Ferðahluti 3 af 3 í vikuferð til Chamonix
19. - 26. júní 2017
að reyna við Mont Blanc sem endaði á allt annan veg...

Sjá ferðahluta 1 hér; Brottför til Chamonix og Gran Paradiso 19. - 22. júní.
Sjá ferðahluta 2 hér; Aiguille du Midi og Peak International í Valle Blance

Ferðahluti 3
Saint Pyramid í Monte Rosa Ítalíu
24. - 26. júní 2017

Síðasta ganga þessarar vikuferðar í alpana var 3ja daga ganga á Monte Rosa...
sárabæturnar fyrir að komast ekki á Mont Blanc voru mun flottari en við áttum von á
og við vorum ekki viss um hvort við hefðum viljað skipta...
því það er alltaf hægt að fara á Mont Blanc... eða þannig :-)

Við vildum gefa leiðsögumönnunum húfurnar sem þjálfari hafði prjónað og saumað í fyrir þá alla fjóra
og því þurfti að græja kortin í hasti sem fylgja áttu húfunum áður en lagt var af stað upp í fjöllin...

... þesum hérna húfum... Olivers húfa með og húfur þjálfara til viðmiðunar ópakkaðar inn...

Dee hlúir vel að leiðsögumönnum sínum...
gleði og birta einkenndi nálægð hennar og það mátti vel sjá að menn voru ánægðir að fá verkefni hjá Mont Blanc Guides...
... þó Dave og Philippe séu svona skrítnir á svipinn akkúrat þegar myndin er tekin :-)

Jóhann Ísfeld, Bára, Ingi, Rósa, Gunnar...

Við vorum á leið til Ítalíu... og því þurfti að keyra frá Chamonix um göngin frægu
og upp í gegnum nokkur fjallaþorp sem var hvert öðru fegurra í þröngum giljum og dölum...

Á þeirri akstursleið ákváðu þjálfarar að fara næsta sumarfrí erlendis árið 2018 til Ítalíu...
þessa fegurð vildum við upplifa meira af...

Á leiðinni var áð á dæmigerðurm ítölskum veitingastað í fjöllunum...

Góð stemning í hópnum...

Heimilislegur og einfaldur en skemmtilegur...

... þar sem pasta var auðvitað á borðum í alls kyns útgáfum...

Innst upp í þennan dal var keyrt og bílunum loksins lagt...

Hér skyldi græjað sig fyrir skíðalyfturnar sem voru fram undan lengst upp í fjöllin...

Fjöllinúfin að sjá og kuldaleg þegar litið var upp... leiðsögumennirnir sögðu storm í kortunum...
en við ættum samt að ná góðri göngu ef við yrðum heppin... annars biði okkar bara hangs í skálunum...
þeir myndu gera það besta úr stöðunni...

Leiðsögumennirnir komnir í skó sem voru renndir... Matteo í sínum...

Sjá kláfinn sem beið okkar...

Brjálað að gera hér að vetri til og greinilega biðraðir í röðum...
en ekki á sumrin þar sem fáir göngumenn komu sér upp í fjöllin
í samanburði við fjölda skíðamanna sem greinilega sækja þennan stað að vetri...
en samt nokkrir skíðamenn á þessum árstíma líka...

Brekkurnar, lyfturnar, veitingastaðirnir, skálarnir...

Þetta var lúmkst gaman og öðruvísi upplifun en áður þó við hefðum einu sinni áður farið í kláf í göngu erlendis...

Við tók löng ferð upp í þremur kláfum...

Voðalega eru allir daufir á myndunum... heiður að fá að sitja við hliðina á þessu fólki...

Ofar var skipt um kláf til að komast lengra upp...

... og aftur var skipt um kláf með smá göngu á milli stöðva...

Litið niður að fyrsta leggnum af þremur...

Smá göngukafli á milli...

Síðasta lyftan upp... alla leið í 3.283 m hæð...

Orðið svalt í lofti en lygnt... skýjað í fjöllunum og hráslagalegt...
vorum við virkilega að fara upp í kuldaleg fjöll og erfitt veður...
mitt í sumarfríinu okkar erlendis þar sem við viljum auðvitað fá betra veður en á Íslandi...

Flottur hópur... þessi ferð líður aldrei úr minni... það var heiður að njóta félasskapar þessa fólks...
og leiðsagnar þessara manna...

Jæja, loksins komin upp í göngufær fjöll...

Í kærkominni 3.283 m hæð lögðum við loksins af stað á tveimur jafnfljótum eftir ansi langt ferðalag á annan máta...

Spennandi var það... sjá fjöldann á slóðanum yfir skaflinn...

Mjög gott göngufæri... ekki oft mjúkt og ekki of hart...

...og veðrið batnandi...

Þetta var mun betra en á horfðist úr byggð....

... sólríkara, lygnara... bjartara... en þegar við stóðum þarna niðri við bílana og mændum upp í úfin fjöllin...

Mjög skemmtileg leið og enn önnur útgáfan af göngu í ölpunum sem við fengum í þessari ferð...

Töffarar... hver á sinn hátt...

Grýtt klöngur á milli snjóskaflanna...

Sjá leiðina til baka... flott skíðabrekka...

En við vorum á göngu og þetta var skemmtileg leið...

Í þessari hæð var kalt... úlpurnar og ullarvettllingar...

Fyrsti skálinn í sjónmáli... en þetta var ekki okkar...

Okkar var þarna enn ofar í hömrunum... sjá hvernig hann er byggður inn í bergið... sést varla... fyrir miðri mynd...

Litið til baka niður í dalinn sem við keyrðum allan inn í botn áður en við fórum í kláfinn...

Flottur skáli... en við kíktum ekki inn í hann... fórum bara framhjá...

Matteo var duglegur að segja okkur frá... þetta var landið hans... Ítalía...

Væntumþykja hans og stolt leyndi sér ekki... og hann var í essinu sínu... einstakur leiðsögumaður sem á stóran aðdáendahóp...
og stóran kúnnahóp ef marka má fasbókina hans...

Hann fer um allan heim í alls kyns ferðir með viðskiptavinina sína...
sérhæfir sig í raun ekki á einu svæði eða við ákveðna fjallamennsku...

Skálinn okkar vinstra megin í skugganum og tindurinn okkar daginn eftir hægra megin...

Fallandi skriðjökullinn sem lá meðfram skálanum...

 

Rósa... á Monta Rosa... með leiðsögumönnunum okkar Boris, Dave og Matteo...
Það var viðeigandi að fá mynd af henni á þessu fjalli :-)

Broddatími.. ein þveruð brekka framundan að skálanum í talsverðum bratta alla leið að svölum hans...

... og betra að vera vel búinn svo við myndum ekki renna niður brekkuna...

Brekkan leit ekki spennandi út... en hún var mun betri en við héldum og þetta var ekkert mál...

Sjá hér litið til baka... tók nefnilega enga mynd á leiðinni...

Til að komast í skálann var farið um þessi þrep hoggin inn í bergið... hvílíkir stórhugir að reisa skála á þessum stað...

Sjá brekkuna sem við þveruðum aftar...

Komin upp og brekkan sem við höfðum áhyggjur af... og setti okkur í brodda þarna fyrir aftan...
ekki spennandi í miklu svelli sem svo var ekki þegar nær var komið...

Við vorum lent í sérstakasta fjallaskála sem þessi hópur hefur heimsótt... jæja, kannski fyrir utan Aiguille du Midi...
bókstaflega byggður inn í bergið og samfallinn landslaginu... eina leiðin til að halda í óveðrum og stormum allan veturinn...
að samlagast umhverfi sínu er besta leiðin til að lifa af... kannski mætti mannskepnan venja sig oftar á það viðhorf...

Við vorum lent í skálanum Capanna G. Gnifetti í 3.647 m hæð...

Útsýnið af svölunum einstakt...

Við rifum okkur út fötum og broddum...

Bannað að fara á skónum inn og öllum skipað að nota inniskó... flott regla sem auðveldar lífið hjá öllum...
en skóna og allan jöklabúnað mátti geyma inni...

Vá, hvað þetta var gaman !

Menn í sólbaðsstólunum handan okkar í símanum... .

já veraldarvefurinn kominn um allt... til að einfalda lífið... en um leið taka af okkur ótal tækifæri til að vera í núinu... á þessum stað... og hvergi öðrum... og njóta augnabliksins... ekki bara í eitt augnablik og svo deila því á vefnum.... heldur hrein upplifun í sólarhring án þess að fara á vefinn... hugsa að við eigum eftir að líta til baka á þennan síma-tíma og hrista höfuðið... trúi því ekki að við eigum eftir að sökkva mikið dýpra í þessa samskiptamiðlavæðingu þar sem öllu skal deilt samstundis...

Útsýnið... við fengum ekki nóg af að standa á þessum svölum og horfa og sjá litina breytast með ljósaskiptunum síðar um kvöldið...

 

 

Jóhanna Fríða fann auðvitað bláa inniskó til að vera í, í skálanum :-)

Við söfnuðum okkar búnaði í kassa til að geyma inni...

Dalurinn...

Þetta var skemmtilegur áningastaður og ný upplifun í ferðinni...

Boris las upp herbergjaskipan...

... þetta var risavaxinn skáli á þremur hæðum og eins gott að vita hvar við áttum að gista...

Já, í þessum 3ja hæða kojum á ekki stærri fleti en þetta... gleymum þessu herbergi aldrei...

Það þurfti tvær myndir til að ná þessari hæð á herberginu...

Á efstu hæðinni voru Örn og Ingi...

Bára og Jóhanna Fríða á miðhæðinni og Gunnar, Rósa
og Jóhann Ísfeld á neðstu en sá síðastnefndi var kominn með í magann og þurfti að komast á wc með snöggum fyrirvara...

Það fór sæmilega vel um þá þarna uppi... ekki sjálfsagt að bjóða sig fram í það...
Bára afþakkaði þegar Örn bauð henni að vera á móti sér á 3ju hæðinni...

... og Ingi tók boltann...

Útsýnið úr glugganum á herberginu var hálf óhugnanlegt... og um leið ægifagurt...

Öskrandi... fallandi... kallandi... jökullinn...

Ef maður fór út að skoða sig um sá maður hvers lags mannvirki þetta er...

... á nokkrum pöllum og lagfæringar stöðugt í gangi...

... og stríður straumur útivistarfólks á leiðinni upp í hann...

Rafstöðin... með kross á toppnum...

Skíðafólk var áberandi í skálanum og virtist fleira en göngumenn en erfitt að átta sig á því samt...

Gangurinn var langur og endaði á salerninu í annan endann... og svölunum áðursýndu í hinn...

 

Sum herbergin voru með mun fleiri kojum en við... þéttskipað í hvert rúm...

Salernin... eftir stærri ferð þangað skyldi maður hella sérstökum vökva ofan í...
til að draga úr lykt og hjálpa til við niðurbrot... áður en herlegheitin voru flutt niður úr fjöllunum...

Brúsarnir hér fyrir utan hvert salerni...

Jökullinn út um gluggann á wc...

Kolsprunginn og óhugnanlegur að sjá...

Ofan við sprungurnar og við skálann voru menn á námskeiðum í fjallamennsku...

Við vorum hins vegar bara í tómu kæruleysi og fengum okkur öl eins og öll önnur kvöld þessarar ferðar...

... eða kók :-)

Ein af skemmtilegri hópmyndum ferðarinnar... við orðin ein á svölunum...

... eða nei.. reykingafólkið var ennþá úti... þetta par reykti eins og strompar... og svo sást stúlkan kasta upp á wc síðar um kvöldið... hæðinni um að kenna sagði Matteo... og við sáum sífellt fleiri lenda í sama þegar á leið dvöl þarna uppi... við vorum vel hæðaraðlöguð og fundum ekkert fyrir hæðinni en hann sagði að þeir sem kæmu beint úr byggð í skálann væru oft veikir um kvöldið, nóttina eða morguninn eftir...

Við þrjóskuðumst við að vera úti á svölum þó kalt væri frekar en inni í þrengslunum...

Ekkert betra en stunda áhugamálið sitt með góðum vinum...

... og spjalla um það klukkutímum saman á kvöldin...

Matteo alltaf hress og glaður... hann var klárlega á heimaslóðum... einstakur félagsskapur...

Barinn í skálanum... það var brjálað að gera...

Sérstakt að upplifa þessa menningu... útivistarfólk í skálum að fá sér einn kaldan eða tvo... og svo í rúmið að leika sér á daginn... fullkomin blanda... ekkert vesen... hugsa sér ef það væri hægt að kaupa kjötsúpu og bjór í skálunum á Laugaveginum...

Matsalurinn var eins og fermngarveisla...

Með fjallamyndum upp um alla veggi...

Við mættum snemma í matinn... fengum ekki pláss á barnum...

 

Ekki slæmt útsýni úr kvöldmatnum...

Verndari svæðisins...

Staðsetning skálans í Monte Rosa fjallgarðinum...sjá skálann Margherita í 4.554 m hæð... sem við stefndum á daginn eftir...
þar fæst besta pasta í fjöllunum... frægur skáli sem Matteo talaði um að mikilli virðingu...

Hæðin aðeins að segja til sín... allir komnir í vatn og kók... nema Bára sem var enn með bjórinn sinn frá því á svölunum...

Brátt fylltist skálinn af glöðum og sveittum fjallmönnum...

Allir útiteknir.. örir... ofurglaðir...

... og konur í miklum minnihluta...

Hópurinn... Matteo, Jóhanna Fríða, Rósa, Gunnar, Ingi, Bára, Örn, Jóhann Ísfeld, Boris og Philippe...

Maturinn í Gnifetti skálanum er frægur fyrir snilld og herlegheit...

... það passaði...

... mergjuð þriggja rétta máltíð...

Skálarnir í Monte Rosa fjöllunum...

... við verðum að heimsækja þessi fjöll aftur...

Mynd af skálanum okkar... vorum við virkilega þarna ?... 
eitthvað öðruvísi finnst manni frá þessu sjónarhorni en við tékkuðum á þessu... jú, við vorum í þessum skála...

Þjálfari keypti sér bleika buffið til minningar um skálann...
ómetanlegt að eiga svona minjagripi frá skálum í hinum ýmsustu löndum um allan heim...

Húmið leið að og fegurðin úti á svölunum var einstök...

Enginn lengur úti og hægt að sjá betur smíðina á skálanum og svölunum...

Bjálkar og steypa...

Ljósaskiptin urðu töfrandi fögur...

... og mann setti hljóðan...

Panorama...

Einstakt að upplifa svona augnablik í fjöllunum...

Við fórum snemma í rúmið... ræs klukkan sex...
krefjandi ganga á sprungnum jökli framundan upp í 4.554 m hæð í Margherita skálann og veðurspáin ekki sérlega góð...

... leiðsögumennirnir héldu hins vegar áfram í partýinu sem stóð hátt í matsalnum... staup og læti... dansað uppi á borðum...

Við mændum hins vegar áhyggjufull út um gluggann á versnandi veðrið... glugga sem hélt fyrir okkur vöku um nóttina...
opnaðist í tíma og ótíma og þá heyrðist vel í veðrinu... stormurinn var mættur á svæðið...
og geysaði alla nóttina...

Planið var að vakna klukkan fimm... en stuttu áður vorum við farin að ræða saman í svefnrofunum
um að við kærðum okkur ekki um að fara svona snemma af stað út í þetta veður...
og Bára var farin að spá í að rölta fram og ræða þetta við Boris...

... en þá bankaði Boris á dyrnar og tilkynnti okkur að út frá veðrinu yrði brottför frestað um klukkutíma...
við þurftum ekki að vakna fyrr en klukkan sex... brottför klukkan sjö... og við vorum óendanlega þakkát...

Sjá hrímið á glugganum um morguninn...

Snjóföl yfir öllu en veðrið að lagast...

... betra veður í sjónmáli þarna úti... séð út um gluggann á wc...

Jú, við vorum til í einhvers lags ævintýri... er það ekki ?
samt hikandi og ekkert voðalega spennt... spáðum alveg í að sleppa þessu bara og fara niður í sólina...
eins og við spáðum í deginum áður þegar við yfirgáfum steikjandi hitann til að fara með kláfunum upp í kuldann...

En það voru allir komnir á ról í skálanum... engar svefnpurkur á svæðinu...

... ekki lið sem nennir ekki á fætur...
heldur rífur sig af stað og gerir það besta úr stöðunni... og uppsker alltaf ríkulega...

Ansi kuldalegt á svölunum... snjór yfir öllu... hvað vorum við að spá ?
... að koma alla leið til Ítalíu og vera í kulda, vindi og vosbúð eins og á Íslandi nánast öllum stundum ?

Engin sólgleraugu í dag... ísexin var nærri lagi..

En við fengum orku frá öllum hinum sem græjuðu sig einbeittir... og voru margir lagðir af stað þá þegar...
 höfðu ekkert frestað því að fara á fætur eldsnemma um morguninn og leggja af stað klukkan sex eins og við ætluðum...

Búinn að borða... vel klæddur... orðinn heitur við að setja á sig broddana... þá var maður allt í einu til í allt...
það var "ekkert að þessu veðri"... afhverju vöknuðum við ekki bara eins og við ætluðum og vorum löngu lögð af stað ? :-) :-) :-)

Nákvæmlega þessa tilfinningu þarf maður að minna sig á þegar maður er að vorkenna sér heima
og nennir ekki út að skokka í myrkrinu, vindinum og kuldanum í nóvember til febrúar... slíkir hlaupatúrar...
sem byrja í myrkri og erfiðu veðri... enda alltaf í betra veðri og dagsbirtu... með allan daginn framundan...
aldrei... aldrei... aldrei...  gleyma því...

Ekki leiðinlegt brölt upp og niður í skálann...

... en núna vorum við á leið enn lengra upp eftir... þetta var bara spennandi...

Litið til baka...

... kraðak á leið frá skálanum...

Jú, veðrið var að batna... það var aldeilis að rofa til !

Bröltandi í broddum í bröttu bergi... það var eitt af því sem einkenndi þessa ferð...

Við lögðum gangandi af stað kl. 7:14 þennan dag... öllu vön hvað svona tímasetningar varðaði... leiðsögumennirnir skildu alls ekki brottfarartíma-sögur okkar af miðnætti og þrjú, fjögur og fimm um nóttina... og við reyndum að útskýra það... bráðnun jöklanna skildu þeir... en ekki þennan óskapar tíma sem við höfum verið á göngu... hver gengur í 22 klukkutíma á þrjá hæstu tinda Íslands í einni göngu ? Þeir hristu bara höfuðið... líka yfir 12 tíma göngunum okkar... slíkar göngur voru ekki þeim að skapi... :-)

Við tókum fram úr öðrum hópum... og þeir fram úr okkur... þetta minnti á göngu á Hnúkinn...

Kaldur vindur... en fallegt veður þrátt fyrir allt...

Brekkan framundan... sjá röð göngumanna og skíðamanna þarna upp...

Við vorum tiltölulega rösk á göngu og hefðum getað farið hraðar en fólkið á undan...

Sprungusvæði um allt en nýfallinn snjór yfir öllu...

Útsýnið opnaðist með hverjum metranum...

En það var vindur og lélegt skyggni ofar... illviðrið var ekki alfarið úr fjöllunum þó láglendið væri orðið friðsælt... gott að muna að slæm veður mæta fyrst í fjölllin... og yfirgefa þau síðust... við lærðum þetta fyrst í fimmtu tindferð Toppfara þar sem við sáum Þingvallavatn lygnast í brjáluðu veðri á Syðstu súlu... þar sem lognið mætti á tindinum og við gengum níður í allt öðru veðri en á leið upp...
og fleiri tindferðir hafa sömu sögu að segja...

Draumurinn um að ná í Margherita skálann í 4.554 m hæð... og sjá Matterhorn með eigin augum... var úti með þessu illviðri því miður... markmið dagsins var Vincent Pyramid... tindurinn hér fyrir ofan... í 4.221 m hæð...

Flott leið milli sprungusvæðanna...

Kuldinn nístandi en við vorum mun vanari honum en þeir áttu von á leiðsögumennirnir...
okkur fannst þetta ekkert mál... vorum ekkert smeyk eins og þeir voru greinilega vanir að margir væru...

Sjá sprungurnar hér skerast þvert á gönguleiðina...

Stundum rofaði til og þá sást í hvílíkum fjallasal við vorum...

... en svo úfðist yfir allt aftur...

En veðrið batnaði alltaf smávegis...

... og við vorum til í allt... smá svekkt... en öll sammála því að vera
alls ekki til í margra klukkutíma barning við veður "bara til að komast í einhvern frægan pasta-skála"
þar sem ekkert skjól væri á leiðinni og leiðin því víðsjárverð ef veðrið versnaði...

... sem var erfitt að átta sig á hvort myndi gera því það gekk á með þungbúnum skýjum og lélegu skyggni
á milli þess sem þetta bláa leit niður á okkur...

En við vorum í banastuði og til í að næla okkur í einn flottan tind á Monte Rosa...

Sjá muninn á skýjafarinu niður að láglendi og upp í fjöllin... það var óþægilegur munur...

En sólin var eins og að undirbúa sig fyrir það að við værum að fara á þennan tind...

Sjá leiðina ofar í fjöllin...

Þetta var að verða ansi skaplegt...

Síðasta brekkan upp á heilagan Vincent var storbrotin...

Við héldum vel áfram enda mun betur hæðaraðlöguð en margir á svæðinu...

Talsverður bratti en góð leið allan tímann...

Og færið með besta móti... ekki svellað og því mun fljótfarnara en ella...

Litið til baka... sjá sprungurnar...
sjá mismunandi hópa eftir því hvort menn voru að skíða eða ganga eða fara á ýmsa tinda á svæðinu...

Leiðin okkar upp... sprungin um allt...

Það var ekki leiðinlegt að ganga upp og inn eftir hryggnum á efsta tindinn...

Við hoppuðum og knúsuðumst og fögnuðum... maður sá að Boris var mjög glaður að ná þessu... hann átti alls ekki von á því eftir veðrið um nóttina... og alls ekki von á að við fengjum svo þetta skyggni... þetta útsýni uppi.. við vorum sannarlega á réttum tíma þarna... klukkutíma fyrr og við hefðum verið í þoku allan tímann... það var þess virði að kúra lengur um morguninn...

Dave og Ingi að koma inn...

Flott teymi þeir tveir :-)

Dave átti afmæli þennan dag og fékk knús og söng og allt saman...

 

Juhúuuúúúú  !

Matteo, Jóhanna Fríða og Gunnar mætt upp... sjá skyggni til fjalla sífellt batnandi...

Ósvikin toppagleði...
Jóhann Ísfeld og Rósa komin líka...

Hópmynd... hvað annað !
Bára lofaði Boris að þetta yrði sú síðasta... hann sagðist nú eftir að sjá það... ;-)

Jóhann Ísfeld, Rósa, Gunnar, Ingi, Dave.
Philippe, Boris, Bára, Örn, Jóhanna Fríða og Matteo

Þjálfarar...

Niðurleiðin gekk vel og var ansi rösk... svo rösk að það var ekki eitt einasta tómarúm til að taka myndir... ekkert stoppað... bókstaflega ekkert í línunni okkar þjálfaranna með Boris... hannf ann að við vorum í formi til að ganga hratt niður og þá var bara farið hratt alla leið í skálann... en veðrið var ekkert að batna að ráði í fjöllunum svo við vorum sátt við að vera ekki að fara ofar í þá og vera í þokunni... þá var bara meira spennandi að komast niður í byggð í pitsu og bjór...

Já, engar myndir takk... komin í klettana neðan við skálann... hver lína fór á sínu róli...
Philippe reyndi að stytta leiðina í snjóbráðinni en það tókst ekki og hann var aftur kominn á slóðann eftir einhvern tíma...
NB man þetta samt ekki nægilega vel - þar sem ég var ekki í þessum línum !

Ingi og Dave héldu sama ofurhraðanum og Boris og þjálfarar... en hinir komu aðeins seinna inn...

Saint Vincent Pyramid var alls 4,6 km á 2:56 klst. úr 3.616 m upp í 4.221 m hæð með alls 636 m hækkun.

Við gátum sleppt því að fara aftur að klöngrast upp í skálann.. allir með allan farangur með sér...
þarna var Boris ánægður með okkur loksins :-)
En Matteo var hins vegar með hluta af dótinu sínu í húsi og þurfti að sækja það...

Á meðan tókum við bara myndir af þessum ævintýralega stað sem við fengum að gista á eina stormasama nótt...

Við ákváðum að strauja yfir þverbrekkuna niður í grjótið og bíða þar eftir Matteo og öllum...
klukkan var bara rúmlega tíu...

Magnaður staður...

... Bara bilun...

Við nánast skíðuðum þarna niður á skónum í þessu glimrandi færi...

Vá, hvað það var gaman að fara bara á sínum hraða og ekki í línu og ekki á eftir leiðsögumanni,
bara hver á sínum hraða...

Gott að losna úr jöklabúnaðinum...

... létta á fatnaðinum...

... fá sér að borða og njóta...

... líta yfir farinn veg... takk fyrir okkur heilagur Vincent og Gnifetti skáli fyrir ógleymanlegar stundir...

Nú tók sólin og blíðan við...

Sjá skálann sem við fórum framhjá deginum áður...

Fallegt í góða veðrinu...

... leiðin var mun lengri en okkur minnti frá í gær...

... heilmikið brölt í klettum...

... og snjó...

... og nokkrar brattar brekkur með...

... en slóðinn góður alla leið...

Smá klöngur í restina...

Ekki leiðinlegt að brölta í svona þegar veðrið er gott...

Símarnir tóku myndir í þessari ferð sem þýðir tómt vesen í hvert sinn...

... en það er þess virði til að ná svona augnablikum...

Virkilega flott leið...

Litið til baka um síðasta kaflann að stóra skaflinum að kláfnum...

Við bókstaflega skokkuðum þennan hluta fremstu menn...

... sem var ekki leiðinlegt...

Litið til baka...

Ekki lengi að þessu...

Komin í kláfinn eftir 2,1 km á 1:05 klst. frá því við lögðum af stað í brekkunni neðan við skálann
og því með nestispásunni áður en lagt var af stað úr 3.617 m niður í 3.295 m með 313 m lækkun...

Ganga dagsins í heild með Saint Vincent Pyramid var 9,2 km á 5:44 klst.
Eða með öllu til og frá kláfnum báða dagana 8,9 km á 5:44 klst. með alls 944 m hækkun úr 3.283 m hæð í 4.221 m.

Kláfurinn niður var leiðin í sæluna eftir háfjallaævintýrið...

Væri gaman að vera þarna að vetri til og upplifa skíðamennskuna...

Það var skýjað í efri fjöllum... við vorum fegin að vera bara á leið niður...

Örn, Rósa, Ingi og Jóhanna Fríða.

Frábærir félagar... sem hægt er að fara hvert sem er með...

Þreytt... eða hvað... klukkan var bara hádegi...
hvað vorum við að pæla að vera bara búin með fjallgöngu dagsins '

Æj, það var voða gott... við getum alveg vanist þessu... ganga fyrir hádegi... fagna í öli eftir hádegi...
var viðkvæðið eftir þessa ferð :-)

Úr svitagallanum og í eitthvað þurrt og skárra lyktandi...

Mikið var þetta gott... strákarnir fundu góðan stað til að snæða á...

Gott að vera úti og það í skugga í hitanum... hitabylgjan var enn við lýði... og endaði daginn eftir...
einmitt þegar við vorum á leið til Íslands... eins og eftir sérpöntun...
og þó hún tæki af okkur tind Mont Blanc þá hefðum við ekki viljað hafa þessa ferð á nokkurn hátt öðruvísi...

Þjálfari hélt ræðu til leiðsögumannanna og við gáfum þeim húfurnar og kortin með þakklætisorðum fyrir framúrskarandi leiðsögn...

Boris hélt einnig ræðu og þakkaði fyrir skemmtilega samveru...

Boris, Dave, Matteo og Philippe með húfurnar...

Miklu flottari með sólgleraugun...

Hey og svo með prjóna- og saumakonunni :-)

Þetta var yndislegt... að slaka og njóta og spjalla og hlæja...

... viðra það sem var að baki og spá í það sem er spennandi framundan...
fjallgöngumaðurinn er alltaf með sjónar á næsta tindi þegar einn er kominn í safnið...

Flottar útfærslur á veitingastaðnum... rauðvínsflaska héraðsins lokaði hurðinni...

Við tók keyrsla til baka til Chamonix... tæpir tveir tímar eða svo... man það ekki...

Við heimtuðum að komast á barinn á miðri leið... og Philippe varð við því :-)

Gott að komast "heim" og geta farið í sturtu og slakað aðeins á...

... setjast í sófann...

... fara í sitt fínasta púss...

... rölta niður í bæ...

... og mæta á lokakvöld ferðarinnar

... þar sem við myndum hitta Hringfarana og heyra þeirra sögur af göngunum...

Tók því miður engar almennilegar myndir af kvöldinu...

En það var dásamlegt að hitta alla, fá fréttir og geta knúsað
Oliver og Elaine sem komu og við gátum því gefið þeim húfuna
og þakkað þeim fyrir að fara tvisvar með Toppfara hringinn í kringum Mont Blanc...

Góður matur og frábær stemning... fallegar ræður, ljóð og gjafir..

Hópurinn gaf þjálfurum stóra mynd af þeim og ljós í nokkrum versum um hinar ýmsu göngur sem við höfum farið...
algerlega ómetanlegt...

Þjálfarar táðuðust af þakklæti...

Svo var ætlunin að djamma eftir matinn... en Hingfarar urðu að komast heim upp í Les Houches og þar sem engir leigubílar eru á Chamonix svæðinu og Mountain Drop Off einokar markaðinn með flóknu pöntunarkerfi sínu þá var ekkert annað í boði en þiggja far hjá Oliver eftir matinn... og "Tindfararnir" ætluðu þá að gera eitthvað... en voru of þreyttir og röltu fljótlega upp í hús...

Sem þýddi að það var afgangur af hvítvínu morguninn eftir...
og þá skáluðum við stelpurnar náttúrulega í því áður en lagt var af stað út á flugvöll :-)

Farangurinn var á mörkunum að var of þungur... það var eins gott að raða rétt í þær...

Bára endaði á að tala við Dee og John og sína upplifun af fallinu ofan í sprunguna og mistæk viðbrögð Borisar við því atviki...
þau tóku mjög fagmannlega við þeim athugasemdum og það var í raun það eina sem þurfti...
smá samhygð og virðing fyrir því sem gerðist...

Mögnuð ferð sem gaf okkur fullt af nýjum tegundurm af upplifunum og ævintýrum sem við áttum ekki von á... og hefðum ekki valið ef við hefðum vitað... en gleymast aldrei... eftirskjálftarnir af því sem var brattast og varasamast vöruðu langt fram á sumarið... og deildust með öðrum á fásbókinni gegnum sláandi myndbönd úr gópróvél Jóhanns Ísfelds sem varðveita í raun best þau ævinrýri sem Aiguille du Midi dagurinn gaf okkur... Chamonix... Alparnir... Monte Rosa... við erum ekki búin að fá nóg... okkur langar strax aftur í svona ferð... sem er ekki alltaf tilfinningin eftir þó magnaðar fjallgönguferðir... það segir allt um hversu geggjuð þessi ferð var... sambland af fjallamennsku og slökun þar sem nægur tími var fyrir hvoru tveggja var það sem gerði gæfumuninn... gerum þetta alltaf svona hér með ! :-)

Næsta utanlandsferð Toppfara er Kilimanjaro árið 2018 með Ágústi Toppfara
Þjálfarar verða uppteknir þar sem Bára fer í fjölskylduferð til Thailands... enda búin að sigra Kili...
en vonandi verður sú ferð eins kyngimögnuð og aðrar utanlandsferðir Toppfara... svona ferðir eru engu líkar...

Ferðir Toppfara erlendis í röð eftir því hvað þær gáfu þjálfurum mest:

1. Perú 2011.
2. Nepal 2014.
3. Slóvenía 2012.
4. Chamonix 2017.
5. Mont Blanc fjallahringurinn 2008.
6. Pólland 2016 (erfitt veður).

... svo langar okkur til Kúpu, Jórdaníu, Búlgaríu, Japan, Víetnam... og Króatíu, Bosníu ofl. austantjaldslönd og svo eigum við alltaf eftir að ganga undir Matterhorn... og kannski upp á það að hluta allavega... o.m.fl.
Hey, hvernig var þetta með Aconcagua í Argentínu ?
... æj það þýðir tjald og barningur og þjáning og hæðarveiki allan tímann og enginn kaldur á kantinum... en samt... það eru þær ferðir sem gefa mest... já, það er satt... æj, hvert eigum við að fara næst eiginlega... úff, erfitt að velja...
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir