Tindferð 120
Kirkjufell Grundarfirði
laugardaginn 6. júní 2015
 

Kirkjufellið loksins í safnið !
á hríslandi flottri og snarbrattri gönguleið
gullfallegu landslagi, útsýni og veðri
... en fyrst og fremst einstökum félagsskap sem ekkert toppar ...


Ísleifur, Jón Tryggvi, Svavar, Örn, Olgeir, Ólafur Vignir, Guðmundur Jón, Björn Matt., Guðmundur Víðir.
Bára, Vallý, Ástríður, Sigga Sig., Helga Björns., Ásta H., Katrín Kj., Súsanna og Kolbrún
á mynd vantar Jóhannes sem fór fyrr niður og í bæinn.

Loksins komumst við á eitt tignarlegasta og brattasta fjall landsins laugardaginn 6. júní
... þar sem nítján klúbbmeðlimir létu gamlan draum rætast...

Guðmundur Hjartarson var leiðsögumaður dagsins... flottur maður sem einstaklega gaman var að kynnast
en hann og foreldrar hans tóku vel á móti okkur við fjallsrætur...
þau Þórunn Kristinsdóttir og Guðmundur Pálsson
staðarhaldarar að Hálsabóli við Kirkjufell en sá bær auk tveggja annarra eiga landið að fjallinu sjálfu.

Fínasta veðurspá þennan dag... léttskýjað/heiðskírt á norska en háskýjað og íslenska
n það átti að létta til er liði á daginn... og það rættist...

Lognið var sumarlegt... sem og grasið og snjóleysið...
en lofthitinn var ekki sérlega hár... náði ekki tveggja stafa tölu fyrr en leið á daginn...

Frábær leiðangur þennan dag... 19 manns og allir að fara í fyrsta sinn nema Olgeir sem fór í fyrra...

Lítið um láglendi á þessu fjalli en þetta var samt skaplega aflíðandi til að byrja með miðað við hamrana sem gnæfðu yfir okkur...

"Þetta er ekkert mál... fínir stallar þarna alla leið upp..."

Ekkert eftir af bráðinni nema fiðraðir vængirnir...

Þétt upp og við svitnuðum af okkur jökkunum og peysunum...
þó sumir reyndar skiptu aldrei um fatnað enda varð aftur svalara ofar....

Dásamlegt að ganga loksins í logni og grasi... snjórinn mátti alveg eiga sig þarna uppi í fjöllunum...

Vallý flaggaði í tilefni tindferðardagsins eins og of áður
en Súsanna hefur alltaf flaggað í tindferðum og var ekki með fána í þetta sinn aldrei þessu vant...

Já, þetta var sko gaman... :-)
Fjöllin þarna út eftir nesinu norðan megin eru forvitnilegir og eflaust ekki margfarnir...

Leiðin kom á óvart og var farið bæði austan megin og vestan megin við fjallsstefnið sjálft sem vísar til suðurs...

Góðir stígar nánast alla leið en það þurfti að fara varlega á stórum hluta leiðarinnar...

Fyrsta alvöru klöngrið...

Hjörtur passaði hjörðina vel...

... og þurfti ekki að hafa áhyggjur... við erum alltaf að klöngrast...

Þessi leið minnti ma. a. á bakleiðina á Hrútaborg... og jafnvel Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli...

Elstu en klárlega einar allra sterkustu og eljusömustu göngukonum Toppfara...
Katrín Kj. og Helga Bj.
Hvílíkar afrekskonur !

Fjallasýnin... og sjávarsýnin... er óaðfinnanleg ofan af Kirkjufellinu og einstakt að ná slíku útsýni af einu saklausu fjalli...

Já, ég er að segja ykkur það... "þetta er ekkert mál"... :-)

Við dóluðum svo sannarlega þennan dag...

Reykirðu Hjörtur... ? í alvöru???... Hjörtur var greinilega vanur hneyksluðum spurningunum...

Sigga Sig safnar björgunarsveitarköllum...
enda á hún líf sitt þeim að þakka eftir Skessuhornsslysið 2009...

Litið til baka... þægilegir kaflar komu inn á milli klöngursins...

... en svo var það næsti útsýnisstaður...

... þar sem útsýnið bara batnaði...

Ansi fallegur staður...

Múkkinn fylgdist vel með...

... og þeir sem fyrstir komust upp á tanga númer tvö...

Fínn stígur en ekki góður í bleytu...

Mikið var gott að klöngrast svona aðeins...

Vá, útsýnið...

Auðvitað hópmynd... ekki annað hægt í þessu landslagi !

Nú var farið vestan megin kringum stefnið... stjórnborðsmegin er það ekki?

Já, það þurfti að fara varlega og alltaf vera meðvitaður um hvar maður var að ganga...

Sólin alltaf alveg að brjótast fram og komst stundum í smá tíma... en ekki alveg fyrr en síðar um daginn...

Mikið spjallað enda þétt gengið saman upp og nægur tími...

Sumarið rétt að byrja og varla komin grænka í grasið...

Glæsilegt útsýnið bara jókst og jókst...

... og brattinn sömuleiðis...

Við tók samfellt klettabelti sem við þræddum okkur upp með á víxl en þarna er búið að ganga í allar áttir
og líklega er þetta helsti staðurinn til að villast á ef menn fara í fyrsta sinn og enginn þekkir leiðina með í för...
þess vegna var aldeilis ágætt að hafa Hjört með okkur...

Brimlárhöfði þarna úti í hafi... en Hjörtur kallaði hann reyndar eitthvað allt annað...

Já, þetta er þétt brekka upp en vel fær og kannski ekki þægileg í mikilli bleytu...

Leit svona út neða frá...

Hornið þar sem snúið er við og upp á síðasta hjallann að kaðlinum...

Misbratt og hjallað og enn einu sinni nauðsynlegt að fara varlega...

Komin að kaðlinum og

Fyrsti kaðallinn af þremur og Hjörtur kom okkur öllum þarna upp með nærgætnislegum leiðbeiningum...

Það eina sem maður hugsaði var... "hvernig verður eiginlega að fara þarna niður á eftir"... :-)

Örninn síðastur upp...

Þetta var ekki svo slæmt...

Allir fegnir að þetta var búið og "bara tveir kaðlar eftir" :-)

Við tók saklausara klöngur en kaðalhangs en samt smá tilfæringar...

Og svo út á hjallana vestan megin...

Útsýnið stórkostlegt og bara ágætis regla að vera ekkert að líta mikið niður...

... og stundum erfitt að fóta sig til að taka myndir...

... á sama tíma og maður var að halda sér á stígnum...

... og ekkert gaman að vera beðinn um að snúa sér við fyrir myndatöku... :-)

En það var samt alveg nóg pláss...

Komin á efsta stefnið í kirkjuskipinu...

Þarna var gengið um tæpigötu austan megin...

... og magnað að horfa til Eyrarfjalls sem er vinsælt göngufjall...
en við ætlum á það eitt árið og taka þá stóra hringleið um það en ekki þessa hefðubundnu leið
þar sem menn láta sig víst gossa niður hlíðarnar...

Þarna hófust tafirnar fyrir alvöru því handan hornsins á þessari tæpigötu var langi kaðallinn...

... þar sem bíða þurfti eftir hverjum og einum að þræða sig upp um...

Og Hjörtur gætti þess vel að stýra umferðinni rétt...

Þetta var fínasta klöngur og í raun eini kaðallinn sem hægt er að sleppa ef menn eru öruggir og fótvissir...

... en bratt er  það sjónrænt og ekkert grín að byrja að rúlla hér niður...

... enda fóru menn þetta skref fyrir skref og vönduðu sig...

Já, við vorum í fínu færi... engin bleyta eða raki jarðveginum...

Jebb, þetta gnæfði yfir bratta kaðlinum...
sjálfur kletturinn upp á fjallið sjálft þar sem síðasti kaðallinn beið okkar...

Guðmundur og Katrín voru síðust upp langa kaðalinn...

... en þetta var fyrsta ganga Katrínar eftir liðþófaaðgerð í vor...

... og hún lék sér að þessu eins og henni er lagið... nánast jafn lofthræðslulaus og maðurinn sinn...

Sumir fylgdu kaðlinum alla leið en aðrir völdu bara þúfnatröppurnar...

Langflottust !

Efsti og brattasti kaðallinn reyndist auðveldari en hann sýndist...

... og menn hjálpuðu og hvöttu hvort annan...

Sjá slóðina þar sem langi kaðallinn kemur og svo þar sem farið er að efsta kaðli...

Katrín í nýrri prjónapeysu... hvílík listaverk í þessum fjallgönguklúbbi... !

Olgeir fór í fyrra og var dásamlega róandi og hvetjandi fyrir okkur hin...

... það er nefnilega best að hafa einhvern rólegan og yfirvegaðan í kringum sig þegar óttinn fer að taka völdinn...

Við fórum þetta eitt í einu og hlustuðum á fagnaðarópin hjá þeim sem komnir voru upp...

Jú, allir skyldu upp... það var ekkert annað í boði !

Fyrst var farið með bláa kaðlinum... og svo þessum stutta hvíta sem var farinn að trosna...

... passa þurfti að kaðlarnir lægju vel fyrir þegar maður kom ofar...

... svo var að færa sig á milli kaðla...

... og fagna þegar maður var kominn upp ! :-)

Jóhannes fór fyrstur og langt á undan okkur upp...

... svo hann hjálpaði mönnum og rétti fram kaðalinn þar sem hann vissi að það skipti máli hvar hann lá...

Uppi var smá einstigi yfir á "meginlandið"...

... og ekkert mál að fara það eftir kaðalinn...

... en það leit samt ekkert voðalega vel út svona þegar maður var þá þegar skjálfandi...

... já engar óvæntar hreyfingar eða læti...

... bara einn í einu og Guðmundur var síðastur enda pollrólegur og yfirvegaður...

Uppi var heilmikið landslag og smá vegalengd yfir á nyrsta tindinn...

... sem þó er ekki hæstur en fallegast staðsettur með hafið útbreitt yfir Breiðafjörð...

Á miðri leið afvegaleiddi Hjörtur okkur niður á tófugreni í austurhlíðum...

... sem við skoðuðum alveg heilluð...

... lamb í matinn hjá rebba...

... og við fundum nokkrar holur...

Gleymdum að spyrja hvort rollurnar væru eitthvað að þvælast þarna upp
eða hvort rebbi þvældist með fenginn alla leið upp...

Fyrstu menn voru komnir á nyrsta tangann og skyldu ekkert hvar rebbafólkið var...

... svo við drifum okkur yfir...

Grundarfjörður í fjarska og aðeins lágskýjað í smá tíma
eins og sólin hefði pressað háskýin niður áður en hún leysti þau endanlega upp...

Þetta var virkilega fallegt landslag eins og leiðin öll upp var einnig...

Þarna skyldum við borða nestið...

Litið til baka til suðurs...

Jú, fagnað á tindinum þó ekki væri hann í raun hæstur...

Þetta var magnað... !

Frábær hópur og geggjuð stemning elsku félagar :-)

Glæsileg hjón sem láta ekkert stöðva för... ekki rifinn liðþófa né nokkuð annað... alvöru fjallaástríða þarna á ferð !

Þetta var ein af mörgum yndislegum nestisstundum í þessum göngum sem maður myndi aldrei vilja hafa verið án :-)

Höfðinginn sjálfur með á Kirkjufellið... það var sannkallaður heiður ! :-)

Útsýnið til norðurs út á haf... geggjað flott !

Brimlárhöfði og Kvíabryggja og Hjörtur sagði okkur sögurnar af þeim stað...

Guðmundur Víðir og Kolbrún flögguðu tindinum líka... Kolbrún aldeilis að velja flottar og krefjandi göngur með okkur þetta misserið :-)

Vallý skildi fánann eftir... væri gaman að fá fréttir af honum !

Glæsileg fjallakona sem fer með erlenda ferðamenn um allt land og íslenska erlendis
enda með ferðaskrifstofu sem hugsar út fyrir kassann... www.arttravel.is

Jú, eftir mikið spjall og notalegheit og myndatökur og sögustund... var ráð að koma sér niður...

Uggur í brjósti með niðurleiðina... hvernig skyldi okkur ganga...

Fáninn varð eftir... vonandi stendur hann í allt sumar !... heyrum í Hirti með það :-)

Þarna fór sólin að skína fyrir alvöru...

... og allt varð bjartara og hlýrra...

... og við vorum ekkert að flýta okkur...

... enda nægur tími og enginn að flýta sér nema Jóhannes sem var löngu farinn niður og í bæinn... :-)

Biðröð eftir því að komast í efsta kaðalinn...

Ritan með hreiður rétt hjá okkur...

... og Olgeir tók myndir af fuglinum...

... og Ásta H... sem er einn besti ljósmyndari klúbbsins...

Jú, það var ekki mikið pláss þarna uppi...

Hjörtur stóð eins og klettur utan í hamrinum þar sem hvíti, stutti kaðallinn var...

... og það var gott að hafa hann svona þegar maður var að komast niður erfiðasta hjallann...

... þó ekki væri nema til að hlæja aðeins á verstu augnablikunum... :-)

Við hin biðum bara róleg og... veit ekki alveg hvernig Jóni Tryggva gat fundist þetta þægilegur staður til að slaka á...

... því brattinn var alveg að setja mann í viðbragðsstöðu þar til  maður væri allavega kominn þarna niður...

Bjarnarhafnarfjall þarna lengra aðeins í skýjunum vinstra megin...

Magnaður staður til að bíða...

Sjá menn komna niður efsta bandið og einhverjir að fara niður langa bandið vinstra megin...

Jón Tryggvi er einn af lofthræðslulausum félögum klúbbsins...

... þetta var góð blanda af slíkum öruggur einstaklingum með nokkra minna örugga sem nutu góðs af þessum þeim...

Helgrindur alveg að fara að sýna sig... ekki spurning að fara upp hérna megin næst !

Það var helst að passa að ná vel í bláa bandið eftir að því hvíta sleppti...

... svo var þetta ekkert mál...

... en sumum fannst vont að fara niður á bláa kaðlinum...

... á meðan aðrir flæktu þessu hvíta eitthvað fyrir sér...

... en allt tókst það í rólegheitunum...

.... og í raun lítið mál þegar neðar var komið...

... enn öðrum fannst gott að nýta kaðalinn alla leið niður á hrygginn...

... en það var samt ekkert mál að klöngrast bara í rólegheitunum þarna niður...

Síðustu menn rólegir og flestum fannst léttara að fara niður en upp...

... enda gekk þetta eins og í sögu...

... og mun fljótar fyrir sig en við áttum von á...

Ekkert mál að sleppa t. d. langa kaðlinum og taka náttúrutröppurnar hér niður og svo kaðalinn bara í restina...

... eins og sumir gerðu til að flýta fyrir...

Litið niður af bandi tvö...

Fínn slóði en farinn að sleipast aðeins til og ekki góður í bleytu...

Þetta var ansi bratt og best að fara varlega...

Síðasti kaflinn í langa bandinu þar sem best var að nota kaðalinn...

Svo var þetta bara létt klöngur niður...

Stígarnir allt í einu furðu léttir og öruggir...

... eftir allt kaðlaklöngrið...

Þröskuldurinn greinilega aðeins tilfærður...

... og við vorum pollróleg á niðurleiðinni...

... og himinlifandi með að hafa tekist þetta loksins og það öll sem eitt ! :-)

Stígurinn vel merkjanlegur séð neðan frá...

... og fuglinn með okkur langleiðina niður...

Hópurinn þéttur ofan við neðsta kaðalinn...

Fuglinn var í rómantíkinni...

Jú, þetta var múkki en ekki rita...

En neðsti kaðallinn gekk líka glimrandi vel niður...

... þó bratt væri...

... því við vorum bara að skemmta okkur...

... þetta var skref fyrir skref niður í klettatröppum...

... og alltaf fínn staður til að stíga í...

... ef maður kom auga á hann...

Höfðinginn að pósa fyrir myndatökumanninn...

... hann Olgeir sem tók myndir af öllum í neðsta kaðlinum og birti á fésbókinni...
... en síðasta myndin var sjálfa með Hirti á mynd :-)

Þetta var ekki svo slæmt litið upp í mót...

Þarna söfnuðust menn saman eftir að hafa lifað neðsta kaðalinn af... :-)

... og nutu útsýnisins...

Guðmundur Hjartarson fer hér með í heiðursmannahóp Toppfara
ásamt öðrum mögnuðum leiðsögumönnum sem farið hafa með okkur á ótrúlegustu slóðir um allan heim...
og er velkominn hvenær sem er í göngu með okkur...
... kannski okkur takist að bjóða honum á Helgrindur hinum megin á afmælisárinu 2017...?

Sólin var búin að taka öll völd og við vorum orðin værukær...

Þetta var yndislegt...

Klettahjallabrekkan þar sem helst er að týna slóð...

 

... en við héldum hópinn og mundum eftir því hvernig leiðin lá...

 ...sem er gott að gera ef maður er á leið upp til að villast ekki...

Sumir styttu sér leið eins og Hjörtur mælti með sem gerir þetta villugjarnt ef menn vita ekkert hvar þeir eiga að fara...

... en undirlagið var traust og fínt...

Við lækkuðum okkur óðum...

... og nutum þess að láta sólina baka okkur í framan...

Litið til baka upp eftir...

Hjörtur var alveg slakur og ekkert að flýta sér...

... en fljótlega fór að greiðast úr hópnum...

... þar sem síðustu menn hættu að sjá þá fyrstu...

... og leiðsögumaðurinn var farinn að fylgja okkur eftirlegukindunum..

... því þetta var ótrúlega drjúgt niður...

... en við spjölluðum saman og náðum í skottið á hinum svona endrum og eins...

Ótrúlega mikið klöngur en dúndurgaman...

... enda gjöful leið og mun skemmtilegri en maður átti von á...

... og það var allt rætt...

... og allt reynt til að fá Hjört með okkur á fjall einn daginn...

... t. d. á Bjarnarhafnarfjall, Helgrindur, Eyrarfjall og öll hin sem við eigum enn eftir á þessu svæði...

Já, við hættum ekki fyrr en við erum búin með þau öll !

Síðasti kaflinn var hlægilega léttur eftir brattann...

... og við bókstaflega gengum inn í tístandi sumarilminn...

... og rósemd sveitarinnar...

Hálsaból fjölskyldunnar hans Hjartar...

Magnað fjall sem kærkomið var að fá í safnið...

Við tókum okkur langa og notalega nestispásu eftir gönguna...

... og létum tímann standa í stað...

... ekkert stress með bæjarferð þó tíminn væri samt floginn frá okkur...

Guðmundur og Þórunn tóku á móti okkur þegar við lentum á láglendinu og var sérlega gaman að spjalla við þau en þau
en í framhaldi sögðust þau vera með heita kjötsúpu á katlinum ef einhvern langaði í
en þá voru flestir búnir að borða og ætluðu í sund eða beint í bæinn svo við urðum að afþakka... en sáum alltaf eftir því...

Öðlingsfólk og einstakt að hafa fengið svona fallegar móttökur frá þeim...

Helgrindur loksins að sýna sig en þær hreinsuðust alveg þegar við vorum að keyra úr hlaði...

Yngsti og elsti göngumaður á Kirkjufelli?

Kristófer Hjartarson, sonur leiðsögumannsins sem gekk 7 ára á Kirkjufellið í hitteðfyrra (í sama leiðangri og Gerður Jens var í)
og Björn Matt okkar sem er tæplega 75,6 ára en Hjörtur leiðsögumaður veit ekki til þess að nokkur eldri hafi sigrað fjallið?
... endilega sendið mér línu ef þið vitið betur !

Já, vá, við gengum þarna upp stefnið sitt hvoru megin og svo efst upp kaðalinn...

... úff, þetta var fallegt og flott og sætasti sigur sem gefst...

Alls 5,3 - 6,1 km eftir því hvað menn voru mikið að þvælast í 4:56 - 5:21 klst.
upp í 463 m hæð (gps-tækið mældi 486 m sem er ekki rétt!)
með alls hækkun upp á um 430 m miðað við 41 m upphafshæð.

Innilega til hamingju með sigurinn og hjartansþakkir fyrir einstaklega góða samveru þennan dag,
þetta var geggjað gaman, hríslandi sætur sigur og dásamleg samvera :-)
Margir að taka á stóra sínum og aðrir að njóta þess að leika sér að þessu enda öllu vanir :-)
... þetta reif aaaaaaðeins í... og togar í suma ansi mikið til að fara aftur... sem er ótrúlegt ! ...
 en samt ekki skrítið, þetta var einfaldlega GEGGJAÐ ! :-)

Sjá ljósmyndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/104852899400896203617/T120Kirkjufell060615
Sjá magnaðar myndir leiðangursmanna á fésbók.