Tindferð 123:
Rauðakúla og Hreggnasi Snæfellsnesi
laugardaginn 9. janúar 2016
 

Sindrandi fögur ganga
á Rauðukúlu og Hreggnasa
Í kristaltæru veðri, brakandi færð, tandurhreinu skyggni,
tignarlegu útsýni og leiftrandi félagsskap


Á leið upp á Rauðukúlu með hrygginn á Hreggnasa hægra megin þar sem við klöngruðumst upp og snerum svo við, við eggjarnar
og lofuðum okkur að klára þetta alla leið að sumri til í meiri birtu... :-)

Nýárstindferðin 2016 var brakandi fögur í logni, frosti og harðfenni..
þar sem gengið var á sjaldfarna tinda við Ljósufjöll... og jafnvel skíðað...
með fjöllin okkar allt í kring hífandi fögur... og nokkra sem bíða komu Toppfara næstu árin...

Ingi og Gunnar mættu með skíðin sín... Ingi á fjallaskíðum og Gunnar á stálkantagönguskíðum...
sem áttu eftir að setja svip sinn á ferðina og vera þeim bæði til trafala og notalegrar einföldunar á niðurleiðinni :-)

Rökkrið mun minna þegar gengið er í óbyggðunum langt frá þessari ljósmenguðu Reykjavík...
þar sem fossar eins og þessi kalla fram töfra í húminu...

Ekki þörf á höfuðljósum í raun... þurfum stundum að minna hvort annað á það...
ýta birtuna af snjónum, tungli, birtunni af rísandi sólinni sem tilkynnir komu sína
stundum nokkrum klukkustundum áður með skímunni einni saman...

Dimma með í för... klárlega hundur Toppfara öll síðustu ár...
farin að gefa eftir en á að baki ótrúlega margar magnaðar og krefjandi fjallgöngur með okkur...
það er þungbært að sjá hana eldast... hvað þá fyrir þá Hjölla og Anton... við höfum nú þegar misst hana Þulu...
það var sár missir... lífið er stundum svolítið harðneskjulegt...

Morgunmatur í bjarma af himninum... það birtir ótrúlega fljótt af degi í þessu svartasta skammdegi
ef heiðskírt er og snjórinn gerir sitt...

Bleiki og ljósblái litur skammdegisins kom okkur mjúklega inn í daginn...

... og svo var skyndilega bjartur dagur... og fagur... og sólríkur... og Rauðakúla var þarna snjóhvít og formfögur...

Við stefndum ótrauð þangað og gleymdum okkur alveg í ákefðinni...

Tignarlegir tindar Ljósufjalla risu og úr landslaginu...
þar sem við eigum sólríkar, skýlausar og rjómablíðar minningar frá árinu 2010...

... og hvassbrýndir tindar Hafursfellsins sem gaf okkur eina ævintýralegustu gönguna í sögunni árið 2012...

Litið til baka... hjallar, mosi, grjót og snjóskaflar... einfalt og þægilegt og fljótfarið...

Elliðatindar... þar fórum við aldeilis könnunarleiðangur að hætti klúbbsins í magnaðri ferð árið 2011...

Við vorum hugfangin af fegurð þessa vetrarmorguns...

... að vakna með fjöllunum er engu líkt... og í hvert sinn hugsar maður til allra í borgarmenguninni að olnbogast...
þegar hægt er að vera hér og anda með jörðinni hverju andartaki sem sólin rís ofar á himninum til að komast til okkar...

... jörðin og himininn hvílík veisla að engar myndir fanga fegurðina þó maður reyni...

Maður er einfaldlega ölvaður af náttúrunni á svona kristaltærum morgni...
sem manni finnst stundum að geta hrokkið í tvennt af viðkvæmni en um leið vera hluti af svo miklu stærra samhengi
en við gerum okkur nokkurn tíma grein fyrir...

... enda eru þessi fjöll búin að vera hér langtum lengur en við...

Hvað þykjumst við vita innan um svona fjallgarða sem ruðst hafa upp úr jörðinni og skorist undan ísaldarjöklunum?

Sólarupprásin er kyngimagnað sjónarspil...
hvað þá ef maður er staddur í miðri fjallshlíð með sjóinn og fjarlæga fjallgarða við sjónarrönd...

Best að koma sér aðeins niður á jörðina aftur... það reif aðeins í að bera skíðin upp eftir...
en þetta gerði Gunnar líka á Tindfjallajökli fyrir tveimur árum síðan og rann alla leið niður eftir á meðan við þurftum að ganga...

Vá, hvað fjall dagsins var fagurt...

... og við fengum ekki nóg af að mæna til Ljósufjalla og fjallgarðsins vestan hans
sem er að mestu nafnlaus þó maður skoði Snæfellsneskortin hans Reynis Ingibjartssonar...
jú Kattareyra það hvassbrýndasta hornið þarna...
og Kistufell hamrarnir sem rísa norðan frá og Írafell nösin sem skríður í norður en bæði síðar nefndu sjást eingöngu þeim megin...

Nú var stutt í fjall...

Batman í sinni fyrstu tindferð með Toppförum og vissi varla hvað hann átti að halda...
eingöngu farið á Úlfarsfell og slíkt... og jú könnunarleiðangur á Meradalahnúka og félaga með Báru sinni...
fyrir utan þriðjdagsgöngurnar auðvitað í myrkrinu...
hann vissi því að þetta var hópur sem lætur ekki allt stöðva sig...

Sjá gömlu stafina hans Gunnars...

... skíðin hans og bindingarnar... þetta dugar sannarlega ennþá...

Við hin fórum bara á brodda flest öll áður en brekkan tæki við...

Batman með sína náttúrulega brodda á loppunu og skildi ekkert í þessu veseni...

Gunnar fór aðra leið en hópurinn sem sniglaðist upp aflíðandi brekkurnar...

Litið til baka á síðasta mann að koma sér upp þessar löngu brekkur...

Hvílík fegurð... skammdegið er auðveldur tími ef maður kemst í svona hleðslu !

Harðfenni og krefjandi færi eftir því sem ofar dró...

... og þeir sem áttu eftir að brodda sig, gerðu það þarna...

Hreggnasi flottur þarna á bak við... skyldum við komast upp á hann líka?

Fannhvítt fegurð með pastelmýktin á himninum... hvernig tíma menn að láta svona fegurð framhjá sér fara?

Gangan upp sóttist vel, ótrúlega vel miðað við færið sem var erfitt á köflum...

... og einhverjir komu ekki með ísbrodda þó mælst hefði verið til þess...
voru eingöngu á keðjubroddunum sem rétt slapp...

Einn flottasti og ötulasti göngumaður Toppfara er hann Hjölli
sem boðið hefur klúbbmeðlimum oft upp á magnaðar göngur í gegnum tíðina...
g fór 24 tinda í Glerárdalnum árum saman á fyrstu árum Toppfara....

Minna mætt núna... vonandi fáum við að njóta krafta hans jafn mikið næstu árin !

Menn héldu hópinn að mestu upp... Gunnar skilaði sér inn og síðustu menn komu í humátt á eftir...

Himininn segir allt um það logn sem þarna ríkti...

Litið til baka á Aðalheiði sem gefur alltaf af sér ómælda orku og gleði öllum stundum...

... forréttindi að fá að ganga með henni :-)

Síðasti kaflinn upp var erfiðastur upp á færi og að fóta sig fyrir þá sem ekki voru á ísbroddum...

Já, þeir eru einfaldlega nauðsynlegur búnaður í tindferðunum allan veturinn meira og minna fram á vorið...

Maður reimar ekki oft á sig ísbroddana til að skilja hversu mikill munur það er vera á þeim
í samanburði við keðjubroddana sem henta vel í léttum þriðjdagsgöngunum og saklausum dagsferðum...

Uppi var nestistími og það var heldur napurt... kaldur vindur eftir allt lognið á leiðinni upp...

Svona var útsýnið til austurs...

... og vesturs yfir Snæfellsnesið allt...

Guðmundur Jón, Anton, Hlöðver, Guðný Ester, Guðmundur Víðir, Ingi, Kolbrún, Guðrún Helga, Hjölli, Játi, Arnar, Ólafur Vignir, Örn.
Sigga Sig., Aðalheiður, Irma, Gerður Jens., Svavar og Björn Matt en Bára tók mynd og Batman sést þarna en Dimma var upptekin :-)

Við ákváðum að sneiða kúluna niður í dalinn yfir á Hreggnasa þarna hinum megin...

Meðan við rúlluðum niður á tveimur jafnfljótum græjaði Ingi fjallaskíðin sem hann fékk lánuð fyrir ferðina...

Við fórum hratt yfir niður í mót...

Svelgsárkúla þarna vinstra megin og Drápuhlíðarfjall... bæði fjöll sem við ætlum að ganga á næstu árin...

Hreggnasi þarna hinum megin... sjá hópinn ganga um gígbarma Rauðukúlu sem renna svolítið saman við hvítan snjóinn...

Hér kom Ingi brunandi niður...

... og var ekki lengi að ná okkur !

Myndbandið af YouTube hér !

Gunnar lagði ekki í stálkantaskíðin sín enda ekki gerð fyrir þetta mikið harðfenni í brekkum...

... svo hann lét sig hafa það að vera enn á fótum...

Útsýnið úr skarðinu í Rauðukúlu var ómetanlegt... Ljósufjöll og félagar vinstra megin og Hafursfell og félagar hægra megin
með Tröllakirkjurnar og félaga enn fjær...

Við réðum ráðum okkar... vorum búin að ákveða á tindi Rauðukúlu að það væri nægur skammtur fyrir daginn:..
okkur leist ekki á neina góða uppgönguleið á Hreggnasa en ákváðum að fara nær...

Hey, lítið þið við !

Og svo var farið niður af kúlunni í dalinn neðan við Hreggnasann...

Ingi að koma rennandi...

Jú, þetta er nú ansi notalegt... en hann var í miklu harðfenni og þurfti að passa sig vel...
þeir duttu nokkrum sinnum í þessari ferð... ókosturinn við fjallaskíðin er sá
að aðstæður þurfa alltaf að vera góðar, skyggni, færi, veður...

Það var ljúft að lenda í dalnum...

... og notalegt að rölta eftir honum með Hreggnasann yfirgnæfandi á vinstri hönd og Rauðukúlu á þeirri hægri...

Svo var bara lagt í hann upp öxlina suðaustan í honum...

... við vorum búin að ákveða að sleppa honum að sinni...

... klukkan orðin margt og veðurspáin ekki góð framundan og fjallið allt of bratt í þessu harðfenni...

... svo sex slepptu þessu brölti enda búnir að fá nóg...

... en við hin stóðumst ekki mátið og ætluðum að ná þeim á niðurleiðinni...

Þetta virtist heldur langt...

...en færið var mjög gott og því vorum við ekki lengi þarna upp...

... komin eftir nokkrar mínútur...

... og það var þess virði að bæta þessu við...

Fremstu menn toguðu hina alltaf aðeins lengra... þar til ekki var aftur snúið...

... og við þurftum að klöngrast aðeins á hryggnum...

... en vá hvað þetta var gaman...

... með brattar brekkurnar beggja vegna og hengiflugið í raun austan megin...

Snæfellsjökull fylgdist með og virtist skilja okkur...

Hópmynd af Hreggnasahópnum... Guðný Ester, Irma, Jári, Örn, Ólafur Vignir, Guðmundur Jón og Bára tók mynd
og Batman sem átti síðar þennan vetur eftir að sýna að hann lætur aldrei nokkurn tind framhjá sér fara...
og þarf að læra að flækjast ekki fyrir þegar verið er að brölta...
eða öllu heldur þjálfararnir að setja hann í band eins og reglur Toppfara segja til um !

Svo var rúllað niður í hasti...

Smá varasamt á köflum...

...en ekkert sem við erum ekki sífellt að gera á þriðjudögum...

Niður fórum við í sæluvímu með seinni tind dagsins...

... og drifum okkur á eftir sexmenningunum sem fóru á undan...

Gunnar og Ingi fór í skíðagræjurnar...

... og áttu eftir að detta nokkrum sinnum á leiðinni niður... lenda í snjóblindu og alls kyns ævintýrum ...

...en fara langtum hraðar til baka og skilja okkur eftir...

Litið til baka á skíðamennina að skila sér...

Þeir voru samt ótrúlega lengi að ná okkur til að byrja með enda erfitt færið og skyggnið þann kafla...

Þessar bakaleiðir eru okkur orðnar svo taman í rösklegheitunum og spjallinu sem gefur oft svo mikið í þessum ferðum...

Gengum úr fannhvítum fjallasalnum niður í sólsetrið...

Hvenær koma þeir eiginlega á skíðunum?

Var þetta virkilega svona langt upp eftir... alltaf spyr maður sig að þessu... alltaf sama óþreyjan á leið til baka :-)

En svo var þetta orðið ansi létt...
sjá hvítan lækjarfarvefinn sem Ingi náði að skíða eftir nánast alla leið..
og við fylgdum honum einhvern veginn þó það væri lengri leið í raun :-)

Gunnar löngu fyrr kominn úr sínum skíðum... man ekki hvar samt !

... og síðasti kaflinn gegnum hraunið og mosann tekinn í dökknandi húminu...
þar sem engin skíði dugðu lengur... við nýttum þennan dag sannarlega vel frá myrkri til myrkurs...

... og enduðum í notalegu kaffiboði hjá Arnari og Guðrúnu Helgu í bústað þeirra í sveitinni...

... þar sem notalegheitin struku af okkur allri þreytu og við enduðum daginn skemmtilega saman
þökk sé þeim hjónum, takk elskurnar, virkilega notalegt og gott að hafa í svona hús að venda í byrjun og lok göngunnar :-)

Alls 18,0 km á 7:55 klst. upp í 928 m hæð með alls hækkun upp á 1.182 m miðað við 71 m upphafshæð.

Kristaltær og töfrandi fögur tindferð á dimmasta tíma ársins þar sem það er einfaldlega ótrúlegt að ná svona mikilli útiveru
sem gefur margfalda orku í samanburði við svo margt annað sem maðurinn er að bögglast við að framleiða og markaðssetja og selja
þegar það er einfaldlega bara hægt að reima á sig skóna og leggja af stað inn í óbyggðirnar í heimsókn til svona fagurra fjalla
sem vita NB miklu meira en við í hinu stóra samhengi heimsins :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir