Tindur 13 - Fimmvörđuháls 14. júní 2008


Milli jökla á Fimmvörđuhálsi
... í blíđskaparveđri alla leiđ...

Tindur 13 var genginn laugardaginn 14. júní af 29 Toppförum undir leiđsögn ţjálfara í sól og blíđu alla leiđ.

Nítján af hópnum voru ađ ganga hálsinn í fyrsta skipti og allir ađ upplifa í fyrsta sinn ţá veđurblíđu sem ríkti alla leiđina, brakandi logn og hita efst á hálsinum og alveg óskertu útsýni yfir fjöll og jökla Suđurlands. Hiti mćldist 12°C uppi og löđursveitt og sólbrunnin, snortin og sćl gengum viđ niđur í Ţórsmörk ţar sem ilmur af grilli tók á móti okkur í enn meiri hita og ţessu algera logni sem einkennir mörkina.

Kvöldiđ var ekki síđra en dagurinn og engin var rigningin fyrr en uppi á ţjóđvegi á heimleiđ á sunnudeginum og ţá skildist öllum sem međ voru í för hvernig Ţórsmörk er af mörgum talin fallegasti stađur Íslands, jafnvel paradís á jörđ.
Myndir, 485 stk., komnar á
www.picasaweb.google.com/Toppfarar en undir tenglar eru einnig fleiri myndasíđur Toppfara sem gaman er ađ skođa.

Brottför var međ rútu frá Reykjavík kl. 7:00.

Tilheyrandi var Hvolsvallarpása.

Komin vorum viđ í Skóga upp úr kl. 9:00.

Í rútunni var fariđ yfir leiđina og ţjálfari rifjađi upp minningar úr fyrri sambćrilegri göngu yfir Fimmvörđuháls fyrir tólf árum međ ÍR skokk en sá hópur hljóp yfir hálsinn kvöldiđ á undan okkur sem sýnir hve afstćđ líkamleg geta er međ reglulegri ástundun og ţjálfun.

Viđ gerum ţetta auđvitađ seinna...

Veđriđ gat ekki veriđ betra... logn, sól og grćnar grundir Suđurlands ilmuđu af dögginni.

Skógafoss sem fellur 62 m opnađi dyrnar fyrir leiđinni upp međ Skógá sem nú skyldi fylgja nánast ađ upptökum á Fimmvörđuhálsi.

Fyrsta brekkan og jafnframt sú brattasta.

Sérstök byrjun og örugglega ţung byrjun fyrir ţá sem ţarna fara um tiltölulega óundirbúnir.

 

 

Komin upp og orđin kófsveitt í hitanum...

Fötum hent ofan í tösku og allt boriđ á öxlunum ţađ sem eftir leiđ ferđarinnar... "Bára sagđi ađ viđ ćttum ađ vera međ allt međ..."

Heiđskíra og brakandi blíđa.

 

 

Leiđin eftir Skógafossbrekkunni var ţćgileg og aflíđandi og hćkkunin í metrum kom áreynslulaust upp ađ hálsinum.

 

 

Daltindur (478 m) og Skógá.

 

 

Hópurinn ţéttur og sólbađ á međan.

 

 

Íris Ósk og Ingi á góđu róli međ nokkra myndatökumenn fyrir aftan sem nutu sín vel í ţessari göngu.

Mýrdalsjökull framundan og einn af fossum Skógarinnar.

Hestvađsfoss?

Hópurinn dreifđist mikiđ á leiđinni enda auđvelt ađ dóla sér á svona degi.

 

 

Vinkonurnar Sigríđur Kristín, Herdís Dröfn og Ásta međ Daltind í baksýn.

Sjá hópinn liđast í röđ eftir móberginu framar.

 

Gljúfriđ og klöngriđ viđ nestisstađinn.

Hvađ skyldi hann heita?

 

Hér völdu sumir ađ fara efri leiđina en ţessi sveik engan.

Flottur útsýnisstađur á klettanösinni.

Enn ofar svo önnur gljúfur og ađrir fossar.

Hvílík fegurđ...

Hilma, Guđjón og Ingi stóđust ekki mátiđ og fóru út ţessa klettanös til ađ skođa og taka myndir.

 

Bára ţjálfari fékk eina mynd af sér líka.

Teygjusokkur á vinstra hné eftir fall í hádegisskokkinu fyrir 2,5 vikum...

Ţađ er hćgt ađ haltra međ staurfót yfir Fimmvörđuháls ef veđur og ferđafélagarnir eru framúrskarandi...

Nestisstund nr. tvö móti sól í lungamjúkum mosanum.
Ađeins gola hér.

 

Landnorđurstungufossar og Kambfjöll framundan.

Slóđinn vel markađur í jörđina,
ţetta er greinilega fjölfarin leiđ.

 

Hrjóstrugra landslag fór nú ađ taka viđ.

Daltindur vinstra megin og Rauđafelll (Raufarfell?) hćgra megin.

Báđir jöklarnir sitt hvoru megin viđ okkur og magnađ útsýni.

 

Komin ađ brúnni yfir Skógá og snjóskaflar orđnir áberandi í landslaginu framundan.

Brúin yfir Skógá var byggđ eftir banaslys 1999 ţegar franskur ferđamađur reyndi ađ fara yfir ánna í vatnavöxtum og drukknađi, en áin var oft fararmálmi Fimmvörđuhálsfara áđur en brúin kom.

Flugbjörgunarsveitin undir Austur-Eyjafjöllum byggđi nokkrar brýr í kjölfariđ sem allar féllu undan snjóţyngslum vetrarins en ţessi hefur haldiđ hingađ til og byggir á reynslu...

 

Hér fylltu menn á vatnsflöskur í síđasta sinn og viđ tóku malarheiđar og snjóskalfar.

Gengiđ međ veginum í Landnorđurstungum upp ađ hálsi.

Eyjafjallajökull glitrandi í austri.
Spjall og hlátur, góđir félagar og ganga úti í náttúrunni... góđ blanda...
Fimmvörđuháls og heiđar hans framundan.

Rautt ţak Baldvinsskála í fjarska.

Fjarlćgđirnar afstćđar og leyna á sér en í logninu og sólinni var ţetta hinn notalegasti göngutúr.

"Svakalega vorum viđ heppin"... veit ekki hve oft mađur tautađi ţetta á leiđinni ţennan dag...

Var rjúpan međ í för ?

Gengiđ frá veginum styttri leiđ ađ skálanum og hópurinn kominn í einn skaflinn.

Snjórinn var blautur en ágćtur yfirferđar.
Baldvinsskáli í 920 m hćđ skv. gps byggđur áriđ 1974 af frumkvöđlum í björgunarmálum Austur-Eyfellinga en ţeir lögđu einnig veginn sem liggur upp ađ skálanum.

Vađiđ er ofar brúnni sem gengiđ var yfir áđur.

Skálinn heitir í höfuđiđ á Baldvini Sigurđssyni frá Eyvindarhólum sem á ađ baki margra áratuga starf gjöfult fyrir björgunarsveitina undir A-Eyjafjöllum.

 

Nćring, sólbađ, hvíld og önnur umsýsla í sól og blíđu.

 

Ţéttsetiđ, spjallađ og viđrađ.

Fleiri hópar voru ađ ganga ţannan dag, Skýrr, Landsbankinn, Útivist, Ferđafélagiđ... o. fl. en viđ sáum hópa á eftir okkur sem náđu okkur einhverjir í lokin.

Ţá voru einstaklingar og smćrri hópur viđ skálann um leiđ og viđ, en viđ áttum óvart svćđiđ međ stćrđinni.

Lagt af stađ yfir hálsinn um snjó og heiđar af grjóti og litlum gróđri.

 

Veđriđ svo gott ađ ţessi kuldalegi stađur og eitt mesta veđravíti á Íslandi var friđsćll og gullfallegur...

Baldvinsskáli ađ baki.

Skáli Útivistar til austurs (ekki á mynd) og ofar á svćđinu  en hann var reistur á rústum gamla skálans sem Fjallamenn reistu undir stjórn Guđmundar frá Miđdal og Soffía Rósa las upp fyrir okkur fróđleik um á heimleiđinni.

Sumir snjóskaflarnir voru langir en ţađ var notalegt ađ ganga ţá dúnmjúka og ekki svo blauta.

Blíđan marrađi í lofti, láđi og legi...

Eyjafjallajökull

Halldóra Ásgeirs

og

Helga Sig. sem báđar toppuđu hann međ hópnum í apríl og vissu upp á hár hvernig ţađ er ađ standa ţarna á Hámun di og á Gođasteini og líta til Vestmannaeyja...

Fimmvörđuhálsinn í  góđu skapi á góđum degi međ góđum hópi:

Oddný, Kristján, Ingi, Sigríđur Kristín, Herdís Dröfn, Stefán Jóns., Björn, Guđjón Pétur, Hrönn, Örn, Soffía Rósa, Jón Ingi, Ásta, Grétar Jón, Hjörleifur, Íris Ósk, AlexanderRannveig, Guđbrandur, Kristín Gunda, Helga SigŢorbjörg, Ragna, Guđmundur Ólafur, Hilma, Roar, Halldóra Á. og Hugrún. Bára tók mynd.

Útsýniđ ađ hverfa ofan af hálsinum alla leiđ til sjávar Suđurlands...

Allir ađ upplifa útsýniđ og veđurblíđuna á ţessu svćđi í fyrsta skipti svona einstaka.

Ţeir nítján sem gengu hálsinn í fyrsta skipti vissu eiginlega ekki hve heppnir ţeir voru...

Síđustu kaflarnir áđur en dásamlegt landslag Ţórsmerkur og Fjallabaks tekur viđ.
Hér plástrađi Ragna sig og lagađi til reimarnar á skónum eftir ađ Bára sá ađ hún var farin ađ ganga óeđlilega.

Best ađ laga slíkt strax, ţađ voru ţó nokkrir kílómetrar ađ baki enn..

Guđmundur Ólafur ađ baki okkur en hann plástrađi sig líka og var fljótur ađ ná okkur.

Fariđ ađ glitta í fjöllin í norđri.

Hitamćlir Roars (digital) mćldi 11,9-12°C í skugga viđ vörđuna á hálsinum og 8,8°C ţegar viđ vorum stödd á stóru fönninni og ţađ dró fyrir sólu. Lofthitinn var ţađ mikill ađ viđ fundum kuldann sem stafađi af snjósköflunum og ţađ munađi um ţađ hvort mađur stóđ í skafli eđa hitasćknu hrauninu.

Ingi, Ragna og Guđmundur Ólafur ekkert ađ stressa sig á einum besta stađ sem hćgt var ađ vera á í heiminum ţá stundina og mađur átti ekkert ađ flýta sér...
Pása til ađ ţétta, drekka, borđa ađeins og laga fötin...
Fjallgöngumennirnir Halldóra Ásgeirs og Roar
međ Mýrdalsjökul í baksýn.

Ţau eiga ógrynni fjalla og stađa ađ baki, búa yfir reynslu og neista ţeirra sem víđa hafa fariđ og eru einstaklega góđir ferđafélagar.

Brakandi... brakandi... brakandi...
Einstakt ađ ganga međ Mýrdalsjökul á hćgri hönd og Eyjafjallajökul á vinstri, fjallatinda Ţórsmerkur, Almenninga og hálendis Fjallabaks ađ birtast smám saman.
Síđasti snjóskaflahlutinn á leiđinni hér framundan.
Síđasta brekkan upp...

Hér bar mađur á sig sólarvörn og fann ađ mađur var farinn ađ brenna...

Snjóskaflarnir ađ baki.

Guđjón Pétur á einum af mörgum útúrdúrum sínum ađ komast nćr Mýrdalsjökli í allri sinni dýrđ.
Ómetanlegt sjónarhorn ţarna ofan af heiđum Fimmvörđuhálss.

Viđ Bröttufannarfell (1.053 m) ţar sem minningarreitur var af ţeim sem fórust á hálsinum 1970 og ţjálfari minntist á á leiđinni austur, en frásögnin af ţeim atburđi var svo lesin í heild í rútunni í bakaleiđinni.


Ólýsanlegt og orđlaust...

Tindfjallajökull vestar út af mynd, Ţórsmörkin og Fljótshlíđin til suđurs. Almenningar, hálendi Fjallabaks til norđausturs alla leiđ ađ Hrafntinnuskeri og Laugavegurinn ţví ađ stórum hluta fyrir framan okkur. Rjúpnafell og Hattfell í fjarska fyrir miđju og fleiri fjöll og garđar. Jöklarnir sem fyrr til beggja hliđa og af Mýrdalsjökli gengu nokkrir skriđjöklar; Hruna-, Gođalands-, Tungnakvíslar-, Hrútár-, Krossár-, og loks Merkurjökull svo beint í austri.

Morinsheiđi framundan.

Brattafönn nćst á dagskrá og svo Heljarkambur.

Frábćrt ađ sjá leiđina svona óţokađa og geta stimplađ hana inn í minniđ óskerta.

Brattafönn.

Útigönguhöfđi (805 m) sem hćgt er ađ ganga um niđur í Bása en ţar eru keđjur og bratti og gaman ađ prófa síđar.

Hér renndu menn sér niđur Bröttufönn og gekk misvel.

Ingi, Herdís Dröfn, Halldóra, Roar og Hilma.
Helga datt tvisvar á fönninni og blóđgađi sig á olnboga.

Lćknirinn plástrađi sáriđ og hjúkrunarfrćđingurinn tók mynd... hlýtur ađ teljast ađ vera í góđum höndum.

Keđjurnar ofan af Heljarkambi sem settar voru í stađ ţess ađ fara um hraungatiđ norđar.

Menn fóru ţó margir frekar gegnum hraungatiđ enda veđriđ gott, bara gaman og ekkert stress.

 

Ţjálfarinn međ staurfótinn fór ekki keđjuleiđina heldur um gatiđ og fékk góđa ađstođ félaganna eins og fleiri ţegar ţeir klöngruđust ţarna um.

Ingi sem klettur međ Erni ađ passa hjörđina.

 

Síđustu fara niđur Heljarkamb um gatiđ.

Örugglega ekki árennileg leiđ í roki, rigningu og ţoku.

Komin á Morinsheiđi og hópurinn ţéttur enn og aftur.
Nóg um ađ tala og nóg ađ skođa í allar áttir.

Lagtí hann inn á Morinsheiđi.
Tindfjöll
( 1.463 m) til vinstri, Rjúpnafell (824 m) fremst og Hattfell aftar. Mófell (853 m) ? til hćgri.

Gengiđ niđur af Morinsheiđi sem liggur ofan viđ Heiđarhorn sem gefur fallegan svip á svćđiđ frá Ţórsmörk.

Foldirnar framundan og Kattarhryggirnir svo í restina...

Ţađ er ţess virđi ađ ganga Morinsheiđina út á fremstu tá ţví ţar gefst útsýni austur ađ Mýrdalsjökli, yfir Guđrúnar- og Teigstungur ţar sem Krossárjökull fellur niđur úr jöklinum.

Björn, Ásta og Herdís Dröfn í félagsskap voldugs Mýrdalsjökuls.
Grasi grónar Hlíđar Heiđarhorns ţar sem viđ borđuđum síđasta nestiđ.
Ţetta var nestistími međ útsýni yfir Ţórsmörk og gleđi yfir ţví ađ hálsinn var ađ baki og ekkert nema dýrđin framundan.
Foldirnar niđur ađ kattarhryggjum.

Tindfjöll í Ţórsmörk (628 m) hćst og Tindfjallajökull aftar.

Strákagil svo vinstra megin ţar sem kattarhryggirnir liggja niđur ađ.

Fyrsta keđjan á ţessu svćđi.
Kattarhryggirnir.

Hópurinn dreifđist hér en vel gekk ađ fara yfir hina illrćmdu hryggi sem ekki voru svo ógnvćnlegir ţega á reyndi fyrir flesta.

Ein fór ţó á fjórum fótum og yfirsteig ţar á meiri ótta en allir hinir og stóđ sigri hrósandi á eftir.

Fegurđ Ţórsmerkur í einni af sínum myndum.
Enn á Kattarhryggjum.

Oddný og Krisján.

Ingi hér ađ bíđa eftir nokkrum á versta kaflanum.

Hann ásamt Erni vék ekki frá neinum fyrr en allir voru komnir yfir og skiptir slíkur stuđningur miklu máli fyrir ţá sem tóku á stóra sínum á ţessum kafla leiđarinnar.

Örn fylgdin fremstu mönnum og rakti sig svo til baka til ađ fylgja ţeim sem  á eftir komu.
Litiđ til baka yfir hryggina.

Ţetta var ekki eins slćmt og lýsingar hafa trauđla gefiđ í skyn en auđvitađ er ţetta afstćtt og getur veriđ erfitt fyrir einn ţó ekki sé ţađ fyrir annan.

Síđasta keđjan niđur skraufţurra moldina međ Strákagil neđar.

 

Önnur leiđ niđur í Bása er međ Strákagili og vćri gaman ađ prófa hana síđar.

Strákarnir fundu góđar framhjáleiđir sem hentuđu lúnum fótum vel, staurfótum og ţeim sem voru ađ kafna úr hita en nenntu ekki ađ afklćđast og vildu bara komast í ró og hvíld í Básum.
Gengiđ međ hlíđ Strákagils í birkiilmi og brakandi hita, hér hlýnađi hratt og viđ vorum kófsveitt.

Grillilmurinn blandađist svo birkiilminum og ţađ var alveg ljóst ađ Ţórsmörk er einstök vin í eyđimörk hálendisins.

Ţjálfararnir ákváđu ađ fá mynd af sér međ Heiđarhorni, Útigönguhöfđa og Strákagili.

 

Fimmvörđuhálsinn haltrandi á einum fćti annars vegar og međ hendur í vösum alla leiđ hins vegar... allt hćgt ţegar veđriđ er eins og á Spáni...

Ţórsmörkin blasti smám saman viđ í allri sinni dýrđ.
Guđjón Pétur og Ingi sem reyndust ţeim félögum sínum vel sem drógust aftur úr síđasta kaflann.

Fálkahöfuđ - móbergskletturinn fremst á Kattarhryggjum.

Fimmvörđuháls ađ baki.

Komin niđur í Ţórsmörk og fariđ yfir göngubrú Strákagilslćks innst í dalnum.

Skáli Útivistar, Bólhöfuđ til vinstri, Votupallar og svo Útigönguhöfđi fjćr.
Dásamlegt ađ komast í skálann...

Finna sér nćturstađ...

Hvíla lúin bein...

Viđra daginn međ félögunum...

Skella sér í sturtu...

Teygja vel á eftir...

Fá sér einn volgan til ađ mýkja sig...

 

 

Ţađ var slökun og ró í loftinu...

Enginn ađ flýta sér...

Kvöldiđ var ungt međ sólina enn á lofti og blankalogn.

 

Viđ borđuđum auđvitađ úti og höfđum ţađ notalegt.

Einstakar stundir eftir dag eins og ţennan.

Stemmingin viđ grilliđ marrađi grimmt...

 

Guđjón og Ingi fengu grillkjötiđ sitt međ manninum hennar Ástu sem kom í Ţórsmörk um kvöldiđ en annars ćtlađi bílstjórinn ađ kaupa fyrir ţá.

Hilma gleymdi svo hluta af sínu nesti en naut skilnings og gjafmildi ţeirra félaga í stađinn.

 Ekkert mál, mađur bara reddar svona óhöppum...

Allt umhverfi Útivistar og ađstađa var einstaklega snyrtileg og til fyrirmyndar.
Síđustu menn ađ klára matinn viđ glimrandi hlátrasköll og sögur sem engu líkjast...
Flestir fóru inn er líđa tók á kvöldiđ og ţar gerđust undur og stórmerki... söngur og dans sem ekki líđur úr minni sumra...
Úti var svalara en stemmningin svo góđ og umhverfiđ svo fallegt ađ menn tímdu ekki inn í stuđiđ...
Sólarlagiđ í Básum 14. júní 2008.
Notaleg stemmningin síđar um kvöldiđ í skálanum.

Smám saman tíndust menn í háttinn en ađrir vöktu ađeins lengur.

Kvöldiđ var nauđsynlegur ţáttur af göngunni um daginn og gott ađ viđra ţađ sem ađ baki var og kynnast innbyrđis ţví hópurinn er ungur og menn ţekkjast mismikiđ innan hans.
Morguninn eftir fóru menn á eigin vegum um hin ýmsu fjöll og fell í nágrenninu eđa slökuđu á í morgunsólinni.

Ingi sigrađi Útigönguhöfđa (805 m).

Guđjón Pétur gekk Réttarfelliđ (509 m).

Bára, Ragna og Örn fóru Bólfelliđ (... m).

Soffía Rósa skođađi sig um kringum Réttarfelliđ og... ?

Hjörleifur fór Kattarhryggina áleiđis á fremstu tá Morinsheiđi en varđ frá ađ hverfa vegna tímaskorts.

Björn lagđi á Valahnúk viđ Húsadal en varđ líka frá ađ hverfa ţar sem göngubrúin lá ekki yfir Krossá og kom svekktur til baka.
Fleiri...?

Morgunkaffiđ úti.
Bólhöfuđ á Bólfelli skagar yfir skálasvćđi Útivistar í Gođalandi og ţjálfara gengu á ţađ ásamt Rögnu (Bára međ staurfótinn ţó ekki upp á höfuđiđ sjálft).

Útsýniđ af Bólfelli...

Örn og Ragna ađ klöngrast niđur eftir ađ hafa veifađ til félaganna viđ skálann ofan af Bólhöfđi.

Skálinn á leiđinni niđur.

Allir klárir í heimferđ og viđ lögđum af stađ nokkuđ fyrir áćtlađan brottfarartíma.

 

Alexander, Íris Ósk og Rannveig ađ fara yfir sólbrunann eftir gćrdaginn.

Ţađ eru sterk skil á sumum eftir ţennan dag sem verđa allt sumariđ ađ fara...

Jón Ingi og Hugrún.

Hugrún kom inn í ferđina sem stađgengill Báru ţar sem allt útlit var fyrir ađ hún kćmist ekki í gönguna vegna hnémeiđslanna.

Hún var góđur fengur fyrir hópinn ţó Bára fćri svo međ ţar sem hún frćddi okkur um allt mögulegt á leiđinni og féll vel inn í hópinn.

Vanur fararstjóri og leiđsögumađur ţar á ferđ međ dýrmćta reynslu úr ferđamálageiranum frá unglingsaldri.

Viđ bara vonum ađ hún komi aftur  međ okkur...

 

Hópferđamiđstöđin Trex fluttu okkur međ dyggri ţjónustu Egils, bílstjóra sem var hinn ljúfasti í ferđinni og međ liđlegheitin á hreinu.

Heimleiđin var góđ...

Kćrkominn fróđleikur frá Hugrúnu um jökla, Heklu, Suđurland o. fl., sláandi upplestur Báru af banaslysinu á Fimmvörđuhálsi, óvćntur og frćđandi upplestur Soffíu Rósu af Guđmundifrá Miđdal, hádegismatur á Hvolsvelli og hvíld.

Rigningin á Suđurlandsvegi minnti á hve mikil veđursćld ríkir í Ţórsmörk ţví ţar er oft logn, ţurrt og sól ţegar blćs og rignir viđ ströndina ţó ţar geti líka ríkt hinn versti vetur međ hćtti hálendisins sem liggur allt um kring.

 

 

Fimmvörđuhálsinn reyndist okkur 24,4 km í heild á 9:55 klst. síđustu menn upp 1.053 m međ hćkkun upp á 1.019 m.

Frábćr helgi ađ baki og ómetanlega góđur göngudagur kominn í minningabankann af einni fallegustu gönguleiđ landsins.

Ţađ var hreinlega ekki hćgt ađ fá betri dag til göngu á Fimmvörđuhálsi...

Varđveitum ţennan dag til ćviloka...

 

 

 

  

Viđ erum á toppnum... hvar ert ţú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viđarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir