Tindferð 112
Grunnbúðir Everest og Kala Pattar í Nepal
11. - 18. október 2014

I. Fyrsti ferðahluti af þremur
Undirbúningurinn - ferðalagið út og fyrstu tveir göngudagarnir
Reykjavík - Abu Dhabi - Kathmandu - Lukla 2886m - Phakding 2640m- Namche Bazaar 3440m
Janúar 2013 til 14. október 2014

Sjá II. ferðahluta:  http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp2_161014.htm
Sjá III. ferðahluta:
http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp3_211014.htm

Grunnbúðir Everest í Nepal
á hrikalega stórbrotinni gönguleið
í tignarlegasta fjalla-landslagi nokkurn tíma í sögu Toppfara


Þórey, Kári, Guðmundur, Katrín, Hjölli, Steinunn, Jóhann ísfeld, Guðrún Helga, Rósa, Arnar, Gylfi, Sam annar leiðsögumaður, Jón, Valla og Anton.
Örn, Jóhanna Fríða, Doddi og Bára en á mynd vantar Rishi aðalleiðsögumann, Ambir bryta og Santi Ram burðarmann.

Átján Toppfarar náðu markmiði sínu og gengu alla leið upp í Grunnbúðir Everest í 5.364 m hæð og nok betur (5.643 m)
í 12 daga gönguferð í Nepal dagana 11. - 18. október...
í frábæru veðri og skyggni allan tímann...
og einstökum félagsskap þar sem gleði og samstaða réði ríkjum á krefjandi en stórfenglegri leið...


Mynd fengin að láni frá Gylfa af fésbókinni - tekin úr gljúfri Mjólkurárinnar sem við þræddum okkur upp eftir með fjöllin yfirgnæfandi...
hér sjálft Ama Damlam sem tveir Íslendingar hafa reynt að ganga á og annar komst alla leið: 
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1165944/ 
og
http://eyjan.pressan.is/frettir/2007/09/23/%C3%A6tla-a%C3%B0-klifa-abu-dalam-endanlegt-takmark-margra-fjallamanna/
Bloggið þeirra: http://amadablam.blog.is/blog/amadablam/ - mjög áhugavert þar sem við þekkjum núna leiðina
og staðina sem þeir eru á
og skiljum betur vanlíðanina, veðrið, aðstæðurnar, matinn... :-)

Hjartansþakkir öll fyrir stórfenglegt ævintýri í frábærum félagsskap...

Hér kemur ferðasagan í þremur hlutum:

I. hluti: Undirbúningur, ferðalagið gegnum Abu Dhabi, Kathmandu og Lukla og fyrstu tveir göngudagarnir upp í Namche Bazaar í 3.440 m..
II. hluti: Göngudagar þrjú til sjö frá Namche Bazaar 4330m, Tyangboche 3867m, Dingboche 4260m upp í Lobuche í 4930m.
III. hluti: Göngudagar átta til tólf frá Lobuche 4390m til Everest Base Camp 5486, Gorakshep 5.180m, Kala Pattar 5643m
og til baka í Lukla, Kathmandu og Íslands með eftirmálum.

----------------------------------------------

1. hluti

Endanleg ákvörðunin um að ganga í Grunnbúðir Everest var tekin í janúar 2013 að undangenginni kynningu hjá Ítferðum þar sem Kristjana Baldursdóttir hélt fyrirlestur um þá leið... og Hannibal um gönguleiðina um Annapurna en hann hafði ekki sjálfur farið þá leið og þar sem  Hjördís Hilmarsdóttir, fararstjóri í þeirri ferð átti ekki heimangengt frá Egilsstöðum tók hann að sér kynninguna... en Kristjana hafði verið fararstjóri í Everest Base Camp ferðinni og því náði hún að smita okkur af hrífandi fyrirlestri, lýsingum og myndum og nánast allir völdu Grunnbúðirnar frekar en Annapurna að lokinni kynningunni...

Sjá ferðasögu Kristjönu í tímaritinu Útiveru 2tbl 2012 sem birt er á síðu Ítferða:
http://itferdir.is/skrar/36-45_NEPAL.pdf

Sem betur fer náði hún því... það er alltaf hægt að ganga um Annapurna svæðið ef menn vilja fara aftur til Nepal...
því ennþá, núna í mars og apríl 2016 þegar skrif þessarar ferðasögu er loksins að ljúka
er það enn að koma í ljós hvílíkt lán það var að hafa farið í þessa gönguleið að hæsta fjalli heims
á þessum tímapunkti í sögunni...

https://www.youtube.com/watch?v=awxtKYQ0Hi8

... því gönguleiðin átti eftir að koma oft við sögu í alheimsfréttum næstu mánuðina á undan og eftir okkar ferð...
hörmulegar náttúruhamfarir á svæðinu vorið 2014 og 2015 þar sem göngumenn og sjerpar létu lífið og aðgengi að fjallinu skaðaðist mánuðum saman
að ekki sé talað um aðstæður, afkomu og lífskjör Nepalbúanna sem okkur stóð alls ekki á sama um
eftir að hafa kynnst þeim og notið gestrisni þeirra og þjónustulundar við erfiðar aðstæður alla leið upp í rúmlega 5.600 m hæð...

http://ngm.nationalgeographic.com/2014/11/sherpas/brown-text?utm_source=Facebook&utm_medium=Social&utm_content=link_fb20141030ngm-sherpas&utm_campaign=Content&sf5506787=1

... fyrir utan hvað það gaf okkur mikið að geta samsamað sig við stórmyndina hans Baltasars Kormáks um slysið á Everest 1996... og bara allar Everest ferðasögur af Íslendingunum sex sem nú hafa alls farið á þetta hæsta fjall heims... fyrst þremenningana 1997... NB ári eftir Everest-slysið... svo Harald Örn... og loks Ingólf Geir Gissurarson og Leifur Örn Svavarsson sem gengu báðir á tindinn hálfu öðru ári á undan okkar ferð...

https://www.youtube.com/watch?v=T9lwb6H0evM

...og loks Vilborgu Örnu og Ingólfi Axelssyni sem reyndu tvö ár í röð að ganga á Everest, 2014 og 2015 en urðu frá að hverfa í bæði skiptin vegna mannskæðs snjóflóðs vorið 2014 og öflugs jarðskjálfta vorið 2015... eða á nákvæmlega sama tíma og veðurglugginn gefst til að sigra þennan tind í maí á hverju ári...
sláandi mikil tilviljun og sannarlega hróp fjallsins á að nú þurfi menn að endurskoða nálgun sína og virðingu fyrir þessum hæsta punkti jarðar...
... fyrir ritara þessarar ferðasögu er það allavega alveg klárt... þarna var náttúran að tjá sig og okkur ber að hlusta...

http://www.vilborg.is/ og http://ingoax.is/


Mynd frá Ingólfi Geir af göngunni upp í Grunnbúðirnar 2013.

------------------------------------------------------

Andlegur undirbúningur fyrir ferðina hófst í janúar 2013 og formlegur svo haustið 2013...
þegar rétt rúmt ár var fram að ferð (tekið af undirbúningssíðunni sem var á www.toppfarar.is fyrir ferðina
þar sem sjá má hvernig við undirbjuggum alla hluti og menn skráðu sig og afskráðu þar til endanlegur leiðangursmannalisti fór að birtast
Appelsínugula letrið er af undirbúningssíðunni og núverandi frásögn er gulari eins og þessi :-)
Set þetta inn sem formála fyrir þessa ferðasögu því hann var svo umfangsmikill
og hjálpar um leið þeim sem ætla þessa gönguleið...

Við mælum hundrað prósent með henni...
þarna rísa ekki bara hæstu fjöll í heimi heldur klárlega þau fegurstu líka og að ganga að hæsta fjalli jarðar
gegnum djúpa og þrönga dali þar sem nánast ekkert sléttlendi er alla leið... er algerlega lygilegt að hafa gert...
enda staldrar maður oft við myndirnar og trúir því ekki að þær séu sannar...

Undirbúningurinn af vefsíðunni á sínum tíma:

Október 2013:
Hér með hefst formleg þjálfun fyrir Nepal-ferðina innan klúbbsins.
Við skiptum æfingatímabilinu upp í tólf mánuði þar sem við beinum athyglinni að einum þætti í hverjum mánuði
þó auðvitað þurfi oft að huga að nokkrum í einu fram að ferð.


Nepal-þema október-mánaðar (1/12) er ÞJÁLFUN: 

1. Líkamleg:
     -Fjallganga x 1 í viku eða oftar.
     -Önnur hreyfing með eftir smekk – krossþjálfun: Skokk, ganga, sund, spinning, ræktin, skíði, golf... allt telur.
     -Því reglulegri hreyfing yfir vikuna því betra, þ. e. að hreyfa sig eitthvað/æfa annað hvern dag í viku er ágætis grunnviðmið.

     2. Andleg:
     -Skráum niður alla hreyfingu í kílómetrum, klukkustundum og á annan hátt eins og við á fyrir hverja hreyfingu.
     -
Söfnum saman öllum kílómetrum, klukkustundum, hækkunum etc eins og við á í excel-skjal eða á www.endomondo.com eða álíka.
     -Verður forvitnilegt að sjá t. d. hversu margir kílómetrar eða hækkanir í metrum eru að baki eftir eins árs æfingatímabil.
     -
Náum við 8.848 m Everesthæðinni fyrir Nepal ? J
     -Deilum þessu til hinna leiðangursmanna til að hvetja hvert annað og halda okkur við efnið – því betur æfð, því betur njótum við ferðarinnar.
     -Tölfræðileg skráning á þjálfunartímabili virkar mjög vel til hvatningar og aðhalds fyrir alla aðila þegar æft er sem hópur fyrir ákveðið markmið.


3. Veðurfarslega: Mæta í öllum veðrum og venjast öllum veðrum því við fáum allan pakkann í Nepal, byrjum í hlýju veðri fyrstu dagana en endum í 5600 m hæð í frosti og jafnvel snjó.

     4.  Búnaðarlega: Æfa búnaðinn vel með því að ganga í því sem ætlunin er að fara með til Nepal; skór, föt, svefnpoki, dýna, bakpoki, vettlingar, sólgleraugu, nasl á göngu... allt skiptir máli.

5.  5. Félagslega: Mæta vel með Toppförum. Því betur sem við þekkjum hvert annað, því betur njótum við þess að vera saman. Þetta skiptir ekki síður máli en að æfa líkamann, sálina og búnaðinn.

*Október 2013: Þjálfun, matur/næring, aðbúnaður, grunnþarfir, lyf, bólusetningar, göngubúnaður, annar farangur, landslagið/gönguleiðin, lesefni/sjónvarpsefni, Nepal/sherpa-menningin, háfjallaveiki, samvinna/tillitssemi o.s.frv... eru allt þættir sem fá sitt pláss í þessum tólf þemum ferðarinnar næsta árið. Deilum forvitnilegum vefsíðum, góðum ráðum sem við höfum lært, lesið eða heyrt.

*Ágúst 2013: Sjá breytingar á þátttakendalista þar sem þrír færðu sig yfir á biðlistann og einn hætti við.
 Þar með komust fjórir af biðlista inn í ferðina. Gengið verður frá flugmiðum í lok október (alltaf miðað við heimferðardag við pöntun).

*Apríl 2013: Sjá skemmtilega og forvitnilega vefsíðu íslensku Everestfaranna vorið 2013: http://www.everest2013.is/

*Apríl 2013: Jóhanna Fríða sendi þessa vefsíðuslóð:
http://visir.is/tokur-a-stormynd-baltasars-hefjast-i-sumar----nenni-ekki-ad-hafa-vaelandi-breta-uppi-a-jokli-/article/2013130229609

*Apríl 2013: Alls eru 21 manns skráðir í þessa ferð með greiddu staðfestingargjaldi að meðtöldum þjálfurum og laust eitt sæti:
Ingi og Heiðrún, Jóhann Ísfeld og Steinunn Sn., Jóhanna Fríða, Kári og Þórey, Rósa, Valla og Jón, Hjölli, Anton,
Aðalheiður E., Örn A., Guðrún Helga og Arnar, Guðmundur og Katrín, Doddi.

*Febrúar 2013: Greiða þarf staðfestingargjald kr. 50.000  fyrir 2. apríl til að staðfesta pantað pláss í ferðinni.
Eftir það bjóðast laus sæti til þeirra sem eru á biðlista (sjá tölvupóst)... og svo er bara að byrja að safna...

Nepal-þema nóvember-mánaðar (2/12) er BÚNAÐUR:

Equipment required for Everest Base Camp Trekking - frá tengiliðum okkar í Nepal: 

- Lightweight walking boots, spare laces
- Sleeping bag and down Jacket (rated to around minus 5 degree Celsius temperature)
- A rain proof jacket with hood or Punchoo
- Trekking pole
- Fleece jacket or woolen sweater
- Thermal underwear
- Sun-hat
- One pair of sandals
- 2 pairs of thin and 2 pairs of thick woolen socks
- Personal medical supplies (first aid kits)
- Flash light
- Toiletries with towels
- Sunglasses
- Suntan cream
- Lip guard
- Water bottle
- Daypack
- Rucksack for porter
- Things of your personal interest

Búnaðarlisti unninn upp úr bókinni "Everest - A Trekking Guide"  - uppkast/endurskoða?:

1. Fatnaður:

  • - Góðir vel til gengnir gönguskór (búið að ganga á þeim í löngum göngum).

  • - Opnir sandalar (teva eða álíka) til að hvíla fætur í á kvöldin í skálunum.

  • - Dúnúlpa eða þykk primaloft úlpa - misjafnt hversu kuldsæknir menn eru. Kannski dugar primaloft með ullarpeysu?

  • - Hlífðarjakki og hlífðarbuxur 3ja laga.

  • - Þykk flíspeysa eða álíka eða ullarpeysa - mælum með ullarpeysu, ullin er best.

  • - 1-2 göngubuxur - sem hægt er að renna af skálmum eða stuttbuxur með.

  • - 1-3 síðerma göngubolir. Dry-fit eða ull eða álíka.

  • - 1-3 stutterma göngubolir. Dry-fot eða ull eða álíka.

  • - Þrennir göngusokkar til skiptanna. Þunnir og þykkir og úr ull eða ekki eftir smekk. Best að hafa allar gerðir til að skipta eftir hitastigi.

  • - Ullarnærföt- buxur og síðerma/stutterma-bolur - fyrir köldustu göngudagana og næturnar í skálunum sem geta verið kaldar.

  • - Vettlingar, þunnir léttir fyrir heitari daga og svo hlýrri (belgvettlinga) fyrir köldustu dagana í mestri hæð.

  • - Höfuðfat - bæði létt og svo hlýtt fyrir köldustu dagana.

  • - Hatt til að verjast sól?

2. Annar farangur:

  • - Bakpoki - dagpoki nægir þar sem við erum með burðarmenn til að gera hámark 20 kg fyrir tvo (hámark 10 kg á mann).

  • - Sjópoka eða góðan poka fyrir farangurinn sem burðarmaðurinn heldur á fyrir hvern og einn (tveir geta sameinast um einn).

  • - Göngustafir - ef menn eru vanir þeim.

  • - Dúnsvefnpoki - 4 seasons+ - sem þolir talsvert frost.

  • - Dýnuhlíf eða lak eða álíka til að setja á dýnuna í skálanum undir svefnpokann.

  • - Vatnsflaska sem þolir sjóðandi heitt vatn úr skálanum.

  • - Höfuðljós + aukabatterí - fyrir kvöldin og næturna - til að fara á wc ofl.

  • - Viðgerðasett / saumasett - til að gera við ef eitthvað gefur sig í búnaði (tölur, rennilásar ofl).

  • - Sjúkrabúnaður - hælsærisplástur, venjulegur plástur, vaselín, græðandi krem ofl. - nauðsynlegt að allir séu með lágmarksbúnað fyrir sig.

  • - Vasahníf - gott að hafa smá tól og tæki ef eitthvað gerist (nóg að nokkrir séu með).

  • - Sólgleraugu og sólarvörn.

  • - Lítið handklæði, tannbursta og snyrtidót eftir smekk.

  • - Peningabelti eða góða vasa fyrir peninga, flugmiða, vegabréf og önnur verðmæti.

  • - Kort af gönguleiðinni og annað lesefni um svæðið - gefandi að lesa sér til á undan og glugga í bækur/kort í lok hvers dags.

  • - Wc-pappír og kveikjara - til að skilja ekkert eftir sig á víðavangi ef ekki er komist á wc - gott að hafa alltaf pappír þó farið sé á wc.

  • - Vegabréf, afrit af vegabréfi, flugmiðar ofl.

  • - Lítinn hengilás til að læsa herbergi í skálunum (mælt með þessu í bókinni).

3. Valkvætt:

  • - Myndavél, batterí og hleðslubatterí og varaminnisdisk (tökum mikið af myndum í langri stórbrotinni ferð).

  • - Dýna - til að setja aukalega ofan á þær sem eru í skálunum sem geta verið þunnar sums staðar.

  • - Plastpokar með rennilás til að pakka öllum farangri inn í ofan í bakpokanum (góð regla til að halda öllu þurru og aðskilja farangurinn).

  • - Kíkir.

  • - Regnslá eða regnhlíf - getur verið ansi heppilegt ef smá skúr til að skutla yfir sig rétt á meðan frekar en að þurfa að klæða sig í og úr.

  • - Minnisbók og penni.

  • - Gps, hæðarmælir, hitamælir ofl.

Bólusetningar og lyf eru ekki þeman fyrr en eftir áramót ...en panta þarf tímanlega tíma:
Ég talaði við lækni Göngudeildar sóttvarna sem er til húsa að Þönglabakka 1 á 2. Hæð (Læknasetrið er á 3. Hæð).
Fyrir Nepal þarf barnabólusetningar; mænuveiki, stífkrampi og barnaveiki og svo taugaveiki og lifrarbólgu A og B (ef menn hafa ekki þegar fengið þetta).
Bólusetja þarf lifrarbólguna þrisvar á 6 mánaða tímabili og best að ná þeim öllum fyrir ferð ef menn geta, en annars í lagi að fá síðustu eftir ferð.
Mælum með að panta fljótlega tíma hjá Göngudeild sóttvarna til að fá tíma í jan/feb eða síðasta lagi mars - síminn er 585-1300.
Menn geta líka farið á sína eigin heilsugæslustöð en það er reynsla okkar eftir Perúferðina að ódýrasta og vandaðasta þjónustan var á Þönglabakkanum.
Í  þessari heimsókn er best að hver og einn fái ráð með þau lyf sem hann vill taka með í ferðina – þjálfarar geta ekki verið með lyf fyrir allan hópinn.

Nepalþema desembermánaðar (3/12)
er lesefn
i, sjónvarpsefni, myndbönd etc um Nepal, Everest og Grunnbúðirnar:

Lesefni:

*Bókin um ævisögu Edmunds Hillary - fyrsta mannsins á topp Everest, margt gott um Nepal ofl hér.
*Bókin Into Thin air - Á fjalli lífs og dauða, mögnuð bók.
*Og seinni bókin "The Climb" eftir Rússann Anatoly Boukrev þar sem hann svarar Krakauer sem skrifaði Into Thin Air
(og sem átti eftir að vera mjög ósáttur við afgreiðslu á sjálfum sér í mynd Baltasars Kormáks enda gagnrýndi hann hana mikið
þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum).

Sjónvarpsefni:
*Þáttasería frá Discovery Channel um leiðangur á Everest á YouTube og margir fleiri þættir og myndir á veraldarvefnum.

Vefsíðurnar sem við skoðuðum meðal annarra fyrir ferðina:

Vefsíður:

Veðrið á Everest base camp leiðinni:
http://www.privateexpeditions.co/himalaya/himalaya_weather.asp

Gönguleiðin í grunnbúðir Everest:
http://wikitravel.org/en/Everest_Base_Camp_Trek

Fjallgöngusaga Everest:
http://en.wikipedia.org/wiki/Timeline_of_climbing_Mount_Everest

Góð ráð frá hjónum sem gengu þessa leið:
http://theplanetd.com/tips-for-trekking-to-everest-base-camp/

Ráðleggingar reyndrar fjallakonu í Nepal á búnaði o.fl:
http://www.alliepepper.com

... og myndbönd hennar um búnað fyrir Everest Base camp í fjórum hlutum:

1. Skór, dýna og svefnpoki:
http://www.youtube.com/watch?v=IqEhwF6W-VE

2. Göngufötin að ofan og neðan:
http://www.youtube.com/watch?v=XMC4GmW4IcM

Ráðleggingar varðandi þjálfun fyrir þessa göngu ofl:
http://www.tripadvisor.com/ShowTopic-g1207738-i19967-k6342425-Everest_Base_Camp_trekking_tips-Khumbu_Sagarmatha_Zone_Eastern_Region.html

Magnað myndband af Everest Base Camp alla leið með fjallasýninni og fólkinu á leiðinn.
Hvílíkar stórkostlegar ljósmyndir...: http://www.youtube.com/watch?v=FA6HWAllHMA

Einn sem gekk einsamall þessa leið með einum leiðsögumanni - myndband af allari ferðinni á 44 mín:
http://www.youtube.com/watch?v=6QmugVktvpM

Tíu hættulegustu flugvellir í heimi - Lukla er þar efst á listanum:
http://www.youtube.com/watch?v=UFzrNAU3Szo

Leiðin í myndum:
http://www.youtube.com/watch?v=zGF7_rxqdig

Góð ráð frá vönum um göngu í þunnu háfjallalofti sem Guðmundur Víðir sendi - allir verða að lesa þetta:
http://themountaincompany.blogspot.com/2011/01/tips-and-advice-for-successful-trek-to.html

Vef-bækur til að hlaða niður um háfjallaloftslag frá Guðmundir Víði:
http://medex.org.uk/medex_book/about_book.php

Gott myndband sem Jóhann Ísfeld sendi á fésbókina:
http://www.youtube.com/watch?v=zAnLZ-_M2bY

Sjá umfjöllun um Nepalferð íslenskrar fjölskyldu um Annapurna leiðina með Ítferðum í Sunnudagsmogganum þann 20. janúar 2013:
www.mbl.is

Sjá fallegt myndband um gönguleiðina frá einum göngumanni: http://www.youtube.com/watch?v=FA6HWAllHMA

Og hér er dæmi um lesefni frá Amazon – bók sem Katrín lánaði þjálfara og er heillandi skemmtileg enda skrifuð af mikilli ástríðu fyrir landi og þjóð:
http://www.amazon.com/Everest-Trekkers-Trekking-routes-Cicerone/dp/1852846801/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1385996734&sr=8-1&keywords=everest+a+trekkers+guide+cicerone

Endilega deilum öllu áhugaverðu sem við rekumst á, lesum eða horfum á, á fésbókarsíðu Nepalferðarinnar:
https://www.facebook.com/groups/519997538061154/?fref=ts

Ein af mörgum MUST READ bókum fyrir ferðina:
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=287656398025822&set=a.256734734451322.1073741828.256369974487798&type=1&comment_id=411624&offset=0&total_comments=7

*Frá Dodda af fésbók: Fyrir Everest fara og alla sem eru búnir að lesa bókina Into Thin Air
þá er bókin The Climb eftir Anatoli Boukreev og G. Weston DeWalt mjög fróðleg lesning.
Já, það var gott að hann minnti á seinni bókina því hún gaf öðruvísi upplýsingar
og innsýn inn í þá erfiðleika að segja svona sögu af þessum hörmungum þar sem margir koma við sögu
og hver og einn upplifir atburðina á sinn hátt.

     *Fylgjumst með Vilborgu Örnu og Ingólfi Axels Akureyringi kljást við Everest.
Lesum um fyrri ferðir á Everest og vitum allt um söguna sem Baltasar er að kvikmynda um slysið á Everest 1996.

Nepalþema janúarmánaðar er landslagið og leiðin (4/12):

Sjá mögnuð myndbönd á youtube, í bókum etc.

H  Hér koma uppfærðar upplýsingar um flugið til Nepal 2014:
Sem sé Keflavík-London-AbuDabi-Kathmandu eða þrjú flug á áfangastað í Nepal: 
Farið laugardaginn 11. október og komið heim þriðjudaginn 28. október.

  •    FI 450 L 11OCT 6 KEFLHR HK6  0740 1145  11OCT  E  FI/2IPDIQ                

  •    EY 020 L 11OCT 6*LHRAUH HK6  1450 0050  12OCT  E  EY/FLNSSD                

  •    EY 292 L 12OCT 7*AUHKTM HK6  1355 2005  12OCT  E  EY/FLNSSD                

  •    EY 293 V 27OCT 1*KTMAUH HK6  2030 0010  28OCT  E  EY/FLNSSD                

  •    EY 019 V 28OCT 2*AUHLHR HK6  0830 1225  28OCT  E  EY/FLNSSD                

  •    FI 455 L 28OCT 2 LHRKEF HK6  2035 2335  28OCT  E  FI/2IPDIQ  

    Flogið verður með Icelandair og Ethihad Airways.
    Fáum gistingu í Abu Dhabi á nóttunni á leið út með flutningi til of frá flugvelli og máltíð þar sem flugtímum var breytt með 13 klst. stoppi í Abu Dhabi.

Jóhannes, Ásta Guðrún og Björn og Ástríður hættu því miður við ferðina en Doddi (Þórarinn tók plássið hans Jóhannesar. Þar sem greiða þurfti 200þús inn á flugmiðann þessa sömu helgi og þau hættu við, varð að fækka í ferðinni um tvö sæti, úr 24 manns í 22 manns að meðtöldum okkur þjálfurum/fararstjórum og því er eingöngu laust eitt pláss í ferðinni - Gylfi bættist svo við ferðina tveimur dögum síðar og því er uppselt í ferðina eins og staðan er núna 23/1 2014 - sjá nafnalistann uppfærðan hér:

  1. Ms. Bara Agnes Ketilsdottir
  2. Mr. Orn Gunnarsson
  3. Mr. Thorarinn Thorarinsson
  4. Ms. Johanna Frida Dalkvist-Gudjonsdottir
  5. Ms. Steinunn Snorradottir
  6. Mr. Johann Isfeld Reynisson
  7. Mr. Gudmundur Jon Jonsson
  8. Ms. Gudrun Katrin Kjartansdottir
  9. Mr. Kari Runar Johannsson
  10. Ms. Thorey Jonsdottir
  11. Ms. Rosa Fridriksdottir
  12. Mr. Ingolfur Hafsteinnson
  13. Ms. Heidrun Hannesdottir
  14. Mr. Hjorleifur Kristinsson
  15. Mr. Anton Kristinsson
  16. Mr. Jon Steingrimsson
  17. Ms. Valgerdur Lisa Sigurdardottir
  18. Ms. Adalheidur Eiriksdottir
  19. Mr. Orn Alexandersson
  20. Ms. Gudrun Helga Kristjansdottir
  21. Mr. Arnar Thorsteinsson
    Mr. Gylfi Thor Gylfason.

Steinunn deildi þessum nepölsku orðum sem við ætlum auðvitað að læra og nota í ferðinni ;-) :

Hello - Namaste / Namaskar [more respect]
Good Morning - Subha Bihani

Good Night - Shuva Ratri
How are you? - Tapailai Kasto Chha?
I am fine - Malai Thik Chha
Thank you - Dhanyabad
I'm sorry - Malai maaf garnuhos [high respect] gara [medium respect]
See you again - Pheri bhetaulaa
See you later - Pachhi bhetaula
I don't know - Malai thaha chaina
I do not understand - Maile bujhna sakina
Please speak slowly - Kripayaa bistarai bolnuhos [high respect], bola [medium respect]
Please repeat again - Kripaya pheri bhannuhos [high respect], bhana [medium respect]
I like it - Malai yo manparyo
I do not like this - Malai yo manparena
What is your name? - Tapaiko [high respect] timro [medium respect] naam ke ho?
My name is ------------ - Mero Naam ...............ho
How much does it cost? - Yesko kati rupaiyan parchha?
It's very expensive - Yo dherai mahango bhayo
I will buy it - Ma yo kinchhu
How to go to? - ma kasari jane?
Which is the trail to ? - jane bato kata bata ho?
What? - Ke?
Who? - Ko?
When? - Kahile?
Where? - Kahaa?
Why? - Kina?
How? - Kasari?

Nepalþema febrúar eru bólusetningar og lyf (5/12):

Mælum með Göngudeild sóttvarna: http://ja.is/heilsugaeslur-hofudborgarsvaedisins/?nameid=1410879

Fyrir Nepal þarf barnabólusetningar; mænuveiki, stífkrampi og barnaveiki og svo taugaveiki og lifrarbólgu A og B (ef menn hafa ekki þegar fengið þetta). Bólusetja þarf lifrarbólguna þrisvar á 6 mánaða tímabili og best að ná þeim öllum fyrir ferð ef menn geta, en annars í lagi að fá síðustu eftir f
erð.

Menn geta líka farið á sína eigin heilsugæslustöð en það er reynsla okkar eftir Perúferðina að ódýrasta og vandaðasta þjónustan var á Göngudeildinni Þönglabakkanum. Passið að villast ekki inn á Ferðavernd sem er einkarekið og dýrara en þau eru líka á Þönglabakkanum í sama húsi og sama inngangi meira að segja!

Frábær þjónusta þarna, gott að fá upplýsingar um háfjallaveiki og ráðleggingar um nauðsynleg lyf og ávísun á þau lyf sem þið þurfið; lágmark að hafa verkjalyf (parasetamól), bólgueyðandi (ibufen eða álíka), niðurgangsstoppandi (Imodium) - sem öll fást án lyfseðils og svo breiðvirk sýklalyf sem þarf gegnum lyfseðil læknis. Til viðbótar mælum við og með ofnæmislyfi ef menn eru gjarnir á slíkt (þekkið það best sjálf), Nezeril eða álíka ef menn eru gjarnir á nefstíflur eða kvef (best að fá ráðleggingar í apoteki, breytast svo hratt þessi lyf) og loks svefnlyf sem þarf ávísun frá lækninum hjá Sóttvörnum. Við notuðum mörg svefnlyf í Perú þar sem sofið er við frekar erfiðar aðstæður og vorum mjög fegin að hafa þennan möguleika, því við steinsváfum gegnum allt og vöknuðum alltar úthvíld, en NB sumir tóku ekki nein svefnlyf og sváfu ágætlega eins og Örn ofl. og því þarf hver og einn að meta þetta sjálfur.

Nepalþema mars er Sherparnir og menning þeirra (6/12):

-Hvaða þjóð lifir í fjöllum Himalaya og starfar m. a. við leiðsögn og burð vestrænna göngumanna?
-Hvað getum við gert til að gera kynni okkar af þessari þjóð sem sterkasta?
-Hvað eigum við að taka eitthvað með okkur hvert og eitt og skilja eftir / gefa þeim þegar við yfirgefum landið?
-Þjálfari stingur m. a. upp á að við prjónum, saumum eða skreytum okkur á einhvern hátt með Nepölsku bæna- eða fánalitunum til að votta okkar virðingu fyrir þeirra menningu, koma þeim á óvart og gleðja... gera eitthvað annað og meira en aðrir ferðamenn sem koma þarna :-)
-Endilega koma með aðrar hugmyndir.
-Þar sem sterk prjónamenning er í Toppförum og miklar prjónakonur er ráð að prjóna eins og eitt pils, húfu, vettlinga, buff eða álíka í Nepölsku bæna- eða fánalitunum... hver og einn skapar sína flík svo fjölbreytnin verður mikil skemmtun fyrir okkur öll :-)

Sjá nepölsku fánalitina til að fá hugljómun kæru prjónakonur:
https://www.google.is/search?q=nepal+prayer+flags&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=XYwZU7HkN8axhAeHvYHICg&sqi=2&ved=0CDEQsAQ&biw=1440&bih=733

Og nepalski fáninn ef menn vilja frekar notast við hann - vona að það sé ekki á einhvern hátt móðgandi við þau - best að kanna það:
https://www.google.is/search?q=nepal+prayer+flags&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=XYwZU7HkN8axhAeHvYHICg&sqi=2&ved=0CDEQsAQ&biw=1440&bih=733#q=nepal+national+flag&tbm=isch

Farið þið ekki á flug prjónakonur?

Nepalþema apríl eru Everest-farar og sögur þeirra (7/12):

Ingólfur bauðst til að halda fyrirlestur fyrir hópinn um gönguna á Everest þar sem hann lagði sérstaka áherslu á leiðina upp í Grunnbúðirnar... og sem hlaupafélagi þjálfaranna gaf hann okkur endalaus ráð um búnað, leiðina og aðbúnað í Nepal og á göngunni almennt... það var og er ennþá sláandi að hlusta á hann segja sögur af Everest...

"Everest-fyrirlestur Ingólfs Geirs Gissurarsonar þann 5. apríl var magnaður í einu orði sagt og hafði mikil áhrif á okkur. Helstu Punktar úr þeirri ferð eru hér með ferðasögunni neðst: ... og fleiri ljósmyndir af gönguleiðinni okkar, m.a. úr skálunum ofl hagnýtt er á fésbókargrúppunni með góðfúslegu leyfi Ingólfs":

Magnaður Everest-fyrirlestur
Ingólfs Geirs Gissurarsonar


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Ingólfur Geir Gissurarson sem sigraði Mount Everest þann 21. maí 2013 hélt áhrifamikinn fyrirlestur fyrir Toppfara fimmtudaginn 3. apríl þar sem hann bætti sérstaklega við góðum upplýsingum um gönguleiðina upp í Grunnbúðirnar fyrir Nepalfarana sem bíða ótrauðir eftir leiðangrinum sínum þann 11. - 28. október 2014...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Lukla flugvöllurinn... sem sagður er einn af tíu hættulegustu flugvöllum heims...  fékk góða kynningu og við sáum sláandi myndband af lendingunni á vellinum úr ferð þeirra félaga...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Gönguleiðin okkar frá Lukla til Everest Base Camp við jaðar Kumbhu-skriðjökulsins þar sem jöklagangan hefst á Mount Everest...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Namche-þorpið... þar sem við gistum tvær nætur á leiðinni og hæðaraðlögumst...
og förum pottþétt í þessar búðir sem Ingólfur talaði um og kaupum okkur hágæða-útivistarfatnað á hlægilegu verði...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Hún er greinilega ævintýraleg leiðin þessa tólf daga sem við göngum...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... óteljandi oft farið á brúm um þrönga dali yfir m. a. Dudh-kosi ánna...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... undir svakalegri fjallasýn hæstu tinda heims sem á sér engan líka í veröldinni...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... og gist í ólíkum fjallaskálum...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... sem fengu okkur Nepal-farana til að anda léttar yfir að sjá að það mun ekki væsa um okkur þarna í október...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Okkar bíður greinilega mikið ævintýri á þessari leið...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... þar sem við endum við jaðarinn á Khumbujöklinum...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... og hin eiginlega ganga á efsta tind Everest hefst...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

...um skelfilegan, 1-m-á-dag-fallandi Khumbu-skriðjökulinn sem er hættulegasti kafla leiðarinnar á tind Everest...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... og áfram upp á efsta tind á hrikalega krefjandi leið...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni
- http://www.everest2013.is/

... þar sem Ingólfur dró ekkert undan í frásögn sinni...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

... og myndirnar fönguðu okkur algerlega...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Hvílíkar ljósmyndir... hvílík ferðasaga... hvílíkur fyrirlestur... hvílík eldraun...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Við vorum dolfallin og nokkra daga að jafna okkur á frásögn Ingólfs
sem sagði sögu sína á einlægan og hispurslausan hátt...


Mynd fengin að láni frá Ingólfi Geir Gissurarsyni - http://www.everest2013.is/

Mælum eindregið með að menn fari á fyrirlestur hjá honum ef síkt gefst...
...það er þess virði þó menn ætli aldrei að ganga þessa leið...

 

 

Í þakklætisskyni gáfum við Ingólfi sérsmíðaðan kertastjaka af Everest sem Sigga Sig hjá Glerkúnst smíðaði http://www.glerkunst.com/ og blómvönd frá Soffíu Rósu hjá http://www.blomasmidjan.is/umokkur.asp

Hjartansþakkir Ingólfur fyrir sögu sem gleymist aldrei !
... og fyrir að lána okkur allar þessar myndir til að njóta og deila og
og hita upp fyrir leiðangur okkar upp í Grunnbúðir Everest í október 2014....

Við fylgjumst spennt með leiðangri Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Everest í maí á þessu ári:
http://www.vilborg.is/  ...- þar sem áætlanir fóru reyndar svo á annan veg...

 og Ingólfs Axelssonar frá Akureyri sem einnig stefndi á Everest í vor:
 http://www.ingoax.is/

Nýjustu fréttir 24/4/14 - hætt við alla leiðangra á Everest í vor:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/24/vilborg_logd_af_stad_heim/

------

Punktar fyrir Nepal-fara úr fyrirlestrinum:

Lesa sögu Hillarys og Tensings sem gengu fyrstir á Everest, (+lesa Into Thin Air og The Climb um næst mannskæðasta slysið á Everest sem Baltasar er að kvikmynda), hægt að versla góðan útivistarfatnað í Namche Bazaar á mjög góðu verði, Kalt á nóttunni, ekki kynt og því góðir svefnpokar (-15°C) og ullarnærföt mikilvæg en þeir notuðu samt teppin sem gefin eru í náttstað lengi vel upp eftir, dúnúlpa eða ullarpeysa og primaloftúlpa, verjast þarf sterkri sólinni með höttum, hálsklútum, fatnaði og sólarvörn, vera með reiðufé, ekki visa, 2ja manna herbergi í náttstað yfirleitt og góð aðstaða alltaf þar, Nota Imodíum lyf ef þarf fyrir nr. 2, allir fá eitthvað í magann, Khumbu-kvef viðvarandi vegna þurrs lofts, Parkódín gott til að stilla hóstann á nóttunni (og svæfandi) + Íbufen gott, nota góða eyrnatappa þar sem þunnt milli herbergja, innstungur eru stundum á herbergjum til að hlaða (en annars hægt að kaupa hleðslu í skálunum).

Nepalþema maí er háfjallaveiki - fyrirbygging og viðbrögð við henni (8/12):
Sjá hér mjög góðar upplýsingar um háfjallaveiki frá Ferðavernd - unnið af Helga Guðbergssyni lækni::

Hæðarveiki til fjalla
Helgi Guðbergsson læknir
©
www.ferdavernd@ferdavernd.is
ferdavernd@ferdavernd.is
S: 535 7700

Orðalisti og skilgreiningar:

Hæðarveiki, háfjallaveiki = altitute sickness, acute mountain sickness (AMS)

Hæðarlungnabjúgur = high altitude pulmonary edema (HAPE)

Hæðarheilabjúgur = high altitude cerebral edema (HACE)

Mikil hæð (high altitude): 1500 – 3500 metrar

Mjög mikil hæð (very high altitude): 3500 – 5500 metrar

Ofurhæð (extreme altitude): yfir 5500 metrar

Þegar haldið er hátt til fjalla eiga sér stað eðlileg lífeðlisfræðileg viðbrögð í líkamanum vegna lækkaðs loftþrýstings. Súrefni er að vísu eftir sem áður ríflega fimmtungur andrúmsloftsins en það eru færri sameindir af súrefni í loftinu. Vatnsgufa sem alltaf myndast í lungunum tekur meira pláss í lungnablöðrunum en við sjávarmál. Það kemur minna súrefni yfir himnurnar í lungnablöðrunum og inn í blóðið. Samtímis er verið að reyna á sig og það kallar á aukið súrefni til vöðvanna og hjartans. Hvort tveggja útheimtir aukna öndun til að ná meiru súrefni inn í líkamann og veldur einnig álagi á hjarta og æðakerfi sem þarf að dreifa súrefninu sem fyrst út í vefina vegna aukins bruna. Það gerist með hraðari hjartslætti og hækkuðum blóðþrýstingi. Við finnum fyrir meiri hjartslætti og mæði en venjulega við áreynslu. Meðal eðlilegra líkamsviðbragða hátt til fjalla eru einnig aukin þvaglát, bjúgsöfnun, breytt öndun um um nætur og truflanir á svefni.  

Öndun stýrist af koltvísýringsmagni í blóði. Í minna mæli stýrist hún af súrefnismagni í blóði og það er fremur eins konar öryggisventill. Þegar lungun taka inn súrefni skilja þau út koltvísýring. Við aukna öndun hátt til fjalla lækkar koltvísýringurinn rækilega og viðtækin sem gefa boð um öndun skrá það og reyna að minnka öndunina enda lítur þetta  þannig út fyrir stjórnstöð öndunar í heilanum að nægt súrefni hljóti að vera til staðar. Það veldur töfum á hæðaraðlögun, sérstaklega í svefni um nætur og menn hvílast verr. Áfengi, róandi lyf og svefnlyf letja öndun og auka þessi áhrif. Notkun slíkra efna er því óæskileg í fjallaferðum. Fólk með blóðleysi, hjartasjúkdóma og lungnasjúkdóma getur stefnt lífi sínu í hættu með því að fara á há fjöll af þeim ástæðum sem að framan eru taldar.

Til að komast upp á háa tinda er best að gefa sér nægan tíma til aðlögunar. Fyrst er gott að gista í 2500 til 3000 metra hæð. Rannsóknir benda til að best aðlögun náist eftir það með 300 metra hækkun á dag. Oft er mælt með því að nátta á 300 - 500 hæðarmetra fresti og hvíla sig einn aukadag fyrir hverja 1000 hæðarmetra. Með öðrum orðum allt ætti að ganga mjög vel ef gengið er á 10 – 11 dögum á 6000 metra hátt fjall. Önnur aðferð er að ganga fyrst á  lægri tinda í sama fjalllendi, t.d. 4000 – 4500 metra há fjöll og nátta á milli í 3000 metra hæð eða neðar. Fæst þá oft góð æfing í notkun búnaðar og góð hæðaraðlögun.

Fyrstu einkenni hæðarveiki:

Lystarleysi

Þyngsli yfir höfði

Svimakennd

Þróttleysi

Mæði og slappleiki við áreynslu

Einkenni um versnandi hæðarveiki:

Vaxandi slappleiki

Höfuðverkur

Ógleði og uppköst

Svefntruflanir

Hjartsláttur og aukin mæði

Einkenni hæðarveiki minna mikið á timburmenn. Regla númer eitt er að gera ráð fyrir að allur lasleiki í mikilli hæð sé hæðarveiki. Regla númer tvö er að halda ekki áfram fyrr en öllu er óhætt. Regla númer þrjú er að fara niður sem fyrst og ekki styttra en á þann stað þar sem maður vaknaði síðast hress. Þetta er gert ef mjög ákveðin einkenni eru um hæðarveiki, ef þau versna eða ef viðkomandi er kominn með lungna- eða heilabjúg. Þá er um líf og dauða að tefla. Hraði hæðaraðlögunar er mjög einstaklingsbundinn og er óháður þáttum eins og kyni, aldri og  þjálfun. Þeir sem áður hafa klifið hátt án vandræða geta búist við að vel gangi einnig næst ef líkamsástandið er svipað, en það er ekki alls ekki einhlítt.

Hægt er að hafa áhrif á öndun og þar með súrefnisupptöku með lyfinu acetazolamíði (Díamox). Þetta lyf er talið auka öndun með áhrifum á sýru - basa jafnvægi blóðsins. Í fyrsta lagi verður svefn miklu jafnari ef lyfið er tekið. Ekki ber eins mikið á öndunarhléum og svefntruflunum eins og án þess. Öndunarhlé sem sjást þegar sofið er í meira en 3000 metra hæð vara oft í 10 – 15 sekúndur eða lengur og viðast heil eilífð fyrir ferðafélagann sem horfir á. Ástandið minnir á kæfisvefn og sá sem sefur þannig er auðvitað ekki að fá nóg súrefni. Í öðru lagi flýtir Díamox fyrir hæðaraðlögun þannig að  aðlögunartíminn styttist um helming. Þess ber að geta að fólk með súlfa ofnæmi getur ekki tekið Díamox. Ég hef ráðlagt fólki að taka Díamox 250 mg tvisvar á dag þann dag sem farið er yfir 3000 m hæð og auka það í þrisvar á dag ef einhver einkenni um hæðarveiki byrja. Líklega er betra að byrja sólarhring á undan þeim tímapunkti sem 3000 metrum er náð. Minnka má skammtana og hætta ef nógu lengi er dvalið á fjöllum til að aðlagast til dæmis í löngum ferðum í Himalaya fjöllunum. Þá er hægt að auka þá aftur ef mikil hækkun á sér stað á ný. Svo virðist sem áhrifin séu nokkuð einstaklingsbundin og sumir fá næga verkun með því að taka 125 mg 2 – 3svar á dag. Einnig er hægt að nota þetta lyf eingöngu til að laga nætursvefninn og taka 125 mg klukkustund fyrir svefn fyrir þá sem af einhverjum ástæðum “er illa við að taka lyf.”Af þessu lyfi má nota allt að 1000 mg á dag ef þörf krefur þegar verið er að meðhöndla hæðarveiki. Lyfið eykur þvaglát, en þau eru aukin fyrir af lífeðlisfræðilegum ástæðum og er brýnt að drekka vel og nóg þegar dvalið er hátt til fjalla hvort sem menn eru á göngu eða á skíðum. Ekki er úr vegi að taka með sér saltblöndu til að hræra út í vatni og hefur það oft órtúlega hressandi áhrif á fólk sem er að gefast upp. Brýnna er að viðhalda vökvajafnvæginu en að innbyrða orku. Reyndar er einnig mikilvægt að verða ekki svangur, borða oft  og hafa fæðuna kolvetnaríka þegar farið er á fjöll. Önnur aukaverkun af Díamox sem einnig er meinlaus og kemur fram hjá einstaka manni er náladofi í útlimum.

Einkenni um lungnabjúg:

Mæði í hvíld

Mjög hraður hjartsláttur

Blámi á vörum og nöglum

Hósti og hrygla (slímhljóð heyrast við lungnahlustun)

Kemst ekkert áfram

Í eldri frásögnum af fjallaleiðöngrum, t.d. í Himalaya fjöllunum er oft sagt frá lungnabólgu sem leiðangursmenn fengu og dóu úr. Lang oftast var um að ræða lungnabjúg eða vatn í lungunum sem er ein af alvarlegustu afleiðingum hæðarveiki. Ástæða lungnabjúgsins er aukið viðnám eða mótstaða í lungnaæðum, og kemur hún fram hjá sumum einstaklingum þegar 4000 metra hæð hefur verið náð og öðrum síðar. Við það fer vökvi að pressast út úr æðum og út í lungnavefinn. Hluti af lungunum nýtist þá ekki lengur og súrefnið minnkar enn frekar. Kuldi eykur hættu á lungnabjúg og ungir og hraustir klifrarar fá hann jafnvel frekar en þeir eldri. Þetta má fyrirbyggja með því að taka langvirkt æðalyf, nífedipín (Adalat Oros) sem stabíliserar æðarnar og dregur úr viðnáminu. Svo virðist sem 20 mg á átta stunda fresti eða 30 mg á 12 stunda fresti dugi til að koma í veg fyrir lungnabjúg að minnsta kosti í 4 – 7000 metra hæð. Auka má lyfið í 30 mg á átta stunda fresti ef þörf krefur. Um er að ræða algengt blóðþrýstingslyf, sem margir taka að staðaldri en hefur sjaldan aukaverkanir sem skipta máli þegar það er tekið í nokkra daga.

Einkenni um heilabjúg:

Höfuðkvalir
Gleiðspora göngulag og getur ekki fetað sig eftir beinni línu
Óskýr hugsun og rugl
Trufluð sjón
Minnkuð meðvitund
Fölgrár húðlitur

Meðferð hæðarveiki:

1. Lækkun
2. Hvíld
3. Vökvi
4. Væg verkjalyf (Paracetamol, Ibúfen, Voltaren)
5. Diamox (acetazolamíð)
6. Adalat Oros (langvirkt nifedipín)
7. Súrefni
8. Dexametasón steralyf
9. Þrýstiklefi

Það er alltaf reynt að hafa sem léttastan búnað í fjallgöngum og horfa á hvern hlut. Þvi getur verið  spurning hvort taka eigi súrefni með þegar farið er á fjöll sem eru yfir 4000 metra há. Einkum er þetta umhugsunarefni þegar vanir menn fara með óvant fólk á há fjöll.

Þegar fólk þarf meðferð með sterum er kominn tími til að halda til baka og hætta að klífa. Einnig ef orðið er nauðsynlegt að nota súrefni nema í þeim tilvikum að verið sé að klífa  allra hæstu tinda jarðar.

Þegar gengið er á fjöll í þróunarlöndum þarf að muna eftir bólusetningum og öðrum heilsuverndaraðgerðum, ekki síst varúðarráðstöfunum sem draga úr hættu á niðurgangi, en niðurgangur er viðsjárverður í fjallaferðum. .

* Og hér koma góð ráð frá vönum um göngu í þunnu háfjallalofti sem Guðmundur Jón fann og sendi af veraldarvefnum:
http://themountaincompany.blogspot.com/2011/01/tips-and-advice-for-successful-trek-to.html

Eiginlega hófst Nepal-ævintýrið með formlegri útgáfu af vörumerki Toppfara...
lógóinu sem sífellt var í vinnslu og var aldrei nógu gott fyrr en þessi mynd fæddist hjá þjálfara
og var útfærð á snilldarlegan hátt af Jóngeiri Þórissyni hjá www.pamfill.is...

Nepalþema júní er "jákvæð samferðamenning"
 eða hæfnin til að vinna sem best úr erfiðleikum á krefjandi ferðalagi (9/12):

Í krefjandi ferð reynir á alla að standa saman og takast á við alla erfiðleika og mótlæti með yfirvegun og æðruleysi. Það er undir okkur öllum komið að gera það besta úr því sem er og láta ekki minniháttar eða meiriháttar hindranir eða mótlæti slá sig út af laginu. Gott að minna sig á að sama hvað, þá er ekkert í stöðunni hverju sinni nema gera það besta úr henni og ekki falla í neikvæða líðan sem er sjálfum manni verst. Við verðum líklegast ekki aftur stödd í þessu landi á þessum stað og því er mikilvægast að fá sem mest úr úr ferðinni með því að vera þakklátur og glaður með ævintýrið eins og það er okkur á borð borið og muna allt það jákvæða, því það er nokkuð ljóst að eitthvað verður erfitt, eitthvað verður öðruvísi en lagt var upp með og alls kyns hlutir munu koma upp á sem reyna á okkar þolinmæði, umburðarlyndi, jafnaðargeð... og hæfni okkar til að sjá lausnir og það jákvæða í aðstæðunum frekar en að láta mótlæti eða erfiðleika taka af mann gleðina sem alltaf er hægt að fá út úr svona ferð sama hvernig hún þróast :-)

Af fenginni reynslu eftir Perúferðina sem var mjög krefjandi ferð en um leið stórkostlegasta ævintýri Toppfara ákváðum við í hitteðfyrra í Slóveníuferðinnið að nota orðið "tómatur" yfir það þegar menn detta í neikvæða gírinn sem ekki hjálpar til í erfiðri stöðu - til að minna menn á að fara í lausnargírinn og gera það besta úr því sem er og reyndist það mjög vel í þeirri ferð, en þó reyndi lítið á mótlæti þar, enda mun léttari ferð en Perúferðin. Nepalferðin er þarna mitt á milli, léttar en Perú og erfiðari en Slóvenía (Mont Blanc var sko lúxus-ferð!) og því mun líklegast reyna á hluti eins og aðbúnað, mat, kulda, samstarf, þunnt háfjallaloft og veikindi og algerlega undir hverjum og einum komið hvernig hann vinnur úr því og gætir að láta það ekki spilla ferðagleðinni og því tækifæri sem við fáum þarna til að njóta stundar og staðar innan um öll hæstu fjöll heims... í aðdáunarverðum menningarheimi Sherpanna sem geta kennt okkur ansi margt um gleði og viðmót ef marka má það sem við höfum lesið um þessa þjóð :-)

Nepalþema júlí er "Viðmót til leiðsögumanna og heimamanna (10/12):
Lærum nöfnin þeirra, kynnumst þeim á þeirra forsendum, sýnum þakklæti og samvinnu, setjum okkur inn í þeirra heim, trúarbrögð, viðhorf og sýn. Nýtum ferð til framandi menningarheims eins vel og hægt er með galopnum huga til að fá dýpri og innihaldsríkari upplifun af ferðinni.

Samúðarkveðjur frá Nepal:
Þær systur, Lata og Geeta, senda innilegustu samúðarkveðjur:

"
We further acknowledge that Ms. Bara A. Ketilsdottir, group-leader of Toppfarar lost her father on July 3d. We understand that he was an active member of the Toppfarar Hiking Club so the loss is affecting the whole group. We are deeply saddened by this news. Our heartfelt condolences to Ms. Bara A. Ketilsdottir and the family."

Lokagreiðsla er 11. ágúst!
Póstur var sendur á alla leiðangursmenn. Verið er að reyna að fá nafnabreytingu á flugmiða Inga og Heiðrúnar
sem þurfa að hætta við vegna veikinda og eins er óvíst með Aðalheiðir og Örn
en aðrir eru harðákveðnir í að fara og nokkrir nú þegar búnir að fullgreiða ferðina.

Nepalþema ágúst er "Grunnþarfir og aðbúnaður" í ferðinni (11/12):
Förum yfir aðbúnað í ferðinni og undirbúum okkur í samræmi. Höldum Nepal-fund þar sem við förum yfir allt sem við erum að velta fyrir okkur.

Endanlegur þátttökulisti í lok ágúst - allir hafa fullgreitt ferðina og flugmiðar á leið í hús - alls 18 manns:

  1. Ms. Bara Agnes Ketilsdottir

  2. Mr. Orn Gunnarsson

  3. Mr. Thorarinn Thorarinsson

  4. Ms. Johanna Frida Dalkvist-Gudjonsdottir

  5. Ms. Steinunn Snorradottir

  6. Mr. Johann Isfeld Reynisson

  7. Mr. Gudmundur Jon Jonsson

  8. Ms. Gudrun Katrin Kjartansdottir

  9. Mr. Kari Runar Johannsson

  10. Ms. Thorey Jonsdottir

  11. Ms. Rosa Fridriksdottir

  12. Mr. Hjorleifur Kristinsson

  13. Mr. Anton Kristinsson

  14. Mr. Jon Steingrimsson

  15. Ms. Valgerdur Lisa Sigurdardottir

  16. Ms. Gudrun Helga Kristjansdottir

  17. Mr. Arnar Thorsteinsson

  18. Mr. Gylfi Thor Gylfason.


Nepalfundur á nepalska veitingastaðnum Kitchen Eldhús Laugavegi 60A 4. september:
Doddi, Arnar, Jón, Guðrún Helga, Jóhann, Valla, Kári, Rósa, Gylfi, Jóhanna Fríða, Hjölli, Katrín Kj., Guðmundur Jón og Örn
en Bára tók mynd og eigendur staðarins eru fremst á mynd, Hr. og frú Deepak Rashimi.

Nepalþema september er gleði og þakklæti fyrir að vera að fara í þessa ferð
og auðvitað lokahnykkur í undirbúningi (12/12).


Deepak Rashimi eigandi nepalska veitingastaðarins gaf okkur eftirfarandi upplýsingar:

  • Eingöngu drekka flöskuvatn eða soðið vatn. Ekki treysta öllu flöskuvatni samt. "Aqua" er gott. Gos er öruggt.

  • Kathmandu er stórborg, fjölbreytt, mörg tungumál, trúarbrögð. Flestir tala þar ensku.

  • Gæta að vasaþjófum og betlurunum, ekki gefa betlurum, vara sig á kostaboðum, jafnvel frá fararstjórunum sjálfum.

  • Ekki spurning að prútta, 5 á móti 1 er sanngjarnt, frekar fara og koma aftur pg prútta en að kaupa eitthvað uppsettu verði.

  • Lítil rigning á þessum tíma, kannski 2-3 daga í október.

  • Mikilvægt að taka flugnaeitur með, líka í fjöllunum - athuga þetta samt betur hjá öðrum!

  • Buffaló-kjót mjög gott í Nepal - kallast "momo" og er vinsælt eins og pylsur á Íslandi.

  • Best að borða ekki kjöt á hverjum degi, þungt í magann. Kjúklingur líka algengur.

  • Ekki borða mat sem er í boði á götunni, eingöngu öruggum veitingastöðum.

  • Mælir með öllum veitingastöðum merktum Newari. Prútta líka á veitingastöðunum. Wongella góður veitingastaður sem og Wai-wai.

  • Nepalskt romm er gott, sem og bjórinn, alls kyns tegundir, nepalskt húsvín unnið úr hrísgrjónum mjög gott, "Chang" er ódýr, heimatilbúinn og góður bjór.

  • "Donba" - bjórlíki mjög gott og leynir á sér.

  • "Dalvath" algengasti rétturinn í Nepal - hrísgrjór og baunir saman, fáum hann eflaust mikið í fjöllunum.

  • Í lagi að borða ferskt grænmeti og ávexti en mikilvægt að þvo vel.

  • Nepalskur kleinuhringur kallaður !zell rodhi" mjög góður.

  • Október er vinsælasti ferðamannatíminn vegna góðs veðurs, mikið af hátíðum í þessum mánuði.

  • Nóg af leigubílum en passa sig á þeim, prútta við þá og semja um fyrirfram.

  • Íslenskt símkort virkar ekki í Nepal - fá sér "Viper" og hringja þannig heim ókeypis.

  • Wi-fi á mörgum stöðum, góð nettengin í Nepal.

  • Flugvellirnir í lagi, öruggir, getum treyst visa -afgreiðslunni inn í landið.

  • Gjaldeyrinn Rupees betra en að hafa Dollara. Dollarinn virkar frekar en pund eða evra, allir taka innlenda gjaldeyrinn Rupees og flestir dollara en gætum verið að borga meira ef erum með dollara frekar en innlendan gjaldeyri.

  • Hægt að kaupa gjaldeyri í hraðbönkum. Ekkert kreditkort í fjöllunum.

  • Getum skipt úr gjaldeyri í dollara á flugvellinum á leið heim.

  • Passa að vera ekki með mikið reiðufé á okkur og gæta þess vel, vasaþjófar útpældir.

  • Aldrei gefa gjafir, hvorki peninga né annað til barna, betlara eða annarra, bein hjálp (eins og að borga skólagjöld beint) er það eina sem er raunveruleg hjálp í.

  • Hann vildi og meina að peningagjafir frá okkur til barna gæti verið misskilið þar sem misnotkun vestrænna ferðamanna á börnum er staðreynd í Nepal - passa sig á þessu. Sagði betl ekki koma sér á endanum vel fyrir börnin né fullorðna sem betluðu, allir ættu að geta unnið og haft það sæmilegt í Nepal og betl væri bara viðhald á neyð sem þarf ekki að vera til staðar.

  • Helst að hægt sé að koma með fatnað til barna til að gefa.

  • Nepalskar ullarvörur mjög góðar og ódýrar, endilega fá sér.

  • Acidophilus eða AB-gerlar - taka það fyrir ferðina og úti - best að fara að byrja á því fljótlega :-)

Töluðum svo saman um ýmis mál sem er allt í upplýsingum hér á síðunni og í ferðalýsingu.
Flugmiðar, nöfn á hótelum etc á leiðinni í pósti til allra í næstu viku.
Þjálfarar hitta lækninn sinn og fara í síðustu sprautuna í næstu viku - ætla þá að fara yfir lyfjamál og taka út lyf sem eru neyðarbirgðir og ekki eitthvað sem allir þurfa.
Minni á þau lyf sem allir þurfa að hafa hér neðar á síðunni.

Ákveðið að við skyldum fara aftur á þennan stað þegar kokkurinn er búinn að ná heilsu.
Stefnum á fim 25. sept.  (eða fim 2. okt) sem er tveimur vikum fyrir brottför kl. 19:00 - metum það á fésbók.

Nokkrir punktar samanteknir frá tveimur fyrirlestrum Kristjönu Base Camp fara og Ingólfi Everestfara:

  • Rafmagn: Hægt að hlaða en þarf að borga fyrir það, stundum innstungur á herbergjunum en annars borga fyrir hleðslu frammi.
    Gott veður almennt en kalt þegar sólin sest og kaldara þegar ofar dregur í hæð.
    Hiti um 5-13 stig á daginn á leiðinni eftir því hvar en er breytilegt og getur verið heitara og kaldara - kringum frostmark í Grunnbúðum í fyrri ferðar Ítferða.
    Skálar í góðu lagi, þunnt á milli herbergja, gjarnan 2j manna herbergi og góð aðstaða, en ekki reikna með því samt.
    Herbergin óupphituð og köld, taka hlýjan svefnpoka með (-15°), dýnur í lagi, teppi er á herbergjum sem menn notuðu lengi vel þar til ofar dró.
    Ullarföt mikilvæg til að líða vel í náttstað, einnig dúnúlpa eða ullarpeysa+primaloft ætti að vera gott.
    Nota góða eyrnatappa, allt heyrist milli herbergja, þunnt á milli.
    Wc-aðstaða í lagi á gististöðum.
    Sturta víðast hvar, þarft að borga, ekki mikið vatn, sumir sleppa.
    Hægt að komast á netið á stöku stað.
    Sofið NB í 5180 m hæð í Gorakshep sem er talsvert.
    Stuttar dagleiðir en reikna þarf með inn í hækkanir og lækkanir og þunnt loft.
    Góð hæðaraðlögun, 95% komast alla leið, við tökum góðan tíma, allir komust í fyrri ferð Ítferða, menn notuðu Diamox.
    Útivistarbúðir á leiðinni, í Namche, hægt að versla góðan útivistarfatnað á mjög góðu verði, eiga pláss og þyngt fyrir innkaup!
    Verjast þarf sterkri sólinni með höttum, hálsklút, fatnaði og sólarvörn.
    Enskumælandi leiðsögumenn, því betri stemmning frá okkur því betri þjónusta frá þeim, gerist ósjálfrátt, dýnamík sem við sköpum.
    Burðarmenn: Bera 20 kg fyrir tvo göngumenn eða 10 kg fyrir hvern göngumenn.
    Megum geyma borgar-farangur í Kathmandu meðan á 12 daga gönguferðinni stendur.
    Passa að vera með töskur fyrir farangur sem skilinn er eftir í Kathmandu, fyrir allt sem burðarmenn taka og svo allt sem við göngum með (3 töskur NB !).
    Stoppað á gönguleiðinni hvern dag og borðað á veitingastöðum.
    Matur allt í lagi, mikið kjúklingur, hægt að fá vestrænt eins og pizzur.
    Hægt að kaupa gosdrykki, vatn og bjór í náttstað og á leiðinni - vera með pening, ekki kort!
    Ef veikur í maga þá gott að taka þjóðarréttinn, oft soðin hrísgrjón, steikt grænmeti og linsubaunasúpa.
    Matareitrun: Tveir fengu í fyrri ferð Ítferða - tóku Siprox (breiðvirkt sýklalyf sem allir eiga að taka með!).
    Nota Imodium óhikað ef þarf við niðurgangi, allir fá eitthvað í magann.
    Khumbu-kvef viðvarandi vegna þurrs lofts, allir fá það eitthvað, Parkódín gott til að stilla hóstann á nóttunni (+ svæfandi) og Íbufen gott.

-------------------------------------------

Ferðalagið hefst

Flogið var til London með Icelandair snemma morguns, lent í London 11:45 og flogið áfram þaðan kl. 14:50 til Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum
með Etihad þar sem dvalið var yfir nóttina og flogið kl. 13:55 áfram Etihad daginn eftir og lent í Kathmandu kl. 20:05... Fínir leggir og ráðrúm til að gera eitthvað í Abu Dhabi ef menn vildu... en heimleiðin var mun  strembnari með brottför að kveldi frá Kathmandu, tveimur átta klukkustunda stoppum í bæði Abu Dhabi og London og loks lendingu kringum miðnætti í Keflavík... sem var ansi strembið og eftir á að hyggja aldrei sniðugt enda kvörtuðum við til Ít-ferða eftir á.

Nepalska ferðaskrifstofan sem Ítferðir fengu ferðina hjá hét Raj Bala Treks - sjá fína vefsíðu þeirra:
http://www.thehimalayantrips.com/
og fésbókin:
https://www.facebook.com/Raj-Bala-Treks-and-Expedition-and-the-website-is-wwwthehimalayantripscom-186586010674/

Ferðadagur 1
Laugardagurinn 11. október 2014
Flogið frá Keflavík um London til Abu Dhabi

Nepalska ferðalýsingin:

NEPAL TRIP WITH EVEREST BASE CAMP TREK AUTUMN 2014 FOR TOPPFARAR GROUP:

11th October, 2014: Depart Iceland.

Ævintýri þessarar ferðar var magnað... og það hófst hreinlega strax á flugvellinu...

... þar sem ekki fór framhjá neinum að við vorum að fljúga með arabísku flugfélagi... úlfaldar... sandhvítar eyðimerkur...
Etihad hét það og reyndist vera framúrskarandi vandað...

Já, við vorum komin inn í Þúsund og eina nótt...

... en því fylgdu samt skuggahliðar um leið... kynjamisrétti Arabalandanna fór ekki framhjá okkur...
það var sláandi að sjá arabísku fjölskyldurnar ferðast saman sjá hvernig konan var alltaf látin sitja alein á öðru borði
meðan karlarnir og börnin sátu á öðru borði... nema börnin væru ósjálfbjarga og konan þyrfti að sinna þeim
og þá var ekki um samvinnu að ræða milli hjónanna eins og Vesturlöndin hafa að mestu tileinkað sér...

Í flugvélinni... nei, flugvélunum... við tókum þrjár slíkar á leið út... lágum við yfir kortum af komandi gönguleið...
og sukkum endanlega inn í þann ævintýraheim sem beið okkar... það var áþreifanlegt úr þessu að við værum að fara að gera þetta...
eftir mánaðalangan undirbúning og tilhlökkun... spennan og tilhlökkunin var í hámarki...

Þarna ætluðum við að ganga... milli þessara himinstóru fjalla utan í snarbröttum hlíðunum
þar sem Mjólkuráin - Dudh Khosi rann um allt láglendi... alla leið í Grunnbúðirnar sem sagðir eru 5.364 m háar neðan við Khumbu ísfallið
sem Ingólfur Geir Everest-fari hafði lýst svo vel fyrir okkur nokkrum mánuðum fyrir ferð...
helsprungið og ógnvænlegt... og í raun ótrúlegt að menn nái árum saman að fara yfir það...
ísfallið sem mannskæða snjóflóðið rann yfir hálfu ári fyrir okkar ferð... og tólf manns létust...
allt sjerparnir sem fara á undan og leggja stigana, öryggisskrúfurnar og kaðlana
fyrir vestrænu göngumennina til að nota síðar um daginn...
það mannfall sagði margt um ójafnvægið í þessu öllu saman...
hversu mikið eiga göngumenn Everest eiginlega í afrekinu sínu upp á hæsta tind heims
í samanburði við sjerpana sem standa í raun undir því öllu saman?

Í Etihad-fluginu báðar leiðir slokknuðu skyndilega ljósin fljótlega í upphafi flugs og arabískir stafir birtust á skjánum
og maður með dáleiðandi röddi buldi upp einhvers lags bæn... það fór um mann hrollur...
með blöndu af ótta og svo ósjálfráðri undirlægni... sem röddin, hljómurinn og orðin (þó maður skildi ekkert) kölluðu fram í manni...
Kúgun hvers konar hefur fylgt manninum alla tíð... og hugsanlega er ansi grunnt á henni sama hvar og hverjir eiga hlut að máli...
bæði hvað varðar gerandann... sem og fórnarlambið... ef svona rödd, svona bæn, svona upplifun yrði regluleg...
værum við ekki lengi að verða því undirgefin...

En... þegar röddin þagnaði... og ljósin kviknuðu aftur...
gátum við aftur sett allt í rósrauðan Þúsundogeinnarnætur-ævintýrabraginn og haldið áfram að njóta...

...og fylgst grannt með fluginu á skjánum frá Evrópu alla leið til Arabísku furstadæmana...

Arabískur bjór... maður varð að prófa... en múslimar neyta aldrei áfengis að sögn... enda reyndist þetta bara vera kolsýrt vatn...
það glittir í Carlsberg þarna vinstra megin sem klikkaði ekki :-)

Við lentum í AbuDhabi um kvöld... strax þegar horft var niður úr flugfélinni á flugvellinn við lendingu
gerði maður sér grein fyrir hvers lags smíði þessi borg er eins og Dubai...
allt sniðið til og fínpússað eins og í teiknimynd og hún svo límd ofan á eyðimörkina... ótrúlegt að sjá þetta...

Í þessum þrettán klukkustunda tímaramma yfir nóttina í Abu Dhabi bauð Gylfi mönnum að koma með sér í hæstu byggingu í heimi
sem er frægi turninn Burj Khalifa í Dubai og var það vel til fundið þó strembið væri fyrir erfiða ferð.

Færsla frá honum á lokaðri Nepal-ferðasíðu Toppfara:
Abu Dhabi - short city tour - búin að vera að skoða með hvaða möguleika maður hefur á að sjá eitthvað í þessari mögnuðu borg á þeim örfáu klst. sem við fáum þarna. Lendum 00:50 aðfararnótt sunnudags og flúgum burt 13 tímum síðar. Smá gluggi kannski frá kl. 07:00-11:eitthvað en flugvöllurinn er í 30mín akstri frá miðborginni og geri ekki ráð fyrir traffík á sunnudegi. Verst að hafa ekki örlítið meiri tíma. 70mín akstur yfir í Dubai en þar er hæsta bygging jarðar Burj Khalifa 830metra há og ég hefði viljað berja augum... En komist að þessu: Hentar ekki að fara í útsýnisbus (byrja ekki fyrr en kl. 10). Hægt að fá einkatúr en kostar sitt, en gæti verið þess virði. Spurning hvort ÍT ferðir hafi góð ráð........ en fyrst hverjir hafa áhuga á að vakna snemma og skoða í kringum sig?

Það endaði með því að tólf skelltu sér og misstu þannig úr nætursvefn...
en það var sannarlega þess virði eins og hér sést á útsýninu sem Burj Khalifa gaf af sér...

...en hin sex völdu að hafa það notalegt á hóteli við flugvöllinn...
þar sem búið var reyndar að loka veitingastaðnum og barnum...
en þjónarnir á hótelinu vildu allt fyrir okkur gera og redduðu auðvitað einni fötu af bjór...
sem smakkaðist einstaklega vel á sloppnum uppi á herbergi... yndislegt alveg :-)

-------------------------------------------------------------

Ferðadagur 2
Sunnudagurinn 12. október 2014
Flogið frá Abu Dhabi til Kathmandu 1.400 m yfir sjávarmáli

Nepalska ferðalýsingin:

"NEPAL TRIP WITH EVEREST BASE CAMP TREK AUTUMN 2014 FOR TOPPFARAR GROUP:

12th October, 2014: Arrival at Kathmandu International Airport and transfer to hotel.
Stay overnight at 3 star hotel in Kathmandu on twin sharing basis with breakfast.
"

Morgunmaturinn daginn eftir...

Aðdragandinn að þessu flugvallarævintýri var samt ekki góður af hálfu Raj Bala Treks ferðaskrifstofunnar í Nepal:
Þegar verið var að setja saman flugið, tilkynntu þau breytingu þar sem næturstopp yrði í Abu Dhabi
og að flugfélagið hefði lofað hóteli og hádegismat í Abu Dhabi vegna þessa langa hlés á leið út:

"We further would like to state that the airlines have confirmed to provide the lunch & the hotel at Abu Dhabi
for around 13 hours stop over there while coming from Iceland to Kathmandu for Toppfarar group.
They have further told that this facility will be only for one way which is coming from Iceland to Kathmandu.
They won’t be providing the hotel when they go back from Kathmandu to Iceland as there is less hours stop over there".

Og við samþykktum auðvitað, ánægð með að fá að gista á hóteli eina nótt í hinni ævintýralegu borg AbuDhabi...
en Rai Bala Treks átti eftir að svíkja þessi orð með öllu... þegar farið var að ganga á eftir nafni á hótelinu svo við gætum undirbúið okkur:

Eftir langt og ótrúverðugt ferli samskipta í kringum þetta mál, er niðurstaðan sú að mati ritara þessarar ferðasögu að við getum ekki mælt með þeim því miður.
Flugplani var breytt í undirbúningsferli ferðarinnar og þar lofuðu þau að við fengjum hótelgistingu í Abu Dhabi þar sem stoppið þar væri yfir miðja nótt og við vorum ánægð með það. Þegar gengið var eftir því hvaða hótel þetta væri og lítil svör fengust frá ítferðum og Nepal þrátt fyrir ítrekanir þjálfara og annarra leiðangursmanna, fóru tvær grímur að renna á okkur og endaði þetta með því að þjálfara voru skyndilega kallaðir á fund með Ítferðum þar sem fram kom að hótel væri ekki í boði og hefði aldrei verið bókað, nepalska ferðaskrifstofan lofaði þá matarmiðum og "Lounge" á flugvellinum í Abu Dhabi þar sem við gætum hvílt okkur milli fluga... en það reyndist svo þegar á hólminn var komið ekki einu sinni í boði enda var okkur farið að gruna það þar sem svörin voru mjög loðin frá Nepal varðandi þetta "lounge" svo við vorum átta manns sem enduðum á að kaupa okkur hótelgistingu á flugvellinum í Abu Dhabi, á meðan tíu manns skelltu sér í spennandi skoðunarferð til Dubai upp í hæsta turn í heimi undir forystu Gylfa. En þar sem ferðaskrifstofan sveik okkur um þetta hvíldar "lounge" á flugvellinum þá urðu þau sem fóru í turninn að bíða á skyndibitastað í ansi einmanalegum hluta flugvallarins, þar til rútan sótti þau um fjögur leytið um nóttina...

Á hótelinu sáum við í fyrsta sinn bænaherbegi fyrir konur...

konum er nefnilega ekki leyft í moskur, bænahún múslima
þeim hinum sömu og samfélagið fór á annan endann yfir þegar ákveðið var að byggja það á besta stað í Reykjavík...
en það mátti víst ekki benda á að menn voru að rífast um bænahús eingöngu ætlað körlum...
hin pólitíska rétthugsun leyfir ekki slíka umræðu enda "algerlega óviðkomandi þeirri frjálslyndu sýn að allir megi allt"...
Við erum komin svo langt í jafnréttisbaráttunni að allt er leyfilegt... líka að sýna umburðarlyndi gagnvart mismunun kynjanna, það er nú aldeilis þróunin í rétta átt...

Afsakið... ritari þessarar ferðasögu hreinlega getur ekki staðið á sér...
og er aldrei pólitískur í nokkurri umræðu um ferðir Toppfara nema þetta greinilega núna og jú, náttúruvernd öðru hvoru :-)

Leigubílaauglýsing Etihad sem var ansi algeng... karlmenn miklu algengari í auglýsingum en konur sem var áhugavert og jú, ákveðin hvíld frá endalausum nánast berrrössuðu/topplausu konunum í vestrænum auglýsingum sem eru einmitt líka gagnrýniverðar og ýta örugglega undir sannfæringu feðraveldisins um að það eigi rétt á sér í samanburði við þetta endalausa "kynferðislega áreiti" sem sumir segjast upplifa við vestræna fjölmiðla þar sem búið er að normalisera nakinn eða mjög fáklæddan kvenmannslíkamann við nánast hvaða aðstæður sem er... já, líka umhugsunarvert... það er ekkert svart og hvítt við þetta !

Biðröðin á flugvellinum í AbuDhabi var ævintýri út af fyrir sig...
erfitt að taka myndir en kuflarnir innan um vestræna klæðnaðinn
og starfsmennirnir allir, m. a. í tollaeftirlitinu í hvítklæddum kuflum með arabískt höfuðfat...
maður bara þorði ekki að taka mynd af þeim

Hótelhópurinn og Turnhópurinn hittust á flugvellinum þar sem ævintýri næturinnar voru viðruð og allir voru hressir...
turnhópurinn ennþá hátt uppi og lúxusliðið afslappað :-)

Terminalið var ansi smart smíði... flísalagt í hólf og gólf á töfrandi máta...

Flugleiðin frá AbuDhabi til Kathmandu... brottför kl. og lending um kl.
Við vorum x klst. á leiðinni og fylgdumst með okkur ferðast milli heimsálfa á skjánum
yfir borgir sem maður hefur eingöngu sér í "Ticket to ride" spilinu og kvikmyndum :-)

Dásamleg munnhressins... korn sem frískuðu upp á munninn í löngu flugi í stað verksmiðjuframleiddra pilla...

Við lentum í Kathmandu í myrkri um kvöld...
borgin er ekki upplýst, engin götuljós og eingöngu ljós í húsunum og við stórar byggingar eins og flugvelli og álíka...

Við vorum komin til Nepal... ævintýralegra gerist það ekki og við gengum lotningarfull úr flugvélinni...

Everest Bank Ltd... að hugsa sér að geta leyft sér að nefna bankann sinn eftir hæsta fjalli heims !
... en þetta átti eftir að verða aðeins hversdagslegra þar sem drykkir, bjór og annar varningur
fékk sama nafn í Nepal... Everest eitthvað... magnað engu að síður þó algengt hafi verið rétt á meðan við vorum þarna...

Jóhanna Fríða fékk ekki töskuna sína... og við tók skriffinnska sem því tengdist við lendinuna
en það gekk vel og saga farangursins og hennar er efni í sér frásögn :-)

Geeta tók á móti okkur og var með útprentað glænýja lógó Toppfara...
sem við vorum einmitt beðin um til að auðkenna móttöku hópsins og olli því að við drifum loksins í að klára það !

Allir fengu blómakrans um hálsinn sem vott um þá hlýju sem Nepal auðsýnir gestum sínum...

Við vorum óskaplega þreytt eftir langt og strangt ferðalag þar sem tveir þriðju hópsins höfðu nælt sér í dubaískt næturævintýri
ofan á allt saman svo við þráðum heitast af öllu að komast á hótelið...

Myrkrið var þrúgandi... sláandi að upplifa óupplýsta borgina Kathmandú svona án götuljósa...
en gaf okkur um leið betri sýn á samfélagið og var fyrsta undirstrikið um þá fátækt sem enn er þarna
þrátt fyrir allan þennan ferðamannaiðnað... hvert fer eiginlega öll innkoman öll þessi ár?

Akstursleiðin var ævintýri út af fyrir sig í mykrinu gegnum borgina... ekkert síður þegar við fórum svo heim 18 dögum síðar...
og eftir krókaleiðum lentum við loksins á hótelinu okkar, virkilega gott hótel...

Þetta var sögulegt og hefðbundið nepalskt hótel... stolt starfsmanna var augljóst og þau höfðu alveg efni á því...
þetta var mun skemmtilegra en að fara inn á vestrænt Hilton hótel og upplifa sig á tímalausum stað...
Við vorum sannarlega komin til Nepal...

Ljúffengur kvöldmatur beið okkar við komuna...

... og ískaldur stór nepalskur bjór sem tók alla ferðaverki úr skrokknum...

Maturinn smakkaðist vel og við endurnærðumst eftir ferðalagið...

En fyrir svefninn var haldinn fundur enda dagskráin þétt...
Geeta gaf okkur línurnar fyrir bæði borgarferðina sem var framundan og gönguferðina sem allt snerist um...

Herbergin voru í fínum klassa en eitthvað mismunandi samt milli manna...
en þau voru flest mun flottari þegar við snerum til baka eftir gönguferðina...
nema skýringin hafi verið sú að við hefðum breyst svona mikið eftir volkið í fjöllunum?

-------------------------------------------------------------

Ferðadagur 3
Mánudagurinn 13. október 2014
Skoðunarferðir í Kathmandu 1.400 m

"13th October, 2104: Sightseeing tour of Pashupatinath, Boudhanath & Kathmandu Durbar Square.
Stay overnight at 3 star hotel in Kathmandu
on twin sharing basis with breakfast.

Pashupatinath Temple

Situated 5 kilometers east of Kathmandu City, Pashupatinath temple is one of the holiest temples dedicated to Lord Shiva. Situated amidst a lush green natural setting on the bank of the sacred Bagmati river, the temple built in pagoda style has jilted roof and richly carved silver doors. Visitors will be permitted to view the temple from the east bank of Bagmati River, entrance in the temple being strictly forbidden to all non Hindus. Pashupatinath is the centre of annual pilgrimage on the day of shivaratri which falls in the month of February/March. Behind the temple are the cremation grounds.

Boudhanath Stupa

This Stupa, 8 kilometers east of Kathmandu City, is one of the biggest in the world of its kind. It stands with four pairs of eyes in the four cardinal direction keeping watch for righteous behaviour and human prosperity. This Buddhis Stupa was built by King Man Deva at the advice of the Goddess Mani Jogini. It is built on an octagonal base inset with prayer wheels. The shrine is ringed by houses of Lamas or Buddhist priest.

Kathmandu Durbar Square
is one of the most popular tourist destination is enlisted in World Heritage Sites. Clustered around the central Durbar Square are the old Royal Palace (Hanuman Dhoka), numerous interesting temples, the Kumari Chowk or Kumari Bahal (House of the Living Goddess) and the Kasthamandap (House of Wood) from which Kathmandu derived its present name. An inquisitive exploration in the Durbar Square reveals the ancient art and architecture of Nepal which has proved to be a masterpiece to everyone accepting its genuineness."

Þjálfarar, Doddi, Jóhanna Fríða, Jón og Valla, Gylfi og fleiri? náðu að merkja fatnaðinn sinn með nýja Toppfara-vörumerkinu
fyrir ferðina en það var ansi knappur tími og ekki skrítið að menn náðu því ekki almennt.

Merkið átti að endurspegla fjöllin í öllum stærðum og gerðum, göngu í birtu (sólin) jafnt sem myrkri (tunglið)i,
um allan heim (hnötturinn) og fyrir ferðina bættum við tölunum fyrir ferðina:

Og Jóngeir - www.pamfill.is gerði stóran fána fyrir okkur líka sem kom ansi vel út :-)

Garðurinn á hótelinu.. undir léttu þaki sem hélt okkur þurrum ef það kom hitaskúr... það var yndislega hlýtt úti...

Lystigarður á hóteliinu...

Sundlaugin... meira fyrir augað en busl...

...við allavega enduðum aldrei ofan í henni þó það hafi verið ætlunin...

Geeta sótti okkur eftir morgunmatinn og fór með okkur í borgarferð um Kathmandu...
þar sem við skyldum ná okkur í reiðufé áður en farið yrði upp í fjöllin
og skoða nokkur hof sem enduðu á að vera mis eftirminnileg...

Skrifstofa svona í miðju götuhorni... það var myndefni hvar sem var...
nýtnin við fátæktina aðdáunarverð og ágætis áminning fyrir okkur sem komum úr öllum þessum allsnægtum...

Allt var myndefni... þetta var sláandi mögnuð borg...

Iðandi mannlífið... fátæktin... menningin... lyktin.. rafmagnslínurnar... litirnir... trúartáknin... vestrænu áhrifin... vöruúrvalið...
óhreinlætið... tónlistin...gleðin... fjölbreytileikinn... töfrarnir...

Sjoppa þar sem allt fékkst milli himins og jarðar... synd að svona skuli ekki lengur vera til á Íslandi...

Í okkar firrta vestræna heimi fannst okkur þetta minna okkur einfaldlega á "The colour Run" eða eitthvað álíka...

Börnin að sækja vatn í fötur úr brunni borgarinnar...

Hrein og snyrtileg... glöð og dugleg... mitt í ömurlegheitunum... að okkur fannst en eflaust bara gaman í þeirra augum...

Þetta var eins og að ganga inn í Þúsund og eina nótt... maður vissi ekki hvert skyldi horfa...

Saumastofa...

Eftir þvæling og erfiðleika við að ná út reiðufé í hraðbanka í borginni...
sem dugði ekki svo fara þurfti aftur í hraðbanka um kvöldið...
heimsóttum við Kathmandu Durbar Square en Durbar torgið í Kathmandu
sem er á heimsminjaskrá UNESCO - World Heritage Site þar sem nokkur heimsþekkt hof eru og við skoðuðum...

https://en.wikipedia.org/wiki/Kathmandu_Durbar_Square

Þar á meðal House of The Living Goddess- Kumari Bahal...
þar sem lifandi gyðja dvelur frá barnsaldri þar til hún nær kynþroska
og er tilbeðin af hindúum og nepölskum búddatrúarmönnum (ekki tíbetskum!) og þegar hún nær kynþroska þá er fengin ný...

https://en.wikipedia.org/wiki/Kumari_%28goddess%29

House of wood... Kasthamandap sem borgin Kathmandu dregur nafn sitt af...
smíðað úr timbri af einu og sama trén...

http://www.artelino.eu/en/articles/arts-and-crafts/155-wood-carving-nepal.html

Einn af mörgum tilbeiðslustöðum borgarinnar... stöðugur straumur fólks að honum og menn báðu fölskvalaust..

Fuglalífið... mannlífið... dýralífið í Kathmandu börðumst um athygli okkar
og það var erfitt að velja hvert ætti að horfa...

https://www.google.is/search?q=house+of+wood+in+kathmandu+nepal&biw=1440&bih=743&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ved=0ahUKEwjy0c2t5dLLAhUGKg4KHVx8DTkQsAQIGQ&dpr=1

Árið 2001 komst í heimsfréttirnar sláandi harmleikur í nepölsku konungsfjölskyldunni þegar erfingi krúnunnar myrti níu fjölskyldumeðlimi í veislu í konungshöllinni, en hann var undir áhrifum fíkniefna/áfengis og var ástæðan sögð ágreiningur um kvonfang prinsins sem hafði valið sér konu sem ekki var að skapi foreldranna. Prinsinn ríkti sem konungur Nepal í þrjá sólarhringa, meðvitundarlaus á sjúkrahúsi þar til hann lést 4. júní 2001 og við tók föðurbróðir hans en tveimur árum síðar var lýst yfir lýðræði í Nepal og konugsdæmið var leyst upp...

https://en.wikipedia.org/wiki/Nepalese_royal_massacre

Upp spruttu ýmsar samsæriskenningar um atburðinn og við skoðuðum myndir og minnisvarða af konungsfjölskyldunni...

https://en.wikipedia.org/wiki/Nepalese_royal_massacre

Það var ekki sól og blíða þennan dag... heldur vott veður yfir og það kom rigning öðru hvoru...
regnhlífar yrðu skyndilega algert þarfaþing !

Boudhanath stupa...eins sú stærsta sinnar tegundar í heiminum... eitthvað seiðandi og magnað við hana...
yfirgnæfandi í þessum borgarhluta... með augu á hverri hlið að fylgjast grannt með mannsæmandi hegðun og velsæld...

https://en.wikipedia.org/wiki/Boudhanath

Aðalhofið sem skemmdist í jarðskjálftunum sem urðu hálfu ári síðar...

Þarna ómaði bænin Om mani padme hum svo fallega... seiðandi töfrar sem aldrei gleymast...
https://www.youtube.com/watch?v=0Ix9yfoDHJw

Augun alsjáandi... maður var aldrei laus við þau starandi...

https://www.google.is/search?q=boudhanath+stupa&biw=1440&bih=743&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ved=0ahUKEwiVzZ3y39LLAhWCXA8KHbbsCCQQsAQIJQ&dpr=1

Og ekki síðri mantra sem stundum ómaði um allt... seiðandi áhrifin ná tökum á manni og maður er kominn til Nepal...

https://www.youtube.com/watch?v=sDXwkcq7QTQ&ebc=ANyPxKrxpOqx3X7ocnAXlG-c8Ruk9y2wBMnkCFY3M7Yh6I850sSC_vUuMvpsCYX6YiMz4KMxZTulDOWuVqawSmcT4OPMF2BFOg

Munkarnir voru einnig um allt...
https://www.youtube.com/watch?v=VFIQguh2yYI

Við fórum upp á hofið og skoðuðum það vel og horfðum yfir...

Loks var komið að hádegismat...
heilinn fullur af fróðleik og áhrifum af nepalskri menningu, byggingarlist, trúarbrögðum og sögu

Í alvöru... Everest bjór ! ?

Við urðum að fá okkur svoleiðis úr því við vorum í eina landinu sem getur leyft sér að skíra bjórinn eftir hæsta fjalla heims !

Stórar flöskur og áfengismagnið 5%... að maður skuli ekki hafa keypt eina og geymt og farið með heim...
við fórum einhver með Everestbjóra heim en áldós er bara ekki eins flott og gler...

Þetta var fjörug og notaleg hádegisstund... mikið spjallað og spekúlerað...

Nepalski þjóðarrétturinn auðvitað pantaður af nokkrum... Dal bhaat...
hrísgrjón, linsubaunir, "greens" (?þýð) og grænmeti kryddað með lauk, hvítlauk, engifer og chili
en við höfðum smakkað hann á nepalska veitingastaðnum á Laugaveginum fyrir ferð
og hann átti eftir að vera pantaður nokkrum sinnum í ferðinni...

https://en.wikipedia.org/wiki/Dal_bhat

Bænahjólin... þau eru um allt í Nepal, Tíbet... líka í fjöllunum og við áttum eftir að snerta þau og rúlla mörgum sinnum í ferðinni...

Til viðbótar því að haga lífi sínu vel til að ná hámarki lífsins (sonam) trúa Tíbetar því að nauðsynlegt sé að kyrja bænir
Sú algengasta er mantran "Om mani padme hum" = "Hail to the jewl of the lotus" (þ. e. Buddha) = lofaður sé Buddha.

https://en.wikipedia.org/wiki/Om_mani_padme_hum

Það er trú Tíbeta að því oftar sem bæn/mantra er endurtekin því árangursríkari sé hún
og því hafa þeir þróað ýmsar aðferðir til að spara vinnu og auka afköst við bænagjörð
og ein af þeim er að setja heilu rúllurnar af bænum í bænahjól og snúa þeim... með snúningnum eru bænirnar virkjaðar...
því fleiri bænir kyrjaðar, því meiri árangur út í heim...

https://en.wikipedia.org/wiki/Prayer_wheel

Séð yfir af stúpunni...

Textinn á bænafánunum... þetta eru ekki bænir til guðanna eins og er algengur misskilningur... heldur ákall um frið, samúð, styrk og visku...
litirnir raðast alltaf í ákveðinni röð frá hægri til vinstri og tákna frumefnin fimm... blár táknar himininn og víddina, hvítur loftið og vindinn,
rauður táknar eldinn, grænn vatnið og loks táknar gulur jörðina...

með því að blakta auðveldlega í vindinum eins og þær gera svona laufléttar berast bænirnar léttilega til allra í heiminum
og loftið hreinsast og heilast með fánunum...

Kaffi Kaldi... þetta var ótrúlegt... !

Sölukonur á torginu og alls staðar... fyrst og fremst að selja heimamönnum en ekki ferðamönnum...

Jón keypti sér Nepalskan hatt merktan grunnbúðunum... já, kannski alger túrismi...
en þeir sem ekki keyptu svona eða álíka dauðsáu eftir því...
því þetta fæst einfaldlega bara í Nepal... og þangað er óvíst að við munum nokkru sinni koma aftur...

Við kíktum inn í þessa vinnustofu þar sem málaðar eru svokallaðar Thankas þar sem algerir meistarar voru að verki...

Mögnuð listaverk... og þó allt hafi lyktað af samningin milli Geetu og búðareigenda um að fá þessa túrista þarna inn og græða sem mest á þeim...
við erum orðin ansi vön slíkri "misnotkun" á okkur sem ferðamönnum... þá var þetta eftir á að hyggja meistaraverk sem vert var að kaupa...
þjálfarar keyptu litla mynd og dauðsáu eftir að hafa ekki keypt stærri... Jón og Valla keyptu stærra verk... man ekki hverjir fleiri keyptu sér...

Sjá mátti málarana að verki á mismunandi stigum... mikið nákvæmnisverk og seinlegt með eindæmum...
Og mikill fróðleikur á bak við verkin... sem gaman var að fá kynningu á...

http://www.boudhathanka.com/

Og svo voru það allar útivistarbúðirnar...
útivistarfatnaðurinn sem vesturlandabúar kaupa í tonnavís er allur meira og minna framleiddur í fátækum ríkjum eins og Kína, Indland og Nepal...
og verðið var snöggtum betra en á klakanum... og gæðin svipuð að manni fannst...

Herbergisfélagarnir Rósa og Jóhanna Fríða fengu sér bakpoka...

Bæn úti á miðju torgi í átt að hofinu...

Munkur með maska fyrir vitum sér... og gsm-síma í hendinni...
vestræn menning því miður að brjóta niður nepalska menningu smám saman...

Munkurinn með hundinn... hann lamdi hann óspart og tuskaði hann til...

Við tók akstur gegnum borgina að síðasta hofi dagsins...
þar sem sjá mátti fátækrahverfin og andstæðurnar í þessari einstöku borg...

Ruslið sums staðar um allt...

Við gengum talsverðan spöl þar sem rútan beið að hofinu og upplifðum ansi mikla eymd á leiðinni...

"Tilganga" hét þessi sjoppa... það var sláandi að sjá þessi "íslensku" nöfn öðru hvoru !

Pashupatinath temple... eitt heilagasta hofið í Nepal tileinkað guðinum Shiva, Lord Shiva, við bakka Bagmati árinnar
byggt í Pagoda-byggingarstílnum ( https://en.wikipedia.org/wiki/Pagoda ) ...
eingöngu opið fyrir hindúum en gestir geta virt hofið fyrir sér hinum megin árinnar... eins og við gerðum...

þar sem sjá mátti bálfarnir á bakkanum... sumar langt gengnar... aðrar í uppsiglingu...
syrgjandi aðstandendur... og logandi bálfarnir...

Lord Shiva eða eldguðinn táknar eldinn sem brennir allt svo endurnýjun geti átt sér stað...

https://en.wikipedia.org/wiki/Shiva

Algerlega ógleymanlegt og engan veginn hægt að lýsa áhrifunum sem hver og einn varð fyrir við að upplifa þetta...
áhrifamesti staður dagsins og það sem upp úr stendur í Kathmandu af þó svo mörgu öðru mögnuðu og ógleymanlegu...

Friðurinn... kyrrðin... sorgin... var sláandi áþreifanleg... sem og hin sérstaka lykt sem var í loftinu þarna...

Eingöngu karlmenn máttu vera næst líkinu...
og við sáum þrjár og jafnvel fjórar kynslóðir karlmanna ganga hringinn og kveðja hinn látna...
á meðan konurnar sátu hinum megin og grétu...

Áhorfendur á brúnni yfir ánna... enn einu sinni gerði maður sér grein fyrir hversu heppin við erum að hafa fæðst á jafn sérstökum stað og Íslandi
þar sem maður hverfur ekki bara í ólgandi mannhaf milljónanna í fátækum heimshlutum eins og Nepal, Indland, Kína...

Stríðnir apar voru okkar megin árinnar og áttu ásamt fleiri dýrum eftir að koma við sögu þennan dag...

Mannlífið á árbakkanum...

Já, hinar heilögu kýr lífguðu líka upp á tilveruna í bæjarferðinni meðfram Bagmati ánni...

Aparnir...og kýrnar...

Þarna hefði maður viljað vera lengur... sitja og skynja og upplifa og hugsa og melta...
en það var farið að rökkva og dagskráin þétt... kvöldmatur, verslunarferð
og undirbúningur fyrir Lukla-flugið morguninn eftir framundan  svo við urðum að koma okkur af stað..

Við ókum inn í myrkrið í borginni og gengum gegnum strætin þar sem var verslað grimmt...

Allt tengt útivist á góðu verð og erfitt að meta hvort væri "ekta"...

Áreitið mikið og erfitt að átta sig á öllu sem var í boði...

Fínn veitingastaður þar sem okkar beið ítalskur kvöldverður...

Gott að hvílast, eta, drekka og ver glaðr...

Maturinn var glimrandi fínn og bjórinn líka :-)

Reiðuféð.. hvað vorum við aftur að vesenast hér?... búin að gleyma hvað var málið...  :-)

Eftir veitingastaðinn þurftum við að ganga "heim" frekar langa leið í myrkrinu...
því jú borgin er ekki upplýst... þar sem ekki var ljós af húsi eða verslun var bara myrkur...

Á hótelinu var kíkt aðeins í blöðin... "The Himalayan"...
þetta var í alvöru eins og að vera inni í miðri ævintýraborg þar sem bankinn og bjórinn var nefndur eftir Everest
og blöðin eftir Himalaya fjöllunum...

Listaverkin á hóteliniu voru sérkapítuli út af fyrir sig...
kvöldið fór í að pakka fyrir Lukla í fyrramálið...
gönguferðin var að hefjast á morgun og ráð að velja hvað skyldi geymt á hótelinu þar til við kæmum til baka...

Þjálfarar reyndu að ná í syni sína en tókst ekki... erfitt net- og símasamband og við sofnuðum um miðnætti...

-------------------------------------------------------------

Ferðadagur 4 - Göngudagur 1

Þriðjudagurinn 14. október 2014
Flogið frá Kathmandu 1.400 m til Lukla 2.886 m - gengið frá Lukla til Phakding 2.640 m
Alls 8,13 km á 4:47 klst. með lægstu hæð 2.529 og hæstu 2.860 m og alls hækkun 521 m.

"Fly from Kathmandu to Lukla (2886m.) and it takes about 30 minutes. You trek from Lukla to Phakding (2640 m.) which takes approximately three hours.
transfer to the domestic airport for your flight to Lukla. Lukla is a small town with an airport. There are few tea shops, lodges, hotels and general stores. You begin today’s trek from Lukla following a gentle climb up the mountainside on the left bank of the Dudh Koshi river. Nupla (5885m) can be seen in the distance on the opposite bank, is a peak atop the Kongde Ridge. You descend a mountainside path that merges into your route to Everest, with views to a valley to your right; and at its far end, Kusum Kang (6367m.) The Dudh Kosi approaches as you pass a Mani wall and arrive at Ghat teahouse. You continue along a small path with many climbs and descents following the left bank of Dudh Koshi to Phakding."

Vaknað kl. 05:00... morgunmatur kl. 5:30 sem var fínasta máltíð... brottför kl. 6:00 út á flugvöll...

Þrumur og eldingar um nóttina og morguninn og við áhyggjur af fluginu til Lukla aðeins að trufla okkur...
ferðin myndi flækjast svolítið ef við missum úr einn dag...

Þetta var fallegt og sérlega smekklegt hótel...

Farangurinn sem við skildum eftir á hótelinu með borgarfötum og því sem verslað var og ekki notað í göngunni sjálfri...

Brjálað stuð alltaf á þessum tveimur... það var mikil tilhlökkun í öllum... við vorum loksins lögð af stað í gönguferðina miklu !

Keyrt út á Lukla-flugvöll sem var annasamur staður þó lítill væri...

Inngangurinn á flugvöllinn...

Vorum við í alvörunni að fara til Lukla... þar sem hættulegasti flugvöllur heims er ?

Hópmynd af okkur í Lukla...

Hjölli, Arnar, Anton, Guðrún Helga, Jón, Kári Rúnar, Steinunn Sn., Jóhann Ísfeld, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Örn, Rósa.
Þórey, Valla, Jóhanna Fríða, Doddi, Gylfi og Bára tók mynd.

Magnaður hópur sem stóð saman gegnum alla ferðina og hafði svo gaman að þessu þó erfitt væri á köflum
gátum ekki verið með betri hóp !

Áfangastaðirnir frá innanlandsflugvellinum í Kathmandu var til Lukla, Janakpur (Indlandi?), Pokhara (til að fara á AnnaPurna gönguleiðina)
Branagar og Tumlingtar...með Yeti Airlines, Simrik Airlines, Nepal Airlines, Buddha Air og Tara Air og Sita Air en það síðastnefnda var okkar flugfélag...
lítið og óþekkt en klikkaði ekkert :-)

Magnaður hattur sem Valla keypti sér... heklaðar dúllur og svo heklað utan um, frekar þéttur og vel mótanlegur...
hann átti eftir að vera eitt af einkennisþáttum ferðarinnar...

Hópnum var skipt í tvennt og fyrri hópurinn fór með fyrri vélinni...
tólf manns en sex urðu eftir...
við vorum átján manns en svo stóra flugvélar geta hreinlega ekki lent á flugvellinum í Lukla
þar sem hann liggur á syllu utan í brattri fjallshlíð...

...svo við urðum að bíða hluti af hópnum og þjálfarar lentu í seinni hópnum
með aðstoðarleiðsögumanninum Sam sem við vorum kynnt fyrir á flugvellinum
á meðan Rishi Kumar aðalleiðsögumaðurinn tók fyrri hópinn.

... og það var reynt að fara á veraldarvefinn í gegnum símann en það var endalaus barátta alla ferðina
og gekk stundum mjög vel svo hægt var að senda inn ljósmyndir en stundum erfiðlega
og varð fokdýrt þegar ofar dró í fjöllunum

Já, það var nóg að gera á flugvellinum og flestir að fara til Pokhara og svo Lukla...

Svona auglýsingar um allt... sé eftir að hafa ekki tekið fleiri myndir af slíku...
fjallamennskan mikil þarna og gaman að finnast maður vera einhvern veginn hluti af menningunni en ekki sérvitur...

Flugvélin okkar... já, ekki mikið pláss... og við vorum látin bíða stillt og prúð meðan allt var græjað...

Allir vildu auðvitað sitja fremst svo það var "slegist um pláss við einhverna útlendinga" sem voru samferða okkur í fluginu :-)

En svo skipti það engu máli hvar maður sat... allir fengu sæti við gluggann og ganginn...
eitt sæti sitt hvoru megin og gott að aðalmyndatökumaðurinn sat fremst..

Litið til baka... hvílík þrengsli...

Kathmandu var óskaplega falleg séð ofan frá úr flugvélinni...

Og svo var haldið inn í fjöllin...

Landslagið grænt og notalegt til að byrja með í ávölum bungum...

... en framundan voru hvítir hrikalegir tindarnir...

Djúpir dalir og bæir, vegir og stígar á ótrúlegustu stöðum...

Allir með myndavélina á lofti og allt tekið upp...

Flugvöllurinn í Lukla... lengi vel sagður sá hættulegasti í heimi... í 2.886 m hæð...
umkringdur nokkurra þúsunda hárra fjalla á einn veginn og eitt þúsund metra þverhnípi á hinn veginn...

https://www.youtube.com/watch?v=dPW5KEPEI6g

Liggur inn í hlíðina í smá halla þannig að við lendingu rennur flugvélin upp í mót...
og við flugtak rennur vélin niður í mót...

Útsýnið við lendinguna á aðra hönd...

Stanslaus umferð lítilla flugvéla á hverjum degi þarna um því eingöngu vélar með tíu farþega eða svo
geta lent og tekið á loft af þessum litla og víðsjárverða flugvelli...

Edmund Hillary sjá um smíði þessa flugvallar af hendi sjerpanna og hann tók fyrst eingöngu 8 manna vélar
en var lagfærður árið 2000 - 2001 og getur nú tekið ekki eingöngu Twin Otters heldur og Dornier 288.

https://en.wikipedia.org/wiki/Tenzing-Hillary_Airport

Flugvélin okkar...

Á flugvellinum þar sem við komum út úr vélinni biðu okkar hópur sjerpa og burðarmanna að leita sér að vinnu...
þarna lenda gjarnan göngumenn á eigin vegum sem ráða sér burðarmenn eða leiðsögumann á staðnum.

Við drifum okkur hins vegar í kaffihúsið þar sem fyrri hópurinn beið...

Litið yfir flugvöllinn...

Já, ekki er hann langur... eins gott að bremsurm hreyflar og flapsar eða hvað þetta nú heitir virki...

Gengið var hringinn kringum flugvöllinn enda ekkert láglendi í þessari hlíð
þó tekist hafi að koma einum flugvelli þarna niður...

Kaffihúsið þar sem hópurinn beið okkar... þau fengu heilsufarsskoðun á meðan seinni hópurinn flaug til Lukla
og áttu eftir að fá eftirlit á súrefnismettun, blóðþrýsingi og púls á nokkrum stöðum á leiðinni alla leið upp í grunnbúðirnar...

Já, þetta var ótrúlegt...

Hallinn sést vel hér...

... sjá flugvélina byrja að renna niður og takast svo á loft...

Hlýtt og lygnt en blautt í veðri þegar við byrjuðum á að koma okkur út úr þorpinu Lukla áður en sjálf gönguleiðin hæfist...

Alls kyns burðarmenn á sömu leið og við... með vestræna lúxusdrykki á bakinu... hvílíkt magn á einu baki...

Þarna á fyrstu skrefunum gerðum við okkur strax grein fyrir hvers lags álag er á þessum mönnum
og hvað á þá er lagt til að halda uppi vestrænum lifi staðli göngumanna á svæðinu...
... og maður skammaðist sín strax fyrir dekurheiminn sem við komum úr
og áttum enn eftir að finnast þetta mörg hver nokkrum árum eftir þessa ferð...

Litið til baka eftir götunni í Lukla... töfrandi þorp sem vel mátti gleyma sér í...
en við áttum stefnumót við fyrsta fjallaskálann um kvöldið og héldum áfram...

Nepalskt / tíbetskt Bænahjól... The Irish Pub... Internet Explorer merkið... Starbucks...
allt í bland...

Moldargötur og bárujárn... múrsteinar og steypa...

Leyfi fyrir því að fá að fara gönguleiðina upp í Grunnbúðirnar...

Krakkarnir í Lukla léku sér með smásteina...

Everest Base camp 11. - 28. október 2014 !
Upphafsstaður göngunnar.

Burðarmennirnir... með mögnuðustu mönnum sem maður hefur kynnst...

... og farangurinn af ýmsum stærðum og gerðum...

Við hins vegar léttklædd í mildu veðrinu og áttum nóg með það...

Endurvinnslan er hafin í Nepal og það var bylting í sjálfu sér rétt eins og hér...

Hádegisverðarstaðurinn okkar á fyrsta degi göngunnar...

Engispretta tók alla athyglina skyndilega þegar allir voru sestir inni...

... og leyfði okkur að taka fjölda mynda áður en hún flaug á brott...

Fjölskyldan sem eldaði matinn fyrir okkur...

Dæmigerður veitingastaður í Nepal...  bekkir meðfram veggjunum og ílöng borð fyrir framan...

Fyrsta tegund af mörgum á leiðinni... vatnið "Hill Top" :-)

Tveggja manna borð yfirleitt... voðalega notalegt :-)

Rishi og Sam hægra megin á myndinni... mjög ólíkir menn, Rishi veraldlegri og fámálli, ágætlega góður í ensku en lítið sem ekkert fyrir að fræða okkur og gefa okkur líniurnar fyrir hvern dag eða það sem var framundan... 

Sam andlegri og ræðnari og alltaf til í að spjalla og segja manni frá og spekúlera í hlutunum...
stundum svo mikið að maður losnaði ekki... ekki sérlega góður i ensku og stundum óskiljanlegur
en yndislegur maður og manni þótti óskaplega vænt um þá báða eftir því sem leið á ferðina :-)

Everest bjór... við verðum að fá okkur svona !

Fyrsta máltíðin á gönguleiðinni... kjúklinga spaghettí með grænmeti...
smakkaðist fínt eins og allur maturinn lengi vel þar til við komum í næst efstu búðir þar sem skolpbragð var af matnum...

Fjallasýnin strax þennan fyrsta dag... eins og þeir orðuðu þetta í bókinni sinni um gönguna á hæsta fjall jarðar, félagarnir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur og Magnússon árið 1997 eða ári eftir að mannskæðasta slysið á Everest var (allt til ársins 2014)... að stíga út úr flugvélinni í Lukla og horfa á himinháa tinda gnæfa yfir í rúmlega þrjú þúsund metra hæð og gera sér grein fyrir því að við áttum eftir að fara upp í nánast tvöfalda þessa hæð áður en ferðin endaði í 5.600 m hæð... það var ótrúlegt !

Sjá fréttaflutninginn hjá Morgunblaðinu á þessum tíma - magnað að sjá þetta:
http://www.mbl.is/serefni/everest/vika9.html

Þennan fyrsta legg gengum við í gegnum hin ýmsu þorp og bæjarstæði...

... bænir um allt og bænahjólin sömuleiðis...

https://en.wikipedia.org/wiki/Prayer_wheel

Frumstæðrar vatnslagnirnar hjá bænaskríddum steininum og þvottur á snúru...

Mitt í öllum þessum bröttu brekkum voru stöku aflíðandi blettir...
sem voru yrkjaðir eins og vel og hægt er...

Dalur mjólkurárinnar Dudh Kosi... sem við vorum að ganga inn eftir...
brekkur beggja vegna og hvítir tindar yfirgæfandi...
þorp og bæir í stöllum utan í brekkunum...

Brýrnar í þessari ferð áttu eftir að vera óteljandi þar sem gönguleiðin liggur upp þröngan dal
sem er skorinn beggja vegna af litlum gljúfrum og giljum...
hér er fyrsta gilið sem sker sig niður í mjólkurdalinn...

Salernisaðstaðan í ágætu lagi til að byrja með en varð fábrotnari eftir því sem ofar dró...

AAAAAllltaf stuð... meira að segja í biðröðinni á wc...

Sjá brýrnar sem liggja endalaust yfir ánna... hér ósköp saklaust

Þessi fyrsti dagur var eini dagurinn sem ekki var sól... heldur skýjað og stöku regndropar svo við héldum alltaf að það færi að rigna en það gerði það ekki... við áttum síðar eftir að frétta að þessir rigningardropar voru slettur af óviðri sem gekk yfir þennan hluta Himalayafjallanna frá Annapurna og að Everest Base Camp og valda manntjóni og öðru tjóni svo komst í heimsfréttirnar...

Hvarvetna hétu veitingastaðir og gististaðir, drykkir og aðrar vörur eitthvað tengt Himalaya, Everest og jafnvel sjálfum Yeti
sem lengi var talinn lifa í fjöllunum og vera í risavaxin apalík furðuvera (e.ape-like crypton) sem miklar þjóðsögur eru til um en tilvera hans hefur aldrei verið sönnuð fyrir víst... en við áttum í bakaleiðinni eftir að fá að líta höfuðleður hans eigin augum (e.yeti scalp) gegn gjaldi í einu musterinu...

https://en.wikipedia.org/wiki/Yeti

https://www.google.is/search?q=yeti&biw=1440&bih=743&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ved=0ahUKEwiNnL2Zy5XMAhXwbZoKHfxnCt0QsAQIOA&dpr=1

Töffaramyndir voru teknar af strákunum... og áttu eftir að ylja okkur lengi eftir þessa ferð á snjálfru :-)

Það var gott að rúlla bænahjólinu og hugsa jákvæðar hugsanir...

óska hins besta fyrir þennan leiðangur og anda að sér nepalskri, búddískri, tíbetískri menningu sem best við máttum :-)

Bænasteinarnir... prayer stones... mani stones... úr tíbeskum búddirma...

með sex atkvæða bænina "om mani padi hum" voru hvarvetna á leiðinni... við vorum sannarlega á trúarlegum slóðum...

https://en.wikipedia.org/wiki/Mani_stone

Reglulega á leiðinni mættum við jakuxum sem voru ýmist að fara klyfjaðir upp eftir eða léttir á sér niður eftir...

Kofaskrifli við ánna...

Við lentum í Phakding um kl. 15:40... fyrsta gististað leiðarinnar... í 2.660 m hæð...
höfðum því lækkað okkur úr 2.840 m í Lukla sem var fínasta byrjun á hæðaraðlöguninni
eftir heilmiklar hækkanir og lækkanir alla leiðina þennan dag...

Í dagbókina skrifaði ritari "fundum öll fyrir hæðinni í brekkunum, mæði, andnauð og höfuðverkur"...


Mynd frá Ingólfi Geir af göngunni upp í Grunnbúðirnar 2013.

Sjá legginn fyrsta daginn hér á mynd Lukla - Phakding.

Í þessu litla þorpi sváfum við fyrstu nóttina...

Allir glaðir að vera lagðir af stað í gönguna stóru og tilbúnir í það sem var framundan eftir "þreytandi borgarröltið" í Kathmandu :-)
Enginn veikur og öllum leið vel eftir fyrsta daginn.

Þungbúið yfir og fjallasýnin ekki mikil... en samt glitti í magnaða fjallstindana sem risu allt í kring...

Þeir hæstu í sjónmáli þennan dag voru Nupla í 5.885 m hæð eða nánast sömu í Kilimanjaro... hæsta fjall Afríku...
og Kusum Kang í 6.367 m hæð...
já við vorum umkringd risafjöllum sem þó bliknuðu í samanburði við enn hærri sem biðu okkar ofar
og ná allt upp í nánast 9.000 m hæð... við vorum í svo risastórum heimi sem stundum var einfaldlega erfitt að fanga hann í huganum...

Hótel Beer Garden... mæting í matsaðill kl. 17:00 svo við höfðum smá tíma til að koma okkur fyrir og hvílast...

Rishi leiðsögumaðurinn okkar virtist hálf feiminn við hópinn og afhenti öllum lykla að herbergjunum og bað svo þjálfarana um að segja öllum að það væri mæting í matsalinn á slaginu fimm eftir að allir voru komnir í sín herbergi... þjálfarar  byrjuðu þá að reyna að finna alla Toppfarana og bönkuðu á dyr en þegar nokkrir ókunnugir komu til dyra sem var óþarfa truflun... enduðu þeir á að biðja Rishi um að láta alla vita þar sem hann vissi í hvaða herbergjum hver og einn var og báðu hann að passa næst að tilkynna þetta einfaldlega hópnum í lok göngunnar áður en hver og einn hyrfi í sín herbergi... þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að biðja Rishi um að tala við allan hópinn varð hann einhvern veginn aldrei við þeirri ósk að ráði, þannig að skilaboðin foru alltaf langleiðina í gegnum þjálfara þó þeir margbentu honum á að þeir væru að reyna að njóta ferðarinnar eins og hinir og það væri skilvirkast að allar tilkynningar kæmu beint frá honum til hópsins...

Læt ofangreint fylgja með þó mönnum komi þetta kannski almennt ekki við... en þetta er hluti af ferðasögunni og litaði heilmikið upplifun þjálfara sem ítrekuðu það bæði við Ítferðir, Lönu og Geetu og Rishi að þeir væru í fríi eins og aðrir göngumenn á gönguleiðinni sjálfri og vildu njóta þess að hafa innlenda leiðsögumenn sem héldu utan um allt og segðu þeim til eins og öðrum... :-)

Við gerðum litlar kröfur til gististaðanna á þessari gönguleið og gerðum okkur grein fyrir að erfitt væri
að halda uppi háum gæðastaðli á slóðum þar sem engir bílar komast...

... og því kom aðstaðan okkur á óvart... hver og einn með sérklósett og sturtu...  það var ansi notalegt :-)

Kvöldmatur í dæmigerðum matsal á gististaðnum...
rigningin buldi úti en við höfðum það notalegt inni og mjög góð stemning í hópnum...

Allir mættir um fimmleytið til að panta matinn... og búin að borða um sjöleytið sem
var fínt þar sem það var mikilvægt að fara snemma að sofa og hvílast eftir erfiðan dag...

Þrumuveður og hellidemba kom um leið og við vorum komin í hús... vel sloppið og við fengum þær fréttir síðar um kvöldið að taskan hennar Jóhönnu Fríðu væri ennþá hringsólandi yfir Kathmandu þar sem ekki var hægt að lenda út af veðrinu sem gekk yfir borgina og Lukla einnig... við vorum ótrúlega heppin að ná bæði fluginu og göngunni án þess að finna fyrir veðrinu nema í nokkrum rigningarstopum... Ef taskan næði að lenda ætlaði Geeta að senda hana til Lukla og með burðarmanni til Namche Bazaar eftir 2 - 3 daga þar sem við gistum tvær nætur þar og því ætti þetta að sleppa... annars yrði hún að versla sér nauðsynlegan búnað í Namche...

Matseðlarnir voru ótrúlega fjölbreyttir alla leið upp í efstu búðir og við prófuðum nýja rétti á hverjum degi til að byrja með...

Nepölsku momo-bollurnar... innbakað grænmeti var tær snilld og kjúklingaspagettíið klikkaði aldrei :-)

Fórum dauðsyfjuð að sofa kl. 20:30... ræs kl. 6:30 morguninn eftir...

-----------------------------

Ferðadagur 5 - Göngudagur 2

miðvikudagurinn 15. október 2014
Phakding 2.669 m til Namche Bazaar 3.440 m
Alls 13,3 km á 8:10 klst. með lægstu hæð 2.610 og hæstu 3.412 m og alls hækkun 1.551 m.

"Trek from Phakding to Namche Bazaar (3440 m.) and it takes approximately five hours. The trail starts along a level path along the right bank. Thamserku looms skyward on the opposite bank. You cross a stream and climb the terraced hill from the Dudh Koshi route, to arrive at Bengar. The trail now climbs from the riverbed on the left bank into the mountain, through a forest to Chumoa. You continue along a path with many ups and downs; cross a stream, and pass by the tiny village of Monjo. Now you descend the path of stone steps and return to the right bank over a wooden bridge. After a short climb

you come to Jorsale’s teahouse and hotel, also stop at the National Park Service where a park entrance fee is collected. After your departure from Jorsale, you enter a forested mountainside. You follow a short walk along the riverbed of this V-shaped valley where the river forks - the right is the Dudh Koshi and the left is the Bhote Koshi that leads to Nampa La. After short distance along the Bhote Koshi, begin the steep ascent to Namche Bazar. As the mountain path zigzags uphill, you will emerge at a ridge top rest area that offers excellent views of Everest (8848m) and Lhotse (8516m.) The climb eases somewhat, and Namche Bazar appears ahead as you travel along the path surrounded by pines. Pass the plateau where the Saturday bazaar is held and enter the village. Namche Bazar (3440m) is surrounded on three sides by mountain ranges and opens out only where it faces the Bhote Koshi. The village is a central hub of the area and food, sundries and even mountain climbing equipment may be purchased here."

Og hvílíkt ræs !... heiður himinn og sólin farin að baka efstu tinda yfir okkur...

Thamserku 6.618 m hátt og átti eftir að fylgja okkur til Namche og lengra og sýna okkur fleiri flottar hliðar...

Þetta var yndislegur morgun og við lágum yfir veðurspánni sem hafði almennt sýnt samfellda rigningu alla daga í Namshe...
líka þegar við vorum enn á Íslandi og skoðuðum langtímaspánna...
norski veðurvefurinn er greinilega ekki að ná að spá rétt fyrir um veðrið í svona óskaplega mikilli hæð...
en staðarspáin var sólrík og góð... og hún hafði rétt fyrir sér :-)

Morgunmaturinnn... heitt te, ristað brauð, steikt egg og kartöflur... orkuríkt :-)

Mikilvægt að borða vel í þessari miklu hreyfingu og drekka vel í þessari hæð...

Dásamlegur morgun... svona átti þetta eftir að vera alla ferðina en kuldinn jókst þó með hverjum metra hærra upp
og síðdegis-snjókoma tók við af síðdegisskúrum...

Þvotturinn... nepölsku fjölskyldurnar... húsin... lyktin... stígarnir... kofaskriflin... grjótið... trén... gróðurinn...

Upp og niður stíga beggja vegna hvítfyssandi mjólkurárinnar sem svo er nefnd vegna hins hvítfyssandi útlits hennar
algerlega mögnuð gönguleið frá fyrsta skrefi...

En... Rishi byrjaði hvern dag á smá morgunleikfimi...
þennan dag komum við okkur reyndar fyrst út úr þorpinu og svo var byrjað á smá upphitun í morgunkulinu...

... og krakkarnir í sveitinni smituðust með okkur og tóku nokkrar teygjur með Guðmundi :-)

Þeim þóttu við ósköp skrítin... eða kannski bara skemmtileg og hlógu dátt að okkur :-)

Jú smá konumynd með þessum stórskemmtilegu krökkunum...
Þórey, Bára, Rósa, Steinunn, Guðrún Helga, Jóhanna Fríða, Katrín Kj, og Valla.

Sólin hækkaði á lofti og náði smám saman lengra niður í djúpan dalinn...

Allt var bjartara og fallegra í sólinni en í dumbungnum í gær þó hann hafi hentað okkur vel svona á fyrsta degi...

Mikil uppbygging á svæðinu og alls staðar verið að bæta við og smíða hús, brýr, stíga og girðingar...

Allt liggjandi utan í hlíðunum á stöllum....

Bænafánarnir blöktu og hvítir tindarnir geisluðu í fjarska...

Á þessum göngudegi tvö komu fyrstu veikindin fram, nokkrir slappir í brekkunum og Valla fékk í magann, ógtlatt og leið illaí brekkunum
svo það endaði með að Anbir, yfirburðarmaðurinn hélt á pokanum hennar og svo leið henni betur þegar leiða á daginn.

Alls staðar runnu litlar sprænur úr hlíðunum, giljum og gljúfrum beggja vegna árinnar...

Haustlitirnir nutu sín vel og við vorum á fegursta tímanum hvað litadýrðina varðaði...
allt þvegið og skolað eftir monsún rigningarnar um sumarið og ferskt kólnandi loftið af yfirvofandi vetri gerði skyggnið tært og fagurt...

Jú, við vildum fá mynd af okkur með Thamserku :-)
http://photoseek.photoshelter.com/image/I0000hilFo4zKd1U

ÁstríðugleðiToppfarinn Jóhanna fríða með Toppfaramerkt buffið sitt og allt í stíl :-)

Thamserku... eitt af nokkrum fjöllum sem við féllum algerlega fyrir...

... og vorum alltaf að stoppa og mæna á...

... og taka myndir af...

Einhverjir höfðu sagt okkur að það væri galið að fara þessa gönguleið...
hún væri endalaus túrismi og ekkert nema urð og grjót... og þau myndu aldrei fara þarna...
vá, hvað þau höfðu rangt fyrir sér !
... og sem betur fer hlustuðum við ekki á slíkar úrtöluraddir :-)

Hvítfyssandi fegurðin á jörðu sem himni var oft yfirþyrmandi og engar myndavélar náðu að fanga þessa miklu fegurð...
hún var einfaldlega allt of stór fyrir myndavélarnar...

Þorpin voru ansi blómleg og lífleg sum sem við komum í og allt í gangi...

Verslun og viðskipti, búskapur og fjölskyldulíf í þessum þrönga dal undir þessum himinháu fjöllum...

Við gengum í gegnum hvert þorpið á fætur öðru... framhjá hverju tehúsinu á fætur öðru...

Skýhnoðrarnir voru meira að segja lygilegir... fjórir þarna að leika sér með fjallatindunum...

Uppbyggingin á svæðinu er mikil... en margt eyðilagðist við jarðskjálftana hálfu ári síðar...

...meðal annars gönguleiðin okkar sem lokaðist á nokkrum stöðum í einhverjar vikur svo nokkur af þessum þorpum einangruðust...
en ári síðar var allt komið aftur í gang og menn að stefna á Everest enn eitt vorið eftir tvö hamfara-vor árin á undan...

Blái liturinn í húsunum... við veltum þessu mikið fyrir okkur, hver væri ástæðan fyrir þessum bláa lit...
og var að lokum samt "af því hún var til"... svo einfalt var það...
spurning hvort það sé rétt því þetta passaði svo vel við himinblámann að það mátti spyrja sig
hvort náttúruvættir dalsins hafi eitthvað haft um þetta að segja...

Við þræddum okkur upp og niður upp eftir ánni...

... og skildum hvers vegna hún er sögð mjólkurhvít...

Það var erfitt að vera ekki stöðugt að mynda allt sem fyrir augu bar...

Pása í einu sjerpaþorpinu þar sem vatn og hvíld var kærkomið...

Bænafánarnir, þorpin, blái liturinn, oddbeittir fjallstindarnir, djúpblámi himinsins og tandurhvítu skýin...
það var eitthvað yfirnáttúrlega hreint og tært við þetta allt saman sem við höfðum aldrei kynnst áður... enda vorum við á hæstu slóðum í heimi....

Stundum náðum við í skottið á burðarmönnunum okkar... hey, þarna er pokinn okkar !

Sjá burðarbeltið sem er ofan á til að leggja á ennið og svo liggur pokinn á bakinu...
hann hefur hengt reimuðu peysuna sína utan á burðinn og sinn eigin fábrotna farangur þarna við...
erfitt fyrir þá að hafa mikið með sér þar sem þeirrra vinna er að bera annarra manna farangur...

Dæmigert nafn á tehúsi... 2.840 m hæð... við vorum sem sé komin í svipaða hæð á Lukla...
og heimilisfangið; Monjo-1 ChauriKharka...

Þrengsli dalsins sjást vel hér... alveg magnað að ganga þarna upp eftir og stærðarhlutföllin nást engan veginn á mynd...

Allt nýtt til hins ítrasta... blómapottar gjarnan úr niðursuðudósum enda algert hneyksli hvað vestrænir lifnaðarhættir hafa skapað mikið rusl...
það er í alvörunni í slíku skelfilegu umfangi að mannskepnan á varla rétt á að deila jörðinni með öllum hinum skepnunum...

Tíbesku búddha-bænarúnirnar málaðar á bergið... om mani padme hum...

Á miðri leið vorum við skyndilega komin að einhvers lags landamærum...

Hér var formlegt hlið inn í "The National Service Park" þar sem Rishi greiddi aðgangseyrinn okkar til að mega halda áfram för...

Meðan Rishi gekk frá formlegheitunum skoðuðum við okkur um á safninu...

Ráðleggingar til göngumanna sem stefna upp í grunnbúðirnar...i

Þarna var eftirlíking af Himalayafjallgarðinum öllum...

... þar sem við gátum séð Everest í hinu stóra samhengi við aðra fjallstinda á svæðinu sem við vorum að ganga í...

Ótrúlega gaman að sjá þetta og við spáðum lengi í landslagið og hvað tindarnir hétu...

Landamærin milli Nepan og Tíbet / Kína liggja á fjallstindunum eins og gjarnan í fjalllendi...
og Indland umlykur það svo að vestan, sunnan og austan.

 

Veik tilraun til að ná dýptinni í landslaginu...

 Sjá stærðarhlutföllin...

... það er einfaldlega ekki annað hægt en ráðleggja öllum sem geta að fara þessa gönguleið...

Hvíti liturinn á ánni sést vel hér... brattinn í dalnum og hvað láglendið er lítið
og í raun heilmikið á þessum stað í samanburði við aðra hluta leiðarinnar...

Hér fengum við okkur hádegismat í brakandi fallegu veðri...

Svolítið krúttlegt að hafa snætt á "Everest Guest House, Lodge and Restaurant" í Jorsale

Inni var notaleg hvíld frá sólinni og gott að bera saman bækurnar á kortunum...

Plaköt hangandi á veggjunum af sögulegum leiðöngrum...

Maturinn girnilegur... kartöflur, egg og grænmeti...

Vatnið fékk nýtt nafn á hverjum stað... hér fékkst Khumbujökulsvatn og Thamserkuvatn...

Sam og Albir að skipuleggja næsta áfanga... 

Okkar beið nefnilega heilmikil hækkun upp í Namche Bazaar...

Töfrandi fegurð skógarins neðst í dalnum...

Það var mikilvægt að vera með höfuðfat til að verja sig sólinni sem skein allan daginn...

... og þó skógurinn hlífði okkur stöku sinnum þá var það ekki mikið að ráði...

Við dýpkuðum okkur sífellt innar og innar í dalinn...

Tærustu litir nokkurn tíma í þessari ferð... það var bara þannig...

Upp... og niður stígana... við vorum í hörkuformi eftir þessa tólf daga...

Sjá sprænurnar sem komu alls staðar út úr hlíðunum...

Nú vorum við komin á sögulegan stað... hér er byrjunaraðriðið í Everest-myndinni
þar sem þeir fljúga yfir gönguleiðina og dýptin og stærðarhlutföllini í þessu landslagi náðist mjög vel í myndinni en engan veginn á ljósmyndunum...

Sjá glefsur af þessu svæði á https://www.youtube.com/watch?v=79Q2rrQlPW4

Valla var mjög þakklát Albir fyrir að bera bakpokann sinn...
dásemdardrengur mikill og alger engill :-)

Hér hvíldum við okkur og stilltum okkur inná brúnna og löngu bröttu brekkuna sem beið okkar
alla leið upp í sjerpaþorpið Namche Bazaar sem er á heimsmælikvarða hvað varðar magnaðan stað til að heimsækja...

Hjörtum voru alls staðar...

Hjartalaga laufblöð uxu á trjám í þessari hæð og haustlitirnir skreyttu leiðina óskaplega fallega...

Efri brúin er sú nýja og neðri sú gamla sem ekki er lengur í notkun...

Löng og dúandi og dýptin mikil á þessum stað...

Hópmynd á Namche Bazaar Hill brúnni :-)

Það var sérstakt að ganga þarna yfir og þegar við horfðum á Everest myndina þá tók hjartað aukaslag...
gengum við í alvörunni þarna yfir ?

Myndir af öllum :-)

Við tók góður skógarstígur alla leið upp... og þar rákust við á þennann snjóhvíta eldri mann sem var að hvíla sig...
hann gaf ekki eftir og kláraði alla leið upp í grunnbúðir og til baka... við hittum hann síðar í göngunni og fengum það staðfest...
en vá, hvað maður hélt að hann væri búinn á því á þessum tímapunkti :-)

Héðan er fyrsta útsýnið að Everest... en það var skýjað eftir óveðrið deginum áður
og við sáum ekki hæsta fjall heims að sinni en áttu eftir að standa þarna í bakaleiðinni og horfa á tindinn...

Fossinn þarna hinum megin niður snarbratt gljúfrið... það voru gimsteinar á hverju strái á þessari leið...
hver sagði í alvörunni eitthvað neikvætt um Everest Base Camp?
... gjöra svo vel að éta það ofan í sig aftur af einskærri virðingu fyrir botnlausri fegurð þessa landslags !

Ofar fór skógurinn að þynnast... og fannhvítir tindarnir tóku við...

Sólinni tekið að halla og skýin að hrannast upp með síðdegikulinu...

Hliðið að Namche Bazaar ef svo má kalla... hér áttum við eftir að fá diplomað okkar eftir gönguna...

Maraþon-auglýsing í rúmlega 3.000 m hæð, já, sæll... hlaupið í 3.440 m upp í 5.340 m...

Maraþonhlauparar Toppfara, Örn, Rósa og Bára urðu að fá mynd af sér með svona auglýsingu...

... en við vorum samt ekki alveg á því að skrá okkur í það... í byrjun október ár hvert frá 2014...

http://rpmarathon.org/

Skyndilega tók að glitta í hús í brekkunum ofan okkar...

Við vorum lent í Namche Bazaar...
því miður komin þoka eins og oftast virtist leggjast yfir fjöllin um leið og sólin hneig til viðar...
svo við sáum ekki nema neðstu húsin og gerðum okkur ekki grein fyrir legu þessa þorps fyrr en daginn eftir...

Stallarnir minntu mann á Perú og snarbröttu hlíðarnar þar...
og nýtnina og yrkjuna á þessum stöllum þar sem enginn blettur fer til spillis...

Búrekstur í brekkum... steikjandi hiti á daginn... ískuldi á nóttunni...

Það var eitthvað alveg sérstakt við þetta þorp... miðstöð sjerpanna í Himalayafjöllunum kringum Everest...
aðalverslunarstaður þeirra og flestir íbúarnir starfa við leiðsög og aðra þjónustu við ferðamenn.

Hér er banki, pósthús og lögregla... vikulegur mjög líflegur götumarkaður eins og við áttum eftir að sjá á heimleið...
alls skráðir 1.647 íbúar árið 2001 á 397 heimilum...

https://en.wikipedia.org/wiki/Namche_Bazaar

Bæjarlækurinn hægra megin þar sem menn stóðu mikið við þvotta...
og tröppurnar upp í þorpið sem leyndi ár sér í þröngum bröttum götum þar sem fjöldinn allur af mjög spennandi útivistarbúðum er á hverju horni
og við áttum öll eftir að versla heil ósköp þarna... og án efa slá öll persónulegt verslunarmet í 3.440 m hæð :-)

Augu Búddha eru alsjáandi úr öllum áttum... það fer ekkert framhjá þeim...

Hótelið okkar var sem betur fer neðarlega í þorpinu...
við vorum þreytt eftir rúmlega átta klukkustunda göngu alls rúma 13 km með 1.551 m hækkun alls...

Gott að taka bakpokana af sér og hvílast...

Þetta tæki sagði 11 km á 7:56 klst. upp í 3.418 m hæð...
tækin mældu þetta misjafnt og oft var sambandið erfitt á leiðinni enda svo djúpir dalir og há fjöll sem skyggðu á sambandið við gervihnettina...

Síðar um kvöldið átti þokunni eftir að létta á ný...

Bára með sjerpahúfuna sem hún keypti í byrjun dagsins við gististaðinn í Phakding...
mölur var í henni og hún ást upp á tveimur stöðum og þyrfti viðgerðar við...

Hótelið í Namche Bazaar var frábært og maturinn lostæti...
stemningin funheit í matsalnum og allt umhverfið ævintýralegt...

Herbergin mjög fín, nóg pláss og sumir með innstungur til að hlaða tól og tæki... lesljós og teppalagt gólf...

Mæting í matsal kl. fimm eins og vanalega til að panta matinn og svo bíða og spjalla meðan hann var eldaður...

Leiðsögumennirnir sögðu okkur fyrstir fréttirnar og vildu að við vissum að allir sjerparnir væru harmi slegnir...
snjóflóð og illviðri í Himalayafjallgarðinum með þeim afleiðingum að 29 manns létust og 100 er saknað...

Fyrstu fréttirnar litu svona út þegar við fórum öll á veraldarvefinn í gegnum símana
og spjaldtölvurnar þeir sem voru með þær meðferðis... komnar voru fréttir á mbl og bbc

Nú sáum við fréttirnar svolítið með augum sjerpanna...
eingöngu var talað um mannfall vestrænu fjallgöngumannanna, ekki sjerpanna...

Enn einn harmleikurinn á þessu svæði því eftir snjóflóðin vorið á undan áttu miklir jarðskjálftar eftir að ríða yfir svæðið
allt til Kathmandu vorið eftir og því voru hamfarnirnar þrjár á eins árs tímabili kringum ferðina okkar...
eins og fram kom í upphafi þessarar ferðasögu um aðdragandann...

XXX

Mjög gott netsamband var þarna, Namche klárlega með sérstöðu á svæðinu, og við gátum öll látið vita að við værum í lagi,
Stormurinn og þrumuveðrið gekk yfir allan Himalaya-fjallgarðinn en var verri vestan megin
á Anna Purna svæðinu og Dhaulagiri og við fengum slæmar fréttir af Grunnbúðunum.. þar væri allt á kafi í snjó eftir bylinn, upplausn væri í efri hluta leiðarinnar þar sem 30 manna hópur sem gisti í Lobuche skálanum leystist upp og dreifðist niður eftir gönguleiðinni alla leið til Namche, svo það gæti endað með því að við yrðum að breyta ferðaplani og kæmumst ekki upp í Grunnbúðirnar. Veðurspáin væri hins vegar góð næstu daga svo ef sólin næði að bræða þetta að einhverju leyti þá væri möguleiki að ganga upp eftir. Leiðsögumenn létu okkur vita að tvær efstu búðir væru erfiðar hvað aðbúnað og mat varðaði og því gæti þetta orðið of erfitt ef ofan á bættist erfitt færi og veður.

En það voru líka góðar fréttir mitt í harmleiknum... Jóhanna Fríða fékk töskuna sína sem borin var af burðarmanninum XXX
og hann var vonandi ánægður með þau laun sem hann uppskar fyrir þennan burð en við söfnuðum saman smá samskoti
og Jóhanna Fríða gaf honum gjöf frá sér...

Allir voru slegnir yfir fréttunum og sérstakt andrúmsloft ríkti í matsalnum
þar sem maður sá greinilega að allir Nepalir voru áhyggjufullir og annars hugar...

Maturinn var hins vegar með allra besta móti í ferðinni... vorrúllur, franskar og salat...

... og einn besti réttur sem maður hefur smakkað...innbakað mars súkkulaði... hvílík snilld !
... sjaldan orðið fyrir eins mikilli hugljómun með mat á ævinni... svo ný og fersk upplifun...
en því svo sorglegt hve maður varð afhuga þessum rétt þegar á leið og maginn fór að mótmæla meðferðinni ofar á leiðinni...

Þetta stóð í dagbók þjálfara:
"Geggjað góður matur hérna. "Mars-roll"... innbakað mars-súkkulaði eitt það besta sem ég hef fengið, ætla aldrei að gleyma þeim rétti" !

Glaðlegi vaktstjórinn í Namche... man ekki nafnið hans, en hann afgreiddi allt á barnum, stjórnaði matnum, hlóð símana og seldi netsamband
alltaf með bros á vör og var alltaf á vakt... líka þegar við komum til baka eftir Grunnbúðirnar...
og þekkti okkur og spurði okkur hvernig var... og var með skilningsríkt bros á vör... "já, ég veit að þetta var erfitt"... :-)

Eftir matinn settust leiðsögumenn yfir kortin með okkur og lögðu á ráðin úr frá nýjustu fréttum...

Við fórum yfir leiðina sem var framundan og þeir sýndu okkur hvar harmleikurinn var hvað mestur...

Eftir matinn var gott að stíga út á pall og njóta næturfegurðarinnar...
orðið heiðskírt aftur og þorpið glitraði í kyrrðinni.. stjörnurnar tindruðu á himninum og fjallstindarnir risu dimmhvítir yfir okkur allan hringinn...
þetta var svo langtum stærra landslag allt saman en við höfðum nokkurn tíma upplifað og maður var svo smár í þessu stóra samhengi fjallakyrrðarinnar þarna...

Vistarverur burðarmannanna voru ekkert í líkingu við okkar...
 smá gluggalaust og þröngt geymslu-innskot undir súð á ganginum þar sem dýnum var raðað hlið við hlið
og þeir voru með teppadruslur yfir sér í einni kös...
 Stalst til að taka þessa mynd á leið í herbergið mitt sem var örugglega helmingi stærra en þetta og rúmaði bara okkur Örn
á meðan þeir voru þarna líklega tíu saman eða svo...

Náttborð þjálfara... vatn, snyrtivörur, höfuðljós, vekjaraklukka, wc-pappír, gps, veðurstöð, peningar, vegabréf, batterí, gleraugun, svefntöflur, eyrnatappar, lesefni um Everest Base Camp fra Trail Blazer, hin æsispennandi bók Into Thin Air eftir Jon Krakauer sem Baltasar Kormákur átti svo eftir að kvikmynda ásamt svarbókinni hans Anatolys Boukrev, Rússans sem Ingvar Sig lék í kvikmyndinni... en bókin Into Thin Air er ein besta bók sem maður hefur lesið, óskaplega vel skrifuð hver einasta setning... umdeild af mörgum og talin óvægin í garð sumra... en Boukrev hefur svarað Bandaríkjamanninum fullum hálsi og Baltasar virtist reyna að gæta sanngirni í mynd sinni þar sem sjónarmið beggja koma fram en þó hallar ef eitthvað er á annars vegar Scott sem var yfirleiðsögumaður Rússans (sýndur kærulaus og óvarkár í myndinni sem er heldur undarlegt) og svo hallar líka á Krakauer sem er eigingjarn í myndinni en hugsanlega er það rétt nálgun hjá Balta, en Krakauer brást auðvitað ókvæða við og gagnrýndi kvikmynd Baltasars mikið og hefur hugsanlega að einhverju leyti skemmt fyrir myndinni í BNA... en eftir að hafa lesið báðar bækurnar, glöggvað sig á veraldarvefnum og séð myndina þá er endalaust gaman að velta þessu fyrir sér... áfengisneyslan í grunnbúðunum situr samt í manni... er það rétt að hún hafi verið?... partý með áfengi í grunnbúðum?... mér er til efs að þar sé rétt haft eftir... hvar fengu menn þær upplýsingar?... oh, svo gaman að spá í þetta ! :-)

Bakpokarnir og fleira dót... þó maður reyndi eins og maður gat að takmarka allan farangur þá var hann samt ótrúlega mikill !

Lesið fyrir svefninn... og skrifað í dagbókina sem nú er ómetanlegt þegar þessi ferðasaga er skrifuð því það fennir svo fljótt yfir alls kyns smáatriði í svona ferð þar sem hver dagur er heilt ævintýri og efni í heila bók... af tólf miðað við tólf göngudaga :-)

------------------------

Hér lýkur ferðasöguhluta 1 af 3 um Toppfaraferð til Nepal 2014

Sjá II ferðahluta: http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp2_161014.htm

Sjá III ferðahluta: http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp3_211014.htm
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir