Fremra og Innra Mjóafell
Gatfell, Lágafell og Meyjarsæti
Þingvallafimma á löngum og krefjandi þriðjudegi

Þriðjudaginn 26. maí náðum við í fimm Þingvallafjöll á einu kveldi...

... þegar farið var í mjög langa kvöldgöngu norðan Þingvallavatns...

... í undarlega góðu veðri miðað við það rigningarveður sem gekk yfir landið allt þessa síðustu viku maí mánaðar...

... en við fengum sól og hita lengi vel þetta kvöld...

... og svo skýjaðra þegar á leið og smá rigningu í bakaleiðinni... en magnað útsýni allan tímann...

Alger yndisganga þrátt fyrir hátt erfiðleikastig...

.... og mjög góð mæting... eða 25 manns...

Fremra Mjóafell hér að baki og það Innra framundan en það er tæplega 4ra kílómetra langt...

Niður af Fremra Mjóafellinu er tafsamt klöngur...
en öftustu menn nenntu ekki að bíða í röðinni og fundu greiðfærari leið sunnar...

... sem var ágætis lausn þó það sé alltaf gott að æfa klöngrið...

Bratt og langt en gott hald í jarðveginum á þessum árstíma... ófrosið og heilmikill raki í jarðveginum...

Gott að fá smá brölt á þessari löngu annars léttu yfirferðargöngu...

Innra Mjóafell hér framundan...

Þar upp er líka bratt og heilmikið klöngur... sem var frábært til að þjálfa það...

Svona brekkur gefa mikið...

Birtan þetta kvöld var einstök...

... eins og æðri máttur fylgdi okkur... enda var sól og rigning... logn og vindur... hlýtt og kalt...
 þetta kvöld... ekta Ísland !

Meistari Hjölli með Fremra Mjóafell í baksýn og suðausturhornið af Ármannsfelli...
einn af stofnendum Toppfara (þeir sem komu fyrsta árið) ...
einn af eljusömustu og mest gefandi klúbbmeðlimum okkar frá upphafi... hann hjálpaði okkur þjálfurum mikið fyrstu árin, bauð upp á flottar klúbbgöngur, er alltaf hress og er alltaf boðinn og búinn að rétta félögum sínum hjálparhönd...
það er einfaldlega heiður að ganga með honum...

Ofurfólk Toppfara eru án efa Gerður Jens og Katrín Kjartans og Guðmundur Jón...
öll komin yfir sjötugt en mæta árum saman og í nánast allar erfiðustu göngur Toppfara...

Miklar fyrirmyndir sem hvetja okkur yngra fólkið til dáða og minna okkur á að það er allt hægt
ef maður fer vel með sig, æfir reglulega, hikar ekki heldur lætur slag standa sama hvað...

Ármannsfellið þarna hægra megin... en það var upphaflega á dagskrá þetta kvöld og hefði aldeilisn fengið flott veður...
en þar sem nú er 13 fjalla afmælisáskorun á 13 dögum... þá var ráð að ná fjórum tindum á einu þriðjudagskveldi...

Innra Mjóafellið er óskaplega langt...
en ef Gatfellið er innsta fellið, þá er lengdin ekki 4 km eða svo heldur mun styttri...

Litið til baka... Þingvallavatn þarna í fjarska...
hér nokkurn veginn á hæsta punkti á Innra Mjóafelli þá í 414 m hæð
en ef skoðaðar eru fyrri gps-slóðir Toppfara þá  mældist það 419 m 2010 og 416 m 2013...

Mjóafellið teygir sig upp og niður og sveigir sig lítið eitt í endann... eins og ormur...
en eftir miklar vangaveltur á fb að tilstuðlan Guðmundar Jóns og Jóhönnu Fríðu
er það niðurstaða okkar að hér endar Mjóaefllið hið Innra og Gatfellið tekur við í endann...
og því töldust fjöll kvöldsins vera fimm talsins...

Hrafnabjörg og Tröllatindar þeirra í sólargeislunum...

Fremra Mjóafell og Ármannsfell í sólargeislunum... hér farin að hækka okkur um Gatfellið ef að líkum lætur...

Stutt eftir á þennan fallega tind...

Loksins... tindurinn á Gatfelli þá hér með staðfest eftir að hafa kallað hann tindinn á Innra Mjóafelli
í tveimur fyrri göngum Toppfara... það leiðréttist hér með !

... við veltum þessu fyrir okkur árið 2010 og höfum hingað til horft á annan höfða grýttan neðar og norðar sem stendur upp úr endanum á Mjóafellinu og við höfum hingað til talið það vera Gatfellið... en þjálfara rámar í áherslu einhvers á að eingöngu sá höfði sé Gatfell... en það er okkar niðurstaða nú árið 2020 að þessi hér sé tindurinn á gatfelli og það nær þá í raun frá skarðinu milli Innra Mjóafells og Gatfells mun sunnar... 

Skjaldbreið smám saman að losa sig við skýin...

Magnað kvöld...

Alls mættir 25 manns... blanda af gamalreyndum Toppförum og nýjum meðlimum frár þessu og síðasta ári... einmitt blandan sem þjálfarar vilja... því með því skapaast dýnamík milli þeirra reynslumeiri og þeirra sem enn eru að uppgötva dýrðina við fjallgöngurnar og að upplifa fjöllin í fyrsta sinn sem við höfum mörg gengið nokkrum sinnum á sem höfum verið í klúbbnum lengi...

Efri:
Bjarnþóra, Gylfi, Lilja Sesselja, Hafrún, Sævar, Hjölli, Vilhjálmur, Jóhanna Diðriks., Björn Hermanns., Bestla, Agnar, Björgólfur, Ólafur Vignir, Örn, Katrín Kj., Kolbeinn og Guðmundur Jón.

Neðri:
Steinar Adolfs., Gunnar Viðar, Gerður jens., Jóhanna Fríða, Ágústa Á., Inga Guðrún, Ágústa H.
en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn.

Sjá hér hópmyndina 7. maí árið 2013... ansi margir í þessari ferð voru einnig nú árið 2020
sem er magnað og segir allt um þetta fólk sem mætir og gengur á fjöll árum og áratugum saman...
ástríðan er óumdeild... alls níu manns; Ágústa Á., Gerður Jens., Guðmundur Jón, Hjölli, Katrín Kj., Lilja Sesselja, Ólafur Vignir, Sigga Sig. og Örn.

Hér erum við í fyrstu göngunni á þessi Mjóufell... 22. júní árið 2010...
þarna eru fjórir sem eru líka á hinum tveimur hópmyndunum...
Ágústa, Hjölli, Lilja Sesselja og Örn... það er magnað !

Og hér gengum við á Meyjarsæti og Lágafell og fórum svo niður að Sandkluftavatni í bakaleiðinni...
þarna eru Guðmundur Jón, Gylfi, Katrín Kj., Lilja Sesselja, Ólafur Vignir, Sigga Sig og Örn... 

... það er eitthvað við þetta Sandkluftavatn...

En aftur að árinu 2020...
Örn fann góða leið bient niður af tindinum til vesturs í áttina að Lágafelli...
það var jú ráð að eyða engum óþarfa í útúrdúra...

Já, fínasta leið hér niður...
en áður höfum við farið niður sunnar en þetta hentaði mjög vel þar sem Lágafellið var í vestri...

Það tók vel í að fara upp það... ávalt og ekki mikil hækkun...
en þegar svona löng vegalengd er gengin á þriðjudagskveldi þá reynir verulega á þegar á líður...

Skjaldbreiður, Skriða og Tindaskagi fjær... Innra Mjóafell nær...

Hæsti tindur kvöldsins... Lágafell í 551 m hæð... hér var sólin farin og orðið kaldara...

Við áðum samt svolítið áður en lokaslagurinn var tekinn til baka að Meyjarsæti...

Sú leið var svakalega löng... svo löng að þjálfari tók aldrei upp myndavélina í herpingi við að kyngja og láta sig hafa það :-)
... en eftir nokkra kílómetra göngu ofan á Lágafelli reis Meyjarsæti hér sunnan við það
þegar halla tók til suðurs niður að Hofmannaflöt...

Allir létu sig hafa það hér upp sem var aðdáunarvert nema Hjölli sem tognaði á ökkla snemma í göngunn...
og einhvern veginn hlógu menn, spjölluðu sem aldrei fyrr og glöddust bara mitt í allri þreytunni...

Niður af Meyjarsæti var svo farið um þétta grjótskriðu og gegnum kjarrið sem hækkar sífellt og fer að hindra för hér um...

Alls fimm tindar... 12,4 km á 4:20 - 4:25 klst. upp í 387 á Fremra Mjóafelli, 414 m á Innra Mjóafelli, 543 m á Gatfelli, 551 á Lágafelli og 324 á Meyjarsæti með alls 600 m hækkun úr 232 m upphafshæð.

Leiðin hér á korti... en við vorum að fara í fyrsta sinn á öll fjögur í einni göngu...

... áður farið á Mjóafellin tvö og Gatfel eingöngu og svo dalinn til baka:
http://www.fjallgongur.is/aefingar/12_aefingar_april_juni_2010.htm

... og svo árið 2013:
http://www.fjallgongur.is/aefingar/24_aefingar_april_juni_2013.htm

og svo á Meyjarsætið og Lágafellið saman og niður að Sandkluftavatni í bakaleiðinni
sem var frábær ferð hér árið 2014:
http://www.fjallgongur.is/aefingar/28_aefingar_april_juni_2014.htm

 

 


 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir