Tindferð 136
Átta tinda ganga kringum Jósepsdal
laugardaginn 7. janúar 2017
 


Fjallatindar Jósepsdals
 hörkuerfið en mergjuð ganga
á tvo Sauðadalahnúka, tvo Ólafsskarðshnúka,
Bláfjallahrygg, tvo Bláfjallahnúka og loks Vífilsfell
í ísuðu færi en ágætis veðri og skyggni


Litlu móbergstindarnir á myndinni vinstra megin sem Örn og Jón Tryggvi eru lagðir af stað upp á töldust ekki með í tölfræði hinna 8 tinda - heldur eru þeir tveir litlir auka tindar á milli Bláfjallahnúka (sem er okkar nafngift á nafnlausum tindum sunnan við Vífilsfell)... en þeir mættu alveg fá nafn finnst manni sakir stíl- og formfegurðar... spáum í það... eða tilheyra Bláfjallahnúkum sem teljast þá 3(4) frekar en 2 eins og við höfum talið þetta hingað til.

Þessir litlu og saklausu fjallsbungur sem umkringja Jósepsdal áttu að vera létt sárabót í stað Hafnarfjalls sem nýárs-tindferðar afmælisársins úr því veðursáin var ekki góð laugardaginn 7. janúar... þar sem um lægri fjöll var að ræða og einfalt að koma sér niður á mörgum stöðum á leiðinni sem er ekki möguleiki á Hafnarfjalli,...en endaði sem mjög krefjandi ganga upp á 18.3 km á 9:04 klst. upp í 696 m hæð hæst með alls hækkun upp á 1.475 m...

 Krefjandi upp- og niðurgönguleiðir í ísuðu landslagi sem töfraði okkur upp úr skónum í flottum veðurglugga þar sem við gengum úr myrkri morgungsins inn í daginn og aftur inn í myrkrið þar sem veðrið skellti svo sannarlega í lás á leið niður af síðasta tindi dagsins, Vífilsfelli með þungri snjókomu og vaxandi vindi.

Við lögðum af stað kl. 9:04 í myrkri... en samt gnæfði Vífilsfellið yfir okkur með snjóinn sinn greinanlegan í rökkrinu
og það árlaði fyrir dagsbirtunni á himni...  töfrar þessa árstíma eru magnaðir...

Færið gott til að byrja með og snjór á víð og dreif á þessum snjólétta vetri...

Við stefndum á Sauðadalahnúka og fórum nú grýttu leiðina upp skriðurnar...

Þessi leið leyndi á sér og var krefjandi í lausagrjóti og bratta en veðrið og birtan dásamleg...

Litið til baka um brekkuna þar sem við komum... Blákollur að hluta hægra megin... sjá hvernig þessi fjallshryggur Sauðadalahnúka, Ólafsskarðshnúka og Bláfjallahryggarins alls rennur smám saman út með lægri hrygg hér til norðurs...
hér hefur aldeilis gosið eftir þessari rönd...

Blákollur þarna á bak við og svo Lambafellið og Lambafellshnúkur og svo Hellisheiðin lengst þar sem sjá má bílljósin...

Hinn Sauðadalahnúkurinn og svo Ólafsskarðshnúkar og svo Bláfjallahryggur...

Fyrsti tindurinn af átta þennan dag var 556 m hár, Sauðadalahnúkur syðri...

Ofan af honum var brött skriða þar sem við runnum til í lausagrjótinu og lentum niðri á þessum rústum...

Upp seinni Sauðadalahnúkinn var leiðin mun betri en á þann fyrri...

Og í þetta skiptið prófuðum við að fara nýja leið niður hann... ekki sömu leið til baka eins og við héldum að við þyrftum að gera...
og ekki niður í Jósepsdalinn eins og við gerðum einhvern tíma á þriðjudagskveldi þar sem Margrét Gróa fékk á sig rúllandi grjót í öxlina...

Nú fór Örninn könnunarleiðangur sunnan megin
og við þurftum að fara varlega í hálkunni austan megin til að komast að hryggnum sem lá lækkandi niður til suðurs...

Keðjubroddarnir fínir í þessu færi og þetta leið vel út...

Allt frosið og hrímað en fært á broddunum...

Ef menn voru ekki öruggir þá var bara að setjast og fara á fjórum...

En flestir öruggir og fóru þetta létt...

Mjög falleg leið sem verður gaman að endurtaka að sumarlagi um móbergsklappirnar
em eru samt ekkert auðveldari í þurrum færi...

Ólafsskarðshnúkar framundan þarna uppi...

Sauðadalahnúkur hinn síðari mældist 585 nm hár...

Jónas Orri sonur Jóhanns Ísfelds kemur með okkur á tindinn á Mont Blanc í júní og þeir æfa nú vel fyrir þá ferð ásamt Mola og Bónó...

Vel greiddist úr þessu tagli Sauðadalahnúka og skemmtilegt var það...

Já, verðum að fara hér í sumarsól og blíðu !

Litið til baka...

Húsið er ennþá hér og ekki fokið eins og sum á svæðinu...

En ekki er það í góðu standi...

Ennþá nestisfært úti við...

En inni hafa vindarnir blásið og snjóað inn...

Sorglegt því þarna liggur stórhugur að baki á sínum tíma...

Vel byggð og metnaður augljós en viðhaldi ábótavant og þá endar þetta svona...

Teikningarnar af húsinu... það ar sárt að sjá þetta og sjá ástandið á húsinu... mitt í allri okkar velmegun er enginn sem hlúir að þessum verðmætum þarna árum saman og sóunin var áþreifanleg...

Steyptur grunnurinn...

Ólafsskarðshnúkar tóku nú við...

Allir glaðir með flottan dag þrátt fyrir óspennandi veðurspá... líka Sonja sem var gestur í þessari göngu...

Litið til baka á Sauðadalahnúk hinn síðari...

Mun betri leiðin upp á Ólafana en Sauðdælingana í meiri mosa og traustara undirlagi...

Ólafsskarðshnúkur fyrri eða nyrðri er mun lægri en sá syðri og mældist 562 m hár...

Gott að geta valið um grjót og mosa eða snjó eftir því hvort hentaði betur...

Snjórinn harður ofar en þó laus að hluta...

Litið til baka með Vífilsfellið þarna hægra megin... það er eitthvað við það fjall...

Jósepsdalur þarna niðri... paradís á sumrin... og líka á veturna !

Skaflarnir glerharðir á köflum en lausamjöllin með svo þetta var fínt færi...

Litið til baka með Ólafsskarðshnúk syðri næst og svo Sauðadalahnúkana báða og
loks Blákollinn sem hefur nokkrum sinnum verið genginn á þriðjudagskveldi...
Hengillinn þarna enn fjær.

Lambafellið og Lambafellshnúkur... og svo Eldborg syðri og nyrðri...
ú leið er mjög spennandi og við ætlum hana í sumar á þriðjudskveldi...

Flottur hópur á ferð sem er alltaf til í allt þó það sé janúar og vetur og erfitt veður...

Spáin var misvísandi... úrkomubelti áttu að koma yfir...
en hvort það var um hádegi eða fyrir eða eftir var misjafnt eftir því hvaða vefur var...
og þetta rættist svona nokkurn veginn...

Nú kom það fyrsta yfir okkur á leið upp á nyrðri Ólafsskarðshnúkinn...

Magnaðir þessir Toppfarar... ein skemmtilegasta myndin í ferðinni..

Já, hér dimmdi alveg yfir og við misstum smá móðinn með að klára alla þessa leið svona...

En svo létti aftur til og allur efi hvarf strax... og við sigruðum tind númer fjögur þennan dag á
Ólafsskarðshnúku hinum síðari eða syðri í 634 m hæð...

Við tók meginlandið hyfir á Bláfjallahrygginn sjálfan...

Gott að fá smá jafnsléttugöngu eftir stöðugt brölt upp og niður fjóra hnúka...

Nú vorum við komin á yfirráðasvæði Bláfjallanna sjálfra...

Stundum var eins og sólin ætlaði aðeins að kíkja í heimsókn...

Litið til baka ofan af Bláfjallahryggnum á Ólafsskarðshnúkinn síðari...

Bláfjallahryggurinn mældist 696 m hár...

Nú var að finna leið niður í Draumadali því lengra ætluðum við ekki í átt að Bláfjöllum...

Við þræddum okkur aðeins eftir Bláfjallahryggnum til suðurs til að finna örugga brekku...

Jú það var fín snjóbrekka þarna niður sem ekki var of brött
og ffekar grýtt svo hægt væri að sniðganga möguleg snjóflóðasvæði...

Fínasta leið niður í Draumadalina... og sumir renndu sér á afturendanum...

... sem hafði þessar afleiðingar hjá Bárði hennar Lilju Hannesar !

Spurning hversu mikil fjallabúnaður þessar buxur eru þegar á reynir í saklausri snjóbrekku...

Við skemmtum okkur konunglega að mynda þennan skaða Bárðar :-)

Og héldum svo áfram um Draumadalina og upp á Bláfjallahnúkana tvo sem leiða mann yfir á Vífilsfellið...

Litið til baka á Drottningu og Stóra Kóngsfellið og Rauðuhnúka sem eru allt fjöll
sem við erum vön að ganga að vetri til en þurfa að fá sitt pláss að sumri líka !

Óskaplega fallegt landslagið svona ísilagt að hluta... heilu tjarnirnar á leið á Bláfjallahnúkana...

Bláfjallahnúkar framundan og Vífilsfellið fjærst...

Niður grjótbrekkuna í skarðið á milli...

Þarna borðuðum við nesti og fengum kraft til að halda áfram
því þessi leið var ekki eins létt og þjálfara minnti og höfðu lagt upp með...

Hún reyndi verulega á enda heilmiklar hækkanir og lækkanir allan tímann nánast...

Bláfjallahnúkur hinn fyrri eða syðri mældist 615 m hár...

Sjá hornið á Vífilsfellið hér vinstra megin fjærst...

Víðmynd af Sauðadalahnúkum, Ólafsskarðshnúkum og Bláfjallahrygg og Draumadölum...

Á fyrri Bláfjallahnúknum með fallegasta hluta leiðarinnar framundan um hrygginn þarna niðri á milli...

Mergjuð byrjun á árinu þar sem klúbbmeðlimir æfa nú stíft fyrir spennandi göngur á Íslandi, Perú, Mont Blanc og Indlandi o.fl...
Arna, Bárður, Lilja H., Ólafur Vignir, Gerður Jens., Jónas Orri, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Örn, Jóhann Ísfeld, Jón Tryggvi
og Sonja ásamt Batman, Bónó og Mola en Bára tók mynd.

Fallegasti kafli leiðarinnar...

Rjúpnadalahnúkar þarna niðri... eigum enn eftir að rekja okkur alveg eftir þeim öllum...

Hey, horfið hingað ! :-)

Þessir litlu hnúkar á milli Bláfjallahnúka leyna á sér...

Fallegasta myndin í göngunni...

Litið til baka, mosinn svo fallegur hérna...

Upp og niður um hrygginn fallega og örugga leið...

Frosinn mosi... þetta var í raun mjög snjólítið en snjórinn kemur oft ekki almennilega fyrr en í janúar og febrúar...

Litið til baka...

Fínt klöngur og aldrei varasamt að fara...

Og skemmtilegt var það !

Framundan hinum megin hinn Bláfjallahnúkurinn...

Sjá fagurt mynstrið í landslaginu niðri í Jósepsdalnum... hvílík smíði náttúrunnar...

Svona var klöngrið utan í hryggnum ef hann var ekki fær ofan á...

Hópurinn þéttur uppi á hryggnum... þessi kjafli mældist hæstur 571 m...

Batman hvíldi sig í pásunum og hélt sér heitum í mosanum...

Bónó og Moli eru algerir naglar að ganga svona með okkur á veturna...

Sjöundi og síðasti tindur leiðarinnar framundan...

Smá hálka hér niður en við fórum í slóð hinna...

Batman alveg sammála því að hvílast reglulega á leiðinni...
á tindi sjö í 619 m hæð... útsýni til borgarinnar og Kollafjarðar og Esjunnar...

Vífilsfellið framundan... síðasti tindur dagsins...

Jú, við gætum nú alveg klárað þetta... veðrið fínt og útsýnið og færið... mun betra en áhorfðist og var spáð í raun...

Þessi bakdyraleið að Vífilsfelli er virkilega falleg...

... með klöngri upp um alls kyns móbergskletta og klappir...

... og niður aftur hinum megin þar sem Vífilsfellið tók við...

Snjóbrekkur á stöku stað en annars bergið sjálft að mestu...

Sumum datt í hug að sleppa þessum síðasta tindi enda þreytan farin að segja til sín...
og hér var vindurinn farinn að blása enda spáð vaxandi vindi er liði á daginn...

Á leið upp að Vífilsfelli með Ólafsskarðshnúkana, Bláfjallahrygg og Draumadalina þarna fjær á bak við...

Við fórum hefðbundna leið upp Vífilsfellið um móbergsklettana í austri...

Sleipt og varasamt í berginu og gott að vera í broddunum...

Jú, það endaði með að allir fóru upp... ekkert gaman að standa og bíða eða fara einsamall niður...

En það var hægt að sleppa stöfunum og bakpokanum ef menn vildu...

Svellað færið í klettunum...
hundinum var lyft upp en hann hefur áður farið sjálfur og aðrir hundar hópsins farið mun flóknari leiðir upp fjöllin án hjálpar...

Síðasti tindur dagsins... Vífilsfell í 660 m hæð...

Ólafur Vignir, Jón Tryggvi, Bárður, Arna, Sonja, Jóhann Ísfeld, Gerður Jens., Katrín Kj., Jónas Orri, Guðmundur Jón, Örn
og Bára tók mynd og Batman, Bónó og Moli stóðu sig frábærlega í þessari ferð...

Svo drifum við okkur niður...

... sáum að veðrið var að versna og það var gott að endirinn var í sjónmáli...

Nýja stikaða leiðin upp á Vífilsfell er í raun verri en sú gamla... hvers vegna hún var færð vitum við ekki...
hin var alltaf með góðan slóða að sumri sem vetri vestar undir tindinum...

Eini varasami kafli leiðarinnar allan þennan dag var að þvera snjóskaflinn undir sléttunni á Vífilsfelli...

Ansi hált og bratt og skaflinn langur og harður fyrir neðan sem þarf alltaf að íhuga þegar svona leið er farin... sá sem rennur af stað getur lítið gert annað en renna alla leið... ísaxarbremsa jú ef menn kunna hana en þarna fara menn allt árið um kring og fæstir með ísexi við hönd...

Eftir skaflinn var þetta beint niður alla leið í bílana... og rökkrið lagðist yfir eins og teppi...

Ljósin í borginni skreyttu þennan síðasta kafla...
og það kom þung snjókoma sem náðist ekki á mynd síðustu tvo kílómetrana...

Komið myrkur þegar niður var komið... hvílík nýting á janúarbirtunni... alveg magnað...
klukkan þá 17:34 eða svo...

Einu sönnunargögnin um snjókomuna sem skall á okkur þétt og þung síðasta kaflann...

Já... krefjandi upp og niður stöðugt allan tímann... sjá tindana alla með smá hólum á milli sem ekki teljast með...
en hver einasti af þessum átta á skilið að teljast með þar sem hann er áberandi greinanlegur í landslaginu og nauðsynlegt að tilgreina og nefna þá alla til aðgreiningar þar sem við göngum reglulega um þetta svæði á alla vegu og þá er nú gott að vita hvar var gengið nákvæmlega...

Gula slóðin er ganga dagsins...
rauða Bláfjallahryggurinn sem endaði eins og gangan þennan dag (um Bláfjallahnúka og Vífilsfell, rauða slóðin er þana á bak við þá gulu),

Bláa gangan er Rauðuhnúkar sem við horfðum niður á ofan af Bláfjallahnúkum og er dæmigerð Toppfara-kvöldganga

og
loks er græna slóðin ganga á Drottningu og Stóra Kóngsfell en hún er á dagskrá á þriðjudaginn...
svona til samanburðar á lengd og umfangi... það verður ekkert mál að mæta í gönguna á þriðjudaginn :-)

Afreksganga sem tók mun meira á en við áttum von á... Jósepsdalatindana skyldi enginn vanmeta var lexía dagsins...
við getum ekki beðið eftir að ganga þarna um aftur síðar !

Frábær dagur
og mergjuð byrjun á afmælisárinu 2017 :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir