem þetta sóttist vel var ekki spurning að ganga á Eyrarhyrnuna í leiðinni...
Skyndilega datt Örn beint fram fyrir
sig... og virtist ekki geta rétt
almennilega úr fótunum... broddarnir
flæktust svona illa saman í einu
skrefi... keðjan hafði losnað öðru megin
úr gúmmíinu... já, þetta hefur gerst
áður og menn eru að flækja keðjurnar
saman og detta... við verðum að láta
reglurnar um jöklabroddana gilda líka um
keðjurboddana
Sólin farin aftur í bili og þá varð birtan aftur sjálfri sér lík í grámanum með gulu geislana í Kolgrafarfirðinum sem fyrr...
Litið til baka... sólin skein enn á vestari hluta Eyrarfjallsins...
Síðasti kaflinn á Eyrarfjallinu norðan megin...
Eyrarhyrnan hér útbreidd... jú, ekki
spurning að sigra hana og ákveða svo með
bakaleiðina...
Hver fór upp á sínum hraða og naut sín... fínt færi og ekki svellað...
Sjá brúnirnar alla leið upp...
Bjarnarhafnarfjallið...
Eyrarhyrnan var drjúg en þetta sóttist samt ótrúlega vel... og veðrið fór batnandi... lygnandi...
Suðurhluti Eyrarfjallsins hér í
fjarska...
Sjá færið... góður sporaður snjór og grjót og mosi til halds og trausts...
Litið til
baka... við spáðum í að fara niður þarna
og ganga hringinn kringum fjallið þar
sem þetta var svo stutt ganga í raun...
Sjá brúnirnar ofan frá... Eyrarhyrna var líka veisla sem var vel þess virði að skoða alla leið upp á tind...
Keðjubroddarnir dugðu vel í þessari göngu og það var aldrei spurning um að fara í ísbroddana/jöklabroddana...
Fjallsstrítan þarna fyrir miðri mynd í fjarska... er komin á vinnulista Toppfara...
Sjá skuggann á Eyrarhyrnunni varpast á hópinn, brúnirnar og sjóinn... magnað...
Eyrarfjallið baðað sólargeislunum í baksýn... brúnirnar sem við vorum búin að rekja okkur eftir allan daginn...
Hörkuganga þrátt fyrir stuttleikann...
Loksins komin upp... Eyrarhyrna mældists 279 m há...
Sjá muninn þegar sólin skein ekki á fjallið... sólin er sannarlega drottningin...
Brúnirnar... það var þverhnípi niður austan megin ofan af tindinum...
Töfrandi landslag og birta þennan dag... hvílík veisla...
Enn ein mynd af Bjarnarhafnarfjallinu... mjög fallegt fjall...
Hraunsfjörður...
Kolgrafarfjörður...
Klakkur...
Suðurhluti Eyrarfjalls...
Suðurhluti Eyrarfjalls...
Við
hvíldum okkur aðeins... en það var enn
talsverður vindur og svalt...
Hópmynd
hér með Bjarnarhafnarfjallinu... við
höldum greinilega upp á það...
Brekkan niður af Eyrarhyrnu var mjög löng... grýtt... en vel fær...
... til þess eins og fara aftur upp langa... bratta... brekkuna á suðurhlutanum á Eyarfjallinu...
Eyrarhyrnan í baksýn... það var ekki
skrítið að sumum fannst það mætti telja
þetta sem þrjár fjallgöngur...
... ganga
upp á fjall og niður af því... til að
fara á annað fjall upp og niður...
Já... þetta er náttúrulega bilun...
... en við gátum ekki verið sælli með þetta allt saman :-)
Kolgrafarfjörður í baksýn...
Líklega
var það Karen sem spurði hvort hún mætti
skella sér þarna upp meðan
... og skoðuðum útsýnið frá brúnunum...
... héldum svo áfram... því miður er ennþá móða á linsu símans... óskýrar myndir... grátlegt...
... og svo tókum við fleiri útúrdúra á leiðinni til baka að skoða þessa kletta...
... sem voru ansi flottir í suðurbrúnunum...
Linsan orðin hrein aftur...
Strákarnir klöngruðust þarna upp...
... en við hin létum nægja að vera úti á yztu nöf...
Agnar náttúrubarn...
Nú var ráð að halda tímaáætlun og koma sér í bílana eftir endalaust dól á þessum fjöllum...
En við sáum ekki eftir einni einustu sekúndu...
Þessi
ganga var einstaklega falleg í alla
staði og kenndi okkur
Kirkjufellið standandi úti á hafi...
Við fengum sólina alla leiðina til baka frá þessum kafla og það var yndislegt...
Skuggarnir okkar varpast á snjóinn ofan af hryggnum...
Frábær leið niður á láglendið sem svo tók við alla leið í bílana...
Sólstafirnir voru líka í Grundarfirði...
Kirkjufellið varð næstum uppljómað... það hefði nú orðið veisla fyrir ljósmyndarana...
Nú var straujað... alla leið... til baka... sjá suðurhlíðarnar og klettana sem við skoðuðum...
Þessi
fallegi dagur gleymist aldrei...
Það var bókstaflega allt fallegt í þessari göngu... láð sem lögur...
... að maður tali ekki um himininn...
Við gengum til sjávar... bara það er magnað...
Þar mátti sjá að vindinn var tekið að lægja... öldugangurinn var ekki eins ófriðsamlegur...
Þórdísarstaðir... þarna hefur verið gott
að búa... botnlaus fegurð og
ferskleiki...
Komin
ferðaþjónusta á landareignina... þeir
hljóta að vera ánægðir sem gista hér...
... hvílíkur dásemdarstaður...
Alls 10,5
km á 4:41 - 4:55 klst. upp í 376 m á
Eyrarfjalli og 279 m á Eyrarhyrnu
Eyrarfjallið þegar ekið var yfir Kolgrafarfjörðinn á heimleið...
Þjálfarar
sneru við og ákváðu að skoða aðeins
aðstæður til að leggja bíilum
... og
svo verðum við að fara á þennan tind sem
er glæsilegur þó ekki sé hann hár...
Batman
þreyttur...
Erlendir
ferðamenn fastir á heiðinni... höfðu
keyrt beint út af... enginn krókur til
að setja kaðal í svo við gátum ekki
hjálpað þeim
Lexíur dagsins voru margar eins og
alltaf;
Það var einstaklega góður andi í þessari
ferð,
Hvílíkir töfrar ! |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |