Tindferð 140
laugardaginn 4. mars 2017
Baula Bo
rgarfirði
 

Baula þveruð um nýja leið
í fullkomnu veðri færi og skyggni
og glimrandi góðum félagsskap

Hvílíkur dagur !

Loksins kom gott veður heilan laugardag og við gátum farið í tindferð samkvæmt áætlun...
upp á Baulu í fjórða sinn í klúbbnum og nú um nýja spennandi leið upp að sunnan...
í miklum bratta og krefjandi færi allan tímann, svölu veðri en heiðskíru og tæru skyggni...

Þetta var fyrsti laugardagurinn á árinu þar sem spáð var heiðskíru og góðu veðri...
fjórar tindferðir að baki í janúar og febrúar og tvö óbyggðahlaup...
allt saman í rysjóttu veðri og enn leiðinlegra veður hinar helgarnar
og því var sannarlega kominn tími á eina brakandi blíða göngu...

Snjóþunginn í Reykjavík í lok febrúar olli því að við höfðum áhyggjur af því að geta ekki lagt bílunum almennilega á planinu við fjallsrætur...
munandi eftir ófærðinni í fyrstu Bauluferðinni árið 2008... svo þjálfari hringdi í staðarhaldara sem sögðu mun minni snjó á svæðinu en í höfuðborginni... og reyndust áhyggjur okkar ástæðulausar... það var ekki nándar nærri eins mikill snjór þarna eins og í bænum...

Baulan er tignarlegt og svipmikið fjall sem fangar alltaf athyglina þegar keyrt er inn Norðurárdalinn eða um Bröttubrekku...
maður hreinlega getur ekki slitið augun af henni þegar hún er í augsýn...

Farið var hefðbundna leið til að byrja með upp ásana frá veginum...
svipaða leið og við höfðum áður farið í janúar 2008, maí 2009 og júní 2012...

Flestir mættir aldrei gengið á Baulu fyrr og við fáu sem það höfðum gert rifjuðum upp snjóþyngsli á þessum kafla
þar sem vaða þurfti snjóinn upp að hné í janúar 2008 sem var fyrsta tindferðin í janúarmánuði í lífi Toppfarans...

Eftir því sem ofar dregur rís Baulan upp úr landslaginu völdug og tignarleg...

Alger drottning á svæðinu og alltaf fögur jafnt sumar sem vetur...

Frábær hópur á ferð og stemningin mikil...
Perúfararnir að fara í sína síðustu tindferð fyrir ferðina miklu með Ágústi
og Kilimanjaro árið 2018 í umræðunni...

Fegurðin þennan dag var ólýsanleg og við drukkum hana í okkur eins og dauðþyrstir menn í eyðimörkinni...

Hey, lítið við elskurnar... bara flottustu félagar í heimi...

Toppfaramerkið á buffinu hennar Njólu... já, við verðum að fara að gera skurk í merkingum með Toppfaramerkinu !

Hópmyndin sem fer í sérflokkinn...

Efri: Kolbrún Ýr, Guðmundur Víðir, Erna, Njóla, Jóhannes, Kári Rúnar, Guðmundur Jón, Jóhann Ísfeld, Ingi, Steini P., Rósa,
Guðný Ester, Björn Matt., og Ágúst.
Neðri: Jóhanna, Georg, Ólafur Vignir, Karen Rut, Örn og Batman, Jóhanna Fríða, Njáll, Arna, Sigríður Arna, Jónas Orri og Bára tók mynd.

Ætlunin var að fara svo hefðbundna leið upp norðan megin...
og því hefði þurft að sniðganga gilið sem sker sig upp undir fjallið að vestan...

En Örninn gleymdi sér og fór bara yfir ofan það sem var skemmtileg tilbreyting...

Litið til baka með Sátu ? í fjarska...

Það var austanátt svo golan varð svöl hér á kafla en sólin skein og lognið var ríkjandi almennt þennan dag...

Farið var ofan við gilið... en þá vorum við komin það nálægt suðurhlíðum
að hugsun kvenþjálfarans fór á flug með mögulega uppgönguleið þeim megin...
"Skyldi vera fært sunnan megin?... það var engin sjáanleg hindrun... svipaður halli...
kostur að vera sunnan megin í sólinni...
og mjög freistandi að fara nýja leið en ekki í fjórða sinn norðvestan megin..."

Örninn samþykkti þessa hugmynd kvenþjálfarans og við héldum því áfram í austur...

Höfðingi Toppfara með en hann var að fara í sína fyrstu vetraferð á fjallið...
frá því í brakandi blíðuferðinni frá því í júní 2012...

Skyggnið var kristaltært þennan dag og við sáum bókstaflega yfir allt suðvesturhorn landsins...

Smá hvíld hér og hópurinn þéttur og nærður og svo voru það broddarnir...

Það borgaði sig að fara í brodda áður en hallinn yrði meiri sama hvernig færið yrði...
og við sáum ekki eftir því um leið og við lögðum af stað...

Bára fór yfir helstu atriði við göngu á broddum með ísexi og hvernig ísaxarbremsa virkar en við æfðum hana samt ekki sem er æskilegast að gera á hverjum vetri og náðum heldur ekki að æfa hana á þriðjudegi í vetur þar sem snjóinn vantaði í janúar og febrúar...

Þunnt lag af lausum snjó yfir klakanum... já, það var svo gott að vera komin í broddana...

Við horfðum á jöklana og fjöllin í suðri og nutum sólarinnar...

Þétt hækkun en við héldum hópinn mjög vel...

Grýttara uppi á köflum og erfitt að fóta sig á broddunum en gott að hafa grjótið á milli...

Eiríksjökull, Langjökull, Þórisjökull, Ok, Skjaldbreiður, Botnssúlur, Hvalfell, Skarðsheiðin... og fleiri fjöll í sjónmáli
en bara sum hér nefnd á þessari mynd... þetta var veisla fjallamannsins sem nýtur þess að fara yfir fjallahringinn...

Hallinn hér upp var 50 % skv. gps...

Já, þetta var bratt og gott að sikk sakka upp...

Ágúst var ekki með sína eigin brodda og var í vandræðum... þessir losnuðu alltaf...

Það er alvarlega umhugsunarvert hversu mikið af lélegum broddum eru seldir í útivistarbúðum
sem gera sig út fyrir að vera faglegar og með allt á hreinu...
ekki í fyrsta sinn sem maður myndi vilja fara með brodda beint í búðina og fá svör !

Skarðsheiðin og Hafnarfjallið í fjarska...

Sjá færið hér... það var gott þegar lausasnjór var yfir sem gaf smá spor til að fóta sig í...

Svona göngur á broddum eru dýrmætar og æskilegast ef við náum þremur til fjórum svona
á hverju ári til að halda okkur við..

Þetta var krefjandi bratti með klakann undir og þeir sem voru lofthræddir þurftu á stöku stað að taka á stóra sínum...

... en það er allt hægt í krafti hópsins og við nutum þess að fara þetta skríkjandi af gleði
svona inni á milli óttasleginna augnaráða...

Mikið gott að vera sunnan megin í sólinni...

Ingi og stelpurnar í banastuði... Karen Rut, Arna og Sigríður Arna...

Komin ofar þar sem hallinn jókst á kafla...

Hópurinn þéttur fyrir síðasta haftið sem var ísilagt...

Ágúst fékk aðstoð við að laga broddana sem fóru einhvern veginn í sundur alltaf í miðjunni, opnuðust...
þetta var ekki þægilegt... og hann var í vandræðum alla gönguna en lét það ekki slá sig út af laginu við að njóta...

Var þetta annars síðasta brekkan? ... alltaf svo blekkjandi...

Hér jókst brattinn efst og sumum fannst þetta ekki þægilegt...

Ingi hjálpaði Ágústi á meðan Bára studdi við síðustu menn halarófunnar...
mikilvægast er að halda hópinn ef maður er smeykur við hæðina
því það kemur ró og kraftur frá félögunum í kring...

Þetta var minna mál en það leit út fyrir úr fjarska...

Litið til baka þar sem brattinn sést betur... ekki gott að falla við hér...

Líklega er þetta versti kaflinn upp og ekki spennandi ef færið væri mjög hart en þó alltaf hald í grjótinu að mestu...

Hér tók þjálfari myndband til að ná brattanum:
https://www.youtube.com/watch?v=tMKs0vZa6Fg&feature=youtu.be

Já, hann var svona mikill...

Þá var bara blómkálshausinn eftir...

Minnti á Snæfellsjökul og Ými og fleiri jöklatinda...

Það var stutt eftir á tindinn og við vildum klára og héldum áfram upp ísilagðan klettinn
sem úr fjarska... þegar við veltum leiðarvalinu fyrir okkur... virtist erfiðasta haftið á uppleiðinni...

Allir áfjáðir í að ná þessum flotta tindi sem var í seilingarfjarlægð...

Hálkan minni en við héldum en við hefðum aldrei komist upp þessar brekkur nema á jöklabroddum...

Brakandi hjarn og færið gott...

Litið til baka... Norðurárdalurinn útbreiddur...

Ofan við blómkálið beið tindurinn nokkra tugi metra frá... við vorum komin og sigurinn var ansi sætur...

Síðasti kaflinn upp... ansi falleg leið og þjálfarar himinlifandi að hafa fengið að upplifa nýja leið á þetta fjall...

Uppi var dýrðin stórkostleg... algert logn og sólin skein og útsýnið engu líkt...

Mælifell þarna niðri og Litla Baula hægra megin... fagurt og litríkt fjall sem við eigum að ganga á síðla sumars...

Tröllakirkja á Holtavörðuheiði og Snjófjöll meðal þeirra fjalla sem við sáum af þessu víðsýna fjallstindi...

Litla Baula og Sátudalur og Skildingafell... við sáum Mælifellshnúk í Skagafirði lengst í fjarska...

Örn vildi eindregið fara niður hinum megin... hefðbundnu leiðina... en Bára hafði áhyggjur af þessum hrygg
og hvort það yrði of tæpt að krækja niður af honum þarna fjær eins og það var síðast í maí árið 2009...
og hvort ekki væri bara öruggast að fara sömu leið til baka.. ?

Svo Örn fór könnunarleiðangur... þetta virtist ganga vel... "viltu fara varlega Örn"...:-)

Batman var að spá í að elta hann... en ákvað svo að bíða...
þekkti sinn mann... sem oft fer á undan og kannar leiðir meðan hópurinn hvílist... og kemur svo til baka...
hundurinn hafði vit á að vera bara rólegur og bíða eftir sínum manni...

Langur hádegismatur og notið þess að sitja í tæplega 1.000 m hæð og horfa í allar áttir yfir Ísland...

Hópmynd af frábæru fólki:

Björn Matt., Arna, Njáll, Jóhannes, Guðný Ester, Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Jónas Orri, Jóhann Ísfeld, Ingi, Steini P., Örn, Kári Rúnar og Ágúst.
Sigríður Arna, Guðmundur Víðir, Kolbrún, Georg, Jóhanna, Njóla, Karen Rut, Jóhanna Fríða, Erna, Rósa og Bára tók mynd.

Og önnur af þeim sem voru að fara í yrsta sinn á Baulu...
allir nema Bára og Örn, Björn Matt., Jóhanna Fríða, Ingi og Ágúst :-)
Það hefði kannski verið gáfulegra að taka mynd af þeim
sem voru að fara í annað (Jóhanna Fríða), þriðja (Björn Matt. og Rósa), fjórða (Bára og Örn), eða fimmta sinn (Ingi) :-)

Loks fórum við að koma okkur niður... fleiri hikandi með þessa leið en Bára en enn fleiri sammála Erni
að þetta væri miklu sniðugri leið enda hugnaðist mönnum ekki að fara í brattann hinum megin niður aftur...
og það reyndist rétt hjá þeim :-)

Mögnuð niðurleið um hrygginn...

Það var erfitt að ganga og vera ekki bara að taka myndir...

Litið til baka... sjá brattann niður þar sem Jónas stendur... þetta var bara hryggur til að ganga á
og ekkert nema snarbratt niður frá honum svo allir fóru bara varlega og Bára ráðlagði mönnum að líta ekki til vinstri...

Þetta var veisla... sjá myndband af þessum tímapunkti:
 https://www.youtube.com/watch?v=q1JlS0HQIa4

Litil til baka neðar á Sigríði Örnu og Ágúst sem gleymdi sér í myndatökum í þessari ferð...

Flestir komnir yfir...

Þetta var ekkert mál...

Bara halda sig á slóðinni og klára þetta...

Litil til baka...

Fyrstu menn komnir niður í öryggið...

Síðustu menn enn að koma sér yfir hrygginn...

Skyldi vera fært þessa leiðina niður?

Ágúst að fagna þessum fagra tindi að vetrarlagi þar sem hann var hér síðast í sól og blíðu á brakandi grjótinu...

Niðri beið hópurinn eftir síðustu mönnum ofan af hryggnum...
en áhyggjur Báru af því að þessi leið væri ekki góð reyndust óþarfar...

Þetta var glimrandi góð leið og mun fljótfarnari en hin líklegast...

Sami brattinn samt nánast eða 49% sem koma manni á óvart þar sem hin leiðin virtist brattari...

En löng var hún og leyndi á sér...

Það tók tímann að fara hér niður í stórum hópi sem greiddist heilmikið úr á þessum kafla...
því það er mönnum miðauðvelt að fóta sig í miklum bratta á broddum niður hálar brekkur þó það sé laus snjór ofan á...

Lausamjöll og svo harðari undir... ekki snjóflóðahætta þar sem grunnt var í grjótið og engir flekar að fara af stað
nema allra ysta lagið og þá var nú bara gaman að brjóta það upp með broddunum eða leka aðeins niður nokkur skref
og skellihlæja liggjandi á næsta manni...

Fínasta færi og fremstu menn fljótir niður...

Þessi fallegi dagur...

Slóðin yfirleitt fín en stundum var harðfenni og þá þurftu menn að vanda sig...

Sjá flekana ofan á... stutt í grjótið svo þetta var ekkert magn til að tala um og enginn þungi/bleyta í snjónum...

Hallinn 49 %...

Ætlaði þetta engan endi að taka eiginlega?

Hér var orðið brattara...

Já, þetta reif í og margir voru aumir í lærvöðvunum í nokkra daga eftir þessa ferð...

Sigríður Arna að koma næst öftust en það var auðvelt að gleyma sér í myndatökum þennan dag...

Loks minnkaði brattinn eitthvað...

... og við héldum að við værum að komast niður...

... smá hvíld hér á brattanum...

... meðan beðið var eftir hinum...

Hér fóru einhverjir úr broddunum og héldu að þetta væri búið...
en runnu svo til neðan við þennan kafla og fóru aftur í broddana...

Góð pása hér fyrir síðasta kaflann niður...

Hérna var í raun loksins fyrst hægt að fara úr broddunum...

Sólin komin vestar og fjallið saklausara að sjá í síðdegissólinni...

Skíðamenn fóru þarna niður á eftir okkur og voru næstum búnir að ná okkur á niðurleiðinni
en þau fóru ekki langt upp sýndist okkur...

Dásamlegt veður og við nutum lífsins í botn...

Marsmánuður er oft svona sólríkur og það langur að minnir á alvöru jöklaferðirnar í apríl og maí...

Fórum við virkilega þarna upp hægra megin... og niður vinstra megin... ?
þetta virðist reyndar ekkert mál á þessari mynd en var einhvern veginn ógnvænlegra á staðnum...

Aftur mynd með fjallið sigrað í baksýn ! :-)

Efri: Guðmundur Jón, Sigríður Arna, Njáll, Jóhann Ísfeld, Jónas Orri, Erna, Kári Rúnar, Njóla, Björn Matt., Ólafur Vignir,
Guðmundur Víðir, Jóhannes, Ágúst.
Neðri: Georg, Ingi, Rósa, Örn, Jóhanna Fríða, Arna, Karen Rut, Kolbrún Ýr, Guðný Ester og Bára tók mynd.

Perúfararnir Njáll, Arna og Ágúst...
þau fóru til Perú fimmtudaginn eftir þessa ferð og lentu í mögnuðum ævintýrum fram í apríl...

Mont Blanc-Tindfararnir Jónas 0rri, Bára, Rósa, Ingi, Örn, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Fríða.
Mont Blanc-Hringfararnir Guðmundur Jón, Björn Matt. og Ólafur Vignir.

Svo var straujað heim...

... í síðdegissólinni í sömu blíðunni...

... himinlifandi með fullkominn göngudag
þar sem við trúðum því varla að við hefðum upplifað svona sætan sigur í svona fallegu veðri...

Síðustu menn skiluðu sér glaðir og sáttir og það var sko knúsast í lokin !

Sigríður Arna með nýju bókina sína fyrir erlenda ferðamenn með börn sem vilja upplifa útivistarperlur Reykjavíkur...
tær snilld hjá henni og stöllu hennar :-)

Ingi hjálparhella með höfðingjanum...

Höfðingjar Toppfara, Björn Matt sem fór á Kilimanjaro þegar hann var sjötugur árið 2010
og Guðmundur Jón sem ætlar á Kilimanjaro árið 2018 þegar hann verður sjötugur :-)

Við urðum að rjúka út og taka mynd þegar við beygðum inn á þjóðveg eitt...
Þarna fórum við upp öxlina sem snýr að okkur hér...

Ingi stakk upp á einum köldum til að fagna sigrinum á Hraunsnefi...

Já, það var dásamlegt að fá sér einn og spjalla og hlæja og svo var hreinlega endað á að ákveða að halda hér árshátíð í október !
og Ingi og Heiðrún gengu í það mál með myndarskap í vikunni á eftir og nú er upppantað í gistingu í lok október :-)

Alls 9,3 km á 6:56 - 7:10 kls.t upp í 951 m hæð með alls hækkun upp á 906 m miðað við 140 m upphafshæð.

Gula slóðin er okkar ganga þennan dag.
Blá slóðin er gangan um vorið 2009 sem var ógleymanleg.
Rauða slóðin er sumargangan í júní 2012 þar sem við lentum í hremmingum á niðurleið suðaustan megin.
Er ekki með gps-slóðina frá fyrstu göngunni í janúar 2008 þar sem við áttum ekki gps-tæki þá :-)

Hvílíkur dagur !

Geggjuð ferð í alla staði... heilmikil áskorun og stórkostleg upplifun...
enn ein ferðin sem krefst þess að fara á yfirfullan topptíulistann :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir