Tindferð 68
Þríhyrningur laugardaginn 3. desember 2011

Vetrartöfrar á Þríhyrningi
...með alpakenndri jólagleði að Þjóðólfshaga...

Jólatindferð Toppfara var á Þríhyrning á Suðurlandi laugardaginn 3. desember við aðstæður eins og þær gerast bestar á fjöllum að vetrarlagi... heiðskíru og lygnu veðri, brakandi ferskum snjó og kristaltæru útsýni allan hringinn...þar sem vetrarsólin reis og hneig áður en tungl og stjörnur leiddu menn inn í jólagleði sem endaði í alpakenndum fjallaskála Þjóðólfshaga þar sem skemmtiatriði og hlátur glumdi til sunnudagsmorguns...

---------------------------

Lagt var af stað úr bænum kl. 8:00 en þá þegar voru 16 Toppfarar komnir austur að Þjóðólfshaga
þar sem þeir gistu á föstudagskvöld fyrir göngu og sameinuðust hópnum á Landvegamótum...

Þjálfari búinn að vera í bandi við verkstjóra moksturs á suðurlandi sem upplýst hafði að líklegast væri bílfært inn eftir slóðanum að bænum Vatndal þó ekki væri skafinn sá vegur... og reyndist það rétt... ágætis færi inn eftir að Fiskaá sem var í klakaböndum og bauð upp á smá jeppaævintýri áður en lagt var í hann fótgangandi... þjálfarar nefnilega ekki lagt í að fara yfir lækinn á sínum hógværa fjallabíl og ætluðu að freista þess að fara gangandi yfir ofar en þar stóð lækurinn í okkur og ekki auðfundin leið yfir sem þola myndi 38 manns án þess að taka áhættu á að einhver blotnaði í fæturna en þar sem slík áhættuhegðun var ekki í boði í upphafi göngu í yfir tíu stiga frosti og þegar einn var búinn að stingast ofan í lækinn heilum fæti var áfráðið að fara á jeppum yfir sprænuna áður en við legðum af stað fótgangandi...

Þetta var hins vegar eina hindrun dagsins og eins og til uppbótar eftir allar áhyggjurnar af bílfærinu dagana á undan...
því við tók dúnmjúk ganga upp með aflíðandi hlíðum
El Trekante eins og Ingi kallaði fjall dagsins í anda Perúskra fjallanafna...

Hvergi snjóflóðahætta þar sem fjallið var vindskafið og snjólétt og við máttum bara njóta...

Flestir með jólasveinahúfu á höfði sem lýsir anda hópsins vel... allir úti að leika á fjöllum... enginn að taka sig of alvarlega
og lífsgleði og glettni alltaf með í för...

"Miðleiðis á fjallgarðinum tók blámi næturinnar að smáþynnast.
Skuggarnir skopruðu í felur,
húmdökkvi hvolfsins vék fyrir æsibjörtum degi,
sem enginn máttur megnaði að aftra frá því að þenja stundarveldi sitt yfir láð og lög."

Úr skáldsögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson 1929 - 1938 - 1971.
Bls. 136 úr útgáfu Bjarts af þýðingu höfundar frá 1971.
... um sögulegu harmleikina á Sjöundaá við Rauðasand vestur á fjörðum...

 ....og litir dimmasta tíma ársins umvöfðu landslagið bleiku og bláu....

Sigga Sig átti afmæli þennan dag og þjálfarar vöfluðust með vísur henni til handa sem frusu jafnóðum í þessum kulda
en þiðnuðu loks í byggð og moðuðust þannig:

Á afmælisdaginn til fjalla flýr
flotta fjalladaman
El trekante var ekki hlýr
en með Toppförum var gaman

Með Toppförum í tindaferð
töff og sæl í sinni
Sigga Sig er af bestu gerð
og bóndinn síður minni

Vatnsdalsfjall í vestri ofan bæjarins Vatnsdals með bílana við Fiskáá.

Sumir gengu með microspikes broddana frá upphafi göngu... aðrir settu þá á sig á miðri leið... enn aðrir slepptu þeim alveg...
Þeir léttu hins vegar álagið við að fóta sig á hálum köflum og gáfu öryggi en færið var brakandi gott eins og allt annað þennan dag...

Sólin hækkaði á lofti eins og hópurinn sem hækkaði sig í hverju skrefi upp Vesturtungur Þríhyrnings...

...og allt gylltist þegar geislarnir tóku að skína á okkur í morgunkulinu...

Útsýnið magnað til suðurs að Vestmannaeyjum sem áttu eftir að sveipa daginn fallegum svip allt til enda...

Þegar komið var upp á vesturbrúnirnar fengum við okkur nesti...
Komið hádegi og
Eyjafjallajökull glitraði í suðaustri...

Vestmannaeyjar í suðri...

... og suðurlandið í suðvestri....

Jólalegi hópurinn var með gjörning... rímnabálk jóla og fjalla....

...sjá tengil á youtube...

.

Útsýnið til norðurs var enn magnaðra... yfir alla tinda Þríhyrnings frá þeim vestasta sem við stóðum á...


Glaðir jólasveinar á fjöllum... með austari hluta Þríhyrnings í baksýn... og Tindfjallajökul enn fjær hægra megin...

Veisluborð El Trekante og gestirnir...

Efri: Ágúst, Steinunn, Örn, Kjartan, Helga Edw., Jóhanna Fríða, Rósa, Björgvin, Ingi, Simmi, Heiðrún, Gurra, Anton, Sylvía, Sæmundur,. Jón Atli, Guðjón, Roar, Ásta Guðrún og Halldóra Á.
Neðri: Irma, Steinunn Z, Steinunn Þ2, Vallý, Jóhanna Fríða, Ásta Bjarney, Helga Bj., Sigga Sig., Heimir, Gylfi, Árni, Ástríður, Súsanna, Helga Bára, María S., Hildur Vals. og Lilja Sesselja en Bára tók mynd... og Stefán A. vantar á mynd!

Þetta var alvöru myndatökustaður...

Litið til baka á útsýnisstaðinn...

Kominn á efsta tind Þríhyrnings... en lítið staldrað við þar sem ævintýrið var rétt að byrja eftir öllum brúnunum...

Gönguleiðin framundan... við ætluðum að rekja okkur eftir öllum tindunum ef færi leyfði... sem það og gerði...

Konungur og drottning svæðisins vörðuðu hálendið í fjarska
 
Tindfjallajökull hér á mynd og Hekla út af mynd...

Skuggar Þríhyrnings lágu yfir suðurlandinu
og minntu á skuggann á
El Misty í Perú þegar við gengum á hæsta tind þar í næturrökkri og morgunsól...

Útsýnið til austsuðausturs á Eyjafjallajökul með suðurtind Þríhyrnings nær
en þar enduðum við tindabröltið og héldum niður í sólsetrinu síðar um daginn.

Mögnuð leið sem hvergi var tæp af hálku né snjóflóðahættu...

Þetta var tafsamur göngudagur ljósmyndaranna sem máttu lítið vera að því að ganga fyrir myndefninu...

Litið til baka yfir efsta tind Þríhyrnings...

Tindfjallajökull í fjarska hægra megin... aldrei höfðum við haft svona fallegt sjónarhorn á hann og alla hans tinda...

Ágúst frá Þjóðólfshaga var gestgjafi helgarinnar...
Hér ásamt Helgu Edwald sem var í sinni fyrstu vetrartindferð með Toppförum og Roar sem er einn besti ljósmyndari hópsins...

Tindur tvö... með dottninguna Heklu í fjarska vinstra megin á mynd...

Hópurinn þéttur reglulega og þá var gott að vera vel klæddur...
flestir í ull, primaloft eða dún og var aldrei kalt... annað dugði ekki í þessu frosti...

Irma, Hildur Vals., Rósa, Björgvin, Súsanna og Helga Björns.

Kjartan, Vallý, Ingi og Heimir með Siggu aftar vinstra megin.

Anton og Steinunn með síðustu menn aftar.

Næsti tindur...

Útsýnið af honum var enn svipmeira þar sem sveigja kom á fjallið...

Flestir fóru alla leið þar upp en þaðan rann stafurinn hennar Heiðrúnar niður brekkurnar....

... og strákarnir veltu því fyrir sér að sækja hann... en nei... það var ekki fært...

Jóhanna Fríða að taka mynd með Heklu vinstra megin og austurtind Þríhnyrnings hægra megin...

Litið til baka... Ágúst missti lambhúshettuna sína en fór til baka og fann hana...

Jólasveinarnir með norðausturtindinn í skarði einu á leiðinni...

Hryggurinn sem við klöngruðumst um sumarið í fyrra var ekki æskilegur klöngurstaður fyrir 38 manns í vetrarhörkum
en nokkrir fóru hann engu að síður...

...meðan hinir tíndu sér inn neðar...

Umhverfi baðað vetrarsólinni í fegurð sem hvergi fæst nema á þessum dimmasta tíma ársins...

Næstu tindar voru ekki síðri...

Menn voru slakir og höfðu vit á að njóta hvers skrefs þessa heims...

Þessum hrygg slepptum við síðast en Anton fór hann þá og náði að lokka flesta félaga sína með sér í þetta skiptið
á meðan Örn sem ekki var viss með framhaldið á hryggnum fyrir alla ákvað að leiða þá sem ekki treystu sér í ævintýrið neðan við hann.

Ásta Guðrún, Árni, Ágúst, Ásta Bjarney og Halldóra Ásgeirs með Tindfjallajökul í baksýn....
Á-hvað?

Auðvitað förum við þarna upp...

Smá brölt í byrjun...

... en ekkert fyrir vana klöngrara... Helga Bj., Ágúst og Ástríður.

Hálkubroddarnir komu sér vel þó vel væri hægt að komast upp með að sleppa þeim...

... og klöngrarar klúbbsins voru í essinu sínu...

Eftir hryggnum var svo lítið mál að rekja sig...

... á tignarlegri slóð...

... með fallega sýn á austurtindinn...

Þarna naut vetrarsólin sín  best...

... þar sem hún sló gylltum geislum sínum á fannhvítan ferskan snjóinn...

... gullið landslag...

... með skuggann af fjallinu sjálfu sífellt austar eftir því sem leið á daginn...

Leiðin sem var að baki...

Fegurra verður það ekki á fjöllum að vetri til...

Hryggurinn náði alla leið að austurtindinum... upplýstum af vetrarsólinni...

... sem menn voru ekki lengi að koma sér upp á...

... en samt á dólinu...

Jón Atli reyndi Scarpa-skóna sína á flóknari leið á meðan aðrir fóru slóðina sem myndaðist af fyrstu mönnum...

Hver á sínum hraða... annað hvort með hryggnum eða neðan við hann...
...sjá göngumenn efst á hryggnum fyrir miðri mynd...

Litið til baka eftir öllum brúnum Þríhyrnings  sem við vorum búin að rekja okkur um...

Toppfarar í jólaskapi í fjöllum... hópur sem "er út að leika" þegar hann fer á fjöll...

Vallý að fagna tindinum með skugga Þríhyrnings og Heklu í baksýn
ásamt Antoni sunnlendingi sem þekkir hverja þúfu á svæðinu...

Les royales del Trekante:

Simmi, Gurra, Kjartan, Heimir, Hildur Vals., Guðjón, Helga Edw., Stefán A., Ingi, Ágúst, Jón Atli, Helga Bára, Irma, Árni, Ásta Bjarney, Vallý, Björgvin, Gylfi, Steinunn Þ2, Lilja Sesselja, Helga Bj., Örn, Heiðrún, Ástríður, Súsanna, Roar, Halldóra Á., Sylvía, Jóhanna Fríða, Rósa, Anton, Steinunn Z, Sigga Sig., Steinunn, Sæmundur, María S. og Ásta Guðrún en Bára tók mynd og nokkur voru að koma í sína fyrstu tindferð með hópnum og Helga Bára var gestur í ferðinni;-)

Í bakaleiðinni fór Örn með þá sem vildu um Tonahrygg á meðan hinir tóku neðri leiðina...

Sólin að lækka á lofti ef hægt er að segja svo um þetta litla innlit sem hún tekur á þessum árstíma...

... og fegurðin dýpkaði...

...þar sem gengið var með geislana í fanginu það sem eftir var ferðar og sólar...

Á einhvern máta speglast allt smátt og stórt í mannlífinu af náttúrunni...

Tonahryggur var ekki síðri í bakaleiðinni...

Vestmannaeyjar í fjarska...

... og Tindfjallajökull með Roar, Ágúst og Halldóru að fara neðri leiðina...

Skuggi Þríhyrnings farinn að falla á hrygginn sjálfan...

Fegurð, öfl, kraftar... ...svo langtum stærra en hið mannlega...

Það er ekki annað hægt en koma betri maður frá svona kynnum af landinu...

... sterkara, hollara, hreinna... en nokkur mannleg meðul...

... andartök sem ekkert manngert jafnast á við...

Ingi og Heiðrún í skugga El Trekante...

Komið niður af Tonahrygg og gengið yfir í Flosadal þar sem síðasti tindur dagsins beið sunnan megin...

Brekkan sleipa upp í mót fyrr um daginn var runnin niður án hiks...

Roði sólsetursins sífellt meiri...

Og tunglið tók við af sólinni ofan Tindfjallajökuls...

Önnur nestispása... köld og fersk...

Suðurtindur við Flosadal...

Uppi á honum sáum við á eftir sólinni...

...og fylgdumst með skuggunum hverfa...

Við stóðum upp frá veisluborði el Trekante...

Södd og sæl eftir herlegheitin öll...

... og enduðum á að syngja fyrir Siggu afmælisbarn dagsins...
... sem án efa telst vera
mesta
hetja Toppfara og lætur ekkert stöðva sig á fjöllum...

Hjartans þakkir elsku Sigga
fyrir aðdáunarverða elju, trausta vináttu, óbifanlega jákvæðni og einstakt hjartalag,
... fyrir utan listilegar glersmíðar þínar sem eiga mikilvægan þátt í að skrifa sögu Toppfara...
með einlægri von um að fá að njóta nærveru þinnar á fjöllum um ókomna tíð...

Við vorum leist út með gjöfum... niðurleiðin skreidd sólsetri ofan Vestmannaeyja...

Fyrstu tindar dagsins tóku að falla fyrir rökkrinu...

Og við nældum okkur í snjóskaflaklöngur niður að gljúfrinu...

 ...fín leið til að halda á okkur hita í rökkurkulinu...

Á spjalli og hlátri alla leið...

Heimir, Sæmundur, Ingi og Heiðrún...

Vallý og Rósa með hópinn í bakinu... ha???... er þetta Kjartan með fléttur þarna á milli þeirra....?

Núna spóluðum við niður Tungurnar í snjó en ekki ösku eins og vorið 2010...

Þrihyrningur að kveldi kominn... með sólina sesta og tunglið hálft á himni...

Lækurinn sem var með skemmtiatriðið í byrjun dagsins...

Leiðin sem Guðjón fann yfir lækinn á meðan hinir fóru á bílunum yfir...
Halldóra Ásgeirs að ljósmynda þessa tæru vetrarfegurð sem einkenndi þennan dag.

Bílarnir að fara yfir lækjarsprænuna aftur... þessa saklausu aukakvísl inn á Fiskáá....


Kjartan, Vallý, Steinunn, Jóhanna Fríða, Stefán.

Starfsmenn sundlaugarinnar á Hellu fengu örugglega nett sjokk
þegar 33 jólasveinar komu ofan úr fjöllunum og heimtuðu bað á sama tíma...

... þeir voru stórskrítnir... með húfurnar ofan í pottinum, veltur sér upp úr snjónum á laugarbakkanum
fóru í jólalagakeppni og hlógu ofan úr kokinu allan tímann...
..

Þessum jólasveinum var boðið í mat að Þjóðólfshaga þar sem Ágúst húsráðandi stjórnaði eldamennsku...

Ágúst býr á Þjóðólfshaga,
ýmislegt þarf að laga.
  Ingi bætir
  Brjóstbirtan kætir.
Brátt við fyllum okkar maga.

(Helga Björns)



Halldóra Á., Gylfi, Ásta Bjarney og Árni.

...og menn hjálpuðust að við undirbúning...


Steinunn Þ2, Sylvía, Helga Edwþ. Jóhanna Fríða, Kjartan, Steinunn og Hildur Vals.

... á milli þess sem þeir skáluðu...

Ágúst bauð alla velkomna og fræddi okkur um sögu hússins og landsins...

Okkur fannst við vera stödd í austurrískum fjallaskála... sem var alveg í stíl við alpakennda gönguna fyrr um daginn...

Ingi og Heimir voru grillmeistarar kvöldsins
og fengu félagsskap frá þjálfurum og öðrum gestum sem voru til í að frjósa aðeins við innlit til þeirra...

Jóhanna Fríða bauð upp á gamanmál og jólasögu
og Kjartan og Stefán Alfreðs lásu upp úr Njálu flótta brennumanna eftir að þeir brenndu menn og annan inni í Bergþórshvoli...

Gylfi, Gurra, María S., Heiðrún, Súsanna, Rósa, Ingi og Lilja Sesselja á einu borðinu... þetta var stórt hús og við vissum varla hvað við áttum að gera í öllu þessu plássi eftir vel þjálfaða nægjusemi í Húsafelli síðustu tvö ár...i

Afmælisbörn helgarinnar... Sigga Sig þann 3. desember og Ágúst þann 4. desember...

... með ostakökur og súkkulaðilkökur sem Ágúst bakaði fyrir helgina...

Ingi og Heiðrún buðu upp á Útsvarskeppni...

Þar sem keppt var í tveimur liðum og svarað spurningum um Toppfara og farið ílátbragðsleik um fjöll...

Ef vel er að gáð má sjá "hlauparana" í hvoru liði, Vallý og Súsönnu í brjálaðri viðbragðsstöðu... en þær fórnuðu öllu til að ná bjöllunni...
... og voru víst ekki með síðri áverka en strákarnir forðum daga í Herðubreiðarferðinni í sama leik...

Eftir hlátur fram undir morgun...
kvaddi Ágúst gesti sína með amerískum morgunmat... niðursteiddum ávöxtum, pönnukökum, steiktu eggi og beikoni...

Ógleymanleg aðventuhelgi á flatasta landshluta Íslands
em einhvern vegin tókst að skilja eftir sig alpakenndar minningar...

Hjartansþakkir Ágúst
... fyrir gistingu á þessu fallega heimili þínu, eldamennskuna frá morgni til kvölds og gestrisni sem á fáa sína líka...
...Ingi og Heiðrún fyrir útsvarskeppni sem sannarlega þarf að endurtaka...
og Jóhanna Fríða, Kjarta og Stefán fyrir frábær skemmtiatriði...
... og allir fyrir að leggja hönd á plóginn til þess að gera þessa helgi að því sem hún var...

Allar myndir þjálfara úr ferðinni hér:https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T68Rihyrningur031211

... og fullt af frábærum myndum á fésbókinni...
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir