Tindferð 44 - Sex tindar í Tindfjallajökli 
laugardaginn 11. 
september 2010
| 
							 
							
							 
							
							
							 
							23 
							Toppfarar lentu í sannkölluðu 
							
							hálendisævintýri 
							í 
							 
							Tindfjallajökli 
							laugardaginn 
							11. 
							september  
							 
							
							 Veðurspáin var sæmileg þessa helgina og hugur okkar í veðurkortum Suðurlands og Austfjarða þar sem wildboys stefndu á Dyrfjöll í Borgarfirði eystri og Sigga Sig og Heimir á Smjörfjöll við Vopnafjörð sama dag og það var sama rysjótta spáin um allt land. Fjallasýnin lofaði hins vegar góðu til að byrja með alla leið frá Suðurlandsvegi upp úr kl. 7:00 um morguninn... 
							
							 Veðrið var enn gott þegar við keyrðum upp heiðina að efsta skála. 
							
							Bláfell 
							- 
							Haki 
							aðeins upp úr - 
							Saxi 
							aðeins upp úr - 
							
							Hornklofi 
							hægra megin við miðja mynd, 
							
							Gráfell 
							framan við hann  
							
							 Meðan Kári Rúnar sneri við og dró Björgvin upp úr smá holu á jeppaslóðanum þar sem drifið var eitthvað tregt skoðuðum við Eyjafjallajökul yfir Markarfljótið og veltum vöngum yfir mögulegri göngu á hann í apríl 2011 en þjálfari vinnur nú óðum að dagskrá ársins 2011... 
							
							 Loksins komum við á áfangastað og gátum byrjað að ganga í 864 m hæð... hvílík upphafshæð ;-) 
							
							 Fljótlega gengum við inn um anddyri Tindfjalladals og við blasti fjallahringur dagsins í allri sinni dýrð... 
							
							 Haki var fyrsta fjall dagsins, hér framundan hægra megin með tind Saxa enn fjær í skýjunum. 
							
							 Fljótlega skreið þokan yfir svæðið og lokaði akkúrat fyrir allt útsýni þarna sem við hófum fyrstu fjallgönguna... en við létum ekki deigan síga, veðrið var glimrandi gott; heitt, lygnt og sumarfæri í hæð sem ekki var sjálfgefið í september á hálendinu. 
							
							 Haki (1.142 m) var auðveldur uppgöngu og mosagróinn með gráa öskuna yfir öllu eins og leir. 
							
							 
							
							 Öðru hvoru sást glitta í útsýnið sem þarna gefst... sjá kriðjökulinn niður Búraskarðið og tindana í kring. 
							
							 
							Haki 
							vildi ekki minni vera innan um stórbrotin fjöll 
							dalsins og bauð upp á bratta niðurleið til að 
							standast samanburðinn við félaga sína 
							
							 
							Milli
							
							Saxa 
							og 
							Haka 
							sáum við aðeins í 
							 
							Búraskarð 
							og 
							 
							jökulklærnar 
							niður dalinn  
							
							 Þrjú af sterkustu göngumenn Toppfara... Dimma, Kári Rúnar og Anton... með hópinn neðar á leiðinni upp á Saxa. 
							Leið 
							sem var vel greiðfær þar sem þjálfarar ákváðu að 
							þræða sig upp með 
							
							hryggnum 
							en ekki fara beint upp á hann frá Haka  
							
							 Dúndurstemmning 
							
							...eins og vanalega með þessum 
							
							
							perlum
							fyrir fólk á fjöllum.. 
							
							 Askan lá eins og leirkennt uppfyllingarefni i grjótinu sem einfaldaði göngumönnum yfirferðina. 
							
							 
							Saxi 
							(1.312 
							m) var hrikalegastur yfirferðar af tindum dagsins 
							 
							
							 
							
							 
							... og 
							styðja sig með höndum en hvergi tæpt þeim sem á 
							annað borð eru vanir að klöngrast eitthvað...  http://www.youtube.com/user/BaraKetils#p/a/u/5/rpib9614WvA 
							
							 Fyrsta Nestispása dagsins var á Saxa og þar fór að rigna og við bættum á okkur fötum í léttri sorg yfir útsýnisleysinu sem fylgdi rigningunni en höfðum á orði að það hlaut að koma að því að við fengjum ekki fullkomið veður á fjöllum ;-) 
							
							Veðurspáin 
							var hárnákvæm þarna... yfir hádegið átti að koma 
							úrkomubelti yfir jökulinn en vera léttskýjað fyrr um 
							morguninn og seinnipartinn  
							
							 
							Sjá á 
							þessari mynd útsýnið sem var þarna úti í þokunni og 
							þjálfarar syrgðu að geta ekki notið með hópnum. 
							
							 Ekkert væl... 
							Niður var haldið á tind nr. þrjú af "fimm" á 
							verkefnalista dagsins... þ.e.a.s. það var áður en veðrið 
							vatnaði  
							
							 
							Niður 
							af 
							Saxa 
							komum við í 
							
							Búraskarð 
							sem var eins og bráðlifandi 
							 
							náttúruvættur 
							með jökulinn lekandi niður  
							
							 Dæmigerðir Toppfarar ...bros á hverju andliti... Dimma með allt á hreinu.... hlátur í uppsiglingu... og myndavélin á lofti... 
							
							 Þetta var kyngimagnað umhverfi og við nutum þess að vera innan um ægikrafta jökulsins allt um kring. 
							
							 Jökultungurnar tóku við gegnum skarðið og veðrið var með besta móti þarna niðri "á láglendinu" í 970 m hæð... 
							
							 Þessi kafli um jökulruðningana var áhrifamikill í fágæti sínu og gaf göngunni galdrafengið yfirbragð sem aldrei fyrr.. http://www.youtube.com/user/BaraKetils#p/a/u/4/O0ZcUntIbeE 
							
							 Við dóluðum okkur og nutum augnabliksins og tókum myndir sem aldrei fyrr og Ingi ætlaði að senda Ástu Henriks í stafræna afvötnun þar sem hún væri orðin óstöðvandi í myndatökunum... eins og reyndar fleiri í hópnum... en hún hefur óumdeilanlega annað auga fyrir því sem fyrir augu ber í fjallgöngum hópsins en við hin og birtir myndir sínar á fésbókinni hingað til en þarf náttúrulega að fara að koma sér upp myndasíðu yfir þessa snilld.... landslagsskrásetjari Toppfara með meiru ;-) 
							
							 Á leiðinni á Búra þurfti að þvera nokkrar jökulsprænur úr Búraskarði í grýttu og öskugráu landslaginu sem var alveg í stíl við niðdimma þokuna. Manni fannst jarðvegurinn jafn ferskur og nýr og þokan... ekkert eins og áður var... 
							
							 Og þornaðar sandöldur undan jöklinum tóku svo við þar sem jökullinn var endanlega hopaður... 
							
							 Búri (1.240 m) leyndi á sér í þettri hækkun gegnum rautt hraun og grýtta kletta efst . http://www.youtube.com/user/BaraKetils?feature=mhum#p/u/3/-p_7XRxPIiM 
							
							 
							Já og 
							þrátt fyrir alla 
							
							litadýrðina í landslagi þessarar göngu 
							var askan engu að síður að hylja mörg litaspjöldin
							 
							
							 Á Búra jókst rigningin og þessi litfagri gígur þverneitaði að gefa nokkurt útsýni sem hefði verið kærkomið á miðri vegu gönguleiðar dagsins svo við fundum okkur það til dundurs að taka eina "blauta hópmynd"... 
							Efri: 
							Björgvin, Ketill, Hanna, Elsa Þóris, Kári Rúnar, 
							Anton, Ágúst, Örn, Anna, María, Sæmundur, Irma, 
							Gunnar, Inga Lilja og Ásta Henriks. 
							
							 
							
							Áfram var haldið frá 
							Búra yfir á fjórða tind 
							dagsins, Hornklofa
							 Á þessum kafla gerðist margt... við heyrðum í Óskari á Egilsstöðum sem voru með fréttir af göngu þeirra á Dyrfjöll sem gekk vel í 12 manna hópi og svipuðu veðri og við en þó líklega skárra. Við heyrðum í Siggu Sig sem gekk með Heimi á Smjörfjöll í sama veðrinu fyrir austan og voru þau nýlögð inn í þokuna á leiðinni upp... og Kári Rúnar féll beint fram fyrir sig á ennið og skrámaði sig við augabrún og gagnauga. Þjálfari skoðaði hann við Hornklofa og hafði engar áhyggjur af örum í andlitinu þar sem þetta voru grunnar skrámur, en aðeins meiri af áhrifum höfuðhöggsins og fylgdist í laumi með ástandi hans sem ekki virtist á nokkurn hátt breytast það sem eftir lifði dags ;-) 
							
							 Hornklofi (1.258 m) var klettóttur í listasmíðuðum hrygg úr flötum grjóthellum til að byrja með og endaði í stórgrýttu skarði þar sem efsti tindur gnæfði yfir gegnum þokuna. Vegna veðurs afráðu þjálfarar að reyna ekki við efsta tind með allan hópinn þar sem talsvert klöngur, hálka og bratti var á honum í 1.271 m hæð efst en þeir sem vildu gátu klöngrast þarna upp á eigin vegum og það gerðu Ágúst, Kári Rúnar og Anton sem eru fótvissir með eindæmum. 
							
							 Í staðinn fengum við okkur nesti í brattri hlíðinni þar sem fram kom að ?hver aftur? skírði Ými og Ýmu þessum góðu nöfnum sem skera sig úr algengum hversdagslegum fjallanöfnum þó það ætti reyndar ekki við um tinda dagsins. 
							
							 Þarna fóru glufur að myndast í gegnum þokuna niður á landslagið um kring og við tókum andann á lofti sem endranær við slíkar aðstæður. http://www.youtube.com/user/BaraKetils#p/a/u/2/aMErxrQ7INs 
							
							 Hengiflugið ofan af Hornklofa fékk aðra vídd þegar eitthvað sást til suðurs og niður með hlíðunum. http://www.youtube.com/user/BaraKetils?feature=mhum#p/a/u/2/aMErxrQ7INs 
							
							 Anton og Ágúst í stíl við svipmikla kletta Hornklofa í þokukenndum austurhlíðunum... 
							
							 Sólin fór smám saman að brjótast gegnum skýin og þokuna og við fórum að sjá landslag hryggjarins á Hornklofa. Ingi, kristín Gunda, Gunnar, Ágúst, Kári Rúnar, Ketill, Hildur Vals., Helga Bj., og Björgvin. 
							
							 Eini hluti leiðarinnar þar sem fara þurfti til baka var á Hornklofa þar sem þjálfarar höfðu ekki fundið nógu góða leið með hópinn sunnan megin í könnunarleiðangri fyrr um haustið (í slæmu veðri) en næsta víst er, að þar er hægt að fara um og enda þá á hryggnum ofan af Hornklofa niður á á Gráfell sem heldur líka áfram yfir á Tindfjallahrygginn sjálfan en það er þriðji og síðasti hluti okkar á Tindfjallajökul í framtíðinni ;-). 
							 
							 Við fórum því lengri 
							leiðina í þetta skiptið sem þýddi að hver einasti 
							tindur dagsins var genginn upp og niður...  
							
							 Öskugráar hlíðar Hornklofa voru greiðfærar með vaxandi þurrki ogfljótlega þegar við litum við var orðið skýlaust á hryggnum með tilheyrandi útsýni yfir jökulinn og Ými og Ýmu... en þá vorum við fjærri góðu gamni niðri á láglendinu milli Hornklofa og Gráfells... 
							
							 Tröllslegir klettar Hornklofa nutu sín betur í þokunni en ef það hefði verið bjart skyggni... 
							
							 Brátt vorum við komin yfir á hrygginn á Gráfell... síðasta tindinn... þar til Bláfellið kom í ljós undan þokunni svo freistandi og nálægt og kallaði á síðasta sætið... 
							
							 María og Anna með kynjamyndir Hornklofa í baksýn. Veðrið gerði ekkert nema batna og við vorum skyndilega komin í ágætis hita, þurrk og kærkomið skyggni... 
							
							 
							
							Gráfell 
							(1.070 m) var með sömu stoltu sjálfsmyndina og Haki
							 
							
							 Það tók gestum sínum fagnandi með því að sópa allri þoku á svæðinu burt og gaf lúnum ferðamönnunum yfirsýn yfir afrek dagsins allan hringinn um Tindfjalladal... og lagði óvænt á borð auka eftirrétt... Bláfell í vestri... svo óskaplega mikið í leiðinni að bílunum að við stóðumst ekki mátið og fengum okkur þennan bita... 
							
							 Tindfjallajökulsfarar: 
							Inga 
							Lilja, Björgvin, Gunnar, María, Áslaug og Día, 
							Kristín Gunda, Anna í hvarfi, Helga Bj., Ingi, Ágúst, 
							 
							
							 Eyjafjallajökull birtist svartur og hvítur í suðri og tjörnin austan í Þórólfsfelli glitraði eins og gimsteinn í mosanum... 
							
							 Kristín Gunda, María E., Helga Björns og Örn með Bláfellið vinsta megin á mynd og síðasta legg dagsins upp á hann og til hægri niður að bílunum við efsta skála sem skín í hægra megin við miðja mynd. 
							
							 
							Í 
							sólinni... hitanum... logningu... útsýninu... á 
							Gráfelli 
							fengum við 
							fjallakransinn 
							beint í æð  Allt í lífinu á sér upprunalega fyrirmynd í náttúrunni... litir, lögun, form, ferli, orka, þróun... 
							
							 
							
							Útsýnið var stórfenglegt yfir tinda dagsins;  
							
							 Ásta Henriks að mynda kynjaverurnar á Gráfelli með Tindahrygg og Tind í baksýn. 
							
							 Við svifum um í tómu kæruleysi hitans, lognsins og útsýnisins... og dröttuðumst loksins af stað... 
							
							 Búraskarð - Búri - Hornklofi á leiðinni ofan af Gráfelli... 
							
							 Saxi með Tindfjalladal fyrir neðan á leiðinni niður af Gráfelli. 
							
							 Haki 
							
							 Bláfell 
							
							 Tindur Gráfells http://www.youtube.com/user/BaraKetils?feature=mhum#p/a/u/1/hKFhV1iMXVo 
							
							 Kletturinn hans Antons ;-) 
							
							 María, Heiðrún, Inga Lilja og Ásta Henriks með Búra og Hornklofa í baksýn. 
							
							 Jökulsprænurnarniðri í dalnum voru saklausar en gruggugar og ódrekkandi.. 
							
							 
							
							Síðasta brekka dagsins...  
							
							 Búrasker, Búraskarð, Búri og Hornklofi. 
							
							 Síðasti tindurinn... á Bláfelli í seilingarfjarlægð. Sumir á síðasta orkudropanum en aðrir í banastuði fyrir þessa fullkomnun dagsins. 
							
							 Helga Bj., Kristín Gunda og Irma eftir góðan sopa af sérstökum orkudrykk sem gerði gæfumuninn ;-) 
							
							 Gráfell og Tindur í Tindfjallahrygg með Maríu E. og Gunnar á síðasta sprettinum upp. 
							
							 Á Bláfelli (1.012 m) var síðustu orkudropum göngumanna bókstaflega úthellt og uppskeran var eftir því; óvænt útsýni yfir á konunginn og drottninguna í ríki sínu (Ýmir og Ýma) með konunglegt hálsmen jökulsins utan um sig og alla tindana sem við gengum á þennan dag eins og útverði sem mynda hring um andyri jökulsins er nefnistTindfjalladalur. 
							
							 Við mynduðum sem aldrei fyrr dýrðina í heild. http://www.youtube.com/user/BaraKetils?feature=mhum 
							
							 Tindar Ýmis og Ýmu með Búra í forgrunni. Ljósir og saklausir tindar sem hægt er að ganga á án þess að fara á jökulinn sjálfan síðla sumars. 
							
							 Tunglkenndur síðasti kaflinn að bílunum undirstrikaði töfra þessa göngudags sem endanlega færði gönguna í sérflokkinn... slíkan dag sem þennan er vart hægt að endurtaka eins og marga aðra sem við eigum að baki... þessi án efa göldróttur með meiru... 
							
							 "Heill þér fimmtugum" Við skáluðum fyrir afmælisbörnum göngunnar og ársins í klúbbnum sem eiga afmælisárið 1960. 
							
							 Unglingar göngunnar 
							
							Björgvin, Lilja K., Hildur Vals., Anton, Anna og 
							María Elíasar  
							
							 
							Við 
							tók aksturinn heim í fjallavímunni sem rennur ekki 
							af manni næstu daga eftir svona upplifun... 
							
							Kyngimögnuð afreksferð með gulli af mönnum 
							Allar 
							myndir úr ferðinni á leiðinni inn á myndasíðu 
							Toppfara:  
							... og 
							fullt af frábærum myndum félaganna á fésbókinni...  | 
						
| 
     
 Við erum á toppnum... 
	hvar ert þú? 
  |