Mikilfengleikur á Hornströndum
í sól og rjómablíðu
stórfenglegu útsýni og lygilegu landslagi
með lífsglöðum félögum sem nutu hverrar þúfu í aðdáunarverðu æðruleysi
... enn einu sinni í ljómandi flottum veðurglugga milli illviðra á þessu ári !  

Ógleymanleg ferð er að baki Toppfara dagana 2. - 5. júlí á Hornstrandir...
þar sem gengið var í fjóra daga í stað þriggja og ferðin samt stytt um einn dag...
í glimrandi góðum veðurglugga sem gaf okkur alls 59,6 km göngur um magnað landslag sem aldrei gleymist
og skilaði manni heim ekki samur maður...

Við lögðum af stað í blíðskaparveðri frá Reykjavík þriðjudaginn 2. júlí kl. 9:00... en lentum á Ísafirði í rigningu, vindi og þungskýjuðu veðri... það var eins og spáin sagði til um... rigning á þriðjudeginum fyrir vestan... en það átti að létta til með kvöldinu og vera sólarblíða daginn eftir og hálfskýjað dagana tvo á eftir og byrja svo aftur að rigna og blása á föstudagskvöld og á heimferðardegi sem áætlaður var laugardagur...

Þessi spá rættist nánast alveg með frábærum veðurglugga
sem þrengdi svo um að við fórum einum degi fyrr heim...

Tjöruhúsið á Ísafirði tók á móti ferðalöngum sem komu úr öllum áttum þar sem margir hófu ferðalag sitt vestur dagana á undan
en allir mættu í Tjöruhúsið til að stilla saman strengi fyrir óbyggðirnar...

Dýrindismatur í Tjöruhúsinu...

 Knús og ferðafréttir að vestan og sunnan...

Við vorum túristar alla leið... og keyptum okkur Hornstrandabrauð í Gamla bakaríinu á Ísafirði...

Áætlað var að fara siglandi frá Ísafirði í Hornbjargsvita klukkan 16:00... en vegna sjógangs og veðurs var því frestað til sjö um kvöldið... og við þurfum að hafa ofan af fyrir okkur í bænum þangað til... lítið hægt að ganga um nema blotna í rigningunni... menn enduðu á kaffihúsi og í búðunum eða keyrðu jafnvel til Bolungarvíkur...

Veðrið batnaði fyrir augum okkar... smátt og smátt varð hrein fjallasýn og dumbungur til fjalla hvarf...
sjórinn varð lygn og það stytti upp... jú, það var ráð að hefja sjóferð í vitann...

Dúndurstuð á mönnum... ekki leiðinlegt að sigla til fjalla...

Hífandi gleði einkenndi bátsferðina í byrjun...

Sumir tóku því rólega og sváfu af sér túrinn eða reyndu að slaka á gegn sjóveiki sem menn höfðu mismiklar áhyggjur af...

Aðrir nutu þess að vera úti og sjá fjöllum skrýddar strendur Vestfjarða á alla kanta...

Múkkinn? með í för... sem minnti mann á sjósund Guðlaugs Vestmannaeyings 1984...

Eftir hamra... víkur... kletta... dala-... veislu í mismiklum snjó... heilu ísbreiðurnar á Snæfjallastströnd og Jökulfjörðum...
minna í víkunum en svo heilu skaflarnir í Hlöðuvík sem dæmi... risu Hælavíkurbjarg og Hornbjarg úr hafinu...

Jörundur og Kálfatindar hér vinstra megin og Miðfell hægra megin...

... og áfangastaður dagsins... Hornbjargsviti í Látravík...

Stígur var skipstjóri ferðarinnar til og frá Hornvík... fyrirmyndardrengur sem gaf okkur trausta og örugga siglingu báðar leiðir... eflaust meira en að segja það að flytja fólk af öllum gerðum með alls kyns meiningar um siglingaleiðirnar á Hornströndum... systursonur Siggu Rósu og heitir í höfuðið á Stíg afa sínum sem Stígshúsið er kennt við í Hornvík...

Stýrimaður var Hermann... ljúfmenni inn að beini sem aðstoðaði alla þá sem urðu sjóveikir af stakri natni...
og verðum við honum ævinlega þakklát fyrir sérlega góða viðkynningu...
þar sem sjóveikin tók að herja á menn þegar á leið siglingar og náði tangarhaldi á um helmingi hópsins undir það síðasta í versta sjóganginum þegar ölvuhæð var um tveir metrar miðað við að ölduhæð er mæld frá um miðja öldu og upp í topp...

Stígur og félagar gáfu ekkert fyrir meiningar um varasama siglingu að Hornbjargsvita sem einhverjir höfðu gripið á lofti í ferðinni
og vildu meina að menn kynnu lítið að sigla ef þeir gætu ekki farið fyrir Horn með vistir og menn...

Í Látravík... þar sem vitinn stendur öllum stundum í öllum veðrum er mikill sjógangur og brimið lamdi að landi þetta kvöld... okkur leist ekkert á ólguna í sjónum og þeir sem voru orðnir sjóveikir urðu enn veikari með bátinn kjuran í víkinni meðan aðstæður fyrir flutning með gúmmíbát var kannaður...

Þyrlan á staðnum vegna konu sem gengið hafði í kvennahóp úr Lónafirði yfir Snóksheiði í vitann þennan dag
í slyddu og slagviðri og örmagnaðist: http://www.lhg.is/frettirogutgafa/frettir/nr/2584
... en þær konur gistu í skálanum með okkur tvær nætur áður en þær héldu gangandi í Hornvík þar sem þær tjölduðu eina nótt og gengu svo í Hlöðuvík og ætluðu að gista í húsi tvær nætur fyrir heimferð... en ein þeirra kom í bátinn okkar á leið heim úr Hornvík fjórum dögum síðar vegna meiðsla í hné og þá var slagviðrið yfirvofandi... gaman væri að fá fréttir af hvernig þeirra ferð endaði... kannski bara í glimrandi gleði í Hlöðuvík í öruggu húsi með veðrið frískandi fyrir utan... Hornstrandir eru örugglega líka magnaður staður í slæmu veðri svo lengi sem maður er með húsaskjól en ekki í tjaldi í verstu veðrunum...

Stígur fór út í gúmmíbátinn til að kanna aðstæður til flutnings á fólki og farangri...

Hann hvarf fljótlega í ölduganginum... og sást svo snúa við í bátinn...
þar með varð ljóst að ekki var fært að Hornbjargsvita... og ákveðið að sigla inn í Hornvík þar sem ganga þurfti í vitann yfir heiðina um 2,5 klst. leið (þeir vissu ekki kílómetrafjöldann) að sögn siglingamanna... með allt á bakinu sem þurfti fyrir einn sólarhring... skilja afgang af farangri í fjörunni og freista þess að hann yrði fluttur með bát daginn eftir í skárri sjógangi en veðrið átti að verða mjög gott daginn eftir... það þótti ekki sjálfsagt að fá flutning á farangrinum... en siglingamennirnir tveir sögðust borðnir og búnir til þess arna daginn eftir...og þjálfari ræddi við Hafstein, annan eiganda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar... og úr varð að reynt yrði að flytja farangurinn daginn eftir þar sem veðurspáin var einstaklega góð þann dag... og það stóðst... við áttum eftir að standa í sólskininu á brúnum Hornbjargs og fylgjast með bátnum sækja farangurinn, flytja hann og afhenda í vitann daginn eftir...

... en á þessum tímapunkti með menn sjóveikari en nokkru sinni... og framundan að ganga með allt á bakinu yfir heiðina um miðja nótt... þyrmdi yfir þjálfara sem hugsaði... þetta verður fyrsta og síðasta Hornstrandaferð Toppfara... hingað til enginn koma aftur... en það var óþarfa svartsýni... þetta átti eftir að vera mun léttara verkefni og meira gefandi en áhorfðist þarna úti á rúmsjó veltandi um í sjógangi í allt að 4ra metra djúpum öldudölum þegar verst lét... með hálfan hópinn lasinn fyrir framan sig... ;-)

Það var einn plús við þennan útúrdúr inn í Hornvík að sögn Stígs... við fengjum að upplifa Hornbjargið í nærsýn aftur siglandi meðfram því en það hafa ekki margir upplifað... eitt flottasta bjarg landsins yfirgnæfandi á kyrru júlíkveldi þó sjórinn væri enn að jafna sig eftir illviðrið...

Sjá mynd af því hér í kvöldsólargeislum úr hendi Þorsteins Gíslasonar, fengið lánað af veraldarvefnum.

... og af vef Vesturferða... eftir þessum brúnum gengum við daginn eftir... algerlega ólýsanlegt...

Í Hornvíkinn var sól og blíða...

Snekkja og kajakar á dóli... með Hælavíkurbjarg í baksýn og maður fékk íslenska Mallorca-tilfinningu fyrir staðnum...

Stígshús og Frímannshús þarna í fjörunni neðan við Miðfell og Kálfatinda á Hornbjargi...

Allir í báta og í land... sumir dauðfegnir eftir sjóveiki og vanlíðan undir það síðasta... mikill léttir að komast í land frekar en að snúa við siglandi til Ísafjarðar sem var einnig kostur í stöðunni... þó það þýddi 2,5 klst. göngu í vitann...

Þetta voru nokkrar ferðir með fólk og farangur til skiptis...

Þau voru hröð og örugg handtökin hjá Stíg og Hermanni ;-)

... og þeir hlustuðu ekki á áhyggjuordrur göngumanna þegar vel var hlaðið á bátinn af farangri... "ég hef aldrei misst eina tösku í sjóinn hingað til og er ekki að fara að gera það núna" ;-) Þessir drengir kunnu sitt daglega fag að sumri til á Horntröndum...

Skyndilega kom annar bátur í kvöldkyrrðinni frá höfn Stígshúss...

Rikki Toppfari og John bróðir hans ásamt Símoni syni Rikka og Siggu Rósu...



...komu eins og bjargvættir til okkar að aðstoða við að ferja allt saman í land...

Komin í land á gúmmíbátnum með Sjóferða-bátinn og snekkjuna marrandi úti í Hornvíkinni...

Þar tóku Sigga Rósa og Anna Sigga á móti hópnum... hvílík vinalegheit... og tóku mönnum fagnandi... buðu heim í hús þeim sem voru of lasnir eftir sjóferðina til að geta gengið með allt á bakinu í vitann... og Helga Edwald þáði það með þökkum...

Þá var að klæða sig í göngufötin... taka úr farangri það sem nauðsynlega þurfti til eins sólarhrings með allt á bakinu í Hornbjargsvita... þ.m.t. kvöldmatur, morgunmatur, nesti á morgun og svefnpoki, náttföt, snyrtidót... etc... virtist flókið en reyndist svo einfaldara en áhorfðist...

Farangurinn sem var skilinn eftir í fjörunni í Hornvík... og sóttur af drengjunum daginn eftir og fluttur í Hornbjargsvita...

Lagt var af stað kl. 23:57...
Við fengum okkar miðnæturgöngu í ár þó ekki væri hún á Laugaveginum eins og fyrst var áætlað ;-)

Veðrið eins fallegt og best var á kosið... blankalogn, hlýtt, léttskýjað og sólsetri úti á hafi...

Sigga Rósa leiðsagði okkur upp í Almenningsskarð og gaf hópnum ákveðið öryggi og léttleika mitt í nóttinni...
og sýndi okkur stolt flott fjöllin sín og fagra sveitina í leiðinni...

Jú, það var komið að annarri hópmynd ferðarinnar af mörgum...

Efri: Anna Elín, Lilja G., Jóhannes, Einar, Lilja Bj., Heiðrún, Ásgeir, Ingi, Jón, Valla, Sigga Sig., Ásta Guðrún, Katrín Kj., Guðmundur Jón, Caroline frá BNA í boði Ágústar, Örn og Ágúst.
Neðri: Hjálmar, Ástríður, Anna Jóhanna, Soffía Rósa, Kristín Gunda, Sigga Rósa, Súsanna, Sylvía, Lilja Sesselja og Gylfi.

Kvöldið var fagurt...

Skyndilega birtist göngumaður ofan okkar... það var Gummi, skálavörður í Hornbjargsvita... kominn til að vitja okkar... hafði áhyggjur af okkur og ákvað að ganga á móti hópnum... hvílíkur höfðingi eins og annað Hornvíkurfólk... gaf okkur öryggi og notalegheit sem aldrei gleymast...

Það hefði verið ólíkt erfiðara fyrir okkur að koma í land í Hornvík og ganga yfir Almenningsskarð ef við hefðum ekki haft Siggu Rósu og fjölskyldu sem tók á móti okkur þegar við lentum í víkinni undir miðnætti... og skálavörðinn sem leitaði okkur uppi og fylgdi alla leið í hús... heldur hefðum við verið alein í heiminum að fara um ókunnar slóðir að nóttu til í áfangastað sem vonandi væri hinum megin heiðarinnar... já... auðvitað hefði það bara verið skemmtileg áskorun ;-)

Hornstrandaferðin sem átti eftir að vera ein sú flottasta og sögulegasta í sögu Toppfara ver greinilega hafin með hávaða og látum...
gleði og glaumi... friðsæld og fegurð sem einkenndi hana til enda...

Brúnir og tindar Hornbjargs birtust okkur virðulegir og áskorandi...
við virtum gönguleið morgundagsins fyrir okkur með eftirvæntingu og lotningu...

Í Almenningsskarði með Kálfatinda, Miðfell, Eilífstind og Skófnaberg nánast í hvarfi í baksýn...

Friðsældin sem átti eftir að fylgja okkur það sem eftir var Hornstrandaferðarinnar var lent og gaf okkur það sem bæði Sigga Rósa og skálavörðurinn ítrekuðu nokkrum sinnum... við vorum ljónheppin með veður og ekkert sjálfgefið að fá slíkt veður og skyggni á þessu svæði... sumir dveldu í Hornvík eða á Hornströndum í heila viku og fengum ekkert annað en þoku og súld allan tímann og enga fjallasýn...

Hinum megin Almenningsskarðs birtist Látravík og strandlengjan suður Strandir eða Austurstrandir eins og það er líka kallað...
með Hornbjargsvita úti á nesinu í briminu...

Góður gönguslóði alla leið... slóði sem við áttum eftir að feta okkur um oftar í þessari ferð...
hópurinn í heild alls fjórum sinnum en sumir fimm sinnum alls ;-)

Sjá klettadranga Látravíkur í briminu sem hamlaði för okkar að vitanum... og hópinn að feta sig með slóðinni niður að skálanum hvítum þarna úti á nesinu... Axlarfjall og fossinn Drífandi þarna í fjarska... en sú gönguleið var á dagskrá þriðja og síðasta dag ferðarinnar... en ekkert varð úr þeim göngudegi vegna veðurs...

Gullfalleg leið að vitanum... m. a. um fagrar brýr af náttúrunnar eða manna höndum...

Blakkibás... ógnarstór og hann emjaði undan sjónum með dynjandi óhljóðum sem glumdi um allt þegar við nálguðumst hann...
óhugnanlegar drunur sem aldrei gleymast þeim sem heyra þær...

Hrikaleikur sjós og lands í ærandi hávaða og látum...

... jú, brimið var enn það brjálað að við hefðum ekki getað komist þarna í land síðar um nóttina...
kannski undir morgun en það hefði enginn viljað bíða klukkustundum saman í bátnum...

Ein af mörgum lækjarsprænum sem við áttum eftir að kynnast á Hornströndum sem enda út í sjó...
og eru á heimsmælikvarða hvað hreinleika og fegurð varðar...

Við vorum velkomin í Hornbjargsvita...

Vel gengið frá göngustígum...

Fyrstu menn lentu í Hornbjargsvita eftir tæplega 2ja klst. göngu...

Þeir síðustu voru 2:05 klst. á 5,8 km leið upp í 303 m mælda hæð með 400 m hækkun alls miðað við 0 m upphafshæð í fjörunni...

Vitavarðahúsið á Hornbjargi er vinalegt og hlýlegt hús sem á sér mikla sögu...

http://is.wikipedia.org/wiki/Hornbjargsviti

Snyrtilegt og fallegt að koma þangað um miðja nótt...

Allir komnir með rúmstæði og þá hófst fyrirlestur skálavarða þar sem strangar reglur gilda með rafmagnsnotkun, frágang á rusli, umgengni við rebba og umgengni almennt sem nauðsynlegt var að allir heyrðu...

- mynd af skálavörðunum saman hér - getur einhver lánað mér slíka mynd? -

Gummi og Inga skálaverðir voru yndislegt, vinalegt, notalegt og hjálplegt fólk sem bættu enn í góða flóru fólks sem Toppfarar hafa kynnst á ferðum sínum um Ísland og erlendis...

Við vorum þreytt en sæl þessa nótt þrátt fyrir langt og strangt ferðalag... þetta var ævintýri sem þá þegar hafði tekið aðra stefnu en áætlunin sagði og það var eins gott að hafa beinin fyrir það eins og hópurinn sýndi svo sannarlega...

Allir komust í rúmstæði í þremur herbergjum þar sem eitt herbergið var frátekið fyrir steinsofandi konur sem höfðu komið fyrr í hús þetta kvöld eftir erfiða ferð í vetrarveðri yfir Snóksheiðina frá Lónafirði þar sem þær kölluðu eftir aðstoð þyrlu vegna konu sem örmagnaðist í hópnum af kulda en þær voru misvel búnar fyrir vetrarveðrið sem yfir þær gekk og þurftu að ganga í einn og hálfan tíma án talstöðvar- og símasambands...

Ansi þröngt í herbergjunum og þjálfarar fengu svefnpláss frammi á gangi sem hafði sína kosti...

Daginn eftir... miðvikudaginn 3. júlí bauð sólin okkur velkomin á Hornstrandir... með blíðskaparveðri allan þann dag...
við höfðum sofnað um þrjúleytið og vöknuðum um níuleytið til að ná 5-6 tíma svefni...

Rebbi heilsaði úti á túni... var að væflast um vitann öllum stundum enda er honum reglulega gefið kjöt af staðarhöldurum og gestum... umdeilanlegt yfirleitt hvort á að gefa honum eða ekki... hvort hann eigi að vera friðaður eða ekki...

Morgunmatur í hlýrri morgunsólinni...
... nú reyndi á hvað menn völdu að halda á í gærkveldi yfir heiðina dauðþreyttir og sjóveikir...

Fínasta eldhúsaðstaða í Hornbjargsvita...

Við vorum á fyrrum heimili vitavarða... sérstaklega hans Ólafs Þ. Jónssonar sem var þarna 1987 - 1995... litríkur karakter sem reglulega fékk viðtöl í fjölmiðlum og var betur þekktur sem "Óli kommi" enda heita herbergin í Hornbjargsvita eftir rússneskum borgum og sveitum...

Áætluð brottför gangandi þennan dag var 10:00...

Gönguleiðin framundan um Almenningsskarð... sú sama og við höfðum gengið nóttina á undan...
nema nú ætluðum við áfram eftir brúnunum um Hornbjargið...

Glæsilegur viti sem flestir fengu að skoða með skálaverðinum í ferðinni...

Náttúran á Hornströndum átti eftir að bjóða okkur í ógleymanlega veislu í þessari ferð...

Allir að græja sig... léttklæddir og fullir eftirvæntingar fyrir sólríkan og fallegan dag...

Erfiðleikar gærdagsins hurfu eins og dögg fyrir sólu í þessari blíðu... menn létu ekki svo glatt slá sig út af laginu ;-)

Bláa teymið sá um þeman þennan daginn... með upplestri á skemmtilegum sögum heimamanna á völdum stöðum á leiðinni...

Lagt af stað kl. 10:35 á Hornbjargið glitrandi af sumargleði...

Jebb... við fórum um Almenningskarð sem við þekktum þá þegar ágætlega ;-)

Ætluðum að koma til baka um Kýrskarð... en hættum við það í ljósi þess að lagt var svona seint af stað vegna næturgöngunnar...
sem kom ekki að sök þar sem Kýrskarðið var hvort eð er á dagskrá daginn eftir á leið að Hælavíkurbjargi...

Land Hornstranda skartaði sínu fegursta...

Fossar beint úr í sjó á ólíklegustu stöðum...

Lækjarsprænur í öllum hlíðum...

Bjargfuglinn (sá eini sem lifir refinn af á þessum slóðum)... fylgdi okkur eins og útvörður öllum stundum...

Hópmynd með Hornbjargsvita í baksýn:

Efri: Örn, Lilja Bj., Lilja Sesselja, Sigga Sig., Ásta Guðrún, Jón, Valla, Katrín Kj., Guðmundur Jón, Einar, Jóhannes, Anna Elín og Heiðrún.
Neðri: Gylfi, Anna Jóhanna, Hjálmar, Sylvía, Soffía Rósa, Ástríður, Ingi, Kristín Gunda, Súsanna, Lilja G., Ásgeir og Ágúst en á mynd vantar Helgu Edwald sem svaf í Stígshúsi fyrstu nóttina og Caroline sem dólaði sér við vitann þennan dag og Bára tók mynd.

Dögunarfell ofan Almenningsskarðs...

Litið til baka að vitanum í Látravík... og áfram suður/austur með Ströndum... eftir fyrstu ferð á Hornstrandir langar mann strax aftur...

Dásamlegir göngufélagar á ferð sem alltaf héldu uppi gleði og brosi á lofti sama hvað á gekk í þessari ferð...
Jóhannes, Ásta Guðrún og Lilja Bjarnþórs...

Þessar tæru spriklandi lækjarsprænur beint út í sjó voru með því fegursta sem ritari upplifði í ferðinni...

Með Hornbjargsvita í baksýn...

Fyrsta pásan og hópurinn þéttur á góðum útsýnisstað...

...yfir Látravíkina og hamrabjörg hennar...

Jú, eina hópmynd hér í fyrstu hömrunum í ferðinni...

Í Almenningsskarði biðu Sigga Rósa, Rikki og Símon sonur þeirra...
þau ætluðu að fara með okkur á fjöllin sín á Hornbjargi þennan dag ;-)

... og buðu okkur upp á besta veður sem hægt var að hugsa sér á þessum slóðum...

Brátt komu fyrstu tindarnir í ljós...

Veislan var greinlega hafin...

Hælavíkurbjarg hinum megin Hornvíkur og Sigga Rósa að segja mönnum til með tinda og fjöll Hornbjargs...

Að hætti Toppfara-hússins var ekki hægt að láta neinn tind framhjá sér fara...

... og því lögðum við af stað á tindana tvo sem rísa suðaustan megin við Kálfatinda sem vanalega eru eingöngu gengnir...
og menn gátu valið hvort þeir tóku þennan aukakrók eða ekki...

... en flestir stóðust ekki freistinguna og lögðu í þann fyrsta... Skófnaberg... sem mældist 359 m hátt...

Magnaður staður sem var bara byrjunin á því sem koma skyldi...

Botnlausum útsýnisstöðum þar sem við tókum stöðugt andann á lofti...

Ansi bratt en í fínu göngufæri um þéttan gróðurinn...

Hornbjargið sjálft... grænt og vænt þrátt fyrir hrikaleik sinn...

Skriðsóleyin um allt ásamt öðrum villtum gróðri í fullkomnu jafnvægi náttúrunnar...

Hvílíkur staður til að vera á...

Grænkan niður að sjó og sjórinn lygn í blíðunni...

Efst á Skófnabergi var flott útsýn norðvestur yfir aðra tinda Hornbjargs...

Jóhannes skaust á eina klettanös sem skagaði niður í Hornvíkina...
og við fylgdumst með bát Sjóferða sækja farangurinn okkar í fjöruna frá því nóttina áður...
Okkur var ólýsanlega létt... því þar með varð ljóst að við vorum ekki að fara að ganga með kvöldmatinn á bakinu til baka ;-)

Hey, lítið öll við ;-)

Ekki hægt annað en taka mynd af sér með Eilífstind og Kálfatinda í baksýn...

Nei, það var ekki fært niður hinum megin... við urðum að snúa við og fara sömu leið niður...

... sem gaf okkur tækifæri til að njóta bjargsins á niðurleið í þessu ægifagra útsýni...

Jú, við skulum líka ganga á næst tind... við veltum vöngum yfir því hvor héti Eilífstindur þar sem þjálfari mundi bara eftir því nafni en ekki Skófnabergi og hélt jafnvel að hann væri nafnlaus en svo var ekki... Skófnaberg var það...

Litið til baka þar sem hvassar brúnir Skófnabergs sjást ágætlega...

Harðviðrisgjá klýfur Skófnaberg og Eilífstind í sundur...
og er tilvalinn staður fyrir fyglinga að sækja sér í matinn... en eggjataka er enn stunduð í þessari gjá...

Gegnum hana náðum við að sjá bát Sjóferða fara um Horn að Hornbjargsvita með farangurinn okkar...

Þetta var ríki bjargfuglanna...

Jú, þarna fór hann á fullri ferð... á lygnum sjónum sem vaggaði afsakandi eftir öll lætin frá því í gærkveldi...
og þá var lítið mál að ferja farangur úr vitanum... en við vorum fegin að vera á göngu í þessu fallega veðri en ekki í sjóferð þó það hefði eflaust verið magnað að sigla meðfram Hornbjargi í sólinni... þessi dagur var sem betur fer nýttur til göngu...

Upp var haldið á Eilífstind...

Litið til baka á Almenningsskarð, Skófnaberg og Harðviðrisgjá...

Eilífstindur var jafn brattur og Skófnaberg en vel fær...

Litið til baka með Harðviðrisgjá, Skófnaberg og Almenningsskarð í baksýn...

Tignarlegur tindur...

Við máttum varla vera að því að ganga fyrir fegurðinni í hverju skrefi...

... fegurð sem jókst með hverju skrefinu upp...

Bláminn og grænkan í þessari ferð mun eflaust næra mann það sem eftir lifir ársins...

Magnaðar myndir hrönnuðust upp í hverju skrefi...

Litið fram af brúnunum... burnirótin alls staðar eins og bjargfuglinn og litirnir ótrúlegir...

Ágúst og fleiri ljósmyndarar Toppfara drógust aftur úr eins og venjan er orðin þessa mánuðina ;-)

... enda ekki annað hægt í þessari náttúrunnar veislu...

Já, þetta var meira en 45% halli á köflum ;-)

Guðmundur og Katrín eru með ólofthræddustu klúbbmeðlimum og héldu sig á brúnunum að njóta og taka myndir...

Næstum komin upp...

Fífillinn... sóleyin... burknirótin... í sátt og samlyndi...

Útsýnið vestur yfir Hornvík á Hælavíkurbjarg... gönguleið okkar á morgun... um Hornvík yfir Hafnarósa að Höfn, um Tröllakamb, í Rekavík bak Höfn, um Rekavíkurfjall í Hvannadal á Langakamb...

Brattinn sést vel á þessari mynd... best að skófla sig bara upp á höndunum...

Kálfatindar norðvestan megin...

Útsýnið ef maður hallaði sér fram af brúnunum...

...sem gat tekið aðeins á taugarnar...

... en það var þess virði til að njóta dýrðarinnar...

Sáum meira að segja bátinn enn og aftur sigla til baka... búinn að losa farangurinn okkar í vitann... og við veifuðum eins og mest við gátum í þeirri von að þeir sæju þakkæti vort og gleði yfir að vera á þessum stað á þessari stundu ;-)

Sjá rennuna vinstra megin milli bjargs og kletta vinstra megin á mynd... sömu rennu og Sigga Rósa sagði okkur síðar að þau hefðu siglt um...
Hólmur heitir kletturinn úti á hafi (umkringdur sjó) og Hólmsbót nesið eða skálin eftir því hvernig maður les ruglingslegar merkingar á kortum...

Við nutum lífins á Eilístindi þar sem tilvalið hefði verið að borða nestið...

...en þar sem nokkrir höfðu sleppt þessum tindi og biðu neðar... og sumir ekki með nestið sitt...
þá fórum við flest niður en skildum vel þá sem voru byrjaðir að borða og sátu áfram að njóta...

Ekki sjálfgefið að geta setið á svona bjargbrúnum á hjara veraldar og borðað nestið sitt í logni og sól...

Þarna biðu þau við Hólmsbót... ef merkingar á kortum eru réttar...

Sylvía, Súsanna og Lilja G. með gönguleið morgundagsins hinum megin víkurinnar...

Litið til baka á Eilífstind þar sem flestir komu niður en einhverjir kláruðu nestið í dýrðinni þarna uppi...

Dásamlegt nestisstund í blíðunni...

Sigga Rósa og Rikki sögðu okkur sögur og fræddu okkur um svæðið...

Gylfi las upp skemmtilega frásögn af... sjá síðar!

Hólmur og Hólmsbót... þar sem Hornstrandafjölskyldan sagðist hafa siglt á milli... eflaust mögnuð upplifun !

Ástríða þeirra hjóna á þessum stað hefur smitað okkur gegnum árin...
og skilningur okkar á þeirri ástríðu kom sannarlega með þessari heimsókn... loksins komum við í heimsókn til þeirra
og það á svona dýrðarinnar dögum...

Kálfatindar næstir á dagskrá...

Litið til baka á formfagran Eilístindinn...

...sem er gott dæmi um stað sem fagur er að sjá úr fjarska
en býður upp á enn meiri fegurð í nærmynd ef farið er alla leið á tindinn...

Hæsti tindur Hornbjargs framundan og algengasti tindurinn sem gengið er á ásamt Miðfelli og Horni sem biðu okkar í ofvæni...

Bara aðeins að kíkja aftur til baka á þessa fegurð...

Okkur langaði að þræða okkur með brúnunum áfram eins og við gerðum á Skófnaberg og Eilífstind en hlýddum heimamönnum sem sögðu Kálfatinda bratta og ráðlegast væri að fara upp göngustíginn sem liggur hinum megin...

Refagreni... og rebbi að kíkja út...

... og annar úti á túni...

Litið til baka á fagurlega mótaðan Eilífstindinn og Skófnabergið...

Snjórinn ekki alveg farinn í Innsta dal neðan Kálfatinda...

Við héldum upp hlíðarnar...

...og fengum fljótt stórkostlegt útsýni yfir Innsta dal...

... út að víkinni...

Jóhannes og Soffía Rósa freistuðust til að taka brúnirnar eins og fleiri langaði... og gekk það vel...

Við hin skriðum upp snarbrattar en grasi grónar hlíðarnar á Kálfatindum utan slóðans á eftir Rikka leiðsögumanni... hlíðar sem virðast úr fjarlægð með öllu ókleifar en voru vel færar með þolinmæðinni...

Grjóthrun á köflum...

...og brattinn meiri en sést á myndum...

Fljótlega komin á brúnirnar efst...

... þar sem þetta blasti við... ljósbrot í skýjunum neðan við Hornbjargið...
http://is.wikipedia.org/wiki/Lj%C3%B3sbrot

Brúnirnar upp á Kálfatinda með Eilífstind og Skófnaberg svo smá þarna hinum megin...

Hornvíkin farin að blasa við...

Þetta var krefjandi en gekk vel þrátt fyrir bratta og grjóthrun...

Þetta blasti svo við síðari þjálfara á leið upp...

Þessar bjargbrúnir voru engu líkar...

Lægri tindar Kálfatinda hér að baki göngumanna...

Takk fyrir að sýna okkur fjallið ykkar elsku Rikki ;-)

Ef einhvern tíma var staður og stund til að vera þakklátur þá var það þarna...

... fyrir að hafa slíkan stað að heimsækja... í þessum dásamlega félagsskap... með heilsu til þess arna...

Erfitt að komast fyrir rúmlega 20 manns á hæsta tindi...

Fáninn gamli og góði með i för... hann er að verða antík þessi...
nýr fáni alltaf á leiðinni með lógói Toppfara sem er alltaf í lokavinnslu ;-)

Jú, það tókst að taka hópmynd í þrengslunum með góðum vilja ;-)

Bára, Örn, Lilja G., Katrín, Ingi, Heiðrún, Sigga Rósa, Rikki, Ágúst, Sylvía, Hjálmar, Anna Jóhanna, Guðmundur, Ástríður, Súsanna, Jón, Valla, Lilja Sesselja, Jóhannes, Soffía Rósa, Anna Elín, Ásgeir, Sigga Sig og Gylfi en á mynd vantar Ásta Guðrúnu, Einar, Helgu E., Kristínu Gundu, Lilju Bj. og Caroline.

Hjálmar sagði okkur hetjusögur af fyglingum á tindinum... nánar síðar !

Leiðin sem klifin var á Hornbjargi sem Hjálmar sýndi okkur... nánar síðar !

Tímdum við að fara niður af þessum stað?

... við urðum ef við ætluðum yfir á Miðfell sem er ekki síðra en Kálfatindar... og á Hornið sjálft sem er nyrsti tangi Vestfjarða og sést ekki hér bak við Miðfellið...

Bratt var það líka niður...

... þó farinn væri gönguslóðinn...

... en vel gekk það enda gerum við varla annað á þriðjudögum en klöngrast...

Á niðurleiðinni birtist Jörundur sem er næsthæsti tindur Hornbjargs á eftir Kálfatindum eða 429 m...
http://is.wikipedia.org/wiki/Hornbjarg

...og er ókleifur nema með klifurtækjum þá... en sögur eru til um fyrri ábúendur í Hornvík sem farið hafa í eggjatínslu á Jörund "bandlaust"...
sjá nánar síðar!

Sáum niður á Stígshús og Frímannshús þar sem hinir Toppfararnir nutu lífsins í vellystingum heimamanna ;-)

Hæstu tindar Hornbjargs marka margar af svipmestu ljósmyndunum af bjarginu...

Klettahaftið í lokin niður af Kálfatindum þar sem fara þarf varlega...

Við héldum út á tanga Kálfatinda sem er flottur útsýnisstaður...

... og fórum yfir gönguleið morgundagsins... ekki ónýtt að gera virt ævintýri morgundagsins svona vel fyrir sér...

Smá hópmynd undir Jörundi og Kálfatindum...

Við vorum komin í Miðdal... þar sem Miðdalsvatn iðaði af fuglalífi...

Sigga Rósa var leiðsögumaður dagsins... búin að fara ófáar ferðirnar þarna um með vini og vandamenn sína ;-)

Fengum okkur ferskt fjallavatn þarna... og litum undan fuglamergðinni sem lá yfir vatnsbólinu og var eflaust að menga það...
en okkur varð ekki meint af vatninu...

Hornbjarg verður okkur ekki samt eftir þessa ferð...

... finnst við þekkja nánast hverja þúfu... brún og tind... en samt alls ekki...

... vitum hve sjónarhornin eru óteljandi mörg mögnuð...

... ef maður bara gefur sér tíma til að flækjast í skúm og skot af rælni...

Náttúrufegurðin og upplifunin í þessari ferð verður aldrei með réttum orðum lýst...

... þar sem fuglar, refir, hafið og villtur gróður réðu ríkjum...

... og við fengum að njóta þess eins vel og við vildum...

Miðfellið var ekki síðra en hinir tindar bjargsins...

Við vorum komin á algenga myndatökustaði Hornbjargs...

... þar sem hrikaleikur bjargsins og náttúrufegurð fangast á einni mynd...

... með yrðlingana að hlaupa inn og út úr grenum sínum mitt í þessum stórvaxna heimi...

Gengum út með Miðfelli...

... á einstakan útsýnisstað yfir Hornvík með Hælavíkurbjarg og fjallendið sem umkringir víkina allt í kring...

Þetta var staður fyrir myndatökur af öllum gerðum ;-)

... með stórkostlega baksýn hvers sem litið var...

Auðvitað eina hópmynd hér... með glitrandi Hornvíkina og húsin tvö fyrir neðan ;-)

Þjálfarar fengu líka eina mynd af sér sem verður með þeim fegurstu í safninu ;-)

Sigga Rósa að benda á Stígshúsið sitt sem kom mikið við sögu þessarar ferða
sakir gestrisni og gleði að hætti heimamanna ,-)

Leiðin út á tanga Miðfells...

Við fengum okkur nesti og þéttum hópinn efst á Miðfelli...

... með Hornið á Hornbjargi fyrir framan okkur... síðasta "tind" dagsins...

Góður slóðinn á þessari leið...

...græni svo grænn og blái svo blár...

...þó ekkert sé fiktað við liti eða kontrast í myndunum...

Burnirót og bjargfuglar minna mann hér með á Hornstrandir að eilífu...

Stórkostlegum sjónarhornum fjölgaði sífellt...

Sjá Jörund gægjast hér bak við Miðfellið...

Refurinn eyrir engum fugli sem hann kemst í tæri við... enda sáum við ekki mófugla á þessum slóðum...
eflaust heit og margslungin umræða um tilverurétt rebba á þessum slóðum...

Á Horn vorum við komin síðla dags og lögðumst til hvíldar eftir tindaveisluna...

Horn á Hornbjargi er miðja Hornstranda og draga strandirnar nafn sitt af því...
Það er nyrsti tangi Vestfjarða og skiptir Hornströndum í Austurstrandir og Vesturstrandir.

Hittum á Kristínu Gundu, Lilju Bj., og Önnu Siggu sem gisti í Stígshúsi ásamt Siggu Rósu og fjölskyldu
þar sem systir Önnu, Kristín? er mágkona Rikka... gift John siglingamanni frá því kvöldinu áður ;-)

Við áttum stefnumót við Stígshús á leið til baka...

... um góðan slóða meðfram Miðfelli...

... gegnum þykkan gróðurinn sem þó er ekki kominn hvönninni á vald ennþá...

Stígshús... sjá myndir af vinnuferð í húsið af myndasíðu Ingvars Stígssonar sem þjálfarar hafa stundum leitað fanga í við könnunarleiðangra á nýjar slóðir... og uppgötvuðu í þessari ferð að er skyldur Stígsfjölskyldunni... já, heimurinn er ekki stærri en þetta á Ísland ;-) i:
http://ingvi.stigsson.is/Hornstrandir/Vinnuferd-2010/Vinnufer%C3%B0-%C3%A1-Horn-2010/12529970_DVNVKr/912526149_TMRVRRj#!i=912526149&k=TMRVRRj

Í Stígshúsi var tekið á móti okkur með ilmandi grilluðum svartfugli sem smakkaðist óendanlega vel...

Við höfðum það notalegt í blíðunni og nutum skjóls af húsinu því skyndilega var farið að hreyfa vind eftir logn allan daginn...

Við vorum á uppeldisheimili Stígs Stígssonar sem ásamt fleiri systkinum og afkomendum skiptast á að dvelja viku í senn í húsinu.

Stígur er stjúpfaðir Siggu Rósu en móðir hennar féll frá fyrir nokkrum árum.

Sjá hér valið af rælni minningargrein um Bergmund Stígsson, bróður Stígs til að gefa smá innsýn:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/134834/  - smá hluti úr greininni hér - rituð af Daníel Ágústínussyni:

Umhverfið á Horni var stórbrotið og margir möguleikar til verðmætaöflunar úr skauti náttúrunnar en það var ekki heiglum hent. Það þurfti bæði kjark og útsjónarsemi að berjast við óblíð náttúruöflin, hvort sem var á sjó eða landi. Ströndin hafnlaus en stutt á gjöful fiskimið. Enn utar voru fengsæl hákarlamið sem voru mjög eftirsótt fyrr á árum. Hornbjargið var fullt af fugli og eggjum á vorin. Þangað var þó ekki auðvelt að sækja björgina og reyndist mörgum torsótt. Börnin á Horni lærðu fljótt sögurnar af því þegar þessi eða hinn hrapaði í bjarginu. Það voru víti til varnaðar. Það er því ekki að undra þótt æskustöðvarnar yrðu Bergmundi eftirminnilegar og hugurinn leitaði oft þangað.

Langafi Bergmundar í föðurætt - Stígur Stígsson - flutti að Horni 1854. Hann var fæddur að Sútarabúðum í Grunnavík 1832. Hann gerðist umsvifamikill útvegsbóndi og bátasmiður á Horni. Hann varð víðkunnur af hagleik sínum og dugnaði. Þórleifur Bjarnason rithöfundur segir ítarlega frá honum í Hornstrendingabók. Honum bregður einnig fyrir í skáldsögum Þórleifs. Stígur Stígsson þótti einstakur hagleiksmaður og fór orðstír hans víða. Hann smíðaði tugi skipa og lagfærði önnur, sem þóttu fara illa í sjó. Hann var jafnvígur á tré og járn. Gerði marga smáhluti sem til voru á bæjum þar vestra. Væri spurt hver hefði smíðað þetta var svarið hið sama: "Hver heldur þú að smíðað hafi svona nema Stígur á Horni". Þórleifur segir ennfremur: "Var Stígur jafnan fús á að hjálpa þeim, sem til hans leituðu og vildi hverjum sem best reynast." Þá segir: "Hversdagslega var Stígur jafnan ljúfur í viðmóti en þó ekki orðmargur. Hann hafði glöggt auga fyrir öllu broslegu í tiltækjum og tali manna og glotti þá á laun." Mér finnst lýsing þessi alveg eins geta átt við Bergmund og að margir bestu eiginleikar Stígs á Horni hafi komið fram hjá honum. (Daníel Ágústínusson, Morgunblaðinu 1994).

Mynd á vegg inni í Stígshúsi sem sýnir vel byggðina áður fyrr í Hornvík með Jörund og Kálfatinda yfirgnæfandi...

Strákarnir voru mættir með gítarana...

... og við skálaðum í Gammel Dansk í boði Kristínar Gundu og Rauða þemahópsins...

... með söng og gítarleik Rikka og Johns...

... þar sem systir Önnu Siggu... Kristín?..  stjórnaði söng á yndislega laginu "Ég er kominn heim" eftir Emerich Kalman með texta Jóns Sigurðssonar... lag sem verður eilíflega greypt í minningabankann eftir þessa ferð...

http://www.guitarparty.com/en/song/eg-er-kominn-heim-1/

Hjartansþakkir kæru Rikki og Sigga Rósa fyrir hreint út sagt höfðinglegar móttökur allt frá komukvöldi í Hornvík til leiðsagnar um fjöllin ykkar og veisluna í Stígshúsi... og haf einnig þökk kæri Stígur, stjúpfaðir Siggu Rósu en hann ólst upp í þessu húsi og á ólíkt aðrar bernskuminningar en við...

Sex kílómetrar framundan að Hornbjargsvita eftir veisluna að Stígshúsi
og grillveisla í boði rauða hópsins á stefnuskránni í vitanum sama hvað klukkan sló ;-)

Kunnum leiðina utan að um Almenningsskarð...

Nutum þess að horfa á fjallstinda dagsins sem nú voru allir komnir í safn minninganna...

Hinum megin skarðsins... og Hornsins sjálfs... í Látravík... þar sem oft er verra veður... var blíðskaparveður...

... og Austurstrandirnar ljómuðu í kvöldsólinni...

Þessi veðurblíða ætlaði engan enda að taka...

...og við fengum annað friðsælt kvöld/nótt í Hornbjargsvita...

Var farangurinn enn í fjörunni frá bátsferðinni fyrr um daginn?... ekki aldeilis... skálaverðir ásamt Einari, eiginmanni Lilju G. sem snúið hafði við af Kálfatindum vegna blöðrumyndunar á fótum, höfðu selflutt hann með kláfnum úr fjörunni í hús fyrr um daginn...

Grillmatur á borðum þetta kvöldið og það ekki af verri endanum...

Sturta... kaldur... viðrun dagsins...

Dýrindis grillmáltíð sem fyllti á allar orkubirgðir vöðvanna um kvöldið
fyrir annan eins erfiðan göngudag sem beið okkar daginn eftir þennan enda sofnuðu allir snemma...

... eftir fræðandi upplestur Bláa hópsins....

... sem þeir félagar lásu upp úr fágætu riti heimamanna...

Kvöldsólin glitraði úti og sumir tímdu ekki að fara snemma að sofa...

Bara hálftími í að sólin birtist setjast við Hornið... en Gylfi var sá eini sem gaf sér tíma til að bíða:

...

Daginn eftir var skýjaðra veður en lygnt og hlýtt...

Nú var brottför kl. 9:00 í stað 8:00 eins og fyrst var áætlað þar sem dagurinn á undan hafði líka dregist svona á langinn..

Að þessu sinni um Kýrskarð á leið okkar í Hornvík að Höfn... um Tröllakamb í Rekavík bak Höfn og um Rekavíkurfjall í Hvannadal á Langakamb við Hælavíkurbjarg... en sjávarkamburinn sá verður eflaust með minnisstæðustu stöðum í okkar sögu þegar árin færast yfir...

Háskýjað þennan dag... sólarglæta á köflum en aðallega skýjað inn til meginlands Stranda...

Við vorum ekki lengi að fækka fötum á leið upp í skarðið...

... þó þar væri naprara en niður við sjó...

En gestrisnin var með ólíkindum og skýin sér nákvæmlega fyrir okkur í skarðinu svo við sæjum nú hvert við stefndum...

Mýrlent og hverfandi snjóskaflar...

Litið til baka um saklaust hálendið kringum Kýrskarð sem getur eflaust verið ógnvænlegt í brjáluðu veðri og lélegu skyggni...

Skafl í skarðinu niður í Hornvík...

Við mörkuðum spor í harðan skaflinn en þau voru frekar grunn...

... og vöfðust eðlilega fyrir hinni bandarísku, 72ja ára gömlu bandaríska ljósmyndara sem var í fylgd Ágústar í þessari ferð... en konan sú er viðförul og vön göngum en hafði lítið gengið síðustu ár fyrir þessa ferð... fór yfir 20 km á þessum degi og fannst ferðin á Hornstrandir mjög gefandi en algerlega extreme... enda eru menn ekki vanir öðru en þaulrreyndum göngustígum og tryggingum á öllum vafasömum stöðum á gönguleiðum erlendis eins og við höfum sjálft kynnst í þessum hópi... að finna nýjar leiðir um ókunn svæði í óvissuferðum eins og Íslendinga er siður er ekki vanabundin hegðun hins almenna fjallgöngumanns í Evrópu ;-)

Hinum megin skarðsins biðu veisluföng dagsins... Hælavíkurbjarg og félagar...

Við urðum að taka hópmynd yfir gönguland dagsins:

Efri: Súsanna, Caroline, Katrín, Sylvía, Guðmundur, Hjálmar, Valla, Lilja Sesselja, Jón, Örn, Sigga, Anna, Lilja Bj.
Neðri: Soffía Rósa, Ásgeir, Lilja G., Anna Elín, Ástríður, Ágúst, Heiðrún, Ingi og Jóhannes og Bára tók mynd.

Láglendi Hornvíkur er víðfeðmt upp að fjallgarðinum sem skartar fjöllum með nöfnum eins og Einbúi, Darri, Hafnarfjall, Breiðuskarðshnúkur...
 með skörðum eins og Hafnarskarð, Tindaskarð, Rangalaskarð, Breiðuskörð... sem menn fara um í aðrar víkur og firði Hornstranda...

Klöngur á köflum niður í Kýrdalinn...

Hafnarós Hornvíkur...

Burkni á þessum kafla en hann höfðum við ekki séð fyrr í ferðinni...

... smá afleggjari...

Góður göngustígur á þessari leið alla leið niður að vaði yfir ósinn...

Litadýrð Hornstranda er án efa heilandi...

Litið til baka upp brekkurnar að Kýrskarði...

Það var alveg hægt að leika sér heilmikið þarna...

... á meðan hinir biðu...

Perú-minjagripir hanga utan á sumum Perúförunum...

Kýrárfoss fagur að sjá frá öllum sjónarhornum...

Örninn kannaði vaðið yfir Hafnarósinn á undan hópnum á meðan við horfðum á úr hlíðunum við fossinn...

Jú, þetta var grunnt og vel fært... meira mál að koma sér á skónum yfir mýrlendið að ósnum ;-)

Kalt var það en frískandi...

Á miðri leið fór gönguleið gærdagsins að blasa við um Hornbjarg og tinda þess alla tignarlega og svipmikla...

Litið upp með ósnum um sandana blauta eftir flæðið síðustu nætur... ferskar lækjarsprænur og fossar úr fjöllum og skörðum allan hringinn... landslag á heimsmælikvarða og ekkert minna en það...

Nákvæmlega á vaðinu mættum við hópi göngumanna sem var að vaða á sama tíma í hina áttina...

Rekadrumbarnir fínir til að setjast, þurrka og smyrja tær og fara í skóna...

Alltaf jafn frískandi að vaða... og mikilvægt að fá slíka daga þegar gengið er dögum saman... þó það þýði að smyrja þurfi og plástra aftur fæturna...

Eins gott að vera harðgerð planta ef þú ætlar að blómstra á þessu svæði...

...eins og skriðsóleyin sem skreytti sendið láglendi Hornvíkur...

Við tók sérkennilegur kafli að Höfn í Hornvík...

... um gljúpa sanda sem gróðurinn berst við að binda...

Nokkurs konar ókeypis náttúrulegt scrub fyrir sálina...

Ósaður sandurinn í Hornvík...

... þar sem alls kyns kynjaverur leyndust...

... og allt varð mýkra en áður...

Við vorum að lenda í Höfn í Hornvík...

... með rekaviðinn um allt...

Gula húsið að Höfn... í eigu afkomenda fyrri ábúenda... sem þarna halda til að sumri til ásamt Landverðinu, Jóni Björnssyni...

Tveir drengir sem dvelja í tvær vikur í "Gula húsinu" eins og þeir kölluðu það... afi þeirra ólst þar upp og þeir vissu heilmikið um svæðið... rötuðu um allt og sögðust hafa miklu skemmtilegra að gera þarna í Hornvík en í Reykjavík...

Ágúst að fara eina af mörgum krókaleiðum sem strákarnir vissu um...

Óðinshanar í tjörninni? Eini "ekki-bjargfuglinn" sem við sáum í ferðinni?

Strákarnir voru búnir að veiða fyrr um daginn og voru að leita að lífi í lækjunum...

Sóleyin búin að koma sér vel fyrir í uppþornuðum lækjarfarvegum og lá eins og blómasveigur kringum tjaldstæðið í Höfn...
þar sem erlendir ferðamenn voru að byrja að tjalda..

Við vorum komin í Höfn þar sem mjög gott tjaldstæði er í Hornvík...

Komið útihús, rennandi vatn og allt saman...

Áðum góða stund og nutum augnabliksins...

...hlustuðum á frásagnir af heimamönnum berjast við ísbirni...

... og fífluðumst...

Frá Höfn var förinni heitið um Tröllakamb...

Óskaplega vorum við að skoða lítinn hluta af Hornströndum... hálf yfirþyrmandi að vita um allar þessar vikur, strandir, kamba, skörð og fjöll sem við eigum vonandi einhvern tíma eftir að njóta að einhverju leyti...

Lilja G. og Lilja Bj. ákváðu að láta gott heita þennan daginn í Höfn og snúa við...

Við hin héldum í vonina um að ná alla leið í Hvannadal að Langakambi þrátt fyrir úrtöluraddir...

... og gengum í fjörunni um gamlar slóðir fyrrum verslunarhúsa og verkunarhúsa í Hornvík...

Tröppur úr rekavið niður í fjöru...

Stelpurnar voru útsjónarsamar og sáu til báts að lenda hjá hópnum utar í víkinni...

... en þar voru á ferð Rikki, John og Símon... sem heilsuðu upp á hópinn og létu vita að Stígshúsfólkið ákvað að segja pass við göngu dagsins en þau höfðu kannski ætlað að ganga með okkur í Hvannadal þennan dag...

... en í staðinn fengu Liljurnar far yfir víkina í Almenningsskarð með þessum öðlingum ;-)

Tröllakambur... á Einbúa... með fjallið Darra efst í fjallgarðinum...

Gengið í fjörunni til að byrja með...

Við vorum smá í samhengi þessa staðar...

... og nutum þess að ganga við sjávarmálið...

... á grýttri, sjávarsorfinni leið...

Smá grjótskriða að fara yfir um...

 

...með kaðli...

... sem gott var að halda í til að flýta fyrir sér upp og niður...

...og eflaust gott í blautu færi...

Litið niður úr skriðunni...

... með bjargfuglana að fylgjast með þessum átroðningi í ríki þeirra...

Minna mál hinum megin...

Þetta gekk eins og í sögu...

Litið niður úr skriðunni hinum megin...

Já, ekki spurning... hópmynd með Miðfell og Kálfatinda í baksýn hinum megin víkurinnar...

Örn, Ágúst, Caroline, Anna, Gylfi, Valla, Guðmundur, Hjálmar, Jón, Súsanna, Jóhannes, Ástríður og Ásgeir.
Sylvía, Lilja Sesselja, Soffía, Katrín, Sigga, Heiðrún, Ingi og Anna Elín að taka mynda af Báru að taka mynd ;-)

Afgangur af hvalreka...

Þarna fljótlega hefðum við átt að halda upp á Tröllakamb bratta stíga sem landvörður vill einhverra hluta vegna ekki merkja...

... en í stað þess héldum við... eins og margir á undan okkur... áfram með fjörunni...

... algerlega heilluð af töfraheimi stórgrýttrar fjörunnar...

... sem geymdi gersemar í ýmsum litum...

... til þess eins að komast að því að úti í enda var ófært á þurru inn í Rekavíkina...

... en það var þess virði að fara villu vegar og njóta þessa lands sem þarna var...

Við vorum fljót til baka...

... og fundum einn af nokkrum stígum sem liggja þarna upp og markast af fleirum sem villst hafa af leið þarna...
í raun of mörgum stígum þar sem menn eru ekki að finna rétta slóðann... sem er synd fyrir landslagið á endanum...

Við gengum ofan við Rekavíkurstandana sem við höfðum skoðað í nærmynd í villunni...

Við vorum komin í Rekavík bak Höfn en Rekavík er eitt margra örnefna á Hornströndum sem koma fyrir á nokkrum stöðum... menn hafa annað hvort ruglað nöfnum saman milli staða eða ekki verið frumlegri en þetta hér áður fyrr... eins og einnig á við önnur örnefni annars staðar á landinu... sem gerir mann svo glaðan þegar maður heyrir fersk nöfn eins og Kargafell eða álíka ;-)

Jú, Rekavík stóð undir nafni...

... með náttúrulegri brú yfir sprænur sínar...

... sem gaman var að þræða sér yfir...

... í blómstrandi skrúðinu...

Já, það verður ekki af fegurð Hornstranda á heimsmælikvarða skafið...

Litið til baka alla leið að fossinum Drífandi (einn af mörgum með því nafni)
á Grænanesi við Steindórsstand með Rekavíkurstanda svamlandi við Tröllakamb...

Við tók heldur tæp en þó örugg tæpigata með hlíðum Rekavíkurfjalls...

... sem voru snarbrattar á köflum...

... þar sem ekki var að spyrja að leikslokum nema í sjónum ef maður hefði farið af stað...

Kaðall á smá kafla...

...sem nýtist helst ef færi er blautt líklega...

Mögnuð leið í einu orði sagt með hafið allt á hægri hönd og Hornbjargið lengst þarna hinum megin...

Fyrir hornið vorum við lent í Hvannadal...

... og þar tókum við andann á lofti...

Við blöstu hrikaleg björg Hælavíkurbjargs, Sigmundarfells og Festaskarðatinds...

... með rósina í hnappagatinu... sjálfan Langakamb...

Vð drógumst að honum gapandi af undrun og aðdáun...

Klettanös þakin gróðri sem gengur út í sjó í skríkjandi fuglabjargi ofan við fossandi brimið
með Hælavíkurbjarg yfirgnæfandi...

Engan veginn hægt að lýsa eða mynda þennan stað réttilega...

Einfaldlega of stór í samhengi sínu við umhverfið...

Við vorum öll dolfallin...

... en alveg öruggt

og nauðsynlegt að fara þarna niður ef menn eru á annað borð í Hvannadal...

Engu öðru líkt að standa þarna með risavaxið bjargið ofan við mann...

Einstakur útsýnisstaður til Hornbjargs hinum megin Hornvíkur... enn og aftur í blíðskaparveðri og óskertu útsýni þriðja daginn í röð...

Magnaður staður...

... sem aldrei gleymist...

... og líkist engu sem við höfum fyrr gengið um...

Við tókum endalaust myndir...

... hvert í sínu horni svo ekki var þverfótað fyrir einhverjum sem þurfti smá pláss fyrir mynd...

... tókum inn orkuna frá hafi...

...fuglum...

... og bjargi...

Tókst meira að segja að taka hópmynd af Langakambshópnum:

Ástríður, Jón, Jóhannes, ,Örn, Anna, Hjálmar, Sylvía, Guðmundur, Katrín, Ingi, Heiðrún, Lilja Sesslja, Gylfi, Súsanna, Anna Elín, Ásgeir og Soffía en Bára tók mynd...

... alls 18 manns af 28 Hornstrrandaförum kláruðu alla leið á þennan stað
sem hiklaust er hægt að mæla með að menn komi við á ef þeir eru á þessum slóðum...

Við neyddumst til að snúa til baka og fá okkur nesti...

Hefðum getað verið þarna klukkutíma í viðbót... alveg þess virði að tjalda eina nótt í Hvannadal !

... en þess skal getið að öskrin í fuglunum þarna voru önnur en á öðrum stöðum Hornstranda... líktist örvæntingarfullu og skerand barnsöskri sem stakk inn að beini svo að manni setti hroll og einhverjir fundu fyrir öðru en jákvæðum straumum á þessum stað...

Skyldi einhver hafa verið innikróaður þarna í fornri tíð og veginn eða hrakinn út í sjó?

Brim -  klettar - bjargfugl - burnirót...

Vantaði bara refinn til að fullkomna Hornstrandafimmuna... eða vantar eitthvað í þessa summu?

Sjá bláklædda Toppfarann þarna efst uppi á bjarginu...

...bara til að átta sig á stærðarhlutföllum þessa staðar...

Samhengið við Hornbjargið...

Þarna kom vindur upp með björgunum sem dreif vatnið í fossunum upp á við á einstakan hátt...

... dreif... drífandi...

Litið til baka á leið frá Langakambi...

Það er svo erfitt að velja úr tæplega 2200 myndum... ;-)

Verðum einhvern tíma seinna að ganga á Sigmundarfell, Festaskarðstind og Hælavíkurbjarg...
kannski þá úr Hlöðuvík?

Nestispása eftir flotta göngu á áfangastað sem tókst að ná...

Gylfi tók flottar myndir á Hornströndum sem skoða má hér:

http://gylfigylfason.123.is/

Rebbi var nýtt myndefni fyrir okkur...

... en hann truflaði nestispásuna...

... og kíkti á Súsönnu sem ætlaði afsíðis
en fékk ekki frið fyrir rebba og heldur ekki hópnum sem tók myndir af þeim tveimur ;-)

Framundan var heimleiðin... rúmir tólf kílómetrar sem þýddi 24-25 km göngudag...

... en það var sannarlega þess virði...

Við vorum full af orku eftir ægilegar slóðir Hælavíkurbjargs...

Og tókum tæpigötuna létt til baka...

... á röskri göngu...

... alla leið í Rekavík þar sem hópurinn var þéttur...

Heimferðin var tekin með fyrirfram skipulögðum pásum á reglulegum áningastöðum...

... og við vorum ótrúlega fljót að koma okkur til baka...

... þó fegurðin reyndi hvað eftir annað að afvegaleiða okkur...

Ekki leiðinlegt að leika sér yfir þessa brú...

Mikils virði að njóta leiðarinnar til baka líka...

... með nýja sýn á leiðina út eftir...

Gamli skálavörðurinn kom upp í Soffíu Rósu sem reyndi að merkja aðeins leiðina upp úr fjörunni á Tröllakamb
til að stýra aðeins umferðinni þarna upp eftir svo fleiri myndu ekki fara villu vegar eins og við ;-)

Við vorum komin í æfingu að klöngrast um þessa kaðla...

... sem var bara skemmtilegt...

Sjá fjöruleiðina og hvar Soffía er að reyna að merkja leiðin upp á Tröllakamb...
...sem sé farið fljótlega upp stíginn eftir að komið er niður kaðlana!

Kálfatindar hinum megin frá kaðlaskarðinu...

Grýtið til baka... sjá fossinn Drífandi þarna hinum megin á Grænanesi...

Súsanna hélt uppi nafni Íslendinga í þessari ferð ;-)

Komin að neyðarskýlinu í Hornvík við Höfn...

Ingi fann þennan stein með Íslandi á fyrir Heiðrúnu...

Við tókum smá afvegaleiðingu nokkur úr hópnum í bakaleiðinni...

... en helmingur hópsins hélt sömu leið frá Höfn að vaðinu yfir Hafnarós...

Við stóðumst ekki mátið að fara að skoða hvalrekann...

... og gengum eftir ferskri fjöru Hornvíkur...

... að illa lyktandi og illa útlítandi hræinu...

Stórmerkilegt að sjá það...

Illa farið í tímans rás...

Tókum myndir og pössuðum okkur að vera undan golunni til að fá ekki yfir okkur fnykinn...

Grænanes, Drífandisfoss og Steinþórsstandur aðeins út af mynd...

Þetta var aðeins út af leið að vaðinu yfir Hafnarósinn...

 

... sem við gengum á rösku spjallinu um sandana...

Magnaður dagur að baki... og sólríkar minningar gærdagsins ljómuðu hinum megin víkurinnar...

Tókum vaðið af "gömlum vana" ;-)

Friðsældin slík að flestum var sama hvað klukkan sló...

Flóknast að taka allan sand af tánum...

Gleðin réði sannarlega öllum ríkjum í þessari ferð...

Síðustu kílómetrarnir "heim" voru teknir í sæmuvímunni sem einkennir allar bakaleiðir...

... náttúrulega ölvuð eftir ævintýri dagsins...

Sjá klettana úti á hafi við Hælavíkurbjarg þar sem við höfðum verið stuttu síðar !

Mitt í brekkunum tók að rigna...

Fyrst lítið en svo þéttist hún aðeins og við fórum í regngallann til öryggis...

Mikið auðveldara að fara upp klöngurleiðina um Kýrskarð heldur en niður...

Skaflinn var orðinn mjúkur í vætunni...

... en svo var frekar létt yfir að vitanum þrátt fyrir súldina sem komin var á svæðið
... súld og þoka sem jókst með kvöldinu... og skálaverðir sögðu dæmigert veður á þessu svæði...

...við hefðum verið einstaklega heppin að ná þremur göngudögum í þessu veðri...
logni, hita, sól og góðu skyggni og óskertu útsýni til fjalla...

Valla bakaði fjallabrauð þetta kvöld fyrir hönd græna hópsins
og Jón aðstoðaði þegar hann skilaði sér á ógnarhraða úr Langakambsgöngunni...

Helga með ilmandi kjötsúpuna sem smakkaðist eins og sælgæti...

... en súpan sú fékk framhaldslíf og fylgir hér frásögn Siggu Rósu af henni frá Toppfara-fésbókinni sem hún setti inn 11. júlí
af gangi mála eftir að við höfðum yfirgefið svæðið:

Kæru Toppfarar, þá sérstaklega Hornstrandafarar. Takk fyrir síðast.
Við Rikki og Anna (Toppfarar í Stígshúsi) gengum yfir á Hornbjargsvita á laugardaginn í roki, rigningu og slyddu, mjög hressandi. Við fengum svo að hengja föt okkar til þerris á meðan við drukkum kaffi hjá þeim "vitavarðahjónum" Gumma og Ingu.

Þau sögðu okkur að það hefði verið svo mikið af mat með ykkur að þið hefðuð ábyggilega verið undir það búin að vera fram í ágúst. ;) En það kom sér svo sem vel, því á föstudaginn bankaði hópur af spánverjum uppá og báðust gistingar, en þau voru með allt á bakinu og höfðu ætlað sér að tjalda. Gummi og Inga buðu þeim þá upp á Toppfara-kjötsúpu og héldu spánverjarnir að þeir væru komnir í himnaríki. Þvílík Íslensk gestrisni.

Við vorum nú að hugsa um að létta aðeins á farangri ykkar þar sem við sáum fram á að komast ekki strax heim, sérstaklega vöktu fréttir af rauðvínslager áhuga okkar, en... við slepptum því alveg.

Báturinn sótti okkur um miðnætti á sunnudagskvöldið, það var nokkur öldugangur, sérstaklega við Straumnesið, enda tekur það sjóinn nokkurn tíma að jafna sig eftir svona veðurskot. En við sluppum alveg við sjóveiki. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1980 sem ég verð veðurteppt á Horni. :)

Örn tók kók merkt Lilju með í ferðina ;-)

Gylfi tæknimaður Toppfara gaf þjálfara reglulega nýjustu upplýsingar um veðrið...

Spáin var mjög slæm nánast fyrir allt landið annað kvöld.... sem átti að vera síðasta kvöldið okkar á Hornströndum... og slæm spá fyrir laugardag sem átti að vera okkar heimferðardagur... ekki tryggt að við kæmumst heim á réttum degi og mestar líkur á að það yrði alltaf eingöngu úr Hornvík...

Eftir miklar vangaveltur með skálavörðum og símtal við Hafstein í Sjóferðum var afráðið að fara heim einum degi fyrr, gangandi yfir í Hornvík og sleppa fjörugöngunni suður með Ströndum að Drífandisfossi enda búið að ná tveimur aðalgöngudögunum í mergjuðu veðri og einum aukagöngudegi á komudeginum og einn enn eftir til baka í Hornvík... þetta þýddi að skilja varð hluta af farangrinum eftir í vitanum og fá hann síðar fluttan heim til Reykjavíkur... en það tók heila tíu daga...

Heldur stytti þetta kvöldgleðina...
þar sem vakna yrði klukkan 4:30 og leggja af stað gangandi í síðasta lagi 6:00 til að ná bátnum úr Hornvík 8:30...
en þetta voru eftirréttir græna hópsins að hætti Soffíu Rósu...
sem runnu ljúflega ofan í þá sem reyndu að njóta þrátt fyrir breytt ferðaplön ;-)

Nokkrir gripu boð skálavarðar um að skoða vitann sem var mjög forvitnilegt...
þar sem útsýni gafst yfir svæðið og góða veðrið sem var í seilingarfjarlægð en náði ekki að vitanum...

Daginn eftir vöknuðu allir sprækir og voru ekki lengi að pakka saman...
...þoka, vindur og rigning úti... auðvitað urðum við að fá smá snefil af Hornstrandaveðrinu áður en við færum heim...

... en þennan síðast morgun í Hornbjargsvita vöknuðu Ingi og Heiðrún enn fyrr en allir hinir... til að undirbúa morgunmat sem aldrei gleymist... hangikjöt og meðlæti eins og það gerist best að hætti bláa teymisins..

 ...en þetta átti að vera síðasta kvöldmáltíðin þar til veðrið setti strik í reikninginn
og breyttist því í "flottasta morgunmat sem borðaður hefur verið í Hornbjargsvita"...

Sögulegasti morgunmatur sem við höfum nokkurn tíma átt... og eigum eftir að rifja upp árum saman... en hann gaf NB góða orku fyrir langt ferðalag framundan... göngu, siglingu og akstur alla leið til Reykjavíkur sama dag... og var því fyrirtaks lausn þegar spurt var að leikslokum ;-)

Það var eins gott að pakka vel í bakpokana... öllu sem maður gat ekki hugsað sér að vera án í nokkra daga...
þar sem óvíst var með öllu hvenær farangurinn sem skilinn yrði eftir kæmist til Reykjavíkur...

Farangurinn sem var skilinn eftir og fluttur sex dögum síðar frá Hornbjargsvita með Sjóferðum en þeir sáu líka um að fara með hann í flutningabíl Flytjanda á föstudeginum 12. júlí og var afhentur í Klettagörðum 15 kl. 10:00 á mánudagsmorgninum 15. júlí... tíu dögum eftir að við skiluðum okkur heim úr þessari ferð föstudaginn 5. júlí...  ;-)

Síðustu menn fóru út úr húsi fyrir klukkan sex takk fyrir... hvílíkt aðdáunarverður hópur... þjálfarar áttu ekki til orð ;-)

Sylvía og Soffía Rósa komnar í regngallann... en þær eins og fleiri héldu uppi gleðinni óslitið frá upphafi til enda en líklega má segja að gleðin sé mikilvægasti búnaðurinn á Hornströndum þar sem allt getur gerst og ferðaplön eru endanlega algerlega á valdi veðurs og færðar...

Veðrið reyndist milt og friðsælt þegar út var komið...

...þrátt fyrir hryssingslegt veðurútlit út um gluggann...

Við kvöddum Látravík og Hornbjargsvita með ljúfsárri lotningu...

 ...og ægifagurt landslagið...

...sem við höfðum bara gengið í fallegu veðri og óskertu skyggni hingað til naut sín ekkert síður í þessum dumbungi...

En hinum megin Almenningsskarðs var mun betra veður...

... sem skánaði eftir því sem neðar dró niður í Innsta dal...

Við sáum bát Sjóferða lengst úti á hafi á leið inn í Hornvík...

Máttum ekki seinna vera... báturinn var kominn kl. 8:10 í mun betra veðri og sjógangi í Hornvík
en við Hornbjargsvita í Látravík...

Gengum að Stígshúsi þar sem slóðinn náði þangað og erfitt að stýra hópnum öllum á sama stað í fjöruna annars staðar þar sem menn lögðu af stað þennan morgum á mismunandi tímum og myndu þá ekki vita hvar hinir færu niður í fjöru...

Enginn vaknaður í Stígshúsi og við reyndum að ganga hljóðlega um... þau öllu vön og ætluðu greinilega ekki að "flýja" Hornvíkina undan yfirvofandi veðrinu enda mun einfaldara að komast fá úr víkinni en við...

Að þessu sinni voru það Stígur og Gauti sem komu okkur til byggða...

Öðlingsmenn inn að beini og sérlega gaman að kynnast þeim drengjum...

Ákveðinn beygur í sumum eftir sjóveikina fjórum dögum fyrr...

... en það voru óþarfa áhyggjur því sjóferðin sú gekk glimrandi vel...

Við kvöddum Stígshús með hlýjar minningar í hjartanu af góðu fólki..

Stígur var sweet sight for sore eyes ;-)

... og gleðin var enn við völd þarna snemma morguns... eftir sögulegan morgunmat... mjög lítinn nætursvefn... krefjandi göngudag deginum á undan... litlum svefni deginum þar á undan... krefjandi göngudegi þar áður... litlum nætursvefni nóttina á undan honum... eftir miðnæturgöngu eftir erfiða sjóferð eftir langan akstur frá Reykjavík þriðjudaginn 2. júlí... það var með ólíkindum hvað þessi ferð var þétt og krefjandi... en um leið gefandi og botnlaus í mergjuðum minningum af stórfenglegu landi með stórkostlegum göngufélögum...

Komið var við í Höfn til að sækja göngukonu sem var úr sama kvennahópnum og gist hafði með okkur í vitanum fyrstu tvær næturnar... slæm í hné og lagði ekki í göngu með allt á bakinu í versnandi veðri frá Hornvík í Hlöðuvík... gantast var með tíu litla negrastráka en þær lögðu tólf af stað og voru orðnar tíu þar sem sú fyrri datt úr ferðinni með þyrlunni sem var í vitanum þegar við lentum á Hornströndum... en þær áttu eflaust mergjaða Hornstrandaferð eins og við þar sem allt endaði vel þrátt fyrir allt ;-)

Stígur fór með okkur aukatúr meðfram Langakambi á leið úr Hornvíkinni...

... sem var ómetanlegt fyrir okkur sem höfðum gengið niður um hann deginum áður...

... við fengum ekki nóg af að horfa á hann.. nú frá sjónum... sem gerir þennan stað enn dýrmætari í huga okkar...

Siglt var milli ógnarstórra hamra Sigmundarfells í Hælavíkurbjargi...

 ... og klettans úti á hafi sem heitir líklega Súlnastapi skv. kortum?

Ólýsanleg upplifun...

Bjargfulginn í nærmynd ofan okkar...

Þarna fórum við á milli....

Hælavíkurbjarg er ógnarstórt en sérlega fallegt, formfagurt og litríkt...

Við kvöddum Hornvíkina sem nú er okkur vel kunnug eftir sérlega góðar stundir í fallegu veðri, landslagi og skyggni...

Það létti til og við fengum einstakt útsýni á Hornstrandavíkurnar alla leið til baka...

Enginn varð sjóveikur í þetta sinnið í þessu blíðskaparveðri...

 ...og menn annað hvort sváfu...

... eða sváfu og lásu... ;-)

... eða lágu og sváfu... (það var varla hægt að kalla síðustu nótt svefnsama) ;-)

...eða sátu úti og skoðuðu landslagið með korti og plönuðu næstu Hornstrandaferðir Toppfara... ;-)

... og spjölluðu við siglingamennina um sjóferðir á Hornstrandir, öryggi á þessum slóðum, veður og óblíð veðuröfl... þeir mæltu með göngu frá Hesteyri í Aðalvík sem næstu ferð Toppfara... eins og fleiri hafa gert... af nógu er að taka...

Sjá vefsíðu Sjóferða en þau eru einnig á fésbók:http://www.sjoferdir.is/forsida/

Siglingin endaði vel og akstur gekk vel til borgarinnar í versnandi veðri sem gekk yfir landið og setti alls kyns útihátíðir, tónleika og íþróttamót á annan endann... við vorum fegin að vera komin til byggða... enn fegnari þegar fréttir bárust af fólki í erfiðu veðri á Hornströndum þessa tvo daga sem fóru í hönd og menn voru veðurtepptir... og enn meira fegnari þegar sumarið ætlaði að verða hið mesta rigningarsumar í langan tíma... við vorum sannarlega heppin enn og aftur og máttum vera þakklát með gullnar stundir okkar á Hornströndum...

Elsku göngufélagar...

Haf þökk allir fyrir áræðnina að koma í þessa ferð... æðruleysið við að ganga óvænt með allt á bakinu milli Hornvíkur og Hornbjargsvita á fyrsta og síðasta degi... þrausegjuna á löngum göngudögum... eljuna út í gegn þrátt fyrir þétta dagskrá til enda... alla natnina sem lögð var í þema dagsins og matarsnúninga...  en fyrst og fremst gleðina sem einkenndi þessa ferð og gerir hana ómetanlega í minningunni... fyrir utan auðvitað veisluna sem náttúran bauð okkur upp á og skilaði manni heim ekki samur maður...

Dagur 1: Alls 5,8 km á 2:05 klst. upp í 303 m hæð með 400 m hækkun miðað við 0 m upphafshæð.
Dagur 2: Alls 23,4 km á 11:02 klst. upp í 553 m með 2.110 m hækkun miðað við 312 m upphafshæð.
Dagur 3: Alls 24,4 km á 11:12 klst. upp í 341 m með 1.994 m hækkun alls miðað við 38 m upphafshæð.
Dagur 4: Alls 6,0 km á 2:17 klst. upp í 310 m hæð með 390 m hækkun miðað við 31 m upphafshæð.

Alls 59,6 km á fjórum dögum - sjá síðar gps slóðir ofl !

Þessi ferð gleymist aldrei
og lifir sem perla í minningunni um ókomna tíð...

Ljósmyndir þjálfara:

Dagur 1; sigling frá Ísafirði og miðnæturganga frá Hornvík í Látravík 2. júlí:
https://picasaweb.google.com/Toppfarar/HornstrandirDay1Of4IsafjorUrHornvikAlmenningsskarLatravikHornbjargsviti02071

Dagur 2; ganga um Hornbjargið allt á Skófnaberg, Eilífstind, Kálfstind, Miðfell og Horn um Almenningsskarð 3. júlí:
https://picasaweb.google.com/Toppfarar/HornstrandirDay2Of4HornbjargAllThePeaks030713

Dagur 3: Kýrskarð í Hornvík yfir Hafnarós að Höfn inn Rekavík um Rekavíkurfjall á Langakamb í Hvanndal og til baka 4. júlí
https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T95HornstrandirDay3Of4HofnRekavikHvanndalurLangikambur040713

Dagur 4: Heimferð um Almenningsskarð frá Hörnbjargsvita um Almenningsskarð í Hornvík og siglt til baka á Ísafjörð 5. júlí:
https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T95HornstrandirDay4Of4LatravikTilHornvikurOgSiglingTilIsafjarAr050813
 

Sjá nokkrar góðar vefsíður:

www.vesturferdir.is
www.sjoferdir.is
http://www.landogsaga.is/section.php?id=52&id_art=612
ofl.,. síðar!

Þessi ferðasaga er unnin í flýti fyrir sumarfrí um miðjan júlí og verður yfirfarin, leiðrétt og viðbætt í ágúst ;-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir