Tindferð 63
Helgrindur 27. ágúst 2011
Helgrindur í heljargreypum
Alls gengu
33 Toppfarar
á Helgrindur laugardaginn
27. ágúst
í
blíðskaparveðri til að byrja með Eins og þessum hópi einum er lagið tókst honum að fara eins grýtta leið og hægt var til baka með brölti um klettabelti og rima innan um tröllvaxin björg sem furðuðu sig á þessu brölti göngumanna á torfærri slóð með greiðfærari dalinn í göngufæri rétt hjá... ;-)
Lagt var af stað frá bænum
Kálfárvöllum
í boði ábúendanna Bjarna og Sigrúnar
Erfiðasti hjallinn á leiðinni á Helgrindur er fyrsta brekkan upp á hálendið ofan bæjarins...
Að sjálfsögðu völdum við erfiðustu leiðina af þeim sem í boði voru í brekkunni... milli giljanna með fossana á báða vegu... af því að það var fallegasta leiðin... og léttast að fara erfiðustu leiðina í krafti hópsins...
Fyrsta brúnin á leiðinni... veðrið var svo gott að við vorum í letikasti og tókum góðar pásum þennan dag í blíðviðrinu... Kambur... tindóttur hryggur austan við gönguleiðina á Helgrindur í fjarska... afskaplega freistandi leið til að klöngrast um í framtíðinni...
Veðrið
var yndislegt... lygnt,
hlýtt og háskýjað...
Útsýnið niður til Kálfárvalla... sjá má bílaflota hópsins hægra megin nær Kálfá.
Ofan af brúnunum tók við gullfallegt landslagið á fjallgarðinum með fossaröðum á beggja bóga og smám saman risu tindarnir á vestanverðu Snæfellsnesi allt um kring en jökullinn sjálfur var þó hálfur í skýjunum allan þennan dag... aldrei þessu vant á okkar göngu um þetta svæði...
Inn með Kálfárdal gengum við grasi vaxna slóð gegnum mosa, sprænur, berjalyng og stöku steinahrúgur...
Axlarhyrna, Stapafell og hluti af Mælifelli... Axlarhyrna er komin á vetrargönguverkefnalistann... ekki hátt fjall en fagurt, vel staðsett og sögulegt þar sem sjálfur Axlarbjörn er frá bænum Öxl við fjallsræturnar... það gæti vel veri´ við hæfi að ganga á Axlarhyrnu og fara í leikhús á eftir árið 2012 þar sem Axlarbjörn er nú á fjölunum á Snæfellsnesi og brátt í Borgarleikhúsinu...
Toppfarar skarta
öðlingum
sem eiga fá sína líka og varðveitast vonandi um ókomna tíð í
klúbbnum...
... og
grallara
sem gantast sama hvað á gengur og taka sig aldrei of
hátíðlega...
Á fjallgarðinum sunnan Helgrinda
eru nafnlausar
tjarnir sem fengu ýmis nöfn eftir því hver gekk
framhjá hverju sinni...
Stakkfell hinum megin vatnsins... við sáum góða uppgönguleið á það fyrir næstu ferð...
Smám saman
læddist þokan inn eftir því sem ofar dró...
Jú, rigningarúðinn þéttist svo vert var að fara í skelina...
Við tóku
tröllsleg björgin
upp á fjallgarðinn sem hýsiðr sjálfar grindurnar heljar Í þetta sinn fórum við upp á rimann sjálfan og þræddum okkur eftir honum á hæstu kúlur Helgrinda...
Uppi í klettunum lágu aldraðir
snjóskaflar
sem lifa af sumar eftir sumar og endurfæðast á hverjum vetri... Það er sísnævi á Helgrindum sem þó ná ekki 1000 m hæð... hvílíkt veðravíti sem þetta er þá...
Þetta var fínasta leið upp á
hæsta tind...
Skarðið fagra milli Böðvarskúlu og Rauðkúlu...
Uss... ekkert skyggni... synd...
á jafn fallegum útsýnisstað... minnti mann á vonbrigðin á
Kaldbak á
Vestfjörðum
í fyrrasumar...
Klettaklöngur var greinilega verkefni þessa dags...
Nesti
í skarðinu... þar var nokkuð lygnt þó rigningin stæði enn yfir
Flestir á því að halda bara niður
sömu leið og sleppa aukakrókum í bakaleiðinni úr því ekki
viðraði betur en þetta...
Það reyndist rétt ákvörðun því leiðin var skemmtileg þó þokan grúfði yfir öllu...
... og enn fegnari vorum við yfir þessu leiðarvali þegar snúið var upp á brúnirnar aftur þegar aðeins létti til...
... og við sáum skyndilega niður brúnirnar til Grundarfjarðar og að Kirkjufellinu sem rís óborganlega fallegt beint úr sænum...
Magnað landslag á því sem við héldum að héti Tröllkerling...
...en á mapsource er hún enn austar... og þetta því nafnlausir tindar Helgrinda...
Myljandi fallegt umhverfi sem gott var að njóta í logni og hlýju með sólina að berjast gegnum þokuna...
Þessir klettar kölluðu á hópmynd úr því ekkert var útsýnið til að skarta hana með... Gylfi Þór, Jón Atli, Einar Sig., Kjartan, Steini P., Lilja Sesselja, Guðrún Helga, Steinunn, Stefán A., Hjölli, Sigga Rósa, Katrín Kj., Hanna, Súsanna, Elsa Inga, Ágúst, Heiðrún, Ósk, Ingi, Ásta Bjarney (neðar), Gerður Jens., Sjoi, Brynja, Björn, Thomas, Hermann, Irma, Arnar, Örn, Jóhann, Hugrún, Rósa og Bára tók mynd... með Kol einhvers staðar þarna svartan eins og hraunið...
Skyndilega opnaðist enn betur fyrir útsýnið niður að sjó í suðri yfir gönguleiðina fyrr um daginn...
... og sama gerðist í norðri niður með suðurhlíðum Helgrinda og Kirkjufellið dáleiddi okkur aftur...
Fjall sem fátt skákar í
glæsileik
þrátt fyrir lága hæðartölu...
Hey, tökum hópmynd með
Kirkjufellið í baksýn... nei, æj, það er farið aftur bak við
þokuna...
Niður var þá loks haldið eftir
ævintýralega ferð meðfram brúnum Helgrinda ofan Kirkjufells...
Útsýnið til suðurs niður að
Stakkfelli...
eða
Stakfelli
eins og einhvers staðar má sjá á korti...
Hér fór að greiðast mikið úr hópnum en allir sameinaðir í skarðinu þarna ofan skaflsins úr því þokan var enn við lýði...
Þaðan sem mesta
klöngur dagsins
beið okkar...
...en þetta var
fært og þá um leið
hollt
fyrir alla sem vilja fara leiðir sem þeir annars færu ekki einir
eða fáir á ferð...
Þetta tók hins vegar sinn tíma... Sðustu menn létu þetta hvergi slá sig út af laginu og tóku þetta á brjáluðum hlátrasköllum alla leið...
Við tók grýtt leið niður að vötnunum og lungamjúkt grasið meðfram Kambi þar sem þó leyndust ótrúlegustu klöngurkaflar sem töfðu för... Hér skildi á milli fyrstu og síðustu manna þar sem Örn hélt áfram með fremri hóp til að tefja ekki meira fyrir með þá öftustu í fylgt Báru...
Yndislegt að koma niður í gróskuna eftir gróðurvanar slóðirnar uppi á hrjóstrugu hálendinu...
Fyrsta brekkan sem um leið varð
þá sú
síðasta
þennan dag... var tekin af flestum gegnum gilið austast
Á meðan leiðin austan við bæði gilin er líklega best að sumri til þar sem hún er grasi grónust þó brött sé efst.
Útsýnið niður af síðustu brekkunni til bílaflotans og bæjarins með Kálfá á hægri hönd...
Fyrstu menn skiluðu sér í bíla
eftir um
7:40 klst.
göngu og þeir síðustu
8:44 klst.
Við gengum a lls 13,8 km upp í 999 m hæð með 1.057 m hækkun miðað við 46 m upphafshæð og vorum...B ergnumin og grjóthörð...eftir krefjandi göngu á þessum dulúðugum Hringadróttinsslóðum...
Næst förum við
baksviðs
(backstage) á
Helgrindur og göngum á
Kamb,
Stakkfell og
Tröllafjölskylduna
alla... ... og næst auðvitað á hæsta tind Helgrinda frá Grundarfirði... eða hvað er það annars langur akstur... ? ;-)Alla myndir þjálfara hér:https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T63Helgrindur270811 ... og frábærar
myndir félaganna á fésbókinni... |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|