Tindferð 106
Bjarnarhafnarfjall laugardaginn 5. apríl 2014


Bjarnarhafnarfjall
með hákarli í endann

Laugardaginn 5. apríl heimsóttum við Hildibrand í Bjarnarhöfn á norðanverðu Snæfellsnesi
og gengum á fjallið hans í vorlegu veðri en engu skyggni á efstu tindum
og enduðum í hákarlasmakki og sögustund að hætti staðarhaldara áður en haldið var heim á leið...

Eftir að hafa haft magnaða ljósmynd Skarphéðins Þráinssonar af Bjarnarhafnarfjalli
fyrir framan sig á vefsíðunni vikum saman fyrir ferðina... þessa hérna:

... var ekki annað hægt en að keyraa ðeins inn í Kolgrafarfjörð og sjá fjallið frá svipuðum stað...

... en þó ekki alveg þar sem við vorum ekki hinum megin fjarðarins þar sem fjallið speglast í sjónum...

Eyrarfjall þarna hinum megin... komið á framtíðardagskránna...
Eflaust ekki minni tilþrif á því en Bjarnarhafnarfjalli í góðu veðri svona marrandi í sjónum...

En svo var rennt inn að hlaði Bjarnarhafnar þar sem Hildibrandur staðarhaldari tók vel á móti okkur
og bauð okkur salernisaðstöðu og smá ráð með uppgönguleið og flotta útsýnisstaði...
eitthvað sem við höfum aldrei fengið eins flott áður fyrir tindferð :-)

Ísexin í Bjarnarhöfn var ekki af verri endanum
og minnti óneitanlega á exina hans Björns Matt sem fengið hefur að fljóta með í okkar ferðum :-)

... og hvílíkir frasar sem Hildibrandur lét fjúka þarna... verst að muna þá ekki... orðatiltæki og málshættir um hversu gagnlegt það sé að vera með exi með í för þegar lagt er á fjall t.d...

Forréttindi að vera fylgt úr hlaði af manni eins og Hildibrandi sem reytti af sér spaugið og fróðleikinn
og því hefði verið  enn skemmtilegra að hafa hann með í gönguna...

Hann sýndi okkur hákarlaverkunina sína...

... og menn göntuðust eitthvað í hjallinum...

... og sögurnar flugu...

Ágúst tók hópmynd við hjallinn með Hildibrandi...

... og Bára fékk að taka aðra hópmynd með Hildibrandi og fjallinu hans í baksýn...
með uppgönguleiðinni og klettinum sem við áttum eftir að standa við síðar um daginn...

... en svo varð alvaran að taka við...

Við lögðum loks af stað í gönguna tæplega ellefu um morguninn...

... og stefnan tekin á bröttu brekkuna ofan bæjarins sem Hildibrandur hafði mælt með...

Mosi og skriða til að byrja með...

... og svo tók mjúkur snjórinn við sem veðrið síðustu daga gaf fyrirheit um að yrði greiðfær alla leið upp...

En brekkan tók í...

... og það tók tíma að sniglast upp í 45 gráðu halla...

... í blaðskellandi gleðinni svo glumdi í fjallasalnum...

Litið til baka niður gilið...

Fínasta leið þó snjórinn sé farinn svo lengi sem menn fara varlega...

Ofarlega lágu kindagötur til vinstri út eftir hryggnum og Örninn stóðst ekki mátið að þræða sig eftir þeim...

... í kyngimögnuðu útsýni yfir norðanvert Snæfellsnesið...

Þetta var spennandi leið...

... og fínasta færi í mjúkum mosanum og mölinni...

... þó hallinn væri ansi mikill...

... að flottum útsýnisstað...

... þar sem við nutum staðar og stundar...

Hildibrandur fylgdist með okkur frá bænum og skildi ekkert í þessum útúrdúr :-)

... en Hestdalur var þess virði að sjá frá þessum stað...

... og það var örugglega leið þarna inn eftir og upp...

... en við ákváðum að taka ekki sjensinn til að tefja ekki tímann...

... og tókum leiðina sem ætlunin var ofan við löngu brekkuna...

... svo snúið var við þessa flottu leið...

... og komið sér yfir í gilið...

... sem var greiðfært í sama mjúka snjónum alla leið...

... með Bjarnarhöfn þarna niðri og Stykkishólm vinstra megin út af mynd og fjöllin öll á hægri hönd...

Fínasta leið...

Ljósmyndarar eru öftustu menn þessa dagana :-)

... sem er vel þess virði svo dæmi sé tekið af mögnuðum ljósmyndum Ágústar...

Uppi tók heiðin við upp á hrygginn...

... og útsýnið breiddist meira út...

... með sjóinn þarna niðri sem er eitt það magnaðasta við fjöll við sjávarsíðu...

Breiðafjörðurinn breiddist smám saman út fyrir framan okkur...

... og við nutum þess að ganga "á hjara veraldar"...

Snjórinn tók smám saman við sumarlegum mosanum...

... og brátt vorum við komin fram á hrikalegar norðurbrúnir Bjarnarhafnarfjalls...

... þar sem vel hefði mátt dvelja lengi...

... við myndatökur í sæluvímuni sem víðsýni við sjóinn fylgir...

Við bara verðum að koma hérna aftur...

Útsýnið niður af fjallinu... einn af draumunum var að ganga hringinn kringum fjallið í bakaleiðinni...
sem gaman væri að gera einhvern tíma... en Hildibrandi fannst t.d. alger vitleysa...
við sæjum allt betur ofan af brúnunum en niðri við fjöru :-)

Brúnirnar héldu áfram upp eftir...

... og ófáar myndir voru teknar...

... og við þræddum okkur upp eftir þeim...

... og urðum svo að halda áfram...

Barðaströndin þarna hinum megin...

... og fullt af fjöllum okkar megin sem við verðum að ganga á í framtíðinni...

... m. a. þetta Eyrarfjall sem marrar líka úti á hafi eins og Bjarnarhafnarfjallið og er ekkert síðra þó lægra sé...

Nokkrar af óteljandi eyjum Breiðafjarðar...

Flottur hópur á ferð og nýliðar hópsins með þeim duglegustu að mæta í tindferðirnar í vetur
 ásamt kjarnanum sem alltaf mætir...

Snjórinn orðinn djúpur er ofar dró...

... og við skeggrræddum mörg hjartans mál... m.a. fremur öfgafulla umræðu um hálkubrodda á veraldarvefnum
sem okkur þykir mjög miður, en það væri óskandi að málefnalegri umræða fengist í þau mál en sumir leyfa sér...

Því miður misstum við smám saman skyggnið eftir því sem ofar dró...

... og vindurinn læddist líka inn eftir brakandi lognið niðri við bæ...

... en við héldum í vonina um að það myndi létta ofan af fjallinu...

...  því þetta var ósköp þunnt...

Vorið klárlega að ýta snjónum út af fjallinu...

Magnaðar brúnir í þokunni...

Og svo létti aðeins til...

... og við drógum andann á lofti...

Vá, þetta var mergjað...

Útsýnið til hins hryggjarins sem beið okkar síðar um daginn...

... og niður Hestdalinn að bænum...

Breiðafjörðurinn sást allur þessa einu mínútu sem allt opnaðist...

... og við vorum hífuð af fegurðinni sem þarna var...

... og vonuðum að það myndi allt opnast aftur þegar ofar drægi...

... því þetta voru hrikalegar brúnir alla leið...

...  leið sem nauðsynlegt er að ganga í góðu skyggni...

... en við urðum að láta okkur nægja að rýna...

... því þokunni létti ekki...

Sjá fremstu menn þarna hinum megin í þokunni...

Hengiflugið niður...
Ekki gott að þvælast þarna í niðdimmri þoku og slæmu veðri og ramba fram af eins og dæmi eru um í Íslandssögunni...

Ofan af Skipþúfu þar sem menn skimuðu út á hafi til skipferða hér áður fyrr... var mál að koma sér niður dalinn og upp á hæsta tind hinum megin... eða er hann hæstur?... ekki skv. gps punktum sem sýna hærri hæðartölur á Kolgrafarodda sem ekki er hefðbundinn viðkomustaður göngumanna sem á Bjarnarhafnarfjallið ganga...

Ansi mjúkur snjórinn og við lentum stundum í djúpum sköflum sem töfðu för...

Hinum megin dalsins voru brekkurnar ansi brattar...

... en við tókum þetta þétt upp í einni röð og stefndum á sólina þarna uppi...

... allir í góðu formi og engin vandamál...

Flott leið upp en þetta er enn brattara og meira klöngur utar í hryggnum...

Hvílík gleði sem var við völd þarna í vindinum og þokunni þrátt fyrir allt...

... og fíflagangur innan um skylduverkin að láta taka af sér hópmynd :-)

Allir hinir 25 mættir loksiins orðnir stilltir:

Guðmundur Jón, Stefán Alfreðs., Soffía Rósa, Gylfi, Dóra, Nonni, Halldór, Njáll, Guðmundur Víðir, Magnús, Áslaug, með Díu Arnar, Rósa, Guðrún Helga, Arna, Katrín Kj., Súsanna, Helga Edwald, Ástríður, Ósk, Irma, Ágúst og Örn en Bára tók mynd og Drífa var þarna einhvers staðar... og hvar er Björn Matt á myndinni???

Eftir "næsthæsta tind" Bjarnarhafnarfjalls var haldið niður á við
og Kolbrafarodda sem er um 580 m hár var sleppt í þessum vindi og þoku sem þarna var
og lofaði engu nema barningi í engu skyggni...

Við röktum okkur eftir hryggnum sem skilur að Hestdal og Fagradal og er ansi flottur þó í þokunni hafi verið...

Synd að ná þessu ekki í betra skyggni...

... en það þýddi ekki að svekkja sig...

... og við vorum rösk niður hrygginn
sem minnti oft á magnaða óvissuferðina sem við tókum í bakaleiðinni á hryggnum ofan af Elliðatindum
http://www.fjallgongur.is/tindur67_ellidatindar_121111.htm

En þessi leið var langtum einfaldari, styttri og saklausari...

... og brátt lentum við í greiðfæru hjöllunum niður í Fagradalinn...

... þar sem við fengum okkur nesti áður en haldið var síðasta kaflann niður...

... með smá fíflagangi í snjónum... Arna kolféll fyrir Njáli... ekki í fyrsta sinn...

Komið skyggni niður og við nutum þess að snæða og spjalla...

Ósk hjá Nóa og Síríusi bauð upp á sérstakt Bjarnarhafnarfjallskonfekt...

... með þessari sömu mynd Skarphéðins Þráinssonar sem er tær snilld...

Eftir næringuna var orka til þess að rúlla niður skaflana sem reyndust ansi flóknir niðurferðar...

... blautir, lausir, tómir, djúpir... og engu að treysta...

... svo betra var að halda sig í mosanum og grasinu þar sem það gafst...

Úff... þetta útsýni...

Já, þetta voru skemmtilegir skaflar...

Menn bókstaflega gengu í gegnum þá niður í læki eða mosa og gátu sig stundum ekkert hreyft nema með aðstoð...

... og hinir tóku bara myndir af þeim sem lentu í hremmingunum...

... í stað þess að hjálpa þeim ! :-)

Æj, smá hópmynd hér með útsýninu sem ekki var of mikið af þessa gönguna:

Ósk, Stefán, Katrín, Dóra, Björn, Guðmundur Jón, Áslaug, Gylfi, Irma, Soffía Rósa, Halldór, Súsanna, Nonni, Halldór, Ástríður, Guðrún Helga, Helga, Guðmundur Víðir, Arnar, Arna, Rósa og Njáll en Bára tók mynd... og nú vantar Örninn á myndina !

Fagridalur er flottur dalur...

Berserkjahraunið í öllu sínu veldi sást vel ofan úr þessum brekkum...

Það er örugglega hægt að ganga þarna upp næst þegar við komum hérna...

Arnar sló metið í að fara gegnum snjóinn
sem vaknandi vor-hraust
jörðin var í því að ýta ofan af sér með spriklandi lækjum undir snjósköflunum...

Þetta gat reynt á þolinmæðina þegar menn festust t.d. með ökklann djúpt niðri í fönninni...

Já, vorið er komið...

Ansi var þetta annars ljúf niðurganga...

... þegar ófyrirsjáanlegu sköflunum sleppti...

... og við tók strunsið að bænum undir fjallinu...

... þar sem hraðskreiðustu menn voru ekki lengi að skila sér til byggða...

Sjö fossa röð þar sem sá neðsti var enn í snjónum en það sást í hann þó myndavélin hafi ekki náð honum með hér...

Hryggurinn að Kolgrafarodda... freistandi leið...

Vorið var niðri við bæ...

... og sveitin tók á móti fjallgöngumönnunum...

Leiðin okkar fyrr um daginn... enn þoka uppi í fjalli... ekki búin að lyfta sér mikið þennan veturinn...

Hrossinr smökkuðu afganginn af nestinu og vildu nú ekkert endilega þetta álegg sem var á brauðinu...

Gangan endaði við hangandi hákarlinn í bæjarhlaði Bjarnarhafnar...

... sem var jafn freistandi og hangilæri á jólum...

Hænurnar gögguðu...

... og við áðum í tæpa klukkustund í Hárkarlasafninu Bjarnarhöfn áður en heim var haldið...

... sem var vel þess virði.. keyptum harðfisk og svona...

... smökkuðum dökkan og ljósan hákarl og menn voru ekki sammála um hvort var betra...

Sögustundin með Hildibrandi var ógleymanleg...

... hafsjór af fróðleik...

... sniðugir þessir vettlingar á sjó... og á fjöllum...

Saga hákarlaveiða og upphaf hákarlakjötsáts... sagan af "sýslumanninum og hans hyski" má ekki gleymast !

Hildibrandur kunni að heilla stelpurnar...

... og draga menn í alls kyns uppákomur til að útskýra sögurnar betur...

Ernir flugu ofan okkar þennan dag... þetta er svæði Arnarins...
enda sáum við þá síðast ofan af Snjófjalli í fyrra sem er ekki svo langt frá þarna á Snæfellsnesinu...

Haf þökk kæri Hildibrandur og aðstandendur Hákarlasafnsins á Bjarnarhöfn, heimsóknin var gulls ígildi !
www.bjarnarhofn.is

Og takk allir fyrir stórskemmtilegan ævintýradag í blaðskellandi gleðinni alla leið !

Alls 9,4 km á 5:36 klst. upp í 688 og 604 m hæð með alls hækkun upp á 820 m miðað við 48 m upphafshæð.

Hefðbundin gönguleið í fótspor Leifs Hákonarsonar þar sem við nutum góðs af punktum sem við gátum merkt inn á af hans leið til að miðast við gegnum þokuna... Kolgrafaroddi, Háfshöfuð og Þverdalur bíða betri tíma... þegar það verður glampandi sól og glimrandi skyggni ofan af þessu ægifagra útsýnisfjalli marrandi úti á hafi og fátt jafnast líklega á við í góðu veðri... læt myndina af veraldarvefnum fylgja með áfram... hvílík fegurð !


Bjarnarhafnarfjall að sumri til - speglast í Hraunsfirði en finna má margar svona fagrar myndir af fjallinu á veraldarvefnum
Fengin að láni af snilldarsíðu Von Carstens Meyerdiersk:
http://www.fotocommunity.de/fotograf/carsten-meyerdierks/614748

Allar myndir þjálfara hér:
 https://picasaweb.google.com/104852899400896203617/T106Bjarnarhafnarfjall050414?noredirect=1#
... og magnaðar myndir leiðangursmenna á fésbók og veraldarvefnum :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir