Tindferð 189
Súlufell
sunnudaginn 26. janúar 2020

Súlufell
í brakandi fegurð og ferskri birtu
eins og það gerist tærast á veturna
Þingvallafjall nr 3 á 33 árinu 2020

Takk allir fyrir að skella ykkur á sunnudegi og nýta þennan flotta veðurglugga
sem lokaðist um leið og við keyrðum burtu frá Þingvöllum !

Þjálfarar blésu aftur til göngu á sunnudag þann 26. janúar á Þingvallafjall númer þrjú á árinu
þar sem ekki viðraði til langrar göngu um Hafnarfjarðarfjöllin sjö
sem var ætlunin að hafa sem rösku göngu janúarmánaðar...

Það var ágætis veðurspá þennan sunnudag en heldur versnaði hún samt þegar nær dró
en við héldum okkar striki og reyndum að líta undan vindinum, kuldanum og úrkomu-ógninni sem var í Reykjavík
þegar við sameinuðumst í bíla við Össur á sunnudagsmorgninum klukkan tíu
og keyrðum af stað til Þingvalla í ekki beint spennandi veðri...

Strax á Mosfellsheiðinni batnaði skyggnið strax... það var einhver ljósglæta á himni í suðaustri...

Þykka og lága skýjaslæðan sem lá yfir borginni náði ekkin alla leið til Þingvalla
og smám saman opnaðist nýr heimur austan megin við Mosfellsheiðina...

þar sem sólin skein lágt yfir fjöllunum sunnan Þingvallavatns...

Þegar beygt var inn Grafningsleiðina meðfram Þingvallavatninu að vestan var ljóst að vegurinn var ekki mokaður...
en þetta slapp vel þar sem talsverð umferð var nú þegar farin um veginn og hjólförin greiddu leiðina...

Fegurðin meðfram vatninu var ólýsanleg... þó ekkert yrði úr göngu þennan dag...
þá var þess virði að vakna á sunnudagsmorgni og upplifa þessa fegurð...

Í brekkunum biðu bílar á einum stað og við héldum að þar væri orðið ófært...
en svo var ekki og við komumst upp en máttum ekki keyra hægt né stoppa því þá reyndi á færið...
Kolbeinn þurfti þannig að skipta um gírfæri þar sem þjálfarar hægðu vel á sér vegna þessa bíls sem var stopp efst í brekkunni...
en það reddaðist strax og hann var kominn í fjórhólagírinn...

Fleiri en við á ferðinni svona snemma... þessi leið er svo falleg...

Súlufellið hér að koma í ljós... sunnan vatnsins...

Eftir sérlega hægan akstur að fjallsrótum lögðum við loksins af stað kl. 11:28
sem var heldur seinna en við áætluðum...

Gullfallegur himininn og fölblái liturinn innan um hvítan snjóinn og hvít skýin var sérlega heilandi...

Frekar snjóþungt og allt annað færi en sumarfærið á sama tíma í fyrra í janúar...
þar sem snjónum byrjaði að kyngja niður á efsta tindi...
og var mjög sérstök upplifun þá...

http://www.fjallgongur.is/tindur165_sulufell_120119.htm

Hvass vindur var þennan dag... en ekki sérlega kalt...
og það var bjart og birtan mild svo þetta var hinn besti göngudagur...

Sjá skafrenninginn hér... það munar öllu ef það er ekki kalt... þá er svona vindur saklaus sem lamb...

Fjallasýnin til hinna fjallanna sunnan Þingvallavatns var skemmtileg
og við gátum spáð í öll fjöllin sem eru framundan þetta árið...

Súlufell hér framundan... fallega formað og reisulegt að sjá... hægra megin er Hrómunartindur...

Nær hér... það er marghnúkótt eins og Mælifellið ofan hinum megin við Ölfusárgljúfrið...

Himininn lék stórt hlutverk þennan dag... og skreytti daginn jafn mikið og landslagið...

Litið til baka... bláminn sem lá yfir Þingvöllum var einstakur og eins og málverk á heimsmælikvarða...

Þungt færi á köflum... en annars skínandi gott...

Við fórum svipaða leið og síðast... að sumri til er skemmtilegt að fara inn og upp gilið sem er ofar
en nú var ráðlegast að fara beinustu leið upp...

Eina snjóbrekkan þennan dag... var þessi... upp á ásinn á fjallinu...
miklar snjóhengjur efst og Örn þurfti að moka slóða út í fannferginu...

Skýjafarið þennan dag... svo fallegt... hvert sem litið var...

Já... þetta var mikið snjómagn... og fremstu menn hjálpuðu til...

en Agnar er alltaf að leika sér í fjöllunum og það var aldeilis færið og veðrið til þess þennan dag...
en kvenþjálfarinn bað menn að fara ekki á eftir honum til að koma ekki af stað snjóflóði...
reyndar ekki svo mikið magn þarna né löng brekka en það þarf samt ekki mikið til,
svo að illa fari og því vert að fara varlega... eftir á að hyggja voru þetta mjög svo hverfandi líkur...

Sjá samt fannfergið hér...

Þetta var yndislegt... að leika sér svona í snjónum...

Brekkurnar upp á Súlufellið eru saklausar alla leiðina...

... en útsýnið fljótlega óborganlegt...

Nýliðarnir sem komið hafa í klúbbinn á síðasta ári  og það sem af er þessu ári eru framúrskarandi...
krafturinn og eljan sem fylgir þeim er til fyrirmyndar og gefur okkur hinum vanari orku...
og minnir okkur á hversu gaman þetta er allt saman... þó það sé ekki alltaf fullkomið veður..

Hér að koma upp öxlina og þarna er tindurinn vinstra megin...

Stórkostleg litadýrð og birta þennan dag...

Komin upp á öxlina og fjöllin við Hengilinn og norðan hans blöstu við...

Tindurinn á Súlufelli fyrir framan hópinn...

Sérstakt að fara hér aftur um ári síðar... svo stutt síðan við vorum hér síðast...

... en nú í allt öðruvísi færi en í fyrra...

Skyggnið mjög gott og það sást alla leið upp á Fjallabak ofan úr brekkum Súlufellsins...

Mjög skemmtilegur kafli hér...

Litið til baka fremstu menn... Þingvallavatnið í baksýn... þetta var ekkert slor... að ganga þarna um...

Stórfenglegt útsýnið...

Þetta var eina alvöru brekkan þennan dag...

Svo fallegt... landið... göngumennirnir... himininn...

Litið til baka ofan af tindinum á hópinn að koma upp....

Síðustu menn að koma á tindinn...

Hér var áð og notið... en til þess þurftum við að finna skjól... og það var í vesturhlíðunum...

... en fyrsta var að njóta þess að vera á tindinum og horfa...

Þessi árstími gefur aðra birtu og liti en sá bjartari... við vildum aldrei hafa þetta öðruvísi...

Spáð í landslagið... Agnar og Karen... Björgólfur aftar og Ólafur Vignir að fara neðar...

Agnar á tindinum... hvílíkur staður að vera á... á saklausum sunnudegi...

Nesti... dásamlegt...

Eftir góða áningu var snúið til baka sömu leið... sjá Hrómundartind og félaga hægra megin...

Alls 17 manns sem var frábær þátttaka:

Kolbeinn, Elísa, Vilhjálmur, Jóhanna Diðriks., Bjarnþóra framan, Ágústa, Ólafur Vignir, Karen Rut, Steinar Ríkharðs.,
Björgólfur, Kristbjörg, Maggi, Jón Steingríms., Valla, Örn og Agnar en Bára tók mynd
og Batman var eini hundur ferðarinnar að sinni.

Nú blasti Þingvallavatnið í allri sinni dýrð við á heimleið...

Fara þurfti varlega niður smá kafla hér niður á öxlina...

Fínasta færi og engin hálka að ráði...

... né snjóflóðahætta...

Komin niður á öxlina...

Sólin skein á fjöllin allt í kring... en lítið á okkur...
sem var samt stórgróði því það var svo fallegt að sjá hiina og þessa tindana lýsast upp í sólinni eins og hér...

Litið til baka...

Nú var birtan að ná hámarki um hálf tvö leytið þegar sólin er hæst á lofti suðvestan lands...

Hvílík dýrðarinnar fegurð... litir... birta...

Litið til baka... sólargeislarnir rugluðu myndavélina svolítið... takk Súlufell... fyrir magnaðan dag...

Nú var bara eftir brekkan hér niður og svo snjóbrekkan mikla...

Ótrúlega fallegt að líta til baka til sólar...

Batman gelti hátt og lengi að manninum sem fór á undan að leika sér... sem var nú bara hann Agnar...
í mesta sakleysi að leika sér smá...  en það skipti hundinn engu máli...
menn eiga ekkert með að vera að yfirgefa hjörðina á þessum síðustu og verstu tímum...
honum var mikið niðri fyrir greyinu :-) :-) :-)

Agnar búinn að fara nokkrar ferðir niður og upp :-)

Komin þessi fínasta rennibraut...

Þetta var ekki leiðinlegt !

Agnar fór aðra ferð þar sem þjálfari náði bara myndbandi fyrst :-)

Þetta er svo gaman !

Það er eitthvað heilandi við það að renna sér niður brekkur í fjallgöngunum...  ótrúlega gefandi að gera þetta...

Eins og að breytast í barnið aftur í smá tíma... dásamlegt !

Æj... aftur... bara eina ferð... :-)

Frábær hópur á ferð... gleði... jákvæðni... þakklæti...

Við héldum okkur á sömu slóð og upp og tókum ekki slaufuna eins og síðast niður ásinn hinum megin...

Gengum rösklega þennan síðasta kafla og spjölluðum sem aldrei fyrr...

Síðasti kaflinn niður að bílunum..
tók enga mynd af lendingu þar en allir sælir og mjög þakklátir með mjög fallegan dag...

Þingvallavatn var svo fallegt á leið til baka... e

Heldur þungbúnara samt yfir og það þykknaði hratt upp meðan við keyrðum meðfram vatninu... mjög sérstakt..

Þegar við vorum komin niður að þjóðvegi var sólin farin... komin skýjabakki yfir öllu vatninu... ekkert sást í bláan himinn meira... og eina fjallið sem var bjart var Miðfellið og Dagmálafellið sem voru fyrstu tvö Þingvalalfjöll ársins... mjög sérstakt og nánast eins og yfirnáttúruleg skilaboð um að þakka okkur fyrir komuna og þetta verkefni að safna fjöllum Þingvalla... þrjú komin í safnið og við erum rétt að byrja :-)

Alls 9,0 km á 3:44 klst. upp í 465 m hæð með 527 m hækkun úr 120 m.

Dásamlegur sunnudagur...
tökum fleiri svona sunnudaga ef veðrið lætur áfram illa til að nýta þó þá veðurglugga sem gefast...

Sjá myndband af ferðinni í heild hér:
https://www.youtube.com/watch?v=Zfz3LDhNKEI&t=24s

Og frá árinu 2019:
https://www.youtube.com/watch?v=XmND24JqC0A

Og gps-slóðin á wikiloc:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=47743066

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir