Æfingar alla þriðjudaga frá apríl út júní
2009
birt í öfugri tímaröð:
Helgafell í Hafnarfirði
30. júní með Stefáns Alfreðs í fjarveru þjálfara
Keilir 23. júní
Stóri Meitill 16. júní
Glymur og Hvalfell 9. júní
Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof, Lambafellsgjá, Lambafell 2. júní
Heiðarhorn og Skarðshyrna 26. maí
Giljatunga Hafnardal 19. maí
Esjan 11. maí
Gildalshnúkur Hafnarfjalli 5. maí
Smáþúfur Blikdal 28. apríl
Drottning og Stóra Kóngsfell 21. apríl
Vífilsfell 14. apríl
Grindaskörð -
Syðstu Bollar 7. apríl
Helgafell í Hafnarfirði
Átta manns
mættu í göngu
þriðjudaginn
30. júní
en þjálfarar voru úti á landi þennan dag
Að sögn
Stefáns var logn og 16°C hiti þetta kvöld,
skýjað allan tímann, þurrt og skyggni var
þokkalegt. Ekki var farin
hefðbundnu leiðina á fjallið heldur upp
"gilið" NNV megin sem er talsvert styttri en
fallegri og sömu leið til baka.
Og svo vitnað
sé beint í Stefán sem gaf skýrslu eftir
ferðina:
Þjálfarar
þakka Stefáni fyrir frábært framtak og hinum
fyrir mætinguna ! |
Keilir
...var á dagskrá þriðjudaginn 23. júní sem 98. æfing klúbbsins í skýjuðu og lygnu veðri eða NV5 og 10°C...
...og mættu fjórtán manns ásamt tíkinni Þulu eða þau Sirrý, Ingi, Ragna, Stefán Alfreðs., Bára, Gyldi Þór, Sæmundur og Sigga (efri röð) og jón Ingi, Lilja, Kristín Gunda, Skúli, Örn og Heimir (neðri röð) með Þulu fyrir miðri mynd. Myndin var tekin á forláta þrífót sem Björn Kilimanjaro-fari gaf þjálfurum en ferð hans var m. a. í umræðunni þetta kvöld þar sem hann leggur í hann til Afríku í vikunni og gengur á þetta hæsta fjall þeirrar álfu í byrjun júlí.
Gangan gekk vel upp skriðurnar austan megin og niður hefðbundinn stíg í norðuröxlinni og var nokkur umferð af fólki á svæðinu en það kom á óvart að finna á tindinum þettr líka fyrirferðamikla en glæsilega tindvirki sem var notað í myndatökunni... Veður og útsýnið var með betra móti en enn og aftur er skýjað og ekki sól á þessu svæði þegar hópurinn fer þarna um en það er ekki hægt að kvarta þegar maður fær logn á toppnum... Gangan tók 2:40 klst. á 7,7 km langri leið upp í 390 m hæð skv. gps með 268 m hækkun. Jón Ingi var með fréttir af göngu sinni og Hrannar á hæsta fjall Bretlandseyja og þar með Skotlands; Ben Nevis, Sigga og Heimir voru með sögur af eyjunum í Eyjafirði, Gylfi var á leiðinni á Snæfellsjökul daginn eftir með glimrandi góða veðurspá í veganesti, við söknuðum Gnýs og Nönnu til að segja okkur frá Snæfellsjökli síðustu helgi, þjálfari fékk sms-skilaboð frá Soffíu Rósu af göngu á Hornströndum... svona er sumarið... ... þjálfarar tilkynntu fyrr í vikunni að þeir ætluðu óvænt út á land í nokkrar daga og komast því ekki á æfingu í næstu viku en svo bíða okkar mergjaðar göngur í júlí á Hlöðufell, Tjarnarhnúk, Lakahnúkog Hrómundartindur og svo Sýlingafell og Þorbjörn en sá síðastnefndi sem kemur m. a. s. verulega á óvart þrátt fyrir smæðina... ...en þjálfarar treysta því að menn séu uppi um öll fjöll og lendur á Íslandi þessar vikurnar þegar landið blómstrar og það er gaman að njóta þess gönguforms sem menn hafa komið sér í og þess sjálfstrausts á nýjum slóðum sem ósjálfrátt kemur með reglulegum göngum á fjöllum...
Þetta er ómetanlegur uppskerutími ! |
Stóri Meitill í roki og rigningu
97. æfing
var þriðjudaginn
16. júní
og mættu 15 manns
í rigningu og roki eða A11 og 10°C
Hjölli, Lilja, Sirrý, Björgvin, Þorbjörg, María, Örn, Ragna, Anna Margrét, Guðjón Pétur, Stefán A., Halldóra Á., Skúli, Björn og Bára. Gengið var upp milli Meitla og upp með Stóra Meitli og genginn gígbarmurinn allan hringinn þrátt fyrir að hífandi rok væri þarna uppi enda kusu þrjár að fara hina leiðina um barminn og mæta hópnum en þetta reyndist auðveldar en áhorfðist og lygnara niður með gígbarminum en uppi á tindinum.
Úr varð 6,2 km æfing á 2:12 klst. upp í 530 m hæð með 277 m hækkun. Fínasta búnaðarprófun í rigningunni og rokinu efst en það sást vel á þessari æfingu hvað veðrið hefur mikið að segja með að njóta staðar og stundar... svona veður fær mann svolítið til að "hlaupa undan veðri" og klára æfinguna umbúðalaust en ekki dóla sér í algleymi eins og í síðustu göngum svo þetta var ágætis tilbreyting... að ekki sé nú talað um að koma heim á skikkanlegum tíma svona einu sinni :-) |
Glimrandi ganga að Glym og á Hvalfell
96. æfing var þriðjudaginn 9. júní og mættu 27 manns ásamt hundinum Dimmu en fimm voru að mæta á sína fyrstu æfingu, þau Birgir, Björgvin, Jóngeir, Lilja og Skúli en Jóngeir hefur verið tryggur félagi í Hádegisskokkinu frá upphafi árið 2007 og á heiðurinn af flottu merkingunum á bíl þjálfara www.pamfill.is...
Gengið var úr
Botnsdal
inn að
Botnsá um
hellana og yfir ánna um símastaurinn sem gekk
vel
Upp með gljúfrinu var svo farið um ilmandi birkiskóginn en það var súld í byrjun æfingarinnar þrátt fyrir góða veðurspá sem aldeilis rættist úr því það létti til eftir því sem við gengum hærra inn í kvöldið...
Glæsileiki Glymsgljúfurs er ólýsanlegur og næst ekki á mynd þrátt fyrir eina eins og þessa...
Einir flottustu fjallagarpar Toppfara við sjöunda áratuginn... Björn Matthíasson og Ketill Arnar Hannesson. Báðir skokka þeir sér til heilsubótar til viðbótar fjallgöngunum og gefa sér yngri ekkert eftir...
Glymur reis svo í öllu sínu veldi ofar alls
198 - 200 m
hár í gljúfri sem skapar sína eigin veröld Ólýsanleg sýn þarna niður eftir öllu gilinu.
Við fossinn vorum við komin í rúmlega
400 m
hæð og allir drukknir af náttúrufegurð Glyms og
til í meira...
Enda var okkur verðlaunuð staðfestan því þegar
lagt var af stað upp á Hvalfell hurfu skýin smám
saman
Gengið var um mosagrónar skriður
Hvalfells
í suðaustri en fljótlega sneri Halldóra við Hún beið svo eftir okkur í Botni aldeilis afslöppuð í þessari náttúrufegurð. (hópmynd frá Gný - vantar) Gangan sóttist vel þó talsverður bratti væri efst upp á hjallann en þar áðum við og nestuðum okkur einhvurjir áður en tindinum var náð í 858 m hæð á heiðinni með frábæru útsýni allan hringinn eftir 3 klst. göngu.
Niðurleiðin svo um
snjóskaflinn
kæra sem var helst til brattur á tímabili fyrir
þá sem ekki eru vanir að skella sér niður
fannhvítar brekkurnar en þessi ferðamáti lækkaði
okkur um
300 m á
örfáum mínútum
Sjá brattann hér
með
Vestursúlu
í baksýn...
Gljúfrin í vesturhlíðum Hvalfells gáfu Glymsgili lítið eftir og og útsýnið niður í Hvalfjörð var gullfallegt um Ásmundartungu.
Þarna flýttu Skúli og Bjartur sér niður að leita
að bíllyklum sem taldir voru týndir á
göngunni...
Við gengum svo gegnum skóginn að Hvalskarðsá og tipluðum á steinum yfir ánna. Sjá Botnssúlur í fjarska. Orðið heiðskírt og klukkan að ganga tólf á miðnætti en varla að sæist í óhjákvæmilegu þreytuna eftir krefjandi göngu á nokkrum manni fyrir gleðinni sem skein úr andlitum göngumanna eftir frábæra göngu í ilmandi skógi, áhrifamiklu gljúfri og stórgrýttu fjalli... ...á bjartri sumarnóttu þegar hið ómögulega verður mögulegt... ...nefnilega 11,5 km á 5:05 klst. upp í 858 m hæð með 792 m hækkun...
Geri aðrir betur þegar þeir eru að mæta í sína
fyrstu göngu með hópnum :-) |
Trölla-
og
Grænadyngja
95. æfing
var
þriðjudaginn 2.
júní og
mættu 23
manns
ásamt Þulu og Papey
Gengið var upp á
Trölladyngju
í 392 m
hæð með frábæru útstýni yfir á
Keili,
Þaðan var gengið
niður brattar skriður um "dalinn
milli dyngja"
upp á
Grænudyngju
í suðurendanum.
Þær eru alls
endis
ólíkar
dyngjurnar í lögun og landslagi og leyndi sú græna á sér
Uppi
á Grænudyngju í skjóli
við kletta í góðri grasbrekku fengum við okkur
nesti
Eftir nestið var farið niður austurhlíðar Grænudyngju að dalnum milli hennar og Fíflavallafjalls sem hér sést á mynd (359 m).
Þarna skartaði náttúran sínu fegursta og er auðvelt að gleyma sér í dóli á þessu svæði.
Margt bar til tíðinda á þessari niðurleið en í hellisskúta einum fundum við hræ af hrúti og ær sem fuglar og önnur dýr merkurinnar höfðu sjálfsagt gætt sér á í talsverðan tíma, engin lykt og ekkert eftir nema ullin og beinin.
Klappirnar í
norðri reyndust hálar og féll Hildur Ágústs í
annað sinn um koll á þessum kafla en slapp fyrir
horn með veruleg meiðsli sem betur fer.
Við tók
Hörðuvallaklof
(304 m) í margbreytileika sínum, hrauni, mosa og
grasigrónum bölum
Gangan endaði í
Lambafellsgjá
þar sem gengið var upp á
Lambafell
um syðri munna gjárinnar (160 m en er hæst 171).
Gangan endaði á
8,0 km
á 3:35
klst. með
hæsta punkt
409 m
en alls hækkun
upp á 717
m
Frábær
æfing sem bauð upp á öðruvísi umhverfi en annars
staðar á höfðuborgarsvæðinu. |
Hörkutól á Heiðarhorni
Frábær
frammistaða á langri kvöldgöngu við
vetraraðstæður efst.
Halldóra Þ.,
Sigga Rósa, Soffía Rósa, Ásta, Helga Bj., Linda
Lea, Nanna, Gnýr, Kristín Gunda, Ketill, Ellen,
Bjartur, Alexander, Sæmundur, Gylfi Þór, Örn,
Björgvin, Guðjón Pétur, Stefán A., Hjölli, Ingi,
Sigga, Heimir, Þorsteinn... og Bára...
... unnu það
afrek þriðjudaginn
26. maí
að ganga á hæsta tind
Skarðsheiðarinnar - Heiðarhorn
og á
Skarðshyrnu
Farið var upp í 1.069 m (1.053 m) með 987 m hækkun alls 12,3 km á 4:56 - 5:08 klst. en lengst hefur áður verið gengið 14,1 km á æfingu á Syðstu Súlu í ágúst í fyrra upp í 1.100 m hæð með 930 m hækkun en það var við mun betri aðstæður.
Göngunni var flýtt um eina viku þar sem veðurspá var góð og var það í fyrsta sinn sem gerð var slík fyrirvaralítil breyting á dagskránni vegna veðurs en þessi breyting féll í góðan jarðveg hjá sumum en illa hjá öðrum sem voru búnir að gera ráð fyrir Skarðsheiðinni eftir viku. Þótti þjálfurum það mjög miður þar sem stefnan er að breyta ekki út af dagskrá en Skarðsheiðin er slíkt veðravíti að ekki þótti annað tækt að þessu sinni þar sem heiðskíra var í veðurkortunum á mánudagsmorgni. Þá voru nokkrir mættir þetta kvöld sem ekki höfðu hugmynd um hvert var verið að fara... og stöldruðu alvarlega við þegar fréttist að þetta yrði ein erfiðasta kvöldgangan frá upphafi vega... en það var bara ekki aftur snúið og kannski eins gott... því allir kláruðu æfinguna með stæl !
Á leiðinni út úr bænum með fréttir af hagléli og þrumum á Hellisheiðinni buldi haglélið á bílunum við Esjuna... þungbúin ský umluktu Skarðsheiðina og rigningardropar féllu þegar ekið var að Efra-Skarði... veðrið var ekkert í líkingu við rjómablíðuna í bænum og í veðurkortunum frá deginum áður þegar breytingin var ákveðin... en alveg í samræmi við nýjustu veðurspár fyrr um daginn þar sem skúrir áttu að ganga yfir og svo að létta til um áttaleytið og verða smám saman heiðskírt með talsverðum kulda er liði á kveldið.
Þessi spá gekk eftir og var frábært skyggni og útsýni á göngunni sem var það mikilvægasta á þessu svæði sem gjarnan safnar á sig skýjahulu en lítið sást til sólar þó bjartur væri himininn allt um kring... skýin þrjóskuðust við fram eftir kveldi og heiðskíran skilaði sér síðar um kvöldið á niðurleiðinni. Kuldinn lét ekki heldur standa á sér... við frostmark á tind Heiðarhorns og kaldur vindur en Skarðshyrnan lygnari og hlýrri og mun sumarlegri á niðurgöngunni.
Heldur var því kuldalegt að klæða sig úr Mallorcafötunum í bílnum yfir í regnfatnaðinn á bílastæðinu... en tuttugu mínútum síðar á göngu var mest af þessu farið ofan í pokann aftur þó sumt væri svo sótt aftur er leið á uppgönguleiðina í vetrarríkinu sem ofar ríkti.
Þjálfarar ákváðu
að ganga vestan við
Skarðsá
upp með Skarðshyrnu og eiga eftir leiðina austan
við ánna þegar gengið yrði á
Kambshornið
næsta vetur og var leiðin nokkuð skemmtileg í
upphafi en svo tók grýtið við í brekkum
Skarðshyrnu.
Gönguhraðinn var röskur en allir héldu vel í hann og því var ljóst að enginn myndi snúa við eða fara styttra miðað við þessa frammistöðu og kom það þjálfurum á óvart... þetta eru bara snillingar þessir Toppfarar... Hér komin með Heiðarhornið í sjónmáli og þá jókst krafturinn...
Snjóað hafði á Skarðsheiðina fyrr í vikunni og voru heilu snjóskaflarnir ofar og allt hvítt í efstu hlíðum.
Stuttu eftir að við vorum enn einu sinni búin að fagna þessu frábæra skyggni og útsýni úr hlíðum Skarðsheiðarinnar skreið þokuhula yfir efstu tinda og maður ætlaði ekki að trúa því að við fengjum ekki þetta stórkostlega útsýni sem gefur af Heiðarhorni og Skarðshyrnu.
Þokuslæðan
staldraði hins vegar stutt við og þegar komið
var í
skarðið
milli Heiðarhorns og Skarðshyrnu
Kristín Gunda og Gnýr hér að virða Hafnarfjallshnúkana fyrir sér með Akrafjallið eins og hógværa eyju úti á sólríku hafi...
Ingi aðstoðaði síðustu menn upp síðasta hjallann og munaði ekkert um að halda á einum auka-bakpoka eða svo...
Sjóndeildarhringurinn þarna uppi var góð uppskera fyrir fjallgöngumenn kvöldsins eftir strembna göngu upp Skarðsdalinn...
Upp var klöngrast
síðustu metrana á
Heiðarhorn
sem voru ísilagðir fyrir einu og hálfur ári
síðan...
En uppi tók Gnýr hópmynd og menn fengu sér nesti í bítandi kuldanum.
Það er annað veðurbelti þarna uppi á þessum tindi, svei mér þá... allt annað veður á Skarsðhyrnu en á Heiðarhorni þar sem þó munar ekki nema um 110 m... En magnað útsýni yfir á Skessuhorn og yfir Skarðsheiðina til austurs og norður í Borgarfjörð bættist við með þessu hornsýni. Einn daginn fær Ingi okkur eflaust til að ganga Skarðsheiðina á enda frá Draghálsi og niður í Ölver eins og hann gerði tilraun til síðasta vetur en þá urðu þau félagar, Grétar Jón, Hjölli og Þorbjörg með Inga í fararbroddi að hverfa niður Skarðsdalinn í blindbyl og fljúgandi hálku eftir mikla þrekgöngu frá Draganum þar sem farið var að myrkva.
Fyrstu menn þoldu ekki lengi við uppi í kuldanum á Heiðarhorni og tíndust því niður á meðan síðustu menn upp voru enn að borða og var það vel... ekki hægt að staldra lengi við þegar hitinn er um frostmark og vindkæling...
Klettarnir nokkuð góðir yfirferðar og lítil hálka í snjósköflunum sem bráðna nú óðum þó enn sé að bætast í þá eins og þarsíðustu nótt... ótrúlegur staður...
Skessuhornið
í hrikaleik sínum fær sína mynd.. Kambshornið (litlu lægra en Heiðarhorn) svo hægra megin á mynd - á dagskrá næsta vetur !
Nú var stefnt á Skarðshyrnuna og út eftir henni skyldi gengið og niður vestan megin.
Sólin að leika listir sínar í vestri með Hafnarfjallið í fangi Guðjóns Péturs...
Og
Heiðarhorn
til norðurs í fjarska ofan af
Skarðshyrnu.
Af syðri brún
Skarðshyrnu var óskert útsýni til suðurs yfir
Hvalfjörð,
Esjuna,
Reykjavík,
Akrafjall,
Akranes
og til
sjávar
Heiðarhornið séð úr vesturhlíðum Skarðshyrnu.
Snókur og Rauðinúpur nær og Blákollur Hafnarfjalls fjær.
Klettabelti
Skarðshyrnu
gott yfirferðar en hvergi hægt að fara niður
nema vestast niður með tungunni
Flott niðurgönguleið um geilina sem greinilega er mikið farin ef marka má sporin þarna.
Hamrar
geilarinnar til baka með
Heiðarhornið
fjærst.
Magnað útsýni til suðurs að Esju og Akrafjalli.
Skessubrunnar eins og Le Lac Blanc á Mt. Blanc fjallahringnum...
Logn, kvöldsól og kyrrð undir Skarðshyrnu... Sjá stilluna í spegilsléttu vatninu...
Klukkan orðin margt en íslenskt
sumarkvöldakæruleysi
í gangi á dólinu til baka...
Þjálfarar taka
ofan fyrir þeim sem tóku þessa æfingu með þessum
sóma ! |
Sumarblíða á Giljatungu
29 Toppfarar gengu á hrygginn sem aðskilur dalinn milli Hafnarfjallsaxlar syðri og Hróarstinda þriðjudaginn 19. maí. Þetta var 93. æfing klúbbsins í þessu líka blíðskaparveðri sem ríkt hefur síðustu daga, heiðskíru, NA6 og 12°C.
Fjórir
nýir meðlimir
voru að mæta á sína fyrstu æfingu þetta kvöld; þau Guðbjartur
(Bjartur), Nanna, Sæmundur og Rúnar en auk þess voru þrír hundar
með í för; Þula, Dimma og svo Papey í fyrstu göngu sinni með
hópnum.
Gengið var inn
Hafnardalinn
að vestan með
Blákoll
á hægri hönd (hér framundan á mynd)
Veðrið með besta móti og útsýnið eftir því... Hróarstindar hér framundan hægra megin í öllum sínum glæsileika.. þeir eru á dagskrá á næsta ári sem tindferð... Giljatunga vinstra megin við miðju og hnúkur hennar lengst til vinstri sem við klöngruðumst upp þetta kvöld og borðuðum nesti... en hann er ansi reisulegur og mætti vel eiga nafn en þar sem Hafnarfjallssvæðið allt er hnúkaþyrpt mjög hefur hann því miður ekki fengið nafn og kallast því hér með Giljatunguhnúkur!.
Einum nýrri félaga hópsins leist ekki nógu vel á klöngrið við gljúfrið og ákvað að snúa við en Ingi bauðst til að fylgja henni til baka og kom hann svo styztu leið á eftir okkur og var þetta enn eitt góðverkið sem þessi maður gerir fyrir félaga sína og olli því að þjálfarar völdu hann "Toppfara ársins 2008" ásamt Halldóru Ásgeirs síðustu helgi í Skaftafelli... hún nefnilega fyrir hugrekkið sem þarf til að leggja í allar þessar göngur sem margar hverjar eru krefjandi, og gefa ekkert eftir þó hún sé ekki með fremstu mönnum sbr. erfiðu jöklagöngurnar og sumargöngur síðasta árs.
Eftir gljúfrið var farið um heiðarbungur Giljatungu og komið að neðstu hlíðum hnúks hennar. Sjá geilina vinstra megi við miðju þar sem hópurinn fór upp.
Hér stöldruðu menn við á meðan Örn fór könnunarleiðangur upp klettana því aldrei þessu vant voru þjálfarar ekki búnir að ganga þessa leið þó spígsporað hefðu þeir um svæðið fyrr í mánuðinum og reiknað út þessa tilteknu gönguv.
Þetta var því ein af örfáum
undanfararæfingum
til þessa...
exploratory...
Eftir nokkurra mínútna bið sást Örninn á tindinum og ætlaði hann að finna betri leið upp en þessa þar sem hann sagði að þessi leið hentaði ekki öllum. ..
Á meðan fóru menn að ókyrrast og kvenþjálfarinn ákvað að bjóða mönnum að velja hvort þeir færu upp klettana eða kringum hnúkinn og fór svo að nánast allir löðuðust að klettaklöngrinu og hófu uppgöngu en nokkrir ákváðu þó að bíða af sér tindinn að sinni í stað þess að fara hringinn.
Í því hringir Guðjón Pétur og lætur vita að skriðurnar vestan megin sem hann var einnig að kanna væru ekki fýsilegar og skásti kosturinn væri klettageilin upp og niður.. í því kemur Örn niður austan megin og segir það saman eftir leit að skárri uppgönguleið... austurhlíðarnar væru enn meira klöngur... þetta væri skásta leiðin upp og niður við fyrstu könnun... Þá var hópurinn að mestu hálfnaður upp og of seint að snúa við... kannski eins gott... því sigurinn var sætur uppi...
Þetta var líka
bara gaman og
hollt og gott
eins og
kvenþjálfarinn sagði...
Uppi beið okkar
smá
hryggur
að þræða yfir að hæsta punkti þar sem
gróðusæl brekkan
bauð fyrstu mönnum sæti...
Ingi sem þá
tíndist inn frá því að fylgja Sirrý til baka fyrr í göngunni
skellti þeim sem ætluðu að bíða, með sér kringum hnúkinn í leið
að skárri leið upp af sínum einstaka öðlingsskap og komust allir á endanum upp vestan megin
með aðstoð þeirra félaga, Inga, Guðjóns Péturs og Arnar.
Sigursvipurinn
sætur á andlitum síðustu manna upp... Bara snilld að klára þetta og dýrmætt að Ingi og félagar létu engan sitja eftir!
Giljatungu-toppfarar - nokkurn veginn þrætt gegnum hópinn frá
vinstri;
Útsýnið ofan úr 698 m hæð yfir á Blákoll, Akrafjall, Akranes og syðstu hlíðar Hafnarfjallsaxlar í rjómablíðu.
Niður var farið um hnúkana norðar og fundin góð brekka niður eftir smá útstáelsi þjálfara og Skagamanna.
Hún var þó seinfarin þar sem allt var laust í sér í hitanum og grýtinu en ansi góð miðað við fyrstu sýn sunnar.
Hvannadalsnúkurinn
aðalumræðuefni kvöldsins... Komast Toppfarar einhvern tímann á Topp Toppana? Hva, ekki spurning hvort... bara hvenær :-) ... þrautsegja er málið... og glensið í þessu öllu saman:-) Frábærar
viðtökur við þeirri
áætlun að fara að ári og varla að maður hafi við að skrá menn á
Hnúkinn 2010..
Niður dalinn var farið og áin þrædd til baka og farið svo upp í hlíðar Hafnarfjallsaxlar með gljúfrinu til baka að vesturmynni Hafnardals.
Flott æfing í undursamlegu veðri... eiginlega fyrsta sumarveðrinu í ár... enda tókum við 4:25 klst. í þetta á 10 km langri leið upp í 698 m hæð með 639 m hækkun.. með öllu hangsi og chilli....
Kvöldsólarstemmning við bílana með
Snæfellsnesið
allt blasandi við í kvöldroðanum... Frábær frammistaða nýrra og nýlegra meðlima klúbbsins sem fengu aldeilis góðar viðtökur veðurguðanna fyrstu skrefin... ef þau bara vissu hvað biði þeirra... grín... en svona göngur eru gulls ígildi fyrir þau okkar sem eiga harðan veturinn að baki... Sigga þar í fararbroddi sem sigraði tindinn með okkur þetta kvöld þrátt fyrir allt og allt og gaf það okkur mikið að sjá hana sýna af sér þetta hugrekki eftir það sem er að baki...
Hún er sannarlega
hetja
hópsins. |
Rigning og rok á Esjunni
ÁFRAM ÍSLAND
Átta mættu á mánudagsæfingu á Esjuna þann 11. maí í hressilegu slagviðri þar sem þriðjudagsæfingin var færð fyrir Evróvisjón á þriðjudegi... og hætt var við Stóra Meitil vegna veðurspár þar sem þjálfarar hreinlega nenntu ekki aftur á það svæði í þoku og sudda...
Gárungar höfðu á orði að ekkert stoppaði Toppfara... hvorki veður, færð né myrkur... nema þá Evróvisjón... sem væri aldeilis mótsögn í sjálfu sér... :-) en misjafnar voru undirtektirnar með þetta uppátæki þjálfara og menn annað hvort mjög fegnir eða komu ofan af fjöllum með að Ísland væri að keppa í Evróvisjón á þriðjudaginn...
Það virtist
allavega vera einhver
refsing
fólgin í því hjá veðurguðunum að fá okkur þetta
aftakaveður á mánudegi
Einn
nýr meðlimur
klúbbsins hikaði ekki við að
vígja
sig inn í klúbbinn þennan dag (er
þetta ekki rétti andinn ?)
en það var hún Sirrý (Sigríður) sem gekk upp að
steini á Esjunni ásamt Þorsteini, Soffíu Rósu,
Erni, Helgu Björns., Siggu Rósu og Báru (öfug
röð frá hægri til vinstri - vantar Halldóru
Þórarins sem sneri við fyrr)... og hafði um lítið
annað að velja en fylgja hópnum alla leið og
spjalla eins óðamála og hinir til að hafa í við
veðrið...
Færið var blautt... og ansi miklir snjóskaflar í efri hlíðum miðað við maí... vindurinn hvass efst og rigningin líka blaut... ...en gangan varð 6,4 km á 2:18 klst. upp í 623 m hæð skv. gps með 609 m hækkun.
Fínasta þjálfun í
glimrandi gleði og tilhlökkun fyrir Hnúknum
næstu helgi... |
Í himnasal Hafnarfjalls
19 Toppfarar gengu á hæsta tind Hafnarfjalls þriðjudaginn 5. maí í frábæru veðri og stórtostlegu útsýni. Gangan var mögnuð og tilfinningin á toppnum líklega ógleymanlegum öllum sem þarna voru...
...
en upp úr öllum þessum tindum sem þarna skörtuðu
sínu fegursta úr öllum áttum Hún hafði boðið Skesshuhornsförum heim til sín kvöldið fyrir gönguna og í byrjun göngunnar þakkaði hún hópnum fyrir stuðninginn í tengslum við slysið. Sigríður er glerlistakona - www.glerkunst.com - og leysti gesti sína út með gjöfum í gærkveldi, forláta glerkertastjakar með íslenskum vetrar-skessuhorns-blæ... tákn Skessuhornsfara um atburð sem lifir meðal vor um ókomna tíð og lýsir um leið kvikandi lífi okkar saman á fjöllum um ókomna tíð.
Með í för var einnig endurkominn félagi frá því síðasta haust, Jón Ingi, en hann er einn ötulla félaga fjallgönguklúbbsins frá upphafi sem tóku fyrstu skref klúbbsins í mótun hans þegar einmitt hvert skref skipti miklu máli fyrir framtíðina... Þá var einnig mætt í sína fyrstu göngu dóttir Roars og Halldóru Ásgeirs, hún Aníta, 19 ára sem hélt sig meðal fremstu manna alla leið og sór sig þar með inn í sína ætt... ...og svo var tíkin Þula með í annað sinn...
Sigríður var ekkert að tvínóna við hlutina og gekk með hópnum upp í um 500 m hæð áður en hún sneri við við snjólínu enda var það ekki planið að fara í vetrargöngu.. það er komið sumar...gríður
Við kvöddum þessa hörku fjallakonu sem víða
hefur farið og lætur ekkert stöðva sig og héldum
áfram inn í snjóinn. Gengum í snjósköflum og
harðfenni upp að skarði
Hafnarfjallsins
sjálfs en hryggurinn sem við gengum eftir
nefnist
Hafnarfjallsöxl
og þá
Hafnarfjallsöxl nyrðri
sem við gengum og
Hafnarfjallsöxl syðri
sunnan með niður að
Ölveri
þar sem
Blákollur
rís svo til austurs. Hæstur tinda
Hafnarfjallssvæðisins er
Gildalshnúkur
og þangað stefndum við þetta kvöld..
Útsýnið stórkostlegt og engan veginn hægt að
sýna það á mynd.
Gildalshnúkur til vinstri og skarðið á milli (mætti eiga nafn) og Syðri Hafnarfjallsöxl hægra megin.
Hæst á Hafnarfjallsöxlinni rís "Vesturhnúkur
ef svo má kalla...
Í
skarðinu hvein vindurinn en útsýnið opnaðist
niður í
Hafnardal
með fleiri tindum Hafnarfjallssvæðisins Jú, jú, allir ætluðu alla leið á hnúkinn... þá Hvannadalshnúk eftir tvær vikur..? ... umræðan snerist að mestu um hann í þessari göngu... en nei, hér er átt við hæsta tind Hafnarfjalls... Farið var upp kletta Gildalshnúks og gegnum hoggin snjóspor Arnarins og brátt vorum við umvafin hnúkum svæðisins með stórkostlegu útsýni svo ekki sé meira sagt yfir á tvo stærstu fjallgarða Suðvesturhornsins Skarðsheiðarinnar og Esjunnar að ónefndum tindum Hafnarfjallssvæðisins næst okkur.
Litið til baka á leið á hnúkinn niður í Borgarfjörð.
Gildalshnúkur... varla pláss fyrir 18 manns... en þröngt mega sáttir fagna...
Hafnarfjallstindar
í baksýn og
Skarðsheiðin
í allri sinni dýrð aftast:
Dæmigerðir Toppfarar...
Niður var svo farið eftir bungum og klettum Gildalshnúks en færið gat ekki verið betra þar sem snjórinn gaf ágætis fótfestu niður brattasta kaflann neðar... útsýnið... tja... segir sig sjálft þó lítið sé að sjá af litlum myndum...
Úr
skarðinu völdu níu að skjótast upp á hæsta tind
Hafnarfjallsaxlarinnar, "Vesturhnúk"
Gangan endaði á
jaðarsporti
í boði Inga...
skriðuhlaupi
niður grjótskriður Hafnarfjalls...
Með móum var svo skoppað síðustu kílómetrana að
bílunum... degi verulega tekið að halla en samt
bjart á árla sumri... Við komum í bæinn rúmlega ellefu... lúin en alsæl með enn eina kvöldgönguna sem fer í eðalflokkinn... 7,8 km á 3:29 klst. upp í 857 m hæð með 740 m hækkun. |
Hörkuganga í
hávaðaroki um Ekkert gefið eftir... menn mæta greinilega ekki í svona veðri nema meina eitthvað með því !
90. æfing var þriðjudaginn 28. apríl og mættu níu manns í bálhvössum vindi og hugsanlegri rigningu sem þó varð engin nema einhvurjir dropar á stöku stað... eða hálfskýjuðu veðri, SA14 og 9°C.
Mjög hvasst var frá upphafi göngunnar og áttu þjálfarar alveg eins von á því að enginn myndi mæta þar sem rigningin var þar að auki mikil í bænum og varla stætt að vera að einhverju flandri...
En... þau fáu sem mættu gáfu sig ekki og vildu klára gönguna alla leið upp á Þúfurnar í 600 m hæð þrátt fyrir erfiðan mótvind. Menn steinlágu í verstu hviðunum og skriðu svo af stað þess á milli... þetta fer að vera vani hjá hópnum... og við náðum upp á Þúfurnar eftir 3,3 km göngu og 1:43 klst. barning við bálhvassan vindinn beint í fangið...
Niður flýttum
við okkur svo undan veðrinu í einskærri
gleði þess sem ekki gefur eftir... og fengum
ágætis skjól í köflum í hlíðinni og góða
nasasjón af því glæsilega útsýni sem þessi
gönguleið býður upp á yfir á Akrafjall,
Skarðsheiði og til sjávar.
Blikdalurinn
gleypti okkur í stærð sinni enda stærsti
dalur Esjunnar og tæplega
7 km
langur.
Blikdalsá rennur um dalinn frá tignarlegum fossi í dalsbotni sem sameinar smám saman óteljandi sprænurnar er renna sitt hvoru megin dalsins og endar í tignarlegu gljúfri neðst... en ekki fundum við Mannskaðafoss (líklega er hann mun neðar í gljúfrinu) enda nenntum við varla að leita þarna í restina eftir langa orrustu við rokið sem hélt áfram að vinda sig um okkur í bakaleiðinni og feykti okkur að lokum út úr dalnum af einskærum dónaskap gestgjafans þetta kvöldið...
En æfingin
sem var alls
7,5 km
löng á
3:08 klst.
upp í
598 m
hæð með
536
m
hækkun... ... en við gengum svo langt þetta kvöld að plana janúartindinnn 2010 á Strút með gistingu heila helgi í Húsafelli í sumarbústöðum sem Helga bauðst til að panta... og létum sko engar vindrokur meðfram bílnum fæla okkur frá þessari rólegheitastund sem var kærkomin við bílinn í samanburði við hvassviðrið ofar hlíða... ...megi brunnar roks og rigningar tæmast fyrir föstudaginn á Baulu... |
Aprílsól
89. æfing var þriðjudaginn 21. apríl og mættu 18 manns ásamt tíkinni Dimmu. Meðal göngumanna var ungi Toppfarinn og fjallahafur mikill, Ástþór Hjörleifsson, 12 ára sem kom líka með okkur í fyrra á sömu slóðir og nú skoppaði hann sem aldrei fyrr, fór hratt og öruggt yfir og fetar sjálfsagt einn daginn 24 tinda í spor föður síns...
Gengið var um gígbarma Eldborgar (467 m) áður en skriðið var upp á Drottningu í lausamöl og myljandi hrauni en hún reyndist 518 m há skv. gps.
Uppi á Drottningu var tilkynnt um nýjan Toppfara í hópnum sem enn fer huldu höfði innan klæða hjá Irmu og varð þar með ljóst að Irma gengi fyrir tvo í hópnum... :-)
Niður Drottningu var farið um einn snjóskaflana sem enn prýða Bláfjallasvæðið þó brátt sé komið sumar og leist mönnum ekkert á blikuna fyrst en þetta reyndist prýðilegasta færi og var farið hratt yfir.
Yfir hraunið
var svo farið með Bláfjöllin skartandi sínu
fegursta í kvöldsólinni sem þó var furðu
hátt á lofti...
Hlíðar Stóra Kóngsfells tóku við og reyndust brakandi skemmtilegar í mergjuðu útsýni yfir í litlu eldborgirnar við rætur Stóra Kóngsfells, á Þríhnúka, Kristjánsdalahorn, Grindaskörð, Húsfell, Valahnúka og Helgafell...
...að ekki sé talað um höfuðborgina þegar ofar dró og vesturströndina, Akrafjall, Esjufjallgarðinn, Móskarðahnúka, Skálafell og Mosfellsbæjarfjöllin...
... og svo
Vífilsfellið sem glitraði þarna í fjarska og
reyndist okkur svo þungbúið fyrir viku
síðan... við vorum næstum því búin að skella
okkur þarna upp líka... þetta var
freistandi... en okkur eru víst takmörk sett
í tíma, vegalengd, orku, getu...
... svo við
nutum bara augnabliksins og þess staðar sem
við vorum á... vera í núinu...
Nesti fékkst
svo loksins í skjóli í austurhlíðum Stóra
Kóngsfells með Drottningu í fanginu og
Bláfjöllin fær
4,8 km á 2:12 klst. upp í 467 m 518 m og 608 m hæð með samtals hækkun upp á 427 m. |
Vífilsfell í votviðri
88. æfing var þriðjudaginn 14. apríl og mættu 14 manns en þar af ver einn nýr félagi, hún Ellen. Veðrið var í stíl við veturinn... krefjandi vosbúð með stríðri rigningu en þó hlýtt og lygnt eða NA2 og 6°C.
Gengið var upp vestan við fellið upp gamlar slóðir frá því í júní 2007 og farið gilið en ekki upp hrygginn eins og í september í fyrra en það var forvitnilegt að sjá hvaða skriður þetta voru sem við snigluðumst upp þá í þokunni... bara snilld forðum daga... en núna var það gilið sem var ekkert síðra...
Færið var gott, snjórinn blautur og leiðin að mörgu leyti greiðfærari með snjónum en rigningin rann stríðum straumum og við vorum öll meira og minna blaut þegar tindurinn nálgaðist... og ekkert útsýni...
Vífilsfellið
reynist okkur þungt í skauti hvað þetta
varðar...
Ekkert var gefið eftir, upp skyldi haldið allir sem einn og tókst það á sléttum tveimur tímum eftir ágætis nestispásu undir klettunum í skjóli og svolítlu príli upp klettabeltið en þar fórum við ekki vanabundna leið þó þessi væri greinilega fjölfarin miðað við sporin sem þarna lágu um allt.
Niður fórum við sömu leið og fengum okkur nesti og bættum á okkur fötum því kuldinn var ótrúlegur í bleytunni í þessari hæð miðað við láglendið, rigningin orðin að slyddu og fingur stirðir af kulda. Snjóbrekkurnar fengu góðan renning niður (sjá myndband á fésbók og youtube) í skríkjandi kátínunni og gilið var svo gengið í snjósköflunum þar til niður var komið og mosinn dúnmjúki skoppaði með okkur síðasta kaflann að bílunum.
Dúnduræfing með frábæru fólki á 3:23 klst. á 7,9 km leið upp í 663 m hæð skv. gps (655 m) og 472 m hækkun. Fjórtán kossar fóru til Sigríðar sem Herdís kom áleiðis...
Tindfjallajökull,
Hvannadalshnúkur og sumartindarnir í umræðunni,
24 tindar og aukagöngur... |
Vorblíða á Syðstu Bollum
87. æfing var þriðjudaginn 7. apríl og mættu 14 manns í blíðskaparveðri, NV3 og 7°C eða algeru logni og hita og voru sumir að ganga á peysunni í fyrsta sinn í klúbbnum... og nutu þess í botn...
Gengið var að Grindaskörðum um þægilegar hraunbreiður og mosa sem ilmaði af vorinu og var hrein dásemd að ganga í þessu umhverfi.
Skyggni var gott helminginn af æfingunni en hér sést til Helgafells í Hafnarfirði, Valahnúka og Húsfell svo nánast út af mynd.
Út skörðunum var afráðið að fara á Syðstu Bolla frekar en á Bollana sem gengnir voru í fyrra og er hér lagt í hann upp skriður og myljandi hraun. Á uppleiðinni skreið þokan dulúðug um okkur og huldi þar með útsýnið sem hefði verið allan hringinn ofan af hnúknum og olli því að við fórum ekki könnunarleiðangur um fleiri bolla í suðri... alltaf gott að hafa ástæðu til að koma á svona fallegan stað aftur síðar....
Mættir voru:
Hringt var frá Akranesi... Ingi þar... þar var líka gengið á sama tíma þetta kvöld... Akranesútibúið klikkar ekki !
.. en í staðinn þreifuðum við okkur um nýja niðurleið þar sem það er skemmtilegast að fara nýjar slóðir og var klöngrast um hraunið og klappir suðaustan með hnúknum og mátti sjá í útsýnið öðru hvoru yfir heiðina til suðausturs gegnum þessa friðsælu þokuslæðu sem læddist þarna um svæðið... Selvogsgatan sem bíður betri tíma Toppfara einn daginn alla leið að Strandarkirkju... spennandi leið...
Rennblautir og mjúkir snjóskaflar á undanhaldi urðu á leið okkar öðru hvoru og var sérstakt að fara um þetta færi í þessu brakandi góða veðri... ...þáttaskil vetrar og vors... Æfingin gaf 6,6 km göngu á 2:34 klst. upp í 560 m hæð með 320 m hækkun.
Dásamleg kvöldganga sem varð óraunveruleg þegar
snjókomunni kyngdi |
Við erum á toppnum... hvar ert þú?
|