Tindferð 186
Þyrill
ellefta fjallið í Hvalfirði af tólf á árinu
laugardaginn 7. desember 2019

Jólaganga á Þyril
í frosti og vindi en fallegri birtu og útsýni

Jólatindferðin var á ellefta fjallið í Hvalfirði laugardaginn 7. desember
í frosti og hvössum vindi en mjög fallegri birtu og útsýni...

Lagt var af stað kl. 9:25 þar sem við vildum bíða eftir Bjarnþóru sem svaf yfir sig
en dreif sig af stað við hvatningu þjálfara gegnum messenger...
en margir voru meldaðir í þessa göngu og fáir skiluðu sér þar sem afboðanir bárust fram að brottför
sem var miður þar sem þetta var stutt og létt ganga og mjög gefandi þó vindurinn gnauðaði og frostið beit...

Þar sem við biðum eftir Bjarnþóru á bílastæðinu í myrkrinu... horfðum við á daginn mæta á svæðið...
og það var göngubjart þegar lagt var af stað fyrir hálf tíu... en þá er enn myrkur í bænum...
þar sem borgarljósin viðhalda myrkrinu lengur á morgnana... og kalla það fyrr fram í eftirmiðdaginn...
einn af kostunum við fjallgöngurnar á veturna er þessi lengri dagur í óbyggðunum en í borginni...

Það var því óþarfi að byrja gönguna með höfuðljósin kveikt
þó þau hafi komið sér vel þegar bjástrað var við búnaðinn við bílinn fyrir gönguna
en einhverijir gleymdu að slökkva þegar lagt var af stað gangandi...

Yndislegt að ganga svona inn í dagsbirtuna á þessum svartasta tíma ársins...
og finna hvernig náttúran er þarna á fullu... að kljást við kuldann, snjóinn og vindinn... og lifa af...
og líklega bara njóta þessa árstíma eins og við...

Hvalfellið og Botnssúlurnar skreyta gönguna á Þyril með sinni yfirgnæfandi nálægð í austri...
og eru þær margar magnaðar ljósmyndirnar sem við eigum af þessum tveimur félögum í Hvalfjarðarbotni...

Hópurinn þéttur öðru hvoru og allir slakir... nægur tími fyrir stutta og létta göngu
og synd að fleiri skyldu ekki vera með...
sérstaklega þeir sem hafa óskað eftir léttari og styttri göngum ...

Jólahúfur og jólanesti var verkefni göngunnar...
og Ágústa prjónaði sér hvítt ennisband sem hún svo lagði yfir rauða húfu þannig að úr varð þessi flotta jólahúfa...
prjónameistarar klúbbsins láta ekki að sér hæða...

Komin upp í skarðið og því enn á Síldarmannagötuleiðinni formlegu...

Hvalfjörðurinn þarna niðri... og fjöllin hans... Múlafjall og Reynivallaháls...

Flestir mættu með jólahúfu í göngunni sem var frábært og skreytti hana heilmikið
og gaf þennan sérstakan jólaanda í daginn...

Örn reyndi að lengja gönguna sem mest hann gat með góðri hringleið á fjallinu...

... og fór því hér fram á brúnirnar í suðurhlíðum sem við höfum ekki gert áður líklega...

Þyrilsnes þarna úti á hafi... en við höfum gengið tvisvar á það
og það verður reglulega á dagskrá næstu árin enda ægifögur leið að ganga

Sjá skýið sem lúrir þarna yfir Skarðsheiðinni í fjarska... sérstakt...

Nóg um að spjalla... nokkrir Perúfarar í göngunni... Landvættaþátttakandi... Laugavegsfarar...
Hvalfjarðaráskorunarþátttakendur... og ókunnuslóðaþátttakendur...

bara snillingar í þessum klúbbi... :-)

... sem eru alltaf til í allt... allt árið um kring... sem eru forréttindi að fá að upplifa...

Hvass vindur lék um okkur og það var kalt... og því reyndi vel á búnað í þessari göngu þó saklaus væri... en við erum allt of sjaldan í erfiðu veðri nú orðið... reyndar er þetta ár 2019 búið að vera fádæma veðursælt og þá er æfingin fljót að detta niður...

... en spáin fyrir þessa göngu versnaði til muna þegar að deginum var komið hvað varðar vindinn
en við vildum ekki fresta ferðinni um viku og því var ákveðið að fara þar sem ekki var úrkoma með í vindinum...
sem betur fer þar sem dagurinn var sérlega flottur...

Komin fram á hæsta tind Þyrils og fram á vesturbrúnirnar...
fallegur staður að vera á með Hvalfjörðinn útbreiddan fyrir framan okkur... en þarna var mjög hvasst...

... og því leituðum við niður vesturbrekkurnar í leit að skjóli fyrir norðaustan vindinum....

Fínasti nestisstaður með Hvalfjörðinn í fanginu...

Biggi hóhó-aði inn þennan nestistíma þar sem hann kom skyndilega klæddur eins og jólasveinn...

... berandi konfektkassa sem hann bauð öllum að taka mola úr..

Virkilega skemmtileg uppákoma enda fylgir Bigga sérlega góður andi...
alltaf brosandi og jákvæður þessi drengur... og alger ástríðumaður á fjöllum...

Eftir nestið var aftur farið upp á hæsta tind fyrir myndatöku... en þarna var mjög hvasst svo beit vel í...

Jólasveinar Toppfara 2019 !

Björgólfur, Ágústa, Guðmundur Jón, Davíð, Bjarnþóra, Bjarni, Örn, Kolbeinn, Biggi og Helga Björk.

Bára tók mynd og Batman var eini hundur dagsins...

Leiðin til baka var farin með norðurbrúnunum þar sem á vegi okkar varð tjörnin góða
sem við skoðuðum svo vel árið 2008 þegar hingað var komið fyrst í klúbbnum...
en því miður glötuðust allar ljósmyndir úr þriðjudagsæfingum Toppfara eldri en árið 2011
nema þær sem fóru á vefsíðuna og tjarnarmyndin góða var ekki eina af þeim...

Það var svo hvasst og kalt á þessum kafla að beit í allt...
og flestir urðu að sækja vindbelgvettlingana sína... fara í betri jakka eða hlýrri peysu... þetta var alvöru kuldi...

Við gengum fram á brúnirnar í norðri þar sem upphaflega ætlunin var að koma upp frá Skyrhlíðarhnúk
ef veðurspáin hefði verið hagstæðari....

Þarna upp ætluðum við að ganga... á Skyrhlíðarhnú dökka klettabeltið vinstra megin við miðja mynd...
og svo eftir heiðinni til hægri...

... og áfram hingað og yfir á Þyril... og svo niður í dalinn hér...
en þar var fært hinum megin í dalnum þar sem lækurinn rennur niður...

Skyrhlíðarhnúkur bíður hins vegar betri tíma...
hann fær að vera eitt af skrítnu fjallanöfnunum sem verður líklega þemað árið 2021...
að ganga á fjöll með skrítnum nöfnum...

Því brjálaðri sem vindurinn er... því fegurri er himininn...
það er okkar reynsla í fjallgöngunum... og gott dæmi er hér...

Í bakaleiðinni féll einstök birta yfir Hvalfellið og Botnssúlurnar...
eitthvurt friðarins ljós sem lýsti svo fallega yfir allt... englabirta líklega...
enda var góður andi yfir öllu og bjartir tímar framundan hjá klúbbnum á komandi ári 2020...
engir smá spennandi fjallasigra og áskoranir sem bíða okkar...

Já... englabirta var rétta orðið... enda ljúfmenni hin mestu í þessari göngu...
sem heiður og forréttindi eru að fá að ganga með... spjalla við... læra af... og njóta með....

Í lok ársins... laugardaginn 28. desember eða sunnudaginn 29. desember
er ætlunin að ganga á Vestursúlu og Norðursúlu og skála á tindinum fyrir Hvalfjarðarfjöllunum tólf...
vonandi viðrar fallega fyrir þessa göngu...
ef ekki þá finnum við bara annað fjall eða dal ef þvi er að skipta til að ganga um og skála...
gefum þá göngu ekki eftir takk fyrir :-)

Það var svo kalt að það fraust allt... frosti og vindur á sama tíma... banvæn blanda...

Um leið og við lækkuðum okkur úr vindinum niður í Hvalfjarðarbotninn lægði og hlýnaði...

Yndislegur endir á göngunni hér niður skógarstígana...

Ennþá rennandi vatn þetta neðarlega... en frostið var óðum að taka yfir...

Jólasveinarnir koma ofan úr fjöllunum...

Biggi er búinn með bæði þessi fjöll í Hvalfjarðaráskoruninni...
greip aukagönguna í boði Arnarins laugardaginn 2. mars á Botnssúlurnar og fór svo einsamall í haust á Hvalfellið...
hann er sá fyrsti og sá eini ennþá sem er búinn með öll Hvalfjarðarfjöllin tólf fyrir utan Örn sem kláraði þau með þessari göngu á Þyril :-)

Hér er listinn hans Bigga:

Virkilega flott hjá honum ! :-)

Síðasti kílómetrinn var notalegur í skóginum og skjólinu sem þarna var...

Yndisleg samvera og útivera...

Kærkomið í miðju jólaspólandi annríkinu og skammdeginu...

Smá konfekt frá jólasveininum þegar niður var komið...
takk kærlega Biggi öðlingur :-)

Takk Þyrill... þú bregst aldrei... eitt fallegasta fjallið í Hvalfirði...
ekki hægt annað en hneigja sig og þakka fyrir fallegan dag...

Þúfufjall og Brekkukambur veifuðu og þökkuðu fyrir síðast...
Miðfellsmúli í hvarfi...

Múlafjall... Botnssúlurnar... og smá hluti af Reynivallahálsi...

Akrafjallið...

Eyrarfjallið og Lokufjall og Hnefi...

... og Meðalfellið...

Dásamleg jólaganga í fallegum fjallasal...

... upp á 8,5 km á 3:18 klst. upp í 350 m hæð með alls 499 m hækkun úr 26 m upphafshæð.

Takk elsku Þyrilsfarar... þetta var yndi... næst verður það alvöru fjallganga...
á Botnssúlurnar milli jóla og nýárs...
þessar þarna tvær í miðjunni með Háusúlu vinsta megin og Syðstu súlu hægra megin við þær...
þarna uppi er stórfenglegt útsýni í allar áttir... það verður eitthvað ! :-)

Myndband um ferðina hér:

https://www.youtube.com/watch?v=fapOP-39amY&t=11s
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir