Tindferð 85: Fimmævintýrahaustfagnaðarárshátíðarhelgi 5. - 7. október 2012
Einhyrningur - Nauthúsagil - Merkurker - Álfasteinn

HAUSTFAGNAÐURTOPPFARA
O k t ó b e r - á r s h á t í ð a r - f e s t  5. - 7.  o k t !
... fimmævintýrahelgi að óborganlegum hætti klúbbsins...

Líf hins dæmigerða Toppfara
er bardagi við
urð og grjót, bratta, myrkur, hálku, bleytu, þoku, kulda, þreytu...
allan ársins hring...

...og því fögnuðu klúbbmeðlimir með fimmævintýrahelgi að hætti klúbbsins í enn einu tilefninu af fimm ára afmælisárinu... þar sem skálað var á hverjum stað fyrir neðangreindum þáttum og hverri skál tileinkaður ákveðinn hópur innan Toppfara sem hver og einn hefur sitt að segja til þess að fjallgönguklúbburinn lifir og gengur árum saman sama hvað...
en þemað voru þessar fimmur;

1. Myrkurogþoka: Fordrykkur v/ fjallasýn í þokukenndu myrkri að Álfasteini... til heiðurs þeim sem leggja sitt af mörkum!
2. Urðoggrjót: Fjallganga á Einhyrning á Emstruleið... til heiðurs gleðigjöfum!
4. Hálkaogbratti: Klöngur inn Nauthúsagil á Þórsmerkurleið... til heiðurs nýliðum!
3. Bleytaogkuldi: Vaðganga inn Merkurgil á Þórsmerkurleið... til heiðurs þeim sem endast árum saman!  
5. Gleðiogþreyta: Hátíðarkvöldverður og dans til kl. 05.05 að Álfasteini... til heiðurs aldursforsetum!


Mynd frá Ágústi á fésbók - Einhyrningur suðaustar en við fórum að honum þar sem hornin sjást bæði.
Hér með verður þetta fjall okkur ógleymanlegt með öllu um ókomna tíð... ;-)

-----------

1. Myrkurog þoka

Við áttum stefnumót við Álfastein... gististað Ágústar við Landvegamót þar sem gist var alla helgina og fyrsta og síðasta fimma helgarinnar fóru fram... veðrið gullfallegt seinnnipartinn þar sem men tíndust inn hver á eftir öðrum en fyrsti maður á staðinn var Ingi pípó ásamt Heiðrúnu en Ingi var að hjálpa Ágústi að græja vatnslagnir og fleira... en Ágúst var búinn að standa í stórræðum alla vikuna að græja og gera fyrir komu hópsins...

Notalegheitin inni... kokkarnir þrír, Súsanna, Svala og Vallý byrjuðu strax á kvöldmatnum...

...hinir græjuðu aðeins kvöldmatinn fyrir laugardagskvöldið eins og hægt var að forvinna það...

Ísleifur tók að sér að safna saman og raða upp ljósmyndum í ljósmyndakeppninni "vinir á fjöllum" og "framandi landslag"... græjaði atkvæðaseðla, prentaði út allar myndir til að menn gætu skoðað þær um kvöldið og greitt atkvæði, safnaði saman atkvæðum og tilkynnti svo úrslit á laugardagskvöldið ásamt Lilju Sesselju... sannkallaður herforingi þar á ferð ;-)

Þjálfarar græjuðu fordrykkinn... í tengslum við fyrstu fimmu helgarinnar sem var myrkur og þoka með því að fá okkur fordrykk á fjalli... jebb, á miðri Hellisheiði með höfuðljós í myrkrinu og freyðivínið löðrandi í þurrís sem skríður um allt eins og þoka... þangað til þeir áttuðu sig á því að það er ekki myrkrur á leiðinni austur á þessum árstíma... ekki orðið dimmt úti fyrr en um áttaleytið... og breyttu þessu því snarlega í "fordrykkur við fjallasýn" úti á svölunum hans Ágústar sem átti vel við því fjöllin okkar Hekla, Tindfjallajökull, Þríhyrningur og Eyjafjallajökull skreyta sjóndeildarhringinn ofan af svölunum hans...

Aðstæður gátu ekki verið betri... blankalogn og stjörnubjart með tunglið að rísa á himni við óljósa fjallasýn sem fljótlega hvarf inn í myrkrið og þokan af þurrísnum utan um freyðivínið tók að skríða lítillega um svalirnar...



Mynd frá Ágústi á fésbók - hópmynd af svölunum

Fyrsta skálin var tileinkuð þeim klúbbmeðlimum sem leggja eitthvað aukalega til hópsins úr skálum hæfni sinnar... sem var viðeigandi að Álfasteini þar sem þessi klúbbur er að koma saman í fjórða sinn á innan við ári í boði Ágústar til að eiga dásamlega helgi saman á fjöllum... en þessi aukalegu framlög, þó ekki sé nema hvatningarorð, þakklætisvottur, góð hugmynd eða hjálparhönd til félaganna, greiðsemi eða ósérhlífni kringum göngur, skemmtanir og ferðir að ekki sé talað um heilu myndböndin af ferðum, vera með óvæntar uppákomur,  bjóða upp á aukagöngur, partý og alls kyns ævintýri... allt þetta aukalega gerir fjallgönguklúbbinn að þessum dýrmætum félagsskap sem nær hærri hæðum en ella í krafti hópsins...

Skörungarnir Súsanna, Vallý og Svala elduðu matinn fyrir 27 manns þetta fyrra kvöld helgarinnar eins og herforingjar...

...dýrindis kjúkling og meðlæti sem var snætt undir glymjandi gleði til rúmlega miðnættis..

Það voru ýmis props þessa helgina... sum með langa sögu á fjöllum eða sérstaka sögu úr lífi Toppfara... Steina var t. d. í selskinnsskóm frá Grænlandi sem keypt var í Toppfaraferð þangað í júlí í sumar á vegum samstarfsaðila Arctic Adventures...

Jóhann Ísfeld tók að sér að vera snafsastjóri helgarinnar og það var með hann eins og aðra sem tóku að sér hlutverk þessa helgi... metnaðurinn var óaðfinnanlegur... hvílíkir snafsar... hver öðrum bragðbetri... ;-)... en hann keypti sitthvorn snafsinn fyrir hverja fimmu sem átti vel við og fyrra kvöldið á fyrsta snafsi var það Havana Club Adejo... ;-)

Og Jóhanna Fríða sem hér tekur við snafni var skemmtistjóri helgarinnar sem tók hlutverk sitt með stæl og skapaði dúndrandi stemmningu frá fyrstu stundu til þeirrar síðustu... þar sem allt var leyfilegt... hvílík stemmning... hvílík gleði... hvílík skemmtiatriði... henni tókst meira að segja að fá okkur tíu manns til að dansa til kl. 05.05 á sunnudagsmorgninum...

-----

2. Urð og Grjót

Við fórum hins vegar snemma að sofa á föstudagskvöldinu... rétt eftir miðnætti... því framundan var ævintýralegur dagur með göngu á Einhyrning, inn Nauthúsagil og gegnum Merkurker... með jeppasafaríi inn Fljótshlíð um Emstruleið og svo Þórsmerkurleið...

En Steinunn hafnfirska tók þetta lengra en við hin... á fjórhjóli alla leið og slapp vel því lítið var í ánum og veðrið með besta móti... lygnt, hlýtt og léttskýjað inn til landsins þó það væri rigning nær sjó og í náttstað um morguninn sem fékk okkur að Álfasteini og ekki síður þau sem keyrðu Hellisheiðina um morguninn, til að efast um út í hvaða vitleysu við værum að fara sparibúin inn á hálendið...

Því miður bilaði bíll þjálfara á Emstruleið... enn einu sinni ... Óskar rak augun í að úr honum lak sjálfskiptingarvökvinn svo hann var kyrrsettur fyrir Einnyrning og keyrður í bakaleiðinni inn á Hvolsvöll þar sem Kári gerði bókstaflega við hann á staðnum um kvöldið ;-)

Fimma númer tvö þessa helgi var "urð og grjót" með göngu upp á Einhyrning... fallega litla fjallið sem gefur síðustu kílómetrum Laugavegsgöngunnar mikinn svip gegnum árin í lífi Toppfara... fjall sem við höfum öll mænt á gegnum árin og ekki komið í verk að ganga á, nema jú Ingi og Heiðrún sem voru þarna í sumar...

Þjálfari hélt aðrafimmuræðusína fyrir gönguna og tileinkaði fimmu tvö gleðigjöfum Toppfara... þeim sem skaffa klapp á bakið, vinalegt bros, hlátur og gleði inn í slaginn við urð og grjót öllum stundum á fjöllum... við myndum einfaldlega ekki endast í barningnum öðruvísi... þökk sé öllum þeim sem mæta sama hvað með bros á vör, gleði í hjarta og hlátur í grennd öllum stundum...

Við fórum sparibúin á fjall... stelpurnar í pilsi með bleikan varalit og höfuðfat... strákarnir með bindi og höfuðfat... þetta er búningaóður klúbbur segja sumir... það var ekki leiðinlegt að bæta Einhyrningi í safnið sparibúin í þessu fallega veðri með skúraleiðingar allt í kring en aldrei yfir okkur heldur bara sólina á köflum...

Hann er þéttgenginn stígurinn upp á Einhyrning, stutt en snörp og skemmtileg ganga á allra fjölskyldna færi...

Virðist hálfókleifur úr fjarska...
en er vel kleifur þegar nær er komið og stórskemmtilegt að fara um mosaröndina upp gegnum klettana...

Það varð ansi heitt og svitinn lak undan höfuðfötunum sem greinilega gera sitt á göngu...

Valla var lögregluforingi helgarinnar... stýrði hálendisumferðinni með skörungsskap og sá til þess að enginn svikist undan nokkrum hlut sem var á dagskrá ;-)

Stórbrotið landslag nær og fjær... snjóföl yfir efstu tindum og innar á hálendinu...
en á sunnudeginum lagðist snjóföl líka yfir þetta svæði líka í kuldlakasti um nóttina... en þá vorum við nýsofnuð niðri á láglendinu...

Sigga Sig saumaði pilsið sitt fyrir helgina eins og fleiri... allt í bleiku að sjálfsögðu... í stíl við varalitinn ;-)

Það átti rjúpa heima í Einhyrningi sem heillaði okkur upp úr skónum...

... en hún var vel varin af lífvörðum sem héldu paparazzi-mönnunum í hæfilegri fjarlægð;-)

Ásta Henriks saumaði líka pilsið sitt fyrir árshátíðarhelgina... keypti sér sokka í stíl og höfuðband... sagt er að hún hafi mætt í  vinnuna í þessari sömu múnderingu á bleiku-fata-daginn viku seinna að áskorun vinnufélagana sem sáu myndirnar á fésbókinni ;-)

Við vorum alls 45 manns sem tókum hátíðarhöldin um daginn... sem var frábær mæting ;-)

Mosateppalagaða skriðan var fínasta leið upp...

Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við ekki látið þennan framhjá okkur fara... nafnlaus en fagur eins og fleiri þúfur, fell og fjöll sem á vegi okkar verða... örugglega flott sýn á Einhyrning ofan af þessum tindi...

Síðustu metrar Markarfljótsgljúfurs í fjarska... væri gaman að ganga einhvern tíma upp eftir því... örugglega ekkert síðra að vetri til en sumri...

Pása á miðri leið... allir slakir og í hátíðarskapi...

Ekki alveg nægilega gott útsýni til norðurs að Tindfjallajökli og félögum...

Komin hálfa leiðina upp og hornið farið að vinka... eitt af nokkrum í fjallinu... við sáum meira að segja nokkra "Einhyrninga" á leiðinni inn Emstrur...

Ekki spurning að klára þetta... snafs á tindinum og allt saman ;-)

Mikið vorum við heppin með veður... skildum ekkert í þessu eftir alla rigninguna í kortunum... og um morguninn... og á leiðinni... og í bakaleiðinni... og á sunnudeginum...

Í grennd voru skúrir sem komu og fóru á köflum... léku sér við fjöllin í Þórsmörk og sýnin breyttist stöðugt...
Tindfjöll Þórsmerkur nær og Útigönguhöfði fjær í þokunni...

Blár himininn var hins vegar yfir okkur...

Eitt af hornum Einhyrnings...

Stutt, þétt en létt alla leið upp... svipmikil og sérstök leið eins og Einhyrningur ber með sér úr mílufjarlægð...

Hægt að fara upp og niður mosaklædda öxlina vestan megin við gilið...

Klettabrúnirnar í suðri með gljúfur Markarfljóts í fjarska í mögnuðum haustlitunum...

Flottur útsýnisstaður...

Fullkomið augnablik á fjalli...

Þetta var sannarlega ógleymanlegur dagur... í glæsilegu landslagi... flottu veðri... og dásamlegum félagsskap...

Á meðan þeir síðustu snigluðust í mestu makingum upp á tind Einhyrnings... græjaði snafsanefndin snafs nr. tvö í 663 m hæð með borði og dúk sem Óskar bar á bakinu upp, Lilja svo tilbúin með ruslapokann til að taka glösin eftir á og búið að hella í glösin og allt... en Lilja tók þetta alla leið og var í bleikum Scarpa-skóm í stíl við bleika varalitinn og með handtöskuna á öxlinni... auðvitað, bakpoki hvað þegar gengið er á fjall í pilsi? ;-)

Nú var það Icelandis Schnapps... með fjallagrösum í flöskunni og alles... enda vorum við á fjalli ;-)

Allt í boði... og Team Orange vetttlingurinn hans Óskars auðvitað með í för sællar minningar
frá haustfagnaðinum á Hafnarfjalli árið 2010 ;-)

Aldursforsetar göngunnar fengu fyrsta snafsinn... Gerður skvísa sem allt getur og allt framkvæmir án þess að láta nokkurn mann stöðva sig... jákvæð, þakklát og glöð öllum stundum... fyrirmynd sem við erum einstaklega heppin að hafa innanborðs í klúbbnum ;-)

... og Guðmundur Jón... hvílíkur öðlingur á ögurstundum þar sem hjálparhöndin skiptir sköpum...  það var mikill fengur af þeim hjónum Guðmundi og Katrínu þegar þau komu í hópinn fyrir tveimur árum en þau eru með eljusömustu og sterkustu göngumönnum klúbbsins að ekki sé talað um ljúfmennskuna og samheldnina ;-)

Útsýnið ofan af Einhyrningi var ansi fagurt... hér til austurs yfir Laugavegsgöngusvæðið.. Hattfell, Útigönguhöfðar (þessir lágu næst Hattfelli), Stórkonufell, Mófellshnausar, Smáfjöll... litlu fjær eru svo Stórasúla sem gefur mikinn svip Álftavatnsmegin og Stóra Grænafjall norðar við Hattfell o.m.fl.... verðum að koma okkur upp á þessi fögru fjöll við fyrsta tækifæri... ;-)

Hattfellið fagra... ekki erfið uppganga...

Útigönguhöfðar lágir (gjarnan sömu fjallanöfnin á fleiri en einum stað eins og stundum), Stórkonufell, Smáfjöll og Mófellshnausar með Litla Mófelli framar.

Bleiki varaliturinn... er algerlega að meika það í Toppförum...

Vinkonurnar Dagbjört - Steinunn Snorra., Berglind og þórunn greinilega til í allt með þessum klúbbi ;-)

Uppi á tindinum bauð Svala upp á leyni-skemmtiatriði sem skemmtistjóri stjórnaði í hennar nafni... Ingi var látinn standa fyrir framan strákana og svo söng kvennakórinn afmælissönginn með hárri raust ,-)

Eftir snafs varð allt vitlaust... aðdáendur réðust á afmælisbarn dagsins... sem var ekki fjallgönguklúbburinn sjálfur heldur Ingi sjálfur... en hann var vel varinn af lífvörðunum sínum sem eru víst kallaðir Icelandic mountain gangsters og fást ráðnir hvar sem er hvenær sem er ef "celebin" vilja ganga á fjöll og verjast aðdáendum sem myndu án efa elta þau alla leið upp á fjallstinda enda getur hvert mannsbarn gengið á fjall á landinu ef marka má fjallamennskuáhugann síðustu ár...

Hér má sjá hvernig lífverðirnir losuðu hann undan lýðnum og ætluðu þeir víst að að bera hann niður af fjalli... ;-)

... en hann tók það ekki í mál... vildi spjalla við aðdáendur sína sem fengu að taka myndir af honum í bak og fyrir ;-)

Útsýnið í nestispásunni sveik engan... við ætlum Laugaveginn á einum degi á næsta ári á bjartasta tíma ársins...
... og gangan hann öfugan ásamt Fimmvörðuhálsi árið 2014 með ýmsum útúrdúrum...

Markarfljótsgljúfur að dýpka innar... Mýrdalsjökull og skriðjökullinn Entujökull að teygja sig til norðurs...

Stelpurnar fengu líka mynd af sér með fimmuna á lofti...

Efri: Ósk, Steinunn Sn., Dagbjört, Irma, Bára, Hanna, Steina, Heiðrún, Rósa, Valla, Heiða, Berglind, Áslaug, Hildur, Sigga Sig, Lilja Bj.
Neðri: J'ohanna Fríða, Katrín Kj., Súsanna, Sylvía, Gerður Jens., Helga Edwald, Svala, Þórey, Þórunn, Lilja Sesselja, Ásta H., og Ástríður en Vallý liggur fremst með fánann ;-)

Ingi umvafinn aðdáendum sínum ;-)

Eftir glaum og gleði á fjallstindi... snafs, afmælissöng, myndatökur, nesti og útsýnisskoðun... að ekki sé talað um að hitta á frægan mann með lífverði allt í kring... var haldið niður aftur...

Þetta var sannarlega skrautlegur hópur á ferð...

Einhyrningur mun hér með skipa sér sérstakan sess í hugum okkar... ekki oft sem við göngum sparíbúin upp á tind, dekkum þar upp borð og höldum hátíð...

Rjúpan stóð enn vörð um fjallið sitt og paparazzarnir héldu ekki vatni af aðdáun yfir staðfestunni...

Flottasta höfuðfat helgarinnar var hennar Steinunnar úr Hafnarfirði...

Ágúst náði ansi góðri mynd af henni ;-)

Á niðurleið týndu skreytingameistarar lyng, ber og laufblöð... til að skreyta borðhaldið um kvöldið...

Fyrir neðan Einhyrning vildu þjálfarar taka hópmynd með fjallið í baksýn
og því þétti Örn hópinn við fjallsrætur...
...en svo reyndar hættu þeir við að taka hana þarna því ásýndin var ekki nógu góð

...en á meðan fremstu menn biðu eftir síðustu upphófst spjótkastskeppni fyrir tilstilli Inga...

...og úr varð hörkukeppni...

... þar sem stelpurnar gáfu ekkert eftir...

Þetta varð ansi skrautlegt á köflum þar sem ekki var vitað hvert spjótið ætlaði...

... og menn voru ansi einbeittir...

Jóhannes hélt sínum ofurmannastíl og sigraði með því að kasta allra lengst ;-)

Frábær skemmtun sem eflaust verður endurtekin í þessum hópi... greinilega margir efnilegir spjótkastarar í hópnum...

Það var ekki hörgull af jeppum í þessa ferð...

Hópmyndin var svo tekin úr enn meiri fjarska - sjá efst betri mynd - þessi er neðar á sjálfstillingu:

Efri: Ásta H., Björgvin, Helga Edwald, Ísleifur, Ástríður, Sigga Sig., Jón, Óskar, Guðmundur, Áslaug, Jóhannes, Hanna, Lilja Bj., Örn, Hildur V., Guðmundur Víðir, Heiða, Rósa, Steinunn Snorra, Jóhann Ísfeld, Kári, Dagbjört og Matthías.
Neðri: Ágúst, Svala, Jóhanna Fríða, Ósk, Valla, Steina, Sylvía, Katrín Kj., Súsanna, Lilja Sesselja, Ingi, Heiðrún, Gerður J., Ólafur, Berglind, Irma, Þórey, Þórunn og Bára en fremst liggjandi eru Vallý og Sæmundur og Gylfi.

-----

3. Hálka og bratti

Þriðja fimma helgarinnar var "hálka og bratti" með göngu inn Nauthúsagilið hans Stefáns Alfreðssonar sem sýndi Toppförum það sumarið 2008 eftir göngu um Laugaveginn... en þetta er hans gangnamannasvæði gegnum árin og hafa margar skemmtilegar og forvitnilegar sögurnar flogið af hans vörum um svæðið...

Gilið skartaði sínu fegursta í haustlaufunum sem svifu friðsæl til jarðar inn eftir öllu gilnu
eins og skraut í hæsta gæðaflokki og gaf aðra upplifun en að hásumri...

Við slepptum brekkunni sem Stefán fór með okkur um í þetta sinn og gengum inn með læknum...

Stikla þarf mörgum sinnum yfir steina til að komast inn eftir gilinu...
þetta var hrein og bein "stikla-yfir-steina-æfing" ;-)

Reynitréð fræga sem sumir segja að sé móður-reynir allra íslenska reynitrjáa en er ekki rétt eins og Súsanna garðyrkjufræðingur benti réttilega á, en sjá má hvernig nokkrir bolir hafa fallið yfir gilið og nýir stofnar risið út frá þeim...

Dimman jókst eftir því sem innar dró...

Litið til baka með reynitréð þarna í fjarska...

Flúðir og fossar innar þar sem stikla þurfti utan í hamraveggnum og halda í kaðal..

Sjá klöngrið með kaðlinum vinstra megin...

Sjá gul laufblöðin á mosaslegnu grjótinu vinstra megin... eins og sáldrað hafi verið gylltu skrauti inn í gilinu...

Fossinn innst var fallegur...

Og menn tóku myndir af sér við hann... verst að það var allt of lítið pláss til að taka hópmynd... nema við hefðum farið út í hylinn... afhverju föttuðum við það ekki? ;-)

Snúið við til baka... sjá kaðalinn utan í hægra megin...

...gott grip og hald í klettunum... mikið ævintýri fyrir alla að fara hérna inn, ekki síst heilu fjölskyldurnar...

Hér töfðust ljósmyndararnir allra lengst... að mynda ævintýraheiminn...

Sturtan sem Sigga Sig sá eftir að hafa ekki baðað sig í þar sem þau misstu af sundlauginn á Hellu... ;-)

Komin til baka... stúlkukindurnar tvær í heimasaumaðri múnderingu... Sigga Sig og Ásta Henriks
Þetta eru alvöru konur sem sauma auðvitað árshátíðarfötin sín ;-)

Úti beið okkar eina rigningin þennan dag...en snafsastjórnin gaf ekkert eftir og gaf öllum þriðja snafs helgarinnar...
Pernod...
og við skáluðum fyrir nýliðum klúbbsins.... það krefst ákveðins hugrekkis að ganga til liðs við fjallgönguhóp sem maður þekkir ekki... hvað þá ef ekki er mikil reynsla á fjöllum að baki... og gefast ekki upp eftir göngu í myrkri, kulda, bratta, hálku... við framandi aðstæður eins og gjarnan er reyndin þegar menn rifja upp fyrstu gönguna sína... heldur láta sig hafa það og mæta aftur, því þeir geta ekki beðið eftir því að upplifa meira... Með nýju fólki koma ferskir vindar, ný sjónarhorn og önnur ævintýri sem dýrmætt er að njóta innan hópsins svo hann staðni ekki... á endanum endast eingöngu þeir sem ganga með gleðin að vopni... og því fögnum við hverjum nýliða sem á fjörur okkar kemur því oftar en ekki lumar hann á enn einni tegundinni af gleði sem við getum notið á fjöllum ;-)

-----

4. Bleyta og Kuldi

Merkurker á Þórsmerkurleið var síðasta verkefni laugardagsins sjálfs
og
fjórða fimma helgarinnar sem var "kuldi og bleyta"...

Vaða átti inn Merkurkerið uppp á mið læri og sérstaklega búið að vara menn við því að þeir myndu blotna eitthvað upp á efri hluta líkamans í gusunum við að ganga móti straumnum þar sem lækurinn treðst rennandi milli hárra þröngra hamraveggjanna í myrkri og kulda... og því mættu menn vel gallaðir... Áslaug í sjósundsfötunum sínum... Kári í vöðlunum sínum... sumir berir að neðan eins og Sæmundur og Guðmundur, aðrir bara í 3ja laga fötunum sínum... og enn aðrir einfaldlega í búningnum sínum alla leið!

Steina, Vallý, Svala og Ágúst voru paparazzar þessa hluta helgarinnar og veifðu ofan úr blaðamannastúkunni...

Fyrst var farið inn fagurt gljúfrið sem fallið hefur svona saman innar svo eftir situr bara lækjarfarvegur milli klettanna í myrkrinu... en þangað ætluðum við...

Og myrkt var það... nánast þörf á höfuðljósum sem þjálfarar viljandi slepptu að nefna til að auka nú ekki enn meira á stressið í kringum þennan hluta dagsins sem hafði víst gefið einhverjum snefil af andvökunótt eða annarri kvíðaangist... sem var alger óþarfi því bæði var þetta stutt og aaaaaalt of létt ;-)

Litið upp milli hamranna...smá ljósglæta...

Heldur var nú lítið í læknum enda komið haust... náði upp að hnjám þar sem verst lét...

...vonbrigðin með lítið vatnsmagn mikil hjá þeim sem farið hafa þarna um áður og komið rennkaldir og blautir yfir eftir volkið... en léttirinn góður hjá þeim sem svona busl höfðar ekki eins mikið til...

...svo við snerum við sömu leið til að fá nú eitthvað út úr þessu... en mælum sterklega með því að allir vaði þetta gil síðar að hásumri upp á mið læri og blotni upp á brjóstkassa... ískaldir með andann á lofti... eigum við ekki bara að fara þarna í næstu Þórsmerkursumarferð ?

Jóhanna Fríða og Súsanna fóru á bólakaf... viljandi... til að fá sitt út úr Merkurkeri... alvöru konur á ferð... ;-)

Og Óskar Wild var við sama heygarðshornið... klettahornið þ.e.a.s. þarna á myndinni... sjá eingöngu höfuð upp úr hægra megin á myndinni þar sem hann skellti sér í neðsta hylinn í læknum og  Hanna, Áslaug og Björgvin mynda hann... ;-)

Blauta liðið fékk náttúrulega mynd af sér með Merkurker í baksýn...

Fjórða snafsaskál helgarinnar var í Stroh-i... sem átti vel við eftir kulda og bleytu... til heiðurs þeim sem endast árum saman... ástríðufjallafólkinu... þeim sem lifað hafa tímana tvenna í klúbbnum, gefast aldrei upp og fá ekki leiða þegar nýjabrumið er farið af öllu saman, þó þeir séu að fara í gegnum annað, þriðja, fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta árið í sögunni... í toppformi, reynslumiklir, öruggir... komnir með þroskaðan fjallasmekk, farnir að hafa skoðun á málunum og eru ekki alltaf sammála þjálfurum... fyrir löngu búnir að komast að því að þjálfarar eru bara hversdagslegir með kosti sína og alla galla, kannski jafnvel meingallaðir... en hafa vit á því að sjá kostina við þá og klúbbinn, leggja sína hjálparhönd, stuðning, hvatningu og framlag eftir getu til þess að klúbburinn blómstri... hafa einfaldlega vit á því að vera þakklátir og njóta þess að vera á fjöllum í einstökum félagsskap vina sem hafa einlæglega og óþrjótandi gaman af því að safna spennandi fjöllum á framandi og gjarnan sjaldförnum slóðum ;-)

Við rétt náðum sundinu á Hellu sem lokaði kl. 18:00... en hætti að hleypa ofan í kl. 17:45 svo síðasti bíll missti af pottinum... og meðan menn skiluðu sér í Álfastein gerði Kári bráðabirgðaviðgerð á bíl þjálfara á Hvolsvelli í myrkrinu... með allar græjur og reddaði þeim þannig að komast í Fjallaselið sitt um nóttina og í bæinn á sunnudeginum...
Haf þökk kæri vinur fyrir aðstoðina ;-)

... en þegar menn óku þjóðveg eitt inn að Álfasteini rákust þeir á þennan mann... á vegakantinum... hann var á puttanum á leið í partý... sagðist heita Johnny Walker... og mundi vel eftir Toppförum frá því í Þórsmörk í júlí í sumar.. þar sem hann gekk Fimmvörðuhálsinn og grillaði með liðinu kringum miðnætti... aldrei að vita hvar þessi maður skýtur upp kollinum síðar ;-)

Myndband Gylfa af Johnny Walker on the road:
http://www.youtube.com/watch?v=C2reP02wp-8&feature=youtu.be&hd=1&noredirect=1

-----

5. Gleði og úthald

Eftir kærkominn heita pottinn á Hellu var loks haldið að Álfastein til að et, drekk og ver glaðr... glei og úthald var eina verkefnið sem var eftir... en kokkar laugardagsins rúlluðu upp máltíð fyrir 45 manns og þjónuðu til borðs með eftirrétti og öllu saman... með Ágúst á kantinum sem aldrei stoppaði svo allt gekk smurt fyrir sig frá morgni til morguns...

Jóhanna Fríða skemmtistjóri stýrði með skörungsskap og gleðina eina að vopni þessu líka dásamlegu kvöldi þar sem ótrúlegustu skemmtiatriði voru á boðstólnum...


Mynd að láni frá Siggu Sig af fésbók.

Ósk bauð upp á pakkaleik...
Mynd f

... þar sem konfektkassa-pakki nokkur ferðaðist milli manna og endaði loks hjá þjálfurum...

... og hún sýndi myndband af þjálfurum í sveitinni sinni...:
https://www.dropbox.com/s/ewnwj40s4qq3van/JibJab_Order_4913505_Movie.mpg

Mounsjör Clousseu hélt fyrirlestur um vínsmökkun og víndrykkju þar sem Johnny Walker fór í alls kyns gervi... eða hver var hvað?

Ljósmyndakeppnin rúllaði um kvöldið á skjánum hans Ágústar... margar fallegar myndirnar þar en keppt var í flokkunum "vinir á fjöllum" og "framandi landslag"...

...en Ísleifur tók að sér að halda utan um ljósmyndakeppnina sem hann gerði af aðdáunarverðri vandvirkni, safnaði þeim öllum saman í powerpoint sýningu, prentaði út nokkur eintök til að hægt væri að skoða þær nær við atkvæðagreiðslu og sá um atkvæðagreiðsluna um kvöldið en Lilja Sesselja aðstoðaði hann við að tilkynna úrslit og afhenda verðlaunin sem voru forláta konfektkassi frá Ósk skreyttir landlsagmynd og bók Shackletons af leiðangrinum á suðurskautið 1914 þar sem þeir hröktust við illan leik í baráttu við kulda, bleytu, myrkur, hungur, veikindi... í tvö ár um suðurskautslandið eftir að skip þeirra frýs fast við ísinn og þeir eru löngu taldir af... en lestur þessarar sögu fær mann til að finnast maðurinn sem slíkur geta lifað af óskaplegar aðstæður ef viljinn er nægur...

Sigurmyndin frá Siggu Sig í flokknum "vinir á fjöllum" af henni að halda á vinkonu sinni Þulu í göngunni um Brúarárskörð og á Högnhöfða í júlí 2010 þar sem Þula var orðin ansi sárfætt svo blæddi úr, en Þula féll frá fyrr á þessu ári og er sárt saknað.

Mynd Heiðrúnar af Dyrfjöllum sigraði í flokknum "framandi landslag" en hún var tekin í stórkostlegri ferð á Dyrfjöll í Borgarfirði eystri og á Snæfell í ágúst 2010.

En Ísleifur lét sér ekki nægja að sjá um ljósmyndakeppnina
heldur sagði og brandara um þjálfara með leiktilþrifum og öllu saman ;-)

Slóveníufararnir Gylfi, Rósa, Jóhanna Fríða, Valla og Jón  sungu og dönsuðu lag um Triglav... hæsta fjall Slóveníu sem nítján klúbbmeðlimir sigruðu í byrjun september... en lagið það einkenndi ferðina að hluta svo endaði með að Jóhanna Fríða bjó til texta á ensku um slóvensku leiðsögumennina tvo sem við sungum á lokakvöldi ferðarinnar fyrir þá við mikla lukku allra á veitingastaðnum... og hún bjó til annan á íslensku fyrir þetta árshátíðarkvöld... en þjálfari er alveg að klára myndband úr ferðinni með þessu lagi - svo hér kemur lagið sjálft í blutningi Michael Telo:
http://www.youtube.com/watch?v=kGLU8xZChcI

Ingi og Heiðrún klikkuðu ekki á Útsvarskeppnini... sem þróast sífellt meira og meira og er orðin tærasta snilld ever... en nú var keppti í öllum flokkum milli þriggja hjóna þar sem Óskar, Guðmundur og Örn - skytturnar þrjár? - kepptu við Áslaugu, Katrínu og Báru - þrjár úr tungunum - og strákarnir unnu með einu stigi eftir æsispennandi keppni um svör við spurningum sem allar tengdust fjöllum...


Mynd að láni frá Ágústi á fésbók ;-)

Gleði og þreyta" var fimmta fimma helgarinnar... að hafa úthald umfram allt með gleðinni einni saman sama hvað... og því var síðasta skál helgarinnar tileinkuð aldursforsetum Toppfara... höfðingjum og hefðarkonum sem eru með sterkustu göngumönnum klúbbsins, ástríðufólk inn að beini, alltaf glöð, mæta einna best af öllum, ekki síst í erfiðustu tindferðirnar, láta hvorki veður, erfiðleikastig ferðar, árstíð, né aldur og annað afstætt stöðva sig... láta hafa sig út í allt á fjöllum... ólýsanlega dýrmætar fyrirmyndir sem við ætlum öll að feta í fótspor á ef við getum og fáum heilsu til með því að halda okkur í formi ;-)

Þau sjást hér þrjú hægra megin á myndinni við arininn...

Klukkan 05:05 !

Jebb... við tókum skemmtistjórann okkar hana Jóhönnu Fríðu á orðinu og stóðum okkar fimmáraafmælishaustfagnaðarárshátíðarhelgar-plikt allt til enda... dönsuðum til klukkan núllfimmnúllfimm nákvæmlega og slökktum á tónlistinni klukkan 05:06... það var varla að við værum búin að fá nóg þá samt... þar sem þessi mynd var tekin: Örn, Lilja Sesselja, Bára, Jóhanna Fríða, Sylvía, Gylfi, Óskar Wild, Stefán og Ísleifur... hvílíkt úthald... ;-)


Mynd frá Jóhönnu Fríðu af fésbók... eitt af mörgum uppátlækjum hennar kringum afmælisárið og haustfagnaðinn ;-)

Síðar um morguninn fór hver á fætur eftir smekk... Ágúst náði líklega ekki nema tveggja tíma hvíld ef það var svo mikið... amerískar pönnukökur, með sírópi og ávöxtum og rjúkandi heitt kaffi lagaði allt... og snyrtipinnarnir hjálpuðu til við frágang eins og Ágúst leyfði... síðustu menn fóru um tvöleytið úr húsi en ýmsar sögur fara af því hvenær Johnny Walker was back on the road... en víst þykir að hann muni skjóta upp kollinum síðar á ferð Toppfara um landið enda er hann alltaf á ferðinni eins og þessi hópur á ólíklegustu stöðum... ;-)

Hvílík helgi
Hjartansþakkir öll fyrir þau ómetanlegu verðmæti sem skapast með svona samverustundum...
Með þessari vináttu, gleði og þakklæti í farteskinu eru okkur bókstaflega allir vegir færir ;-)

Allar myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/Toppfarar/85Einhyrningur061012
og heilu myndasöfn félaganna á fésbók ;-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir