Tindferð 150
Vikrafell og með því...
með fagnaði að Hraunsnefi í Borgarfirði á eftir
laugardaginn 25. nóvember 2017

Glaumur og gleði í Borgarfirði
með göngu á Vikrafell...
heita pottinum... 3ja rétta hátíðarmatseðli... skemmtiatriðum og balli
og göngu á Hraunsnef daginn eftir...

Heiðrún og Ingi buðu fjallgönguklúbbnum upp á töfrandi fagra helgi í Borgarfirði dagana 24. - 26. nóvember 2017
þar sem gist var eina eða tvær nætur í Hraunsnefi og gengið á Vikrafell í gullnum veðri og endað í heita pottinum áður en gengið var til dýrindismáltíðar um kvöldið með tilheyrandi kvöldvöku og balli... og smá heitum potti fyrir svefninn... og smá fjallgöngu á Hraunsnef áður en haldið var heim í bæinn aftur...

Þessi helgi var upphaflega áætluð í lok október í haustlitunum... og þá helgi skein sólin í heiði og þá hefði verið mjög falleg ganga... en ríkisstjórnin féll og blásið var til kosninga þá helgi... en skötuhjúin af Skaganum voru ekki lengi að bjarga þeim málum og færðu helgina fram í lok nóvember... og þá helgi reyndist og vera glimrandi flott veður allan tímann svo ekki var hægt að hafa flottari helgi...

Helgin hófst hjá sumum á föstudagskvöldinu þegar menn mættu í Hraunsnef og áttu notalegt kvöld saman
og morguninn eftir mættu hinir úr Reykjavík... kl. 8:45 við Hraunsnef þar sem föstudagshópurinn var að týnast út í bíl...
flestir mættu beint við Hreðavatn og spöruðu sér þannig nánast hálftíma af brottfarartímanum sem var rúmlega sjö frá Reykjavík...
dæmigerður Toppfaratími úr bænum... og við áttum eftir að þurfa á þessum tíma að halda :-)

Keyrt var úr Hraunsnefi að Hreðavatni þar sem Vikrafellið blasti við í húminu... keilulaga eins og pýramídi...

Ingi dreifði nokkrum köldum á hópinn í upphafi göngu... hver og einn skyldi halda á sínum drykk og verma sér við hann á göngunni...
svo voru nokkrir fleiri teknir aukalega með...

Við vorum mætt 20 manns í göngu... og 25 manns voru alls í matnum...
frábær mæting og framar vonum úr því færa þurfti helgina fram í aðventuna nánast...

Brakandi fagurt veður og friðsældin og fegurðin við Hreðavatn var áþreifanleg þegar lagt var af stað kl. 9:30...

Allir í hátíðarskapi og stemningin virkilega notaleg þennan dag...

Á miðri leið var slegið til hópmyndar áður en sólin kom upp...

X

Heiðrún tók þessa - fengin að láni frá fasbókinni.

Þar sem snjóað hafði talsvert fyrr í vetur urðum við að ganga frá vatninu og náðum ekkert að keyra upp eftir...
og þetta olli því að Ingi og Heiðrún voru næstum því búin að blása Vikrafellið af...

Sem betur fer ákváðu þau að sjá til og meta þetta á staðnum því leiðin var fín gangandi í ferskum snjónum
og við vorum ekki lengi að komast vel áleiðis...

Mjög skemmtilegt að ganga um þessa sveit og upplifa að vissu leyti útlenskt landslag með öllu þessu skóglendi...

Við vorum rösk í gegnum sveitina og upp í heiðarnar...

... þar sem frostið bauð upp á broddafæri með allt frosið og hart í brekkunum...

Sólin kom loks upp og þá varð allt svo fallegt... hlýtt og litríkt...

Þessi árstími er töfrandi fagur og slær öðrum tónum á landið en annar árstími...

Við nutum þess að ganga í tímaleysinu og litadýrð sólarinnar...

Það er ekki skrítið að sólin sé guð í einhverjum trúarbrögðum... hún breytir bókstaflega öllu...

Brátt kom Vikrafellið í ljós... keilulaga... og það fleiri en ein takk fyrir...

Menn voru að njóta og enginn að flýta sér...

Maggi fór á undan að kanna með skjólsælan stað fyrir nesti... og fann ekki...
svo við áðum bara undir hæðinni hér hægra megin...

Baula var farin að kíkja upp úr landslaginu...

... og okkur varð starsýnt á hana þar með... og það sem eftir leið ferðar meðan sást í hana...

Brekkurnar litu vel út... en eflaust var allt frosið og hart þarna uppi... það var ráð að fara bara í broddana til öryggis...

Við tókum stíginn og hann var fínn í mjúkum snjónum...

Hafnarfjallið og Skarðsheiðin blöstu við í suðri...

... útsýnið ofan af Vikrafellinu kom virkilega á óvart...

Flottur útsýnisklettur á leiðinni upp...

Baulan enn sjáanlegri...

Heiðrún og Ingi máttu vera ánægð með flotta skipulagningu á þessari helgi þar sem allt gekk fullkomlega upp...

Doddi og fleiri ofurmenni í hópnum tóku aukakróka og hlupu upp á tindana meðan hinir tóku sinn tíma upp á fjallið
en þannig náðu allir að njóta sín sem best...

Ekki langt eftir upp á hæsta tind... en hann var ekki í sjónmáli þó hann virtist blasa við héðan...

Broddarnir komnir á og dugðu vel einmitt í þessu færi þar sem ísbroddar hefði verið skot yfir strikið... synd að ekki allt fjallgöngufólk vilji samþykkja notagildi þessara brodda... og ullarpils kom sér og vel í þessum kalda vindi og frosti...

Frábær hópur á ferð og allir glaðir...

Jú, Baulan verður að vera með hópnum á mynd... við rifjuðum upp gönguna á hana í mars á þessu ári... 
vá hvað við eigum margar flottar göngur í safninu frá þessu ári 2017...

Komin upp á fyrsta tindinn...

... en hann var ekki hæstur... fleiri tindar voru framundan...

... og menn skokkuðu þetta hver á sínum hraða að njóta sín...

Fínn slóði eftir þeim öllum...

Litið til baka... það er einstakt að ganga í þessari vetrarsól sem slær gulli á allt landið í kring...

Færið glerhart ef það var klaki en fínt ef það var bara mjöll ofan á grjótinu...

Komin á þriðju keiluna af eiginlega.. litið til baka á hinar tvær...

Fyrstu menn komnir á hæsta tind í fjarska... og Doddi og ljósmyndari á miðkeilunni...

Hæsti tindurinn... þetta minnti eilítið á Löðmund... allar þessar keilur...

Útsýnið ofan af Vikrafelli er lygilega gott... hér með allan vestasta fjallgarðinn á Snæfellsnesi í fanginu... Kolbeinsstaðafjallið allt og hægra megin er Smjörhnúkar og Tröllakirkja í Hítardal sem við gengum um í júní á þessu ári... já, enn ein kyngimagnaða gangan á árinu...
það var virkilega gaman að horfa á fyrri fjöll ofan af Vikrafelli allan hringinn...

Baulan að horfa á síðustu menn tínast upp...

Hér sést vel að þessi síðasti er hæstur af öllum þremur...

Komin í 543 m hæð og vesturlandið allt í kringum okkur fyrir neðan okkur... ótrúlega flott...

Smjörhnúkarnir og Tröllakirkja í Hítardal séð nær... við gengum eftir öllum þessum brúnum frá vinstri til hægri...
... virkilega ?
... það var hálf ótrúlegt þar sem fjallið virðist eggjandi bratt...

http://www.fjallgongur.is/tindur143_smjorhn_trollak_hitard_030617.htm

Baulan sömuleiðis... gengum við virkilega upp hægra megin í 50% bratta og niður vinstra megin í 49% halla ?
http://www.fjallgongur.is/tindur140_baula_040317.htm

Ingi tók fína hópmynd af okkur á tindinum... og þjálfari smellti einni af hópnum fjær...

Heimamaður var búinn að ráðleggja Karen Rut sem er sjálf heimamaður á svæðinu eins og Jóhann Ísfeld og Steinunn
að landslagið vestan megin í Vikrafelli væri þess virði að þræða sig um í bakaleiðinni því þar væri geil sem gaman er að ganga niður um...

... og við stefndum því þangað frá tindinum í ísköldum vindinum...

... og ægifegurðinni sem fjallið bauð okkur upp á þennan dag...

Hvasst og hált á köflum en við vorum samt ansi rösk þarna niður...

Litið til baka...

Geilin virtist glapræði þegar við komum að henni... en svo þegar við kíktum niður hana þá sást að hún var vel fær...

Jú, ekkert mál tilkynntu fremstu menn...

Svo við þéttum hópinn og fengum okkur brjóstbirtu á meðan...

... sem hlýjaði okkur vel...

... og partýið var þar með byrjað þennan dag...

Við urðum að taka hópmynd á þessum stað... þetta var svo flottur staður...

Björn Matt, Ingi, heiðrún og Sarah fremst...
Guðmundur Víðir, Kolbrún Ýr, Gunnar, Jóhanna Ísfeld, Steinunn, Aðalheiður, Örn A., Maggi, Arngrímur, Karen Rut, Örn, Súsanna, Guðmundur Víðir, Njóla og Doddi og Bára tók mynd og Batman, Bónó og Moli skemmtu sér vel með...

Svo var bara klöngrast þarna niður í mjúkum snjónum ofan á grjótgrýtinu...

... og menn skemmtu sér konunglega á leiðinni :-)

Mjög flott leið sem var vel þess virði að krækja sér fyrir Vikrafellið fyrir...

... þó það lengdi gönguna talsvert frá upphaflegri áætlun...
ofan á þá lengingu sem varð vegna ófærðar um akstursleiðina...

Dýpt þessarar geilar var erfitt að fanga á mynd...

Maggi og fremstu menn niður fífluðust svolítið meðan hinir komu sér niður :-)

... og öftustu menn tóku sinn skammt af fíflaskapnum líka :-)

Sjá geilina neðan frá... flottur staður...

Þá var bara eftir að koma sér til baka í bústað Steinunnar og Jóhanns Ísfelds
en þau buðu upp á innlit þar úr því ekki var mögulegt að koma við í hlöðunni hennar Karenar Rutar
sem var orðin of langt frá þar sem ekki var hægt að keyra alla leið upp eftir...

Sólin var sunnan megin og kæruleysið tók við í bakaleiðinni í blíðunni...

Menn fóru á mismiklum hraða til baka og við enduðum á að fara í fjórum hópum...
bílakarlarnir sem ætluðu að fara á undan og losa jeppann hans Jóhanns Ísfeld...
hópurinn sem lagði af stað með þeim á undan og hélt að hinir myndu ná sér...
síðustu menn sem fóru ekki sömu leið til baka heldur um klettana sunnar...
og Karen Rut og Gunnar sem fóru krók inn að hestagerðinu til að gefa hestunum hennar Karenar...

Síðustu menn... fjölmennasti hópurinn var í tómu kæruleysi og bara að leika sér...

Ölið kneyfað og dósinni bara nælt innan á bakpokabeltið...

Einn umgangurinn enn...

Auka hópmynd í gleðinni...

Gunnar, Björn Matt., Arngrímur, Guðmundur Jón, Njóla, Heiðrún, Ingi, Aðalheiður, Karen Rut, Súsanna, Örn, Örn A. og Bára tók mynd...

Baula í síðdegissólinni að þakka fyrir daginn...

Vikrafellið sömuleiðis ánægt með gesti dagsins...

Þessir dökku tindar sem láta ekki mikið yfir sér eru sannarlega þess virði að ganga á að sumri til sem vetri...

Degi var tekið að halla... það var ráð að fara að koma sér til byggða svo geimið gæti haldið áfram...

Þarna niðri var leiðin okkar upp eftir...
og þarna geystust jeppamennirnir og nokkrir með þeim sem áttu svo eftir að þurfa að bíða eftir okkur hinum sem gengum
Dyngjuna alla til baka og niður suðausturhlíðar hennar...

Þær hlíðar eru stallaðar í klettabeltum með löngum snjósköflum á milli í brekkunum...

... og við vorum ekkert viss hvernig leiðin yrði... létum bara reka á reiðanum eins og oft áður...
ekkert gaman að fara sömu leið til baka... og vita nákvæmlega hvað var framundan... þetta var miklu skemmtilegra...

Ingi sagði að það væri vel fært ef við færum nægilega til suðurs og beygðum svo niður suðaustan megin og það var rétt...
þetta var mjög skemmtileg leið...

Fyrsta brekkan sem við renndum okkur niður af þremur... hvílíkt gaman !

Brekka tvö sem var líka saklaus og fín og gaf orku við að renna og hvíla fæturna...

Síðasta brekkan... hún var mun varasamari en hinar... brattari, lengri og grýttari...
án þess að bera það með sér beint þegar maður stóð efst né þegar staðið var neðst og horft upp...

Fyrstu menn lentu í vandræðum... runnu allt of hratt og lentu á grjóti og hefðu getað slasað sig... Njóla kúveltist fram á við og rann með andlitið fram en Örn náði að stöðva hana áður en slys varð... þarna hefði getað farið verr en fór... og þau kölluðu á okkur hin að renna okkur alls ekki heldur ganga þetta niður og fara varlega...

Við ætluðum ekki að trúa þeim og vildum renna... en heyrðum alvarleikann í röddunum þeirra og trúðum þeim...

Og fórum þetta í skrefum eða á rassinum rólega....

Guðmundur rann á eftir Erni sem var fyrstur niður og fékk snjóinn allan framan í sig svo hann sá ekki neitt og lenti í grjóti neðst
en allt fór þetta vel og við hlógum býsnin öll yfir þessu eftir á...

Sjá brekkurnar þegar litið var til baka... allar þrjár fyrir miðri mynd... smá för sjáanleg eftir okkur...

Eftir volkið í brekkunum áttum við ekki langt eftir niður á láglendið þar sem Steinunn og félagar biðu okkar...

Orðin ansi köld eftir að hafa straujað með jeppamönnunum að vegamótunum hér...

... þar sem Steinunn var með mun styttri leið handa okkur að fara í bústaðinn þeirra heldur en að krókaleiðin um veginn...

Hvílík leið... gegnum skóginn eins og í töfralandi... við vorum alveg heilluð...

Og allt í einu kom bústaðurinn í ljós inni í skóginum...

Alls 12 km ganga að baki á 5:59 síðasti hópurinn upp í 543 m hæð hæst þennan dag
með alls hækkun upp á 610 m miðað við 65 m upphafshæð.

Hlýtt og gott inni og mjöðurinn rann ljúflega ofan í alla meðan rifjaðar voru upp uppákomur dagsins...

... smá ræður, þakkir og sögur...

Kærar þakkir Steinunn og Jói fyrir boðið, virkilega notalegt :-)

Jebb... fjallgöngumenn greinilega í heimsókn :-)

Eftir notalegheitin var komið að því að fara í bílana niðri við veg við Hreðavatnið sjálft
 og keyra í Hraunsnef í pottinn þar sem súpan beið og svo heiti potturinn...

Það var svo kalt að það var eins gott að vera í ullarbelgvettlingum ef maður ætlaði að drekka bjórinn sinn :-)

Búið að græja jeppann hans Jóa... og menn ferjaðir á stærri jeppunum frá vatninu
að bílastæðinu við norðurendann þar sem hinir bílarnir biðu...

Stuttur akstur í hraunsnef... sjá fjallið Hraunsnef sem bærinn heitir eftir... og Baula hægra megin... magnað landslag...
sex Toppfarar áttu eftir að ganga á Hraunsnefið daginn eftir, sunnudaginn meðan hinir fóru í bæinn...

Frábær gististaður í alla staði...

Ekki hægt annað en mæla með þessum stað fyrir svona hóp sem vill hafa það notalegt og gaman úti á landi eina helgi...

Sigga og Heimir mætt á staðinn... en þau ásamt Snæfríði konu Magga, Katrínu hans Guðmundar Jóns og Ágúst Rúnars
mættu í matinn og því fjölgaði okkur upp í 25 manns í matnum um kvöldið sem var virkilega skemmtilegt .-)

Hundarnir tveir á bænum sem pössuðu allt og alla... við hefðum getað tekið hundana okkar með...
það munar stundum öllu frekar en að vera að fá pössun fyrir hundinn svona helgi :-)

Útsýnið af efri svölum þar sem við gistum í hverju herbergi og sumir í aukahúsunum ofar...
.. máninn á himni í fjarska... já veðrið var sannarlega fallegt þennan dag...

Aðalhúsið þar sem maturinn var og kvöldvakan og ballið :-)

Litið upp eftir að aukahúsunum og svo bænum sjálfum enn ofar...

Súpa og heimabakað brauð með pestósósu... alger snilld... allir enn í göngugallanum...

Smakkaðist virkilega vel... matur og aðföng á bænum er að mestu framleitt á staðnum...
sjálfbærnin er mikil í Hraunsnefi og aðdáunarvert að heyra hvernig þau hafa byggt þessa ferðaþjónustu upp...

Jólaleg stemning og fallegt...

Heiti potturinn... loksins... það var sko gott að fara í sturtu og pottinn þar sem tónlistin glumdi og við viðruðum daginn
 og hlógum úr okkur lungun...

... ekki til betri endir á góðum degi en fara í pottinn í myrkrinu með stjörnurnar ofan okkar á himnininum og kaldan á kantinum...

Maturinn um kvöldið var mjög góður...
og við tóku hin ýmsustu skemmtiatriði þar sem hver og einn var skyldaður til að vera með einhvers lags uppákomu eða framlag...

Söngur... brandarar... gátur... upplestur... ljóð... afrískt áfengi...

... og fjalla-pub-quiz í boði Arngríms... með nepölsku ívafi... stórskemmtilegt og keppnin ansi hörð... flottar spurningar...
... meira svona ! :-)

Vá... þegar tónlistin fór af stað skelltu menn sér á gólfið... og það var sko tekið á því... man ekki eftir að þessi hópur hafi dansað svona mikið allur saman í svona langan tíma... við dönsuðum fram yfir miðnætti með alls kyns fíflaskap og vandræðagangi... ha, hvað vorum við eiginlega að detta / leggjast í gólfið þarna einu sinni, ha ?... virkilega skemmtilegt... meira svona segir þjálfari nú bara ! :-)

Haf innilega þökk elsku Heiðrún og Ingi fyrir að standa fyrir þessari helgi og skipuleggja hana svona vel...
sem og "heimamennirnir" Karen Rut og Steinunn og Jóhann fyrir bústaðinn og leiðsögnina ofl.
og allir fyrir stórskemmtileg skemmtiatriði... og frábæra samveru öll sem eitt... þetta var geggjað gaman...

Höfum svona haustfagnað... eða aðventufagnað á hverju ári ekki spurning...
hlakka strax til að fara í notalega göngu með kæruleysisívafi... volgra í pottinum... og dansa og...
 

 


 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir