Allar þriðjudagsæfingar frá
apríl út júní 2017
í öfugri tímaröð:
Vífilsstaðahlíð og nágrenni 27. júní.
Mont Blanc ferðin var 19. - 26. júní.
Skjaldbreiður 13. júní.
Kajakferðin 6. júní féll aftur niður á staðnum vegna veðurs.
Laugagnípa og Kerhólakambur 30. maí.
Kajakferðin 23. maí féll niður á staðnum vegna veðurs og farið í heita pottinn
og humar í staðinn.
Glymur og Hvalfell 10 ára afmælisþriðjudagsganga 16. maí.
Tíu fjöll á tíu dögum frá 5. til 14. maí.
Arnarfell Þingvöllum 9. maí.
Húsfell 2. maí
Hjólað í Búrfellsgjá 25. apríl.
Stóra Reykjafell 18. apríl.
Fimm fjalla páska áskorun 11. - 18. apríl.
Geirmundartindur um Pytta með Inga - þjálfarar uppteknir - 11. apríl.
Mófell og Ok undir Skessuhorni 4. apríl.
Skjaldbreiður
Síðasta þriðjudagsganga þjálfara... fyrir stóru Mont Blanc ferðina þar sem 7 Toppfarar freista þess að sigra hæsta tind Mont Blanc og 14 Toppfarar ganga í kringum fjallið í Frakklandi, Ítalíu og Sviss... var þriðjudaginn 13. júní...
Mjög vel gekk að keyra upp eftir um Skjaldbreiðarveg, skraufþurr og rúllandi sumarfæri... svo upplýsingar frá Vegagerðinni um illfæri á þessari leið voru með öllu óskiljanlegar nema ef vera skyldi að vegurinn sé illfær vegna bleytu innar við Hlöðufell ? en allavega gat færið hreinlega ekki verið sumarlegra enda fréttist af fólki keyrandi þennan veg vikuna á undan og þá upp snjólínu á á Skjaldbreið líka... sem við enduðum á að gera líka... keyrðum vel upp eftir slóðanum á fjallinu sjálfu einnig en þó ekki alveg allan slóðann nema skíðamennirnir sem vildu komast í snjó og þeir sem vildu forvitnast upp leiðina...
Jóhann Ísfeld og Steingrímur fóru á fjallaskíðunum upp og niður... og voru ekki lengi :-)
Fínt veður þegar við
keyrðum upp eftir...
Þoka því miður uppi á gígbarminum en lygnt og hlýtt miðað við rúmlega 1.000 m hæð...
Við fengum okkur nesti horfandi niður í gíginn þegar hann sást... annars út í þokuna sem umlukti magnað útsýnið sem gefst á þessu fjalli... og þjálfarar kokkuðu óbyggðahlaup upp á Skjaldbreið í framtíðinni... já, vá, "verður gaman að skokka þarna upp og allan gíginn og niður hinum megin og kringum fjallið til baka"... ekki spurning að gera þetta að sumri til !
Það er einstakt fólk í klúbbnum... ekkert nema englar... manni hlýnar hreinlega um hjartarætur við að horfa á þessa mynd... Jóhann Ísfeld í
hvarfi lengra að sýsla með fjallaskíðin sín... Steingrímur,
Aðalheiður, Njáll. Katrín Kj., Arna, Hjölli, Guðmundur Jón,
Ólafur Vignir, Olgeir, Gunnar, Súsanna, Davíð, Heiðrún, Örn,
Herdís, Þóranna, Karen Rut, María E., Ingi, Erna Þar af var
Olgeir að koma aftur í hópinn eftir hlé, frábært að fá hann
aftur !... Arngrímur, Herdís og Þóranna að koma í sína þriðju
göngu með hópnum... og Davíð að mæta í sína fyrstu göngu með
hópnum en hann skráði sig fyrir þessa göngu í klúbbinn
Mann kólnar við að stoppa og borða nesti... og því læddist sú hugsun að hvort við ættum nokkuð að þræða okkur um gígbarminn úr því það var ekki skyggni... og þjálfari gerði þau mistök að bera þetta undir hópinn frekar en að gefa hreinlega ekkert færi á því að sleppa gígbarminum því hópurinn sem fór hann var eldsnöggt að þessu brölti á meðan hin sneru niður eftir nestið...
Niðurgangan er
draumur einn ofan af Skjaldbreið... bara hægt að rúlla í snjónum
og svo mosanum og grjótinu og mölinni..
Mont Blanc
Hringfararnir Ólafur, Katrín, Guðmundur Jón og Heiðrún... http://www.nationalgeographic.com/adventure/lists/hiking-backpacking/worlds-best-hikes-dream-trails/
Dulúðin alltumlykjandi þegar gengið var úr þokuni í skyggni...
... úr snjónum í mosann og grjótið og mölina...
Svo opnaðist fyrir fjallasýnina... og við spáðum í Þórisjökul sem við þurfum að fara að endurtaka göngu á í skyggni... og bæta Stóra og Litla Björnsfelli við safnið... já, gott að hafa ennþá fullt af fjöllum ógengin framundan :-)
Hópmynd af gígbarmsgenginu úr því það koma skyggni :-) Heiðrún, Davíð, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Ingi, Herdís, Þóranna, Örn, Olgeir, Ólafur Vignir, Karen Rut og Bára tók mynd.
Sól skein í heiði í fjarska... veið hefðum átt að vera þarna hinum megin ! :-)
... nei, nei,
þetta var fínasta ganga upp á þetta flata fjall
Nýlliðarnir eru alveg með gleðina á hreinu... mikill fengur að fá þetta fólk í klúbbinn sem kann að njóta alla leið ! :-) Alls 8,4 km á 3:10 klst. upp í 1.075 m hæð með alls hækkun upp á 518 m miðað við 598 m upphafshæð. Þjálfarar fara nú í sumarfrí í fjórar vikur en byrja samt á Mont Blanc... Dagskráin næstu fjóra þriðjudaga í sumarfríi þjálfara:
Þri 20/6: Keilir í
umsjón ? - þið talið ykkur saman sem farið.
Aðalheiður hefur svo
boðist til að vera með göngu á Snæfellsjökul á þessum tíma
þegar gott veður gefst Þjálfarar snúa svo aftur til leiks þri 17/7 og fara eina fallegustu kvöldgöngu sem gefst á suðvesturhorni landsins á Tjarnarhnúk, Lakahnúk og Hrómundartind og til baka um Katlagil sem þýðir um 5 klst. kvöldgöngu um hásumar þegar tíminn er til að njóta sama hvað klukkan er :-)
Takk elsku Aðalheiður,
Jóhanna Fríða og Hjölli fyrir að bjóða fram krafta ykkar,
Hafið það öll sem allra
best elskurnar, njótum sumarsins |
Esju -
uppáhald þjálfara Kerhólakambur og Laugagnípa
Loksins var komið að
krefjandi þriðjudagsæfingu þann 30. maí eftir kajakferð
vikuna á undan
Gengið var hefðbundna
leið upp á Kerhólakamb og svo var ætlunin að þræða
brúnir Laugagnípu á leið niður...
Tveir nýliðar
mættu í þessa göngu..
Veðrið fallegt og friðsælt eftir rysjótt veður síðustu vikurnar...
Smá snjóskaflar ennþá utan í efstu brekkunni á Kerhólakambi... þeir fara ótrúlega seint á sumrin...
Þá var og gestur í þessari göngu.. hann Davíð úr Veseni og Vergangi...
Þessi ganga á
eiginlega frekar að vera dagsganga og þá með viðkomu til
dæmis á Þverfellshorni og til baka hinum megin dalsins
Kerhólakambur í 861 m hæð, fínasta skyggni og útsýni sem er ekki sjálfgefið...
Frár Kerhólakambi var
haldið yfir á brúnir Laugagnópu ef það er réttnefni á
þessum vesturbrúnum Esjunnar
Ægifagrar brúnir og heill töfraheimur út af fyrir sig... synd að Báran var ekki með til að taka fleiri myndir.. það er varla hægt að standa í myndatökum þegar maður leiðir svona göngu þar sem fararstjórinn er stöðugt að huga að leiðarvali og hafa yfirsýn yfir hópnum... en það náðust nokkrar góðar samt... sem engan veginn lýsa samt ftórfengleikanum þarna... hann upplifist eingöngu að staðnum...
Kerhólakambur hér í baksýn...
Þverfallshornið og Kistufellið hér fjærst...
Hér lifir fuglinn í hömrunum og þyturinn heyrðist... sem og kvakið...
Ansi bratt og hengiflugið algert en fallegt var það...
Flottur hópur þetta kvöld... Maggi, Ingi, Gunnar,
Guðmundur Jón, Ólafur Vignir, Rósa, maría, Davíð,
Herdís.
Þessi útúrdúr er krefjandi sökum bratta og klöngurs er vel þess virði...
... og nauðsynlegt að halda sig á brúnunum eins langt og maður getur leyft sér...
... til að njóta dýrðarinnar...
Svo tekur við bratt klöngur niður í dalinn aftur og er þessi kafli ekki greiðfær...
Komin niður í spriklandi sumarið sem er svo dásamlegt að upplifa alltaf vakna á þessum tíma...
Sjá kaflann frá klettabeltinu af brúnunum...
Farið var nýja leið
til baka um klettana neðst... þar sem kaðall var til
stuðnings og gekk það vel en
Fín leið og ekki spurning að fara hana hér með næst þegar við förum hér um...
Alls 7,8 km á 4:04 klst. upp í 861 m hæð með alls hækkun upp á 858 m miðað við 60 m upphafshæð. Flott kvöldganga eins
og þær gerast bestar á þessum árstíma þegar hægt er að
leyfa sér langar og strembnar göngur |
10 ára afmælisganga
Takk elsku Toppfarar og
gestir sem fögnuðu 10 ára afmælisári Toppfara á Glym og
Hvalfelli
Gengið var með 10 ára blöðrur á bakpokunum,
skálað í Toppfara-freyðivíni og -kóki ofan við Glym
ásamt smá konfekti og þjálfarar heiðruðu þá Toppfara sem
náðu að ganga á tíu fjöll á tíu dögum í tilefni af 10 ára
afmælinu. Eftir langa
ræðu frá þjálfara í upphafi göngu... sem var því miður ekki
undirbúin nema rétt í bílnum á leiðinni...
Hér hefðum við
átt að raða öllum upp... æj, einhvern veginn hélt maður að þetta
ætti að vera óformleg hópmynd þar sem ætlunin var svo síðar að taka eina
góða með fossinn í baksýn ofar... en leiðin breyttist og endaði
á engum mjög góðum hópmyndarstað svo þessi mynd hefði verið sú
besta í göngunni ef við hefðum hundskast til að raða okkur upp í
tvær raðir ! :-)
Farið var
hefðbundna leið um göngustíginn og niður um hellinn að ánni...
Óskaplega falleg leið sem maður getur farið á hverju ári og alltaf tekið andann á lofti yfir fegurðinni...
Slaufa mætti að sjálfsögðu ásamt Batman, Mola og Bónó en þau eru ötulustu hundar Toppfara þetta misserið...
En, nei, okkur var ekki ætlað að komast yfir ánna... flæddi hressilega yfir grjótið að staurnum og vonlaust fyrir svona stóran hóp að komast klakklaust yfir á þurrum fótum svo áfráði var að halda áfram vestan megin upp sem var miður því þó sú leiðs é fögur þá er austurleiðin langtum fegurri hvað sjónarhorn á fossinn varðar og marga áhrifamikla útsýnisstaði á leiðinni upp með gljúfrinu... Sjá hvernig
færið er vanalega á grjótinu að stóra steininum og svo á
staurnum yfir...
Þeir sem voru að fara þarna í fyrsta sinn voru ansi margir þetta
kvöld.. svo endilega komið bara með að ári... en þá ætlum við
að passa okkur að fara í lok maí eða byrjun júní... þegar
birkið er komið lengra á veg og sumarið alveg búið að taka
völdin í botninum... þar með komin ein af mörgum lexíum
þessarar göngu.. þjálfarar safna nefnilega alltaf lexíum eftir
hverja Toppfaragöngu til að læra af reynslunni og gera betur
næst...
Þetta var
sérstök stemning... ekki það sem við erum vön í klúbbnum...
...en
gleðin leyndi sér ekki og það var mjög gaman að kynnast og
spjalla við allt þetta jákvæða fólk
... jákvæðnin kemur mönnum nefnilega ansi langt upp á fjall ein og sér...
Ofar eykst
útsýnið að Glymsgljúfri en maður nær aldrei að sjá fossinn falla
niður í gljúfrið vestan megin ... eins og hér
í fyrstu göngu Toppfara að Glym 27. maí 2008... Og enn betur sést þetta hér ofar í gljúfrinu í annarri göngu Toppfara upp með Glym 9. júní 2009 í dumbungsveðri...
Hér var skásti útsýnisstaðurinn sem þó kemst ekki í líkingu við sýnina austan megin...
En fagur er hann engu að síður og tignarlegt að vera þarna á þessum stað...
Magnþrunginn áþreifanleiki og hljóðið í ritunni í bjarginu sérstakt...
Fegurðin þetta
kvöld var dásamleg og við drukkum hana blíðlega í okkur
Bára vildi ná
hópmynd með gljúfrinu eða fossinum í baksýn... en er ekki vön að
taka hópmynd af svona mörgu fólki
Falleg mynd
jú... en það sést ekki almennilega hverjir þetta eru sem
mættu...
Hvílíkt
dásemdarveður... það var ekki annað hægt en vera fullur
þakklætis til veðurguðanna
Þessi sýn á
fossinn er einstök vestan megin... Krökkunum
þótti mikið ævintýri að vaða þó erfitt hafi verið í köldu
vatninu...
Maí er
dásamlegur tími til að upplifa náttúruna vakna og sjá snjóinn
víkja fyrir sumarhitanum...
Sjá Leggjabrjót
í baksýn en 18 Toppfarar fóru hann hlaupandi og gangandi síðustu
helgi
Já, brúnirnar
þar sem Glymur byrjar að falla er magnaður staður til að vera
á... við höfum farið þarna niður og út á grjótið... Einu sinni komum við ofan frá að fossinum... gengum þá upp með Svörtugjá vesta í Botni sem er snarbrött brölt ...en gjáin sú er eins og míní-útgáfa af Glymsgljúfri... veðum að koma hingað aftur síðar...
Það var kominn
tími á nesti... uppi á tindinum eða efst á áfangastað er okkar siður á þriðjudögum...
Í nestispásunni
í mjúkum, hlýjum mosanum buðu þjálfarar upp á sérmerkt
Toppfarafreyðivín og Toppfarakók í staupi...
en því miður þá týndist hluti af staupglösunum svo Útiverurnar
og einhverjir fleiri fengu ekki að smakka... við vorum mjög leið yfir þessu.. Örn fann
svo heilan poka með staupglösum í buxnavasanum á leiðinni upp
Hvalfellið...
Jón Gauti
Jónssin fjallaleiðsögumaður til áratuga... og annar af fyrstu
leiðsögumönnunum okkar á upphafsárum klúbbsins...
Ingi og Jón
Gauti kláruðu freyðivínið áður en lagt var af stað aftur...
Hvalfellsfararnir héldu ótrauðir áfram... fjallið lokkaði hreint
og skært fyrir ofan okkur og nokkrir að sigra það í fyrsta
sinn...
Flestir með vaðskó en ekki allir og þá var bara að láta sig hafa það á táslunum...
... sem var ekki þægilegt meðan á því stóð en enginn særðist eða lenti í vandræðum sökum þessa... Lexían hér að
muna eftir að taka með vaðskó þegar þjálfari mælir með því :-)
Allt var þetta
nú ljómandi skemmtilegt þrátt fyrir þjáningar og kulda
... og lögðu í þéttar brekkurnar með vel viðraða fætur og tandurhreina Botnsár-orku :-)
Þarna gengum
við einu sinni meðfram ánni... upp með Glym og áfram eftir ánni allri
að Hvalvatni... ... og stóðumst ekki freistinguna að ganga á Hvalfellið úr því við stóðum svona nálægt því... ... í töfrandi flottu veðri og brakandi vetrarfæri... alveg ógleymanleg ferð...
En... aftur til ársins 2017... frá ánni beið okkar ekkert nema þéttar grjótbrekkurnar...
... með
dúnmúkum mosa til að byrja með og sólin enn ágætlega hátt á
lofti...
... og nutum þess að búa í landi þar sem sólin sest varla að hásumri... hvílík forréttindi !
Talsverður
snjór í fjallinu ennþá og meiri en í fyrri ferðum en hornið
orðið snjólaust engu að síður
Þessi sýn niður í Botnsdal ofan af Hvalfelli er ein sú glæsilegasta sem gefst á fjalli kringum höfuðborgina...
Svo fór að draga fyrir sólu...
... og í stað
þess að fá gullið sólarlag í fangið uppi á Hvalfelli þá varð
skýjað síðasta k
Já, grjóthornið góða rífur í en þarna er slóðinn orðinn ansi góður með árunum frá því við fórum hérna fyrst...
Himininn ægifagur þrátt fyrir sólargeislaleysið í okkar átt...
Uppi voru stöku snjóskaflar en áfram sama góða veðrið...
Upp
fengum við óskert útsýni í allar áttir... hér til Hvalvatns,
fjallanna sunnan Langjökuls,
... og
Botnssúlna sem enn eru að mestu í snjó... þarna gengum við á
allar fimm á 5 ára afmælisárinu mikl árið 2012... ... en
þar var tekin uppáhaldshópmynd þjálfara í sögunni...
Þunn þokan
slæddist yfir tind Hvalfells þegar síðustu menn skiluðu sér upp
en töfrarnir héldu sér...
Alls 25 manns á Hvalfellinu í kvöldgöngu upp með Glym... Leifur, Rósa,
Ingunn gestur, Sarah, Roar, Gunnar Viðar, Karen Rut, Njóla,
Arngrímur gesstur, Guðmundur V., Guðlaug, Kolbrún Ýr,
Auðvitað
tókum við sérmynd af
gestunum... mikill heiður að
þið skylduð koma með okkur
þetta kvöld Arngrímur á eigin vegum, Ingunn frá Íslenskum
Fjallaleiðsögumönnum
Eftir stutta hvíld á tindinum í þokukalsa með myndatökum og lágmarksnestisinntöku drifum við okkur niður...
... en
skaflinn góði var of
harðfenntur svo við lögðum
ekki í hann...
Grýtt og
bratt og seinfarið þá var þetta meðfram
skaflinum í byrjun niður
hlíðarnar
... alla
leið að Stóragili sem
skartar þessum kyngimagnaða
fossi... sem næst engan
veginn nægilega á mynd...
Við tók
ein brött grjótbrekka í
vaknandi lúpínunni sem
þarna er óðum að taka yfir
svæðið niður að Botnsánni
Hún svona
líka vatnsmikil og ólgandi
en hana höfum við alltaf
komist upp með að þvera
stiklandi...
Slóðinn
meðfram ánum sameiðunum að
brúnni neðar í dalnum er
virkilega falleg leið...
kannski förum við hana
næst upp í mót... ... það er allavega þess virði að fara þessa leið í dagsbirtu en ekki kvöldrökkri eins og við gerðum einu sinni árið 2015... sjá myndina hér þar sem ekkert mál var að stikla yfir Hvalskarðsá og taka mynd í leiðinni.. en reyndar lentum við þá í staðinn í alls kyns verkefnum ofar við að þvera hlíðar Hvalfells sem eru sundurskornar í giljum og gljúfrum þó við færum ofarlega :-)
Alls 12,6 km á 5:59 klst. upp í 854 m hæð með alls hækkun upp á 958 m með öllu miðað við 68 m upphafshæð. Sjá fyrri göngur á Hvalfell - NB þá eru ekki meðtaldar allar ferðir að Glym þar sem við höfum farið að honum á ýmsa vegu gegnum árin... hér er eingöngu um göngur á Hvalfell að ræða... en þá sést að þrjár fyrri kvöldgöngur okkar að Glym og á Hvalfell voru kringum 5 klst. með styttri vegalengd þar sem farið var austan megin upp gljúfrið, ekki vaðið og því snúið fyrr að fjallinu... Þarna með er vetrarferðin sem var dagsferð þar sem farið var
kringum Hvalvatnið í leiðinni
Sjá slóðina og þversnið göngunnar þetta kvöld árið 2017...
Slóðirnar
okkar að Glym í gegnum árin
í samhengi við gönguna
kringum Hvalvatn
Sjá hér nær til að átta sig á mismunandi leiðum: Gula
slóðin okkar upp að Glym
vestan megin með vaði og á
Hvalfell 16. maí 2017. (sjá muninn við að vera vestan megin og þurfa ekki að vaða ofan við fossinn og eins að fara beint niður skaflinn) Rauða slóðin upp með Hvalskarðsánni að Stóragili og þverað yfir tungurnar niður að Glym og austurslóðinn niður 26. maí 2015. Bleika slóðin upp með Svörtugjá sem er mögnuð leið og þaðan að Glym ofan frá og niður vestan megin 28. maí 2013. Og loks vetrardagsgangan að Glym vestan megin, með ánni kringum Hvalvatn á Skinnhúfuhöfða og svo á Hvalfell og niður syðst að Hvalskarðsánni þann 1. mars 2014. Fleiri göngur vantar en þær eru svipaðar að leiðarvali og ofangreindar.
Hjartansþakkir allir fyrir
falleg orð í okkar garð,
allar kveðjurnar, myndirnar,
fyrir blómin og fallega
kortið...
Þessi ganga var ein af mörgum uppátækjum sem við tökum upp á á
árinu í tilefni af afmælinu og okkur þótti virkilega vænt um
hversu margir mættu og samglöddust með okkur og nutu
kvöldsins... við erum rétt að byrja að fagna... það eru ótal
skemmtileg uppátæki framundan út árið og nokkur drepfyndin að
baki eins og "10 fjöll á 10 dögum"... ekkert annað í boði en
hafa bara gaman af þessu öllu saman... ekki taka sig of
alvarlega og hlæja sig vitlausan sama hvað... af því þá er miklu
skemmtilegra að lifa :-) |
Tíu
fjalla
afmælis
áskorun
!
... hófst fös 5. maí og
lauk sun 14. maí stórskemmtilegum meldingum og mögnuðum fjöllum...
Fimm konur náðu
að ganga á 10 fjöll
eða þær Ásta H:
Halldóra Þ:
Jóhanna
Fríða:
Njóla:
og
Súsanna:
Björn
Matthíasson: 10
fjalla skýrsla
Tvær konur fóru 5+
km á 10 dögum Vantar mynd Elín !
Nokkrir reyndu að
ná þessu og fóru á
allt að átta fjöll
Kærar þakkir allir
fyrir þátttökuna
!
Fjallalisti allra keppenda - alls 28 fjöll á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og í Öræfajökli: Arnarfell, Ásfjall, Búrfellsgjá, Dyrhamar, Einhyrningur, Esjan, Hafrahlíð, Helgafell Hf, Helgafell Mosó, Hrútkollur, Húsfell, Hvannadalshryggur, Keilir, Lali, Leggjabrjótur, Mosfell, Reykjaborg, Reykjafell, Skálafell, Stórhöfði, Stóri Dímon, Úlfarsfell, Valbjarnarvallarmúli, Valahnúkar, Vatnshlíð, Þríhyrningur, Þyrill, Æsustaðafjall.
Þjálfarar ætluðu að fara að draga úr nöfnum keppenda... en þótti eitthvað rangt við það að einn sigraði þessa keppni þar sem frammistaða allra var svo flott... fjöldinn allur af glæsilegum fjöllum... sjaldförnum og erfiðum... meldingarnar á viðburðinn svo skemmtilegar og stundum drepfyndnar og spennandi... eljan við að fara í erfiðu veðri einsamall aðdáunarverð... samviskusemin við þátttökuna svo frábær...
...að niðurstaðan
varð sú að unnu sér inn árgjald í klúbbnum að verðmæti 20.000 kr. og jaðaríþróttakonurnar tvær unnu sér inn tindferðargjald að verðmæti 4.000 kr.! Til hamingju elskurnar !
Sjá viðburðinn hér á fésbókinni
|
Alla leið á Arnarfelli Þingvöllum
Fjórtán
Toppfarar misstu af því að sjá Ísland detta úr úr undankeppninni
í söngvakeppni sjónvarpsstöðva
Brostsið var
enn ekki farið af andlitum Dyrhamarsfaranna Ólafs Vignir og
Guðmundar Jóns sem upplifðu flottustu jöklagöngu í
Gengið var eftir fjallinu endilöngu frá norðri til suðurs og er það magnhnúkótt alla leið...
MÆttir voru: Guðmundur Jón, Njóla, karen Rut, Hjölli, Guðlaug Ósk, Geort, Katrín Kj., Gerður Jens., Ólafur Vignir, Aðalheiður, Svavar, Björn Matt. og Súsanna ásamt Batman en Bára horfði á söngvakeppnina og undirb´jó vinnuferð norður í land...
Nokkrir mættir þetta kvöld safna nú fjöllum... tíui talsins á tíu dögum í tilefni 10 ára afmælis Toppfaraen sorglega fáir taka þátt í þessari áskorun því miður... og engir karlmenn hafa meldað þátttöku fyrir utan þjálfarann... ofurkonur Toppfara eru enda margar og eljusemi þeirra aðdáunarverð... en þær hafa nú nokkrar meldað hvert fjallið á fætur öðru og sum ansi smart að fá í safnið eins og Þríhyrning að maður tali nú ekki um Hvannadalshrygginn og Dyrhamarinn og Virkisjökulinn... að liggur við að maður leyfi að þessi leið helgina á undan telji sem þrír tindar... en róum okkur... :-) keppni nlýkur á sunnudaginn og flestir ætla Leggjabrjót á laugardaginn sem telst með sem "fjall" og þá er sunnudagurinn einn eftir til að ná þessu up í tíu :-)
Leiðin til baka meðfram Þingvallavatni er í algeru uppáhaldi hjá þjálfurum... dásamleg gönguleið með orkuna af vatninu beint í æð... já, við skulum hjóla kringum Þingvallavatn í sumar.. ekki spurning...
Batman óð
nokkur skref út í þessa tjörn en ekki lengra... hann þarf
að fara að læra að synda...
Alls 7,5 km á 2:40 klst. upp í 247 m hæð með alls hækkun upp á 351 m miðað við 129 m upphafshæð. Dásamlegt kvöld
í alla staði |
Stórhreingerningar veðurguðanna
Það var beljandi slagveður þriðjduaginn 2. maí þegar við ætluðum á Laugagnípu og Kerhólakamb...
... og því var ákveðið að ganga á Húsfell í staðinn sem gefur langa en fremur viðráðanlega göngu í erfiðu veðri...
... en vindurinn var slíkur að við komumst ekki nema hálfa leið upp fellið...
... og snerum því við og fórum Hjöllaleið til baka um hraunið í áttina að Búrfellsgjánni...
... og þar inn á stíginn sem liggur milli Valahnúka og gjárinnar...
Flott 9 km
ganga í mjög erfiðu veðri þar sem verstu vindhviðurnar voru
nánast búnar að fella okkur um koll Alls 9 km ganga á 2:20 klst. upp í 247 m hæð með alls hækkun upp á 125 m miðað við 146 m upphafshæð. Dyrhamar og
Hvannadalshnúkur framundan næstu helgi og spáð bongóblíðu
frá miðvikudagskveldi fram yfir helgina... |
Hjólað í fjallgöngu
Þriðjudaginn 25. apríl var jaðaríþróttaæfing fjögur af tólf á árinu...
... þar sem hjólað var í fjallgöngu frá Salalaug í Kópavogi...
... að Vífilsstaðavatni um Maríuhella og Heiðmörk að upphafsstað gönguleiðarinnar á Búrfellsgjá...
Þrettán mættu á hjólinu og átta manns til viðbótar til göngu eða alls 21 manns...
Við þéttum hópinn þrisvar á leiðinni og veltum saman vöngum yfir gæðum og eiginleikum hjólanna...
Frábært veður... milt, lygnt og hlýtt...
Þessi leið er búin að vera í sigti þjálfara frá því í fyrrasumar sem löng hlaupaleið... og kemst á kortið sem óbyggðahlaup Toppfara einn daginn... frá Salalaug, um Vífilsstaðavatn, Heiðmörk og loks upp og niður Búrfellsgjánna og sömu leið til baka... um 21 km löng... en þá á göngustígunum sem eru austan megin við bílveginn... en einnig er hægt að taka reiðstíginn sem er vestan megin... já, gerum þetta einn daginn !
Súsanna hjólaði
að heiman úr Hafnarfirðinum... var búin með 7 km hjólatúr þegar
við hittum hana við Maríuihellana... Arnar gerði eitthvað svipað... hann var mættur við Vífilsstaðavatnið úr Hafnarfirðinum...
Og fleiri
hjóluðu að heiman...
Já, það voru
fleiri jafn galnir og við að fara með hjólin sín upp í Heiðmörk
og taka æfingu...
Leiðin að Búrfellsgjánni er virkilega skemmtileg og kom á óvart hversu stutt hún var... 7,1 km ef farið var malarstíginn að Vífilsstaðavatni en 7,4 km ef farið var smá aukakrók um golfvöllinn ef menn voru á þunnum dekkjum...
Við vorum 34
mínútur að þessu frá Salalauginni með öllum stoppum... eða 26 km
á hreyfingu miðhópurinn...
Við upphafsstað
gönguleiðar í Búrfellsgjá biðu átta Toppfarar sem ekki náðu að
fara á hjólinu
Gengin var
hefðbundin leið um gjánna en hér höfum við farið nánast alltaf
að vetri til og oftast í myrkri svo þetta var kærkomin
tilbreyting enda einkennist 10 ára afmælisárið af smá
útúrsnúningum þar sem gengið er á vetrarfjöllin að sumri
Jóhannes og
Lilja hjóluðu áfram gönguleiðina að gjánni enda sagði Lilja "nú
hét þessi æfing ekki hjólað á fjall" ? :-)
Slauga og Sigga
Sig voru að koma eftir svolítið hlé og Batman réð sér ekki fyrir
kæti að fá skvísuna með í göngu...
Nokkuð
greiddist úr hópnum í gjánni sem var ekkert þéttur fyrr en á
gígbarminum...
Hvílík smíði af náttúrunnar hendi... svona lagað leikur mannskepna ekki eftir...
Frábær hópur, þétt stemning og mikil gleði á þessari æfingu... Örn, Guðrún
Helga, Arnar, Karren Rut, Súsanna, Jóhannes, Jjóhanna Fríða,
Guðlaug Ósk, Arna, Aðalheiður, Lilja H., Guðmundur Jón, Katrín
Kj., Sigga Sig., Svavar, Gerður jens., Ólafur Vignir, Sóley,
Jóhann Ísfeld
Gígbarmur
Búrfellsgjár er meistarasmíði
Húsfell þarna í fjarska... og við rifjuðum upp átta tinda göngu Jóhönnu Fríðu, Björns Matt og Súsönnu hér fyrir tveimur vikum eða svo þegar þau gengu úr Hafnarfirði á Ásfjall, Vatnshlíð, Stórhöfða, Gvendarselshæð (afhverju kalla menn það Sandfell?), Helgafell í Hafnarfirði, Valahnúkar, Húsfell og Búrfellsgjá... og melduðu myndir af sér á hverjum tindi og svo var tekinn einn kaldur á áttunda tindinum.. alger snilldarleið sem gefur mikið og er góð sárabót ef ekki viðrar vel eða menn vilja ekki eyða tímanum í langan akstur... stundum er gott að líta sér bara nær :-)
Slaufa er mikil skvísa og hefur einhvern náttúrulegan hæfileika til að myndast vel í alls kyns landslagi...
Já, þarna uppi skáluðu þau fyrir síðasta tindi dagsins Hafnfirðingarnir sem eru engum líkir...
Mikið gott að
spjalla á svona göngu og oft nást umræður sem ekki fást annars í
hraða og áreiti nútímans
Ferskir Perúfararnir Arna, Sóley og Lilja H., sem eru nýkomnar úr magnaðri Perúferð á vegum Ágústar (og Arna og Sóley skelltu sér á Eyjafjallajökul síðustu helgi með klúbbnum)...Sigga Sig sem kemur aftur eftir svolítið hlé og Súsanna sem slasaðist á ökkla á Geirmundartindi um daginn en er óðum að jafna sig... Hvílík forréttindi að hafa svona göngufélaga !
Og svo var hjólað til baka... ekket mál... nú meira niður í mót og veðrið áfram svona gott...
Fyrstu menn
voru ekki nema 18 mínútur að þessu... hinir voru svolítið
rólegri og nutu þess að svífa um Heiðmörkina og inn í Kópavoginn
aftur.. snilldarstígar og frágangur á öllu þessu
útivistarsvæði... Kópavogi til mikils sóma... Hvílík snilld ! Hjólað
alls 7,1 km
(malarstígurinn að Vífilsstaðavatni) frá Salalaug í Búrfellsgjá
á 0:34 mín (meðalhraðinn) Hjólað
frá Búrfellsgjá í Salalaug alls 7,4 km (golfvöllurinn) á 18 mín
hröðustu menn |
Takinu
sleppt á vorinu
Já, það var vetur á Stóra Reykjafelli þriðjudaginn 18. apríl en þá frestuðum við hjólaferðinni um eina viku...
Loksins létt og stutt kvöldganga eftir tvær krefjandi síðustu þriðjudaga en það virtist ekki hafa jákvæð áhrif á mætinguna því ekki voru fleiri mættir sem nýttu sér léttleikann en hins vegar mætti nýliði og einstaklingar sem eru að jafna sig eftir meiðsli og eins komu gestir sem heðfu kannski ekki komið í mjög krefjandi kvöldgöngu enda finnumn við að það er mjög gott að hafa þessar léttu kvöldgöngur til skiptis á við þær erfiðari...
Þrætt var öfuga leið miðað við áður upp vesturöxlina með smá klöngri á kafla sem var góð uppbót á annars léttri göngu...
... og farið með fjallgarðinum og skarðinu upp á hæsta tind austan megin...
Mun vetrarlegra en í bænum og það gekk á með hryðjum...
En bröltið var
gott og stemningin rífandi góð þar sem Perúfararnir Sóley og
Gestur
Svo létti aftur til og við fengum ágætis veður á kafla og algert logn í skarðinu sem var óskiljanlegt í vindinum ofar en svona eru vindarnir einhvern veginn stundum dyntóttir í breytilegu veðri...
Hellisheiðarvirkjun gufandi um allt og mannvirkin fegruðu ekki útsýnið en það þýðir ekki að ergja sig á því...
Guðmundur Jón
með Bónó fyrir framan sig, Örn með forystuhundinum Batman, Elín
sem var að mæta í sína fyrstu göngu og er náttúruhlaupari eins
og Jóhanna Fríða, Já, einn
nýliði, tveir gestir, tvedir Perúfarar, sjö Mont Blanc farar,
ein að koma eftir meiðsli og fimm hundar !
Við slepptum aukakrók norður eftir þar sem það skall á hríð þegar við vorum uppi að ákveða okkur...
... og þræddum þess í stað austuröxlina eins vítt og við gátum til að ná smá vegalengd út úr þessu...
...en við vorum sammála því að það mætti alveg fara þessar stuttu göngur því þær væri að gefa heilmikið og það væri gott að geta gengið að þeim vísum sama hvað... já, hættum að finnast þetta vera of lítið og vera sífellt að reyna að lengja þær...
Niðurleiðn var farin um jarðhitasvæðið sem kemur alltaf á óvart...
Hér væri nú aldeilis hægt að fá ferðamennina...
... en allt í niðurníðslu og sorglegt að sjá...
Alls 3,5 km á 1:42 klst. upp í 525 m hæð með alls hækkun upp á 300 m miðað við 324 m upphafshæð. Hey ! Stóra
Reykjafell er fínasta fjallatímamælingarfjall - fara sömu
leið g við fórum - þræða sig upp öxlina öðru hvoru megin
Eyjafjallajökull á laugardaginn og veðurspáin er glimrandi :-) |
Fimm fjalla páska áskorun ! Hefst þri 11. apríl og lýkur þri 18. apríl
Skorum á alla
Toppfara og aðra
áhugasama að
ganga á fimm fjöll
um páskana
Reglur: 1.
Hver og einn meldar inn á viðburðinn á smettinu
hverja fjallgöngu fyrir sig 2.
Áskorunin hefst
þri 11. apríl og lýkur þri 18. apríl 3.
Dregið verður úr öllum þátttakendum og vinningurinn
er frítt árgjald fyrir viðkomandi Jaðarkeppni: Þeir sem ekki ná að
fara á fimm fjöll en eru á fullu í annarri hreyfingu
og vilja vera með Sjá viðburðinn hér
á smettinu: Niðurstöður: Fimm Toppfarar tóku þátt og þetta verður árlegt hér með: Vinningshafar í
fimm-fjalla-páska-áskoruninni er
JóHanna SjóHanna Dalkvist Takk öll fyrir að
vera með
Aðalheiður Steinunn Eiríksdóttir,
Jóhann Ísfeld Reynisson,
Lilja Bjarnþórsdóttir
:-)
|
Geirmundartindur um
Pytta
Þriðjudaginn 11. apríl komust þjálfarar ekki á fjall og því bauð
Ingi félögum sínum á hæsta tind á fjallinu sínu Guðmundur Jón, María, Björn Matt., Jóhann Ísfeld, Sarah, Anton, Sigga Sig., og Súsanna ásamt Slaufu.
Talsverður snjór var í gilinu ofan Pyttanna og krefjandi færi eftir
því sem ofar dró svo höggva þurfti spor
Í
bakaleiðinni datt Súsanna illa og þurfti þrýstingsumbúðir til að
geta haldið áfram niður eftir slæma tognun Þrátt fyrir krefjandi verkefni þessarar göngu voru menn hæstánægðir með hana enda gott að fá stundum alvöru verkefni til að kljást við því þaðe er aldrei að vita hvenær svona verkefni banka upp á og þá er betra að vera búin að æfa þau á þriðjudögunum :-)
Kærar þakkir Ingi fyrir flotta
kvöldgöngu :-) |
Mófell og Ok undir Skessuhorni
Eftir að hafa
frestsað Eyjafjallajökli til laugardagsins 22. apríl var ansi
kærkomið að fara í krefjandi kvöldgöngu
... í mun betra veðri sen spáin sagði til um...
... logni og sólríku veðri og góðu færi alla leiðina...
... því stífa
norðanáttin sem spáð var virtist hafa ákveðið að renna sér niður
suðurhlíðar Skarðsheiðar og Esjunnar
Við vorum himinlifandi með þetta veður og drukkum það í okkur eins og dauðþyrstsir menn í eyðimörkinni...
Nákvæmlega
þetta var veðrið... útsýnið... landslagið... stemningin...
færið....
Batman þaut um allar brekkur í sömu gleðinni og við...
... og
Skessuhornið sem alltaf grípur anda manns á lofti í hvert sinn
sem maður lítur það augum
Fjallasalur
Skarðsheiðarinnar að norðan er kyngimagnaður
Við vorum ekki
mörg sem mættum... eflaust margir látið veðrið og líklega
aksturslengdina hindra för...
Meira að segja
þjálfara höfðu dauðséð eftir því að hafa þessa sjaldgengnu tinda
á dagskránni svona í byrjun ap´ril
... en
skömmuðust sín fyrir þessar pælingar þegar við gengum þarna
upp...
Mófellið mældists 406 m hátt á þessum hól hér en Mófellið dreifir ansi vel úr sér undir Skarðsheiðinni...
Sjá færið þetta kvöld... gat ekki verið ferskara og fallegra og betra...
Við vildum líka ná Okinu... þessum litríka og formfagra hrygg sem rís innst undir Skarðsheiðinni og má með sanni segja að sé falinn fjársjóður á þessu svæði... enda koma fáir alla leið hingað...
Þetta var í
annað sinn sem við gengum á þennan hrygg... þá í maí þar sem
litríkt bergið naut sín betur...
Skýin léku sér við hæstu tinda og stundum birtust þeir í ógnvekjandi veldi sínu... og hurfu svo aftur...
Sjá rautt
bergið og skeljakennt á hryggnum...
Mörg snjóflóð sáust í hlíðunum og það var forvitnilegt að sjá hversu langt þau höfðu náð niður sum hver...
Nesti´spása á
hryggnum.. við rétt náðum síðustu sólargeislunum
Einstaklega
þétt stemning í göngunni þetta kvöld sem oft gerist þegar
hópurinn er ekki stærri en þetta...
Sólin hvarf bak við Katlana undir Skessuhorni þegar við lögðum af stsað niður...
... og sólarlagið skreytti bakaleiðin alla niður í bílana í gulum og bleikum litum...
Litið til baka
þar sem skýin voru orðin bleik að lit í sólsetrinu...
Við fórum
greitt niður... allavega Örn og Rósas að tala um maraþon...
Við hin vorum
að renna okkur og njóta og spá í sólarlagslitina
... svo við máttum ekkert vera að því að ganga niður...
Og tókum bara aukahópmynd í bleika litlnum... Sarah, Kolbrún Ýr, Karen Rut, Ólafur Vignir, Njóla, J'on Tryggvi og Ingi.
Alls 8,3 km á 2:45 klst. uppp í 406 m og 505 m hæð með alls hækkun upp á 432 m miðað við 89 m upphafshæð... Algerlega fullkomin kvöldganga sem drjúgt langt með að koma í staðinn fyrir jöklagöngu þó þær séu mun lengri og gjöfulli samt... Vonandi fáum við fleiri svona kvöld áður en sumarið kemur í allri dinni dásamlegu dýrð... ... og vonandi
náum við Eyjafjallajökli 2ö. eða 22. apríl ! |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |